Lögberg


Lögberg - 30.05.1929, Qupperneq 7

Lögberg - 30.05.1929, Qupperneq 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 30. APRÍL 1929. BU. 7. [Búið til yðar eigin IU og sparið peninga Alt cem þér þurfið er úrgansfeiti og GILLETTS HREINT ■ VST OGGOTT LYt Upplýsingar eru á hverri dós Fœst í mat- vörubúðum. Eitt pund “Það getur nú verií5,” sagÖi Ár- dís, og tók vel á málinu. “En fjo'st er alt af beygur í mér aÖ koma i kirkju, síÖan forðum að lýst var með Halli og svo veiztu hvað Kára er illa við presta, og kirkjustörf, eða prestsverk öll. Hann rétt læt- ur skíra börnin af því hann má til.” Hann þyrfti að mega til með gift- inguna líka. Það er á móti Guðs boði að búa svona saman og ala börn sín óskilgetin.” sagði Þuríð- ur rösklega. “Og hvað það snertir fyrir þig að koma í kirkju, þá finst mér það fyrirsláttur, sem þú hefir ekki at- hugað á hverju bygður er. Þú læt- ur hræða þig frá Guðs húsi, en þú lézt ekki þetta tilfelli hræða þig frá karlmönnunum. Máttu þó vita að Drottinn muni sýna þér meiri miskunn en þeir, sem hver af öðr- um hafa troðið á þér.” “Ekki Kári,” andæfði Árdís. “Nei, eg á ekki við hann. En hans skapferli er nú svoleiðis far- ið, að þú þarft að hafa vit fyrir honum í þessu máli.” Samtalið slitnaði við það, að Elin litla dóttir Árdisar vaknaði. Allan daginn biðu börnin eftir brauðinu úr kaupstaðnum, þau Magnús og telpan. Fram eftir deg- inum var biðin 'þeftn eðlileg, því leiðin var svo löng, að ekki var hægt að búast við kaupstaðarmönn- um fyr en seinni partinn. En eftir því sem lengra leið á siðari hluta dagsins, leiddist þeim meir eftir bauðinu og Ársdísi eftir meðö'lunum og þeim öllum sameiginlega eftir mönnunum. Ekki fjasaði heima- fólkið mikið um hiðina, en oft gætti það út eftir bátnum, og þegar það kom inn, sagði hver og einn: “Eg' skil ekkert af hverju mennirnir eru svona lengi.” Árdís virtist óróast mest. Allir vissu að ef drykkjuskapur tefði, þá væri það Kári, sem drukkinn væri. Af þeim, sem á bátnum voru, var hann líklegastur. Veðrið breyttist ekki. Ekki var það að óttast. Svo eftir því sem lengra leið á kvöldið hættu konurn- ar að segja: “Eg skil ekkert í hvað tefur mennina.” Þær litu bara út og komu inn annaðhvort þegjandi eða sögðu: “Þeir koma ekki enn.” Dagurinn leið til kvölds og þeir komu ekki. Börnin háttuðu, kon- urnar líka. “Eg skil ekkert í af hverju þeir koma ekki,” sögðu börnin, sem fengu bara dálítinn grautarsj>ón í kvöldmat. Konurn- ar iþögðu við því, en sögðu börn- unum að lesa bænirnar sínar. þau gerðu það og með því lauk þeim degi. Um nóttina komu Ikaupstaða- menn. Við engu var hróflaðí fyr en um morguninn. Börnin fengu fylli sína af brauði hjá húsbændun- um. Hvaða feng að Kári hafði komið með varð ekki að öllu ljóst strax, því hann hafði sofnað um nóttina niður á gólfi, á nýveiddum grá- sleppum að kodda. Húsfreyja hristi höfuðið. Árdís þagði. “Skyldi hann þá ekki hafa komið með meðölin fyrir Árdísi aumingj- ann?” sagði húsfreyja við mann sinn. “Hann fór til læknisins,” sagði hann. Klukkan að ganga þrjú, rumsk- aði Kári. Upp úr öðrum treyjuvasanum stóð hálf brennivínsflaska í hinum var meðalapakki.