Lögberg - 30.05.1929, Síða 1
PHONE: 86 311
Seven Lines
UíSÍe'
c«t-
For
Service
and Satisfaction
lift
42 ARGANGUR
I
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 30. MAÍ 1929
NUMER 22
<poc
U
Helztu heims-fréttir
Canada
(Sex fet, tíu og ihálfur þumlung-
ur á hæð er ungur Skoti, sem er
nýkominn til Canada, til að setj-
ast hér að. En ifcó pilturinn sé
þetta vaxinn úr grasinu, þá er
hann þó lægstur bræðra sinna,en
þeir eru sex bræður alls.
Á aðfaranótt mánudagsins brann
aðal byggingin í skemtigarði (City
Park) Winnipegborgar, þar sem
veitingar voru seldar o. s. frv.
Eldurinn Ikom upp um miðja nótt
og mun byggingin þá hafa verið
mannlaus, og brann hún til kaldra
kola.
* * *
Síðan hinn svo nefndi tekju-
skattur var lögleiddur árið 1916,
héfir is’ambandsstjórnin innkallað
tekjuskatt, sem nemur alls um
$742vH28;,16|2. Kostnaður stjórn-
arinnair við að |innkalla þennan
skatt, hefir numið $19,226,127, eða
2.46 per sent. af allri upphæðinni.
Þessar tölur reu miðaðar við enda
síðastla fjáhagsárs.
* * *
Málið um laun póstþjónanna í
Winnipeg, sem reis út af verk-
fallinu 1919, hefir nú verið af-
greitt a'f báðum málstofum sam-
bandsþingsins. Eru þau ummæli
höfð éftir sumium senatorunum,
að þeir vonuðu að hamingjan
gæfi, að þeir heyrðu aldei oftar
minst á þetta Winnipeg verkfall
á þinginu. — Eins og kunnugt er,
gerðu póstþjónarnir í Winnipeg
verkfall 1919, eins og flestir aðr-
ir. Eftir nokkrar málamiðlunar-
tilraunir, lét póststjórnin þá, sem
þátt tóku í verkfallinu, vita, að
þeir væru ekki lengur í sinni
þjónustu. Síðan hafa margir
þessara manna fengið vinnu í
pósthúsinu, en þeir Ihafa byrjað |
aðist út í aðra hliðina og meidd-
ist þannig æði mikð. Þetta meðsli
mun þó naumast talið hættulegt.
* *• *
Plastrarar í Ohicago biðja um
kauphækkun, er nemur $1 á dag.
Þeir hajfa nú $13 á dag og vinna
fimm daga í viku. Verkveitendur
hafa neitað þessari kauphækkun
og er sagt, að nú liggi við borð,
að verkfall verði hafið út af
þessu.
Bretland
iLord Balfour er veikur. Hefir
ekki verið heill heilsu síðan 10.
þ. m. Læknar ihafa ráðið honum
að sinna engum störfum fyrst um
sinn.
* * *
1 dag, fimtudag, fara fram al-
mennar þingkosningar á Bretlandi,
eins og lesendum Lögbergs er
kunnugt. Það eru alt af miklar
tilgátur um það í flestum frétta-
blöðum, hvernig þær muni fara.
Margir halda að íhaldsflokkurinn
muni tapa einhverju a!f því fylgi,
sem hann hefir ihaft, en hvort það
verður svo mikið, að hann þurfi
að fara frá völdum, er vitanlega
með öllu óvíst. Verkamanna-
flokkurinn héfir ilátið svo, sem
hann teldi sér sigurinn vísan, en
þó virðist eins og sú sigurvon sé
heldur veikari nú upp á síðkast-
ið. Það lítur ekki út fyrir, að
frjálslyndi flokkurinn hafi eigin-
lega gert sér nokkrar verulegar
vonir um að komast til valda, en
samt vonir um að auka fylgi sitt
á þinginu. 1 næsta blaði verður
skýrt frá útrslitunum.
