Lögberg - 09.05.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.05.1929, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 9. MAÍ 1929. KAUPIÐ AVALT LUMBER Kjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChambar*_ fþeim og kastaði steininum af öllu afli, en steinninn féll niður rétt við fætumar á honum, eins og við var að búast. Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. “Það er ekkert að skilja þetta,” sagði Mer- cedes. “Þetta er alt ofur einfalt. Það hafa alt af verið til heimskir menn og vitrir menn, herrar og þrælar, bændur og prinsar. Það verður altaf svona.” “Heimska; en hvers vegna’’ “Hvers vegna er bóndinn bóndi góða mín? Af því hann er bóndi. Hvers vegna er flóin fló?” Saxon hristi höfuðið. “Heyrðu, góða mín! Eg hefi svarað þessu. Mestu heimsldngjar veraldarinnar igætu ekki gert það betur. Hvernig stendur á því, að þú vilt heldur eiga manninn þinn, heldur en nokk- um annan mann? Bara af því, að þér fellur hann betur en aðrir menn. Hvers vegna fellur þér einhver? Af því þér fellur hann. Hvers- vegna brennir eldurinn og hvers vegna bítur kuldinn? Hvers vegna em sumir menn vitrir og aðrir heimskir? Hvers vegna herrar og þrælar, yfirmenn og undirgefnir? Ef þú getur svarað þessu, þá skilur þú það sem við erum að tala um. ” “En það er ekki rétt, að menn fái ekkert að gera og verði að ganga alls á mis, þegar þeir eru viljugir til að vinna, svo framarlega að sæmilega sé við þá breytt,” sagði Saxon. “(Vjú, blessuð vertu. Það er alveg eins rétt eins og t. d. að steinninn brennur ekki eins og viður, sjávarvatnið er ekki sykur, vatnið er vott, reykurinn fer upp í loftið, og hlutirnir falla niður en ekki upp.” En þessi röksemdafærsla kom Saxon ekki að neinu haldi. Henni fanst þetta vera bara vitleysa, sem ekkert kæmi málinu við. “Þá höfum við eiginlega ekkert frelsi eða sjálfstæði,” sagði Saxon. “Einn maður hefir ekki sömu réttindi eins og annar. Mitt barn hefir ekki sama rétt til lífsins eins og barn ríku konunnar. ’ ’ “Auðvitað ekki,” svaraði Mercedes. “Þetta er nú samt það sem mitt fólk barð- ist fyrir,” sagði Saxon og mintist nú þess, sem hún hafði lært í barnaskólanum og sverðs föð- ur síns. “Þjóðræði — það er bara draumur heimskra manna. Þjóðfrelsi er bara lýgi — nokkurs kon- ar kynjalyf, til að halda dónunum í skefjum, eins og trúarbrögðin hafa lengi verið látin gera. Þegar þeir fóru eitthvað að kvarta um sín erfiðu kjör, þá var þeim sagt frá fyrirheitna landinu, sem var einhvers staðar ofan við ský- in> °S Þar áttu þeir að njóta óútmálanlegrar sælu, ef þeir væru nógu þolinmóðir og góðir. Hinir vitru og ríku áttu að kveljast í eilífum eldi. Þegar þetta dugði ekki lengur, þá komu þessar frelsis og jafnréttis kenningar. En hinir vitru sáu um það, að það var ekkert nema fallegur draumur. Heimsins gæði tilheyra þeim, sem vitrir eru. ” “En þið eruð líka verkafólk,” sagði Saxon. Gamla konan rétti úr sér og það kom þykkju- svipur á hana. “Eg? Eg tilheyrandi verkalýðnum? Það getur verið, að það sé svo nú, en það er þá vegna þess, að eg hefi verið óheppin í peninga- sökum, og af því að eg er nú orðin gömul og get ekki lengur unnið ást hinna hraustu og djörfu, ungu manna. Þess vegna verð eg að hafast við í þessum kofa hjá gamla Barry Higgins , og búa mig undir dauðann. En eg er fasdd og uppalin hjá höfðingjum og eg hefi lit- ið niður á verkalýðinn alla mína æfi, og fært mér í nyt heimsku