Lögberg - 06.06.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1929.
þúsund ára hátíð
Álþingis
og Guttormur J. skáld Gutt-
ormsson.
“Feður hjuggu hold og bein,
en hlóðu synir bautastein”,
segir St. G. Stephansson.
Þetta eru fá orð í fullri mein-
ingu, eins og hans var von og
vísa.
Víða kemur sannleikurinn til
dyra með þyrnikylfu reidda um
öxl, en óvíða er hann eins ægileg-
ur undir brún, og þegar þetta
málefni krefst réttlætis.
Við íslendingar eigum margar
syndir að baki, sem ekki verða
bættir — ekki einu sinni með iðr-
unartárum,— en sé það sannleik-
ur, sem viðurkent er hjá allri
menning, að andleg afburðagáfa
sé verðmesti gimsteinn þessarar
veraldar, þá er svartasta syndin
fólgin í meðferð okkar á mönnum
þeim, sem hún var gefin, þá etuttu
stund, sem þeir lifðu með okkar
fátæku og fámennu þjóð.
Um Hallgrím Pétursson var
ort:
“Því er dimt um þjóðhöfðingj-
ans rann?
því er engin hirð um slíkan
mann?”
Fróðir menn segja, að Bólu-
Hjálmar væri sveltur í hel, Sig-
urður Breiðfjörð sömuleiðis. Jón-
as Hallgrímsson var orðinn svo
þreyttur og úrvinda af samúðar-
leysi sinnar þjóðar, að hann dó
saddur lífdaganna 38 ára gamall.
Þorsteinn Erlingsson var svertur
og svívirtur, þangað til afburða-
gáfan varð svo trénuð og beygð,
þegar loks meðhaldið kom, að hún
varð aðeins svipur hjá sjálfri
sér. Þannig mætti telja lengur.
En þessir höfuðpunktar nægja,
sem inngangur að þessari grein.
Við Vestur-íslendingar höfum
haldið uppi, og höldum enn sjálf-
stæðu þjóðerni, og meiri líkur eru
til að það haldist lengi enn. Sterk-
asta líkan fyrir því, eru deilurnar
miklu, sem verið hafa í blöðunum
um heimferðarmálið og fleira.
Eru þær vottur þess, hve mikið
afl stendur á bak við íslenzkt
þjóðarstolt hér vestra, ef menn
greinir á um menn og mál. Það
er gengið svo langt, að menn hætta
æru og mannorði, til þess að láta
skríða til skarar. Á meðan ísl.
hér þora að ganga fram á völlinn
óbleikir, hvort sem heldur er með
vopn eða penna á lofti, með svo
blindum ákafa, — að öfgarnar
verða stundum að höfuð-atriði,
eru þeir óbreyttir íslendingar og
eiga langt í land að verða canad-
iskir eða bandarískir menn í orðs-
ins fylstu merkingu.
Sannast hér- “að enn þá lifir
andinn forni, enn þá lifir dáð og
hreysti.”
Ef áilít að allar skammirnar
hafi dustað af okkur heilmikið af
þeirri hérlendu gylling, sem á
okkur var komin, og nú skín í
naktan Íslendinginn.
Það er dáðst að forfeðrum
okkar, af því að þeir voru bar-
dagamenn, eftir að þeir fluttu
vestur á bóginn til íslands frá
Noregi. Hvers vegna þá að vera
að gera lítið úr okkur niðjum
þeirra, þó að bardaga-ættgengið
kæmi fram, eftir að við fluttum í
vesturveg, frá íslandi til Ame-
ríku?
En drenglyndið! segja menn.
Fom-ísl. voru drenglyndir, en
Vestur-ísl. eru ódrenglyndir. Svo
mörg eru þau orð. En skyldi ekki
hugsandi mönnum detta í hug:
“Þér finst alt bezt sem fjærst er.
Þér finst alt verst sem næst er”?
