Lögberg - 14.03.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FíMTUDAGINN 14. MAEZ 1929.
Bla. 5.
þessi efni; svo margar, að einn
kennarinn í þjóðfélagsfræði og
hagfræði hér við Thiel College,
kvaðst eigi komast yfir að lesa
þær nærri allar. Og eins og flest-
um mun kunnugt, þá er þjóðfé-
lagsfræði kend hér í öllum menta-
og háskólum, sem nokkuð kveður
að.
En ofan í alt þetta segir Lax-
ness, að fólki í Ameríku “sé
grandgæfilega varnað að afla sér
nokkurra upplýsinga um þjóðfé-
lagsmál”, að Ameríkumenn séu
hreinir bjálfar í þeim efium.
Trúi nú hver sem vill! Staðreynd-
irnar sýna hið gagnstæða. Og
fjarri fer því, að fólk hér hafi
yfirleitt “bamalegar og úreltar
kugmyndir” um þjóðmál og
stjórnmál. Laxness ætti t. d. að
kynnast skoðunum amerískra
mentamanna og háskólaístúdenta
á þessum efnum; þær eru langt
frá því að vera úreltar. Tímarit-
in væru heldur eigi full af rit-
gerðum um þjóðfélagsmál, ef
menn læsu þær eigi og ræddu,
hefðu ekki mikinn áhuga þar á,
en það er sannleikurinn. Menn
ræða hér af kappi hinar nýjustu
skoðanir í þjóðfélagsmálum. Og
óþarfi er Evrópumönnum, að á-
líta Ameríkumenn fífl í þessum
efnum — enda efast eg um, að
sannmentaðir menn og skynsamir
geri það.
Laxness má fyrir mér verða
sæll í þeirri trú sinni, að Sinclair
“sé lang-merkasti maður Ameríku
sem stendur”; en ekki mun allur
þorri kunnugra manna, þeirra er
mest hugsa og dómgreindastir eru,
verða gr^inarhöf. sammála þar
um. Þeir mundu telja menn þá,
sem nefndir voru í byrjun grein-
ar þessarar, Sinclair merkari, auk
margra annara. Og frá bók-
mentalegu sjónarmiði eru ýmsir
ameriskir sáklsagnahöfundar, að
dómi hinna færustu gagnrýnenda,
honum fremri. Eg nefni nokkra
hina víðkunnustu: iBooth Tark-
ington, Theodore Dreisser, J. B.
Calbéll, Edith Wharton, Sinclair
Lewis, Willa Cather, Joseph Her-
gesheimer, og Zona Gale. Mundu
fáir ritdómendur skipa Sinclair á
bekk með þessum rithöfundum,
hvað hreina snild í skáldskapar-
gerð snertir. Veldur því að sumu
leyti sá galli, að umbóta-ákefð
hans ber eigi ósjaldan frásagnar-
listina algerlega ofurliði.
Þetta er orðið lengra mál, en
eg ætlaðist til. En að lokum
þetta: Laxness virðist vera ant
um mannlegar hugsjónir; er það
Iofsvert mjög. Liklega telur
hann þar til hugsjónina um alls-
herjar bræðralag og frið á jörðu.
En það verð eg að segja honum í
fullri alvöru og einlægni, að þeir,
sem temja sér að bera órökstudd
öfga-mæli þjóða milli, stuðla ekki
að aukinni samúð eða vináttu
þeirra á meðal. Þeir eru langt
frá því að vera velgjörðamenn
mannkynsins.
Richard Beck.
Thiel Oollege, Greenville, Pa.
Ritstjóri “Alþýðublaðsins” er
vinsamlega beðinn að birta grein
þessa. Höf.
I melr en príðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak
verk, gigt, þvagteppu og mörguir
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um ljrfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint
frá The Dodds Medicine Co., Ltd_
Toronto, ef borgun fylgir.
Athugasemdir
við “Fáeinar athugesmdir”
séra R. Kvarans.
Séra R. Kvaran er óánægður
yfir því, að eg skyldi ekki skrifa
sér, eða einhverjum sinna manna,
viðvíkjandi Ingólfi Ingólfssjni,
heldur H. Bergman. Þetta virð-
ist nú ekki vera ósanngjarnt í
fljótu áliti, en við nánari athug-
un verður þó sú útkoma á því, að
ranghverfan snýr út en rétt-
hverfan inn.
