Lögberg - 30.05.1929, Síða 6

Lögberg - 30.05.1929, Síða 6
Bls. 8. ..... Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. “Heldurðu að þér liefði fallið vel, að búa úti á landií” spurði Saxon. ‘‘Já, auðvitað.” ‘Margt fólk býr enn í sveitunum,’’ sagði hún. “Já, enn þá, en þeir eru alt af að koma til bæjanna og reyna að fá þar vinnu.” XI. KAPÍTULT. Loks fékk Villi vinnu við að keyra hesta lijá félagi einu, sem tekið hafði að sér að byggja brú ekki alllangt frá Oakland. Aður en hann byrj- aði að vlinna, gekk hann fyllilega úr skugga um það, að þar ynnu engir aðrir en þeir, sem tilheyrðu verkmanna félögunum og það unnu þar engir aðrir fynstu tvo dagana. En það stóð ekki lengi. Þá hættu þegr, sem við steinsteypuna x oru að vinna, gerðu verkfall, og Indíánar voru teknir í þeirra stað sem vitanlega tilheyrðu engu verkamanna félagi. Þá hættu allir hinir að yinna og Villi eyddi því, sem eftir var af degin- um til að ganga heim, því peninga hafði hann ekki til að borga fyrir farseðil. Hann sagði Saxon frá þessu þegar heim kom og endaði söguna með því, að ómögulega hefði hann getað unnið með mönnum sem voru að brjóta verkamannasamtökin á bak aftur. “Nei,” sagði Saxon. “Það var ekki von þú gætir það.” En ekki gat hún komið því fyrir sig hvemjig þessu eiginlega gæti verið varið> að það var nóg að gera og mennirnir vildu vinna, en gátu það ekki vegna þess að það voru viss samtök sumra verkamannafélaganna, sem stóðu á móti því. Hveraig voru þessi verkamannafé- lög komin til? En ef þau þurftu endilega að vera til, því voru þá ekki allir verkamenn í þeim! Þá mundi ekki þessi ófriður milli verkamann- anna eiga sér stað og þá gæti Willi unnið í friði á hverjum degi. Annað,sem hún var að hugsa um var það, hvar hún gæti fengið hveitisekk, því hún var löngu hætt að kaupa brauð af bakaran- um af því að þau kostuðu of mikið. Konuraar þar í nágrenninu, sem hætt höfðu að kaupa brauð voru svo margar, að bakarinn hafði ekki getað haldist við og var faginn burtu með fjölskyldu sína. Afleiðingar verkfallsins voru alstaðar sjá- anlegar, hvar sem litið var. Einn daginn kom einhver ólcunnugur maður og spurðji eftir Willa. Hann vildi fá leigt her- bergi. Þegar Willi kom heim um kveldið hafði hann merkilegar fréttir að segja henni. Yfir- maður félagsjns, sem hann hafði unnið hjá, hafði fundið hann að máli og boðið honum hundrað dali um mánuðinn ef hann vildi bvrja aftur að vinna og vera formaður. Saxon varð það ^iæstum ofraun að hugsa til þess hve nærri þau voru því nú, að geta lifað í alsnægtum. Og því meira varð henni um þetta, að þegar hún fékk þessar fréttir, voru þau að neyta kveldverðar, og alt sem þau höfðu til mat- ar voru kartöflur og eitthvað fleira af garðmat, ekkert kaffi og ekkert smjör. Hundrað dalir um mánuðinn! Hún varð að taka á allri sinni still- ingu til að halda sér í skef jum. “Hvernig stendur á að þeir bjóða þér þetta?” spurði hún. “Það er auðskil|ið,” sagði hann. “Þeir hafa margar ástæður til að bjóða mér þetta. Sá, sem þeir hafa nú til að hirða um keyrsluhestana góðu kann ekkert með þá að fara og annar þeirra er orðinn haltur. Þeir vita, eða þá grunar, að eg munji hafa verið býsna óþarfur mörgum, sem þeir liafa fengið til að vinna í okí:ar stað og eg eigi mikinn þátt í