Lögberg - 06.06.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN
6. JÚNÍ 1929.
B1&. 1.
Þarf að vera
á sérhverju
heimili
mýkjandi
græðandi
sótthreinsandi
Bœj ar f óget amálið
Hæstiréttur ómerkir allar gerðir
undirréttarins.
Hinn 24. apríl var þetta mál
tekið fyrir í Hæstarétti. Réttur-
inn hafði skipað Pétur Magnús-
son sækjanda málsins, en Magnús
Guðmundsson verjanda. — Mála-
færslumennirnir höfðu komið sér
saman um, að fara fram á það við
Hæstarétt, að formshlið málsins
yrði sótt og varin sérstaklega,
sjálfsagt af því, að þeim hefir
virzt málatilbúnaðinum ábóta-
vant. — Rétturinn leyfði þetta og
kvað svo upp dóm um formshlið-
ina hinn 26., apríl. Dómur þessi
varð á þann veg, að ómerkt var
öll málsmeðferð hins setfa dóm-
ara, Bergs Jónssonar, sökum þess
að hinn reglulegi dómari, lög-
reglustjórinn í Reykjavík, hafði
ekki vikið sæti í málinu og sýnist
eftir dóminum talið ósannað, að
hann hefði ha'ft heimild til að
víkja úr dómarasœti í málinu.
Verjandi málsins gerði þá kröfu,
að hinn áfrýjaði dómur og öll
meðferð málsins yrði ómerk og
var sú krafa tekin til, greina að
öllu leyti. Kröfu sína rökstuddi
hann með því, að þar sem hinn
reglulegi dómari hefði ekki vikið
sæti og sennilega hefði ekki réitt
til þess, gæti e'kki annar dómari
sezt í hans sæti og framkvæmt
hans dómarastörf. Var þetta stutt
með tilvísun í ýms lagaboð eldri
og yngri, sem engir nema fag-
menn bera kensl á. En það mun
öllum, sem á hlustuðu, hafa þótt
auðskilið, að bak við þessi laga-
boð lægi sú hugsun, að hinir skip-
uðu, föstu dómarar ættu, hver í
sínu umdæmi, að fara með og
dæma þau mál, sem þar koma fyr-
ir, nema þeir séu við málin riðn-
ir. Það var sýnt fram á það með
sterkum rökum, að þessar laga-
reglur væru settar til þess að fyr-
irbyggja, að hægt væri af hálfu
framkvæmdarvaldsins að fyrir-
skipa þeim dómara, sem því kem-
ur bezt, að fara með þetta mál
eða hitt. Það var skýrt tekið
fram, að þetta atriði væri einn
mikiisverður ]>áttur í réttarörygg
inu, en það væri eitt aðalhlutverk
dómstólanna að halda því uppi.
í málflutningnum kom það
fram, að Jóh. Jóhannesson bæjar-
fágeti óskaði að dómur gengi um
efni málsins, en vegna formgall-
anna gat það ekki orðið. Málið er
því nú á sama sfigi og það var áð
ur en rannsókn var hafin og dóm-
ur setudómarans ómerktur.
Eins og kunnugt er, fer mál-
færslan fram í heyranda hljóði í
Hæstarétti og er munnleg. Við
þetta tækifæri, var eins margt
áheyrenda og frekast gat rúmast.
Þeim, sem eru vanir að hlusta á
AHþingi, bregður við er þeir koma
í Hæstarétt, og verða varir við
hina djúpu alvöru, sem þar ríkir.
Dómarar og mátfærslumenn eru
klæddir einkenniskápum og alt
bendir til ríkrar ábyrgðartilfinn-
ingar og hlutlausrar gagnrýni. —
Málfærslumennirnir setja fram
sínar skoðanir skýrt og öfgalaust,
en dómararnir skera úr. Það
er eins og áheyrendurnir verði
snortnir af helgi staðarins og sú
sannfæring grípi þá, að á þessum
stað megi ekki annars vænta en
þess, sem lög mæla fyrir. Lögin
þykja stundum hörð og formsat-
riðin voldug, en til þess eru regl-
ur settar, að eftir þeim sé farið.
Dómarar mega sízt allra virða
slíkar reglur að vettugi, ekki sízt
þegar bak við þær liggja grund-
vallaratriði, sem eru hyrningar-
steinar undir þeirri þrískifting
valdsins (dómsvald, löggjafar-
vald, framkvæmdavald), er stjórn-
arskrá landsins er ‘bygð á.
