Lögberg - 14.03.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.03.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG FtMTUDAGINN 14. MARZ 1929. Bls. S. GJAFIR. Græni skógur, gef oss við, grænskógur með laufskrúðið. Skógur gefur skíði, stafi, skip, sem fljóta út á hafi, bekki, skápa, borð og stóla, bryggjur, turna, kirkjur, skóla, við, sem logar vel á arni, vöggu lianda litlu barni, leikföng banda litlum liöndum, sem leika sér í öllum löndum. Græni skógur, gef oss við, grænskógur með laufskrúðið. G'óða náma, gef þú oss gæða þinna dýrmæt hnoss. Gegnum lögin grjóts og moldar grafa menn í iður foldar. Niðri í dimmum, djúpum leynum dreymir gnægð af eðalsteinum, blýi, tini, brensluleiri, bæði gulli, silfri og eiri, kolalög, sem kynda bálin, kynstur járns í bitru stálin. Góða náma, gef þú oss gæða þinna dýrmæt hnoss. Gef oss, breiða, bláa haf, blessun djúpi þínu af. Víðu, góðu, grænu lönd, gjafir réttið vorri hönd. Taðan góða grær á túnum, gefur hún okkur mjólk úr kúnum. Vex á engjum alls kyns gróður, ágætt hesta og kindafóður. Hafrar, rúgur, hrís og hveiti hlýjum vex á akurreiti. Upp um heiðar hjarðir ganga. Heima í garði blómin anga. Víðu, góðu, grænu lönd, gjafir réttið vorri hönd. Móðir lífsins, mikla sól, minstu vor.við norðurpól. Vefur þú úr geislaglæðum guðvefsskikkju dal og hæðum. Vekur þú til ljóss og lita lífið alt með birtu og hita. Lýsir fleiri landa börnum, ljær þá starf þitt mána og stjörnum. Reifað er lífið rökkurdróma, unz rís þú upp í nýjum ljóma. Móðir lífsins, mikla sól, minst þú vor við norðurpól. Rétta himinn, haf og lönd hundrað gjafir hverri liönd. Þiggjum gjafir þær með gleði þakklát og með ljúfu geði. Lærum eins að gefa og gleðja, græða, liugga, klæða, seðja. Þá til Guðs mun leiðin liggja. Ljúfara er að gefa en þiggja. ^ Sá er mestur, mest sem gefur, Meistarinn til þess ætlast hefur, þegar jörðu, himin, haf hann af elsku sinni gaf. S. A.—Saml.b. KONGULÓ. Kvöld eitt í blíðviðri rak eg ærnar heim úr hjásetunni. Eg lagðist í lyngið og ætlaði að tína mér dálítið af berjum. Þegar eg var að krjúpa niður, sá eg hvar konguló kom skríð- andi. Eg hafði oft séð þetta litla kvikindi áð- ur, en nú veitti eg því sérstaka eftirtekt. Eg sá, að hún dró eitthvað hvítt á eftir sér. Það var á stærð við matbaun. Mig langaði til að vita hvað hún hefði í eftirdragi, og sleit af henni þennan kynlega ferðapoka. Svo setti eg hvorttveggja upp á ofurlítinn stein. Pokinn hafði rifnað í sundur, og fór eg nú að athuga, hvað hann hefði að geyma. Og hvað haldið þið, að eg hafi séð ? Óteljandi, örsmáa, gagnsæja kongulóarunga. Mér fór nú ekki að verða um sel. Eg fór að hyggja að móðurinni. Þama stóð hún í sömu sporum með alla fætur út- sperta, eins og hún byggist við að ráðast á mig, sem var þó mörg-þúsund sinnum stærri en hún. Vesalings kongulóin. — Nú sá eg um seinan, hvaða tjón eg hafði gert henni. Nú langaði mig ekki lengur í berin. Eg settist niður og beið þess að sjá, hvað hún tæki til bragðs. Von hráðar sá eg, að hún fór að tína ungana sína með mestu varúð upp á bakið, þar til enginn var eftir. Svo skreið hún inn í lyngið og hvarf. Nú vil eg biðja ykkur, börnin góð, ef þið mætið konguló með hvíta pokann sinn, að lofa henni að fara leiðar sinnar í friði, því að í pok- anum ber hún ungana sína. Grætið svo aldrei þá aumustu mús, angrið ei fuglinn, sem hvergi’ á sér hús. Ef skepnunum sýnið þið1 vinsemd og vörn, verðið þið lángefin liöfðingjabörn. — Unga Island. PRJÓNNINN OG NALIN. Þessi saga gerðist endur fyri»löngu, þegar menn þektu engar vélar, en gerðu alt í liöndun- ■om, þess vegna varð alt svo dýrt. Þá bar svo við, ab prjónn og nál fóru að rífast, af því þau höfðu ekkert að gera. Svona hefir það gengið og gengur enn, að iðjuleysi fæðir af sér úlfúð og óánægju. “Mér þætti gaman að vita,” sagði prjóxm- inn, “hvaða gagn er að þér, og hvernig