því, að þeir eru nú margir í lamasessi. Macklin hefir verið formaður fyrir þá í mörg ár. Eg man að hann var það þegar eg var dálítill drengur. Nú er hann veikur og getur ekki unnið lengur. Þeir verða að fá eán- hvern í hans stað. Eg hefi lengi unnið hjá þeim, og eg gæti vel gert þetta. Þoir vjta fullvel að eg hefi gott vit á hestum og kann að fara með þá. Það er nú líka alt sem eg kann, nema að berjast. ” “Hugsaðu þér Willi!” sagði Saxon. “Hundrað dalir um mánuðinn! Hundrað dalir um mánuðinn!” “Og bregðast félögum mínum,” sagði hann. Hér var úr vöndu að ráða. Þau hprfðu hvort á annað. Hún beið eftir honum að segja eitt- hvað, en hann bara horfði á hana og sagði ekki orð. Saxon fanst að jietta væri þýðingarmesta augnablikið sem hún hefði enn lifað, og hún reyndi að vera eins stilt og hugsa eins skvnsam- lega eins og hún mögulega gat. Hún gat ekkert í það ráðið hvað maðurfinn hennar hugsaði um þetta. A honum voru engin svipbrigði að sjá og augnaráðið lýsti því á engan hátt, hvað hann hugsaði. Hann bara horfði á hana og beið. “Þú getur ekki gert það, Willi,” sagði hún loksins. Þú getur ekki brugðist félögum þínum.” Hann greip um hendurnar á henni og varð alt í einu svo hjartanlega glaður. “Þú ert bezta konan, sem til er í veröldinni. Ef hinjir mennirnir væru eins vel giftir eins og eg, þá mundum við áreiðanlega vinna verkfall- ið.” “Hvað mundir þú hafa gert Willi, ef þú hefð- ir verið ój^iftur?” “Þá hefði eg látiðskríða til skara.” ‘ ‘ Þaðl ætti eítki að gera neitt til þó þú sért giftur. Það er ekk]i nema sjálfsagt, þó eg fylgi þér í öllu. Annars væri eg ekki góð kona. ” Nú mundi Saxon eftir manninum, sem komið hafði um daginn og hún hélt að nú væri tæki- færi að segja bónda sínum frá erindi hans. LÖGBERG FIMTUDAGINN 30. APRIL 1929. “Það kom maður hérna í dag,” sagði hún. “Hann vildi fá leigt lierbergi. Eg sagði honum að hann skyldi tala um það við þig. Hann vildi borga sex dali um mánuðinn fyrir auða her- bergið. Það er helminguijinn af því, sem við þurfum að borga á mánuði fyrir húsgögnin og jiiar að auki gæti eg keypt sekk af hveiti. Eg hefi ekkert hvqiti núna. ” Hún sá strax að Willa féll þetta ekki vel í geð. “Það er víst einhver af þessum náungum, sem er að stela vinnu frá okkur verkamönnun- um?” “Nei, Kann er kindari á jámbrautarlest, sem fer til San José. Hann heitir James Harmon; er nýkominn frá Truckee. Hann vinnur á nótt- unni en sefur á daginn og því vildi hann fá her- bergi einhversstaðar þar sem englin böra væru og alt sem kyrlátast. ’ ’ Það var ekki fyr en eftir að Saxon hafði var- ið löngum tíma til að sannfæra Willa um að þetta væri svo sem engin verkaukf fyrir sig, að hún gat fengið hann til, að samþykkja að hún leigði þessum manni herbergið, og jafnvel eftir að hann hafði samþykt það, gat hann ekki látið vera að telja á því tormerki. “Eg vil ekki að þú þurfir að stjana við aðra menn. Það er ekki rétt, eg á að sjá um þig.” “Þú hefðir nú gert það líka,” svaraði hún, “ef þú hefðíir tekið þessa vinnu, sem þér bauðst. En J)ú getur það ekki, af því það væri rangt. En fyrst eg fylgi þér, þá er ekki nema rétt að eg fái að gera það, sem eg get gert. James Harmon var jafnvel til enn minni ó- þæginda, heldur en Saxon hafði nokkurntíma bújist við. Þó vinnan, sem