heimskingjanna. T31 veizlu- halda og víndrykkku hefi eg eytt svo miklu fé, að það væri nóg til lífsframfæris öllum fjöl- skyldunum í þessu nágrenni æfilangt. Dick Golden og eg, það voru hans peningar, en eg hefði getað haft þa, við töpuðum fjögur hundr- uð þúsundum franka á einni viku í Monte Carlo. Hann var Gyðingur, en hann var óspar á peningunum. A Indlandi hafði eg svo dýra gimsteina, að verð þeirra hefði verið nóg tií að frelsa líf margra þúsunda af fólki, sem varð hungurmorða rétt fyrir augunum á mér.” “Þú sást fólkið deyja, og gerðir ekkert til að hjálpa því?” sagði Saxon. “Eg hélt gimsteinunum, en svo illa vildi til, að, rússneskur herforingi, mesti dóni, stal þeim frá mér áður en árið var úti.” “En þú lézt fólkið deyja úr hungri,” sagði Saxon aftur. Þetta fólk var mesta rusl, rétt eins og maðkar. Þeirra líf var alveg tilgangslaust. Það má nú segja það sama um verkafólkið hérna líka. Það bara vinnur eins og þrælar og elur upp fleiri þræla handa þeim fáu, sem hygnir eru og kunna að færa sér í nyt heimsku fólksins.” Saxon hepnaðist ekki að fá neinar viðun- andi skýringar á þessu erfiða viðfangsefni, sem fylti huga hennar. A fjarstæðum þessarar gömlu konu var ekkert að græða. Saxon trúði heldur ekki helmingnum af því, sem hún sagði og hélt að það væri tilbúnar æfintýrasögur. Eftir því, sem á vikuna leið, varð stríðið harð- ara og illvígara, milli verkfallsmanna og járn- brautarfélagsins. Willi kannaðist hreint og beint við, að það væri sínum skilningi ofvaxið, að sjá hverjar afleiðingarnar af þessu verk- falli kynnu að verða. En honum þótti ekki ó- lfklegt, að þær kymiu að verða mjög alvarleg- ar fvrir verkamennina yfirleitt. “Eg get ekki komið þessu fyrir mig,” sagði hann við Saxon. “Þetta er orðið að einhverj- um graut. Það er ekki ósvipað því, að fjöldi ( manna væri að fljúgast á í dimmu húsi, þar sem ómögulegt er að sjá, hvað er að gerast. Nú er- um við, keyrslumennimir, famir að tala um að gera verkfall til að hjálpa þeim, sem vinna á viðarverkstæðunum. Þeir hættu að vinna fyrir viku, en það liafa aðrir menn verið teknir í þeirra stað, flestra þeirra að minsta kosti. Ef við höldum áfram að flytja efni að verksmiðj- unum, og svo aftur frá þeim, þá er ómögulegt að þessir menn geti unnið verkfallið.” “En ekki datt þér í hug verkfall, þegar þitt eigið kaup var lækkað,” sagði Saxon. “Það voru engin tiltök þá, en nú höfum við miklu öflugri félagsskap, og önnur verka- mannafélög styðja okkur. En þetta er nú bara umtal enn þá, en verði nokkuð af því að við gerum verkfall, þá reynum við að fá kaupið hækkað eins mikið eins og það var lækkað í vetur.” “Þetta er alt rotið og spilt,” sagði hann einu sinni. “Allir eru ótrúir. Ef við gætum aðeins komið okkur saman um að kjósa heiðar- lega menn til að standa fyrir okkar málum—” “En þar sem þú og Bert og Tom getið ó- mögulega komið ykkur saman, hvernig má þá búast við, að hinir allir geti það?” spurði Saxon. “Það veit eg ekki,” sagði Willi. “Það er nóg til að gera mann ruglaðan, að hugsa um þetta. En samt er það í raun og veru einfalt. Ef maður gæti aðeins fengið heiðarlega og vandaða stjórnmálamenn, þá mundi þetta alt saman lagast. Heiðarlegir menn semja réttlát lög og heiðarlegir menn framfylgja lögunum réttilega og sanngjarnlega. Bert vill brjóta alt og bramla, en Tom bara reykir pípuna sína og lætur sig dreyma um jöfnuð og réttlæti ein- hvem tíma, þegar allir greiða atkvæði eins