Lögberg - 06.06.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 6. JÚNI 1929.
Bla. 5.
1 melr en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint
frá The Dodds Medicine Co., Ltd
Toronto, ef borgun fylgir.
valier. Nam sto'fnféð 2 miljónum
franka, sem skiftist niður í 400
staði. Átti járnbrautarfélag Norð-
ur-Frakklands 200 hlutabréf, og
bræðurnir Rothschild 100, en ýms-
ir urðu til þess að kaupa 100.
Þetta félag Tékk einkaleyfi til
að grafa göng fyrir “járnbraut,
sem lægi áleiðis til Englands, og
mætti á miðri leið samskonar
braut enskri, er lægi til Frakk-
lands.” — Þar sem þetta félag
hefir ekki legið á liði sínu með að
undirbúa fyrirtækið og hefir hins
vegar upfylt allar kvaðir, sem því
ber, þá hefir það haldið öllum
réttindum sínum alt til þessa. —
Það átti engan opinberan styrk
að fá, en rétt til að reka járn-
brautarlínuna milli landanna í
90 ár frá vígslu hennar; og sömu-
leiðis gekst franska ríkið inn á,
að leyfa enga aðra járnbrautar-
línu frá Frakklandi undir Ermar-
sund um 30 ára bil, talið frá
sama degi.
Englendingar voru tregari til
stórræðanna en Frakkar, og það
var ekki fyr en 1880, að brezka
járnbrautarfélagið South Eastern
Railway tók franska fyrirtækið í
alvöru og gerði við það einhvern
bráðabirgðasamning.
Frakklandsmegin var nú graf-
in 60 metra djúp gryfja og þaðan
gerð göng út frá ströndinni 1839
metra löng, en ekki nema 2.14
metra að þvermáli. Svipuð til-
raun var gerð Englands megin,
nálægt Dover. Samtímis var rann-
sakað dýpi og eðli sjávarbotnsins
á öllu því svæði, sem hin fyrir-
huguðu göng áttu að liggja um.
Það var í ráði, að hefjast þegar
handa.
En þá sigldi Wolseley lávarður
öllu í strand með því að útmála
fyrir almenningi, hvað slík göng
gætu orðið hættuleg á ófriðartím-
um, t. d. með því að greiða götu
óvinahers til innrásar í England.
Þrátt fyrir allar frans'kar tilraun-
ir til að sannfæra Englendinga,
var almenningur þar í landi and-
vígur járnbrautargöngunum alt
fram að stríðsbyrjun 1914.
Lord Wolseley stakk upp á að
brúa Ermarsundið í stað þess að
gera göng undir það. En sam-
kvæmt áliti allra sérfróðra manna
er slíkt mannvirki svo að segja
óframkvæmanlegt bæði í verk-
legu og fjárhagslegu tilliti. Og
alveg óframkvæmanlegt frá
stjórnmálalegu sjónarmiði séð.
Landhelgin nær nefnilega ekki
nema 3 sjómílur út frá ströndinni
og hafið þar fyrir utan er alþjóða-
eign, eða öllu heldur “no man’s
sea”. — Allar þjóðir í Evrópu,
ekki sízt þær, sem búa á megin-
landinu, myndu mótmæla því að
slík brú yrði bygð.
Hvers vegna? Vegna þess t. d.,
að samkvæmt áætlun myndi hún
vera látin hvíla á 72 stöplum með
hérumbil 500 metra millibili, en
þeir stöplar myndu verða skipum
jafn hættulegir og blindsker, á
þessum sHóðum, þar sem þokuveð-
ur eru einmitt svo sérstaklega tíð.
Engin áhrif hafði það þessari
uppástungu til stuðnings, að
franskt félag lagði fram ítarlegt
uppkast að hinni fyrirhuguðu
brú.