Þorvaldur Pétursson
Hvaðanæfa
Þriggja ára námskeiðs þess, er
einn ungur fslendingur lauk í vor
við búnaðarskólann, hefir ekki
verið minst í blöðunum, fyr en
nú, um leið og mynd hans birtist
hér að ofan. Er það Þorvaldur
Pétursson, sonur Daníels Péturs-
sonar (frá Reykjum við Hrúta-
fjörð í Húnavatnssýslu) og Þóru
Bergsdóttur, konu hans (frá
Kleyfakoti við ísafjörð), nú bú-
andi í Framnes bygð í Nýja ísl.
í þjóðmegunarfræði (Econom-
ics) vann Þorvaldur annað árið
heiðursverðlaun, veitt áf Co
Operative Marketing Board. Auk
þess náði hann hæsitu stigi í al-
mennri kunnáttu.
Þetta síðasta ár á skólanum var
hann sæmdur Governor General’s
medalíu ‘ fyrir ágæta frammi-
Þessar tölur eru miðaðar við enda
valdur var einn af þremur erinds-
rekum skólans, sem sendir voru
á Red River Valley Winter Show
til Crookston, Minn., í vetur.
Dr. Siggeir Stefán Thordarson
Undirtyllan
Þingkosningar eru nýafstaðnar
á norðanverðu írlandi. Fóru þær
þar sem nýir menn, með lægstu j þannig, að Craigavon flokkurinn,
launum. En vegna þeirrar æfing-
ar, sem þeir höfðu haft þar áður,
voru sumir þeirra manna þegar
látnir vinna 'sum hin vandasam-
ari verk, sem meira kaup er borg-
að fyrir heldur en það kaup, sem
þeir fengu sem byrjendur. Hefir
lengi gengið í miklu stappi út af
þessu, milli stjórnarinnar og póst-
þjónanna, og reyndar ýmsu fleira
I þessu sambandi., Niðurstaðan
hefir nú orðið sú, að þeir sem
þát tóku í verkfallinu, en fóru
aftur að vinna í pósthúsinu sem
nýir menn, fyrir Iægra kaup en
annars er borgað fyrir þau verk,
«r þeir leystu af hendi, skuli nú
fá launa uppbót er svari þeim
mismun, isem er á þeim launum er
þeir hafa fengið og þeim launum
er borguð eru fyrir það verk, sem
þeir hafa leyst af hendi.
Bandaríkin
Hoover forseti hefir tilkynt, að
hann háfi skipað D. F. Davis land-
stjóra í Philippine eyjunum. Mr.
Davis vajr hermiálaráðherra í
Coolidge ráðuneytinu.
# * ■*■
Árið sem leið voru búin til í
Bandaríkjunum 4,346 loftför af
ýmsu tagi, sem kostuðu samtals
$43,812,318.
* * *
Charles A. Lindbegh og Miss
Anne Morow giftu sig á mánudag-
inn var. Fór giftingin fram á
heimili föður brúðarinnar, Dwight
Morrow sendiherra, í Englewood,
N. Y. Fór þetta alt svo leynt, að
enginn vissi neitt, fyr en þau voru
Sift og flogin eitthvað út í loftið.
* * *
Evangeline Booth, yfir hershöfð-
ingl Hjálpræðishersins í Banda-
ríkjunum, meiddist á höfðinu í
vikunni semj leið, er hún var á
leið til aðal stöðva hersins í New
York frá Hartsdale, þar sem er
þeimili hennar. Hún var í bíl og
^iaðurinn, sem bílinn keyrði, varð
að fara út af veginum, til þess að
refkast ekki á annan bíl, sem var
* V€ginum fyrir honum. Bíllinn
^dr ekki um koll, en hallaðist og
þristist töluvert, og konan kast-
eða Unionistar, eru enn sterk-
ari en áður. Hafa nú 38 þingsæti,
en höfðu 33 áður. Ellefu Nation-
alistar náðu kosningu, tveir óháð-
ir og einn sósíalisti.
Frá íslandi
Reykjavík, 24. apríl 1929.
Bæjarsíminn á Akureyri verður
opinn nótt og dag frá næstu raán-
aðamótum.
