Lögberg - 09.05.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.05.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FíMTUDAGINN 9. MAÍ 1929. Bla. 6. DODDS v KIDNEY 6^|ífRKTARC0^E ^HEumaT'rtll« 1287 THEPl 1 meir en priöjnng aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd Toronto, ef borgun fylgir. verpum er mikið um hveitirækt. Svo má að orði kveða, að yfirleitt sé landið frjósamt. Nóg er þar um fljót og ár, er veita jarðveg- jnum raka. Blómgróður er mikill í Peace River héraðinu. Enda má svo að orði kveða, að í hvaða helzt átt sem litið er þar um slóðir, sjáist spildur stórar og smáar, þrungn- ar allskonar' skrautgróðri. Margt hefir þegar verið sagt og skrifað um kosti Peace River héraðsins, þótt enn hafi engan veginn vqrið lýst sem vera skyldi. Timburtekja héraðsins má telj- ast því nær ótæmandi. Við Wa.piti eru stórir timburflákar, sem engin mannshönd enn hefir snert. Með fram North og South Pine ánum, Smoky, Whitemud og Notiklivini (Battle) ánum, liggja hinar auðugustu skóglendur. — Við Fort Vermillion eru þrjár sög- unarmylnur og mikið flutt þaðan af timbri. Opið bréf til Hjálmars Gíslasonar. Grein þína, er birtist í Heims- kringlu fyrir þrem vikum. vil eg leitast við að viðurkenna á þann hátt, sem hún verðskuldar; því fullkomnara sýni&horn hefði naumast verið hægt að birta al- menningi ifyrir því, sem þú kallar “kjaftæðisfrelsi og rógrétt”, sem þú og þínir féiiagar hafa verið svo fyltir af á síðastl. ári, í öllu því, sem viðkemur þeim tveim deilu- málum (Heimfararmálinu og Ing- ólfsmálinu), er á þeim tíma hafa verið kljáð á meðál okkar íslend- inga. Áður en lengra er farið, vil eg taka það fram, að við kynningu mína af þér, frá fyrsta tíma er fundum okkar bar saman, sem er millf tíu og tuttugu ár, -hefi eg fundið þig að vera yfirleitt skyn- saman, gætinn og dagfarsgóðan mann, og er það samhljóða vitn- islburður, sem þú munt hafa á- unnið þér hjá almenningi. Hvað er það þá, sem veldur því, að þú skulir gjöra þig að þeim um- skiftingi, sem raun hefir á orðið, í áminstum tveimur deilumálum? Fyrst er þá titiil greinarinnar. Hann samsvarar að öllu leyti gildi hennar. Svo byrjar hún (gr.)| með einni þessari fræðimannslegu mont- arasetningu, sem þú, og nokkrir aðrir íslenzkir Winnipeg-gosar eru orðnir svo daunillir af: “Síð- an skipulagsbundið mannfélag var stofnað, hafa menn deilt um mannréttindi og frelsi.” Hvenær var það mannfélag “stofnað”? hverjir voru þeir menn, sem deildu? og, hverjar voru þær greinar “mannréttinda og frelsis”, sem um var deilt? Svör við þess- um spurningum eru engin til, hvað þá hjá ekki fróðari manni en þú ert. — önnur setning í grein þinni, ber sama stimpil montrem,bingsins og smekkleys- unnar, og er vissulega ein vit- lausasta setningin í mannkynssög- unni, Goðafræði Grikkja, og hvar annars staðar, sem fundist getur, og hún er sú, að Aþena hafi hlaup- ið fullvaxin og albrynjuð, úr höfði Seiís. Þetta brúkar þú sem eðlilegasta samlíkingu sem finn- ast mátti. Mér verður að spyrja : Er ekki betra autt rúm, en svona skipað, — Jú, viasulega. Hið næsta, sem þér verður fyr- ir, er að taka þér í munn naifn John Stuart Mill’s, og fimbul- famba í því sambandi um frelsi. í»ú hefir veigrað þér við því, sem Þó var meiri þörfin á, að ræða um trúmensku þína og þinna leið- söigumanna, í því, sem snertir starfsemi ykkar í Ingólfsmálinu; eða hver