------- Alt komst í sitt vanahorf þarna aftur og engin misklið þarð út úr drykkjutúr Kára né svefni hans á grásleppunum; en meðölin virtust ekki orka lækningunni, sem Árdís þráði og aðrir með henni. “Eg skal heita á þig, að gefa þér heila köku og flot við, ef mér batn- ar í brjóstinu,” sagði Árdís við töku telpuna, annan fagran morg- un, skömmu seinna, þær stóðu báðar á sjávarbakkanum, með gljá- andi hafflötinn fyrir framan sig og æðarkollurnar ú-andi við landstein- ana. Telpunni þótti þetta ásjálegt áheit og óskaði að Árdísi batnaði í brjóst- inu. Skömmu seinna stakk húsfreyja upp á því við Árdisi, er hún var angurvær út úr sjúkleik sinum, að reyna heita bakstra af 'rúgbrauði og súru smjöri. Árdis vildi það. En það var ekkert gaman að fá smjör þarna, súrt eða öðruvísi. Húsbændur leituðu til efnaheim- ilis og fengu það af smjöri er þurfti i bakstrana. Hvort læknismeðölin hafa undir- búið breytinguna eða ekki, verður að líkindum alt af óráðin gáta, en augljós 'breyting varð engin fyr en eftir að búið var að nota bakstrana um tíma. Þá fór að grafa í brjóst- inu. Bökstrunum var haldið áfram og meinið kom út sjálft, á löngum tíma og með töluverðum þrautum. Svo gréri sárið. Árdís var innilega glöð að vera laus við sjúkleik sinn, en aldrei gaf hún telpunni kökuna. Ó Guð! ó Guð! Eru þeir virki- lega farnir í sjóinn? Ekki báðir Drottinn minn! Ekki báðir!” Árin liðu, eins og þau gera altaf, en sérstaklega eru þau fljót og ó- gripandi, þegar þau eru farin fram- hjá. Árdis stóð enn á sjávarbakkanum allmörgum árum eftir að áður téðir atburðir voru um garð gengnir. Hún horfði á sjóinn rjúkandi af öldugangi og kolmórauðan á lit, nema þar sem öldurnar hvítfyssuðu í brotunum. Ejöllin hins vegar við MCPURDY JJUPPLY PO. LTD. Ifl U BUILDERS’ U SUPPLIES || AND COAL ALLAR TEGUNDIR BYGGINGA-EFNIS Caen Stone, Denison Interlocking Tile, Port- land Cement, Luminite. Cement, Hardwall Plas- ter, Plaster of Paris, Hydrate Lime, Lump Lime, Face Brick. Allar tegundir af Lath, Reinforcing Steel, Empire Wallboard, Building Papers, Magnesite Stucco, ásamt mó'rgu fleira. Ávalt bezti staðurinn að skifta við. Allar tegundir af sandi og möl fyrirliggjandi Sand and Gravel Pits at Birds Hill, Manitoa “WONDER CONCRETE MIXERS” MgCurdy Supply Co. ltd. Builders’ Supplies 136 PORTAGE AVE. EAST PHONES: 26 880 26 889 fjörðinn voru hulin af þrotlausum brimöldunum, sem risu og hnigu í sífellu, í ógurlegum hamförum við storminn. Árdís neri höndunum saman í angist og endurtók andvörpin. Þarna var bátur að koma! Eða öllu heldur að berjast um í sjávar- ganginum. Hann hvarf ofan i öldu- dalina annað veifið svo lengi, að Árdís og aðrir sem á horfðu af landi, efuðust um að hann kæmi nokkurntíma upp aftur. Jú, hann kom! Hoppaði upp á öldufaldinn, svolítill agnar depill, í brimlöðrinu. Ó, skyldi hann nú ekki steypast um þegar hann fer ofan i næsta dalinn? Aldan er eins og hengi- flug og það teygist lengra og verð- ur þynnra og þynnra og báturinn fylgist með þessari hangandi þynku af vatni og nú steypist hann langar leiðir niður þegar aldan brotnaði, og hverfur aftur sjónum manna í löðrinu og sjávarganginum. En báturinn steypist ekki um, heldur fylgist eftir og hoppar á brimöld- unum. Árdis og menn lofa Guð, og báturinn berst áfram með sama lagi, brimgarð af brimgarði, og um dalina á milli brimgarðanna, rjúk- andi af löðri, þar til hann kemst nærri landi. En skjálfandi, biðjandi, vinir og ovinir, standa á landi, með hjört- un full af angist og ótta fyrir málalokum og fylgja bátnum eftir með augunum. Ásdís horfði áfergisaugum á. Það eru ekki þeir. Þessir stefna upp í vörina hans Bárðar á Gili. Það er Bárður. Guði sé lof að einhver kemst af. Bara þeir farist nú ekki í lendingunni.” Lífsháskinn í lendingunni þarna var jafnvel mestur, þegar svona viðraði. Holskeflurnar hentust á land upp og organdi urguðu grjótinu með sér fram og aftur og hentu því til í lendingunni. Það hafði oft skeð þarna, að brimið kastaði bátnum um og henti mönnunum upp í grjótið, rotaði þá