Mokafli var um alla Austfirði
í marzmánhði og gæftir óvenju-
lega góðar, t. d. réru vélbátar á
Norðfirði hvern einasta dag í 3
vikur samfleytt og er að eins-
dæmi um það leyti árs. Bátar í
Hornafirði höfðu fengið 80—100
skippund í Marslok.
Hænir segir frá því, að Jón
JónsBon bóndi í Firði í Seyðis-
firði hafði sáð kartöflum í garð
sinn hinn 27. marz, og að engin
dæmi sé til þess áður, að kartöfl-
ur hafi verið settar í garð á Aust-
urlandi fjórum vlkum fyrir sum-
ar. •— Mgbl.
Vestmannaeyjum, 27. apríl.
Afli er mjög misjafn í net, þó
dágóð veiði að undanfömu, en
ekki mikil samanborið við venju-
legar hrotur, þegar netjaveiði er
stunduð. •
Hafinn er undirbúningur undir
hafnarvinnu i sumar, sem líklega
byrjar um miðjan næsta mánuð.
Unnið er-að endurbótum á síma-
línum bæjarins, nýjar línur og
staurar settir upp. Venkið unnið
af símamönnnum frá Reykjavík og
verður því sennilega lokið um
miðjan maímánuð.
Vart hefir orðið við rottur hér.
Halda menn að þær hafi komið
með Sandgerðisbátunum í vetur.
Áður rottulaust. Eitrað hefir
verið, en óséð um árangur.
Sólveig Jesdót1|ir, yfirhjúkrun-
arkona sjúkrahúss bæjarins, hefir
sagt starfinu lausu frá 1. mí. —
Bæjarstjórn veitti það Guðbjörgu
Árnadóttur, hjúkrunarlkonu frá
Reykjavík. —*Mgbl.
Reykjavík, 28. apríl
Áttræð verður í dag húsfrú
Steinunn Einarsdóttir á Brúar-
hrauni í Hafnarfirði, alkunn merk
is- og sæmdarkona. Hún hefir
átt heima í Hafnarfirði í rúm 43
ár.
Enskt herskip, er Cherwell heit-
ir, yfirforingi Bowen, kom hing-
að í fyrradag. Það mun dvelja hér
eitthvað vikutíma, til þess að
hreinsa katlana o. fl., en fer svo
út á mið og á að hafa eftirlit með
enskum veiðiskipum. Það fer aft-
ur til Englands eftir þrjár vikur.
Bílum fjölgar óðum í Vestur-
Skaftafellssýslu. Eru nýfarnir
héðan tveir nýir vörubílar og var
farið með þá landveg austur; fer
annar í Mýrdal en hinn austur á
Síðu. Komu bílarnir til Víkur í
fyrrakvöld; gekk vel austur yfir
vötnin, en miður austur með Eyja-
fjöllum og í Mýrdal, því vegir
voru vondir. Von er á nokkrum
fleiri bílum austur síðar í vor.
Stór vinnuveitandi er Eimskipa-
félag íslands orðið hér í bæ. Á
föstudaginn var borgað út fyrir
10 daga vinnulaun 12 þús. kr. —
Mgbl.
Svíar búa sig undir að auka út-
gerðina hér við land í sumar. —
Segir “Tidens Tegn” að einn af
forstjórum hlutafélags í Gauta-
borg sé kominn til Bergen til þess
að gera fullnaðarsamning um
leigu á 7 norskum skipum til síld-
veiða hjá íslandi í sumar. — Eiga
skip þessi að stunda veiðar hér
við land í ágúst og september, og
verður þetta fyrsta tilraunin sem
þetta félag gerir um að veiða hér
síld handa sér. í samtali við
“>Bergens Tidendle” segir forstjór-
inn, að félag sitt kaupi árelga 10
þús. tunnur af Islandssíld, en geri
þó ekki ráð fyrir að veiða svo
mikið. Fyrirkomulagið á þessari
útgerð verður þannig, að verk-
smiðjurnar leggja til skipin, tunn-
ur, salt, og sykur og krydd, en
veiðimenn fá víst fyrir hverja á-
pakkaða tunnu. Er gert ráð fyr-
ir, að ef vel gengur í sumar, þá
verði veiðar þessar reknar í miklu
stærri stíl annað sumar. — Mgbl.
