Lögberg - 14.03.1929, Blaðsíða 6
B!s. 6.
LÖGBERG FIMTUDAGINN
14. MjAJRZ 1929.
Mánadalurinn
EFTIR
JACK LONDON.
Hún hætti að tala og horfði út yfir sléttuna,
þangað til að sjónin staðnæmdist við girðing-
una, og voru blóm ræktuð þeim megin við hana,
sem að þeim sneri. Willi horfði a Saxon og
gladist innilega yfir ánægjubrosinu á vörum
hennar.
“Aumingja stúlkan.”
Hann tók utan um handlegginn á henni og
hún leit framan í hann og brosti blíðlega.
‘ ‘ Handleggurinn á þér er svo svalur, og það
er svo notalegt að taka utan um hann,” sagði
hann. “En mér er ávalt svoheitt. Findu hvað
mér er heitt á höndunum.”
Þær voru heitar og þvalar og hún tók eftir
því, að það voru litlir svitadropar á enninu á
honum og vörunum.
“Dæmalaust ertu annars inndæl stúlka”.
Hún tók vasaklútinn sinn og þurkaði syit-
ann af andlitinu á honum og svo hödunum.
“Eg býst við, að eg andi í gegn um húðina,”
sagði hann. “Mér hefir verið sagt það, og
einnig að það væri heilsumerki. En eg svitna
meira núna heldur en eg er vanur, hvernig sem
á því stendur.”
Hún hafði orðið að taka hendina á honum
af handleggnum á sér, svo hún gæti þurkað af
henni svitann, en þegar hún var búin að því,
tók hann aftur utan um úlnliðinn á henni og fór
aftur að dást að því, hvað handleggurinn væri
kaldur og mjúkur. “Hann er mjúkur eins og
silki,” sagði hann og strauk um hann upp að
olnboga.
“Nú er þér .orðið heitt á þesum handlegg.
Ijofaðu mér að finna hvort hinn handleggurinn
er eins kaldur,” sagði hann og tók um hinn
handlegginn. Hann leit ekki framan í hana, eu
hún horfði á varir hans og hún gat ekki varist
því, að hugsa með ánægju um fyrsta kossinn,
sem liann hafði kyst hana, þó hann væri í raun
og veru enginn ástakoss.
‘Haltu áfram að tala,” sagði hann, eftir að
þau höfðu setið þarna góða stund. “Mér þykir
svo gaman a"ð horfa á varirnar á þér, þegar þú
ert að tala.”
Hún var eiginlega prýðis vel ánægð jneð að
vera eins og hún var, en sagði samt:
“Ef eg segi það, sem eg er að hugsa, þá er
eg viss um, að þér fellur það ekki.”
“Segðu bara það sem þér dettur í hug,”
sagði hann. “Eg er viss um, að þú segir ekk-
ert, sem mér mislíkar'.”
“Jæja þá. Það var blóm þama yfir hjá
girðingunni, sem mig langar til að ná í. Svo
er nú líka kominn tími fyrir okkur að fara á
stað.”
“Jú, þér hepnaðist að segja nokkuð, sem
mér fellur ekki sem bezt,” sagði hann hlæjandi.
“ En það var samt skemtilegt að sjá þig segja
það. En gerðu nú eitt fyrir míg. Syngdu fyr-
ir mig eitt lag, áður en við stöndum upp. Svo
skulum við fara.”
Hún söng fyrir hann, en hann horfði ekki í
augu hennar á meðan, heldur á varirnar. Þeg-
ar hún var búin að syngja lagið, stóð hún upp,
°g þegar hann ætlaði að fara að taka hestana,
þá rétti hún honum yfirhöfnina sína. Vitaskuld
hafði hún eitthvað töluvert af þessu sjálf-
stæði, sem flestar stúlkur hafa, sem vinna fyr-
ir sér sjálfar, en samt þótti henni vel fara, að
Willi sýndi sér umhyggjusemi og jafnvel
stjanaði eitthvað töluvert við sig, eins og sið-
ur var karlmannanna í gamla daJg, þegar kveji-
fólkið var ekki eins-sjálfstætt eins og það var
orðið, þegar þessi saga gerðist.