hann stundaði væri að vísu alt annað en hreinleg, þá var hann furð- anlega hreinlegur, og altaf Jweginn þegar hann kom heim. Hann hafði lykil að bakdyrunum og gekk ávalt umþær. Við Saxon talaði hann ahlrei neitt noma kannske kastaðli á hana kveðju, þegar hann kom eða fór, og þar sem hann var aðeins heima að deginum, þá var hann búinn að vera þama í viku áður en Willi sá hann. Willi var farinn að koma heim miklu seinna en vandi hans hafði verið, og oft fór hann einn út seint á kveldin. Hann sagði henni aldrei hvað hann væri að gera, eða hvert hann færi, og hún spurði heldur 'aldrei um það. En það fór ekki fram hjá henn(i að það var oft töluverð vínlykt af lionum þegar hann kom heim. Ekki það að mikið bæri á honum eða hann væri með nein drykkjulæti. Hann var aukheldur enn hæglát- ai)i en vanalega, og það bar ekki á neinum óstyrk hjá honum. Hann var heldur ekki þrætugjarn, en það sem liann sagði, þegar hann var drukk- inn, sagði hann með þeirri sannfæringar vissu, að þar var ekki neinu um að þoka. Það sem hann sagðji var rétt og alt sem því var gagnstætt var rangt. Það var þýðingarlaust að tala nokkuð meira um það. Saxon sá nú ekki lengur hans betri mann að- eins. Hann var svo mikið öðruvísi heldur en hann hafði verið, að hennji fanst næstum að hún væri að kynnast mann.i, sem hún hefði aldrei þekt áður. Hvemig sem hún reyndi að sporna við því, })á fann hún samt að hún var að fjar- lægjast liann meir og meir. Henni var í fersku minni hve góður hann hafði verið og nærgætinn og prúður. Hún mundi hve ant hann hafði lát- ið sér um að koma í veg fyrir illindi og áflog og alt þess konar. Nú þótti honum bara vænt um það og sóttist eftir því. tJtlit hans var orðið alt annað en áður. Þessi unglingslegi, góðlegi svip- ur var horfinn og svipurinn bar nú vott um ó- bilgirni og harðlyndi. Það kom varla fyrjir að hann væri ónotalegur eða vondur við hana. En hann var hættur að vera góður við hana. Hann var farinn að láta þana svona hér um bil afskiftalausa. Hún var honum eins og áður, nema hún tók lítinn þátt í afskiftum hans af verkfallinu, en samt leit út fvrfr að honum væri farið að standa nokkurn veginn á sama um hana. Þá sjaldan að hann sýndi henni blíðu, þá fanst henni að hann gera það eins og af gömlum vana, en ekki að honum væri það eiginlegt. Stundum þegar hann var ó- dfukkinn fanst hennji þó hans gamla blíðlyndi bregða fyrir, en það entist ekki og dó strax út. Skapferli han„s var orðið alt annað en áður. Alt þetta strið hafði haft afar ill áhrif á hann. Ekki bar minsta á þessu þegar liann svaf. Hann lét afar illa í svefni, barðist um eins og hann væri í hörðum áflogum og lét stundum út úr sér hin ó- skplegustu blótsyrði. Þetta minti hann á það sem María hafði sagtl henni um Bert. Eitt var.alveg ljóst fyrir Saxon, og það var það, að Willi hafði ekki af ásetningi skift svona um ham og orðjið allur aiinar maður en hann áður var. Ef þetta verkfall og alt það stríð sem því fylgdi, hefði ekki komið fyrir þá var hún viss um að Willi væri enn samji elskulegi góði pilturirín sem hann hefði áður verið og sem hún liafð unnað af öllu hjarta. Það voru áreiðan- lega hinar ytri kringumstæður, sem höfðu gert hann eins og hann var orðinn. En héldi þessu áfram, }>á duldist henni ekki, að