Lögberg - 09.05.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.05.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG FTMTUDAGINN 9. MAI 1929. .................... Sérstök deild í blaðinu SC n LS] K] [] N í Fyrir börn og ung linga : Ne ma þér verðið eins og börn Smábarnið þekkir engan ótta nema þann, nð armamir, sem það bera, láti það alt í einu ■detta. ól, ef vér hinir fullorðnu værum ekki hræddir við neitt annað en það, að falla frá ])ér, drottinn vor og guð! Þegar móðirin brosir uppi yfir barninu sínu, þá brosir það aftur upp til hennar; hygn- ir menn halda jafnvel, að bros barnsins sé eigi nema endurspeglun af brosi móðurinnar. En hve oft lítur þú eigi niður til vor, blíðlega, ■drottinn vor og faðir, svo, að vér hefjum eigi augu vor til þín, og því síður brosum eða ljúk- um hjarta vom upp fyrir gæzku þinni? Jafnskjótt sem bam dettur eða rekur sig á, þá hrópar það “Mamma”, en vér hixdr stærri, þegar í nauðimar rekur, drepum fyrst á hundrað dyr aðrar, áður en vér áköllum hann, sem einn getur hjálpað oss í neyð vorri. Baraið er ekki syndlaust, en móðir breiðir kærleika sinn eins og skikkju yfir allar smá- yfirsjónir þess. Bamið kennir að vísu við og við á aga foreldranna, en fyrst og framar öllu reynir það kærleika foreldranna — þannig ætti samband vort að vera við himnaföðurinn. . Smábarnið hefir ekkert að gefa, það verður að þiggja og þiggja að nýju, alt, sem það þarfn- ast til lífsviðurværis, er því gefið. En það fiimur ekki að það þiggi, hver gjöf hnýtir það þvert á móti fastara við foreldrana í kærleika. En vér hinir stærri, gleymum vér ekki oft og tíðum, að vér þiggjum? Og þegar við þiggjum, elskum vér þá ekki gjöfina þúsund sinnum meira en gjafarann? Og þó væri það rangt, ef vér segðum, að litla, hjálparlausa barnið hefði ekkert til að gefa. Það getur gefið það, sem mest er og bezt •er í heimi, kærleikann, og í kærleikanum dafnar trú og traust og þakklæti. Þetta em líka einu gjafimar, sem þú Drottinn heimtar af bömum þínum. Vilji föðursins er að vísu lög handa bam- inu, en það er því óafvitandi þörf að fylgja þeim vilja. Það finnur að því farnast eigi vel á öðrum vegum en því er leyft að ganga. Eins er því varið með oss, vér getum eigi fundið sanna hamingju nema með því að fylgja Guðs vilja. En hið mesta og bezta hjá baminu, er þó hin heilaga, einfeldni þess og traustið. Það réttir út hendurnar eftir einhverum hlut og gleymir þá í svipinn öllu öðra; það er alger- lega sælt eða algerlega sorgbitið — alveg glatt og alveg blítt. Það þekkir enga hræsni né yfir- skin. Einu sinni kom lítið barn út á götu í fyrsta sinni. Þar í grend vora önnur böm að leika sér, þau voru útötuð og ræflaleg. Bamið hljóp til þeirra, nam staðar hjá allra óþrifalegasta drengnum, rétti honum 'hendina litlu og mælti: “Góðan daginn, væni drengurJ' Drengurinn var engri mildi né vinsemd vanur, hann leit Teiðulega á litla, brosandi barnið, er alls eigi skildi reiði hans, heldur hélt áfram að brosa og hjala, þangað til hinn ólundarfulli dreng- hnokki brosti við því aftur, og þá fór hann líka að tala og hlæja. Þannig eigum við, hin stærri, að koma til mótsi við náunnga vora, enda þótt hann sé fá- tækur eða syndum hlaðinn; við skulum eigi láta reiði hans og háð fæla oss, fyr en bros vort hefir náð inn að hjarta hans. Nema þér verðið eins og