Eftir að hafa lesið það, sem
hann fullyrðir um mína afstöðu í
þessu máli, komst eg að þeirri
niðurstöðu, að séra R. Kvaran
hefði verið brýn nauðsyn á að
skrifa mér, áður en hann skrifaði
grein sína — til þess að verða
sannleikans megin — eins og all-
ir prestar eiga að vera. Þó að
svo ólánlega tækist til, að hann
lenti yfir á hitt borðið, er ekki
mín sök og má hann sjálfum sér
um kenna.
Eg skal í sem styztu máli gera
grein fyrir minni afstöðu og gefa
þær skýringar, sem eg hygg að
allir hugsandi menn álíti sann-
gjarnar eftir ástæðum.
Eg fékk bréf frá Ingólfi Ingólfs-
syni í haust. í því biður hann mig
að komast í samband við H. Berg-
han og biðja hann að ná sér úr
fangelsinu, því hann viti að hann
geti það. Hann sagðist ætla heim
«1 íslands og aldrei koma hing-
að aftur. Á forseta Þjóðræknis-
félagsins mintist hann ekki með
einu orði. — Af því leidddi eðli-
lega það, að hann bað mig ekki að
skrifa honum. Hamingjan má
vita, hvort hann veit að sá maður
er til á þessari jörðu. H. Berg-
man þekti hann, eins og öllum er
kunnugtj og bar traust til hans.
Eg hlaut að gera, eins og mað-
urinn bað mig, að skrifa einmitt
þeim manninum, sem hann bað
mig að skrifa, en ekki manni, sem
hann bað mig ekki að skrifa, og
vissi að líkindum ekki að væri til.
Eins og kunnugt er, birti H. B.
þennan bréfmiða minn í Lög-
bergi. Vísaði hann málinu til
Þjóðræknisfélagsins, sem vernd-
ara og fjárhaldsmanns I. I. Eg
hrósaði happi, þegar eg las þetta.
Áleit málefnið vera komið á góð-
an rekspöl og í góðar hendur, og
hélt að minni þátttöku væri þar
með lokið.
En þar skjátlaðist mér. Rit-
stjóri Heimskringlu skrifaði grein
um þetta. Þess verður að geta,
að hann sagði í nefndri grein, að
hún væri ekki skrifuð fyrir hönd
Þjóðræknisfélagsins. En henni
hefir aldrei verið mótmælt fyrir
hönd félagsins. 0g sökum þes3,
að Heimskr. er málgagn þess,
verður að ætla, að greinin hafi
verið samþykt af forseta þess og
hans mönnum.
í þessari áminstu grein,var svo
mikill orustugnýr.á móti því, sem
farið er fram á í bréfi mínu, að
engar minstu likur voru til þess,
að óbreyttur alþýðumaður fengi
áheyrn hjá þeim herrum, hvað þá
meira.
Eg var orðinn afhuga þessu
máli og vonlaus um árangur.
Nítjánda jan. s.l. fékk eg annað
bréf frá I. I. Það bréf var sárt
neyðaróp um hjálp. Hvað gat eg
gert? Skrifað Þjóðræknisfél? —
Heimskr.greinin tók af öll tví-
mæli um að það væri þýðingar-
laust. Því yrði ekki einu sinni
svarað. En reynandi væri, að
skrifa H. B. aftur og vita, hvað
hann legði til málanna. Hvað
hann hefir aðhafst síðan, er les-
endum Lögbergs ljóst.
Séra R. Kvaran ber mikla fyr-
irlitningu fyrir þeirri “sam-
kvæmni”, eins og hann kallar
það, að í fyrra bréfi mínu er sagt,
að I. I. ætli heim til íslands, ef
hann losni; en í seinna bréfinu
sé unnið að því, að fá hann laus-
an á “parole.”
Eg hélt í einfeldni minni, að
stakk eg upp á því í síðara bréf-
ræði til þess að verða athugu*nar-
gáfu prestsins að fótakefli.
Eg skal fúslega segja honum
ráðning þessarar gátu.
í fyrra bréfinu er tekin upp um-
sögn Ingólfs sjálfs, að hann ætli
heim til íslands.
Heimskr., málgagn Þjóðræknis-
fél., kallar slíkt glæpsamlegt, ef
til framkvæmda kæmi.
I?að var ekki mitt meðfæri, að
sanna hið gagnstæða.
