Lögberg - 14.03.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.03.1929, Blaðsíða 4
BlJ. 4. LÖGBERG FIMTUDAGINN 14. MARZ 1929. ^p0<=>0<=0C 0 ^ögtjerg Gefið út hvern fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins:. The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. DOdHDOC Stjórnarskiftiní Bandaríkjunum Mánudaginn þann 4 yfirstandandi mán- aðra, fóru fram, eins og til stóð, stjómarskifti í Bandaríkjunum. Lét þá af völdum Calvin Coolidge, eftir átta ára búsetu í Washington, en við tók eftirmaður hans, fvrverandi verzlunar- ráðgjafi Herbert Hoover. Innsetningarathöfn hins nýja forseta, fór fram með venjulegum hátíðabrigðum, að því einu viðbættu, að viðstaddur var meiri mann- fjöldi, en sennilega nokkru sinni fyr í sögu þjóðarinnar, við slík tækifæri. Mr. Hoover tekur við embætti “eins og sá, sem vald hefir,” í fylztu merkingu þess orðs. Atkvæðamagn hans við síðustu kosningar, var stórum meira, en dæmi eru til í sögu hinnar amerísku þjóðar um nokkurt annað forsetaefni, og er það því sýnt, að kjör hans til forsetatignar stendur í ómótmælanlegu samræmi við þjóðar- viljann. Að þjóðin hafi valið viturlega, mun engin minsta ástæða til að efast um. Hinn nýi forseti, er annað og meira en rétt- ur og sléttur Bandaríkjaborgari. Nafn hans er nú fyrir alllöngu kunnugt út um allan hinn mentaða heim, og blessað af miljónum manna, barna og kvenna. Með starfsemi sinni á sviði líknar- og mannúðarmálanna, meðan á heims- styrjöldinni stóð, varð Mr. Hoover reglulegur heimsborgari, er ávann sér hvarvetna virðing og traust. Mun belgíska þjóðin, eins og hún var orðin þjökuð og þjóð, lengi halda minningu hans á lofti, og biðja blessunar yfir sérhverja starfsemi hans, og slíkt hið sama munu fleiri þjóðir gera líka. Að því er innanlandsmálin áhrærir, má vafa- laust vænta hins bezta frá Mr. Hoover. Hefir hann sem verzlunarmálaráðgjafi, getið sér slíkan orðstír fyrir ráðdeild og hagsýni, að hins sama má fyllilega vænta, hvað viðvíkur hinu víðtækara eftirliti þjó^arbúskaparins. Komið hafa fram raddir um það, jafnvel meðal vor Yestur-lslendinga, að Mr. Hoover væri í rauninni iítið annað en hálfblindaður auðvaldssinni. Slíkar staðhæfingar munu þó, sem betur fer, vera á næsta veikum rökum bygðar. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve hljótt var í herbúðum miljónamæringanna í Wall Street, um þær mundir, er líklegt þótti, að Mr. Hoover myndi ná útnefningu sem forseta- efni af hálfu Republicana. Það var heldur ekk- ert leyndarmál, hve þungt ýmsum fulltrúum hins gamla skóla, veittist með að styðja Mr. Hoover, er á útnefningarþingið kom, þótt þeir ættu eigi annars úrkosta, er víst varð um fylgi hans hjá almenningi. Það var amerísk alþýða, er kaus Mr. Hoover,—Wall Street studdi Mr. Smith. í Bandaríkjunum hefir vínbannslöggjöf ver- ið í gildi um nokkurt ára skeið. Og þó að þeim lögum sé vafalaust að mörgu leyti ábótavant þá hafa þau samt sem áður orðið amerískum almenningi til ómetanlegrar blessunar. Eigi aðeins hét Mr. Hoover, meðan á kosningahríð- inni stóð, vínbannslögunum fylgi, heldur ítrek- aði hann skýrt og ákveðið kosningaloforð sín í innsetningarræðu sinni og hefir þegar hafist handa um margfalt strangara eftirlit með framkvæmd téðra laga, en áður var. Mun hann hljóta þjóðarþökk að launum. 