börn, — svona hljóðuðu orðin — hve sælir værum vér eigi, ef vér gætum orðið það! — Heimilisblaðið. SUMARDAGURINN FYRSTI. I. Aldrei hlakkaði eg eins mikið til neins eins og sumardagsins fyrsta, þegar eg var lítill. Eg fór að hlakka til löngu áður en hann kom. Eg þurfti að láta segja mér söguna af honum mörgum sinnum. Það var að sönnu ekki hægt að segja, hvernig veðrið yrði. Ekki heldur hverjar sumargjafirnar yrðu. Því var leynt þangað til á sumardagsmorguninn fyrsta, en <eg vissi, að þær mundu efalust koma, og það fleiri en ein og fleiri en tvær. Eg átti jafnan mjög annríkt fyrir sumannálin, því að eg vildi gefa heimilisfólkinu sumargjafir. Flest vora það smíðisgripir eftir sjálfan mig, ýmiskonar stokkar, skápar, skatthol, kommóður, bréfa- hylki og fleira, alt límt saman úr pappa og klætt með allavega litum bréfum. Mikið æfði eg mig í að klippa út rósir úr pappír. Límdi eg þær á hirsluraar til skrauts. Stundum skifti eg við vinnukonumar, lét eg þær fá eaumakassa, en fékk hjá þeim illeppa eða vasa- klúta, og á síðasta vetrardag var eg búinn að húa mig út með eins margar sumargjafir og fólkið var margt, en vandasamt var að geyma þær, svo að enginn vissi af þeim. II. Eg vaknaði vanalega snemma á sumardag- Inn fyrsta. Þá rigndi sumargjöfunum yfir mig í rúminu um leið og eg opnaði augun. Oft var það munnhaiTxa, myndabók, vasaspegill, ný axlabönd úr kaupstaðnum og ýmislegt fleira. Nú klæddi eg mig í mín beztu föt, og það gerðu allir aðrir á sumardaginn fyrsta. Þá sótti eg allar sumargjafirnar og útbýtti þeim. Allir kystu mig mjög rækilega fyrir. Síðan gekk nokkur tími í að skoða sumargjaf- imar, sem allir höfðu fengið, og bera þær •saman. 1 þessu kom móðir mín inn með stóran bakka með bollum og brauðfötum. Þar voru lummur, kleinur, pönnukökur, jólabrauð og margt fleira. Vinnukona gekk á eftir móður minni og bar stóra könnu fulla af súkkulaði. “Guð gefi ykkur góðan daginn og gleðilegt sumar,” sagði móðir mín í dyrunum. Hún helti nú í bollana og svo settust allir við borðið. Þegar búið var að drekka, tók faðir minn sálmabækur og hugvekjur ofan af hill og las lesturinn. Alt fólkið söng sálma bæði fyrir og eftir. Loks las faðir minn stutta bæn, þakkaði guði fyrir veturinn og bað um vemd hans á komanda sumri. Nú fór alt yngra fólkið út að leika sér. Var nú farið í ýmsa leiki frammi á hólnum, skolla- leik, skessuleik, útilegumannaleik og margt fleira. Lékum við okkur nú, þangað til móðir mín kallaði á okkur til að borða. Þegar við komum inn, var borðið alsett kúfuðum diskum af hangikjöti, laufabrauði og ýmsu öðru góð- gæti. Þannig var allur dagurinn veizluliald og leikur. Stundum komu börn af öðrum bæjum, og dró það ekki úr gleðinni. Verst var, þegar kvöld var komið og alt var á enda, að þurfa að bíða heilt ár, þangað til næsti sumardagurinn fyrsti kæmi. — Samlb. SÖNGUR. Hjá vinum í víðibrekku í vordýrð ég sat margan dag. Hve lífið var ljóst og fagurt og ljúft er við sungum þar lag. Eg einmana sat í sárum, og sorgin var þung eins og blý. Þá söng ég, og sólin brosti og signdi hvert óveður-ský. Er hatur og hefndar.girni, sem hafrót í geðinu svall. Þá söng ég og sjóinn lægði og sefaðist brimöldufall. Já, söngur er sólskin lífsins. Ef svartnætti býr oss í hug, þá syngjum við þangað sælu og samúðarhlýju og dug. — S. A. þýddi úr ensku. — Saml.b. ISLAND A INGÓLFSDÖGUM. Við strendur landsins var ótöluleg mergð allskonar sjófugla, er sveimuðu í loftinu yfir höfðum skipverja, sem að landi sigldu. Hóp- amir voru svo þéttir, að næstum byrgði fyrir sól. Þeir sátu á sjónum í svo stóram breiðum, að varla sá út yfir. Spaklega viku þeir sér á báða bóga fyrir knerrinum, er hann rendi sér fyrir blásandi byr gegnum þröngina. Niðri í djúpinu vöktu fiskamir. Síldin óð uppi í stór- um torfum og silfurlitaði yfirborð sjávarins. Þéttar raðir af blásandi stórhvelum og smá- hvelum sveimuðu innan um glitrandi síldartorf- urnar, en herskarar vængjabreiðra máfa og annara sjófugla með ærslum og óhljóðum báru sig eftir björginni, því að ríkulega var borið á borð. Þá sveimuðu selir og rostungar í stóram hópum með s'tröndum fram og upp í árósana. Sumstaðar lágu þeir uppi á skerjum, hólmum og nesjum í breiðum flekkjum. Selirnir fóru víða, eftir ánum, langt upp í land og flatmög- uðu á árbökkunum, milli þess sem þeir stungu sér eftir laxi niður í hyljina. Svo mátti að orði kveða, að á hverri báru, skeri, hólma og útnesi með ströndunum væri krökt af dýrum. Ömefnin halda sér enn í dag, sem kend eru við fiska, hvali, rostunga, álftir, endur o. s. frv. og benda á horfinn náttúruauð landsins. Upp frá ströndum sáust af hafi skógi vaxn- ar hæðir, hlíðar og dalir. Þegar landnáms- mennirnir stigu af skipsfjöl á land, barst skóg- arilmurinn með landgolunni á landi, beint í fangið á þeim. Grasgróðurinn var þéttvaxinn og þroskamikill og blómskrúðið óviðjafnanlegt. Jarðvegurinn hafði öldum saman myndast úr áburði rotnaðra jurta og dýra. Var hann því feitur og frjósamur. Enda bar kornyrkjan þess vott, að jarðvegurinn var góður. Hún var víða stunduð, eins og örnefnin benda á. Jafnvel lengi fram eftir öldum fór það orð af gras- gróðrinum íslenzka, að hann væri svo kjam- 'góður og ljúffengur, að gætur þyrfti að hafa á því, að fénaðurinn “spyrngi” ekki af ofáti. Njáttúruauðurinn var engu ftilkomuminni upp til dala en út við strendur. Allstaðar gat að líta líf, frelsi og fjör í ríki náttúrunnar, en jafnframt stríð og baráttu. Skógarnir og loft- ið glumdi af fuglasöng. í lyng- og gras-móum skriðu rjúpur í stórum breiðum. Valir og ern- ir svifu yfir bráðinni og gripu tækifærið að hremma hana. Allskonar sundfuglar sátu á ám og vötnum, og hver spræna var full af laxi og silungi. Allar skepnur voru spakar. Þær höfðu ekkert af manninum að segja. Frá ó- munatíð höfðu þær alist upp óáreittar á land- inu og kringum það, án þess að mæta nokkurri stygð. Hér ríkti friður og frelsi, eins og dýr- legast má verða í ríki náttúrunnar. Island var sannkallaður sælureitur — náttúru-paradís — nm það skeið, sem landnámsmennimir komu þangað. — —Guðm. Daviðsson. — Samlb. GAMLAR OG NÝJAR HUGSANIR. Væri ég fugl með vængjum fjaðraþéttum, venda skyldi’ ég brátt með huga léttum, hátt, já hátt í himingeiminn fljúga, halda svo til Norðurlandsins búa, fjörðu, dali’ og fríðar sveitir líta, fallast láta ’ á snæinn undurhvíta. Þar sem bam með björtum æskuvonum ég bjóst í leik með fríðum landsins sonum, löng ég hugði’ ei leiðin mundi vera, lét ég áfram tímans straum mig bera hægt, já hægt—en heldur fanst mér breytast, horfið var það brott, sem unni ég heitast. Það var faðir, það var systir, móðir, það var loks minn hjartakæri bróðir; bylgjan heljar brött með geysihraða burt hann nam af fáki ránartraða; djúp var undin, augun flutu’ í támm út af þessum vinamissi sárum. Gæta að því, góðir vinir, eigum, gráta eigi horfna vini megum; ekki heldur yfir því má kvarta, inst þó sorgin brenni viðkvæmt hjarta; lífið er, það skýrt er skráð, án tafar skilnaður frá vöggu og til grafar. Skynsamlega skoðum Drottins veldi, skýrt og rétt að morgni jafnt sem kveldi; hann, sem alt á himni’ og jörðu seður, huggar, styrkir, verndar, hryggir, gleður,— sannri hrygð í sælu kann að snúa, síðar vér hans reynum gæzku trúa. Björn Ásgrímsson frá Vík, (sjúkl. á Lauganesspítala). —Heimilisbl. DRAUMUR. Einu sinni dreymdi auðuga hefðarkonu, að hún væri komin til himnaríkis. Sá hún, að þar var verið að byggja stórt og mjög skrautlegt íbúðarhús. Hún varð hrifin af fegurð þess, og spurði engilinn, sem sýndi henni það, hver ætti að búa í því. “Leiguliðinn þinn,” svaraði hann. “Nú, leiguliðinn mnn,” endurtók hún með undran. “Hverng stendur á því? Hann býr þó í litlum kotbæ og fátæklegum á jörðinni, og hefir þar litlu að skila fyrir sig og sitt skyldu- lið. Jafnvel þótt honum gæti liðið betur, ef hann fleygði dálítið minnu í þessa kotunga, sem búa í hverfinu kring um hann.” Skamt þaðan sér hún mjög lítið hús, sem er í smíðum. “Hver á nú að búa í þessum kumbalda?” spyr hún engilinn. “Þetta á nú að verða þinn bústaður,” svar- aði engillinn. “Það er ómögulegt,” segir hún með ótta og undran. “Eg hefi búið í stóru og háreistu húsi á jörðinni, og get því ekki unað við slíkt smáhýsi. ” “Húsasmiðurinn hérna smíðar aðeins úr því efni, sem þessi eða hinn sendir hingað af jörðinni,”' svaraði engillinn. “En það er nú svo' með þig, að þú hefir sent harla lítið hing- að, samanborið við þetta íburðarmikla íveru- hús og aðrar eignir. En leiguliðinn þinn hefir gefið mjög mikið til eflingar Guðs ríki, saman- borið við þá, sem betri ráð hafa. A þessu byggist munurinn á verastöðum ykkar, þegar hingað kemur. Úrslitin verða ávalt þau sömu sem hjá auðuga manninum og Lazarusi forð- um.” 1 þessu vaknaði hún. — Og hún tók þann fasta ásetning, að safna sér fjársjóði á himn- um. Zealtot þýddi. —Heimilisbl. AFSKEKTA EYJAN. Afskektasta ey í heimi er eyjan Tristan da Chinlia sunnan til í Atlantshafinu, nærfelt mitt á milli Afríku og Ameríku. A eyjunni búa eitt- hvað um 140 manns. En það er meira fjöl- menni, en eyjan geti fætt; eiga eyjarskeggjar nú því um tvo kosti að velja: að fara úr eynni eða falla úr hungri. Eyjan er öll ófrjó, nema með ströndum fram; alt hitt eru útbrunnin eld- föll og gígar, 2330 fet yfir sjó. Nú hefir orðið óvenjulega mikill uppskerubrestur á jarðepl- um, og versnaði þá afkoma eyjarbúa um allan helming. Eyjarsekggjar lifa nú á matvælum, sem ensk skip hafa sett þar á land. En þrátt fyrir alt þetta basl, em þeir sem rígbundnir við þennan áttahaga sinn, og er engin leið að fá þá til að flytja úr eynni, þó að í boði séu lönd ó- keypis í Suður Afríku. Eyjarskeggjar eru mestmegnis niðjar enskra farmanna, og má það gott heita, ef þeir sjá skip sigla þar fram hjá einu sinni á ári. — Heimilsbl. ^pO<==30C=30C=>0<ZZ30<=>OC=30C=ZD0C==>0C==>O<=I=>0C==>0C=3OC=3OCZ=>OC==>0 Professional Cards =1 Mg^>QOOg^>Q<^Ogr>QQQC=>OenQC=>Og^QQðr-------- DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Oífice ttmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipegr, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN iaL löefneSlngar. Skrtfatofa: Room 811 McArttMW BuUdlna, Portaga Ava. P.O. Boz 1656 Phonea: 21 84» oc 88 »4« DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONB: 21 834 Office ttmar: 2—3 Helmiil: 764 Vlctor St., Phone: 27 586 Winnipegr, Manltoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N lalenzkir lögfræBingar. 258 Maia St. Tala.: 24 »8» pelr hafa atnnir akrlfatofur al Lrtindar, Rivarton, Glanll og FIm| og aru þar aS hltta 4 aftlríyV*>- andi tlmum: L.undar: Fyrsta miSvikudag, Rivarton: Fyrata flmtuda#, Gimli: Fyrata míBrlkuda*, Plncy: priBJa fðatudae I hverjum mSnuSi DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Ofílce Houra: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, BA, LL.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Building 356 Main St. Winnipeg Símar: Skifst. 21 033 Heima 71 758 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tala.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 DR. A. BLONDAL Medloal Arta Bldf. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er aS hitta frá. kl. 10-12 f. h. 06 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Stmi: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lðgfræðingur 709 Electric Chambera Talsími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. A. G. JOHNSON ••7 Oonfederatkm lAtm BH| WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur aS sér aS úvaxta sparlfé fðlks. Selur eídsábyrgS og bifreiSa ábyrgS- lr. Skriílegum fyrirspurnum svaraS ■ametundls. Skrifstofusimi: 24 283 Helmasfmi: 33 328 J. J. SWNASON & CO. UMITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. Útvega peningalán og elds- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349 A. S. BARDAL B48 Sherbrooke 8u Seiur likkletur og unut um tt- fartr. AUur útbúnaSur a& t n.Mt Ennfremur eeiur hann allekaaar mlnnirvarSa og Lagsteina. Skrlfstofu tals. 86 607 HetmlUa Tals.: HMI Besidence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.R íslenzkur lðgfræðingur 708 Miining Exchange 356 Main St. Winnipeg SIMPS0N TRANSFE* Versla meS egg-4-dsg hænsnaféBur. Annast einnig um allar tegundir flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til min, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Simi 71 898 DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá, 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sfmi 30 877 ISLENZKIR FASTEIGNA- SALAR Undirritaðir selja húa og lóðir og leigja út ágæt hús og íbúðir, ;hvar sem vera vill í bænum. Annast enn fremur um allskon- ar tryggingar (Insurance) os veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664 Gw W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norOan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 á. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknlr 891 Beyd Bulldlng Phone 8« 1T1 WINNIPEG. ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- ogMat-söluhúiið sem þeesl borg beflr nokkurn tijna haft Innaw vébanda sinna. Fyrlrtaka máltfSir, ekyr, p4fnn«- kttkur, rullu-pytsa og þJÓBnekni*- kaffL — Utanbæjarmenn tk mé. ] ávalv tyrst hresslngu 9 WKVKL CAFE, 998 Sargeot Ave Slml: B-8187. Rooney Stevena elganda.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.