var frelsisvöntun því til fyrirstöðu, að þú gætir unnið þar trúlega—til enda? Þetta skulum við athuga. Við höfðum nægilegt frelsi til að undirbúa borgarafundinn sam- vizkusamlega — eins og við líka gjörðum. Fólkið hafði nóg frelsi til að sækja þann fund eins al- ment og raun varð á, og þar að gjöar þær ákvarðanir og kröfur, sem því þá þótti þörf á vera. Is- lenzkur almenningur sýndist þá að hafa nægilegt frelsi og fé til að hjálpa nauðlíðandi landsbróður sín um, eftir því sem samskotafjár- upphæðin frá þeim tíma, þá sýndi. islendingar höfðu þá nægilegt frelsi, að þér og þínum félögum meðtöldum, til að vinna þá í ein- ingu og með vinahug, að því stóra líknarstarfi, sem þá var fram- kvæmt á einum sex vikum. Já, við alt þetta nutum við hins fyllsta frelsis. En þá var líka trúmensk- an í samverki. — Og, þannig lög- uð trúmenska fylgir flestum ís- lendingum, sem betur fer, alla lífsleiðina. En hvað skeður, etftir að sex vikurnar eru liðnar frá borgara- fundinum? Ekki neitt það í þessu máli, sem orsakast getur af vöntun frelsis, heldur það, að þú og þínir leiðsögumenn segið skilið við trúmenskuna, sem þú og þeir á borgarafundinum gáfuð þegjandi drengskaparheit um að þjóna. — Þá vilja fara að hvertfa af okkur Ingólfsn-efndar - mönnum trúmensku-merkin, og þegar að þingi Þjóðræknisfélagsins líður þann vetur, þá byrjar syndafallið og Júdasagangan. Þá hættum við nefndarmenn að sinna því, sem hr. Hjálmar A. Bergman lagði fyrir okkur að gjöra, Ingólfi til hjálpar. Þá, var með undra- verðri ósvífni farið að reyna að ná upphæðum af samskotafé þessu (Ingólfssjóðnum) til að mæta óviðkomandi tfjárgreiðslum. Þá er farið að lauma því inn hjá fólki, sem ekki þekti nægilega til, að Ingólfsmálið sé, og hafi alt af verið, Þjóðræknisfélagsmál, því borgaratfundurinn hafi ekki treyst sér fyrir neinu, og því beð- ið Þjóðræknisfélagið fyrir alt- saman. En þáð veiztu sjálfur, Hjálmar minn, að er eins mikil lýgi og það, að þú -og hún kisa hafið ráð á árgæzku og harðær- um þessarar jarðar. Það helzta, sem virðist hafa hjálpað þessum skuggavöldum til að koma því inn í meðvitund Æólks, að þeir hefðu þar á réttu að standa, er það, að þeir menn, sem kosnir voru í Ingólfsnefnd- ina, voru á sama tíma fram- kvæmdarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins. Já, sú tálbeitan virðist hafa dregið margan hákarlinn á færi þeirra. Hjálmar A. Bergman og aðra, er veitt hafa honum að málum, og kappkostað hafa að fylgja stöð- ugt fram óskum og ákvæðum borgarafundarips, hefir þú og leiðtogar þínir, lagt kapp á að ó- frægja. Og nú í grein þinni gengur þú, vesalingurinn, jafnvel svo langt, að þykjast ekkert vera skuldbundinn neinu því, sem þú gekst þar undir að gjöra, og Líka, að þar hafi aldrei nein nefnd ver- ið kosin. Þetta er í fyrsta sinn, sem þú hefir verið svo ósítfinn að segja svo, þótt breytnin hafi Lengst af verið því til staðfest- ingar. Eg vil draga hér fram eitt dæmi enn, um það, hve uppbyggilegur þú ert á ritvellinum, þegar þú hefir svona málstað að verja. Þú segir: “Eg hafði aldrei ætlað mér að leggja orð í deilurnar, sem staðið hafa” (að undanfömu) . . . “Og eg h'e-ld jafnvel, að eg hefði þagað, ef ekki heifði verið dróttað að öðrum mönnum, mannorðsmeið- andi sökum, sem eg einn get bor- ið um að eru tilhæfulausar og lognar frá rótum.” Þessir, sem veradarinnar eiga að njóta, eru þeir