Tveim dögum síðar var dómur
Hæstaréttar kveðinn upp.
Dómur Hæstaréttar er svo-
hljóðandi:
Arið 1929, föstudaginn 26. ap-
ríl, var í málinu nr. 22/1929:
Réttvísin gegn Jóhannesi Jóhann-
essyni uppkveðinn svolátandi:
ENGINN HÖFUÐVERKUR
FRAMAR
Lestu það, sem G. G. Mann, að
Wooster, 0., skrifar oss: “Mér
líður miklu betur síðan eg fór að
nota Nuga-Tone. Eg hefi engan
höfuðverk haft nú í sex vikur.
Áður en eg byrjaði að nota Nuga-
Tone, hafði eg höfuðverk á hverj-
um degi. Læknirinn saði, að
böfuðverkurinn stafaði af því, að
taugarnar væru óstyrkar.”
Það er næstum undravert, hve
fljótt og vel Nuga-Tone vinnur,
þegar þannig er ástatt. Það eykur
orku og dugnað, byggir upp taug-
arnar, blóðið og allan líkamann
fljótt og vel. Það veitir endur-
nærandi svefn, styrkir lifrina og
kemur meltingarfærunum í gott
horf. Það er ábyrgst, að þú verð-
ir ánægður með Nuga-Tone, eða
peningunum er skilað aftur. Les-
ið ábyrgðarskjalið, sem er í hverj-
um pakka. Nuga-Tone fylgir á-
byrgð og meðmæli og það fæst hjá
öllum lyfsölum.
Dómur;
Með lögum nr. 67, 7. maí 1928,
3. gr., var dómsvald í sakamálum
og almennum lögreglumálum
Reykjavíkur, lagt í hendur lög-
reglustjóra og maður skipaður í
það nýja embætti frá 1. jan. þ. á.
Mál þetta heyrði því að lögum
undir hann sem dómara, en hefir
þó eigi verið rannsakað og dæmt
af honum, heldur af sýslumanni
Barðastrandarsýslu, Bergi Jóns-
syni, sem setudómara samkv. skip-
unarbréfi dómsmálaráðuneytis-
ins 19. jan. þ. á. Hefir hinn skip-
aði verjandi ákærða krafist þess,
að hinn áfrýjaði dómur og öll
meðferð málsins verði ómerkt
fyrir 'þá sök, að setudómarinn
hafi ekki haft lögmæta löggild-
ingu til að' fara með málið og
dæma það, þar sem hinn reglulegi
dómari hafi ekki vikið sæti í því.
í nefndu bréfi dómsmálaráðu-
neytisins er þess getið, hvers
vegna málið var fengið í hendur
setudómara, en eftir að dómur
var kveðinn upp í héraði, hefir
dómsmálaráðiuneytið með bréfi
dags. 21. f. m. tilkynt Hæstarátti,
að setudómari hafi verið skipað-
ur vegna þess, að hinn reglulegi
dómari hafi lýst því yfir fyrir
ráðuneytinu, að hann myndi ekki
sjá sér fært að fara með málið
sökum fyrri aðstöðu sinnar við
bæjarfógetaembættið, og fylgdi
þessu bréfi þaraðlútandi yfirlýs-
ing hins reglulega dómara dag-
sett sama dag.
í málinu eru ekki fyrir hendi
neinar upplýsingar um það, að
hin-um reglulega dómara hafi lög-
um samkvæmt verið skylt eða
jafnvel heimilt að víkja sæti í því
vegna málgengisbrests (inhabil-
itas specialis), sem ætla má að
hann hafi talið baga sig, né held-
ur að lögmæt forföll þ. e. hindr-
anir svo sem sjúkdómur, fjarvist
eða annað hafi bannað honum að
fara með málið, og verður eigi
auk þess litið svo á, að fyrtéð ut-
anréttaryfirlýsing hans Ifeli í sér
endanlega aðvörun um að víkja
dómarasæti í málinu, er heyrir
undir mat æðra dómstóls, átt eins
og á stóð að koma fram í rétti áð-
ur en setudómarinn tók til starfa.