og hann. En þetta “einhverntíma” er ekki til neins. Við viljum breytingar strax. Tom seg- ir, að við fáum þær ekki fyrst um sinn, og Bert segir að við fáum þær aldrei. Hvað getur mað- ur gert, þegar öllum sýnist sitt hverjum? Líttu á jafnaðarmennina. Þeir geta aldrei komið sér saman og eru alt af að reka eínhverja úr félag- inu. Þetta er alt mesta vitleysa og ráðaleysi og eg veit ekki hvað eg á að hugsa, en það er fast í huga mínum, að eitthvað þurfi að gera nú strax. ” Kvöldið eftir, þegar Willi kom heim úr vinn- unni, vakti Saxon hjá honum föður óhyggj- umar. “Eg hefi verið að hugsa um þetta, Willi,” sagði hún. “Bg er hraust og heilsugóð, svo það ætti ekki að þurfa að kosta miklu til. Martha 'Skelton er góð yfirsetukona. ” Willi hristi höfuðið. “Nei, það dugar ekki með nokkra móti,” sagði hann. “Við skulum hafa Dr. Hentley. Willi Murphy sækir hann alt af og lætur mikið af honum. Hann er ágætur læknir.” “Hún hjúkrar Maggie Donahue,” sagði Saxon, “og það gengur alt ágætlega.” “Það getur vel verið, en við sækjum læknir- inn, engu að síður.” “En læknirinn setur okkur tuttugu dali og sVo heimtar hann, að eg hafi hjúkranarkonu þar að auki. Martha Skelton gerði þetta alt ein, og það kostaði svo miklu minna.” Willi tók hana ástúðlega í fang sér, en sagði henni greinilega, að nú vildi hann ráða. “Hlustaðu á mig, litla, góða konan mín. Mín fjölskylda á ekki að búa við það, sem lak- ast er. Þú átt að muna það. Þú hefir nóg að hugsa um, þar sem bamið er. Eg á að sjá um, að þú fáir beztu hjúkran og læknishjálp, sem hægt er, og eg á að leggja til peningana, sem til þess þurfa. Það er ekkert til, sem er of gott fyrir þig. Eg vil ekki hætta nokkrum sköpuð- um hlut í þessu sambandi, ef eg get með nokkra móti komist hjá því. Þú ert mér öllu öðra meira virði. Peningamir era ekkert. Þú held- ur kannske, að eg sé fyrst og fremst að hugsa um drenginn. Eg er allan daginn að hugsa um hann, og ef eg verð rekinn úr vinnunni, þá er það hans skuld. Eg hlakka fjarskalega mikið til að hann komi. En þú mátt trúa því, að þús- und sinnum heldur vildi eg missa hann, heldur en þig. Þú getur því skilið hvað þú ert mér.” “Eg hafði alt af þá hugmynd, Saxon,” hélt Willi áfram, “ að þegar piltur og stúlka giftu sig, þá kæmu þau sér upp heimili, en eftir að þau væra sezt þar að, þá þyrffu þau alt af að vera að hugsa um, að láta samkomulgið vera þolanlegt. Þetta er kannske ekki fjarri lagi, hvað mörg önnur hjón snertir, en það á ekki við okkur. Eg elska þig meira og meira með hverjum deginum. Eg elska þig meira nú, held- ur en eg gerði fyrir fimm mínútum, þegar eg fór að talal við þig. Þú þarft ekki hjúkranar- konu. Læknirinn kemur á hverjum degi og María kemur og verður hjá þér allan daginn, meðan eg er burtu. Það mundir þú gera fyrir hana.” Eftir því sem lengra leið fram, fann Saxon meira og meira til móðurgleðinnar. Stundum hafði hún að vísu æði miklar áhyggjur og kveið fyrir því, sem í vændum var. En þegar þær hugsanir liðu frá, varð gleðin aftur þeim mun meiri. Það sem olli henni langmestrar áhyggju, var það atvinnuleysi og þar af leiðandi skortur, sem verkfallinu fylgdi, og sem svo margir voru nú riðnir við. Henni fanst að örbirgðin biði nú svo að segja við hvers manns dyr. Henni fanst enginn skilyja neitt í því, hvemig á þess- um ósköpum stæði og sjálf vissi hún ekkert hvað hún átti um það að hugsa. “Fólk er alt af að tala um hvað mikið meira sé nú