Það eru svartir blettir á dreng-
skap Forn-ísl. Þeir voru menn,
eins og við. Þessi umsögn dreg-
ur ekkert úr drenglund og göfgi
fornmanna, sem réru á annað
borðið svo rösklega, að alt af
verður að því dáðst.
Sama mun mega segja um okk-
ur. Drenglyndi er hér til og ó-
drenglyndi einnig. Þess vegna er
barist.
En eitt hefir sú baraátta sýnt:
að afl er í örmum andans magna.
Og meðan orkan er til, er öllu ó-
hætt. Á meðan er líf og fjör og
lukkan stendur í dyrunum og býð-
ur o'kkur inn í frjósama framtíð.
Það er eins og deilurnar miklu
hafi verið örlaga-kvöð á Vestur-
ísl. Einhver hollvættur gamla
íslands hefir vaðið íslandsála alt
til Ameríku, og ekki séð aðra vegi
en þá, að blása upp ófriðareld til
þess að skíra okkur í — svo að af
okkur brynnu allar þær flíkur,
sem ekki hæfðu þúsundára - há-
tíðinni. í stuttu máli: svo að við
kæmum til dyranna eins og við
værum klæddir.
Og deilurnar hafa sýnt, hvern-
ig við erum klæddir — fullir af
ofmetnaði og óbilgirni, öfgum og
ósköpum, en einnig leiftrandi
mannviti, djúpstæðri réttlætis-
meðvitund ogi fljúgandi ímyndun-
arafli.
Menn með þessum einkennum
eru íslendingar frá hvirfli til
ilja. Á þeim getur Fjallkonan
þekt börn sín jafngóð, laus við
alla úrkynjun eftir 60—70 ára
útivist.
Eg er þess fullviss, að á þús-
und ára hátíðina fara ekki færri
en 1000 manns. Eg veit, að það
verður frítt lið og til sæmdar
fyrir Ameríku sem ísland. Þar
verða alþýðumenn, sem þola sam-
anburð við ísl. alþýðu. • Þar verða
lærðir menn, sem standa bræðrum
sínum fyllilega á sporði í hvers-
konar ment. — En þó vantar mik-
ið. Hópurinn, sem heim fer,
þarfnast manns, sem öll sönnustu
og örlagaþyngstu, en um leið feg-
urstu, dýpstu og hæstu canadisk
og íslenzk sérkenni birtast í.
Slíkur maður væri skuggsjá, sem
speglaði andl. líf þessara þúsund
manna og allra Vestur-íslendinga
í einum brennipunkti.
Hópurinn, sem heim fer, þarf
skáld. Og eitt stærsta menningar
skilyrði fyrir alla Vestur-ísl. er
það, að bjóða sínu bezta skáldi á
þúsund ára hátíðina.
St. G. :St. er dáinn. Hann hefði
auðv. verið sjálfkjörinn. En að
honum látnum, getur aðeins einn
maður komið til greina, að bera
merki heiðurs og frama fyrir and-
lega menning okkar á þjóðhátíð-
inni 1930.
Sá maður er skáldið Guttormur
J. Guttormsson.
Á seinni árum eru nýjar raddir
farnar að kveða sér hljóðs í skáld-
skap. Ef ráða má af líkum þeim,
sem gáfuðustu yngri menn hafa
þegar lagt fram fyrir hugsandi
menn, virðist réttlátt að vera við-
búinn nýju mati á skáldum og rit-
höfundum.
Á Islandi hefir listagildi skáld-
verka skipað ótakmarkað einveldi
hjá ritdómurum þeim, sem brugð-
ið hafa kyndlum sínum yfir leik-
sviðið í hvert sinn, sem einhver
gáfaður maður hafði hugrekki til
þess að sýna sól sína frammi fyr-
ir alþjóð manna.
í flestum tilfellum mátti sá
maður kallast sáluhólpinn í aug-
um bókmentafræðinga, og þá vit-
anlega um leið í augum alþýðu,
sem gat náð rétt öllum hlutföllum
í verki sínu, svo að ekki skeikaði
um hársbreidd. iSetningar eins
og þessar eru alkunnar: “Hann er
listamaður!” “Að listgildi þess-
arar bókar dáist eg” o. s. frv. Sæll
er sá maður, sem þetta var sagt
um. Hann var þegar orðinn þjóð-
frægur — eða að minsta kosti á
hraðri leið til að verða það.