Þau lögðu af stað og héldu nú heimleiðis, í
vesturátt. Og þegar kvelda tók, nutu þau hins
dýrðlega sólseturs, sem blasti við þeim. Reyk-
urinn frá verksmiðjunum í Oakland teygði sig
hátt upp í loftið, og þau sáu strætisljósin í San
Francisco hinum megin við fjörðinn, strax
þegar fór að dimma.
Það var orðið alveg dimt, og Willi var orð-
inn undarlega þögull. I hálfan klukkutíma hafði
hún ekki orðið þess vör, að hanrt veitti henni
nokkra eftirtekt, nema einu sinni, eftir að fór
að kólna, þá hafði hann breitt ábreiðuna vand-
^eí?a yfir fætuma á henni. Mörgum sinnum
hafði Saxon verið rétt að því komin að spvrja
hann, hvað hann væri að hugsa um, en aít af
hætti hún þó við það. Hún sat rétt hjá honum,
svo nærri honum, að hún fann hitann af líkama
hans, og hún fann líka, að það var einhver óró-
leiki í huga hans.
‘‘Heyrðu, Saxon,” sagði hanndoksins. “Það
er ekki til neins fyrir mig að vera að þegja um
þetta lengur. Eg má til að láta það fara. Það
hefir verið á vömnum á mér alt af síðan við
borðuðum í dag. Væri nokkuð á móti því, að
þú og eg giftum okkur?”
Hún vissi vel, að það var henni mikið gleði-
efni, að honum var full alvara. Hins vegar
þótti henni þetta nokkuð fljótlega að undið, og
það var ekki alveg laust við, að henni fvndist
sér dálítið misboðið með því, að maður skyldi
svona umsvifalaust biðja hana að giftast sér.
Hún hafði allrei hugsað sér, að bónorð væri
hafið á þennan hátt. Henni þótti meira en nóg
um, að svona freklega væri að þessu gengið,
það var eitthvað óviðfeldið við það. Hins veg-
ar fanst henni, að hún gæti ekki án hans verið.
Hún hafði aldrei fundið það eins glögglega eins
og nú, þegar það stóð henni til boða, að hún
varð að eiga þennan mann. En hún átti ekki
von á þessu bónorði svona skyndilega.
“Þú verður að segja eitthvað, Saxon. Láttu
mig hafa það, hvort sem það er gott eða ógeð-
felt, svaraðu mér einhverju. En gættu þess,
að eg elska þig af öllu hjarta, ákaflega. Það
hlýtur að vera, fyrst eg er að biðja þig að gift-
ast mér. Eg hefi aldrei fyr beðið nokkra stúlku
um það.”
“Nú varð löng þögn. Saxon fann sinn eig-
in veikleika. Hún fann, að allar hennar hugs-
anir stefndu í eina átt, án þess hún gæti nokk-
uð við ráðið, og hún fann, að hún hafði ekki
ráð yfir þeim, þó hún reyndi.
“Hvað gamall ert þú, Willi?” spurði hún
eftir nokkra þögn, og málrómurinn var dálítið
harður og óþýður.
“Tuttugu og tveggja,” svaraði hann.
“En eg er tuttugu og fjögra.”
“Eins og eg viti það ekki. Þú hefir sagt
mér livað þú varst gömul, þegar þú varst á
þessum staðnum og hinum, svo það er svo sem
auðreiknað, livað gömul þú ert. Eg veit það
upp á dag.”
“Það breytir því ekki, að eg er tveimur ár-
um eldri en þú, hvort þú veizt það eða ekki.”
“Hvað gerir það til?” svaraði hann. “Ef
það hefði nokkra þýðingu í raun og veru, þá
mundi eg ekki elska þig eins og eg geri. Móðir
þín hafði áreiðanlega rétt fyrir sér, þegar hún
sagði, að elskan væri öllu öðru meiri. Þú skil-
ur þetta, að eg elska þig, og eg má til að fá þig.
Eg býst við að þettg sé mannseðlinu sam-
kvæmt, og mér hefir alt af skilist, að það sem
er náttúrunni samkvæmt, hvort sem um menn
eða skepnur er að ræða, það hljóti að vera
rétt. Það er ekki til neins að dylja það, Saxon,
að mér finst eg ekki geti án þín verið, og eg
vona, að þér finnist þú ekki geta án mín verið.