prestarair, Rögnvaldur og Albert, og W. J. Lindal lögmaður. Eg segi frá því í Lögbergi 24. jan. s. 1., að eg hafi verið boðað- ur á samtal við séra Rögnvald, og greindi þar frá, hvert samtalið var. Svo líður tíminn til 13. marz, að Heimskr. kemur með frétt um það, að samtalið hafi átt sér stað, og að Rögnvaidur viðurkenni, að alt, sem eg hafi um það sagt, sé rétt með farið. Fyrir þessar “mannorðsmeið- andi sakir” mínar, kemur þú, Hjálmar minn, sem hvergi varst nálægur samtalinu, og “einn get- ur um það borið” hvað fram tfór, okkur báða: Þið ljúgið báðir “frá rótum.” Vörn þín fyrir hina tvo, hefir jafnt verðgildi sem þessi. Þú segir, að eg hatfi lagt “mat á starf” þitt í Ingólfsnefndinni, og þótt það lítið. Já, og við það stendur. Þú víxlast með þessa ásökun enn á ný, og setur á hana hala, þannig: “Arnljótur Olson tók sig fram um að meta starf mitt og ilauna mér löngu áður en starfinu var lokið. Þau laun voru ekki greidd í peningum, heldur í ann- ari mynt, sem hann er óspar á.” Já, en þaraa kennir lævísi þinnar. Eg fann að því við þig, þykkju- laust, að óviðeigandi væri það fyrir þig að hafa samskotafé Ingóilfs í þínum eigin banka- reikningi, heldur bæri að hafa það í sérstökum reikningi, sem “trust account”, undir nafni Ing ólfs Íngólfssonar. Þú tókst það sem móðgandi afskiftasemi, án þess eg byggi ytfir nökkru slíku. Því ertu þá að slefa, að þessi “mynt mín” sé að nokkru leyti aðfinsluverð? Annað dæmi um orðvendni þína skal hér tilfært, og er um gæzlu þína á Ingólfssjóðnum. Þú seg- ir: “ . . . sannleikurinn er sá, að eg kvittaði opinberlega í blöðun- um fyrir samskotafénu og lagði reikning fram á nefndarfundi fyr- ir bæði tekjur og útgjöld. Sá reikningur er enn til, og hefir hvorki A. B. Olson né nokkur annar getað sýnt fram á eins eyr- is s’kekkju í honum.” — Ef sam- vizkan hefði verið í nálægð við þig, þá hefðir þú aldrei boðið þér að láta þér slíkt um munn fara. Því fyrst bera bæði blöðin vitni um það, frá þeim tíma, að þú “kvitt- aðir” þar fyrir engu centi, heldur var það ívar heitinn Hjartarson, sem kyittaði þar fyrir öllum upp- hæðunum, auk þess sem hann, á annan hátt, vann að innköllunar- starfinu og tryggingu á verndun sjóðsins, meira en við allir nefnd- armenn til samans. En svo skal hér vikið að þínum eigin Ingólfssjóðs-reikningum: — Eftir að yfirskoðunarnefndir Þjóðræknisfélagsins fyrir árin 1924 og 1925 höfðu talið sér það um megn, og gefið tfrá sér, að geta gefið nokkra skýrslu um bók- færsiu þína á þeim reikningum, þá er skipuð sérstök nefnd á þinginif árið 1926, til þess að rannsaka og gefa skýrslu um þá sömu reikninga þína, og hún hef- ir þetta, meðal annars að .segja (sjá 7. árg. Tímaritsins, bls. 113),: “í sambandi við samskotásjóðinn (Ingólfssjóðinn svoneifnda)., þá lýsir (þing)nefndin yfir því, að henni vanst ekki tími tii, né held- ur hafði hún tækifæri að yfir- skoða neitt í sambandi við þann sjóð, eða söfnun hans, og þar sem yfirskoðunarmenn félagsins hvorki í fyrra né heldur nú í ár, hafa fengið til yfirlits skilríki þau, sem nauðsynleg eru til að yf- irskoða þá reikninga, þá vill nefndin leggja til, að þingið á- kveði að reikningarnir séu yfir- skoðaðir af yfirskoðunarmönnum félagsins á þessu ári...” Til enn ítarlegri rannsóknar á þessum reikningi þínum, Hjálmar, var þá kosin standandi nefnd (Á. Eggertsson og P. S. Pálsson) til næsta þings, 1927, til þess