Það er skamt síðan, að yngri
menn fóru að veita sérstaka at-
hygli öðru gildi, sem sækir fram
jafnhliða listgildi og heitir lífs-
giIdL — Það krefst sjálfstæðrar
hluttöku í öllum skáldskap.
Eg tel víst, að öllum sé ljóst, að
ekkert listagildi getur skapast, án
þess að lífsgildi hafi haft ein-
hverja hönd í bagga, en það, sem
eg er að leitast við að sýna fram
á er þetta: að hlutdeild þess hef-
ir ekki verið metin til verðs á rétt-
látan hátt. Listagildið hefir haft
aðbúð Ásu og- Signýjar í þjóðsög-
unum gömlu. En lífsgildið var
Helga með roðið og uggana.
Tvö íslenzk skáld detta mér í
hug í sambandi við þetta mál.
Það er Kristján Jónsson g Gest-
ur Pálsson. Lesum t. d. kvæðið
“Von”. Það er hrein list. Gest-
ur er einn allra snjallasti lista-
maður, sem ísland hefir átt. Sög-
ur hans eru listaverk frá upphafi
til enda, svo að hvergi skeikar og
fáir eða engir leika eftir.
En hvernig er lífsgildið í bók-
um þessara tveggja snillinga?
Mannlífið er í augum Kristjáns
eiginlega skrípaleikur, sem ramb-
ar flóandi í örvæntingartárum á
barmi helvítis.
Gestur sýnir tvo hópa af mann-
eskjum. Annars vegar eru vond-
ir menn og sterkir, bæði andl. og
efnisl. Hinu megin eru veikbygð-
ir vesalingar, sem engu geta af
sér hrundið Síðan síga þessar ó-
líku fylkingar saman í orustu.
Auðvitað er vörnin engin hjá þeim
veikbygðu, og hinir leika þá eins
grátt og vondir menn einir hafa
skap til að leika þá, sem minni-
máttar eru. Svona skáldverk eru
sterk og áhrifamikil vantrausts-
yfirlýsing á mennina og allar
þeirra athafnir. Hin sí-unga, en
seinfara framsókn mannkynsins,
með alla sína hágöfgi, sjálfsaf-
neitun og blóðfórnir í þjónustau
betra mannfélagsskipulags, er að
engu virt. Lífsgildið er misskilið
og afskift. En listgildið málar
brot af verstu tegund þessa lífs,
og segir svo með sínum frábæra
sannfæringarkrafti: “Svona er
alt mannlífið.”1
Andstæður við iþessa tvo höf-
unda, er séra Matth. Jochumsson.
Hann er minni lista- eða samræm-
ismaður á sína andlegu smíðis-
gripi. En fiann gefur lífsgildinu
alt tækifæri. Hann sýnir því oft
svo mikla lotning, að hann gleym-
ir listagildinu. — Og þá er hann
máske stærsta og ógleymanlegasta
skáldð, og vantar hann þó óvíða
stærðina.
Guttormur J. Guttormsson er
svo eftirtektavert skáld, að eg get
ekki annað séð, en að Vestur-ísl.
beri heilög skylda til, sem mönn-
um af norrænum þjóðstofni, sem
alt af yer hrósað fyrir bókmenta-
skygni, að veita honum sérstaka
athygli áður en það er of seint,
svo að iðrunin nái ekki sömu
heljartökum og hún hefir náð á
íslendingum yfirleitt fyrir van-
rækt á Sig. Breiðfj., Bólu-Hjálm-
ar‘ o. fl. 1
Skáld er stórt orð. Það er mis-
brúkað eins og mörg orð önnur.