Kuldatíð hefir verið fyrir norð-
an að undanförnu. Hefir oftast
nær snjóað um nætur, en tekið
upp á daginn, svo að ekki hefir
safnast snjór.
Nöfn þeirra íslendinga, sem á
þessu vori hafa útskrifast af hin-
um ýmsu æðri mentastofnunum
Manitoba-fylkis, hafa þegar verið
birt í Lögbergi og Heimskringlu.
Einn í þeirra hópi er Dr. Thord-
arson. Hann útskrifaðist í lækn-
isfræði af Manitóba-háskólanum
miðvikudaginn 15. maí.
Hann er sonur hjónanna Kol
beins og önnu Thordarson, sem
nú eru búsett í Seattle í Washing-
ton-ríki. Kolbeinn er sonur Sig-
geirs Thordarsonar og önnu Stef-
ánsdóttur, sem bæði voru ættuð
úr Borgarfjarðarsýslu. Foreldr
ar önnu, móður hins nýja læknis,
voru þau hjónin Jón Sigurjóns-
son og Sigurlaug Gísladóttir, bœði
ættuð úr Suður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar bæði Kolbeins og önnu
voru um langt skeið í Winnipeg.
Af þeim fjórum er Siggeir einn
lifandi, og er hjá dóttur sinni,
Mrs. T. Arason, í Argyle-bygð.
Stefán er fæddur að Edinburg,
N. Dak., 30. dag september-mánað-
ar 1901, þar sem foreldrar hans
þá áttu heima. Þremur árum síð-
iii fluttu pau '1 vv ug
voru *þar nokkur ár. Þar byrjaði
Stefán að ganga í skóla. Hélt
hann því áfram í Kelliher, Saskat-
chewan, þegar fjölskyldan flutti
þangað. Þar lauk hann barna-
skólanámi og fór þaðan til ’náms í
Jóns Bjarnasonar skóla árin 1916
og 19171 í Winnipeg, og var þar
veturinn. Eftir það var hann við
nám í Saskatoon. Var þá fólk
hans flutt þangað. Þar lauk hann
miðskólanámi og þar stundaði
hann college-nám við háskóla
Saskatchewan-fylkis. útskrifaðist
hann þaðan með góðum vitnis-
'burði árið 1923.
Á skólaárum sínum í Saskatoon
vann 'hann í sumarleyfinu v,-ð
bændavinnu eða við alþýðuskóla-
kenslu. Lagði hann alla stund á
það, að komast áfram og sýndi
þann vilja bæði í námi og vinnu.
Að hausti 1923 fór hann til
Winnipeg og tók að nema læknis-
fræði í læknadeild Manitoba-há-
skólans. Árið 1924 fékk hann
lungnaveiki, sem leiddi til þess,
,að hánn fór á heilsuhælið í Nin-
ette. Var hann þar um stund sem
sjúklingur, en fékk svo fljótan og
g>5ðan bata, að eftir þrjá mánuði,
gat ihann farið að vinna þar.
Hann hafði á hendi kenslustörf.
Haustið 1925 hóf hann, að nýju,
nám við læknaskólann í Winni-
peg. 1 sumarleyfi 1926 og 1927
vann hann sem aðstoðarlæknir
við vitskertrahælið í Brandon í
Manitoba-fylki. Síðastliðið ár, frá
1. júní 1928, vann hann sem að-
stoðarlæknir í Hinu almenna
sjúkrahúsi í Winnipeg-borg. Burt-
fararprófi frá læknaskólanum
lauk hann með heiðri.
Árin, sem hann hefir verið við
nám í Winnipeg, hefir hann átt
heima hjá móðursystrum sínum,
Miss Ingu Johnson, Mrs. Láru
Burns og Mi'ss Jennie Johnson.