það var úti um ánægju hjónabandsins. Hún gat ekki elskað manninn s'inn eins og hann nú var orðinn, og hún gat ekki séð að hann ætti það skilið. Ef til vill ætti það fyrir þe(im að liggja að eignast afkvæmi. Til þess gat hún ekki hugsað nema með skelf- ingu. Hvernig í óisköpunum stóð á þessu öllu saman? Þá gátu gat hún ekki ráðið. Wjilli hafði líka sínar ráðgátur, sem hann gat ekki leyst úr. “Hversvegna gera byggingamennirair ekki verkfall líka?” sagði hann eitt kveldið með mik- illi frekju. “Jú, það er vegna þess að O’Brien vill það ekki, og þeir sitja og standa eins og hann vill, í staðinn fyrir að kasta honum út óg fara sinna ferða. Þeir mættu vita að hann er pólj- tískur bragðarefur og fjárdráttarmaður. Eða þá þetta stóra verkamanna samband. Því sér það ekki um að allir geri verkfall. Þá mundum við vinnapins og að drekka. Hamingjan góða! eg hefi ekki reykt sæmilegt tóbak eða drukkið góðan kaffibolla, eg veit ekkj hvað lengi. Eg tala nú eki um góða máltíð. Eg vigtaði mig í gær og eg vigta fimtíu pundum ipinna, en þegar verkfallið byrjaði. Eg verð bráðum að engu ef þessu heldur áfram. Þetta er það sem eg fæ fyrir að hafa borgað mín gjöld til verkamanna- félagsins í mörg ár. Eg fæ ekki nóg að borða og konan mín verður að stjana við leigjanda í hús- inu. Það kemur að því einhvem daginn að eg rek hann burtu.” “Þetta er ekki hans skuld,” sagði Saxon. “Hver er að segja það?” svaraði Willi höst- uglega. “Eg ger,i þetta nú kannske samt. Hvaða gagn er annars að þessum verkamanna samtök- um, þegar ekki er hægt að vinna verkfall. Mig vantar ekki liálfa spönn til að hætta við þetta alt saman og ganga í lið með verkveitendunum. Eg bara v,il það ekki. Þeir geta farið norður og nið- ur. Ef þeir halda að þeir geti látið okkur kné- krjúpa sér, þá er bezt fyrir þá að reyna það. En mér leiðist þetta. Það er eins og allir séu orðn- ir hringlandi vitlausir. Ekkert vit í neinu. Hvaða gagn er að styrkja þessi verkamannafé- lög, þegar þau geta ekki unnið verkfall? Og hvaða gagn er að berja þá til óbóta og gera þá ófæra til vinnu, sem koma til að vinna í okkar stað, þegar þeir koma altaf fleiri og fleiri? Eg held allir séu orðnir vitlausir og eg líka.” Það er mjög sjaldgæft að Willi talaði svona. Vanalega var hann mjög þegjandlegur og virtist vera áhyggjufullur. Það var aðeins þeg- ar hann hafði drukkið óvanalega mikið að hann vrð æði opinskár. Eitt kveldið kom Willi ekki heim fyr en eftir klukkan tólf. Saxon var orðin mjög óþolinmóð og áhyggjufull, sérstaklega vegna þess að hún hafði frétt að verfallsmenn hefðu lent í ein- hverjum skærum við lögregluna. Þegar Willi loksins kom, sannfærðist hún um að þær fréttir mundu vera sannar. Ermarnar á treyjunni hans voru nærri rifnar af. Hálsbindið var horf- ið og allir hnappar úr skyrtunni hans. Þegar hann tók af sér hattinn, sá hún að það var kúla á höfðinu á honum, ástærð við meðal epli. “Veistu hver gerði þetta?” sagði hann. “Það var þessi j)ýski vinur þinn. Herman lög- reglumaður. Eg skal jafna um hann einhvern tíma síðar. En það er annar náungi líka, sem eg skal jafna um að mér heilum og lifandi, þeg- ar verkfallið er úti. Hann heitir Blancliard— Roy Banchard.” “Ekki þó Blanchard, Perkins og Company?” spurði Saxon meðan hún var að þvo