þá að losa sig við þá reikninga- ólyfjan. Þú segir, að við Islendingar tölum oft um að vernda dygðir okkar, til blessunar fyrir það þjóðfélag, sem við nú erum orðn- ir hluti af.” Já, en þar hefði átt að undanskilja Ingólfsnefndina — nærri alla. Þú segir, um forfeður okkar: “Fortfeður vorir vildu heldur láta lífið, en mannorðið.” Já, það var eftir þeim. En hvort heldur af því tvennu mundi Ingólfs- nefndin kjósa — nærri öll? Þú tiilfærir þessi orð úr grein minni, að við, sem í Inigóltfsnefnd- inni voru — og erum—, hefðum “'bundist drengskaparheiti um það, í byrjun starfsins, að taka ekkert fyrir verk okkar”, og er það rétt með farið; en við það hrýtur þér þessi rara setning af munni: “Þessi staðhæfing er blátt áfram lýgi.” Þó var það heit á tvennan hátt gjört. Fyrst með því, að við tókum á móti nefndar- kosnlingunni á borgarafundinum. Svo, í annað sinn, er ívar heitinn Hjartarson kom og gaf okkur sitt staklega góða tilboð, um að vinna það stóra verk, sem hann vann, án nokkurs endurgjalds, en með því ákveðna skilyrði, að við ekki borguðum neitt út fyrir verk, við gæzlu peninganna. Það skilyrði gengumst við undir, um leið og við þá lýstum viðeigandi ánægju okkar ytfir hinu göfgisfulla tilboði hans. Það loforð okkar til hans, brutum við samt, með því að borga einn tíu dala reikning, er okkur var sendur. Við héldum aftur það loforð, hvað okkur sjálfum viðkorn, því enginn okk- ar tók neitt fyrir þau litlu vik, er við framkvæmdum, — að þér ein- um undanskildum, er komst með $200.00 reikninginn ejftirminni- lega. Án þess að Ivar heitinn Hjart- arson legði nokkurn tíma fram reikning til okkar nefndarmanna fyrir sínu stóra verki, þá gátum við ekki, eins og þú hlýtur að muna, gengið fram hjá því að bjóða honum, og greiða honum, hundrað dali, einasta sem þakk- lætisvott fyrir hans .mikla og göfuga startf. Þar sem þú segir, að tvö-hundr- uð dollara krafa þín hafi verið samþykt, á annan hátt en þann, sem eg tók fram í Lögbergs-grein- um mínum, 24. jan. og 4. apríl s. 1., þá er það enn ein aukin sönn- un fyrir því, að ærukærai þín er safandi — eða ekki heima. Hvort sem þú hefir sjálfur notið þeirar $200.00, eða annar, þá er ekki að neinum öðrum að ganga en þér, með það að skila þeim peningum aftur í Ingólfssjóðinn, þar til ef þú tfengir viðeigandi samþykt fyrir því að halda þeim. En frá þinni hálfu mundi það, að líkum, ekki nema sa’nngjarnt, að maðurinn, sem um ár-ið (25. febr. 1925) var að kvabba á þér (og öðrum)! um skildinga, laumaði einhverju til þín, fyrir þínar ei- líflega góðu undirtektir. Sá er sigur tfenginn, að hafa öðlast viðrétting á glapráðum ykk- ar óaldarmanna, og sem ánægju- legastur er fyrir það, að þið við- urkennið yfirsjóu ykkar sjálfir, á siðasta þingi Þjóðræknisfélags- ins, með þeirri samþykt, sem þar var gjörð, sem var sú, að flytja Ingólfssjóðinu jburt úr bygging- arsjóð félagsins, yfir á þann stað sem hann áður var, og undir sama nafn, sem hann áður hafði, sem er: “Varnarsjóður Ingólfs Ing- ólfssonar.” Ef þig langar að tala eitthvað meira við mig — í blaðinu, Hjálm- ar mjnn, þá langar mig til að taka fram við þig, að samvizka þín fái að vera með þér, því annars virði eg þig ekki aftur svars. Þinn velviljaður, Arnljótur B. Olson. ari Gíslasyni, að skrif hans mundu verða sanngjörn, ef hann legði nokkuð til deilumálanna, en allir virðast læra alt á sömu bók- ina, í