Stefán hefir reynst góður náms-
maður og í hvívetna hinn bezti
drengur. Hann hefir glatt sinni,
aðlaðandi persónu og prúðan
framgangsmáta. Hefir hann kynt
sig vel alstaðar þar sem hann
hefir verið. Ekki sízt hefir hann
átt miklum vinsældum að fagna
meðal námsbræðra sinna.
Björt framtíð blasir við þessum
unga og efnilega manni. Hinir
mörgu vinir hans óska honum
gæfusamrar framtíðar.
R. M.
Þeir, sem hafa lagt þann kross á
sig að lesa Heimskringlu í ritstjórn-
artíð hr. Sigfúsar Halldórs frá )
Höfniun, eru sjálfsagt fyrir löngu )
búnir að átta sig á því, að sá herra )
virðist aldrei vera eins ánægður )
með sjálfan sig og eins i essinu sínu {
eins og þegar hann er að úthrópa
og lítilsvirða einhvern, sem gerst
hefir svo djarfur að láta í ljós aðra
skoðun en ritstjórinn um mál það,
sem liggur til umræðu. Hann tek-
ur fyrir hvern á fætur öðrum af
okkar mætustu mönnum og með
einni pennasveiflu kveður upp yfir
þá dóm, sem í eðli sínu er þyngri
en likamlegur dauðadómur, því
hann slær því út með miklum mynd-
ugleik, að þessir menn séu sokknir
svo lágt, að þeir eigi engrar við-
reisnar von, hvorki lífs né liðnir.
í hvert skifti, sem hann kveður upp
slíkan dóm, virðist hann gleðjast
eins og hræfugl yfir hræi. Það er
helzt að sjá, að þessari þjóðræknis-
hetju sé orðið það kappsmál aö
reyna að sannfæra lesendur sína um
það, að utan hans litlu klíkku sé
helzt enginn Vestur-íslendingur,
sem nokkurt manngildi hafi. Skelf-
ing væri okkar vestur-íslenzka
mannfélag fátækt og fáskrúðugt, ef
hr. Halldórs talaði : þessu efni af
nokkru viti eða nokkurri sanngirni.
En, sem betur fer, er það ekki. Jafn-
vel hr. Halldórs trúir ekki sjálfur
því, sem hann er aS slá út um and-
stæðinga sína. Því til sönnunar
nægir að benda á eitt dæmi; Um
fáa andstæðinga sína hefir hann tal-
að jafn svívirðilega og með ■ jafn
mikilli fyrirlitningu og Jón J. Bíld-
fell. Ef aðeins helmingurinn af
öllum þeim óþverra, sem hann hefir
helt yfir Jón Bildfell, væri sannur,
—sem hann vitaskuld ekki er—þá
væri Jón Bíldfell með öllu óhæfur
að vera formaður heimfararnefndar
Þjóðræknisfélagsins. Það væri þá
einnig ómenska af hr. Halldórs mál-
efnisins vegna og félagsins vegna
og ættjarðarinnar vegna að láta það
viðgangast, clo hann néldi 'þeirii
stöðu. Bn það er öðru nær en að
hann mótmæli því. Hann sýnir
þvert á móti, að hann hefir aldrei
trúað sínu eigin slúðri um Jón Bíld-
fell, því nú hefir hann tekið því
fegins hendi að fá að komast í
heimfararnefndina og verða undir-
tylla Jóns Bíldfells. Hann hefir
gert sér Jjað að góðu, þó sjálft
Þjóðræknisiþingið árið 1928 neitaði
að bæta honum við í nefndina, og
nefndin sjálf þá afþakkaði að hafa
hann með, jafnvel Jvó hann væri þá
tilbúinn að snúast og taka spenatrú.
Það er von, að hann finni til sín nú,
þegar hann athugar það, að hann
traðkaði Jón Bíldfell eins langt nið-
ur í skarnið eins og honum var unt,
og er svo sjálfur kominn það neðar,
að hann hefir gerst undirtylla þess
sama manns, sem hann hefir á allar
lundir reynt að lítilsvirða og gera
tortryggilegan. Það er því sízt að
undra þótt hann, sem slík undirtylla,
tali nú nteð miklum myndugleik.