Margir, sem það er fest á, eru
ekki verðir að bera það. Það er
djörf staðhæfing, en þó slæ eg
henni út sem hæsta spilinu á
hendinni, að G. J. Guttormsson sé
eina vestur->íslenzka skáldið, sem
Vestur-íslendingar eiga og hafa
átt, að Magnúsi Bjarnasyni und-
anskildum og Jakobínu Johnson.
St. G. St., Sig. Júl. J., Jón Run.,
Káinn, Þ. Þ. Þ„ Einar Páll o. f 1.,
komu með gáfuna að heiman.
G. J. G. elst upp í þessu landi,
þar sem brezk og bandarísk áhrif
—sterkustu þjóðaráhrif í heimi,
beygja með heljar afli aJIar góð-
ar gáfur til fylgdar við sig.
En svo mikið er frumafl gáfu
þessa unga manns strax, að ofan-
nefnd áhrif brotna á henni eins
og öldur á kletti úti í hafi.
Mönnum, sem lært hafa íslenzku
hjá góðum skiólakennurum, er
fyllilega ljós, að það er enginn
leikur að ná góðu vafdi á íslenzku
máli. Og af öllum þeim fjölda,
sem það hafa þreytt, eru það að-
eins fáir, sem verða eftirlætis-
börn íslenzkrar tungu í hugsun
og formi. Það er næstum því dul-
arfult fyrirbrigði, að fátækur
verkamaður, sem engan íslenzku-
kennara hafði nema dagl. mál —
sem ungu fólki á þeim tímum
þótti jafnvel minkunn að tala, af
því það var íslenzka en ekki
enska, — skyldi yrkja kvæði á ís-1
lenzku, sem langlífust munu verða
í vestur-ísl. bókmentum af öllu,
sem hér hefir verið skrifað.
Ungur fór Guttormur að yrkja.
Eg man að eg las sögu eftir hann
í ljóðum — þá unglingur—, sem
gerðist hér vestan hafs. Það kver
vakti töluverða eftirtekt á þeim
árum í Þingeyjarsýslu, og hefir
sú sýsla verið talin að geta metið
ið skáldrit jafnvel betur en nokk-
ur annar hluti íslands.
Síðan hefir Guttormur ort í
blöð og tímarit, mest í bundnu
máli, bæði austan hafs og vestan,
en bækur hafa ekki komið út eftir
hann að eg viti, aðrar en ofan-
nefnt kver og stutt ljóðabók,
“Bóndadótturina” rétt, og önnur
að ritdómarar heima á íslandi
hafi engan meðbyr gefið henni.
Því miður sá eg engan ritdóm um
hana, og er mér það mál ókunn-
ugt af öðru en frásögn. Hitt
þykist eg fullviss um, að sá dóm-
ur eða dómar, hafi verið álitnir
Salómonsdómur, eins og oft hef-
ir hent í þeim sökum. Er þá lítt
fært að fást um orðinn hlut. Finn-
ist höfundinum hann ekki fá rétta
einkunn, er enginn vegur annar en
bíða átekta. Oftast kemur upp-
bótin ekki fyr en höfundurinn er
dauður, og er það of seint. En
víst er um það, að tíminn er mörg-
um ritdómurum vitrari, þó að
hann sé ekki eins snar í snúning-
um með að kveða upp dóma, og
komi ekki fyr en mörgum árum
seinna.
Eg geng þess ekki dulinn, að
nú er tíminn að koma, sem hefir
andlegan þroska til þess að pieta
“Bóndadótturina” rétt, og önnur
kvæði Guttorms. Valda því þau
straumhvörf, sem eg gat um
snemma í þessari ferein, að lífs-
gildið sækir fram jafnhliða lista-
gildi. Til skamms tíma hafa ís-
lenzkir ritdómarar verið einsýnir
á þessu sviði, en á meðan þeim er
báðum ekki gerð jöfn skil, verða
engir ritdómar réttir, hversu
snjalt sem þeir eru skrifaðir.