gert, með öllum þessum vélakrafti, held- ur en áður var gert með gamla laginu og hvern- ig stendur þá á því, að við fáum ekki meira fyrir vinnuna?” sagði hún einu sinni við Tom bróður sinn. “Þetta líkar mér að heyra,” svarað Tom; “þú mundir ekki verða lengi að skilja kenn- ingar jafnaðarmanna.” En iSaxon fanst að einhver breyting þyrfti að verða strax. “Hvað lengi hefir þú verið jafnaðarmað- ur?” spurði hún. “Átta ár,” svaraði Tom. “Og þið hafið ekkert komist enn.” “En við komust það, — einhvem tíma.” “Þú verður víst löngu dauður, áður en það skeður. ’ ’ Já, það er eg hræddur um. Þetta gengur alt seint.” Hún sagði ekki meira. Henni duldist ekki raunasvipurinn á andliti bróður síns, og hvar sem á Tom var litið, bar hann það með sér, að hann var þreyttur og mæddur. Alt þetta fanst henni bera þess ljósan vott, að hann hefði notið lítils af þeim glæsi-hugmyndum, er hann lét sig dreyma um. IX. KAPITULI. Það byrjaði með hægð, eins og margt ann- að, sem hefir stórkostlegar og illar afleiðingar. Böm á öllum aldri voru að leika sér á strætinu og Saxon sat við gluggann, sem að strætinu vissi, og var að horfa á þau, og hún var að láta sig dreyma sína dagdrauma um barnið, sem hún sjálf mundi nú bráðum eignast. Sólin skein í heiði, en það var ofurlítil hafræna, sem gerði loftið kaldara og þægilegra. Einn krakk- inn benti í þá átt, þar sem mætast Pine stræti og sjöunda stræti. Bömin hættu alt í einu að leika sér og öll störðu þau í þessa átt. Þau skiftust í flokka, eldri drengirnir, þetta tíu til tólf ára, vora sér, en eldri stúlkumar litu eftir litlu börnunum og annað hvort leiddu þau eða tóku þau í fang sér og báru þau. Saxon gat ekki séð, hvað eiginlega var um að vera, en hún gat sér til um það, þegar hún sá drengina tína upp steina og hlaupa með þá inn í sundin milli húsanna. Litlu drengim- ir reyndu eins og þeir bezt gátu, að fara að dæmi hinna stærri. Stúlkurnar fóra með litlu bömin inn fyrir girðingarnar og oftast upp að húsdyranum. Öll hurfu þau af strætinu á svip- stundu, en allstaðar vora gluggatjöldin dregin til hliðar og innan við gluggana mátti sjá mörg andlit, sem gægðust út á strætið. Innan skamms heyrði Saxon töluverðan hávaða, ekki allfjarri, en enn þá gat hún ekki séð neitt nýstárlegt, og hún fór að hugsa um það, sem gamla Mercedes Higgins hafði sagt: “Þeir era eins og hund- ar, sem rífast um bein. Vinnan er beinið.” Hávaðinn færðist nær og út um gluggann gat Saxon séð eina tólf verkfallsbrjóta, eða svo, koma niður gangstéttina, hennar megin á stræt- inu, og álíka marga lögreglumenn, sem voru að reyna að gæta þeirra. En á eftir þeim komu ^ sjálfsagt fjöratíu og fimm til hundrað verk- fallsmenn, sem hrópuðu til þeirra öll þau ó- kvæðisorð, sem þeir kunnu. Saxon varð afar mikið um, að horfa á þessa sjón, en stilti sig þó sem bezt hún gat, því hún vissi, að það var henni nauðsyn. Það varð frekar til að stilla skapsmuni hennar heldur en hitt, að hún sá Mercedes Higgins koma út úr sínu húsi með stól, sem hún settist á rétt fram- an við húsdymar, og horfði svo á það sem fram fór, með mestu stillingu. Lögreglumennirnir vora út búnir með bar- efli og skammbyssur. Verkfallsmenn sýndust ekki hafa annan ásetning, en að elta þessa verk- fallsbrjóta og þá, sem vora að gæta þeirra, og erta þá og hræða, og í þetta skiftið varð það hlutskifti barnanna, að hefja bardagann. tTr sundi milli tveggja húsa, hinu megin við stræt- ið, hófu