Það hefir lengi þótt uppsláttur að
vera undirtylla.
Ef hr. Halldórs væri eins skyn-
samur eins og hann ímyndar sér
að hann sé, þá væri hann fyrir löngu
búinn að átta sig á því, að enginn
er farinn að taka sleggjudóma hans
til greina. Hann ætti að sjá það
bezt á því, að hjá skoðanabræörum
hans sjálfs hefir Jón Bíldfell aldrei
verið í eins miklu áliti og afhaldi
eins og síðan hr. Halldórs reyndi
að kveða hann niður. Og eins fer
með þá, sem hann er að reyna að
kveða niður nú. Dómar hr. Hall-
dórs um menn og málefni eru svo
gífurlegir og ósanngjamir, að með-
hald hans er einskis virði ,og mönn-
um er talið það til lofs en ekki lasts
að hafa orðið fvrir sleggjudómum
hans.
Eftir það, sent eg hafði áður séð
á prenti eftir hr. Halldórs, gat eg
ekki ímyndað mér að ósvifnin gæti
gengið lengra hjá honum en l>egar
var komið. Samt hefir honum tek-
ist að kóróna alla sína fyrri ósvifni
með ummælum sínum um dr. Brand-
son í tilefni af J)ví, að hann lét birta
á prenti bréfaviðskifti heimfarar-
nefndarinnar viS forsætisráðherra
Manitobafylkis. Þar segir hr. Hall-
dórs, að dr. Brandson hafi “lotið
szro lácjt, að hann bíður þess aldrci
bætur í áliti allra góðra V.-Islend-
inga.” Og það ýlfrar í honum af
gleði yfir því, að hafa nú gert alt,
sem í hans valdi stendur, til þess að
gera tortryggilegan í augum almenn-
ings einmitt þann manninn, sem að
maklegleikum hefir notiS meira á-
lits og meiri vinsælda en nokkur
Dagskrá kirkjuþings
Hins ev. lút. kirkjufél. Isl. í Vesturheimi, er haldið verður
í kirkju Brœðrasafnaðar í Riverton frá 5.—10. júní, 1929.
Miðvikudaginn 5. júní, kl. 11 f.h.—Guðsþjónusta með altaris-
göngu. Kirkjuþing sett.
Miðvikudaginn 5 júní, kl. 3-6 e.h.—Þingfundur. Skýrslur.
Miðvikudaginn 5. júní kl. 8 að kvöldinu—Fyrirlestur, séra Carl
J. Olson.
Fimtudaginn 6. júní, kl. 9-12 f.h.—Þingfundur.
Fimtudaginn 6. júni, kl. 2-6 e.h.—Þingfundur.
Fimtudaginn 6. júní, kl. 8 að kvöldinu—Fyrirl., séra H. Sigmar.
Föstudaginn 7. júní, kl. 9-12 f.h.—Þingfundur.
Föstudaginn 7. júní, kl. 2-6 e.h.—Þingfundur.
Föstudaginn 7. júni kl. 8 aS kvöldinu—Trúmálafundur. Um-
ræðuefni: Undirbúningur ungmenna undir fermingu. Máls-
hefjandi: séra S. S. Christopherson.
Laugardaginn 8. júní, kl. 9-12 f.h.—Þingfundur.
Laugardaginn 8. júni, kl. 2-6 e.h.—Þingfundur. Þingslit.
Laugardaginn 8. júní, kl. 8 að kvöldinu.—Söngsamkoma undir
umsjón Bræðrasafnaðar.
Guðsþjónustur verða í kirkjum bygðarinnar öllum, eftir því
sem auglýst verður á hverjum stað, sunnudaginn 9. júní. Þá á
einnig að vígjast kirkja Geysis safnaðar.
Allar fastanefndir eru beðnar aS leggja fram ákveðnar til-
lögur fyrir þingið í skýrslum sínum.