En annað var eg viss um, að
víðar er olnbogarúm í heimi
þessum, en á íslandi. Þess vegna
stakk eg upp á því í sðara bréf-
inu, hvort ekki mundi mögulegt,
að fá Ingólf út úr fangelsinu gegn
drengskaparheiti.
í stuttu máli er þetta ráðning-
in: Ingólfur átti fyrri uppástung-
una, en eg þá síðari. Bréfin sýndu
þetta sjálf, ef þau voru rétt lesin.
Forseti Þjóðræknisfél. hlýtur að
vita, að á fundum — svo að eg
taki dæmi — er alvanalegt, að
tveir menn bendi á tvo mismun-
andi vegi í sama máli. Þess vegna
er nýjung að heyra, að slíkt sé
hneyksli, sem ekki sé svara vert.
Eg vil taka það fram, að það er
misskilningur frá upphafi til
enda hjá séra R. Kvaran, að mér
sé illa við Þjóðræknisfél. sjálft.
Til þess hefi eg enga ástæðu. En
annað mál er það, að mér finst eg
ekkert hafa við suma leiðtoga
þess að virða fyrir framkomu
þoirra í seinni tíð, bæði í Ingólfs-
málinu og heimferðarmálinu. En
hvað sem því líður, þá vakti ekk-
ert annað fyrir mér í bréfum
mínum, en að koma erindi fang-
ans áleiðis.
En það gat ekki heldur skilist!
Sökum þess, að H. Bergman var
fyrverandi lögmaður I. I., var
ekkert eðlilegra, en að leita til
hans í byrjun — þó að I. I. hefði
ekki nefnt hann. Hvað þá, þegar
hann gerði það.
En það var líka óskiljanlegt!
“Vægast sagt, var það mikil fyr-
irmunun” (svo að orð prestsins
séu notuð) af séra R. K., að reyna
til þess að snúa snældu sinni
þannig, að ætla mér ilt eitt, þó að
eg sneri mér til lögmanns, sem
allir leiðtogar Þjóðræknisfél. voru
búnir að lofa hástöfum fyrir vel
unnið starf í sama málinu, er
varð orsök til bréfa minna siðar.
H. Bergman sendi Þjóðræknis-
fél. bréf mitt án allra skamma.
Því var ekki svarað af fél. En
ritstj. málgagns þess svaraði því
skömmum frá hr. Halldórs.
Það trú mín, að þó eg hefði
skrifað Þjóðræknisfél., hefði mér
ekki verið svarað — nema þá með
skömmum frá r. Halldórs.
Hvort eg hefi áhuga fyrir líðan
fangans, er mál, sem varðar mig
einan, og þess vegna innan þeirra
vébanda, sem prúðmenni láta
hlutlaus.
Ekki er mikið um varnir hjá
Þjóðræknisfél., ef bréfmiðarnir
frá mér líta út í augum forseta
þess eins og atgeir, sem beitt sé
á það. Þetta er líkast því, þeg-
ar taugaveiklaðir menn sjá
drauga um hádag í sólskini.
Ekki var von að vel gengi, að
fá lækniskoðun fyrir I. I., ef
fleiri af embættismönum Þjóð-
ræknisfél. eru í þessu ástandi.
Mun vera nóg verkefni fyrir
lækna heima, þó að ekki sé verið
að senda þá til Prince Albert.
Séra R. K. hæðist að því, að far-
ið sé fram á að hleypa brjáluðum
manni út á “parole”. Þó hefir
næsta forseta á undan R. K. borist
skýrsla frá yfirlækni fangahúss-
ins, sem Ingólfur er í, um að hann
(I. I.) hafi aldrei sýnt merki um
andl. vanheilsu. Þessi skýrsla
hlýtur að vera í embættisskjölum
n. v. forseta.
En, svo að eg minnist atgeirs-
ins aftur, sem presturinn talar
um, þá er mér ánægja að því, að
fræða hann um sannleikann á því
sviði. Hann hljóðar þannig:
Þjóðræknisfél. á sjálft atgeir.
Leiðtogar þess smíðuðu hann á
árinu 1928 og þessu herrans ári
1929. Efnið í honum er úr
þrjósku — svo að daufheyrst hef-
ir verið Við beinum og réttmætum
kröfum, sem allan íslenzkan al-
menning varðar í þessari álfu.
Þessi atgeir er hið bitrasta
vopn.
