Lögberg - 14.03.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 14. MARZ 1929.
Bla. 7.
Allt : Hvað?
Mðnnum gengur misjafnlega að
trúa því, sem þeim er frá sagt í
Guðs orði. Samt er þörfin hjá
öllum jöfn fyrir því, hvort sem
þeir finna hana eða ekki.
Ein er sú setning þar þó, sem
sjaldnast reynist möglað á móti.
Það er þessi: “Komið til mín, all-
ir þér, sem erfiðið og þunga eruð
hlaðnir, og eg mun veita yður
hvíld” (Matt. 1, 28).
Reynslan fyrir gildi hlutanna
er bezta svarið, og reynslan fyrir
gildi þessara orða er löng og
mikil.
Vér vitum því, að skipun
kristnihaldsins er runnin af sömu
rót. Enginn nema sá, er sá og
fann. myrkrið í algleymingi; eng-
inn nema/ sá, er átti í sér ljósið í
fyllingu, gat gefið út slíka skip-
un, sem þessa: * 'Farið því og
kristnið allar þjóðir, skírið þær
til nafns föðurins, sonarins og
hins heilaga anda og kennið þeim
að halda alt það, sem eg hefi boð-
ið yður. iOg sjá, eg er með yður
alla daga, alt til enda veraldar-
innar” (Matt. 28, 19, 20).
Þegar við erum þá sannfærð
um réttmæti og nauðsyn kristni-
haldsins, sjáum að það er stærsta
nauðsyn þessarar jarðar, þá lít-
um við til þeirra manna, sem þar
eru staddir í víngarði Drottins.
Vestur-íslendingar eiga einn á-
gætan mann í þessum parti vín-
garðsins, séra Octavíus Thorlak-
son, sem ásamt konu og börnum
dvelur árum saman fjarri föður-
landi sínu og allri þeirri dýrð af
lífsþægindum, sem það á til að
ibjóða. Dvelur þar á meðal heið-
inna manna, til þess að boða þeim
kristna trú.
Loftslagíð þar eystra, er þeim
hjónum óholt; lífsþægindin eru
lítil á móts við það, sem vestræn
menning hefir að bjóða; erfið-
leikar þar hljóta að vera svo ótal
margir, sem við hér vestra höfum
enga hugmynd um. Hjónin eru
fjarri öllum vinum, vandamönn-
um og félagslífi, sem þau vönd-
ust í æsku. Trúboðinn verður að
læra erlent tungumál, ekki í letri
vestrænn^ manna, heldur í þess-
um voðalegu hierogliphum, sem
kínverskan og japanskan eru á.
Menn sækjast alment eftir þvi,
að flytja búferlum með börn sín,
úr lítt þroskuðu þjóðlífi, til þess
þroskaðra.
Þau séra Octavíus og frú hans,
v^rða að leggja börn sín líka á
altari Drottins, við þessa starf-
semi. Vitaskuld eru þau fær um
að menta þörn sín sjálf, og gera
það líka. Börnin bera þess vott,
að þau gera það. (IEg hefi séð
myndir af þeim). Alt fyrir það
fluttu þau hjónin úr þroskaðra
þjóðlífi, til þess óþroskaðra, og
þar verða börn þeirra að alast
upp.
Margan hefi eg heyrt, sem sag-
an um Abraham hneykslar, er
hann ætlaði að fórna syni sínum
Drotni til handa. Þeir horfa mik-
ið fastar á mannraunina, sem
þessi forfaðir mikillar þjóðar var
settur í, Ijeldur en þá stóru dá-
semd, að jafnvel svo langt inni í
öldum talaði andi Drottins ber-
lega í gegn um mannssálina, sem
þar var hæf til, , að jafn hægt
reyndist að aðvara Abraham í
tíma, eins og að kalla hann í
raunina.
Þaðan af síður athuga þeir hin-
ir sömu, að enn þann dag í dag
er Drottinn að kalla til mannanna
og biðja þá eða skipa þeim, að
leggja börn sín á sitt altari, en
ekki á altari Satans, sem svo oft
lítur mikið glæsilegar út í heims-
ins augum.
Þessir menn standá og hrópa
yfir “öfgum” biblrunnar, en það
bítur ekki á taugar þeirra, að sjá
börn sín sökkva í forina, í óí-
kveiktum og rotnuðum' forum á
altari Baals.