þú ætl- ar að komast áfram í heiminum höfuðlaus.” “Til hvers er að hafa höfuð með engu auga,” sagði nálin hryssingslega. “Hvaða gagn er að hafa auga, þegar alt af er eitthvað uppi í því,” sgði prjónninn. “Eg get unnið meira en þú.” “Já, en þú verður ekki langlíf.” “Því segir þú það?” spurði nálin. “Af því að þú hefir hryggskekkju. ” ‘ ‘ Þér ferst um að tala, sem ert allur í hlykkj- um, eins og afgamall karl.” “Og þú ert svo stærilát, að þú getur ekki beygt þig, án þess að brotna.” “Ef þú móðgar mig aftur,” sagði nálin, “máttu gæta að höfðinu á þér. Það þarf ekki mikið fyrir það að koma, til þess það hrökkvi af.” “Ef þú snertir á höfðinu á mér, þá máttu vara þig, því hætt er einu auga, og líf þitt hangir á veikum þræði.” Þegar rifrildið stóð sem hæst, kom lítil stúlka inn. Hún tók nálina og fór að sauma. Eftir fáein nálspor braut hún augað og henti ' nálinni. Þá batt hún þráðarendanum utan um háls- inn á prjóninum og reyndi að draga hann í gegn um línið, þangað til hausinn brotnaði af. Þá henti hún prjóninum, og hann féll niður í skarnið við hliðina á nálinni. “Jæja, þá hittumst við hér aftur,” sagði nálin. “Nú höfum við ekkert til að rífast um leng- ur,” sagði prjónninn. “Mótlætið virðist hafa gert okkur vitrari,” sagði nálin. ‘ ‘ Það var slæmt, að við skyldum ekki vitkast fj'rri,” sagði prjónninn. “Það hefði sannar- lega farið betur, ef eg hefði notað höfuðið, til þess að hugsa um kosti þína, og þú augað. til þess að sjá eitthvað gott í fari mínu. ” “Já, því fór nú sem fór,” sagði nálin, “að við vorum alltaf að leita að ókostum hvort hjá öðru. ” — S. A. þýddi úr ensku.—Samlb. ANDLEGA DAUFIR. (Eftir Karl Schreiner. ) Það er hræðilegt, hvað margir eru andlega daufir. Þeir lieyra Guð aldrei tala til sín. Hér á eg ekki eingöngu við lastaþræla, þá, sem slæpast iðjulausir á götum úti, né konur, sem selja heiður sinn fyrir fé, né þá, sem lifa opinberlega á svikum á einn eða annan liátt, hvort sem þeir komast nú undir manna hendur eða ekki fyrir það. Nei, eg á við væna menn, skyldurækna menn, sem telja það sóma sinn, að eiga snoturt heirn- ili, vel yrktan garð og vilja láta börn sín fá góða fræðslu, en — fara aldrei til kirkju á helg- um degi og lesa aldi*ei í biblíunni sinni heima. Eg á við atorkusamar og iðnar hiísmæður, sem rækja lieimili sitt svo vel, að yndi er yfir að líta, og eiga þrifleg og vel uppalin börn, — en — virðast alveg hafa gleymt því, að þær sjálfar og börnin þeirra eiga fyrir ódauðlegri sálu að sjá. Eg hefi í huga unga menn, reglulega væna og \randaða, sem famir eru að vinna sér fyrir kaupi og styðja þá foreldra sína með atvinnu sinni og hafa yndi af að sýna alúð og hjálp- semi á heimilum sínum. En Guð! Það er blátt áfram eins og hann sé ekki til fyrir þá! Það er eins og þeir hafi algerlega gleymt því, að þeir eru skírðir og fermdir. A helgum dögum fara þeir til skemtunar með vinum sínum og vin- konum. Aldrei gæti þeim dottið í hug að fara til kirkju. Og þó að þessir ungu menn slæðist af liend- ingu í kirkju á hátíðardegi eða nevðist til að hlusta á Guðs orð við jarðarfarir, ef það er þá annars haft þar um hönd, en ekki haldin ein- hver “borgaraleg” minningarræða, þá hlusta þeir á, líkt og þeir menn lilusta á söng, sem ekki hafa söngeyra. Það endurómar ekki í sálu þeirra, þeir skilja það ekki. Þeir heyra talað um kærleika Guðs. Það laðar þá ekki, heldur leiðist þeim það. Þeir heyra talað um, að Jesús hafi liðið og dáið fyrir syndir þeirra. Þeir þakka honum ekki. Þeir heyra talað um, að iðrunarlaus maður stofni sér í mikla hættu. Það bakar þeim engr- ar órósemi. Þeir heyra sagt frá heimboðinu til Guðs ríkis, en þeir sinna því ekki. Nei, þetta hrín ekki á þeim, fremur en vatn á gæs. Þeir heyra svo margt og mikið um það, sem þessum heimi heyrir til, en þeir viija ekkert heyra um það, sem hefir eilíft gildi. Já, það sætir furðu, hve