og limlesti, eða sogaði þá út aftur með höfuðið niðri í, en fæt- umar upp í loftið. Bæði fyrir hamfarír sjávarins og líka fyrir það að sjóklæði þeirra fyltust vindi, einkum buxurnar og héldu mönnum þannig í öfugum stellingum. Árdís vissi alt þeta. Það vissu líka allir aðrir er á horfðu og voru reiðubúnir að leggja líf sitt í hættu til þess að bjarga þeim, er voru að koma, þegar þess var nokkur von að geta komist nógu nærri til að rétt hjálparhönd. Tvær skipshafnir eða tólf menn í sjóklæðum stóðu í vörinni og biðu bátsins. Sex hlupu fram í útsog- ið og tóku skipið höndum, er það kom svo nærri að hægt var, þó þeir tefldu á tvær hættur, með líf sitt. Hinir sex stóðu ofar til mót- töku þegar lent var og betri sam- vinnu við þá er á undan fóru, held- ur en ef allir tólf hefðu hent sér út í brimgarðinn í einu. Þetta höfðu menn oft gert áður og var i rauninni venjuleg aðferð þarna í aftökum. Þeim hafði oft tekist vel áður og nú tókst líka vel að hjálpa hinum sjóhröktu mönn um að forða fjöri og eigum á !and Árdís horfði á alla þessa viður eign, þar sem hún stóð ein sér við sjóinn skamt frá kofa sínum.' “Guði sé lof,” endurtók hún, “áð þessir eru komnir. Fleiri geta komist,” og aftur tók hún að rýna út í sjávarrokið og fjarlægðina. — En nú kom einhver gangandi inn með sjónum. Hann var kominn inn fyrir ána. , Kuldakafalds ýringur var, en hún sá manninn færast nær, stefna til sín. Hún stjáklaði fáein skref og vafði fáklæddum handleggjunum utan um jafn fáklæddan líkama sinn, enn fastara en áður. Hún leit af manninum og út í brimrokið.— “Sæl, Árdís.” Hún leit við. “Sæll.” Þorkell á Vöðum ! Hreppstjór- inn! Hann var altaf sendur með slysa- fregnir, þegar ekki náðist i sjálfan prestinn, sem sjaldan var þarna. Árdísi fanst hjarta sitt slá alt öðruvísi en það var vant; slá eitt- hvað likt því sem það gerði forð- um þegar presturinn lýsti með “heiðarlegri yngismey” Ásu Daða- dóttur. Þorkell var fár. “Hvað segir þú í fréttum? inti Ár.dís. Hreppstjórinn ræskti sig. Það var eins og hann væri ekki sem allra styrkastur á fótum. Árdís varð enn fölarLxjg hafði ekki af honum augun. “Gunnar er farinn,” sagði hann. Híún baðaði út höndunum eins og hún væri að drukna. “Bárður sá til hans, en gat ekki bjargað. Árdis glápti á Þorkel. “Komst enginn af?” stundi hún % upp. “Því miður, Árdís, komst enginn af, og eg er nú kominn til þess að segja þér lát manns þíns og sonar.” reppstjórinn var orðinn nærri eins bleikur í andliti og Árdis. Árdís gaf ekkert hljóð af sér. Hún var hætt að horfa á Þorkel, hún horfði heldur ekki á sjóinn. Hún rendi augum yfir alt umhverf- ið, sjó og land, himin og hauður. Bnjórinn lá yfir öllu á landi. 111- viðrisþokan fylti loftið, og storm- urinn og kuldinn lömdu samanbörð- um kafaldskornum um andlit henn- ar. Sjórinn rauk af vonzku. Ár- dís staðnæmdist með augun á jörð- inni fyrir fótum sér. Líka sá blett- ur var frosinn og kaldur. Dánir, dánir! Kári og Magnús ; báðir. Bara að hún hefði verið gift Kára. Hví kom það nú?” “Eg segi þér lát manns þíns og sonar.” Orðin hljómuðu dauðahringingu í sál hennar. Hún skildi að hrepp- stjórinn vildi tala eins virðulega til hennar og framast mátti verða, fara eins vel með hana undir kringum- stæðunum og hann gat. En þetta orð hafði haft önnur áhrif en hann ætlaðist til. Hví_ hafði hún alt af dregið það, hví hafði hún látið það “dánka.” Æskustundir hennar komu í hug- ann líka. Hana iðraði þeirra ekki. Hún fann aðeins til sársauka yfir tapaðri æfi. Hún fann að þar hafði hún verið beitt rangindum, um sem hún orkaði ekki að stríða á móti. En allur sá