Og þar sem þannig hinn reglulegi
dómari hefir ekki vikið sæti á mál-
inu svo sem lög og réttarvenja út-
heimta og með því enn fremur má
gera ráð fyrir að dómsmálaráðu-
nejrtið hafi ætlast til að skipun
setudómarans kæmi ekki til fram-
kvæmda fyr en eftir að hinn
reglulegi dómari hefði vikið sæti
í málinu, þá verður að líta svo á,
að setudómarinn hafi ekki haft
heimild til að fara með málið og
dæma það. Verður því fyrir þá
sök, að ómerkja hinn áfrýjaða
aukaréttardóm og alla meðferð
málsins fyrir aukaréttinum og
lögregluréttinum.
Allan kostnað sakarinnar í hér-
aði og fyrir hæstarétti ber að
greiða úr ríkissjóði, þar á meðal
málafærslulaun sækjanda í hæsta-
rétti 80 kr. til hvors.
Því dæmist rétt að vera:
Hinn áfrýjaði aukaréttardómur
og öll meðferð málsins fyrir
aukaréttinum á ómerk að yera.
Allur kostnaður sakarinnar í
héraði og fyrir hæstarétti, þar
með talin málflutningslaun sækj-
anda og verjanda fyrir hæstaréfti,
málflutningsmannanna: Péturs
Magnússonar og Magnúsar Guð-
mundssonar 80 krónur til hvors,
greiðist úr ríkissjóði.
— Vörður.
sig. Menn sáu til hans, héldu að
hann væri vitlaus og símuðu til
yfirvaldanna. Komu þau á vett-
vang — og ætlaði sendiherranum
að ganga il.la að sannfæra þá um
að hann væri með fullu viti.
1 þorpi einu, sem Wels heitir, í
Austurríki, bar það til, að átta
ára gamall drengur kom að járn-
grindiunum fyrir framan kirkju.
Voru grindumar allar hélaðar.
að gamni sínu brá drengurinn
tungunni é héluna, en hún festist
þegar við járnið og gat hann ekki
losað sig. Kom nú að múgur
manns til að reyna að hjálpa hon-
um, og með því að anda á járnið
og verma það við eldspýtnaloga,
tókst loks að ná úr því frostinu,
svo að drengurinn losnaði, en þá
var hann með ka'lsár bæði á tungu
og vörum.
í Austurríki var glæpamaður
nokkur, sem lögreglan hafði verið
að leita að í rúmt ár. — Nú gekk
hann sjálfur lögreglunni á vald
— kaus heldur að sitja í hlýju
fangelsi, heldur en að liggja úti í
kuida og snjó.
Merkurdýr og fuglar 'hafa
hiunið niður úr harðrétti og
kulda víðsvegar um álfuna, en
rándýr og ránfuglar gerðust nær-
göngulli mannabygðum, en nokkru
sinni áður. Gammar hafa komið
ofan'úr fjöllum og heim á bónda-
bæi til að leita sér að bráð, en
hungraðir hirtir komu alla leið
inn í Vínarborg. Úlfar hafa víða
sporum og komst undan við illan
leik. 1 þessu sama þorpi réðust
ú'lfarnir inn í fjárhús, sem veit-
ingamaður átti, og hófst þar ó-
jafn leikur. Veitingamaður hljóp
til og ætlaði að bjarga sauðum
sínum, en úl'farnir réðust þá á
hann og átu hann gersamlega upp
til agna.
Undir siguhboganum í París er
gröf hins ókunna hermanns og
logar á henni eldur nótt og dag
(gaslogi). Frostunum er um það
kent, að gasæðin sprakk og slokn-
aði loginn. Fanst mönnum mikið
til um þetta og var það talinn fyr-
irboði þess, að eithvert ólán vofi
yfir Frakklandi.—Lesb.
Undirstaða góðrar máltíðar
OOILVIE’S
ROYAL
HOUSEHOLD
FLOUK
Týndur og aftur fundinn
í ágústmánuði í sumar vildi það
til, að hinn þjóðkunni suðurjóski
stjórnmálamaður. Nis Nissen,
hvarf einn góðan veðurdag af
heimili sínu, og fanst ekki, hvern-
ig sem að honum var leitað.
Dagana þar á undan hafði hann
verið mjög hugsjúkur, og var
skyldfólk hans hrætt um, að hann
hetfði fyrirfarið sér, og styrktust
menn í þeirri trú, er maðurinn
kom ekki fram mánuðum saman.
En núna um páskana tfann lög-
reglan í Hamborg manninn hei'lan
á h'úfi. Hafði hann hafst við hjá
verkamanna fjölskyldu þar í borg-
I
inni. Fjölskylda þessi vissi eng-
komið þar sem þeir hafa ekki sézt in deili á manninum, sem hafði
í manna minnum, svo sem skaftit tekið ihann að sér í gustukaskyni.
austan við Vínar*borg, í Alpine- Er Nis Nissen fór heiman að
dal 1 iStyríu, 1 Rómaborg og í frá sér, fór hann með járnbraut-
Bezta hveitimjöl
fyrir kökur og
pies, bezta mjöl
iÖ einnig yrir
brauÖ, snúða og
harðar kökur
Soyrjið kaup-
manninn
Sljesíu. Þar skaut skógarvörður
úlf, dólg mikinn, 1% meter á
lengd. Inni í úthverfum Róma-
arlest til Kiel. Sté hann þar úr
lestinni og fór fótgangandi til
Hamborgar. Þar var hann á flæk-
Kuldarnir í Evrópu
á síðastliðnum vetri.
Um þá flutti Lesb. Mgbl.
marz “Smávegis hvaðanæfa
álfunni,” það sem hér fylgir:
17.
úr
Vegna kulda og kolaleysis varð
að loka öllum opiriberum skólum
í Vínarborg hinn 18. febrúar, þar
á meðal háskólanum.
Um sama leyti átti brúðkaup að
borgar var líka skotinn úlfur. í i ingi all-lengi, og skeytti ekki um
Albaníu voru 50 hermenn á ferð að gefa sig fram við neinn, eða
og réðist að þeim úlfalokkur. Svo leita heim til sín aftur. í veit-
grimmir voru úlfarnir, að þeir ingahúsi hitti hann verkamann
höfðu rifið ellefu menn í tætlur, þann, er skotið hefir skjólshúsi
áður en tókst að reka þá á flótta. yfir hann. En á heimili þessa
Sundin og skurðina í Feneyjum
lagði svo að fólk lék sér þar á
skautum dag eftir dag. í Feneyj-
um er hin fræga Markúsarkirkja
og Markúsartorg, þar sem hefir
verið ótölrilegur grúi af dúfum,
en í þessium frostum hafa þær
flestallar fallið.
í Berlín tóku menn upp á þvj,
verkamanns tók Nissen að ná sér
aftur, og hugsa til þess að gefa
til kynna hver hann væri. Og svo
fór, að hann sagði til nafns síns
og komst lögreglan þá á snoðir
um, að þarna væri maður sá, sem
leitað hafði verið að um Suður-
Jótland í sumar.
Venslamenn hans brugðu við.
þegar kolaleysið var mest, og (er ,þag fréttist, að hann væri kom-
fara fram í Petrikau, þorpi nokkru hvorki var að fá hita í veitinga- \ inn þar fram> 0g fóru til Ham-
í Póllandi. Brúðurin átti heima húsum né kvikmyndahúsum, að'
uppi í sveit og var henni ekið ájþeir þyrptust upp í neðanjarðar-
sleða til kirkjunnar í þorpinu. En
þegar þangað kom, var hún dáin
— kalin í hel.
í Zagreb, höfuðborginni í Kró-
atíu, átti að hengja alræmdan
ræningjaforingja, Pripic að nafni,
og þrjá félaga hans. Var lagt á
stað með þá til aftökustaðarins,
en ófærð var svo mikil, að járn-
brautarlestin, sem böðullinn átti
að ikoma með, sat föst í snjó, og
varð því að fresta aftökunni.
1 borgunum meðfram Dóná, er
það orðinn siður, að menn fá sér
bað í ánni, bæði sumar og vetur,
og voiru margir þrautseigir við
það í vetur, þrátt þrátt fyrir kuld-
ana. Maður er nefndur Polychro-
miades og er sendiherra Grikkja í
Belgrad. — Hann er einn af þeim,
sem þrautseigir eru við böðin.
Einhvern 'kaldasta daginn fór
hann með þjóni sínum út á ána
Save og hjuggu þeir þar vök í
ísinn. Síðan klæddi sendiherrann
sig úr hverri spjör og fór að baða
Tryggið yður ávalt nægan
forða af
HEITU VATNI
fáið yður
ELEGTRIG WATER HEATER
Vér setjum hann inn og önnumst
um vírleiðslu fyrir
A&eins $1,00 út í hönd
Afgangurinn greiðist með vægum kjörum
Hot Point Water Heater, gegn útborgun $20.50
Red Seal Water Heater, gegn útborgun $19.00
Plumbing
aukreitis,
þar sem
þarf
WínnípeúHqdro,
55-59
PRINCESSST.
Phone
848 132
848 133
brautarvagna og óku fram og aft-
ur klukkustundum saman, en það
eru reglur þar, að menn mega aka
eins langt og þá lystir fyrir 20
pfennig.
Ung stúlka í Berlín gekk all-
langa leið, þegar frostið var sem
mest. Hún var vel dúðuð að of-
an, en í stuttu pilsi og silkisokk-
um. Það fór nú svo fyrir henni,
að hún ibeinkól á leggjunum á
milli þess, sem pilsin náðu að of-
an og stígvélin að neðan, og
bjuggust læknar við því, að taka
yrði af henni báða tfætur um
hnén.
Úlfar settust um þorp nokkurt
í Rúmeníu, svo að allar umferðir
voru þar bannaðar. Póstur, sem
ekki vissi um þessa úlfatfyrirsát,
var á leið til þorpsins. Þegar hann
sá úlfana, tók hann það fangaráð,
að fórna öðrum hesti sínum. Réð-
ust úlfarnir á hestinn, en meðan
þeir voru að rítfa hann í sig,
keyrði pósturinn hinn hestinn
borgar til þess að sækja hann og
fara með hann heim til sín.
Nis Nissen var fyrir nokkrum
árum þingmaður Als-héraðs í
fólksþingi Dana. — Han* var i
radikala” flokknum. — Mgbl.
Bezta máltíðin í heita veðrinu,
er eitt eða tvö glös af
Kaldri
og fersksi
Mjólk
Beint úr vagninum
Þér fáið ávalt það bezta,
ef þér kaupið
Cresert rojólk er hrein
mjólk, rjómi, smjör, áfir, Cottage Cheese.
Sími: 37 101
CRESCENT CREAMERY cOMPANY, LTD.
EDHAM C0L0RED
SHINGLES
Vér höfum umboð fyrir þenna fræga og
óviðjafnanlega þakspón.
Þessi þakspónn er hinn fegursti, sem hugsast
getur, hvort sem notaður er á þak, eða hliðar-
veggi.
Hver einasti þakspónn nýtur tryggingar vorr-
ar og vér njótum tryggingar verksmiðju-
eigandans.
TIMBUR - KAUPMAÐUR YÐAR HEFIR
ÞENNA FRÆGA ÞAKSPÓN TIL SÖLU
TURNBULL & MCMANUS
LIMITED
Cor. Sutherland and Austin Street
WINNIPEG, MAN.
Látið ekki þetta koma fyrir yður!
T
ÍMINN tapaður, góðir skapsmunir tapaðir og ágóðinn
tapaður; gott dagsverk orðið að engu . . . . og hver
veit hvernig veðrið verður á morgun?
Óþarfa eyðsla, því í 23 ár hefir British American Oil
Campany verið að endurbæta og fullkomna eldsneyti og
áburð fyrir gasolene og kerosene mótora.
Þegar mest á ríður, kunnið þér bezt að meta vörn gegn
of miklum hita, aukna orku, og tryggingu, sem eru aðal-
kostirnir við Autolene, þessa frægu framleiðslu British
American .Oil Company.
/hr Better SerVice-
SuperVower
Beztu Gasol-
ene kaup.
BritisH Amaricon
ETHYL
The Anti-Knock
Eldsneytl fyrir
Aflmiklar vjelar
Engin ástæða til að nota það, sem
lakara er, því það eru 5 tegundir
af Autolene — sem eiga við allar
tegundir og stærðir af mótorum,
og þær kosta ekkert meira.
Hvar sem þér sjáið British Amer-
ican merkið, þar getið þér fengið
alt, sem þér þurfið af Autolene.
E i n n i g Super Power og Brit'sh
American Ethyl Gasolene.
LICHT
MEDIUM
HEAVY
SPECIAL HEAVY
EXTRAHEAVY
<
The BRITISH AMERICAN OIL Ca. LIMITED
SuptriWw-^BAETHVL Gasolenes -CuOolvnt Qi£t
5WC
n