daufir menn geta verið fyrir öllu, sem heyrir Guðs ríki til. Þeir heyra og tala með fjöri og áhuga um það, sem þá og þá er efst á baugi um pólitík, bókmentir, skemtanir, bílaslys og fjárpretti. En hevri þeir mitt í þessu eitthvað minst á það, sem heyrir Guðs ríki til, eða eitthvað minst á synd og náð, þá heyra þeir það ekki. Þá verða þeir alt í einu svo hljóðir, rétt eins og þeir væru komnir í hóp daufdumbra manna. Þeir verða daprir í bragði, þykir það koma óþægilega við sig, og revna sem fyrst að komast fram lijá orðinu, frá Guði, og að hinu, sem þeim er kunnugast, því, sem þessum heimi heyrir til. En mér er spum: Er þetta ekki óeðlilegt ástand? Já, er það ekki blátt áfram fjarri öllu lagi? Guð hefir skapað oss til þess, að vér skyldum vera heyrnarnæm börn, og svo erum vér dumbir, eins og stokkar og steinar, þegar hann talar. Frelsarinn hefir keypt oss sér til eignar, en vér hlýðum ekki á hann. Er þetta ekki óeðlilegt? Og ef vér erum daufir, þegar andi Guðs talar og vitnar með orði Guðs og leitast við að sannfæra os um synd og um náð, — er það ekki fjarri öllu réttu lagi? (“Fam. Journal.”—Heimilisbl.) FRÆGIR DRENGIR................. Sænskur drenghnokki, ógn lítill og lágur í loftí, datt út um glugga og meiddi sig mikið; en hann beit á jaxlinn og orgaði ekki hið minsta. j Gústaf Adólf ’kóngur horfði á þetta og spáði því, að þessi drengur yrði einhvem tíma mikil- menni. Og það varð. Hann varð síðar hinn frægi hershöfðingi Svía, Jóhann Banér. Kona datt í tjörn í einni borginni á ítalíu; mannfjöldi mikill stóð og horfði á, en enginn þorði að henda sér í tjörnina til að ná henni. Þá hendir unglingspiltur sér út í tjömina því- nær jafn-snemma og konan datt, og fékk hald- ið henni uppi, þangað til aðrir þrekmeiri menn komu til að ná tökum á henni. Allir sögðu ein- um rómi að drengur þessi væri áræðinn, hjarta- góður og og skjótur í lxreyfingum; en hugsun- arlaus væri hann, því hæglega hefði Jiann get- að draknað líka. Þessi piltur var Garibaldi, hin fræga þjóðhetja Itala, og þessi auðkenni bar hann í öllu sínu dáðríka lífi. Drengur nokkur lagði það í vana sinn, að m^rja ýmislega lit blóm, til þess að ná úr þeim litunum, og málaði svo með þeim litum á hvíta veggina á liúsi föður síns í Tyrol alls konar myndir, og fjallabúarnir gláptu á þær alveg forviða. Þetta var Tizian, málarinn mikli. Gamall málari stóð og leit á lítinn dreng, sem var að leika sér að því að teikna með pneslunum hans. “Þessi piltur fer einhvern tíma fram úr mér,” sagði hann. Og það var orð og að sönnu, því að drengurinn var Michel Angelo, hinn frægi ítalski málari. — Heimilisbl. UNDIRALDA. Lífsins yndi löngum reynist leifturblys, er slokkna fljótt. 1 unaðsbikar eitur leynist; altaf fylgir degi nótt. Yér greinum illa lífsins letur, leið er falin þykkum hjúp. Ekki kafað andinn getur örlaganna regindjúp. Vér skiljum ekki æðri rökin; alda stundum hátt upp rís. Opin feigðar æ er vökin, þó umhverfis sé traustur ís. ? Fegurst blómið finst mér skarta fölnuninni og dauða nær. Aldrei sá eg sól eins bjarta . og svala unn þá nálgast fær. Fegurst heyrðist svanur syngja særður að bana, dægur löng. Aldrei klukka heyrðist ringja hreinna, skærra en líkaböng. Sorgar niðri’ í svörtu djúpi sæluperlan skinið fær. Fögmm undir unaðshjúpi angur stundum gróa nær. Lífið og þess leyndardóma ljóst ei nokkur skilja kann. Andinn greinir hreinni hljóma hinu megin við grafar rann. Frelsari kær, eg fagna minni feigðarstund, en hræðist ei. Eg veit eg fæ í æðra inni unað lífsins, nær eg dey. —Hmbl. M. K. E. Sigurfinnsson. Apinn og fiskimennirnir. Api nokkur sat uppi í hárri eik og sá til fiskimanna, er þeir lögðu net sín í fljót, og hugði hann vandlega að öllum tilburðum þeirra. Varla voru mennirnir gengnir frá netjum sín- um og seztir að snæðingi skamt frá fljótsbakk- anum, fyr en hann fór niður úr eikinni og tók að leika eftir þeim það sem hann ha.fði séð þá aðhafast. En er hann fór að færa t.il netin, þá flæktist hann í möskvunum, svo að honum hélt við köfnun, og fékk með naumindum forðað lifi sínu. “Þetta er mér aldrei nema maklegt,” sagði hann, “því hvað þurfti eg, sem ekkert kann til fiskiveiða, að vera að fást við aðrar eins tilfærur og þetta?”