“Bóndadóttirin” hefir þrótt-
mikið lífsgildi frá upphafi til
enda. — Rótin er hvergi fúin, en
ung og sígræn. Allir litir eru
litir lífsins. Hvergi fölvi dauð-
ans, sem einkennir suma list í ísl.
skáldskap á seinni árum, — eink-
um hér vestan hafs, hjá þeim, sem
komu með gáfu sína að heiman
og urðu að slíta hana upp úr sín-
um eðlilega jarðvegi og gróður-
setja hana í amerískri mold.
Það er orðið þreytandi, að sjá
gömul, listræn foram utan um
marg-endurteknar hugsanir, sem
einu sinni 'báru líf og liti, en eru
nú orðnar fölar og kaldar eins
og dauðinn; — það er eins og
smurt lfk —• fagurt á að líta — en
er þó búið að tapa öllu—öllu—,
sinni eigin lifandi sál.
Að lifa fram fyrir sig, er að
lifa lífinu. — Að lifa aftur fyrir
sig, er að deyja dauðanum.------
Gáfa Guttorms er alin hér upp.
Hún þolir Manitoba-frostin miklu
og sterku sumarhitana — og ber
vitni um sjálfa sig.
Mér er kappsmál, — ekki af per-
sónul. ástæðum, heldur af því að
eg þrái að öll tbeztu og sterkustu
íslenzk þjóðerniseinkenni hér
vestra dafni—, að augu allra
Vestur-ísl. opnist fyrir því, hversu
mikla gersemi við eigum mitt á
meðal okkar, þar sem er skáld-
gáfa Gutt. J. Guttormssonar. Hún
er íslenzkrar ættar vestur í Can-
ada, en “home made”. Það orð
er bezta tryggingin fyrir mestu
verðmæti í þessu landi, þó að ekki
sé það skáldlegt.
Líti maður yfir “Bóndadóttur-
ina”, sést fljótt, að til grunvallar
liggur sá sannleiki, sem er undir-
staða allra gáfna, það er hug-
rekki. En fjölhæfni skáldgáf-
unnar er svo mikil, að vel sæmir
stórskáldi. Enginn verður af-
reksmaður andans, þó að hann
geti leikið á einn eða tvo strengi.
Sá einn er stór, sem leikið getur
á sem flesta strengi hinnar miklu
alheimsvitundar og mannlegs lífs.
Hugsjónagáfu G. J. G. er fljótt
hægt að sjá í hinu frábæra kvæði
“Eldflugan”. Hver maður, sem
veit hefir athygli eldflugu í kol-
svörtu náttmyrkri, hlýtur að sjá,
hve meistaralega hugmyndirnar
eru dregnar inn á dýpstu svið
mannlegs sálarlífs.
Mér finst auðsætt, við athugun,
að G. J. G. hefir mörg þau ein-
kenni, sem stórskáld ‘þurfa að
hafa, að því undanskildu, að hann
hefir ort mikið minna en stór-
skáld má yrkja. Þar er Mfsönn-
inni um að kenna. — Og þó, ef af
líkum má ráða, enn meira því. að
skáldskapur hans, — með heiðarl.
undantekningum auðvitað — hef-
ir mætt, hjá öllum þorra manna,'
steinblindum augum. En það
hendir fleiri en Jónas Hallgríms-j
son, að geta ekki talað á sauða-
þingi.
G. J. G. beitir gáfum sínum á >
þann hátt, sem okkar sundurleitu
þjóðernisviðleitni er mest þörf á.
Hæðni hans er alkunn. Hæðni
hefir lengi þótt einn bezti skurð-
læknir andl. átumeina. Við eig-
um frægan skurðlækni likamlegra
meinsemda, dr. Brandson. En
hlutfallsl. jafningi hans á hina
hliðina, er Guttormur.
Náttúruskáld er G. J. G., sbr.
‘^Sandy Bar” o. fl..