skóla heimfararnefndar- innar. Til þess að sýna fólki sannleik- ann í afskiftum mínum af Ing- ólfsmálinu á þinginu 1825, skal hér birt tillaga okkar séra Kvar- ans; hún er þannig: “1 þvi trausti, að stjórnarnefnd félags- ins reyni að afla sér upplýsinga um það, hvort ekki megi frekar létta raunir Ingólfs Ingólfssonar, og í því trausti, að hún verji ekki fé úr sjóði þeim, sem við nafn hans er tengdur, í öðru skyni til næsta þings, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá.” Hér er tvent greinilega og ský- laust tekið fram í tillögu okkar séra Kvarans: að haldið sé áfram að vinna að því að létta raunir Ingólfs Ingólfssonar, ef hægt er; að ekki sé varið neinu tfé úr sjóði þeim, sem við nafn hans er tengd- ur, í neinu öðru skyni en honum til raunaléttis. Þetta eru atrið- in, sem um hefir verið deilt, þetta eru atriðin, sem Jónas Pálsson og H. A. Bergman hafa stöðugt haldið tfram. En Hvernig var svo þingsamþykt framfylgt? þessari með -þessa hrífandi vörn, fyrir'þá væntanlega fjársöfnun, eða Alt á sömu bókina lært iSíðan deilurnar hófust um styrkþágumálið, hefi eg tekið nokkurn þátt í þeim, þótt eg hafi sýnt þar minni dugnað, en vera skyldi. Það er mér þó óhætt að fullyrða, að isú litla þátttaka hef- ir verið þannig, að hvergi var hallað réttu máli; enda hefir eng- inn — ekki einu sinni hirðskáld- in — treyst sér til þess að benda þar á nokkur ósannindi né rang- hermi. \ Um Ingólfsmálið hetfi eg lítið ritað, einungis hlaðið fáeinar vörður handa þeim til að átta sig á, sem erfitt kynni að eiga með að rata. Enginn hefir heldur treyst isér til þess, að> finna að þeim með nokkrum rökum. Nú hefir fomvinur minn, herra Hjálmar Gislason, leitt mig inn í Ingólfsdeiluna um nýjar dyr. Hann á nú sem stendur í orða- kasti við hr. A. B. Ol'son og reyn- ir að nota tillögustuðning frá mér, sem einn undirstöðusteininn í afsökunar-hrófatyldri þeirra fé- laga viðvíkjandi Ingólfsmálinu. Ummæli hans eru á þessa leið: “Eg vil að endingu vísa frá mér öllum aðdróttunum Araljóts og félaga hans um það, að við höfum brugðist trausti almennings í m-eðferð Ingólfsmálsins, vegna þess, að við vildum draga Þjóð- ræknistfélaginu afgang sjóðs,ins.. Við breyttum eftir því, sem skyn- semi okkar og samvizka vísaði tiL í því sambandi vil eg geta þess að tillagan, sem úrslitum réði í Ing- ólfsmálinu á þinginu 1925, var borin fram af séra Ragnari Kvar- an og studd af Sig. Júl. Jóhann- essyni. Þeir félagar voru þá ekki búnir að gera þessar uppgötvanir um óráðvandlega ráðstöfun fjár- ins, sem þeir nú tönglast á mán- uð eftir mánuð.” Eg bjóst við því, eftir þeirri þekkingu, sem eg hafði á Hjálm- I byrjun þings 1926, gefur for- seti félagsins eftirfarandi bend- ingu: “------Að leggja nú þegar grundvöll að veglegu félagsheim- ili í Winnipeg — Tel eg afgangi þeim af Ingóltfssjóði, sem nú er í vörzlum félagsins, til einskis 'bet- ur varið, en að byrja með honum sjóð fyrir slíka stofnun.” í skýrslu frá netfnd, sem fjall- aði um stofnun félagsheimilis á sama þingi, stendur þetta meðal annars: “Samkvæmt bendingu frá forseta, leggur nefndin til, að sá afgangur af varnarsjóði Ing- ólfs Ingólfssonar, sem nú er í vörzlum tfélagsstjórnar, sé lagður til þessa yrirtækis, sem byrj- unarsjóður til þessarar bygging- ar,” “P. S. Pálsson og Árni Eggerts- Son lögðu til, að liðurinn sé sam- þyktur óbreyttur. Eftir langar og