meiðslið, sem Willi hafði orðið fyrir og jafnframt að reyna alt sem hún gat til að halda honum í skef j- um, eins og hún var vön. “Jú, hann er víst sonur gamla mannsins. Einn af þessum náungum, sem ekkert hefir gert um sína daga annað en eyða peningum föður síns. Hann er að hjálpa til að brjóta verkfalls- menn á bak aftur og lætur mikið yfir sér. Blöð- in hampa honum ósköpin öll. Mig hefir aldrei á æfi minni langað eins mikið til að berja á nokkrum manni.” “Eg held annars að eg eigi ekkert við þenn- an Herman. Hann er búinn að fá höggið borg- að. Einhver kastaði stóeflis kolamola í hausinn á honum og hann þarf ekki meira í bráðina að minsta kosti. “Þetta voru ljótu lætin. Það var barist með öllu, sem hönd á festi, grjóti og múrsteinum og bareflum og öllum skollanum. Þeir J)orðu ekki að kalla út herliðið og heldur ekki að skjóta á okkur. Sjúkravagnarair liöfðu svei mér nóg að gera, og það er áreiðanlega nokkuð þröngt á spí- talanum nú sem stendur. Þú hefðir átt að sjá röðina af strætisvögnunum, sem urðu að standa k\rrrir langan tíma því þeir komust ekki gegn um þröngina. ” “Hvað gerði þessá Blanchard eiginlega af sér?” spurði Saxon. “Hann var fyrirliði verkfall.sbrjótanna í þetta sinn og hann keyrði hestana, sem eg var vanur að keyra. Hann hafði safnað að sér heil- um hóp af stúdentum, þessum náungum, sem aldroi vinna ærlegt handarvik en eru duglegir að eyða peningum, sem aðrir hafa aflað. Þessir náungar komu í vinnuna keyrandi í stórum og fallegum bílum og það var sjálfsagt meir en helmingurinn afl öllum lögreglumönnum í Oak- land með þeim. Þeir börðu okkur miskunnar- laust með bareflunum. Yið létum grjótið ganga á þeim. Fyrirliði lögreglumannanna sat þarna í bíl' og var eins valdsmannlegur eins og hann ætt|i helminginn af veröldinni að minsta kosti. En meðan hann sat þarna kom þar að roskin kona og kastaði dauðum ketti beint framan í hann. Hann þurkaði framan úr sér með vasa- klútnum sínum og kallaði svo upp af öllum mætti: “Takið þið konuna fasta!” En okkar menn urðu fyrrj til og komu henni undan. Keyr- ararair frá Frisco komu og hjálpuðu okkur. Þeir náungar láta ekki alt fyrir brjósti brenna, j>að má eg segja þér,. Okkar lögmenn verða að verja þá líka. Meiri hlutinn af verkamönnum í Oakland var þarna samankomjinn og eg er viss um að fjöldi af þeim hafa verið teknir fastir. “Eg er viss um að Roy Blanohard á ekki meira við þetta. Eg býst við að hann hafi feng- ið nóg af þessu, og jiessir náungar, sem með honum voru. En samt sem áður, hann stóð sig vel. ” “Hann er sjálfsagt hugaður maður,” sagði Saxon. “Hugaður!” sagði Willi með töluverðum ofsa. “Það þarf ekk,i mikið hugrekki fyrir þá, sem hafa lögregluliðið og herinn og flotann á bak við sig. Eg býst við að þú sért komin á þeirra hl^ið. Hugaðir! Þessir náungar, sem eru að taka brauðið frá munninum á konum okkar og böraum. Litla barnið hennar Mrs. Jones do í gærkveldi. Það var bara vegna þess að hún hafði ekki gott fæðl og gat ekki nært bamið sitt KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. OfRce: 6th Floor, Bank of HamlltonChambera eins og átti að vera. Við vitum líka bæði, að þáð er fjöldi af þessu gamla fólki, sem nú verður að fara á fátækra heimjlin af því að yngra fólkið getur ekki lengur séð um það eins