Lögberg - 21.03.1929, Page 3

Lögberg - 21.03.1929, Page 3
LÖGBERG FlMTUDAGINN 21. MARZ 1928. Bls. S SOLSKIN TÝNDA HÆNAN. Agnes litla átti hvíta hænu, sem lienni liafði verið gefin í tannfé. Það var allra fallegasta hæna. Agnes litla fór út í fjós á liverjum morgni með mylsnu og vatn handa hænunni sinni, og hún fór líka út á hverju kveldi, áður en hún fór að hátta, og bauð henni góða nótt. Hænan bennar Agnesar litlu sýndist vera miklu skynsamari, en allar aðrar hænur — það fanst lienni að minsta kosti. — Þegar Agnes kom inn í fjósið, var eins og liænan þekti fóta- tak hennar; hún leit við, og flaug oftast niður af staurnum sínum og til Agnesar. Það var svo sem auðséð, að hún þekti hana. Haman hennar Agnesar litlu var einkenni- lega lit; hún var hvít, með gulleitt höfuð, rétt eins og hún hefði búið sér til mjalllivítan kjól og gula húfu, og hún var skírð og kölluð ‘ ‘ Gul- húfa”. Og hún óhreinkaði hvorki húfuna sína né kjólinn sinn, hún Gulhúfa litla. Hún var alt af tárhrein. Að þesu leyti var liún laagt- um fremri lienni Agnesi litlu, því hún óhreink- aði sig stundum, sérstaklega þegar hún fór út í fjósið. Einu sinni, t. d., kom hún inn og liafði stór- an, óhreinan blett á nýja, hvíta kjólnum sínum. “ósköp eru að sjá þig núna, Agnes mín,” sagði mamma liennar. “Já,” svaraði Agnes litla; “eg get ekki gert að því; eg var úti í fjósi og það var alt svo óhreint. þar.” “Já, en heyrðu, góða mín,” agði mamma hennar, “liefifðu tekið eftir því, að hún Gul- húfa þín er alt af hrein, og samt er hún alt af í fjósinu?” “Það er nú satt,” svaraði Agnes litla, klór^ aði sér í höfðinu og horfði döpur á blettinn á kjólnum sínum. Einn morgun, þegar komið var á fætur, var Gulhúfa horfin úr fjósinu. ósköp varð hún Agnes litla hrygg. Hún grét allan daginn, al- veg eins og einhver bezta vinstúlka hennar liefði dáið. Hún hélt, að ólukku úlfurinn liefði drepið hænuna hennar. Hún fór að leita, til )>es.s að vita, hvort liún fvndi ekki af henni fjaðrir eða fiður. Þegar refurinn étur hænsni, þá verður stund- um eft.ir eitthvað af fjöðrum og hún Agnes litla hélt, að sér mundi þó líða ögn skár, ef hún hefði nokkrar fjaðrir af liænunni sinni. En hún fann ekkert; úlfurinn hafði víst étið liana upp með öllu saman, og Agnes litla hélt áfram að gráta. Svo leið nokuð langur tími. Agnes litla hætti smátt og smátt að tala um hænuna sína; en nú vildi hún aldrei koma út í fjós. Hún hugsaði nú um það, Sem mamma hennar hafði einu sinni sagt henni, að Gulhúfa hefði alt af hreinan kjólinn sinn og húfuna sína. Og Agn- es litla hugsaði sér, að það bezta sem hún gæti gert til' þess að lieiðra minningu hænunnar sinnar, væri það, að óhreinka sig aldrei: vera altaf hrein eins og hún hefði verið. Einu sinni kom pabbi Agnesar litlu lieim með heljar stórt hlass af heyi. Þegar hann staðnæmdist við hlöðudyrnar, kallaði hann á Agnesi litlu: “Komdu hingað, Agnes mín,” sagði lmnn, “eg þarf að sýna þér nokkuð skrít- ið.” Agnes litla hljóp til pabba síns. Hann sagði henni að klifra upp til sín í heystakkinn. Agnes gerði það. Hún vissi, að hestamir voru svo ]>ægir, að þeir mundu ekki hreyfa sig. Þegar hún kom upp til pabba síns, sagði liann henni að skríða aftur fyrir sig og lengra npp í heyið. Agnes gerði það. En hvað haldið þið að hún hafi séð ? Ekk- ert annað en hana Gulhúfu sína , með níu gul- liúfótta unga, ljómandi fallega. Þið getið ímvndað vkkur, hvað liún Agnes litla varð glöð. Og ]>að var eins og hænan þekti hana; hún kom til hennar með ungana sína; þeir voru nú revndar nokkuð feimnir eða hræddid. “Hvar fanstu hana Gulhúfu, pabbi?” spurði Agnes litla. — “Hún var úti í skógi, rétt fyrir norðnan engjablettinn, þar sem eg var að hirða heyið,” svaraði pabbi hennar. Agnes litla bjó til fallegt- og mjúkt rúm í fjósinu handa lienni Gúlhúfu sinni og bömun- um hennar. Svo sótti liún þeim brauðmola og vatn og lagðist hjá þeim í hey, sem hún hafði látið í básinn. Þar lá hún og talaði við hæn- una sína og ungana hennar, þangað til hún sofnaði og pabbi hennar varð að taka hana upp og bera hana inn. Sifj. Júl. Jóhannesson. MUNIÐ ÞETTA. Gættu þess, að láta aldrei skóþvengina ]>ína lafa. Það er ljótt og draslaralegt, og það get- ur verið hættulegt. Einu sinni vr lítill piltur á leið til skóla; hann hafði vaknað seint og gleymt að binda skóþvengina sína. A leiðinni mætti liann öðr- um pilti, sem kom hlaupandi, og þegar þeir mættust, kom þeim samán um það, að skólinn mundi vera um það leyti að byrja, og þeir hlupu eins og fætur toguðu. En um leið og þeir beygðu við út af götunni og inn íá skólastíginn, steig annar pilturinn ó- vart á íþvenginn, sem hékk á hinum drengnum. Hann datt og nefbrotnaði. Nú er hann fullorð- inn maður, og það sézt enn á nefinu á honum að hann hefir meitt sig; hann er því miklu ó- fríðari maður, en hann væri, ef hann hefði bundið' skóþvengina sína. ROTTAN BLINDA. Til eru ýmsar sögur, er benda á, eigi aðeins talsverða vitsmuni lijá rottum, heldur og sam- vinna og bræðraþel meðal þeirra. Maður nokur segir svo frá: “Eg sá tvær rottur í gamalli hlöðu; liöfðu þær strá á milli sín og liafði hvor sinn enda uppi í sér. Eg gaf þeim gætur í kyrþey, og tók eftir því, að önnur rottan, sem var lítil, svört og gljáliærð og með langa rófu, virtist ráða ferðinni og leiða hina, sein var þó stærri, en ófimleg í hreyfingum. A ákveðnum stað á lilöðugólfinu voru nokkur hveitikorn; þegar rotturnar ikomu þangað, sleptu þær stráinu og tóku til matar síns, en er þær liöfðu lokið máltíðinni, tóku þær stráið upp aftur, og trítluðu án frekari umsvifa, aftur í holu sína. Eg kom aftur nokkrum dögum seinna, og er eg liafði beðið dálítinn tíma, komu sömu rotturnar í ljós, og enn þá voru þær með •stráið á milli sín. Eg hreyfði mig dálítið, en hvorug rottan flúði, fyr en eg kom ]>ví sem næst að þeim. Þá flúði minni rottan, en hin var kyr, og virtist ekki vita, hvað iiún ætti af sér að gera. Eg þurfti því ekkert fyrir því að hafa að ná henni. Eg tók liana upp, og komst þá að raun um, að hún var b 1 i n! d. Dýralæknir fullyrðir, að hún hlyti að hafa verið lengi blind. Var henni slept, og mun liún hafa verið fegin, að finna aftur hinn forna fé- laga sinn og leiðtoga.” —Dýrav. KÓPUR. Kópur var bróðir Smala, sem alifuglana drap. Hann fæddist 23. íióvember 1923 og var fjórburi. Að lit var hann gulgrár, með mjóa, livíta blesu, sem hvarf alveg þegar liann eltist. Snotur í vexti, meira en í meðallagi liár og langur, en ekki að því skapi gildvaxinn. Til- burðir hans voru kviklegir og augnaráð vin- gjarnlegt. Snöggliærður og gijáandi var hann jafnan. Kópur var einn látinn lifa af hvolpunum, í ]>að sinn, enda varð hann fljótt eftirlætis-rakki allra, og það fremur óstýrilátur. Fárra daga gamall var hann farinn að skríða og ólátast, þó að blindur væri. Ef tíkin vék sér burtu, byrj- aði hann óðara að urra og gelta, eins og hann væri fjúkandi reiður, og linti ekki látum, fyr - en hann var kominn á spenann aftur. Jafnskjótt og Kópur varð sjáandi, fór hann að rannsaka tilveruna og uppgötvaði þá margt og furðu skrítið. Kom það oft fyrir, að hann settist, hallaði undir flatt og glápti svo ánalega á eitthvað, að manni varð að skellihlæja. En ]>á tók nú ekki betra við. Hann sneri sér til, beindi athvglinni að þeim, sem ldó, og var al- veg hissa. Fyrir kom líka, að hann’firtist, vrði hræddur og flýði, það er hans litla orka leyfði. Svo stækkaði Kópur og fór að leika sér úti. Heimtaði hann það með væli og skælum, live- nær sem lionum leizt. Aftur á móti vildi hann stundum ekki þiggja útivist, ef honum var boð- in hún að fyrra bragði. En sá, sem ekki vill, þegar hann má, hann fær ekki, þegar hann vill, og var á þessu allur gangur. — Um það leyti var Kópur farinn að gegna nafni. Þannig leið veturinn og fram á vor. Kópur var nú fullvaxinn og vel í skinn kom- ið. Kindum leit hann lítið við, en var espur við geitfé. Tíkin, móðir hans, var notuð, það lítið sem liunds var þörf og var þá Ivópur vandlega geymdur á meðan. Honum var nefni- lega aldrei ætlað að verða fjárhundur, þó að við sæjum eftir, að þurfa að eyða greyinu. Oft áttum við bræður í glettum við Kóp. Einu atriði man eg eftir. Það var um vor- ið, þegar ærnar voru að bera. Kóp þótti hild- ir heldur góður matur, og víst var það ekki sparað, að ala hann á þeim. Sá var háttur hans, að liakka hildirnar í einu lagi og livorki tyggja þær né bíta í sundur^ Okkur datt nú í hug, að hrekkja Ivóp. Bundum við bandi í annan end- ann á stórum ærhildum, en buðum Kóp liinn. Þá hann boðið með þökkum og tók til snæðings. Þegar hann var nær því búinn að kyngja þeim, tókum við í bandið og ætluðum að draga alla kræsinguna upp úr lionum. En Kópur lét ekki leika á sig. Örlítinn spotta höfðum við dregið, þegar hann beit saman kjaftinum og sleit hild- imar. Hljóp hann síðan burtu og var hinn kátasti,en við stóðum eftir, liarla vonsviknir. Ekki verður ófeigum í hel komið. Þó að á- formað væri, að deyða Kóp, varð ekki af því. Skrattinn liljóp í hund á næsta. bæ og kvaldi liann til dauða á fáránlegan hátt. Þaðan voru nii víumar bomar í Kóp. Um miðjan júní var hann seldur að Sörlastöðum, sem fjárhundur. Maður kom að sækja hann og þáði greiða. A meðan fórum, við með Kóp út í skemmu. Þar hékk morkið krof af sjálfdauðri kind, og af því hnossgæti fékk Kópur að éta sig saddan. A Sörlastöðum festi Kópur ekki yndi, fyr en seint og síðar. Ekki fyrir það, að hann liði skort. Síður en svo. Meðfædd æfintýraþrá öðrum þræði, og hinsvegar hve stálpaður hann var, þegar hann yfirgaf æskustöðvar sínar, hefir valdið því, að hann tók ekki fastri trygð við nýja heimilið. Sumarið leið þó svo, að Kópur fór aðeins smáferðir. En veturinn næsta kom hann einn góðan veðurdag, heim í Tunguó — 0g strikinu liélt hann eftir það. — Auðvitað þekti hann okkur óðara, og var tekið eins og gömlum kunningja. Svo kom Kópur að staðaldri, hversu oft sem hann var sóttur af eigendunum. Lék liann sér með okkur í skíðahlaupum um veturinn og sumarið eftir var hann einu sinni nokkra daga um kyrt. Vörðum við þá með honum tún og engjar. Eins og gefur að skilja, var Kópur nú frem- ur gagnslítill hundur lieimili sínu. Þótti eig- endum lians það leitt, sem von var, því að hann var þegar orðinn fjárhundur góður. Grimmur var hann ekki, kurteis í allri framgöngu, ötull og þægur. Hefði hann tvímælalaust orðið orð- ið ágætur smala-rakki, ef atvikin hefðu ekki skapað honum aldurtila fyrir örlög fram. Við fórum að venja Kóp af að lieimsækja okkur. Það tókst, þó ekki væri það skemti- legt. Og nú fór hann að flækjast víðar. Var liann dögum saman úti um alla sveit, soltinn og liirðulaus; en aldrei framar kom hann í Tungu. Oft var hann sóttur og stundum kom hann sjálfur heim úr þessum ferðalögum. Þessu næst fór Kópur tvær langferðir á sama misseri. Aðra niður í Höfðahverfi, en hina yfir í Bárðardal, austur fyrir Skjálfanda- fljót. Þá hafði liann verið mjög hugsjúkur um sinn hag og óánægður. Auglýst var eftir hon- um, gegn ómakslaunum, sem aldrei þurfti að greiða, ]>ví að — Kópur kom sjálfur. Mun'hann liafa verið leiður orðinn á þessu ferðavolki og var honum víst vel fagnað. Settist liann nú um kyrt. Húsbændur hans munu liafa vonað, að fram- vegis myndi Iiann ekki leggjast í flæking og tryggjast með aldrinum. En Kópur átti skamt eftir ólifað. Seint á hausti 1926 var hann, ásamt fleiri liundum, færður til hreinsunar. Þeir voru byrgðir inni í liundakofa. Næsta morgun lá Kópur steindauður fram á lappir sínar, — og rifrildi var alls ekki um að kenna. Svipleg og óskiljanlega örlagaþrungin voru æfilok þeirra Kóps og Smala. — Dýrav. Sifjiúrdur Kr. Sigtryggsson. VITUR HESTUR. Hér er sönn saga af liesti, sem hét Salómon. Eigandinn nefndi liann svo, af því að hann var svo vitur. Einn dag var farið með Salómon til járn- smiðs, og þar var hann járnaður. Síðan var honum slept á beit inn á afgirt svæði. Næsta dag kom drengur hlaupandi til eig- andans og sagði að búið væri að stela Salómon. “Því heldur þú það?” sagði eigandinn. “Grindin er af hjörum, og liggur flöt á jörðinni, en hesturinn er liorfinn,” svaraði drengur. jl “Má vera, að gamli Sal liafi gert það sjálf- ur,” sagði eigandinn. “Við skulum gæta að, hvort við finnum tannaför á grindinni, sé svo, liefir Sal hleypt sér út sjálfur.” Þeir fóru út að hliðinu, og efst á grindinni sáu þeir för eftir stórar tennur. Rétt í þessu sáu þeir livar járnsmiðurinn kom. Þeir spurðu liann, hvort hann liefði séð hestinn. “Já,” sagði smiðurinn, “Sal var að fara frá smiðjunni minni rétt núna. Hann sagði mér, að eg liefði járnað sig illa í gær.” “Hvað áttu rið?” sagði drengurinn. — “Hvernig gat Sal sagt þér þetta?” “Hann kom til mín í morgun lieim að smiðj- unni,” sagði smiðurinn, “og hélt upp fætinum, sem eg jámaði, og leit á mig, eins og liann vildi segja: “Líttu á, liveriig þú hefir járnað mig. Taktu skeifuna af, og settu hana aftur þannig, að hún meiði mig ekki.” “Eg leit á fótinn og sá, að eg hafði sett skeifuna skakt undir. Eg dró liana undan og setti liana aftur rétt undir, og á meðan stóð Sal. grafkyr. Þegar eg var búinn, hneggjaði liann glaðlega og brokkaði heim.” Eigandi hestsins og drengurinn gengu út að ldiðinu, og þar sáu þeir hvar Salómon var að bíta gras í bezta skapi. —S. A. þýddi úr ensku. —‘Saml.b. Geddan, sem þóttist vera úr allri hættu. Einu sinni flæktist ung gedda í fiskinet. — “Frekur er liver til fjörsins hugsaði hún með sér, og brauzt um og hamaðist, þangað til liún varð laus. — “Það veit hamingjan, sagði liún við sjálfa sig, “að ekki kom mér til liugar, að annað eins vélanet og þetta væri hér falið. Jæja, nú er eg þá aftur frí og frjáls. Upp frá þessu skal ekki grefillinn sjálfur geta fest á mér hendur, því lofa eg. En bíðum við, hvað er það, sem syndir þarna til og frá í vatninu fram und- an bátnum? Það er, svei ’mér, feitur og falleg- ur biti.” Og óðar rann liún á agnið og gleypti það og lét þannig veiðast á öngulinn, eftir að hún var nýsloppin úr netinu.—Stgr. Th. þýddi. <? OC=>QQQ<^oc^>Q<-----vru->r><- OCZSO zzz>o< 0 § Professional Cards S__ n ^^o<^^oc=z>o<ziz>ocz~~>o<zzz>o<~zr>o<->ociDorT->o<z=z>ociDo<->o<——>oczz>o<rr^oo_po^ DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St„ Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A„ BLONDAL Medical Arta Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sími: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Taimlækutr 216-220 Medtcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bts. Phone: 21 884 Helmilis Tals.: 31 61« Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg DR S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg FOWLER Q PTICAL fT°B 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN Í*L lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthor Buiiding, Portage Ave. P.O. Box 165« Phonea: 26 849 og 26 846 LINDAL, BUHR & STEFÁNSON Islenzkir lögfræðingar. 356 Mala St. Tala.: 24 182 P«ir hafa elanig akrifabofur a« Lundar, Riverton, Ghn.ll og Pinagr og eru þar að hitta fc •ftlrfylgí- andi timuon: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrrta fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag, Piney: priðja föstudag 1 hverjum mAnuðl J. Ragnar Johnson, B.A., L.L.B., LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaður. 794 Mining Exchange Building 356 Main St. Winnipeg Símar: Skifst. 2 1 033 Heima 71 753 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great We»t Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talaími: 87 371 A. C. JOHNSON #07 Oonfederatlon Lif( 3ld*. WINNTPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- lr. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundis. Skrifstofusími: 24 263 Heimastmi: 33 328 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke BL Selur Ilkklatur og annaat um farlr. Allur útbúnaður Ennframur selur bann minnisvorðla og legateina. Skrifstofu tals. 86 607 Helmllia TaJs.: M út- Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknlr i«i Boyd Building Phona 24 1T1 WINNIPEG. SIMPSON TRANSFER Verzla með egg-fc-dag hsensnafóður. Annast einnig um allar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til min, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 ISLENZKIR FASTEIGNA- SALAR Undirritaðir selja hús og lóðlr og leigja út ágæt hús og íbúðir, hvar sem vera vill í bænum. Annast enn fremur um allskon- ar tryggingar (Insurance) og veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664 ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið aem þeasi borg heftr nokkurn time h&ft innAn vélwnda sluna Fyrirtak* málttílr, skyr. pönnn- kökui, ruilupyúsa og þjððrseknie- kaffL — Utanbæjarmenn ffc •« ávah fyrst hresslngu á WKVEL CAPE, 6#2 S&rgent Arf 3ími: B-S1S7. Rooney Stevens. eiganði. KCENO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og 35c.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.