Lögberg - 11.04.1929, Síða 6

Lögberg - 11.04.1929, Síða 6
B!s. e. LÖGBERG FIMTUDAGINN 11. APRÍL 3929. Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. “Þú hlýtur að liafa víða farið, kona góð. Fyrst þú hefir liaft þjónustufólk af svona mörgum þjóðflokkum, ” sagði Saxon. Gamla konan hló. “ .Já, en einkennilegasta fólkið, sem eg hefi þekt, voru svertingjar einhvers staðar sunnan úr heimi. Þ^eir voru notaðir eins og þrælar. Þeir voru mannætur og afar viltir. Þegar þeir gerðu eitthvað, sem þeir máttu ekki, eða voru latir, þá var þeim refsað með því, að þeir voru lamdir með ólum um krókdílshiið. En hvemig sem með þá var farið, þá hljóðuðu þeir aldrei. Það þótti þeim lítilmannlegt. Eg mair alt af eftir litla Vibi. Hann var hara tólf ára gam- all, og var minn þjónustuisveinn. Stundum var hann barinn svo, að' hann var allur blóðrisa á bakinu, og eg grét oft yfir honum, og þegar hann sá mig, gera }>að, þá bara hló hann og sagði, að þegar hann væri orðinn stór, þá skyidi hann jafna á hvíta manninum, sem hefði barið sig. Það var Bruce Ansley, enskur maður, sem )>að hafði gert. En hann varð aldr- ei stór, því hann strauk einn daginn og villi- mennimir náðu honum og átu hann upp til agna. ’ ’ Það fór hryllingur um Saxon við að heyra þetta, en Mercedes hélt áfram. “Það var fjörugt líf á þeim dögum, en í meira lagi slarksamt. Þú getur naumast trúað því, góða mín, að á þremur árum drukku þessir Englendingar svo mikið af kampavíni og skozku brennivíni, að það hefði verið nóg í stórt stöðu- vatn og þeir töpuðu þrjátíu þúsund sterlings- pundum á nokkurs konar gróðrarstöð, sem þeir voru að fást við. Ekki dollurum, heldur pund- um, sem er sama og hundrað og fimtíu þúsund dollarar. Þeir lifðu eins og prinzar, meðan peningarnir entust. Það var reglulegt höfð- ingjalíf, en langt frá að vera háfleyigt eða skyn- samlegt. Eg varð að ,selja helminginn af öll- um mínum fallegu skrautgripu í Nýja Sjálandi, að þessu lóknu. Bruce Ansley skaut sig, þeg- ar alt var komið á höfuðið. Roger fór að vinna hjá einhverjum fvrir átta sterlingspund um mánuðinn.,. En Jack Gilbraith komst bezt út úr því. Fólk hans á Englandi var auðugt höfðingjafólk og hann fór þangað, en það vildi ekki hafa hann heima, isvo það gaf honum aft- ur mikla peninga til að byrja á einhverju nýju fyrirtæki á Indlandi, eða Sumatra, eð einhvers staðar suður í heimi.” Þegar Saxou var komin heim, og var að búa til kvöldverðinn handa Willa, þá var hún að velta því fyrir sér, hvernig í ósköpunum hefði getað á því staðið, að þessi gamla kona kona hefði yfirgefið sitt æskuheimili, }>ar sem hún hafði auð og allsnægtir, og flækst út um víða veröld og að lokum lent í Oakland hjá gamla Barry Higgin.s. Gamli Barry var ekki líklegur til, að hafa eytt sínum hluta af hundr- að og fimtíu þúsund dölum í óhófi, og þó enn ó- líklegri til að hafá"nokkum tíma átt slíkan auð Þar að auki hafði hún minst á aðra menn, en ekki hann. Gamla Mrs. Higgins hafði sagt margt fleira en það, sem hér er greint, g Saxon skildist, að hún hefði verið í svo að segja öllum löndum og í ótal borgum, bæði í hinurn gamla og hinum nýja heimi. Hún hafði jafnvel verið í Klon- dyke fyrir tíu árum, og hún hafði lauslega minst á ýmislegt þar, ein óg t. d. námamenn- ina, sem spiluðu um gullsandinn og keyptu fyrir hann brennivín. Saxon skildist, að Mrs. Higgins hefði alt af verið í einhverjum félags- skap viðf menn, sem þannig voru skapi farnir, að peningarnir hefðu farið gegn um greipar þeirra eins og vatn. III. KAPTTULI. Saxon var það öllu öðru ríkara í huga, að gæta þess vandlega, að ást Willa til sín kólnaði aldréi, og alt af ætlaði hún að láta sér þvkja jafn vænt um hann og vera honum jafn-góð, en einhvern grun hafði hún um, að þetta hepnað- ist kannske ekki. Henni fanst að Mrs. Higg- ins mundi geta gefið sér góð ráð í þessum efn- um. Hún vissi svo margt. Hún hafði hvrnð eftir annað gefið henni { iskyn, að hún vissi fleira heldur en flestar aðrar konur. Tíminn leið, viku eftir viku, og Saxon heim- sótti gömlu konuna livað eftir annað. En Mrs. Higgins talaði um alt annað en það, sem Saxon vildi helzt fræðast um. Hún kendi lienni að hekla og gaf henni ýms góð rað því viðvíkjandi, livernig ætti að fara með þvott og einnig hvern- ig haganlegast væri að kaupa til búsins. Svp var það einn daginn, að Mrs. Higgins var alveg sérstaklega liðugt um mólbeinið. Það var því líkaist, að orðin keptust við af öll- um mætti, að komast út úr henni. rétt eins og }>au væru lifandi verur, sem ættu lífið að levsa~! Það voru undarlegir glampar í augunum og hún var óvanalega rjóð { andliti. Saxon fann vínlykt og hún varð þess fljótt vör, að gamla konan hafði fengið sér í staupinu. Saxon leizt engan veginn vei á þetta, og hún varð hálf- hrædd, en samt settist hún uiður og fór að fást við einhver.ja sauma, s;em hún hafði haft með sér, og hlustáðí a þetta orða-flóð, sem Mercedes lét frá sér fara. “Hlustaðu nú á mig, góða mín,” sagði Mrs. Higgins. “Eg skal segja þér nokkuð um karl- mennina. Þú mátt ekki vera heimsk, eins og liitt fólkið, sem lieldur að eg sé annað livort hálfviti, eða þá galdrakona og mesti galla- gripur. Iíugsaðu })ér t. d. Maggie Donahue, sem alt af breiðir fyrir andlitið á barninu sínu, }>egar við mætumst á götunni. Það er nú að vísu rétt, að eg hefi verið töluverð töfrgkona, en mínir töfraír koma allir fram í viðs’kiftum mínum við karlmennina aðeins. Eg er fróð um * marga hluti, góða mín, mjög fróð. Eg get sagt þér um samband karls og konu, það sem feg- ur.st er og bezt af því , og það sem ljótast er líka. Eg }>ekki, hvað þeir eru ruddalegir og hvað þeir eru undarlegir, og þeir fara oft afar- illa með he;mskar og fáfróðar stúlkur, sem ekki skilja þá eins og þeir eru eða kunna tökin á þeim. Kvenfólk er yfirleittfc hefmskt, í þess- um sökum að minsta kosti. Eg er ekki heimsk, enda er. eg ini orðin gömul kona, og eg er lík öðrum konum í því, að eg tsegi ekki hvað göm- ul eg er . En þrátt fyrir það, að eg er svona gömul, þá liefi eg samt vald á karlmönnunumi Ekki ungu piltunum, auðvitað, heldur þeim, sem eru á mínum aldri, eða þar um bil. Það var sú tíð, að eg hafði vald á ungu mönnunum. Þessi hæfileiki kemur sér vel fyrir mig, því eg á enga æt'tingja og ekkert fé. Alt sem eg á, er vísdómur og endurminningar, en það eru stór- fengilegar, konunglegar endurminningar. — Margar aðrar konur verða að ganga alls á mis, eða þá lifa á góðgerðasemi annara, eða opin- berum styrk. Þetta geri eg ekki. Eg hefi mann til að vinna fyrir mér. Auðvitað er það nú ekki nema gamli Barr>’ Higgins, einhentur og stirð- ur og seinn'eins og uxi, en karlmaður samt, og undarlegur og skrítinn, eins og allir aðrir karlmenn. — En eg hefi átt elskhuga um mína daga, unga, glæsilega, með taumlausar ástríð- ur, og eg hugsa með náægju til þeirra gömlu og góðu daga, því eg hefi lifað og notið lífsins. Mínar endurminningar frá yngri árunum, eru ekki allar skemtilegar, en þær eru meira skemti- legar en leiðinlegar. Eg hefi ekki lifað eftir vissum, settum reglum, sem ekki má út af bregða. Það er ekki að lifa. Eg gef ekki tú- skilding fyrir þessa menn, sem aldrei hugsa um neitt nema ágóðann og sjá alt lífið { dollurum og centum. Þú þarft margt að læra, unga kona. Til- breytingin. í henni er liinn mikli máttur kon- unnar. Hafi ’konan ekki þann hæfileika, að geta alt af breytt til, þá verður maðurinn eins og tyrkneskur harðstjóri. Hafi hún þann hæfi- leika, þá er maðurinn hennar auðmjúkur þjónn. Ef þú vilt, að manninum júnum þyki alt af vænt um þig, þá mátt þú ekki vera alt af eins. Þú verður að geta breytt til í það óendanlega. Þú verður að vera nokkurs konar blómagarður, þar sem tilbreytingin er óendanleg og alt af eru ný og ný blóm að springa út með alls konar gerð og litum. Manninum má aldrei finnast, að hann sé búinn að slíta upp síðasta blómið. Þú verður að gæta þess, unga kona, að í Eden- garði ástarinnar er einn snákur, sem eyðilegg- ur alla sæluna, ef þér ekki hepnast að merja höfuð hans, og sá snákur er þe'tta liversdags- lega tilbreytingarleysi. Mundu það, að vera aldrei of auðsveipin. Karlmennirnir sýnast vera grófgerðir og ástríðufullir, en konan er það í raun og veru enn meira. — Nei, það er ékki til nein.s að hafa á móti því. Þú ert bara barn enn þá. Konan er ekki eins viðkvæm eins og maðurinn. Eins og eg viti það ekki? Kon- urnar tala um og segja, frá leynilegum kunn- ingsskap bænda sinna við aðrar konur. Það segja karlmenn aldrei um konur sínar. Hvern- ig stendur á }>essu ? Það er bara ein skýring til, og hún er sú, að þær eru ekki eins viðk\7æm- ar, kæra sig minna, en það er þeirra yfirsjón. “Þú átt að vera vitur, unga kona. Taktu aldrei af þér grímuna, og })ú verður að hafa margar grímur. Þú verður að hylja sjálfa þig í ótal slæðum, en þær verða að vera fallegar og glæsilegar. Láttu aldrei síðustu blæjuna, sem þú hylur þig með fyrir bónda þínum, vera alveg dregna til hliðar. Þú verður að hafa margar grímur, ótal, nýja og nýja á hverjum degi. En bóndi þinn má ekki s'kilja, að þetta sé þannig. Hann má ekki halda, að grímurnar séu margar. Honum dugar ekkert minna, en að hafa þig alla, sál og líkama. Honum á að finnast, að hann hafi þig alla, en það má ekki vera svo þar fvrir. Með öðrum orðum, mann- inum þínum verður að finnast, að þú hafir eitt- livað í eigu })inni, sem hann sé enn ekki búinn að njó'ta, en sem hann þráir og sækist eftir. Ef honum finst, að hann hpfi fengið alt sem þú átt til, þá fer hann að sækjast eftir ein- hverju öðru — öðrum konum. Þú þarft helzt að vera eins og blómagarður, sem alt af hefir nóg af nýjum og nýjum, fögrum blómum. Heimskar konur, og þær eru flestar heimsk- ar, halda að þær hafi unnið alt, þegar þær gift- as't. Svo hætta þær öllum tökum og verða feitar og jmnglamalegar og leiðinlegar, og þær liætta að hafa ánægju af lífinu og gleyma ást- inni. Þær eru svo óttalega heimskar. En þú, unga, litla kona, þú átt að setja þér það, að vinna nýjan og nýjan sigur á hverjum degi, og einhyern tíma kemur að því, að þér finst að það 'sé ekkert meira að vinna, en þá er ástin öll búin. Gættu þess, að ástin er ó.seðjandi. Láttu manninum þínum mikla ást 1 té, gefðu ó- spart, en láttu honum samt alt af fiimast, að liann þurfi meira.‘” Mps. Higgins stóð alt { einu, og gekk þvert vfir herbergið. Saxon gat ekki annað en veitt því eftirtekt, hvað þessi gamla kona bar sig vel og tígulega. Henni var full-ljóst, að þetta var engin ímyndun, heldur veruleiki. “Eg hefi enn naumast kent þér að þekkja fvrstu stafina í stafrófi ástarinnar,” sagði Mrs. Higgins, }>egar hún kom oftur og settist I niður. Hún hél't á hljóðfæri í hepdinni, fallegu og afar haglega gerðu. Það var einna líkast gít- ar, en þó töluvert frábrugðið. Hún lék á liljóð færið, og hún söng. Saxon skildi ekki orðin, því söngurinn var á einhverju útlendu tungu- máli. Lagið hafði hún heldur aldrei áður lieyrt, eða neitt annað svipað því, en það skildi hún fullvel, að það var einhver angurblíður ástasöngur, og hann hafði þau áhrif á hana, að henni fanst hún komast í einvers konar draum- leiðslu ástand. Og þegar lagið var á enda, var Saxon farið að svima, og það var eins og hún væri ekki með öllu sjálfráð liugsana sinna. “Jafnvel þótt maðurinn haldi, að hann þekki þig alla eins og gamla sögu, sem hann hefir marg-lesið, })á mundi þó þrá hans til þín vakna á ný, ef þú gætir sungið þennan söng fvrir hann, eins og eg svng hann. Skilurðu mig, kona góð? Veiztu hvað eg er að segja?” Saxon hneigði höfuðið til samþykki.s. Henni fundust .varir sínar of Jiurrar til þess að hún gæti talað. Mr§. Higgins byrjaði aftur að leika á hljóð- færið og syngja. Saxon skildi, að það væri franskur söngur, sem hún var að fara með. Söngurinn var ákaflega fjörugur og það úr liófi fram, að Saxon fanst. - “Þessi söngur fellur mér ekki eins vel,” sagði hún. Mercedes vpti öxlum. “Þeir hafa allir eitthvað sér til ágætis, þess- ir ástasöngvar. Það verður að vera tilbreyt- ing í þeim, eins og öðru, ef þeir eiga að verða að tilætluðum notum. Sumir söngvar eru til að friða æstar tilfinningar, aðrir til að æsa þær, en þeir hafa allir sína þýðingu, ef maður kann með að fara. Þú ert, enn barn í öllum þessum sökum, en þú ert á góðum vegi, og þú getur lært. Mesta list konunnar er að yfirvinna karl- mennina. Ástin er undirstaða allrar listar og það er hennar vegna, að nokkur list er til. Á öllum öldum hafa verið til vitrar konur. Vís- dómurinn er meiri en fegurðin. Þessum vitru konum hafa jafnvel prinsar og prélátar æfin- lega lotið. ” Mrs. Higgins liélt áfram að tala lengi eftir þetta, og iSaxon hlustaði á hana, en .skildi þó ekki nema lítinn hlu’ta af því, sem hún sagði. Henni fanst ræða gömlu konunnar vera því lík, sem hú.n hugsaði ,sér hraunflóð, brennandi, eyðileggjandi. Samt gat hún ekki komið sér að því, að standa upp og fara burtu. Það var eitthvað, sem hélt henni fastri, þótt henni meir en ofbyði margt af því,sem gamla konan sagði, og vildi í raun og veru ekki hlu.sta á það. “Þetta er nú fyrsta lexían,” sagði Merce- des loksins og hló hálf óeðlilega. “En hvað gengur að þér? Þetta sýnist ekki ganga fram af þér.” “Eg er hrædd,” sagði Saxon í hálfum hljóð- um, og það var grátstafur í kverkum liennar. “Þú gerir mig hrædda. Eg veit ekki mikið, og mér hefir aldrei dottið neitt þessu líkt í hug—” “Það er ekki undarlegt, þó þú sért hrædd,” sagði Mercedes. “Þetta er hræðilegt, en það er líka hátíðlegt og stórfengilegt. ” IV. KAPITULI. Alt frá barnæsku hafði Saxon verið greind og glöggskygn á marga hluti, þó þekking henn- ar væri mjög takmörkuð og sjóndeildarhring- urinn heldur þröngnr. Þegar hún var barn að aldri og var hjá Cady og konu hans, hafði hún veitt mörgu eftirtekt fram yfir það, sem börn á hennar aldri vanalega gera, og sumt af því hafði orðið henni til góðs, þó ætla mætti, að það hefði haft gagnstæð áhrif. Þess hójn voru í raun og vdtu góðhjörtuð, þó siðferðismeðvit- und þeirra væri mjög ábótavant. Mrs. Cady hafði flestum konum betur lag á því, að við- halda ást og virðingu bónda síns, hvaða stöðu sem þær tilheyra, og fáar stúlkur á hennar reki höfðu valið eins vel eins og hún, þegar þær völdu sér eiginmenn. Ilún liafði sjálf, af eigin ramleik, mvndað sér hugmyndir um ástina og hjónabandið. Hún hafði vandlega tamið sér næmleika og smekk- vísi og forðaðist alt, sem grófgert var. Henni var það fullkomlega ljóst, að^éf hún lítillækkaði sjálfa sig, þá lítilhekkaði hún ástina jafnframt. Ahlrei hafði Willi komið svo heim, síðan þau giftust, að hún hefði ekki tekið honum glaðlega og með prúðmensku og kurtesi. Henni var það heldur ekki dulið, að }>að var langt frá því, að það væri þýðingarlaust að gera ýmislegt smá- vegis, sem hann átti ekki von á, en sem bar þess vott, að hún hafði það jafnan í huga, að endurgjalda ást lians og gera honum glatt í sinni. ímvndunarafl hennar var sístarfandi og góða greind hafði hún þeg’ið í vöggugjöf. Hún gerði sér ljósa grein fyrir }>ví, livað liann var frjáls og örlyndur og hve mikla löngun liann liafði til þess að alt, sem lionum tilhevrði, væri sem fegurst og fullkomnast, og eins }>ví, hve framúrskarandi hreinlátur hann var, bæði hvað snerti sjálfan hann og alt, sem í kringum hann var. Hann var aldrei grófgerður eða ruddalegur. Hann endurgalt blíðu hennar og umhyggjusemi ávalt í sömu mynt. Það var henni samt ljóst frá upphafi, að ástríki hjóna- bandsins hvíldi aðallega á henni, og mundi æf- inlega gera. Hann gerði vanalega það, sem rétt var og göfugt, vegna þess að honum var það eðlilegt og öllu eðli hans samkvæmt. Hún þar á móti gerði sér grein fvrir því, , hvers vegna hún gerði þetta eða hitt. Hennar dóm- greind var miklu ljósari en hans. Og henni var það fyllilega Ijóst, að hún hafði eignast ágætismann. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Office: 6th Floor, Bank of HamiltonChamber* En þrátt fyrir það, að hún skildi hlutverk sitt sem eiginkona, fles’tum konum betur, þá hafði }>ó samtal hennar við Mercedes Higgings vakið hjá henni ýmsar nýjar hugsanir, sem lienni höfðu aldrei áður til hugar komið. Yf- irlei-tt var langt frá þri, að hún féllist á það sem Mercedes hafði sagt, en samt sem áður voru þó einhver sannlenksbrot í sumu af því, sem hún hafði sagt. Gamla konan liafði áreið- anlega mikla lífsreynslu og álvktanir hennar voru bygðar á hennar eigin reynslu. Margt af því, sem hún liafði sagt, fan.st Saxon vera langt frá öllu skaplegu og sæmilegu, og sumt af því skildi hún alls ekki, en var })ó ekki viss um, að það væri alt vitleysa. Nokkuð var það, að, samtal hennar við Mercedes hafði hjálpað henni til að skilja betur en áður hvernig á því stóð, að mörg hjónabönd mishepnuðust svo hrapallega, eins og hún vissi, að raun hafði víða á orðið. Saxon stundaði nú heimilisverk sín með enn meiri alúð, en nokkru sinni fyr, og hún lagði líka meiri stund á að verg sem bezt til fara og líta sem bezt út. Hún reyndi að kaupa eins haganalega ‘til búsins, eins og hún bezt kunni, og kaupa það eitt, sem gott var og vandað, án þess þó að gleyma því, að henni bar nauðsyn til að gæta sparseminnar. Hún las stöðugt kven- deildina í dagblaðinu og hún las tímarit, sem konum voru sérstaklega ætluð og hafði frían aðgang að þeim á lestrarsal einum þar f ná- grenninu. Af þessum lestri aflaði hún sér töluverðrar þekkingar á því, hvernig hún sjálf gat viðhaldið fegurð sinni. Hún gerði sér það að fastri reglu, að taka vissar líkamsæfingar á hverjum degi, sem allar miðuðu að því, að gera líkamann sem fegurstan og fimastan. Willi vissi ekkert um þetta. Þetta var ekki þess eðl- is, að rétt væri að segja honum nokkuð frá því. En hann naut samt afleiðinganna. Hún fékk bækur lánaðar í Camegie l>ókasafninu og hún lærði margt viðvíkjandi heilsufari og öllu eðli konunnar, sem Sarah eða konan í barnaheim- ilinu, eða Mrs. Oady, höfðu aldrei minst á við hana einu orði. Eftir langa umhugsun, gerðist hún kaup- andi að fcímariti, sem hún hélt að bezt væri við sitt hæfi, og sem til þess var ætlað að leiðbeina kvenfólki í hannyrðum ýmiskonar. Þessu við- víkjandi hafði hún líka lært ýmislegt af öðrum ritum, sem hún hafði séð: í lestrarsalnum. Oft hafði hún æði lengi staðið utan við búðar- glugga, þar sem hannyrðir og margskonar kvenfatnaður var til sýnis, og gert sér grein fyrir, hvernig þetta og hitt væri búið til. Það var líka oft, þegar hún fór inn í slíkar búðir til að kaupa eitthvert smáræði, að hún notaði tækifærið og skoðaði margt annað, seni hún ekki keypti, í þeim tilgangi að sjá hvernig það væri búið til. Um þetta skeið var hún alvarlega að hugsa um, að læra að mála á postulín, en hætti við það, þegar hún komst að því, hve mikið það kostaði. 'Smátt og smátt skifti hún um sinn ódýra nærfatnað, og fékk sér annan, sem að vísu var líka ódýr, en miklu laglegri og haganlegar til- búinn. I þeim efnum hafði hún lært margt, síðan hún giftist, eins og í ýmsum öðrum efn- um, þó hún hefði lítillar tilsagnar notið hjá öðrum. Hún kunni býsna vel að fara með þvott, áður en*hún giftist, því hún liafði langa réynslu í þeim efnum, en þar hafði hún líka lært töluvert af Mrs. Higgins, enda hélt hún fötum sínum og rúmfatnaði eins hreinum og fallegum sem allra bezt mátti vera. t einhverju riti sá hún þess getið, að konur á Frakklandi hefðu fyrir skömmu tekið upp þann sið, að hafa á höfðinu mjög fallegar og haglega gerðar liúfur, þegar þær neyttu morgunverðar. Saxon sá vel, að það var þýðingarlaust fyrir hana, að búa sjálfri sér til slíka húfu, því sjálf varð hún að búa til morgunmatinn, áður en hún neytti hans. En þó leið ekki á löngu, þangað til hún Yar búin að fá alt sem til þess }>urfti að búa til eina slíka húfu, og hún lagði sig fram um, að gera hana sem allra fallegasta og vandaði sig sem mest hún mátti við að búa hana til. Þegar hún var búin, sýpdi hún Mrs. Higgins hana, og fékk ómælt lirós fyrir fráganginn á henni. Saxon var afar iðin við að búa til ýmiskon- ar fatnað handa sjálfri sér og eins borðdúka, línlök, koddaver og fleira, jafnvel smá gólf- dúka úr pjötlum og afklippum, sem þá var eitt af hinuip nýju uppfyndingum og hafði ekki þekst áður. MALDEN ELEVATOR COMPANY, LIMITED , Stjórnarleyfi og ábyrgB. ASalskrifstofa: Grain Exchange, Winnlpeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrifstofur I öllum helztu borgum f Vestur-Canada, og einka sfmasamband við alla hveiti- og stockmarkaöi og bjðCum því viO- skiftavinum vorum hina beztu afgreiðslu. Hveitikaup fyrir aðra eru höndluð með sömu varfærni og hyggindum, eins og stocks og bonds. Leitið upplýsinga hjá hvaða banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RAÐSMANN VORN A pEIRRI SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Winnipeg Regina Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Gull Lake Assiniboia Herbert Weyburn Biggar Indian Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til að vera viss, skrifið á yðar Bills of lading: "Advise Malden Elevator Company, Limited, Grain Exchange, Wlnnipeg.”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.