þau alt í einu grjótkast mikið. Flestir steinamir lentu á miðju strætinu og náðu ekki nærri því þangað, sem þeim var ætlað, en einn steinninn lenti þó á höfði eins af óvinum verk- fallsmanna. Maðurinn var ekki nema svo sem tuttugu fet frá Saxon, þegar þetta vildi til. Hann riðaði við og um leið og hann þurkaði blóðið úr augunum með annari hendinni, greip hann skammbyssu með hinni og skaut þvert vfir strætið; skotið lenti inn í húsið, sem þar stóð gagnvart þeim. Einn af gæzlumönnunum greip um hendina á manninum og dró hann með sér til að varna því, að hann gæti skotið fleiri skotum. Rétt í þessu kom önnur grjót- hríð úr sundinu milli hússins sem Saxon bjó í og þess, sem Maggie Donahue átti heima í. Verkfallsbrjótamir og þeir, sem vora að gæta þeirra, námu staðar, tóku ppp skamm- byssur sínar og bjuggust alvarlega til vamar. Saxon virtust þetta harðlegir náungar og hún bjóst ekki við neinu góðu af þeirra hendi. Rosk- inn maður, sem sjáanlega var foringi þeirra, tók af sér linan flókahatt, sem hann hafði á höfðinu, og þurkaði svitann af skallanum á sér. Hann var stór maður og feitur, og leit út eins og hann ætti nóg með sjálfan sig. Hann var að reykja vindil og það var storknaður tóbakslög- ur í skegginu á honum. Hann var lotinn í herð- um og Saxon tók eftir því, að það var væra á treyjukraganum hans. Einn af mönnunum benti á eitthvað á stræt- inu og margir litu þangað og hlógu. Það, sem þar var að sjá, var fjögra ára drenghnokki, sem Mrs. Olsen átti. Hann hafði einhvem veginn sloppið frá mölmmu sinni og kom nú vagandi í áttina til óvinanna með svo stóran stein milli handanna, að það gerði lítið betur en að hann gæti borið hann. Það leyndi sér ekki, að hann var reiðuU og hugðist að vinna óvinunum mik- ið tjón, og lét út úr sér öll þau blótsyrði, sem hann kunni. Mennimir hlógu að honum, og við það varð hann enn reiðari, því hann fann að þeir gerðu lítið úr honum. Hann gekk nær 'Saxon sá þetta, og hún sá Mrs. Olsen koma hlaupandi eftir baminu. Hún heyrði hvert skotið eftir annað úr þeirri áttinni, sem verk- fallsmenn voru og dró það athygli hennar að þeim. Þeir voru nú rétt utan við gluggann hennar. Hún heyrði einn þéirra formæla ó- skaplega og hún sá, að vinstri handleggurinn á honum hékk máttlaus niður með síðunni og það blæddi úr handleggnum. Hún vissi, að hún átti ekki að horfa á þetta, en hún mintist bar- daga sagnanna, er hún hafði heyrt af forfeðr- um sínum, sem henni hfði alt af þótt mikið til koma, og hún var ekki kjarkminni en aðrar konur, að hún hélt. 1 öllum ósköpunum, sem á gengu úti á strætinu, gleymdi hún sínu eigin barai, í svipinn. Hún gleymdi líka verkfalls- mönnunum og', öllu öðra og öll athygli hennar dróst að fyrirliðanum feita og stóra, sem ekki tók út úr sér vindilinn, þó hann berðist við of- urefli. Einhvern veginn hafði viljað svo til, að hálsinn á honum hafði lent á milli rimlanna í girðingunni framan við húsið, þannig, að höfuðið var fyrir innan, en búkurinn allur fyr- ir utan girðinguna. Þarna hékk hann, og hnén náðu ekki alveg niður að jörðu. Hatturinn hafði dottið af honum og sólin skein á skallann og vindillinn var líka farinn. Hún sá hann líta til sín. Henni fanst þetta óendanlega skrítileg sjón, þó hún vissi að manninum hlaut að líða afar illa. Saxon horfði á þetta ofurlitla stund, en þá heyrði hún að Bert var þar kominn og lét eitt- hvað til sín taka. Hann hljóp eftir gangstétt- inni framan