Glenboro, Man., 24. mai, 1929.
K. K. Ólaf^on,
forseti kirkjufélagsins.
i
4
Það, sem Sigfús undirtylla bygg-
ir Jænnan sleggjudóm sinn um dr.
Brandson á, er hvorki meira né
minna en bláköld ósannindi, sem
hann neitar að taka aftur eða leið-
rétta, hvað greinilega sem honum
er bent á, að hann hafi haft dr
Brandson fyrir rangri sök. Kæran,
sem hann ber fram gegn dr. Brand-
son, er sú, að hann.hafi komist yfir
þessi bréf “á þann hátt, að þing-
maður fær ]>au í hendur, undir þvi
yfirskini, að fá þau til aflestrar fyr-
ir sig, og svo að lauma þeim, eða
afrit af þeim, út úr þinghúsinu til
birtingar í L'ógbcrgi, í algerðu heim-
ildarleysi og án vitundar forsætis-
ráðhcrrans.”
Þessi kæra er algerlega úr lausu
lofti gripin og hefir bókstaflega ekk-
ert við að styðjast. Það var ekki
um neitt undirferli af nokkurs hálfu
að ræða. Bréfin voru ekki fengin
undir neinu yfirskini. Það var eng-
ing krókaleið farin. heldur var
gengiS hreint til verks. Þingmað-
urinn (dr. McKayJ bað ekki um
bréfin aðeins til aflestrar fyrir
sjálfan sig eða dr. Brandson, heldur
bað hann um þau í þeim ákveðna
og tilgreinda tilgangi, að dr. Brand-
son fengi að taka afrit af þeim, án
þess að honum væru sett nokkur
skilyrði um afnot þeirra. Seinni
hluta dags 15. apríl var dr. Brand-
son tilkynt af dr. McKay, að bréfin
biðu hans á skrifstofu forsætisráð-
herrans og, að hann gæti, hvenær
sent honum sýndist, sent sinn eigin
vélritara þangað til þess að taka af-
rit af þessum bréfum. Næsta morg-
un (16. aprílj fór eg, ásamt vélrit-
ara, á skrifstofu forsætisráðherr-
ans og skýrði frá því, að eg væri
kominn til þess að taka afrit af
bréfurn þeim, sem dr. McKay hefði
ráðstafað við forsætisráðherrann,
að dr. Brandson fengi að taka afrit
af. Skrifari (private secretaryj
forsætisráðherrans, Miss McCallum
að nafni, vissi um þessa ráðstöfun
og hafði bréfiti til taks. Eg kom
með mín eigin ritföng og mína eigin
ritvél, og hún fMiss McCallumJ
lánaði vélritaranum, sem meö mér
kom, skrifborð til þess að sitja við,
á meðan hún var að taka afrit af
bréfunum. Alt þetta gerðist í dags-
ljósinu og á skrifstofu forsætisráð-
herrans sjálfs. Bréfin sjálf fóru
aldrei út úr skrifstofu forsætisráð-
herrans á meðan á þessu stóð, og
engu var “laumað út úr þinghús-
inu.” í stað þess að afriti af þess-
um bréfum væri laumað út úr Jiing-
húsinu “í algerðu heimildarlevsi og
án vitundar forsætisráðherrans,” þá
•ar afritið tckið á skrifstofu for-
sætisráðherrans sjálfs og samkvæmt
hans fyrirfram fengnu leyfi. Hvorki
dr. McKay né forsætisráðherrann
settu dr. Brandson nokkur skilyrði
viðvíkjandi afnoti bréfanna. Þetta
veit Sigfús undirtylla mæta vel,
hvað mikið sem hann blaðrar um
heimildarleysi. Hann veit einnig,
að dr. Brandson hefði aldrei gert
sér það að góðu að fá afrit af þess-
um bréfum með því skilyrði, að
hann hefði ekki algerlega frjálsar
hendur með það, hvernig hann not-
aði þau, því, ef bréfin hefðu ekki
staðið honum til boða skilyrðislaust
utan þings, þá vissi hann, að hann
annar núlifandi Vestur-íslendingur.