Nokkru síðar (1891) bar Philip
Bunau-Varilla fram miðlunartil-
^ögu, sem gekk út á það, að láta
ueðansjávargöngin frá Frakklandi
ekki ná alla leið, heldur tæki við
uf þeim í 1500 metra fjarlægð frá
strönd Englands, stálbrú, aem
eimlestirnar væru hafnar upp á
með lyftum. Þá brú mætti eyði-
ie8gja á örskömmum tíma, ef
Englendingar þyrftu að óttast
vonaða innrás úr Frakklandi.
^essi miðlunaruppástunga virð-
ist ekki hafa fengið góðan byr.
Það virðist því ekki um annað að
ræða, en jarðgöng alla leið, bæði
undir sundið og eins nokkurn
jarðskika báðum megin, þ. e. frá
járnbrautarstöðinni í Marquise í
Frakklandi til skiftistöðvarinnar
í Dover. Lengd járnbrautarinn-
ar yrði með því 61 km. alls, þar
af 53 km. neðansjávar, en þó ekki
nema 38 km. og 400 metrar undir
sjó.
Nýlega hefir enskur verkfræð-
ingur, William Collard, borið fram
þá tillögu, að hin óslitna braut
milli London og Parísar værði höfð
70 fet á breidd, í stað venjulegrar
breiddar, sem ekki er nema um 40
fet, og er það lögskipuð breidd á
öillum frönskum og enskum braut-
um. Eftir þessari braut æftu að
ganga ferðamannalestir með 550
sætum, knúðar með rafmagni að
meðaltali 150 km. á klukkustund,
en gætu þó náð alt að 190 km.
hraða. Með því tæki það aðeins
tvo tíma og 45 mín. að ferðast
milli þessara borga, í staðinn fyr-
ir að nú er ekki hægt að vera
styftri tíma á leiðinni en 6 tíma
og 40 mínútur, með því að fara
land- og sjóleiðis.
En það er sá galli á gjöf Njarð-
ar, að kostnaður við smíði þess-
arar brautar, mundi nema kring-
um 202 miljónum sterlingspunda,
eða 25 miljörðum franka. Frá
Frakka hálfu a. m. k. virðist
þetta uppkast því óframkvæman-
legt í fjárhagslegu tilliti. En svo
er það líka vafamál, að þessi ó-
venjulega mikla breidd milli tein-
anna hjálpi til þess að hraðinn
geti orðið meiri, þótt byggingar-
örðugliekarnir séu á hinn bóginn
ekki ofurefli verkfræðingum vörra
tíma.
Samkvæmt franska uppkastinu,
sem útbúið var af sérleyfisfélag-
inu fyrir stríðið, átti allur kostn-
aður við brautargöngin að nema
400 miljónum franka. Með því
að margfalda þá upphæð með
vísitölunni 5 eða 6, sem svarar til
núverandi verðlags, sést að kostn-
aðurinn ætti ekki að fara fram
úr hálfum þriðja miljarði, nema
eitthvað ófyrirsjáanlegt kæmi
fyrir, — þá þyrfti umferðin að
gefa af sér 350 miljónir árlega, þ.
e. 200—250 miljónir upp í rentur
og afborganir og 100 miljónir
upp í reksturskostnað.
Á milli Englands og meginlands-
ins fara nú árlega kringum tvær
miljónir ferðamanna. Ef þeir væru
látnir borga 100—125 franka fyr-
ir ferðina undir Ermarsundið,
mundu tekjurnar af fólksflutn-
ingnnm einum vera 200—240 milj.
franka. Þetta fargjald væri alls
ekki of hátt, þegar að því er gætt,
að nú kostar ferðin yfir sundið á
skipum 121 franka á fyrsta far-
rými, en 97 á öðru; milli Folk-
stone og Boulogna er fargjaldið
svolítið lægra, eða 114 og 90 fr.