1 sambandi við viðreisn lndbúnaðarins, hefir Mr. Hoover lýst yfir því, að gerðar verði af þingi og stjórn við allra fyrstu hentugleika, víðtækar ráðstafanir landbúnaðinum til eflingar. Að því er meðferð utanríkismálanna áhrær- ir, mun einnig mega vænta hins bezta af Mr. Hoover. Er hin víðtæka reynsla hans á sviði heimsmálanna slík, að líklegast hafa fáir for- setar Bandaríkjanna tekið við embætti, sem staðið hafa jafn vel að vígi í þessu tilliti og hann. Mál málanna, sjálft heimsfriðarmálið, á ör- uggan talsmann þar sem Mr. Hoover er. Hefir hann ekki farið dult með skoðanir sínar í þeim efnum. 1 ræðu þeirri hinni fyrstu, er Mr. Hoover flutti, eftir að hann hlaut forseta útnefningu, komst hann meðal annars svo að orði: “Stefna vor í utanríkismálum, hefir eitt meginmark, og það mark er friður við allar þjóðir. Hvorki hatur né tortryggni skal þar nokkru sinni komast að. Vér höfum enga á- stæðu til þess, að gerast sekir um ágengni. Vér höfum nægilegt landrými, og viljum engum ógna með herdynkjum og vopnabraki. ógnir síðustu styrjaldar standa oss enn í fersku minni, er svo mátti að orði kveða, að heimsmenningin horfð- ist í augu við tortíming. Sú er eindregin sann- færing vor, að hvergi sé að finna, jafnvel á hala veraldar, þá þjóð, er eigi brenni í hjartanu af þrá eftir varanlegum friði.” 1 innsetningaræðu sinni, lagði Mr. Hoover alveg sérstaka áherzlu á friðarmálin, sem og afstöðu Bandaríkjanna til annara þjóða. Verð ur þetta því mikilvægara, sem líkindin til þess sýnast nú meiri en nokkru sinni fyr, að afskifti hinnar amerísku þjóðar af heimsmálunum, muni fara mjög í vöxt í náinni framtíð. Mr. Hoover er hátollamaður, o£ finna vafa- laust ýmsir honum það til foráttu. Eftir inn- setningarræðu hans að dæma, má þess þó með nokkrum rétti vænta, að afstaða hans á því sviði, sem öðrum, verði sanngjörn, og sniðin eftir þörfum Bandaríkjaþjóðarinnar. Mr. Hoover er mótfallinn þjóðnýting, og telur hana lítt samræmanlega við athafnafrelsi einstaklingsins. Vafalaust verða þeir nokkuð margir, er eigi líta auga til auga við hann í þessu tilliti. En hitt hljóta allir að viðurkenna, að hann þræðir engar leynigötur, heldur legg- ur málin fram fyrir þjóð sína hispurslaust, hvort sem einum eða öðrum fellur betur eða ver, með fulla vitund um eigin ábyrgð á gangi þeirra og úrslitum. 1 símskeyti til útnefningarþingsins í Kansas City, fórust Mr. Hoover þannig orð, eftir að víst var orðið um útnefning hans: “ Viðfangsefni þau, er krefjast krafta vorra næstkomandi fjögur árin, eru síður en svo öll fjárhagslegs eðlis. 1 dýpri skilningi, eru þau einkum siðferðislegs og andlegs eðlis. Megum vér vænta varanlegs friðar um heim allan? Fáum vér hrundið því í framkvæmd, að innan vébanda þjóðar vorrar, komist á meiri jöfnuður á skifting auðsins, en venja hefir ver- ið áður til? Fáum vér trygt þjóðinni strangara eftirlit með lögum landsins, en við hefir geng- ist í liðinni tíð? Með lögum skal land byggja. Stefna sérhverrar stjórnar hlýtur að grund- vallast á ráðvendni og réttlæti. Sérhver sú stjórn, sem eigi er á slíkum grundvelli bygð, hrynur líkt og spilaborg, þá er minst varir. Sérhver stjórn á að vera lifandi táknmynd þess fegursta og bezta, er í þjóðareðlinu býr. A slíkum grundvelli einum, fær lýðræðis fvrir- komulagið þroskast upp á við, og notið sín til fullnustu. ’ ’ Með þannig hugsandi mann í forsetastól, væri ástæðulaust að bera kvíðboga fyrir fram- tíð Bandaríkjaþjóðarinnar, næstu fjögur árin. Mr. Hoover