skóli, sem hún hafði >annig gengið í gegnum, hafði1 ekki getað tyftað hana til nauðsynlegrar hlýðni, Hví hafði hún ekki tekið ráðunum hennar Þuríðar heitinnar, sem voru gefin af móðurlegri um- hyggju fyrir hennar eigin og ást- vina hennar sæmd? Kári hafið tekið hana að sér, >egar aðrir fyrirlitu hana, sem margtroðna niður í saurinn. Hann hafði ekki leitað eftir neinu fyrstu öðru en því að hún hirti fötin hans. Þau fóru svo að búa saman ráðagerðalaust. Hann var alt af góður, nærgætinn og hlýr í umgengni við hana. Hann leit ekki niður á hana, hvorki fyrir raunir hennar né líkamslýti. Hann hafði alt af skoðað hana og breytt við hana sem jafningja sinn. Hún hafði lært að elska hann, ekki á augnabliki fyrir fagurgal, heldur á mörgum árum, þar sem sameiginlegir kostir og gallar voru metnir og umliðnir. Þetta fór með eldingar hraða í gegnum sál hennar á örfáum augna- blikum. Árdis skjögraði í sporun- um. “Ó, Guð minn! þú tókst þá báða.” Hún neri aumkunarlega saman höndunum. Ekkert tár kom, engin andvörp, nema þetta: “Þú tókst þá báða! Þú tókst þá báða. “Komdu heim, Árdís,” sagði hreppstjórinn og rétti henni hend- ina. Árdís rétti úr sér. örvænting- una lagði út frá andliti hennar. Þögul, táralaus, kremjandi, eins og örvæntingin er aUt af í lalglevm- ingi. _ Hún leit á útrétta hönd hrepp- stjórans. “Farðu!” sagði hún og bandaði hendinni, eins og herkonungur sprota. Hann fór. Nú gat það komið, nú. Dáðin. I fyrsta sinn á æfinni hafði hún getað sagt þetta orð. í fyrsta sinn á æfinni haft kjark til að ráða yfir sér sjálf. Um augnablik fann hún til einhvers hugarléttis, eins og vængjaþyts x ógurlegri fjarlægð, sem bergmálaði í hennar eigin sál. “Þú tókst þá báða.” Þur ekkastuna hristi hana og sorgin fór um sál hennar eins og eldrák, og hún varð fegin ísköldum storminum, sem lamdi hana með frosnu vatninu úr loftinu. “Magnús! Magnús!” Hún rétti hendurnar í áttina til sjávarins og rak upp vein, sárt sker- andi eins og týndrar sálar. En sjórinn svarði engu nema öskrandi brimroki. Guð minn! þú tókst drenginn minn!” Loks fór Árdís að gráta. Hún grét hátt og lengi. “Kári, þú ert farinn ! Kári, Kári, Kári, eg sveik þig, ekki á augna- bliki, heldur árum saman. Þú, sem æfinlega varst mér eftirlátur, hefðir lika látið þetta eftir mér. Ef ekki, þá átti eg að vera án þin, eg gat unnið fyrir mér.” Orð Þuríðar hljómuðú yfir brim- rokið og storminn. “Það er að brjóta Guðs lögmál að búa svona saman og ala óskilgetin börn. Magnús, Magnús, ó, elsku dreng- urinn minn, þú ert dáinn, dáinn. Eg sé þig aldrei framar. Og enn yfir “vængjaþytinn”, brimlöðrið og sjálfa sorgina hljómaði hæst í sál hennar; “Já, með smán léztu barnið þitt hníga í dauðann. Með smán, sem þú gast hæglega bætt, og afmáð.” Hún mintist ótal,atvika úr lið-: inni æfi sinni í sambandi við þá Kára og Magnús. Eitt var það, að Magnús hafði verið að leikjum með öðrum börnum og þeim orðið sundurorða. Magnús kom heim, ekki grátandi heldur stiltur og ró- legur, með hendurnar i vösunum. Harrn var lamaður á svip og ; lát- bragði. “Hvað er að sjá á þér kinnina, drengur,” hafði hún sagt. Eftir endilangri kinn hans var alldjúp rispa og lagaði blóð úr. “Kinnina!” endur tók hann hálf hissa og þreifaði um kinn sér. “Það er ekkert,” sagði hann. “Er það ekkert,” hafði hún sagt. “Ekkert að strákarnir rífi þig svona til blóðs.” Hún sá að honum þótti eitthvað að samt, eitthvað lá eins og farg yfir honum, sem hann vildi ekki segja. Þegar hún gekk á hann, sagði hannl henni loks og fór að gráta, að strákarnir segðu að hann væri lausaleikskrakki. Árdís hafði hrokk- ið