Hendurnar á mér eru kannske ekki eins mjúk-
ar, eins og á þessum bókhöldurum og skrifur-
um, sem þú hefir verið að segja mér frá, en þær
geta unnið fyrir þér og mér, og. eg vil feginn
láta þær gera það og þær geta barist fyrir þig,
ef á þarf að halda. ”
Mótstöðuaflið gegn ástleitninni, sem hún
hafði alt af haft nóg af, brást henni nú. Hún
hafði enga löngun til að sýna mótstöðu. Þetta
var enginn leikur. Þetta var það, sem hún
hafði verið að vonast eftir og láta sig drevma
um. Gegn Willa hafði hún ekkert mótstöðuafl
og hún vildi ekki hafa það. Honum gat hún
ekki neitað um neitt, jafnvel þó hann reyndist
ekki betur en sumir aðrir, sem hún hafði kvnst.
En í huga hennnar var sú fullvissa, að hann
hlyti að reynast göfugur og góður maður.
Hún svaraði engu. 1 þess stað tók hún í
vinstri hendina á honum og reyndi að losa hana
af taumunum, sem hann hélt um. Hann skildi
ekki, hvað þetta átti að þýða, en lét hana þó
gera eins og hún vildi og tók báða taumana í
hægri hendina. Hún tók vinstri hendi hans
báðum höndum, beygði sig niður að henni og
kysti hana.
Ofur litla stund var eins og hann vissi ekki,
livaðan á sig stæði veðrið.
“Meinarðu þetta?” sagði hann hálfstam-
andi.
Ilún kysti hendina aftur og sagði í hálfum
hljóðum: ‘‘Eg elska hendurnar á þér, Willi.
Eg held að þær séu fallegustu karlmannshend-
ur, sem til eru í heiminum. Eg þyrfti heilan
klukkutíma til að útskýra fyrir þér, hvað vænt
mér þykir um þær.”
Hann tók í taumana og talaði til hestanna
og stöðvaði þá alveg, og batt taumana við
svipuskaftið. Svo sneri hann sér að henni,
vafði hana örmum og kysti hana.
“Willi minn, eg skalverða þér góð kona,”
sagði hún, þegar hún komst að því að segja
nokkuð fyrir kossunum.
Hann kysti augu hennar, sem voru vot af
tárum, og svo varirnar aftur.
“Nú veiztu, um hvað eg var að hugsa, og
hvers vegna eg svitnaði svona mikið, þegar við
vorum að borða, ” sagði hann. “Mér fanst eg
mætti til að segja þér þetta. Mér hefir alt af
litist svo vel á þig, síðan eg sá þig í fyrsta
sinn.”
“Eg held eg hafi líka elskað þig, síðan
fyrsta daginn, sem við vorum saman. Mér
þótti þá strax svo mikið til þín koma, og þú
varst svo góður og vinsamlegur. Og það var
auðséð, að piltunum þótti mikið í þig varið, og
stúlkurnar voru allar skotnar í þér. Eg man
vel eftir því, hve vel þú barðist við írana þrjá,
þegar eg stóð hinu megin við borðið. Eg gæti
ekki átt mann og elskað hann, ef mér þætti ekki
mikið til hans koma, en þú mátt vera viss um,
að mér þykir reglulega mikið til þín koma.”
“Mér hefir sjálfum aldrei þótt eins mikið
varið í sjálfan mig, eins og nú, og það er vegna
þess, að mér hefir hepnast að vinna ást þína.
Eg get naumast trúað því enn þá. Mér finst
hálfvegis, að vekjaraklukkan muni hringja eft-
ir svo sem tvær mínútur og vekja mig af þess-
um sæla draumi. En ef það skyldi koma fvrir,
þá ætla eg þó að láta mér líða eins vel og hægt
er, þessar tvær mínútur. Gættu þín nú, að eg
meiði þig ekki, því eg er svo áf jáður í að faðma
þig að mér.”
Sú varð líka raunin á, að hann faðmaði hana
svo fast, að það næstum meiddi hana. En samt
sem áður leið henni betur þau augnablik, sem
hún var í faðmi hans, heldur en henni hafði
nokkum tíma áður liðið á æfi sinni. Eftir litla
stund slepti hann takinu, og það leit út fyrir,
að hann væri að reyna að ná fullu valdi á sjálf-
um sér.