Fram hjá þeim ölturum leiðir
trúboðinn, sem eg er að tala um,
bðrnin sín, á altari Drottins, það
er sjálfsafneitunarinnar, á svo
margan hátt, verða þau að leggj-
ast, ásamt föður sínum og móður.
Séra Octavíus Thorlakson hefir
því lagt alt það í sölurnar, sem
hann getur. Alt, sem krafist er
af honum.
En við, sem heima sitjum og
njótum fullkominna (ávaxta krist-
innar menningar, hvað erum við
að gera í þessu sambandi?
Hvað erum við að gera til þess
að lífið hjá trúboðanum eystra
°£ fólki hans, geti orðið sem
bærilegast og blessunarríkast?
Erum við að hugsa um þau,
biðja fyrir þeim, leggja alt fram,
sem við getum lagt, til þess að
létta þeim erfiðisstundirnar?
Eða eru mörg af okkur ekki að
gera nokkurn skapaðan hlut, nema
eitthvað svolítið, þegar þeir
rumska við 'okkur, sóknarprest-
urinn eða kirkjufélagsforsetinn?
Við skulum ekki ímynda okkur,
að það bjargi okkur, þegar til
reiknings kemur, að við höfum
undirskrifað “formúlur” hjá lút-
erska kirkjufélaginu. ‘Þær eru
góðar og gildar, en verða okkur
bara áfellisdómur, ef við gefum
engan arð úr okkar eigin sál.
Hún er jarðvegurinn, sem upp-
skerunnar er krafist af, og því lé-
legri, sem sú uppskera er, því lé-
legri erum við. Munum það.
Það er líka gott fyrir þá að at-
huga, núna á föstutímanum, með
okkur hinum, þá, sem standa
fyrir utan ^kirkjufélagið, að ekki
frelsar það þá, að standa fyrir ut-
an kirkjulegan félagsskap. — Alt
eldra fólkið íslenzka hefir svar-
ið, að “afneita djöflinum og öll-
um hans verkum og öllu hans at-
hæfi.” Ef það hefir ekki látið
börn sín vinna þennan eið líka,
þá er það vanræksla. En einn
vegur til þess að afneita þeim
vondað er að styrkja þá, sem af
allri sálu og hjarta leggja sig
fram til til þess að vinna bug á
myrkraverkunum.
Gott sýnishorn af þörfinni, sem
krefst trúboðsins þarna eystra,
er mynd, ein af mörgum, sem séra
Octavíus sýndi, er hann var hér
á ferð
Það var mynd af einum “guð-
inum” þeirra austurbyggja. Það
var naut eitt mikið úr eir eða lit-
uðum leir (koparlitað). Það lá
á stalli, en sjúkir menn og konur
komu þangað til þess að biðja
skepnu þessa um heilsu. Lögðu
þeir hönd sína, í bænarskyni, á
þann part nautsins, sem svaraði
til sjúka partsins á manninum.
Til dæmis, ef einhver var nú
slæmur í bakinu af gigt, þá lagði
hann hönd sína á nautshrygg
þenna. Eru það sljóvar mann-
eskjur, sem ekki geta aumkað
slíkt ástand, gert eitthvað lítið,
til þess að vinna á móti slíku
myrkri og afneita þannig djöfl-
inum og' reynast guði trúar.
Heyrt hefi eg þá sðgu núna, að
smábær einn í Vesturlandinu,
hafi í upphafi föstutímans sett á
sína dagskrá: sjá dansleiki til
páska. Dansleik á hverjum föstu-
degi til páskanna.
Ekki þarf að segja, að fram-
kvæmdir skorti fyrir því, er menn
vilja afkasta. Það er ekki eins
og hann “Lati Geir á lækjar-
bakka, lá þar til hann dó, vildi
hann ekki vátnið smakka, var
hann þyrstur þó.”
En hvernig er það vatn, sem sá
maður drekkur, sem hefir sál til
þess að dansa á föstudaginn
langa?
Vafalaust hefir skopsaga Jón-
asar Hallgrímssnar, “Klauflax-
inn”, átt erindi. Það heitir að
komast út í öfgar, að ímynda sér,
að almáttugum Guði sé dýrkun í
Þjáðist tvö ár
af nýrnaveiki
pk Notaði Maður frá Saskatche-
wan Dodd’s Kidney Pills.