er, að vorri hyggju, réttur mað- ur á réttum stað. Hann er eigi aðeins viður- kendur stjómsamur ráðdeildarmaður á fjár- málasviðinu, heldur það, sem meira er um vert, hjartahlýr mannúðarmaður líka. Alt af batnar það Styrknefnd Þjóðræknisfélagsins hélt fund, skemtifund eða þá eitthvað annað, hér í borg- inni síðastliðinn föstudag, og bætti í sjálfa sig tveimur nýliðum, þeim Ragnari E. Kvaran og Sigfúsi Halldórs frá Höfnum. Ekki ráðfærði nefndin sig við nýafstaðið Þjóðræknisþing, í þessu tilliti. Hefir enda vafalaust litið svo á, að sauðsvörtum almúganum kæmi nú ekki ráð- stöfun sem þessi, sérlega mikið við. A þingi Þjóðræknisfélagsins, veturinn 1927, bar Dr. Sig. Júl. Jóhannesson fram þá tillögu, að Sigfúsi Halldórs frá Höfnum skyldi bætt í styrknefndina, það er að segja heimfararnefnd þess félags. Svo fast lögðust þeir J. J. Bíldfell, Rögnvaldur Pétursson og séra Jónas A. Sig- urðsson á móti því að slíkt yrði gert, að tillag- an var feld. Samkvæmt þeirri niðurstöðu, var það auðsætt, að þingið vildi ekki að Sigfús Hall- dórs frá Höfnum, ætti sæti í heimfararnefnd- inni. A þingi Þjóðræknisfélagsins, því, er nú má heita nýafstaðið, var stungið upp á Sigfúsi Halldórs frá Höfnum sem forseta félags- ins. Þá uppástungu feldi þingið, og kaus séra Jónas. Finst nú ekki almenningi að heim- fararnefndin hafi gert sig seka um hreint og beint gerræði, með því að bæta sjálf Sigfúsi Halldórs frá Höfnum í sjálfa sig, eftir að þing þjóðræknisfélagsins hafði afneitað honum tvisvar? Og þetta levfir nefndin sér að gera, þrátt fyrir það þó fráfarandi forseti, vafa- laust í góðri meiningu, léti þmgheim syngja í byrjun síðasta þings: “Leið oss frá villu.” Hátíðleg upptaka Ragnars E. Kvarans í styrknefndina, hvað sem annars má um hana segja að öðru leyti, leiðir það afdráttarlaust í ljós, að hann hefir, að minsta kosti fram til síð- asta föstudags, starfað með nefndinni ókosinn af öllum, nema sjálfum sér. Iðnsýning í Winnipeg A föstudaginn kemur, þann 15. þ. m., verð- ur gengið til atkvæða um það, hvort bæjar- stjóminni skuli veitt $850,000.00 lánsheimild til nauðsynlegra bygginga fyrit iðnaðar og landbúnaðarsýningu hér í borginni, eða eigi. Þeir einir, er skatt greiða til bæjarins, ráða úr- slitum þessa máls, með atkvæðum sínum. Er farið fram á, að sýningarstaðurinn verði í West Kildonan, og(virðast menn nokkurnveg- inn sammála um, að sá staður sé yfirleitt hent- ugur og vel til slíks fallinn. Margir bæir, víðsvegar um Vesturfylkin, margfalt minni en Winnipeg, hafa komið á hjá sér sýningum, er orðið hafa þeim til hins mesta gagns, og umhverfi þeirra öllu til sæmdar. Hví ætti Winnipegborg að vera eftirbátur annara borga og bæja í þessu tilliti ? Frá hvaða sjónarmiði, sem skoðað 'er, virð- ist oss að gott eitt hljóti af voldugri iðnsýning að .stafa fyrir þessa borg, og að áhættan sé í raun og veru engin. Látið eigi lánsheimild þá, sem hér um ræðir, sæta sömu útreiðinni, og lánsheimildina til sam- komuhallarinnar hérna um árið, heldur greiðið henni atkvæði, allir sem einn. Laxness og Bandaríkin í “Heimskringlu” var nýlega, svo sem kunnugt er, endurprentuð úr “Alþýðublaðinu” grein, er nefndist “Upton Sinclair fimtugur’, eftir H. K. Lax- ness. Tveir kunningjar mínir hafa þegar svarað ýmsu því, sem stendur í ritsmíð þessari, og eru þeir fyllilega færir um að halda uppi málstað sínum. En vegna þess, að á mig