eru um leið oröin almennings eign,
og öll fréttablöð álíta sér heimilt
að birta þau án nokkurs sérstaks
leyfis. Hin umræddu bréf voru
lögð fram utan þings með þeim
skilningi, að dr. Brandson fengi öll
sömu afnot af þeim og þó þau hefðu
verið lögð fram á þingi, sem vita-
skuld felur í sér heimild til að birta
þau eöa nota þau á hvern annan hátt,
sem honum þóknast. Hvorki dr.
McKay né forsætisráðherrann settu
dr. Brandson nokkur skilyrði við-
víkjandi afnotum bréfanna, og
hvorki Sigfúsi undirtyllu né nokkr-
um öðrum tekst því að sanna, að dr.
Brandson hafi komist yfir þessi
bréf eða birt þau á nokkurn óheið-
arlegan hátt. Haldi því hr. Hall-
dórs áfram þessu slúðri um dr.
Brandson, þá sannar hann aðeins
með því, að hann skilur vel hvaða
hlutverk honum var ætlað, þegar
hann var hafinn upp í undirtyllu
stöðuna.
I Heimskringlu 27. október 1926
sagði hr. Halldórs, að það væri sín
heitasta bæn, að sinn hroki yrði
aldrei frá sér tekinn. Eg held, að
flestum muni finnast, að hann hafi
fengið bænheyrslu, því i þessum
árásum hans á dr. Brandson virðist
hann; ekkert hafa til brunns að bera
annaS en hroka, ósvífni og ósann-
indi.
Hjálmar A. Bergman.
FRÁ ÍSLANDI
Reykjavík, 1. maí.
Það er í ráði, að farin verði
skemtiför frá Danmörku í sum-
ar til Islands. Forgöngumaður að
því er Peder Th. Jensen, barna-
kennari á Friðriksbergi, en með í
ráðum er Dansk-isl. Selskab”. Bú-
ist er við því, að það verði aðal-
lega kennnarar og kenslukonur,
sem taka þátt í för þessari, en þó
getur Ihver verið með sem vill. Er
gert ráð fyrir, að svipað snið
verði á þessari skemtiför og kynn-
isför danskra kennara hingað til
lands hérna um árið.
Gamli Reykjavíkurvitinn í
Skuggahverfinu verður lagður
niður hinn 1. júní, en í hans stað
hefir verið reistur nýr viti ofan á
vatnsgeyminum í Rauðarárholti.
— Á þeim vita verður byrjað að
kveikja 15. júlí. Ljóseinkenni
hans verða hvítir, rauðir og grænr
ir blossar og varpar hann grænu
ljósi yfir Akurey og Akureyrjar-
rif, hvítu ljósi yfir innsiglingua,
rauðu ljósi yfir Engey, hvítu ljósi
yfir sundið milli Engeyjar og Við-
eyjar og grænu ljósi yfir vestur-
hluta Viðeyjar. Vitahúsið er grár
stöpull og ljósker, samtals 5 metra
á hæð, en hæð vitaljóssins yfir
flæðarmál, er 55 metrar.
Á Tjörnesi verður reistur nýr
viti í humar, blossaviti. Vitabygg-
ingin verður hvítur turn með ljós-
keri, 12 metra hár.
Annar viti verður reistur á
Rauðanúpum, og er einnig bloss-
viti. Vitabyggingin verður grátt
hús með ljóskeri, 7 metra hátt.
Þá verður reistur nýr viti í sum-
gat að sjálfsögðu fengið þau lögð |ar a Hádegissikeri, austast á Al-
fram á þingi alveg skilyrðislaust. i viðruhömrum, skamt fyrir vestan
Það viðurkennir jafnvel undirtyllan ! Kúðaós. Er það blossviti. Vita-
sjálf. I byggingin verður hvítur turn með
Skjöl, sem lögð eru fram á þingi,; ljóskeri, 20 metra hár.—Mgbl.