Mr. D. Milan Batnaði, Þegar Hann
Hafði Tekið Úr Þremur öskjum
af Dodd’s Kidney Pills.
Glencairn, Man., 4. marz (einka-
skeyti)'—
“Eg vil láta yður vita, að Dodd’s
Kidney Pills hafa reynst mér á-
gætlega”, segir Mr. D. Milan, sem
hér er vel þektur maður. “Eg er
35 ára gamall og eg hefi haft
nýrnaveiki í tvð ár eða lengur.
Eg reyndi allskonar meðul og fór
alt af versnandi. — Nágranni
minn sagði mér að reyna Dodd’s
Kidney Pills, og eftir að eg hafði
brúkað úr þremur öskjum, var eg
orðinn frískur. Nú hefi eg þær
alt af við hendina á heimilinu.
Eg get ekki hælt þeim um of og
eg held þær séu bezta meðalið við
nýrnaveiki.”
f meir en þriðjung aldar hefir
fólkið verið að segja hvað öðru
hve vel Dodd’s Kidney Pills hafi
reynst sér. — Þær eru reglulegt
nýrnameðal. Ef þú hefir nýrna-
veiki, þá reyndu Dodd’s Kidney
Pills. Þær eru meðalið, sem þú
þarft.
því, að nefna ekki vissar matar-
tegundir. En, kæri lesari, þær
öfgar eru ekki eins hættulegar,
eins og það andleysi, að dansa á
föstudaginn langa
Þegar við gerum það, erum við
komin út í öfgar, hættulegustu
öfgarnar, tilfinninga sljóleik, sem
heitir: dauðinn sjálfur.
Séra Octavíus Thorlakson og
aðrir mætir kennimenn, trúa því,
að meistari þeirra hafi lagt alt
fram á undan þeim. Á öllum tím-
um kristninnar hefir það gefið
lærisveinum Krists djörfung
þrautunum, leynt og ljóst, að
hann sjálfur hafði gengið kross
ferilinn á undan þeim, og að
hann brást ekki á þeim kross-
ferli.
En kennimenn eru menn sem
aðrir menn og þáð hefir líka
reynst þeim stuðningur eða hrun,
hvernig meðbræður þeirra tóku
því, sem þeir voru að gera.
Það er ekki skáldskapur ein-
göngu, hjá Henry iSienkievicks,
er hann lætur Pétur postula yf-
irgefa Róm, niðurbrotinn mann,
þegar menningarmesta veldi
heimsins, hafði sér það að gamni,
að rífa( í sundur, láta óargadýr
rífa sundur nakta, lifandi menn
og konur, þá kristnu, og ilt og fúlt
siðferði átti engrar ofsóknar að
vænta af hendi yfirvalda. Þá
mætir Pétur frelsaranum fyrir
utan borgina. Það kemur stanz
á Pétur, og hann spyr: Quo Vadis,
Domini? Hvert ætlarðu, herra?
Og svarið var hugsað í sam-
ræmi við meir en nítján hundruð
ára reynslu: “Eg ætla til Róma-
borgðar, að láta krossfesta mig á
blæ yfir skýrslu trúboðans okkar
í sumar, eins og erfiðið væri hon-
um orsök til áhyggju.
Nú er fastan og í mótsetningu
við dansleikina, sem þeir halda,
sem hafa ánægju af þeim, væri
vel farið, að þeir af okkur, sem
viðurkennum, að vér höfum fyrir
eitthvað það að þakka, í sambandi
við föstuna, sem ekki verði þakk-
að með dansleikjum eða öðru
skemtanahaldi, hugsuðum til trú-
boðans á einhvern sérstakan
hátt..
Það bezta, sem við getum gert,
er að minnast hans í bænum vor-
um ávalt. Auk þess hefir mér
komið til hugar tillaga, sem eg
ætla að leyfa mér að bera fram
fyrir alla, er vilja á hlýða.
Það var siður örlyndra, er
máttu sín, á íslandi, að gefa sum-
ardagsgjafir. Færi ekki vel á
því, að endurnýja þenna sið, á
þann hátt, að leggja í lítinn sjóð
og senda trúboðanum skömmu
eftir sumarmál, og sýna þannig í
verki, þó lítið væri, vöxt þess
þakklætis, sem vér berum í sál,
fyrir tímanlegt og eilíft sumar?
Ujpphæðirnar mættu vera litl-
ar, ofan í 10 cent, svo börn og fá-
tækir gætu tekið þátt í því; þeir,
sem eiga bæði stórt hjarta og
þunga pyngju, hefðu fríar hend-
ur fyrir því.
Sjóðnum mætti loka og senda
um mánuð af sumri, eða eftir því
sem þeim sýndist, sem betur vita
um kringumstæður heldur en eg.
iSéra Octavíus Thorlakson er
hið mesta Ijúfmenni, sem hann á
kyn til, og eg hika ekki við að á-
lykta, að hann sé bæði sérlega
trúr og mjög ábyggilegur læri-
sveinn herra síns.. Mun þeim, er
þekkja sómahjónin, séra N. Stein-
grím Thorlakson og frú hans, for-
eldra trúboðans, finnast það
næsta eðlilegt, að ekki falli epli
langt frá eik. Stöndum vér í mik-
illi þakklætisskuld við þau, fyrir
þá menn og þær konur, er þau
hafa lagt þjóðfélaginu og fyrir
það mikla starf, sem séra Stein-
grímur Thorlakson hefir unnið
vor á meðal.
Nú vil eg biðja alla góða menn
og konur, að hlusta á mál mitt og
íhuga svo. Hefi eg borið það
undir einn ágætan mann utan
heimilis, sem tók því tveim hönd-
um og sagðist hafa eitthvað að
leggja í sjóðinn.
“Verður er hann þess, að þú
veitir honum þetta” — Þannig var
mælt með hundraðshöfðingjanum
forðum. Hiklaust má endurtaka
þau orð í þessu tilfelli, því séra
Octavíus Thorlakson elskar það,
sem bezt er og göfugast í tilver-
unni, og er að byggja upp, ekki
einunglis samkunduhús handa
einni þjóð, heldur er hann hundr-
aðshöfðingi í því félagi, sem er
að byggja upp samkunduhús alls
heimsins.
Með vinsemd og virðingu,
Rannv. K. G. Sigbjömsson.
ny.
lét
Pétur sneri þá til baka, og
krossfesta sig þar----------
Mér fanst ekki laust við rauna-
Frá Islandi.
Reykjavík, 24. janúar.
Stefán Daníelsson frá Grundar-
firði andaðist á ísafirði kl. 1 í
fyrrinótt, á heimili sonar síns,
Óla Steinbach, tannlæknis Hann
var á 94. aldursári.
Mentamálaráðið hefir á fundi
21. f. m. úthlutað styrk til skálda
og listamanna á þessa leið: Til
Stefáns frá Hvítadal kr. 1500, Jak-
obs Thorarensen kr. 1500, Frið-
riks Ásmundssonar Brekkans kr.
500, Helga Hjörvars kr. 500, til
önnu Péturss kr. 1500, Jóns Leifs
kr. 1000, Kristins Péturssonar kr.
1000.
Þann 22. þ. m. andaðist hér í
bænum Pálína Lárusdóttir, systir
Ólafs læknis í Vestmannaeyjum
og þeirra systkina. Hún var dótt-
ir Lárusar sál. Pálssonar og var
Viðskiftavinur yðar veit, að það
elzt þeirra systkina, fædd 9. ág.
1877 á Sjónarhól á Vatsnleysu-
strönd, en fluttist hingað til bæj-
arin3 með foreldrum sínum vor-
ið 1898 og dvaldist hér upp frá
því.
Halldóra Mattthíasdóttir, kenslu-
kona, dóttir Matthíasar skálds
Jochum^sonar, andaðist hér í
bænum í gær eftir langa og
þunga legu. Hún var fædd í
Odda á Rangárvöllum, 14. des.
1880, en fluttist þaðan á unga
aldri með foreldrum sínum til Ak-
ureyrar og ólst þar upp. Hún
var tvívegis að námi erlendis og
var mjög vel mentuð og góðum
gáfum gædd. Hún var skáldmælt
vel en lét lítið á því bera. Hún
stundaði kenslu hér í bænum síð-
an 1915 og átti miklum vinsæld-
um að fagna, bæði meðal nem-
enda sinna og annara, sem kynni
höfðu af henni.