við, en ekkj nóg til þess að bæta úr sökinni, að svo miklu sem hún þá gat. Alt hélt áfram í sama far- mu. t Henni leiddist að róta við sér,— leggja að sér. Hún hafði aldrei haft kjark til þess að synda á móti straum, ekki einu sinni til þess að ganga eftir sínu. Hún hafði svikið litlu stúlkuna kökuna af sama dáðleysinu. Aldrei haft mannskap í sér til þess að gefa henni hana þegar hún átti brauð, af því henni fanst hún eiga svo lítið brauð, né til þess að búa hana til, til þess að gefa henni hana. Hún ætlaði altaf að gera það seinna. Það seinna kom aldrei. Það var eins og pundið, sem hún átti að gjalda ástmennum sínum af dáð- arinnar hálfu. Það var grafið! grafið um eilífð. Hvað, ef hún fyndi „nú til þess um alla eilífð, að hún hefði for- sómaS þannig það, sem hún átti að gera? Hún gat enga grein gert sér fyrir því. Aðeins sorgin og sársaukinn yfir því að hafa brugðist ástmenn- um sínum, þrengdu að henni og skilnaðurinn við þá. Skelfingin umkringdi hana og var í sál hennar, hvergi fann hún frið. Árdís grét og grét, eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Ef hún bara hefði látið gifta þau Kára. Átti iþá ekki Kári að hugsa urn þessa hlið málsins ? Hún hætti sem snöggvast að gráta, en ekkinn hristi hana. Kári gat það ekki. Honum var gersamlega sama hvort hann bjó kvæntur eða ó- kvæntur með konu. Hann var dáð- lítill, eins og hún, þegar ekkert rak á eftir honum. Og þar sem hvorki hans eigin tilfinningar né hún, hreyfðu þessu máli, þá var hann alveg hjálparlaus. Hann hafði meðftcdda óbeit á öllu sem rak hann áfram. Sú óbeit auglýstist bezt á kennimönnum ldrkjunnar, af því að það orð er þeir fluttu gerði kröfur til hans; en hann hefði látið það gott heita að giftast Árdísi, eftir að þau voru farin að búa saman, ef hún hefði gengið eftir því. Allar varnir hennar fuku um eins og spilahús, fyrir þeirri ásökun, að hún hefði brugðist þeim, sem bezt höfðu reynst henni og hún elskaði mest. Þær fuku og kvölin magnaði sam- vizkubitið út af því að hún gæti aldrei framar bætt fyrir það, var eftir,—aldrei! Aldrei! Og Árdís grét aftur eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Magnús! Magri]ús! Kári! Aftur horfði hún út í öskrandi brimgný- inn og dimt rokið. Aftur rak hún upp vein, sárara, örvæntingarfyllra en nokkru sinni fyr. Hún hné niður á knén og fómaðfi höndum yfir höfuð sér: “Guð! vertu mér syndugri líknsam- ur, eg bið þig þesS í frelsarans nafni. Lítil hönd greip um hendi henn- ar, kalda og skjálfandi. Mjúkar heitar varir kystu tárvota kinn hennar, grannvaxinn en sterklegur armleggur lagðist um herðar henni og í eyra henni var sagt með blíðri rödd: “Mamma, komdu heim.” Elín litla reisti móður sína á fæt- ur og leiddi hana heim. Rannveig K. G. Sigbjörnsson Allur réttur áskilinn höf. Þessi saga er tileinkuð minn- ingu ástkærra fósturforeldra minna, hjónanna Jóns Sakarías- snar og Guðrúnar Hallgrímsdótt- ur, í Bolungarvík, Hálshreppi, ísafjarðarsýslu, fslandi, með ást og virðingu. — Þeirra til dauð- ans þakklát, Rannveig Kristín Guðmundsdóttir Sigbjörnsson. SMART’S íWarm Air Furnacesl Fyrir við: EMPEROR PERFECTION FURNACE ! 1 f f I 1 I Fyrir kol: THE NEW TROPIC CANAD- IAN AIR WARMER, KELSEY Spyrjið viðskiftamann yðar eða skrifið oss •ftir upplýsingttm Canada Foundries & Forgings The James Smart Plant Ltd, 137 Bannatyne Ave. East, Winnipeg, Man. Veittu athygli, bróðir góður! Aldur og reynsla gefa ávalt góð ráð 77iC British american Oil Co. Limited Super-Power and British American ETHYL Gasolenes - úulvúsne Oils

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.