Að vísu mundi nokkur hluti ferða-
manna halda áfram að fara með
skipum, þótt járnbrautargöngin
væru komin. En aðrir mundu
vafalaust koma í þeirra stað, svo
að tala ferðamanna, sem færu
með lestinni undir Ermarsund,
myndi varla fara niður úr tveim-
ur miljónum á ári.
Við tekjurnar af ferðamanna-
straumnum myndu svo bætast
tekjur af vöruflutningi, svo að
reksturinn myndi fyllilega borga
sig jafnvel án opinbers styrks. —
Philip Bunau-Varilla hyggur, að
10 árum eftir vígslu neðansjávar-
brautarinnar muni ferðamanna-
straumurinn hafa þrefaldast. Og
ekki er síður að vænta, að sú spá
rætist, heldur en spár sama manns
um Panamaskurðinn, sem þóttu
svo ótrúlegar á sínum tíma, en
hafa nú allar ræzt, og það frek-
lega.
Hvað vörutflutninga snertir, þá
er erfiðara að gera áætlanir um
tekjur af þeim. Þó er vert að taka
fram, að viðskifti Englands og
meginlands Evrópu eru og verða
mjög mikil og það af þeim ástæð-
um: a) England er eitthvert mesta
kolaflutningsiland í heimi; b) í
gegn um England liggja allar
mestu sjóverzlunarleiðir í heimi
og hafnarborgir þess eru að
nokkru leyti forðabúr allra
neyzlumarkaða í álfunni; c)i síð-
ast en ekki sízt verður að gæta
þess, að England þarf árlega að
flytja inn ósköpin^öll af matvöru
og nýlenduvörum, sem það getur
ekki sjálft framleitt.
Náttúrlega er ómögulegt að
ætla, að allur vöruflutningur til
meginlandsins gangi úr höndum
skipafélaganna og flugfólaganna
strax og neðansjávarbrautin verð-
ur opnuð. Þvert á móti er ólíklegt,
| BAKIÐ YÐAR EIGIN |
| BRAUD
I meS I
ROYAL
Sem staðist het.
ir reynsluna nú
yfir 5o ár
að hún verði notuð til að flytja
kol og hráefni, sem hafa mikla
þyngd, en eru tiltölulega í lágu
verði. Þar á móti verður hún
dang-einfaldasta og öruggasta
leiðin til að flytja glysvarning,
xvexti, ýms matvæli og listiðnar-
vörur, sem Englendingar verða
að kaupa að, og létt hráefni, t. d.
ull og ibaðmult, sem streyma til
ensku iðnhéraðanna.
Það er áætlað, að inn á neðan-
sjávarbrautina geti lestirnar far-
ið á 10 mínútna fresti, þ. e. a. s.
að sex lestir geti farið á klukku-
tíma, eða 120 lestir á sólarhring
með því að gera ráð fyrir 4 tímum
til viðhalds og aðgerða. En nú
eru 15—30 ferðamainnalestir og
jafnmargar vöruflutningslestir, er
hver tæki aðeins 500 tonn, nægj-
anlega margar á sólarhring til að
tryggja sæmilegar tekjur handa
fyrirtækinu.
Nóg af þessu í bili. Frá Eng-
lendinga hálfu er það helzt til fyr-
irstöðu, að fyrirtækið nái fram
að ganga, að þeir óttast aukningu
franskra áhrifa í landi sinu og
innrásarhættu, ef ske kynni að
kastaðist í kekki með þeim og ná-
grönnunum hinum megin sunds-
ins. Frá “teknisku” sjónarmiði
er, eins og þegar hefir verið drep-
ið á, engin vandkvæði á fram-
kvæmd þessa stórkostlega fyrir-
tækis. — Spánverjar eru komnir
á fremsta hlunn með að grafa
göng undir Njörvasund, sem eiga
að verða 30 km. löng og 300—400
metrum undir sjó. Það verk yrði
þó talsvert torsóttara en Ermar-
pundsbrautin, en samt er óvíst, á
hvoru fyrirtækinu fyr verður
byrjað.