Þegar hann var fullger, snerist
hann í höndum leiðtoganna, svo
að nú stefnir oddurinn beint í
hjartastað á Þjóðræknisfél.
Hygir menn spá því, að svo geti
farið, að hann verði þess bani.
Er slíkt illa farið, því að enn
þarfnast þjóðarbrotið íslnzka
vestan hafs íslenzkra hugsjóna
til þess að þroskast á eðlilegan
hátt.
Þakkavert má það teljast, að
forseti ÞjóðræknisféL gefur nú
fyrst kost á samningatilraunum í
Ingólfsmálinu.
En svo eg viðhafi enn orð hans
sjálfs, “var það vægast sagt mik-
il fyrirmunun”, að hann skyldi
ekki vera búinn að því miklu fyr.
Hefði hann gert það strax eftir
hina alræmdu ritstjórnargrein
HJeimskr., miundi þessi árekstur
okkar á milli ekki hafa komið
fyrir, og ýmsum öðrum ófögnuði
afstýrt, sem nú verður ekki^ aft-
Canada framtíðarlandið
Peace River héraðlð hefir á-
valt verið skoðað sem einskonar
æfintýraland. Ötsýni er þar bæði
margbreytt og tilkomumikið og
veðráttufar hið ákjósanlegasta og
bezta.
Svæði þetta liggur í norðurhlut-
anum af Alberta fylki og nokkur
hluti þess, í British Columbia-
fylki. Það nær frá 54. breiddar-
stigi til þess 59. norður á bóginn,
en frá 112. lengdarstigi til 125. í
vestur.
Bezti partur spildu þessarar
liggur innan vébanda Alberta-
fylkis. Er jarðvegur þar einkar
frjósamur og vel fallinn til ak-
uryrkju, jafnt sem búpenings-
ræktar.
British Clumbia megin liggur
spilda af þessu Peace River hér
aði, um hálfa fjórðu miljón ekra
að stærð. Eru þar allgóð tæki-
færi til jarðyrkju, en yfirleitt er
þó landið fjöllótt. Timburtekja
er þar allgóð og mikið af .námum
víðsvegar.
Veðráttufar 1 Peace River hér-
aðinu, er ótrúlega milt, þegar
tekið er tillit til þess, hve norðar-
lega það liggur. Sumurin eru
heit og sólbjört, en á vetrum
hressandi svalt. All-kalt getur
stundum orðið að vetrinum til,
en þá fylgir oftast nær dúnalogn.
Hinir miklu Chinook vindar eiga
mikinn þátt í því, hve veðráttu-
farið er gott. Snemma vorar í
Peace River héraðinu, og snjór
hverfur þar á fáum dögum.
Sáning hefst venjulegast fyrri
hluta apríl mánaðar, og stundum
jafnvel í marz. í kringum Fort
Vermillion byrjar sáning að jafn-
aði fyrstu dagana í maí. Rign-
ingakaflinn er mestur í júní og
júlí. Meðal regnfall á ári, nemur
frá tólf til þrettán þumlungum.
Að sumrinu til eru langir dag-
ar, en skammar nætur. Þrjá mán-
uði af árinu má helzt svo að orði
kveða, að ljóst sé allan sólar-
hringinn á enda. Næturnar eru
því nær undantekningarlaust
svalar og hressandi. Sumar-
frost og hagl gerir sjaldan varb
við sig á stöðvum þessum. Hin
svölu kvöld eru dýrmæt, eftir
sólheitan sumardag.
Kornsláttur hefst alla jafna
um miðjan ágústmánuð. Septem-
ber er að ýmsu leyti allra skemti-
legasti mánuður ásrins. Veður er
þá hæfilega hlýtt, en næturnar
gerast svalar og reka á flótta
flugur og annan ófögnuð, er fylg-
ir hita tímabilinu.
Oftast má gera sér von vetrar
fyrri partinn í nóvember, þótt
iðulega haldist tiltölulega I milt
fram undir jól.
Engum þarf að standa stuggur
af vetrarkuldanum. Hann herðir
fólkið og veitir því meiri lífsþrótt.
Sæmilega búið fólk, fitínur ekki
mikið til kuldang, og víðast eru
húsakynni það góð, að kuldinn
kemst ekki inn fyrir þröskuldinn.