og núna er á- statt. Morguninn eftir las Saxon í blaðinu langa frásögn um Jiað, sem Willi hafði verið að segja henni kveldið áður. Roy Blancliard var hælt á livert reipi fvrir Jiann hetjudóm, sem hann hefði sýnt og var því þar haldjð fram með mörgum fögrum orðum að liann hefði í Jiessari viðureign rækt borgaraskyldur sínar af hinni mestu prýði. Hún gat heldur ekkj að því gert, að með sjálfri sér dáðist hún lieilmikið að hugrekki lians og dugnaði. Það þurfti áreiðanlega töluvert áræði til að gera það, sem liann hafði gert, }>ví það var ekki við lömb að leika sér. Þar sem }>essir verk- fallsmenn voru. Blaðið fann að því, að herliðið skvldi ekki hafa verð kallað, því þess væri full þörf að skjóta þessum óaldarlýð, verkamönnun- um, eftirminnilega skelk í bringu, enda væri það eini vegurinn til að lótta af þessum vandræðum. Þá um kveldð fóru þau Willi og Saxon út um stund og Jiegar þau komu heim aftur var ekk- ert í kofanum til að eta. Willa varð þá það fvrir að liann tók Saxon við aðra hönd sér og greip yfirhöfnina sína með hnriji og svo fóru þau lít aftur. Hann fékk einhversstaðar ofurlítið pen- ingalán með því að pantseta yjfirhöfnina. Svo fengu þau sér að borða hjá einhverjum matsala sem með einhverju móti hafði komist upp á lag að láta úti furðu góðar máltíðir fyrir aðeins tíu cents. Þegar þau höfðu borðað, fóru þau á kvikmvndahús og eyddu þar því sem eftir var af peningunum. Þegar þau voru á heimleiið hittu þau tvo af félögum Willa, og hann fór með þeim og Saxon beið hans lengi. Þegar hann loksins kom varð hún Jiess vör að hann hafði fengið sér töluvert í staupinu. Skömmu síðar komu þau }>ar að sem afar stór bíll stóð á strætinu og ungur maður var að hjálpa nokkrum afar vel klæddum konum inn í bílinn. Willi gekk til hans og lagði hendina léttlega á handlegginn á honum. Hann var fullkomlega eins Jireþinn eins og Willi og dálítið hærri. Prýðilega laglegur og hraustlegur maður, að því er Saxon sýndist. “Má eg tala við þig eitt orð?” sagði Willi í lágum róm. Hinn ungi maður leit óþolinmóðlega á þau Willa og Saxon og sagði heldur óþolinmóðlega: “Jæja, hvað viltu?” “Þú ert Blanchard,” sagði Willi. Eg sá þig í gær. Þú varst fyrirliði þeirra, sem voru að reyna að brjóta niður keyraraverkfallið. ” “Gerði eg það ekki nógu vel?” spurði Blan- chard glaðlega og leit á Saxon og svo aftur á Willa. “Auðvitað. En það er ekki Jiað, sem eg ætlaði að tala um. ’ ’ “Hver ert þú annars?” spurði hinn ungi maður hvatlega. “ Verkfallsmaður. Það vildi svo til að þú keyrðir hestana sem eg var vanur að keyra. Nei, nei, vertu ekki að seilast eftir skammbyssunnl núna. Þess þarf ekki. Eg ætla ekkert að gera í þetta sinn. Eg ætla bara að segja þér dálítið.” “Segðu það J)á strax,” sagði Blanchard og gerði sig líklegan til að stíga upp í bílinn. VULCANIRDN WORKS WINNIPEG Limited Established 1874 MANITOBA ELECTRIC STEEL CASTINGS OF ALL KINDS MINE CAR WHEELS GREY IRON and BRASS CASTINGS BOLTS, NUTS, RIYETS, WASHERS, Etc. BOILERS and STEEL PLATE WORK STEEL TANKS OF EVERY DESCRIPTION * IRON ANO STEEL FORGINGS FIRE HYDRANTS FROGS and SWITCHES ELEVATOR MACHINERY ORNAMENTAL IRON WORKS MAOHINING OF ALL KINDS Prompt and Efficient Service t t f f ♦> ▼

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.