hefir verið skorað, að gera op- inberlega grein fyrir afstöðu minni til máls þess, er hér um ræðir, en þó einkum vegna þess, að í of- annefndri grein er svo mjög gengið á svig við sann- leikann, þá fæ eg ekki setið hjá þegjandi. Grein Laxness er að mörgu leyti varhugarverð; þar er, eins og sýnt skal síðar, svo bersýnilega hallað réttu máli — vonandi af vanþekking, fremur en vilja —, að blöskra hlýtur hverjum þeim, sem nokkuð er kunnugur menningarástandi í Ameríku (Banda- ríkjum), en um það ræðir greinarhöfundur. Fátt er mér hvimleiðara en vanþakklæti; hefi eg því ekkert við það að athuga, þó Laxness vilji sýna Sinclair þakklæti og vinsemd með því að vekja athygli Isíendinga á fimtugsafmæli hans og ritstörf- um. Eg álít Sinclair meira að segja, að sumu leyti, eftirtektarverðan rithöfund, eg virði hreinskilni hans, bersögli og mannúðaranda. En hins vegar dylst mér ekki, að hann er harla einhliða í lýsingum sínum á amerísku þjóðlífi, já, jafnvel þröngsýnn, í skoðunum sínum. En meira þar um annars staðar. Satt að segja skiftir mig það litlu, hvort Laxness hefur Sinclair upp til skýjanna eða ekki, en hitt varðar miklu, hvort ásakanir hins fyrnefnda í garð Ameríkumanna eru sannar eða ósannar — svo eru þær alvarlegar. Skulu þær nú athugaðar litlu nánar. Um Sinclair farast greinarhöf. svo orð: “Hann er, eins og allir vita, einstæður meðal rithöfunda í Bandaríkjunum, vegna þess, að hann hefir gengið fram fyrir skjöldu og barist fyrir mannlegum hug- * sjónum í mörg ár, en það gerir hér um bil enginn rithöfundur í þessu landi.” (Allar leturbrejrtingar gerðar af mér.—R.B.). Þetta er væn munnfylli, og mætti ætla, að höf. gerði einhverja tilraun tiJ að rökstyðja þessa stað- hæfing sína. En því fer algjörlega fjarri. Er það vægast sagt harla kynlegur ritháttur og ekki sem drengilegastur. En hið sama er að segja um aðrar staðhæfingar hans í grein þessari. Sannarlega væri aumt hið andlega ástand Banda- ríkjaþjóðar, er byggir á aldagamalli menningu helztu Evrópuþjóða, ef ofangreind ummæli væru sönn. En sem betur fer eru þau “staðlausir stafir”. Með “mannlegum hugsjónum” mun Laxness eiga við “hugsjónir, sem mönnum sæma — göfugar hug- sjónir.” Skulu hér nefndir nokkrir þeir rithöfund- ar amerískir, sem öðrum fremur hafa “gengið fram fyrir skjöldu og barist fyrir mannlegum hugsjónum í mörg ár’, og gera svo enn: Elihu Root, stjórn- málamaður og rithöfundur, er hlaut friðar-verðlaun Nobels fyrir starf sitt að friðar- og alþjóðamálum; Dr. David Starr Jordan, fyrverandi forseti Stan- ford háskólans, leiðtogi í mentamálum og djarf- mæltur friðarvinur; Dr. Harry Emerson Fosdick, víðkunnur leiðtogi í kirkjumálum, einbeittur tals- maður trúfrelsis og andlegs víðsýnis; og Oswald Garrison Villard, ritstjóri, langsýnn umbótamaður í þjóðfélags- og stjórnmálum, hiklaus málsvari allra kúgaðra. Af þeim, sem eingöngu gefa sig við skáld- sagnagerð, má nefna Sinclair Lewis, er bent hefir skörulega á ýmsar misfellur í þjóðfélags- og and- legu lífi landa sinna, og beint þeim veg til “hærri hæða”. Menn þessir eru nefndir af handahófi og væri það létt verk, að nefna fjölda annara, lærðra og leikra. Að segja það, eins og gerinarhöf. gerir, að “allir” amerískir rithöfundar séu “útvaldir og leigðir af verzlunarvaldinu” nær því engri átt.í Hvað um þá, sem ganga í berhögg við verzlunarvaldið og auðvald- ið? Menn eins og O. G. Villard, Norman Thomas, forsetaefni jafnaðarmanna árið sem leið, Sherwood Eddy, Kirby Page og Scott Nearing? Eru þeir “út- valdir og leigðir af verzlunarvaldinu” til þess að ráðast á verzlunarvaldið og auðvaldið? eða teljast þeir ekki til rithöfunda? Margt má að sönnu finna amerískri blaðaútgáfu og blaðamensku til foráttu, og það ekki sízt, að ein- stakir menn skuli eiga yfir mörgum tugum blaða að ráða víðsvegar. En þó er hún ekki sannleikanum samkvæm, staðhæfingin þessi, “að öll umtalsverð blöð og tímarit eru í höndum stórauðsins, og prenta ekkert, sem fer í bága við hugðarefni hans.” Eru þá blöð jafnaðarmanna og verkamanna ekki um- talsverð? Og um ýms af merkustu stórblöðunum amerisku, t. d. “The Christian Science Monitor’, gef- ið út í Boston, og “The World”, er út kemur í New York, verður ekki annað sagt, en að þau séu sæmi- lega sanngjörn í garð allra stétta, og er þar með vægt að orði komist. Athugum nú tímaritin. Samkvæmt ummælum Laxness, eru hin þjóðkunnu tímarit frjálslyndra manna og stórauðsóvina, svo sem “The Nation”, “The New Republic”, "The World Tomorrow” og “The American Mercury”, annað hvort ekki umtalsverð, eða “I höndum stórauðsins”. Það er undarleg á- lyktun hjá manni, er telur sig framsækinn og frjáls- lyndan. Og prenti amerískt tímarit ekkert, "sem fer í bága við hugðarefni” stórauðsins, hvernig stóð þá á .því, að síðasta skáldsaga Uptons Sinclair, Boston, var fyrst prentuð í The Bookman? Fáir munu kalla það ómerkilegt tímarit. Sannleikurinn er sá, að merk amerísk tímarit prenta meðal annars margar ritgerðir, sem, beinlínis eða óbeinlínis, er,u andstæðar hagsmunum auðvaldsins. I febrúar- hefti “Harper’s Magazine” nú í ár, er skorinorð ritgerð um gallana á því fyrirkomulagi, að einstak- ir menn eigi og ráði yfir hundruðum sambandssölu- búða (chain stores) um alt land, og um áhrif þau, er slíkt hafi á viðskiftalíf og andlegt líf. í marz- hefti sama tímarits er ritgerð, er nefnist “Slaves and Machines” (Vélaþrælar). Og í marz-hefti “The New Republic” er prentuð hin fyrsta af fimm rit- gerðum um “Men and Machines” (menn og vélar); ekki verður sagt, að ritgerðir þessar séu stóriðnað- inum eða stórauðnum í vil. Nefnd dæmi nægja til þess að sýna sannleiksgildi ofangreindra ummæla greinarhöf. um amerísk tímarit. Þá fræðir Laxness landa sína um það, að bókaútgáfufélög í Am- eriku séu í auðsins höndum, og hann bætir við: “Þannig hefir enginn rithöfundur í Bandaríkj- unum neitt tækifæri til að koma ritum sinum á prent, nema þvi að- eins að hann semji í þágu auðs- ins.’ — Lítum nú á nokkrar bæk- ur, nýlega gefnar út af amerísk- um bókaútgáfufélögum. Harcourt, Brace and Co. gáfu út bókina America Comes of Age (Ameríka nær þroskaaldri), eftir André Siegfried, djarfmælta lýsing á amerísku þjóðlífi; er þar ekki fjöður dregin yfir galla vélaiðn- aðarins eða aðrar misfellur. W. W. Norton and Co. gáfu út Philosophy, eftir Bertrand Russ- ell. Ritar hann í þágu auðvalds- ins? — Af þessum tveim dæmum má sjá, hverjar bækur eftir er- lenda höfunda (Evrópu-höfunda) amerisk bókaútgáfufélög prenta meðal annars. En hvað um bæk- ur eftir ameríska höfunda? The Viking Press gaf út bréf þeirra Sacco og Vanzetti. Ekki voru þeir málsvarar auðvalsdins. Og hvað skeður: Albert og Charles Boni, bókaútgefendur, gáfu út Boston, eftir Upton Sinclair. Var bókin sú þá samin “í þágu auðsins?” Nefnum aðra skáldsagnahöfunda. O. E. Rölvaag ritar um norskt nýbyggjalíf í Vesturheimi, og prenta Harper and Brothers bæk- ur hans. Vinnur hann auðvald- inu nokkurt sérstakt gagn með nýbyggjalífs - lýsingum sínum? Aðrir skáldasagnahöfundar amer- , iskir rita um lífsbaráttu manna í öðrum hlutum landsins og fá bæk- ur sínar prentaðar. Eru þeir leigutól auðvaldsins? — Greinar- höf. missir marksins sem fyr. Fleira er athugavert í grein- inni Höf. segir: “Betri heimild- ir um Ameríku en bækur Sinclairs eru hvort sem er ófáanlegar, enda hefir hin mentaða Evrópa löngu séð það, þar sem þar er, svo til, enginn amerískur höfundur les- inn nema hann.” Hér er æði djúpt tekið í árinni. Að því var áður vikið, að Sinclair væri harla einsýnn í skoðunum og einhliða í lýsingum sínum á amerísku þjóðlífi. Engum hugs- arfdi manni dylst það að vísu, að margar eru misfellurnar í þjóð- félagslífi og stjórnmálum hér í Bandaríkjunum eigi síður en ann- ars staðar. Hitt er jafn-satt, að Sinclair lítur of mjög eingöngu á það, sem miður fer í lífi landa sinna; umbóta-ákefðin hleypur með hann í gönur; lýsingum hans hættir þess vegna við að verða ýktar — ekki sannleikur- inn heill og hreinn. Greinarhöf. minnist á síðustu bók Sinclairs, Boston; er þar víða kraftur í frá- sögn og lýsingum og auðfundinn tilfinninga-hiti höfundar; engum dylst heldur samúð hans með mönnum þeim, um ræðir, Sacco og Vanzetti, og trú hans á sak- leysi þeirra. En þó mun mikið hæft í ummælum eins ritdómara um bókina, þeim, að hún er frem- ur dramatísk lýsing á Sacco-Van- zetti-málinu, en allur sannleikur- inn sagður þar um. Og lærdóms- kona ein gagnkunnug sagði mér, að Tífs og mannlýsingar Sinclairs væru fjarri því að vera sannar. Vil eg geta þess, til að fyrirbyggja misskilning, að eg felli hérmeð engan dóm á það, hvort Sacco og Vanzetti voru sekir dæmdir eða saklausir. Það kemur ekki þessu máli við. Þessi er mergurinn málsins, að mér er ekki kunugt um neinn nú- lifandi skáldsagnahöfund amer- ískan, er lýsi til fullnustu hinu margþætta lífi Bandaríkja — Up- ton Sinclair ekki undanskilinn. Og þess vegna eru hvorki bækur hans né annara skáldsagnahöf- unda fullnægjandi heimildir um Ameríku. Rithöfundar þessir velja sér að jafnaði aðeins til meðferðar þann hluta þjóðarinn- ar og þann þátt þjóðlífsins, sem þeir vita mest um og þeim stend- ur skapi næst. O. E. Rölvaag rit- ar, svo sem bent var á, um norskt nýbyggjalífi; Du Bose Heyward um blökkumenn og þeirra líf, og Ludwig Lewisohn um Gyðinga í New York borg. Fleiri mætti og nefna. Vilji menn því afla sér ábyggilegrar fræðslu um þjóðlíf í Ameríku og andlegt líf, ættu þeir að lesa sem flestar skáldsög- ur slíkra höfunda, bækur ljóð- leikritaskálda, og önnur þau rit, eftir lærða og leika, er fjalla um Bandaríkin, en slík rit skifta auð- vitað mörgum tugum, jafnvel hudruðum. Ekki amast eg við því, þó Lax- ness mæli með ritum Sinclars við íslenzka ensku-lesendur. En vegna þess að rit hins síðarenfnda eru svo fjarri því að vera “beztu heim- ildir” um Amríku, vil eg mælast til þess við landa mína, að þeir lesi hann ekki einan amerískra höfunda (þó hollur kunni að vera 'esturinn), heldur kynni sér einnig rit annara Bandaríkjahöf- unda. Hér vestra hafa á síðarí írum verið skráð mörg merkisrit í bundnu máli og óbundnu. Þá hafa margir Evrópumenn ritað bækur um Ameríku. Og megi eg benda íslenzkum lesend- um, sem frönsku kunna eða