—Stgr. Th. þýddi. ! Professional Cards ! o o -'0- ’O' ’O* 'O- .O' ’Ol—)OCDQ( >Q< >nt >n< ,o. in/ -.nrf) DE. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 HeimiU 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grabam og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Offlce timar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., « Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medícal Arts Bldg:. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Helmili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL Medleal Artn Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er að hitta frá ki. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Helmili: 806 Victor St. Simi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlækuir 316-220 Medlcal Art« Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Ste. Phone: 21 8g4 Helmilis Tais.: 81 61« . Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sínd 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street QÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 8—5 ú. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg FÖWLERQ PTICAL pT°D ^fowlerJ^betterJ 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN (*L lögfræClngBr. Stalfstoía: Room 811 McArthor Building, Portag* Av*. P.O. Box 1*5* Phonea: 28 849 og 28 84« LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N íslenzklr lögfræðingar. 856 Maln St. Tala.: 24 668 pelr hafa atanig akrlfatofur aS Lundar, Riverton, Olmli og Plnmg. og eru þar aö hltta & «ftirfyl*J- andl tlmum: Lundar: Fyrsta miövikudag, Riverton: Fyrata flmtudag, Olmli: Fyrsta miövtkudag, Plneiy: priöja föatudag I hverjum mfi-nuSl J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Building Símar: Skifst. 21 033 Heima 71 753 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great Weat Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 A. C. JOHNSON 907 Oonfederation Uf« Sldg WINMPEO Annast um faateignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fölks. Selur elds&byrgð og bifreiða ábyrgð- Ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundls. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimastml: 33 328 A. S. BARDAL 841 Sberbroolce Su . Selur llkklstur og annaat um ttt- farlr. AUur útbúnaöur att baaltt. Ennfrwnur selur bann »liakWMit minnitrvarða og legstelna. Skrifstofu tals. 86 607 HeLmlUs Tals.: U Mtt Dr. C. H. VROMAN Tannlæknir 161 Boyd Bullding Phono 14 1T1 WINNIPEO. SIMPSON TRANSFER Verzla með egg-á-dag hansnaföður. Annast einnig um allar tegunttlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturjnn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON G68 Alverstone. Sími 71 898 ISLENZKIR FASTEIGNA- SALAR • Undirritaðir selja hús og lóðlr tog leigja út ágæt hús og íbúðir, hvar sem vera vill i bænum. Annast enn fremur um allskon- ’. ar tryggingar (Insurance) og veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664 Lr„» «■*■■* * .....* * * **■*•--•*•' ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-sölnhúsið aem þeesl borg hefir nokkurn tíma haft innAii vébanda slnna. Fyrlrtak* máltlðir, skyr. pönnu- kökur, ruilupyflsH og þjéðrsekni*- kaffl. — Utanbæjarmenn ftt ofi. ávalv fyrst hresslngu tt WEVEL CAFE, «92 Sargent Avo í Slml: B-Í1Í7. Hooney Stevens. elgandv. KCENO Eins og auglýst er i dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Simi 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og 35c.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.