Jarðvegurinn á svæðum þessum
er einkar vel fallinn til ávaxta og
heyræktar, enda er þar mikið af
hvorttveggja. I dölum eða dal-
verpum, er mikið um hveitirækt.
Svo má að orði kveða, að yfir-
leitt sé landið frjósamt. Nóg er
þar um fljót og ár, er veita jarð-
veginum raka.
Blómgróður er mikill í Peace
River héraðinu. Enda má svo að
orði kveða, að í hvaða helzt átt
sem litið er þar um slóðir, sjáist
spildur stórar og smáar, þrungn-
ar alls konar skrautgróðri.
Margt hefir þegar verið sagt
og skrifað um kosti Peace River
héraðsins, þótt enn hafi því eng-
an veginn verið lýst sem vera
skyldi. Timburtekja héraðsins má
teljast því nær ótæmandi. Við
Wapiti eru stórir timburflákar,
sem engin manns hönd enn hefir
snert. Með fram North og South
Pine ánum, Smoky, Whitemud og
Notiklivini (Bathle) ánum, liggja
þijnar auðugustu skóglendur. —
Við Fort Vermillion eru þrjár
sögunarmylnur og mikið flutt
þaðan af timbri.
CUNARD LINE
1820—1929
Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada.
urtekinn.
Það var raunalegt, að allan
þennan þrýsting skyldi þurfa til
þess að neyða út þeSsa yfirlýsing
forsetans.
Þetta er orðið lengra mál, en eg
bjóst við. Mér fanst eg neyddur
til að taka til yfirvegunar það af
athugasemdum séra R. K. sem
deildu á hlutverk það, sem ósjálf-
ráð atvik knúðu mig til að taka
þátt í.
Einpig fanst mér eg verða að
leiðrétta fyrir lesendum blað-
anna, að hvorki flokksmál né ó-
hieinar hvatir lágu til grund-
jvallar fyrir bréfunum. Ástæðan
var eingöngu sú, að geta orðið
nauðstöddum manni að liði.
25.-2.-29.
Ing. E. Jóhannsson.
FRA ISLANDl
Þórshöfn í janúar.
Sumartíð má heita að verið hafi
það sem af er vetri (15. jan.). Að
vísu kom allslæmt kuldakast
nokkru fyrir jólin, en ekki var
það verra en það, að fáir eða
engir gáfu fé sínu. Nýársdagur-
inn rann upp þíður og sumarblíð-
ur, og síðan hefir hver dagurinn
verið öðrum betri. Heita má, að
jörð sé alauð niður í bygðum.
Sauðfé hefir víðast hvar ekki ver-
ið gefið, þó það sé hýst allvíða.
Almennur áhugi er hér fyrir
aukinni ræktun, og var unnið
með mesta móti að túnrækt á
mörgum bæjum árið sem leið. —
Á síðastliðnum tveimur árum hafa
bygt steinhús á jörðum sínum
þessir bændur: Aðalsteinn Jón-
asson, Hvammi, Þistilfirði; Jó-
hannes Árnason, Gunnarsstöðum,
Þistilf.; Lúter Grímsson, Tungu-
seli, Langan.; Halldór Kristjáns-
son, Sóleyjarvöllum, Strönd, og
Oddur Gunnarsson, Felli, Strönd.
Bændurnir í Hvammi og Laxárdal I
í Þistilfirði hafa ráðist í að girða j
af flæmi úr heimalöndum sínum
til fjárgeymslu vor og haust.
Þurfa hvorir um sig að leggja
um sex kílómetra langa girðingu,
en þá fá hvorir um sig rúmlega
20 ferkílómetra svæði afgirt. Er
ætlast til, að girðingar þessar
verði fullgerðar eða að mestu í
haust. — Einnij^ hafa Langnes-
ingar rætt mikið um það, að
girða þvert yfir nesið innan við
insta bæ, Tungunes, og austur í
Miðfjörð á Strönd, í félagi við
Norðurströndunga, og taka aftur
upp gamla siðinn, að reka féð í
afréttirnar á vorin. En óvíst er
enn hvort þetta framfaramál
muni nú fram að ganga.
Fiskur er talinn hafa verið við
Langanes í allan vetur. — Rjúp-
ur hafa sézt með minsta móti í
vetur, enda lítið verið skotnar.