ósamþykkar umræður, kom fram breytingartillaga frá séra G. Árnasyni, studd af Þorsteini Gíslasjmi, að væntanlegri stjórn- arnefnd sé falið að gren-slast eft- ir því, hvort félagið hafi lagaleg umráð yfir afgangi samskota- fjárins til varnar Ingólfi Ingólfs- syni.” “Eftir langar og allheitar um- ræður” var það þó samþykt, að taka féð og byrja með því bygg- ingarsjóð; en móti því mæltu op- inberlega á fundinum tíu manns og heimtuðu nöfn sín bókuð. Þetta sýnir það og sannar svo að ekki verður móti mælt, hversu rækilega Þjóðræknisfélagið braut bæði skilyrðin, sem það samþykti sjálft með tillögu okkar séra Kvarans; við tókum það greini- lega tfram í tillögunni, að haldið skyldi áfraim að létta raunir Ing- ólfs, þetta samþykti félagið, en sveikst um; við tókum það greini- lega fram í tillögunni, að engu væri varið úr sjóðnum í öðru skyni, en Ingólfi til raunaléttis; þetta samþykti félagið, og hirti svo allan sjóðinn eins- og hann var og ákvað- að verja honum öll- um í eigin þarfir. Fyrir þessa síðartöldu yfirsjón sína hefir nú félagið bætt, með því að taka ráð- um Jónasar álssonar og H. A. Bergmans og skila sjóðnum aftur þangað sem hann var. Um hitt atriðið: $200, sem Hjálmar Gíslason fékk fyrir starf sitt, hefi eg það eitt að segja, að hvorki eg né nokkur annar, er eg hefi heyrt minnast á málið, trúir því, að hann hafi sjálfur notið þeirra peninga. Líkuraar á móti því eru afar sterkar. Hjálmar hefir æfinlega verið manna viljug- astur til þess að vinna fyrir mann- úðarmál án þess að fá fé að laun- um. Hann hefir unnið mikið starf fyrir Goodtemplarastúkurnar, fyr- ir Stórstúkuna, fyrir íslendinga- daginn, fyrir Þjóðræknisfélagið, fyrir Únítarasöfnuðinn; fyrir verkamannamálin og fleira, og ildrei krafist nokkurra launa fyrir slíkt. Þótt á því verði staglast til eilífðarnóns, að hann hafi krafist $200 fyrir meðferð sína á Ingólfssjóðnum, þá trúa því fáir, sem hann þekkja, að hann hafi alt í einu orðið svo ágengur, að reikna sér svo hátt kaup fyrir þetta starf. Sig. Júl. Jóhannesson. CUNARD LINE 1840—1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada. Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að ferð- ast með þessari línu, er það, hve þægilegt er að koma við í Lon- don, stærstu borg heimsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofu- stjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bændum íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnu- konur, eða heilar fjölskyldur. — ■ Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upplýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem getfinn er hér að neðan. öllum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. 10063 Jasper Ars. KDMONTON 100 Pinder Block SASK.ATOON 401 Lancaeter Bld{., CALGARY 270 Maln St. VMNNIPEG, Maa. Cor. Bay & WelUntton I TORONTO, Ont. 230 Hoapltal St. MONTREAL, Que. Beztu kaup á skóm í Canada eru "HorseSboé-.-. SKÓR HANDA KARLMÖNNUM OG DRENGJUM og Fást í öllum Helztu Skóbúðum Fyrir Börnin. Aðal-Útsala H/á THE GREAT WEST SADDLERY CO. LTD. WINNIPEG CALGARY EDMONTON REGINA SASKATOON. Þér fáið Góða Mjólk og »11 þau miklu næringar- efni, sem bezta mjólk hef- ir í sér fólgin. Cresent mjólk er hrein mjólk, rjómi, smjör, áfir, Cottage Cheese. Sími: 37 101 CRESCENT CREAMERY COMPANY, LTD. STOCK ALE SHEA'S WINNIPEG BREWERY LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.