Eg get ekki stilt mig um að setja
hér eitt erindi úr kvæðinu “Vet-
urinn”:
“Ægisskjöldinn bera vetrarvöldin
vöku kvöldin löng og hörð,
er sem frjósi alt og verði að ljósi,
ísinn hrósi sigri á jörð;
kaldir glampar lýsa eins og
lampar,
loftið hampar þeim um fjörð;
norðurljósa, logabrunnar gjósa,
lofts við ása halda vörð.”
Þó að Guttormur virðist vera
og sé bardagamaður, hefir hann
innilega og djúpa tilfinning fyrir
þjáningum þessa lífs:
“Leyf þeim, draumur, lengi að
njóta
lífsins, sem í vöku brjóta
skipin sín í flök og fljóta
fram hjá öllu! Góða nótt!
þeim, sem fram hjá fegurð lífsins
fara í vöku. Góða nótt!”
Það, sem vakti fyrir mér, með
því að skrifa þessar línur, er and-
leg heill vestur-íslenzka þjóðar-
brotsins. Eg er í engum vafa um
það, að færi Guttormur heim sem
heiðursfélagi þess^ mundum við
fá það margborgað með andlegum
verðmætum.
Eg hygg, að skáldgáfa Guttorms
sé svo heilsteypt, að þó að honum
yrði sýnd þessi sjálfsagða viður-
kenning, sem aðal íslenzka can
adiska skáldinu, er við eigum, að
hún mundi ekki verða undirgefin
ímyndaðri þakklætistilfinning,
sem skemdi hana. Eg segi þetta
af því, að sú þakklætistilfinning
hefir skemt fjölda ísl. skálda, —
beygt þau svo, að gáfan hefir tap-
að tign sinni. Eru það leifar af
þeirri róttæku þjóðárskoðun, að
í raun réttri sé skáldskapur leik-
fang, sem ekki hæfi nema liðlétt-
ingum, sem sé gustuk að gefa
spón og bita af þeim meiri mönn-
um!
Allar þjóðir þurfa skáld, því að
þau marka fyrstir manna fyrir
brautum nýrra hugsjóna.
Við^ Vestur-íslendingar, þurf-
um skáld, sem segir okkur sann-
leikann og til syndanna.
Við, sem heima sitjum. 1930, og
fellum máske tár í laumi, yfir
stýfðum vængjum, sem ekki geta
boritf okkur yfir hafið, ættum
ekki síður að leggja kapp á, að
Guttormi sé boðið heim, — sökum
þess, að við þráum tíðindi að
heiman. En enginn er fær um að
draga upp hugsjónamynd af ís-
landi, nema það skáld,, sem við
kjósum til þess.
Þér, sem ætlið heim, — og all-
ir Vestur-felendingar! Gleymið
ekki íslenzka-canadiska skáldinu
okkar. Það þarf að sjá ættjörð
sinnar eigin gáfu um fram alla
aðra menn. Það mun bera marg-
faldan ávöxt fyrir menningarlíf
okkar.
Andi skálda lifir hraðara en
annara manna, og þarf meira elds-
neytþ einkum þegar kjörin eru
köld. Myrkrið verður svartara í
þeirra augum, en annara manna,
og ljósið að sama skapi bjartara,
ef þau fá að njðta þess.
Verið því reiðubúin að draga
skuggann áf enni skáldsins G. J-
G. og bjóðið honum til ljóðalands-
ins forna. Þar hefir logað á
lampi skáldgyðjunnar f þúsund
ár, bæði nótt og dag.
Það er trúa mín, að þá falli
Guttormur ekki fyrir örlög fram.
Annars má búast við að harmsag-
an um Jónas Hallgrímsson o. fl.
skáld, endurtaki sig og komi yfir
okkur og börn vor.
Guttormur kvejður á miðjum
aldri:
Hvergi í lundi’ er lauf á anga,
lilja á grundu engin vex.
Nóttu undir líður langa,
lífsins stunda klukka er sex.”
Jónas Stefánsson, frá Kaldbak.
—Heimskringla er vinsamlega
beðin að taka upp þetta erindi.
J. S. frá Kaldbak.
Sendið korn yðar
tii
UNITED GRAIN GROWERS l?