“Klukkan hefir ekki hringt enn þá, ” hvísl-
aði hann að Saxon. “Eg sé, að nú er orðið
dimt, og eg veit hvar við erum og eg sé hestana
standa þama. Og eg fer að verða viss um, að
þetta er ekki draumur, og nú verðum við að
halda áfram.”
Eftir að þau höfðu keyrt í hálfan klukku-
tíma, stöðvaði Willi hestana aftur.
“Eg er viss um, að nú er eg vakandi,” sagði
hann. “En það getur skeð, að mig hafi dreymt,
alt sem liðið er. Nú ætla eg að reyna, hvort eg
vaki eða sef.”
Hann tók Saxon aftur í fang sér og kysti
hana.
XII. KAPITULI.
Saxon fanst tíminn líða fljótt. Hún vann á
hverjum degi í þvottahúsinu og hún vann jafn-
vel óvanalega mikið. Hverja stund, sem hún
var heima, notaði hún til að búa sig á ýmsan
hátt undir giftinguna, nema rétt meðan hún
svaf. Auðvitað var hún stundum úti með
Willa á kveldin. Hann hafði ótvíræðlega sýnt
hve heitt hann elskaði hana, með því að vilja
endilega giftast daginn eftir að þau trúlofuð-
ust, og alveg fráleitt hafði hann viljað bíða
lengur en viku í mesta lagi. “Til hvers ætt-
um við að vera að draga þetta?” hafði hann
sagt. “Við verðum aldrei yngri en við erum
nú, og við ættum að hugsa um það, hve miklu
við töpum við hvern daginn, sem við bíðum.”
Loks varð þó niðurstaðan sú, að þau skvldu
bíða í einn mánuð. Var það mest vegna þess,
að nú vann hann á öðrum stað í borginni held-
ur en áður, þó hann héldi áfram að vinna fyrir
sama félagið, og það varð ekki lijá því komist,
að taka tillit til þess, þegar þau voru að leita
sér að íbúðarhúsi. Loksins fundu þau lítið
fjögra herbergja hús, ekki ólaglegt, sem þau
leigðu fyrir tíu dali um mánuðinn.”
“Þetta er fjarskalega ódýrt finst mér,”
sagði Willi, “í samanburði við það, að eg borga
sex dali um múnuðinn fvrir eitt herbergi, sem
þó er minna heldur en minsta herbergið í þessu
húsi,”
“Já, en í því eru húsmunir,” sagði Saxon,
“ og það gerir mikinn mun.”
Willi hafði ekki hugsað um ]>að.
“Eg er ekki mikill lærdómsmaður, en eg
kann nú 'samt einfaldan reikning. Eg hefi
pantsett úrið mitt, þegar eg hefi verið peninga-
laus, svo eg hefi dálitla hugmynd um rentur.
Hvað heldur þú', að við ]>urfum að borga fvrir
húsmuni í þetta hús, gólfdúk og alt annað, sem
við ])urfum á að haída?”
“Við igetum vel komist af með þrjú hundr-
uð dali,” svaraði hún. “Eg hefi verið að
hugsa um þetta, og eg er viss um, að við kom-
umst af með það.”
“Þrjú hundruð,” tautaði hann fyrir munni
sér, “þrjú hundruð; segjum sex af hundraði,
það eru sex cents af hverjum dollar, sextíu cent
af tíu dölum, sex dali raf hundrað dölum, eða
átján dalir af þrem hundruðum. Eg er ágætur
að margfalda með tíu. Ef maður nú deilir
átján með tólf, þá kemur'í ljós, að rentan er
bara einn og hálfur dalur á mánuði.” Hann
þagnaði og það var auðséð, að hann þóttist
nokkuð góður af öllum þessum útreikningi. —
En svo var eins og hann rankaði alt í einu við
sér. “Þetta dæmi er annars ekki rétt. Her-
bergin eru fjögur, svo eg verð að deila hálfum
öðrum dal með fjórum. ”
“Fjórir í fimtán eru þrír, og þrír geymd-
ir,” sagði Saxon. “Fjórir í þrjátíu eru sjö,
eða tuttugu og átta og tveir geymdir, og tveir-
fjórðu eru sama og einn hálfur. Þarna hefirðu
það.”