Lóuhópur sást hér í Vatna-
görðum í gær. Munu það eins-
dæmi, að lóur hafi haldist hér
við fram á miðjan vetur.—Vísir.
STOCK
ALE
SHEAS WINNIPEG BREU/ERY LIMITED
Dominion af Canada tekjuskatts skrár
Eiga að koma 31. marz 1929
Þessi auglýsing er stýluð til
Fj árhaldsmanna
Vinnuveitenda
Atvinnufélaga
Fyrir fjárhaldsmenn fí7
f • wBiBBBwaaffg ■jro
Fyrir atvinnufélög
Vinnið ekki til sekta, sem lögin leggja við drœtti
Það sem ætlast er til af þeim, sem
eru fjárhaldsmenn annara
Allir fjárhaldsmenn, er fara með
fé fyrir annara hönd, eða hafa á
hendi trúnaðarstörf, að því er eign-
ir manna snertir, skulu gefa undir-
ritaðar skýrslur yfir tekjur af þeim
eignum, er þeir í umboði fara með
fyrir aðra.
Fyrir slíkar skýrslur notist eyðu-
blaðið T3 .
Það sem ætlast er til af verkveit-
endum
Hver verkveitandi í Canada, verður
að gefa sundurliðaða skýrslu yfir
öll laun, kaup, umboðslaun, ómaks-
laun, uppbót á launum og yfir alla
aðra þóknun til forstjora, embættis
, Tekjukatts Skrifstofur
Embættismenn stjórnarinnar, sem
líta eftir tekjuskattinum eru þann-
ig- settir um ait landiB aB þægilegt
er að ná til þeirra. peir svara öll-
um fyrirspumum, skattinum viB-
vlkjandi fljótt og greiSlega. Hjá
þeim fást eyðublöð. Snúið yður til
þess, sem næstur yður er. Utaná-
skrift: "Inspector of Dominion In-
come Tax.” Skrifstofurnar eru að:
Halifax Nova Scotia
Saint John New Drunswick
Quebec City Quebeo
Montreal Quebeo
Ottawa Ontario
Kingston Ontarlo
Belleville Ontario
Toronto .Ontario
Hamilton • • Ontario
London .Ontario
Fort Willlam .Ontario
Winnipeg Manitoba
Prince Albert .Saskatchewan
Saskatoon .Saskatchewan
Calgrary Alberta
Edmonton . Alberta
Vancouver Britlsh Columbia
Dawson .Yukon Territory
umboðsmanna, stairfsmanna, sér-
fræðinga og annara, er fengið hafa
$1,000 eða meira árið 1928, og yfir
alt kaup og laun (þar með talin upp-
bót á launum), sem nema $1,500 á
ári og sem borgað hefir verið á
þessum sama tíma.
Verkveitendur
T4.
biðji um eyðublaðið
Það sem til or ætlast af atvinnu-
félögum
Hvert atvinnufélag í Canada verð-
ur að gefa skýrslu yfir allan ágóða
borgaðan hluthöfum og uppbót borg-
aða eða færða félaginu til inntekta
árið 1928.
Þessar skýrslur séu gefnar á eyðu-
blaði T5.
Fáið eyðublöðin strax
Eyðublöð fást með því að skrifa næsta Inspector of Dominion Income Tax, eða póst-
meistara, eða Income Tax Division, Department of National Revenue, Ottawa. Utan-
áskriftir eftirlitsmanna eru gefnar hér að ofan. Allar nauðsynlegar upplýsingar
eru á eyðublöðunum. ,
Látið ekki dragast, að senda þessar skýrslur, þó sá kunni að vera fjarverandi, sém
vanalega undirskrifar slíkt skjal. Hver sem gegnir störfum þess, sem fjarve’randi
er, getur undirskrifað þessar skýrslur, og má þannig koma í veg fyrir sektir, sem lög-
in ákveða.
Allar skýrslur verða að vera komnar inn 31. marz, samkvæmt Income War Tax Act.
Tekjuskatts deildin æskis virð ingarfylst góðrar samvinnu allra
gjaldenda, er lögum samkvæmt ber að senda ofangreindar skýrslur.
The Department of National Revenue
Income Tax Division
Honourable W. D. EULER,
Minister of National Revenue.
C. S. WALTERS,
CommÍMÍoner of Income Tax.