við húsið og hrópaði eggjunarorð til félaga sinna, sem komu á eftir honum. I vinstri hendinni hélt hann á barefli, en á skammbyssu í þeirri hægri, sem ekkert skot var þó í. Ait í éinu misti hann bareflið og hálf- sneri sér við, þannig, að Saxon sá beint framan í hann. Hann var sjáanlega að missa máttinn og hníga niður, en rétti þó úr sér og kastaði skammbyssunni framan í einn af óvinunum, sem sneri á móti honum. Svo dró úr honum máttinn og hann hneig niður, þó hann tæki á öllu viljaþreki sínu til að halda sér uppi. Fé- lagar hans hlupu fram hjá honum. Nú hófst voðalegur bardagi. Þeir, sem á undanhaldinu vora, veittu viðnám, og börðust eins og óðir menn, þó þeiT hefðu ekki við því ofurefli, sem á móti var. Bareflin vora á lofti, skotin riðu af og grjótið var óspart notað til sóknar og vamar. Saxon sá Frank Davis, sem hún vissi að var einn af vinum Berts og sem hún vissi líka að var ekki fyrir löngu giftur og átti fárra mánaða gamalt bam, standa rétt hjá einum mótstöðumanninum og skjóta á hami miðjan með skammbyssu, sem hann hélt á í hendinni. Hún heyrði þarna ljótara orðbragð, heldur en hún hafði nokkurn tíma áður heyrt á æfi sinni, og hún heyrði angistarvein helsærðra og deyjandi manna. Mercedes hafði rétt að mæla. Þetta vora ekki menn, heldur villidýr, sem hnakkrifust og flugust á út af ætinu og jafnvel drápu hver annan út af því. Hvað fegin, sem Saxon hefði viljað, gat hún nú ekki hreyft sig frá glugganum, eða hætt að horfa á þetta. Það var eins og allur máttur væri af henni dreginn. Annað hvort hugsaði hún ekki, eða hún réði ekki við hvað hún hugsi- aði. Hún bara horfði á það, sem fram fór úti á sitrætinu og henni fanst það ekki ósvipað kvik- myndum, sem bæra svo hratt fyrir augað, að ómögulegt væri að gera sér Ijósa grein fvrir þeim. Hún sá mann á hnjánum, sem bað um vægð, vera barinn miskunnarlaust í andlitið. Þegar hann reyndi að forða sér, skaut sami maðurinn á hann hvað eftir annað, og það var eins og hann tæki það alls ekki nærri sér. Sax- on þekti manninn, sem skaut; hann hét Chester Johnson. Hún hafði dansað við hann, áður en hún giftist, og henni hafði aldrei dottið í hug, að hann gerði nokkram manni mein. Hvernig gat þetta verið sami maðurinn? Hún leit aftur á fyrirliðann, sem enn hékk fastur milli rimlanna í girðingunni. Hann hafði aðra hendina lausa, og með henni hafði hann náð í skammbyssu úr vasa sínum, og með henni skaut hann á Chester. Hún hljóðaði upp yfir sig og Chester leit til hennar, og um leið datt hann niður. MALDEN ELEVATOR Kinn iiHiiED Stjórn&rleyfi og fi.byrgO. ABalakrlfetofa: Grain Eichange, Wlnnlpag Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum akrifstofur 1 öllum helztu borgum 1 Veatur-Canada, og einka almasamband viö alla hvoltl- og stockmarkaöi og bJóQum þvl vlB- aklftavinum vorum hina beztu afgrelQalu. Hveltlkaup fyrir aOra eru höndluO meO sömu v&rfernl og hyggindum, eina og atocka og bonda. LeitlO upplýainga hjá hvaOa banka aem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RAÐSMANN VORN A pEIRRl SKRIFSTOFU. SEM NÆST YÐUR ER. Wlnnlpeg Reglna Mooae Jaw Swlft Current Saskatoon Calgary Brandon Roaetown Gull Lake Aaainibola Herbert Weyburn Biggar Indian Head Prince Albert Tofleld Edmonton Kerrobert Til aO vera visa, skrlflO á yOar Bllla of ladlng: "Advlae Malden Elevator Company, Llmlted, Graln Ezchange, Winnlpeg."

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.