“Ósköp ertu fljót að rekna. Eg get ekki
fylgst með. Hvað sagðir þú að þetta væri
mikið?”
“Þrjátíu og sjö og hálft cent. ”
“Já, þarna sérðu,” sagði Willi. “Eg hefi
orðið að borga óheyrilega háa húsaleigu fyrir
þetta eina herbergi. Það er hreinn og beinn
gróðavegur, að gifta sig.”
“En þú verður að gæta að því, að húsmun-
irnir ganga úr sér, Willi.”
“Það atliugaði eg nú ekki, en líklega ætti
það að vera tekið með í reikninginn. En hvað
sem því líður, þá höfum við hér komist að góð-
um kjörum. Þú verður að koma með mér seinni
partinn á laugardaginn, svo við getum keypt
það sem við þurfum. Eg kom í húsgagnabúð í
gærkveldi, og eg fékk þeim fimtíu dali. Svo á
og að borga tíu dali á mánuði. Eftir tuttugu
og fimm mánuði eigum við það alt saman. En
þú verður að muna það, Saxon, að eg vil að
þú kaupir alt, sem þú þarft, þó það kosti kann-
ske töluvert. Við skulum ekki horfa í það. ”
Þrátt fyrir það, að hún var sjálf sparsöm
og vildi fara vel með sín litlu efni, þá fanst
henni þó mikið til um það, hve góður Willi var
henni, með því að láta hana hafa alt sem hún
þurfti og gat haft ánægju af, og var það nóg
til þess, að henni vöknaði um augu.
^ “ósköp ertu góður við mig, Willi,” sagði
hún og kom alveg til hans og hann faðmaði
hana að sér.
“Svo það er alt klappað og klárt,” sagði
María einn morguninn, þegar þær voru ný-
komnar til vinnu sinnar. Þær voru ekki búnar
að vinna í tíu mínútur, þegar hún kom auga á
hring, sem Saxon hafði á græðifingrinum á
yinstri hendinni, og sem hún hafði ekki haft
áður. “Hver er hinn hamingjusami, Charley
Long eða Willi Roberts?”
“Willi,” svaraði Saxon.
“Já, einmitt það, svo þú ætlar að taka að
þér þann ungling, til að ala liann upp?”
Það leyndi sér ekki, að Saxon féll þetta illa
og Maríu þótti slæmt, að hún skyldi hafa sagt
þetta.
“Geturðu ekki tekið dálitlu spaugi,” sagði.
hún. “Mér þykir fjarskalega vænt um þessar
fréttir. Willi er ágætis piltur, og mér þvkir
undur vænt um að þú giftist honum. Það eru
ekki margir hans líkar, og það eru fáar stúlkur
eins hepnar eins og þú. Þið eruð bæði lánsöm,
og þið eruð eins og sköpuð hvort fyrir annað.
Eg er viss um, að þú verður honum ágæt kona
og betri, en nokkur önnur hefði getað orðið.
Hvena^r á þetta að ske?”
Fáum dögum seinna mætti Saxon Charley
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
OfTice: 6th Floor, Bank of HamlltonOhamber*
Long, þegar hún var að fara heim úr vinnunni.
Hann stöðvaði liana á gangstéttinni og vildi
endilega tala við hana.
‘ "Svo þú ert komin í býsna náinn kunnings-
skap við þennan hnefaleikara,” sagði hann
lirottalega. “Jafnvel blindur maður getur séð,
hvernig nú fer fyrir þér.”
Þetta var í fyrsta sinni, «em hún átti tal
við Long og fann alls ekki til þess, að hún væri
vitund lirædd við þennan stóra og grófgerða
og luralega mann. Hún rétti upp vinstri hend-
ina.
“'Sérðu þetta” sagði hún. “Þetta er nokk-
uð sem þú, með öllum þínum kröftum, hefðir
aldrei getað látið á fingurinn á mér; en Willi
Roberts þurfti ekki nema eina viku til þess.
Hann er ólíkur þér, Charley Long. Hann er
ærlegur, góður piltur.”
Long hló kuldalega.
“Það svo sem leynir sér ekki, að liann hefir
náð fullu valdi yfir þér.”