Islandsbréf
Árferði á íslandi nú tvo síðast-
liðna vetra, er orðið víðfrægt fyr-
ir mildi og gæði. Veturinn, sem
nú er að kveðja, þó mun betri en
sá í fyrra. Snjó ekki fest á jörðu
degi lengur, og aldrei komið harð-
indakafli, sem svo geti heitið. Lít-
ið eitt um frost og snjó um og fyr-
ir jól, en síðan stöðugt batnað
veðurátt, eftir því sem sól hækk-
aði. Vor kom með vori og sumar
með sumri. Hvergi sést nú snjór,
tún eru orðin algræn, og viður
nær allaufgaður. Sumarfuglar
syngja og fljúga glaðir yfir hinni
óvanalegu veðurblíðu. Alt þetta
vekur dáð og hug til nýrra áfreka
og framkvæmda.
Viðreisn sveitanna, er nú kjör-
orð þings og stjórnar. Um það
virðast allir flokkar sammála.
Ðændur eru nú styrktir ríflega til
að auka ræktað land sitt, og hirða
áburð og afla sér tilbúins áburð-
ar. Enda eru nú miklar framfar-
ir í ræktun og gyrðingum um all-
ar sveitir.
Úr lœðingi
Úr dagvanans-læðingi, lífgaðu þorið,
Láttu ei vitið í kjöltunni sofa;
Skapaðu forlög í framtíðar-sporið,
Farðu þá vegi, er hugsjónir lofa.
Gaktu ei ragur, og glápandi’ á alla,
í göfugu stríði er mannlegt að falla.
Magnaðar þrautir er mannlegt að vinna
Og mylja þá steina, er götuna hindra.
Þó að svo hugsjónir megi sín minna,
í myrkrinu hröpuðu stjörnurnar sindra
Og kasta burt leiftur-rák leið og þær deyja,
Lágnættið veit, hvað þær höfðu að segja.
Að selja vort líf fyrir sigur til hinna
Er sannasta brautin, í langfarans-veldi.
Hver neisti af fróðlek, er feðranna vinna,
Til framtíðar gefin úr reynslunnar eldi.
Dauðinn og aldirnar missa sitt merki,
Eg mennirnir starfa að kynslóðaverki.
Bjarni frá Gröf.
>OC=DO<r30CIDOC
■J)
dikunum Haraldar Níeilssonar,
“Árin og eilífðin”. Vinur minn,
sem ibókina sendi, lét fylgja henni
þessi.ummælii: “Mér fanst svo
oft, er eg sat í kirkju hjá H. N.,
að mig vantaði ekkert á algjörða
sælu anna^ en að, að allir skyldu
ekki verða aðnjótandi hins sama.
Mig tók sárt til eirra, sem voru
í fjarlægð, og þráðu eins og eg
að hlýða á hann, en gátu ekki.
Bara að fblessaðar bækurnar hans
komist nú inn á hvert einasta
heimili í landinu.”
Vel og drengilega er þetta mælt,
og ef ósk vinar míns rættist, væri
það áreiðanlega mikill gróði fyrir
andlegt líf í sveitunum, og mundi
vekja upp að nýju hinn þjóðlega
og fagra sið, húslestrana.
Herra ritstjóri! Eg vil enda
þessar línur með kæru þakklæti
fyrir Lögberg. Það hefir borist
mér í hendur sem vinur úr fjar-
lægð, og einlægt mint mig á
frændurna vestan hafs, og kynt
mér áhugamál þeirra.
Gleðilegt sumar!
Árgilsstöðum. 25. apn 1929.
Bergst. Krjstjánsson.
CBALED TENDERS addressed to the
^ undersigned and endorsed “Tenders
for Hospital, Deer Lodge, Winnipeg,
Man.,” will be received until 12 o’clock
noo'n (daylight saving), Friday, June 21,
1929, for the construction of an exten-
sion to Deer Lodge Hospital, Winnipeg,
Man.