ensku, á einhverja merkustu bók, sem skráð hefir verið um Banda- ríkin á síðari árum, vil eg nefna America Comes of Age, er að framan var getið. Er hún rituð- af frakkneskum , lærdómsmanni, gagnkunnugum amerísku þjóð- lífi; skrifar hann fjörlega, en þó sem vísindamanni sæmir. Hann gengur hreint að verki, þó deila megi hinsvegar um ýmsar niður- stöður hans. Laxness gerir mikið úr því, hve víðlesin rit Sinclairs séu í Norð- hrálfu. iSvo er að vísu, en eink- anlega meðal vissra stétta. En ekki er þar með sagt, að það sé vegna þess, að hann standi öðr- um amerískum skáldsagnahöf- undum framar'' að ritsnilli eða listgáfu, eða að skoðanir hans séu þýðingarmejri. Hitt er ekki ólíklegt, eins og ritdómarar hafa bent á, að ástæðan fyrir lýðhylli Sinclairs í Norðurálfu — sérstak- lega meðal jafnaðarmanna — sé sú, að hann lýsir Ameríku og amerísku þjóðlífi eins og mörg- um Evrópumönnum lætur bezt í eyrum. Það er mannlegur breysk- leiki, að hylla helzt það, er sam- þýðist skoðunum hvers eins, og trúa því helzt, sem menn vilja trúa. Að segja það, að “svo til enginn” ameriskur rithöfundur nema Sin- clair sé lesinn af mentuðu fólki í Evrópu, er harla ónákvæmt, að eigi sé sterkar að orði kveðið. Ekki hefi eg við hendina skýrslur um útbreðslu ameirskra rita í Norðurálfu, en til nokkurrar leið- réttingar á fyrgreindum ummæl- um, vil eg geta þess, að í ritgerð eftir enska mentakonu, í tímarit- inu “Bookman” síðastliðinn nóv- ember, er frá því skýrt, að ein af þeim tyeim bókum, sem þá vöktu mesta athygli á Englandi, var skáldsagan The Bridge of San Luis Rey, eftir ameriska höfund- inn Thornton Wilder. En greinarhöf. fer enn lengra í ásökunum sínum, er hann segir* “Það er einkum til marks um mentunarleysið í Ameríku, hve grandgæfilega fólki er varnað að afla sér nokkurra upplýsinga um þjóðfélagsmál. f þeim efnum er hver 100 pro cent Ameríkumaður hreinn bjálfi.” Þetta er þung ásökun í garð menningarþjóðar, og henni fleygt fram rakalaust. Er hún næsta hláleg, þar sem maður sá, er hún kemur frá, “þykist þekkja sæmi- lega vel” bókmenti(r Ameríku. (Sbr. svar hans til O. T. Johnson í Lögbergi). Ekki verður sagt, að hann lesi t. d. amerísk tímarit gaumgæfilega, og mætti þó ætla það, því að svo talar hann kunn- uglega um þau í grein sinni. En fjöldamörg hin merkustu þeirra ræða þjóðfélagsmál meir en nokk- ur önnur mál. Hér eru nokkur dæmi: f síðasta hefti “The North American Review” eru átta greinar um þjóðfélagsmál. f febr- úarhefti “The Atlantic Monthly” er fyrsta ritgerðin um bannmálið, eftir A. L. Lowell, forseta Har- vard,háskólans. í marzhefti “The Forum” eru nær allar ritgerðirn- ar um þjóðfélagsmál, ein þeirra um mentun kvenna. Nær alt síð- asta hefti ‘Uurrent History” er um þjóðfélagsmál, stjórnmál inn- lend og útlend. í nýjasta ”Harper’s Magazine” er m. a. ritgerð um skapgerð konunnar og hlutdeild hennar í opinberum málum. 1 síðasta hefti “Review of Reviews” eru auk annara ritgerðir um æskulýðinn og glæpi, og um olíu- iðnaðjinn. Þörf gérist eigi að telja lengur. En tímarit þessi og önnur slík eru útbreidd mjög, í hverju mentaskóla og háskóla- bókasafni, og í opinberum bóka- söfnum um alt land. Auk þess hafa þau fjölda marga kaupend- ur víðsvegar. Þá ræða öll stærri dagblöð og vikublöð þjóðfélags- mál. Auk þess koma út á ári hverju fjölmargar bækur um

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.