*
Bank of Hamilton CHambers LougHeed Building
WINNIPEG CALGARY
Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.
<;SLANDNEMAR
Gœtið vel eldsins
^ er þér höggvið skóginn
Skógurinn er uppskera landnemans að vetrinum.
Þegar búandinn hefir hreinsað sitt eigið land, getur
hann fengið vinnu í nærliggjandi skógum. Með því
að gæta eldsins vel, tryggir bóndi eigin framtíð sína.
Issucd by authority of
HonourabU Charles Stewart,
Mmrster of thc I nterior
PAEVENT FOREST FIRES
LátiÖ
CANADIAN NATIONAL—
CUNARD LINE
1 sambandi viö The lcelandic Millennial Celebration
Committee.
Dr. B. J. Brandson,
H. A. Bergman,
Dr. S. J. Johannesson,
E. P Jonsson,
Dr. B. H. Olson,
S. Anderson,
A. B. Olson,
G. Johannson,
L. J. Hallgrimsson,
S. K. Hall,
G. Stefansson,
A. C. Johnson,
J. H. Gíslason,
Jonas Palsson,
P. Bardal,
M. Markusson,
W. A. Davidson.
Islendingar I Canada, eins og
landar þeirra, sem dvelja víðs-
vegar annarsstaðar iarri fóstur-
jörðlnni, eru nú meir en nokkru
sinni áður farnir að hiakka til
þúsund ára Alþingishátíðarinnar
t Reykjavík, I júntmánuði 1930.
tsland, vagga lýðveldisins, eins
og vér nú þekkjum það, stofnaði
hið elzta löggjafarþing I júní-
mánuði árið 930. J>að er ekkert
tslenzkt hjarta, sem ekki gleðst
og slær hraðara við hugsunina
um þessa þúsund ára Alþingis-
hátíð, sem stjórn Islands hefir
ákveðið að halda á viðeigandi
hátt.
Annast um ferðir yðar á Hina
ÍSLENZKU - - -
Þúsund ára Alþingishátíð
REYKJAVÍK
JÚNl
1930
Canadian National járnbrauta-
kerfið og Cunard eimskipafélagið
vinna I samlögum að því, að
flytja íslendinga hundruðum sam-
an og fólk af íslenzku bergi brot-
ið, til Islands til að taka þátt I
hátiðinni og sdglir sérstakt skip
frá Montreal I þessu skyni. Meðal
annars, sem á borð verður borið
á skipinu, verða Islenzkir, góm-
sætir réttir. par verða leikir og
ýmsar skemtanir um hönd hafð-
ar og fréttablað gefið út.
Spyrjist fyrir um vorar sérstöku ráðstafanir
Leitið upplýsinga hjá Canadian National umboðsmanninum I
Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, eða skrifið beint til
J. H. GISLASON, Winnipeg (phone 88 811) 409 Mining Exchange Bldg.
CANADIAN NATIONAL RAILWAYS
eOa einhverjum umboösmanni
CUNARD STEAMSHIP LINE
Þúsund ára
Alþingishátíð
íslands 1930
Cunard línan kjörin af
sjálfboða heimferðar-
nefnd Vestur-Islend“
inga, auglýsir beina
ferð frá Montreal til Reykjavíkurí sambandi við
þúsund ára hátíðina í Reykjavík og á ÞingvöJlum
Cunard Línu skipin, sem sigla frá Montreal, eru ný, bygð síðan.
á stríðinu stóð. Allur viðurgjörningur og útbúnaður binn bezti.
Sérstakar ferðir verða útbúnar á Islandi og í öðrum
löndum, í sambandi við þessa ferð til alþingishátíðar-
innar.
Leitið frekari upplýsinga hjá Cunard Línu skrifstofunni í ná-
grenni yðar, J. H. Gíslasyni, umboðsmanni sjálfboðanefndarinnar, 409
Mining Exohange, Building, Winnipeg, Eða:
Thorstinu Jackson
CUNARD LINE
Z5 Broadway
New York