Refadráp hefir verið með minna
móti á Langanesinu í vetur. Eið-
isbræður, Jóh. og Daníel Gunn-
laugssynir, hafa skotið 7 eða 8
alla hvíta, aðrir enga. — Vísir.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til
og frá Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að ferð-
ast með þessari línu, er það, hve
þægilegt er að koma við í Lon-
don, stærstu borg heimsins.
'Cunard linan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg,
fyrir Norðurlönd. Skrifstofu-
stjórinn er Mr. Carl Jacobsen,
sem útvegar bændum íslenzkt
vinnufólk vinnumenn og vinnu-
konur, eða heilar fjölskyldur. —
Það fer vel um frændur yðar og
vini, ef þeir koma til Canada með
Cunard línunni.
Skrifið á yðar eigin máli, eftir
upplýsingum og sendið bréfin á
þann stað, sem gefinn er hér að
neðan.
öllum fyrirspurnum svarað fljótt
og yður að kostnaðarlausu.
10053 Jasper Ave.
EDMONTON
100 Pinder Block
SASKATOON
401 l.aneaster DUIjj:.,
CAI.GARY
270 Maln St.
WINNIPEG, Man.
Cor. Bay & Wellington Ste.
TORONTO, Ont.
230 Hospital St.
MONTREAL, Que.
"‘NORTHERN’’
Rubber-skófatnaður
Hið mikla úrval af “Northern” yfirskóm á
engan sinn líka, hvort heldur sem er fyrir
karlmenn, konur og börn. Jersey eða Cash-
merette af ýmsum hæðum, reimaðir eða með
Whizzer krókum.
Látið vetrar
klæði yðar
samsvara
“Northern”
Styl-Shu
Gerðir með
1, 3, 4 eða 6
spennum
Karlm.
'Alberta’
Gsptið að vörumerkinu.
Allar tegundir af “Northern” Rubbers
og Styl-Shus fyrirliggjandi.
Nqs§j&N
Sigurdson - Thorvaldson
Arborg, Man. - Riverton, Man.
Manitoba, Sas-
Löggilt af Sambandsstjórninni og Skrásett Undir Tryggingarlögum
katchewan, Alberta og British Columbia fylkja.
The Wawanesa Mulual Insurance Co.
CANADA’S LARGEST FIRE MIITUAL
FINANCIAL STATEMENT for year ending 31st December, 1928
ASSETS
Cash, Bonds, Etc............$1,118,732.31
Assessments Unpaid ............. 55,858.74
Premium Notes Unassessed____ 1,503,201.40
$2,677,792.45
LIABILITIES
Reserved for Unearned Prem-
iums .....................$ 146,972.46
Losses Unadjusted ............. 19,782.18
Accounts Payable .................. 76.59
SURPLUS for Policy Holder’s
Protection .............. 2,510,961.22
$2,677,792.45
C. D. CORBOULD, C. A.
Hafið þér trú á samvinnu? The Wawanesa Mutual er bezta dæmið um heppilega
?*n?Yinnu> sem er í Vestur-Canada. pað hefir sparað meðlimum sínum nálega 50% í
íðgjöldum í 30 ár, og á skilið óskift fylgi yðar.
Peninga afgangur þess framyfir skuldir er $1,007,760.82.
Allar eignir (il tryggingar eldsábyrgðar skírteinum eru $2,677,792.45 — og hafa aukist á
árinu 1928 um meir en $191,000.00.
Nýjar eldsábyrgðir á árinu 1928 — $61,948,173.00.
Eldsábyrgð. alls í gildi $152,282,509.00 — Hefir vaxið á árinu 1928 um $17.746,246,00.
Á síðastliðnum sjö árum hefir félagið aukið umsetningu siína um meira en 54%, og
peningaeign sína um meir en 200%. pað er meira en nokkurt annað eldsábyrgðarfélag í
Canada getur sýnt. Vér ábyrgjumst meiri eignir gegn eldsvoða í Vestur-Canada, heldur
en nokkurt annað félag.
pað er Wawanesa umboðsmaður í yðar nágrenni. Tryggið eignir yðar í því félagi.
Aðal Skrifstofa, WAWANESA, MAN.
Auðug sem smjör,
saett ein8 og Knetur
FYRIR HRAUSTA MENN
Þeir sem vinna erfiðisvinnu sex daga í hverri viku hafa full þörf á
því mikla nœringargildi og þeim aflgjafa, sem er að finna í
Canada Bread
Hrlngid upp • 33 064 Portage & Burnell St.
J, NICOLSON, Manager