“Hann hefir töluvert vald yfir þér líka,”
sagði liún hvatlega.
“Eg gæti sagt þér ýmislegt um hann. Þú
mátt vera viss um, að hann er gallagripur. Ef
eg ætti að segja þér—”
“Þér er bezt að halda þér saman og fara úr
veginum; annars skal eg segja Willa eftir þér
og þú veizt þá hvað þú færð fyrir allan dóna-
skapinn.”
Long varð alt annað en góðlátlegur á svip-
inn, en fór þó úr veginum.
“Þii ert varasöm,” sagði hann, og það var
ekki fjarri því, að liann virtist hálfvegis dást
að henni.
“Það er Willi líka,” sagði hún hlæjandi og
hélt svo áfram. En eftir að hún hafði gengið
fáein spor, sneri hún sér við og kallaði til lians.
Járnsmiðurinn stóri sneri sér líka við og
vildi gjaman heyra hvað hún hefði að segja.
“Eg mætti manni rétt áðan,” sagði hún,
“sem var haltur og skakkur og ósköp aum-
ingjalegur. Það væri gott tækifæri fyrir þig
að sýna hreysti þína, ef þú réðist á hann og
berðir hann. Þú hefðir sjálfsagt við honum. ”
Saxon hafði margt að kaupa, áður en liún
gifti sig, en hún gætti þess að vera sparsöm og
kaupa ekki annað en það, sem hún þurfti. Þó
var ein undantekning, því liún eyddi fulllu
dagskaupi fyrir fáeinar myndir af sjálfri sér,
sem hún lét ljósmyndarann taka. Willi hafði
sagt, að hann mætti til að hafa góða mynd af
henni, sem hann gæti horft á áður en hann
sofnaði á kveldin og lflía strax á morgnana,
þegar hann vaknaði. Sjálfur hafði hann þegar
gefið henni tvær myndir af sér. A annari var
hann klæddur eins og vanalega gerist, en á
hinni var hann eins og þegar hann var að leika
hnefaleik. Sú mynd minti hana á söguna, sem
móðir hennar hafði sagt henni af bardaga-
mönnunum gömlu, forfeðrum hennar. Hún opn-
aði eina skúffuna á kommóðunni, sem hún
liafði fengið í arf, og sem hafði verið flutt alla
leið yfir þvera Ameríku, og þar tók hún upp
stóra bók og í henni var heilmikið safn af
myndum, sem hún hafði oft skoðað, og kann-
aðist vel við.
Hún var fljót að finna þá myndina, sem hún
var að hugsa um. Myndin sýndi nokkra báta,
ekki stóra, en einennilega í lögun, sem flutu
þarna eins og fuglar á sjónum rétt upp undir
ströndinni. Margir menn, hálf naktir, en afar-
sterklegir og hraustlegir, með sverð og spjót í
höndunum, voru að vaða í land. 1 fjöruborð-
inu voru margir menn klæddir í einhvers konar
skinnfatnað og villimannalegir, en þó ólíkir
Indíánum. Sumir þeirra höfðu vaðið út í sjó-
inn og þama höfðu þ«ir lent í bardaga. Það
mátti sjá dauða menn fljóta í þriminu. Einn
af þessum aðkomumönnum lá vfir borðstakk-
inn á einum bátnum, með ör í hjartastað. Rétt
hjá honum stóð ungur maður, með sverð í
hendi og var að stökkva út í sjóinn. Þessi
mynd var svo lík Willa, að hún hefði ekki getað
verið líkari, þó hún hefði verið tekin af honum
ungum. Munnurinn og andlitið, alt var svo
nauðalíkt, og svipurinn allur hinn sami. Henni
fanst þessi mynd í raun og veru vera af Willa,
eins og hún hafði séð hann fyrsta daginn, sem
þau kyntust, þegar hann var að berjast við
Irlendingana þrjá.
Stofnað 1882 Lðggilt 1914
D. D. Wood & Sons, Ltd.
KOLAKAUPMENN
Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni
á viðskiftin.
SOURIS — DRUMHELLER
FOOTHILLS — SAUNDERS CREEK
POCAHONTES — STEINKOL
Koppers, Solway eða Ford Kók
Allar tegundir eldiviðar.
Not - Gæði - Sparnaður
Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss.
SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington St.
Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið.