Lögberg - 06.06.1929, Blaðsíða 4
4.
LÖGBERG MMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1929.
o<=>oc=>oc
Xögberg
Gefið út hvern fimludag af The CoV-
umhia Press, LtcL., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
U^náskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg” ia printed and published by
The Columbia Preaa, Llmited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Kosningarnar bresku
Hinn 30. maí síðastliðinn, fóru fram almenn-
ar kosningar t.il þjóðþingsins brezka, og lauk
þeim með sigri miklum fyrir verkamannaflokk-
inn, undir forystu Rt. Hon. Ramsay MacDon-
alds. Ekki fékk þó flokkur sá ákveðinn þing-
meirihluta, en það varð hann liðsterkur, að
ganga mun mega út frá því sem gefnu, að hon-
um verði falið á hendur mvndun nýs ráðu-
neytis.
Alls eiga sæti í neðri málstofu hins brezka
þings, 615 þingmenn. Eins og nú er ástatt um
flokkaskipunina, hafa verkamenn 287 þingsæti,
flialdsmenn 254, en frjálslyndi flokkurinn 57.
Ófrétt er enn úr nokkrum kjördæmum, en hver
svo sem úrslitin verða þar, þá breytir það engu
til um þá staðreynd, að enginn flokkur fær notið
ákveðins meiri hluta í þjnginu.
Sá maðurinn í stjómmálalífi Breta, sem
flestra augu hvíla á um þessar mundir, er Mr.
Lloyd George. Því þótt flokkur hans sé tiltölu-
lega fáliðaður, þá er hann nægilega mannmarg-
ur til þess, að hafa það á valdi sínu, hverjir
með völdin fara á Bretlandi, að minsta kosti
fyrst um sinn, því um nána samvinnu mi'lli
íhaldsflokksins og verkamanna, mun tæpast
þurfa að ræða.
Eins og málin horfa við, virðist svo, sem
Lloyd George eigi ekki annars úrkoista, en að
veita verkamannflokknum að málum, þegar á
þing kemur, því bandalag af hans hálfu við
íhaldsmenn, getur tæpast skoðast hugsanlegt.
Verkamenn og þeir, er frjálslyndu stefnunni
fylgja, eiga mörg stefnuskráratriði sameigin-
leg, og þarafleiðandi ætti ekkert að vera því til
fyrirstöðu, að með þeim tækist drengileg sam-
vinna, með sameiginlegan þjóðarhag fvrir
augum.
Aðdragandinn aðí ósigri Baldwin-stjómar-
innar, er vafalaust margþættari, en margan
gmnar, þótt óefað hafi það riðið bag^muninn,
hve frámunalega illa henni tókst til um það, að
ráða bót á atvinnuleysinu.. Skorti þó sízt fög-
ur loforð, meðan á kosningarimmunni stóð.
Alt átti að lagfærast, svona af sjálfu sér, ef
íhaldsflokkurinn gengi sigrandi af hólmi. Að-
al-atriðið var það, að þjóðin hefði biðlund.
Mr. Lloyd George, var ósár á loforð líka.
Hahn hét því, að ef flokkur hans kæmist til valda,
skyldi ekki einn ejnasti vinnufær maður ganga
auðum höndum á Bretlandi. Þessu öllu, ásamt
mörgu fleira, ætlaði hann að hrinda í fram-
kvæmd á einu ári, eða svo. óneitanlega virtist
margt það, er Mr. Lloyd George hafði á stefnu-
skrá sinni, horfa til verulegra umbóta, svo sem
tillögur hans um endurbætur þjóðvega, réttlát-
ari jöfnun skatta með meiru og fleiru. Grædd-
ist honum við þetta talsvert fylgi, sem sjá má
af því, að nú á hann yfir að ráða einum tólf
þingsætum umfram það, er átti sér stað fyrir
nýafstaðnar kosningar. En þjóðin brezka var
augsýnilega búin að fá sig fullsadda af loforð-
um, og þess vegna krafðist hún athafna í orða
stað.
Verkamanna flokkurinn var, að minsta kosti
í þetta skiftið, tiltölulega sparsamur á loforð,
og mun það, út af fyrir sig, hafa aflað honum
aukins trausts hjá kjósendum. Leiðtogi flokks-
ins, Ramsay MacDonald, kvað stefnuskrá sína
í raun og veru fólgna í tveim, megin-atriðum.
Hið fyrra væri það, að gera atvinnuleysis-
ófögnuðinn landflótta, en það síðara, að stuðla
að auknum1 góðvilja meðal þjóða þeirra allra,
er Bretar hefðu eitthvað saman við að sælda.
1 þvx falli, að sér yrði falin stjómarforystan í
hendur, vildi hann nefna ráðuneyti sitt ráðitr-
neyti góðviljans.
Þótt Ramsay MacDonald teljist til jafnað-
armanna, og hafi margt ritað um þá stefnu,
verður það ehgan veginn um hann sagt, að
hann sé róttækur gerbyltingamaður. Hann trú-
ir á þingræði, og vill með viturlegri löggjöf,
koma fram þeim umbótum á skipulagi þjóðfé-
lagsins, er hann telur nauðsynlegar í þann og
þann svipinn. Hann er víðsýnn mannvinur,
er að engtf vjll hrapa. Má þess því fvllilega
vænta, að hann reynist þjóðinni ráðhollur
stjórnandi, eigi að eins hvað heimamálin á-
hrærir, heldur og líka hvað viðkemur afstöðu
þjóðarinnar út á við.
í ræðu þeirri hinni meistaralegu, er Mr.
• Ramsay MacDonald flutti hér í borginni, í
ágústmánuði síðastliðnum, fórust honum meðal
annars þannig orð, um verkamanna flokkinn og
stefnu hans
“ Eg hefi, ásamt félögum mínum, verið kall-
aður fvrirhyggjulaus draumóramaður. Það
er síður en svo, að eg þykkist við það, þótt mér
séu bomir draumórar á brýn. Eg er draumr
maður, og vil undir engum kringumstæðum fara
dult með það. Enginn maður, og engin kona,
hefir nokkru sinni afkastað frumskapandi þrek-
virkj, nema því aðeins, að myndin hafi fyrst
birzt í draumi. Draumurinn er fyrirboði at-
liafnanna. En hitt verðum vér að láta oss
skiljast, að sá, er aðeins dreymir, lifir ekki
nema hálfu lífi.
“Það, sem verkamanna flokkurinn brezki*
þarfnast, sem og skoðanabræður hans, bæði hér
og annarsstaðar, er að dreyma mikið, dreyma
volduga drauma, og láta sérhverjum draumi
fylgja ljfandi athöfn.
“Stefna vor er ómenguð af flokksliatri; hún
er uppbyggingar, en ekki niðurrifs stefnt.
“Verkamanna hreyfingin er djúpþætt, vold-
ug og víð. Hún er hvorki bylting gegn einu eða
öðru ásigkomulagi, heldur heldur straumfall
aukins ásmegins og lifandi trausts á V&xtar-
mátt gróandi þjóðfélags, sem stöðugt er að
þroskast upp á við og verða skal að lokum
ljómi hans dýrðar og ímynd hans veru.’’
Tvö mál eru það einkum, eins og
áður hefjr verið getið, er Mr. Ramsay
MacDonald hefir ákveðið að beita sér fyrir,
jafnskjótt og flokkur hans tekur við völdum.
Er hið fyrra, að ráða fram úr atvinnuleysi því
hinu mikla, er hvílt hefir eins oig martröð á
brezku þjóðinni mörg undanfarin ár; en hið
síðara takmörkun hers og flota. Bæði þessi
mál hafði Mr. Lloyd George á stefnuskrá sinni
í kosningunum, og þess vegna er annað óhugs-
andi, en að hann og flokkur hans, veiti hinni
væntanlegu MacDonald stjóm, fulltingi sitt, til
þess að hrinda þeim í framkvæmd, eins fljótt
og framast má verða.
Rétt um þær mundir, er þetta er skrifaÖ, er
símaÖ frá Lundúnum, að ráðuneyti Mr. Bald-
wins hafi bejðst lausnar, og að; hin nýja Mac-
Donald st.jórn verði svarin inn á hverri stundu.
Flest stórblöðin brezku, svo sem London Times
og Manchester Guardian, skora á alla flo>kka,
að taka hinni nýju stjóm vel og veita henni
allan sanngjarnan stuðning, því sýnt sé,
að það sé í fullu samræmi við þjóðarviljann, að
hún tal^i við völdum. Minnir hið síðamefnda
blað Mr. MacDonald á hans fyrri ummæli í
sambandi við rétt minni hlutans utan tak-
marka Bretlands, og kveðst treysta því, að
hann taki hliðstætt tillit til minni hlutans í
hinu nýkosna þingi, eða frjálslynda flokksins,
sem svo mikil ábyrgð hvíli á um þessar mundir.
Á síðastliðnu þingi, hafði Bald'winstjórnin
rýmkað svo til um kosningaréttinn, að alt brezkt
kvenfólk, er náð hafði tuttugu og eins árs aldri,
átti kosningarétt. Fjölgaði þetta tölu kjósenda
um rúmar fimm miljónir. Eftir kosningaúr-
slitunum að dæma, er það sýnt, að atkvæði þess-
ara nýju kvenkjóserida, hafi skiftst mjög milli
þinna ýmsu stjómmálaflokka, því tiltölulega
fáar konur náðu kosningu af þeim sextíu og
níu, sem í kjöri vom. Meðal þeirra kvenna, er
sigrandi gengu af hólmi, má nefna Ladv Astor,
er setið hefir á þingi síðan 1919 sem fulltrúi í-
' haldsflokksins, og Miss Megan Lloyd George,
dóttur hins víðkunna leiðtoga frjálslynda flokks-
ins. Er þetta í fyrsta skifti, sem hún hefir
kosin verið á þing.
Hverpig hið nýja MacDonald ráðuneyti
kann að verða skipað, er enn á huldu. Þó má
víst telja, að þeir Henderson, Thomas og
Clynes, muni hljóta ráðgjafatign a^ nýju.
Innflutningsmál
Það er nú í sjálfu sér ekki nýtt, þótt tillögur
komi framí um það, að hrúga inn í landið mil-
jónum innflvtjenda. En nýmæli má það kall-
ast, að farið skuli fram á $3,000,000 fjárveit-
ingu í einu lagj, til þess að byggja upp Peace
River hémðin, eins og nú er komið á dagskrá.
Um það mál farast tímaritinu ‘ ‘ Country Guide ’ ’
þannjg orð:
“Er te;kið er tillit til þess, hve hveitimagn
það eykst með hverju líðanda ári, er flytja
verður út héðan úr landi, jafnframt því sem
hveitiverðið lækkar, og um markað landbúnað-
ar-afurða vorra þrengist, sökum hinna hækk-
uðu tollmúra syðra, þarf þess taspast að vænta,
að bœndur Sléttufylkjanna líti hým auga uppá-
stungu General MoRae’s, um þrjú hundruð
miljón dala fjárveitingu, til þess að hrúga fólki
inn í Peaoe River dalinn. Vélavinnan á sviði
landbúnaðarins, er jafnt og þétt að skipa inn-
flutningsmálunum í annað horf. Sérhver ný
innflutninga tilraun, hefir það fyrst og fremst
fyrir augum, að byggja upp hinar vestrænu
slétttur, og auka þar með hveiti framleiðsluna.
Ekki má gleyma því, að jafnvel þótt aukið
hveitimagn leiði til lækkaðs verðs, þá er samt
altaf einhver að hagnast. Og í þessu tilfelli
verða það aðallega járnbrautarfélögin, og þau
félög, sem verzla með landbúnaðaráhöld. En
fari nú svo, sem auðveldlega getur komið fyr-
ir, að verð það, sem bóndinn fær fyrir hveiti
sitt, samsvari ekki framleiðslukostnaðinum, er
hætt við, að gjaldþolið fari heldur en ekki þverr-
andj. Verður þá eigi aðeins hagur bóndans í
veði, heldur og jafnframt allra annara þeirra
stétta, er land þetta byggja.
Það liggur í augum uppi, hve óendanalega
affarasælla það er fvrir þjóðfélagið, að hafa
færri bændur, sem vel komast af, en fleiri, sem
tæpast hafa til hnífs og skeiðar. Þetta skilja
bœndur sjálfir auðvitað manna bezt, og þess
vegna verða þeir síðastir allra til þess að fagna
yfir því, eða komast í sjöunda himjn, þótt enn sé
á ferðirmi ný tilraun til að hrúga fólki inn í
landið, athugunarlítið, eða athugunarlaust.
Bændur eru því ekki mótfallnir, að sann.-
gjörn tala æskilegra innflytjenda, taki sér ból-
festu í landinu. Þeir eru ekki mótfallnir sjálf-
bjarga innflytjendum, er telja má nokkurn veg-
inn víst, að sjái sér farborða. En þeir eru dauf-
trúaðir á það, að stjómin leggi fram til þess
stórfé, að flytja inn keppinauta í akuryrkjunni.
Hvað myndi verða sagt, ef fluttir yrðu
hingað árlega námamenn og handiðnamenn,
svo tugum þúsunda skifti, eða menn til þess að
vinna á jámbrautum? Svarið er aðeins eitt.
Þjóðin myndi fyllast heilagri vandlætingu og
kref jast áfellisdóms yfir þá stjórn, er sek gerð-
jst um slíkt athæfi. Hér er hlutfallslega um
hliðstætt dæmi að ræða, ef hrúga skal inn í
landið fjölda af bændum og bændaefnum, eins
o g ástatt er fyrir.
Þegar alt er athugað, má vafalaust með
fullum rétti segja, að eins og sakir standa, sé
Canada, hvað afkomu almennings áhrærir, eitt
allra bezta landið undir sólinni. Á þessari
vélavinpu öld, sem vér nú lifum, hefir landbún-
aðurinn, eins og reyndar flest annað, tekið
feykilegum breytingum. En þegar um inn-
flutningsmál er að ræða, eiga bændur Sléttu-
fylkjanna heimtingu á, að fá að vera með í ráð-
um, nær helzt sem það ber á góma, að fylla um-
hverfi þeirra, með innfluttum keppinautum. ”
Canada framtíðarlandið
Hænsnarækt.
Hænsnarækt borgar sig vel, ef
hún er rétt stunduð. Aftur á
móti gæti hún orðið tap fyrir
vankunnáttu. Þess vegna heyrir
maður svo margan bóndann segja,
að ekkert sé upp úr hænsnunum
að hafa.
Að velja beztu varphænurnar.
Áður en útungun byrjar á vor-
in, ættu allir að velja úr beztu
varphænurnar og hafa þær sér
með óskyldum hana. Beztu varp-
hænurnar fara vanalegast fyrst
niður á morgnana og seinast upp
á kveldin. Annað merki er þetta:
Farðu yfir hænsnahópinni að
kveldi til, þegar þau eru sezt upp.
Skoða þú hverja hænu fyrir sig.
Beggja megin við eggjaholið eru
tvö bein, sem kölluð eru: pelvic
bein. iSéu beinin þunn og komir
þú þremur fingrum á milli þeirra,
þá er hænan góð varphæna; séu
beinin þykk, og komir þú að eins
einum fingri á milli beinanna, þá
er hænan mjög léleg sem varp-
hæna.
Iðnaður Winnipegborgar
Nýlega hélt stofnun sú, er “Manitoba In-
dustrial Development Board” nefnist, ársfund
sinn hér í borginni, fjölsóttan mjög. Voru þar
fluttar margar snjallar ræður, auk þess sem
skýrslur voru fram lagðar, er báru ljósan vott
um þær hjnar feykilegu framfarir, sem átt hafa
sér stað í fylkinu, og þá ekki hvað sízt í Winni-
pegborg, síðustu árin. Er nú svo komið. að
verksmiðjuiðnaður Manitobafylkis, er qrðinn
drjúgum hærri að verðgildi, en öll landbúnað-
ar framleiðslan.
Fyrir fimtán árum, nam öll verksmjðju-
framleiðslan því sem næst sextíu miljónum
dala. 1 árslokin 1919, var hún komin upp í eitt
hundrað þrjátíu og eina miljón. Má segja, að
þar væri um hreinan og beinan ofvöxt að ræða,
er stafaði frá stríðimi mikla. Fjórum árum
seinna, eða árið 1923, mátti segja, að iðnaðar-
framleiðslan væri búin að ná nokkurn veginn
sínu fyrra jafnvægi, og nam hún þá níutíu og
sjö miljónum.
Árið 1925, var verksmiðjuvamingur sá, er
framleiddur var í Winnipeg, að meðtöldum út-
jaðrabæjunum, kominn upp í eitt hundrað tutt-
ugu og fjórar miljónir dala. Næsta ár á eftir,
komst hún upp í eitt hundrað þrjátíu og tvær
miljónir. Árið 1927, var framleiðslan » eitt
hundrað fjömtíu og tvær miljónir dalá. en í
fyrrá hljóp hún upp á eitt hundrað fimtíu og
tvær miljónir.
Að því er atvinnumálin áhrærir, má segja,
að þau hafi, að heita má, haldist í hendur við
vöxt iðnaðarframleiðslunnar.
Um þær mundir, er ófriðurinn mikli hófst,
störfuðu eitthvað um tuttugu þúsundir manna
í verksmiðjum Winnipegborgar. Nú er sú tala
komin upp í þrjátíu og sex þúsundir.
Fyrir tiltölulega fáum árum, mátti svo að
orði kveða, að megin-þorri íbúanna í Winni-
peg, ætti lífsframfærslu sína að sækja til jám-
brautarfélaganna. Nú er svo komið, að því-
nær helmingur allra borgarbúa, nýtur lífsfram-
færslu af verksmjðjunum.
Stofnun sú, er nú hefir nefnd verið, “The
Manitoba Industrial Development Board.”
hefir þegar unniÖ mikið og þarft verk á sviði
iÖnmálanna. Standa að henni ýmsir hæfustu og
framtakssömustu jðnhöldar borgarinnar oig
fylkisins, er víðtæka. reynslu hafa í sérhverju
því, er aÖ iðnmálunum lýtur. NýtUr stofnun
þessi dálítils tillags úr fylkissjóði. Um tveggja
ára skeið, naut hún nokkurs fjárframlags frá
Winnipegborg. En í fyrra feldi bæjarstjórain
illu heilli, fjárveitingu til stofnunarinnar. Mælt-
ist slíkt illa fyrir, sem von var, þar sem stofnun-
in starfaði , og starfar enn, öllu öðru fremur í
þarfir borgarinnar.
Kosningin í Morris
Eins og almenningi er kunnugt, lét Hon. W.
R. Clubb, ráðgjafi opinberra verka í Manitoba-
stjóminni, af embætti, í vetur sem leið, eftir að
það kom í ljós við rannsóknina út af Taylors-
kærunum alræmdu, að hann hafÖi keypt hluti í
Winnipeg Electric félaginu, eitthvað um þær
mundir, sem samningurinn um virkjun Sjö-
systra-fossanna var gerður. Hin konunglega
rannsóknamefnd, er um kærarnar fjallaði,
sýknaði Mr. Clubb að öllu leyti af ákærunum,
sem og Bracken-stjómina í heild. Skömmu
seinna tók Mr. Bracken bæði Mr. Clubb og Mr.
Major inn í ráðuneyti sjtt á ný. En með því
að Mr. Major, sá er gegnt hafði dómsmalaráð-
gjafa embœttinu, var kosinn við hlutfallls-
kosningar í Winnipeg, þurfti hann ekki að
leita endurkosningar, þó hann tæki við ráð-
gjafaembætti á riý. En öðra máli var að gegna
með Mr. Clubb. Samkvæmt brezkum stjórnar-
farsvenjum, var hann knúður til að leita end-
urkosningar. lítnefning fór fram í kjördæmi
Mr. Clubbs, þann 30. maí -síðastliðinn, og var
hann kosinn gagnsóknariaust. Hefir íhalds-
mönnum sennilega ekki þótt það árennilegt, að
setja mann til höfuðs honum, eftir alt, sem á
undan var gengið, eftir að það var orðið lýÖum
ljóst, að kærar leiðtoga þeirra vora ekki annað
en vindbóla.
Það tekuri frá viku til tíu daga
fyrir eggin að verða frjósöm.
Eftir að útungun er um garð
gengin, ættu allir hanar að vera
teknir og hafðir sér, en ekki leyft
að ganga með hænunum um sum-
artímann. — Margir standa í
þeirri meiningu, að hanar þurfi
að vera með hænunum til þess að
þær geti verpt; en það er mikil
fjarstæða.
Nú eru egg keypt éftir flokkun.
/Egg með útungunarefni, byrja að
ungast út í sumarhitanum og
skemmast fljótt; ófrjósöm egg
aftur á móti, geymast yfir lengri
tíma án skemdar.
Að hanar eru hafðir í hænu-
hópnum víðast hvar á sveitabæj-
um, er aðal ástæðan fyrir því,
hvað mikið er af skemdum eggj-
um á markaðnum. *
Hænsnafóður.
Um þetta leyti árs þurfa hænsn-
in ekki eins kröftugt fóður eins
og að vetrarlagi, en grænmeti er
þeim nauðsynlegt; ef þau ekki
hafa aðgang að grasi, þá þyrfti
að rækta fyrir þau kálmeti. Einn
hnefi a korni þrisvar á dag fyr-
ir hverja hænu, er mátulegt, eða
20 pund af korni á dag fyrir
hverjar 100 hænur. Helzt ætti
kornið að vera af fleiri en einni
tegund, t. d. einn þriðji áf hverju:
höfrum, byggi og hveitikorni. —
Hænsni á leiða á sömu kornteg-
und til lengdar. — Þeir sem hafa
nóg af skilvindumjólk og hleypa
henni í ost með sýru, geta sparað
sér korn, því í mjólkinni er mikið
eggjahvítuefni. — Annað, sem
hænsni ættu alt af að hafa að-
gaug að, er grófur sandur (grav-
el)( og nógar skeljar (muldar).
Sandurinn hjálpar meltingunni og
er nauðsynlegur. Úr skeljunum
myndast eggjaskurn.
Hænsnalús og maur.
Hænsni, sem eru lúsug, verpa
ekki til lengdar. Til þess að eyði-
leggja lús, er lúsasmyrsl (blue
ointment) einna bezt. Taka skal
hænurnar að kveldinu, og maka
smyrsljn undir báða vængina,
undir stélin og ofa'n á hausinn
(við hauslús)^ að eins lítið á
hvern stað. Þetta eyðileggur lús.
En það er meiri vandi að losast
við hænsnamaur (mites). Þessi
maur skríður á hænsnin á nótt-
unni og sýgur úr þeim blóð, en
heldur til í rifum og smugum á
daginn. Maurinn magnast ákaf-
lega fljótt í hitanum á sumrin,
og getur valdið því, að hænur
hætti alveg að verpa.
Til þess að losast við maur,
verður að sprauta hænsnahúsið
með steinolíu eða sterku kreolin-
vatni. Taka skal alt út úr hús-
inu, sem lauslegt er, svo sem
hreiður, hænsnaprik, o.s.frv. Svo
skal sprauta í allar rifur og smug-
ur, sem sjáanlegar eru. Þetta
verður svo að endurtakast eftir
vikutíma, þegar mauraeggin ung-
ast út. Bezt er að sprauta
hænsnahúsið áðyr en maurinn
magnast.
Veiki í hænsnum.
Þeir, sem hafa léleg hænsnahús,
missa oft hænsnin úr veiki, eink-
um á vorin. Ekki er til neins að
reyna að lækna hænu, sem verður
veik; betra að eyðileggja hana sem
fyrst, því oft smitar hún heil-
brigðar hænur. 'Tæring er mjög
almenn í hænsnum, sem hafa
slæmt húspláss, saggasamt og
kalt. Þetta er merkið: Hænan
hættir að verpa, smá-tærist upp
þar til hún drepst. Ef þú kryfur
hana, þá munt þú sjá Ijósleita
depla á lifrinni og innýiflunum.
Missir þú margar hænur úr þessu,
er þér bezt að losa þig við allan
hópinn, því þessi veiki er mjög
smitandi, ef hún kemst í hænsna-
hópinn.
Stundum vill til að hænsni, sem
fóðruð eru á höfrum og byggi,
hætta að éta fyrir það, að þau
hafa úttroðinn sarp, einkanlega
ef þeim er géfið mikið bygg. -—
Þetta má kalla uppþembu, og má
lækna hana með því að skera upp
sarpinn og hreinsa alt úr honum,.
sauma svo fyrir aftur með nál og
tvinna. Verður þá hænan jafn-
góð. Þetta orsakast af því, a$
neðra opið á sarpinum hefir
stíflast.
Hænsnahús.
Allir ættu að hafa sérstakt hús
fyrir hænsnin, en ekki að hafa
þau innan um gripi eða hross*
sem víða tíðkast. Húsið mætti
byggja eftir fjölda hænsnanna,
sem þú hefir. Það þarf ekki að
vera fallegt eða dýrt, en verður
að vera bjart og loftgott; nægi-
legir gluggar þurfa að vera á
því, og ættu að snúa I suður. f
staðinn fyrir gler, má brúka lér-
eft í suma þessa glugga; það
mundi gera húsið loftbetra. Það,
sem mest er um vert, er að húsin
séu björt og loftgóð, trekklaus og
laus við raka. Kuldinn að vetr-
inum gerir hænsnunum ekkert til,
ef þau hafa nóg af strái að rusla
í, þá vinna þau sér til hita.
Góðar varphænur.
Það eru ekki góðar varphænur,
sem verpa aðeins að sumrinu.
Það gerir hvaða hæna sem er.
Það er hennar eðli. En hænur,
sem verpa í vetrarkuldanum í
Manitba eins vel og á sumrin,
þær mætti kalla góðar varphæn-
ur. Þessum góðu varphænum er
nú sem óðast að fjölga, en hinar
lélegu að fækka, sem betur fer.
Sá sem byrjar éá nænsnarækt,
verður að hafa góðan stofn, ann-
ars gæti það órðið honum stór-
skaði. Bezt er að byrja með lít-
ið, en auka ef vel gengur.
Hænsnateguundir.
Til varps eru Leghorn hænsni
í fremstu röð. Það má segja, að
þau séu reglúlegar hænsnavélar.
En ókostur er einn við leghorn-
hænsnin, að þau eru mjög óstöðug
að vilja liggja á. Þau eru heldur
smá, vigta frá 4 til 6 pUnd hver
hæna, en verpa furðustórum
eggjum. Þeir sem hafa leghorn-
hænsni, þurfa að hafa aðrar hæn-
ur til að liggja á að vorinu, eða
þá útungunarvélar, sem er ómiss-
anlegt yrir a'lla, sem stunda
hænsnarækt að nokkrum mun.
J. A.
Ermarsundsgöngin
Eftir öllum líkindum virðist nú
eiga til skarar að skríða með hin
fyrirhuguðu göng undir Ermar-
sundið. Aldrei hefir verið rætt um
það mál af meiri áhuga en nú, en
þó hefir það verið á dagskrá altaf
öðru hvoru frá því fyrir meira en
öld síðan. Það hefir nú verið bor-
ið fram fyrir báðar málstofur hins
brezka þings og lítur út fyrir, að
það eigi þar að fagn# góðum und-
irtektum.
Fyrsta uppkastið til þessa fyr-
irtækis var borið fram á ræðis-
menskutímum Napóleons. Það
var franskur verkfræðingur, að
nafni Mathieu, sem afhenti Bona-
parte eftir friðinn; í Amiens 1802
milli Englendinga og Frakka,
uppkast að neðanjarðarvegi und-
ir Ermarsund. — Um það leyti,.
sem járnbrautirnar voru á til-
raunastigi, tók annar verkfræð-
ingur, Thomé de Gamont, þetta
mál upp og breytti ekki öðru í
uppkasti Mathieus en því, að í
stað póstleiðar, sem upplýst væri
með blysum (“kolum”) kæmi
járnbraut. En þótt þessi verk-
fræðingur eyddi ilífi og eignum I
að rannsaka möguleikana til fyr-
irtækisins, lét stjórnin sig málið
litlu skifta- og almenningur var á-
hugalítill fyrir afdrifum þess.
Tíu árum síðar tóku enskir
verkfræðingar að athuga málið,
en þó af litlum áhuga, enda gerði
styrjöldin 18701—71 ómögulegar
allar Tramkvæmdir í bili. — Af
Frakka hálfu var þó málinu hald-
ið vakandi af mikilli þrautseigju.
Og ekki var þess lengi að bíða,
að félag yrði stofnað í þeim til-
gangi að1 flýta fjrrir framkvæmd-
um og undirbúa þær.
Gekst fyrir þeirri félagsstofn-
un hagfræðingurinn Michel Che-