Plans and specification can be seen
and forms of tender obtained at the of-
fices of the Chief Architect, Depart-
ment of Public Works, Ottawa, and the
Resident Architect, Customs Building,
Winnipeg, Man.
Blue prints can be obtained at the
office of the Chief Architect, Depart-
ment of Public Works, by depositing an
accepted bank cheque for the sum of
$25.00 payable to the order of the Min-
ister of Public Works, which will be
returned if the intending bidder submit
a regular bid.
Tenders wil not be considered unless
made on the forms supplied by the De-
partment and in accordance with the
conditions set forth therein.
Each tender must be accompanied
by an accepted cheque on a chartered
bank payable to the order of the Min-
ister of Public Works, equal to 10 p.c.
of the amount of the tender. Bonds
of the Dominion of Canada or bonds of
the Canadian National Raihvay Com-
pany wiil also be accepted as security,
or bonds and a cheque if required to
make up an odd amount.
By order,
S. E. O’BRIEN,
Secretary.
Department of Public Works,
Ottawa, May 30, 1929.
André Maurois
Fáar eða engar greinir bók-
mentanna eru nú eins mikið lesn-
ar út um lönd, bæði 4 Evrópu og
Ameríku, eins og allskonar æfi-
sögur. Fólk er sólgið í þ að, að
heyrai sagt frá afreksmönnum og
æfintýramönnum, enda hafa ýms-
ir slíkir menn komið fram á síð-
ustu árum og atburðir styrjáldar-
áranna alið á smekk fólks fyrir
því, sem æfintýralegt er og stór-
fengilegt í persónuleika eða við-
burðum. Samt er áhugi lesenda
engan veginn bundinn við frá-
sagnir um styrjaldarárin ein.
Sá maður núlifandi, sem getið
hefir sér mesta frægð sem æfi-
söguritari, Þjóðverjinn Emil Lud-
wig, hefir að vísu skrifað mest
lesnu bók sína um eina af aðal-
persónum styrjaldaráranna, Vil-
hjálm keisara, en aðrar bækur
hans hafa einnig verið mjög
mikið lesnar. Meðal þeirra helztu
eru bækurnar um Napóleon og um
Goethe og síðast bók hans um
Krist.
Annar rithöfundur 'hefir einnig
á síðustu árum orðið stórfrægur
fyrir æfsögur sínar, en að er
Frakkinn André Maurois. Hann
hefir t. d. skrifað æfisögu Shel-
ley’s og Disraeli’s í skáldlegu
formi. Um Disraeli hefir margt
verið skrifað, enda var æfiferill
hans merkilegur og maðurinn
einhver sérkennilegasta persóna í
stjórnmálalífi 19. aldarinnar,
stórgófaður maður og laginn og
skáld gott, og var um lang skeið
forsætisráðherra Breta. Georg
BTandes hefir skrifað um hann
bók.
Maurois hélt nýlega fyrirlestur
um það, “hvernig og hvers vegna
menn skrifi bækur”. Hann hélt,
að menn skrifuðu helzt af því, að
venjulega þættust rithöfundar ó-
hamingjusamari en aðrir menn.
Þeir skrifa til þess að leita hugg-
unar eða gleymsku eða til þess að
leita hamingjunnar. En lesand-
inn les til þess að reyna að finna
í bókum það, sem hann saknar í
lífi veruleikans. Þar að auki vill
lesandinn fá vissui sína fyrir því,
að hann sé nokkurn veginn eins
og aðrir menn, að hann sé “nor-
mal”. Hann trúir eldci einlægt
þeim, sem hann umgengst í dag-
legu lífi, en persónur bókanna
ljúga ekki. Bæði höfundur og
lesandi geta því haft gleði og
HORSE SHOE shoÍes
Nú liggur fyrir Alþingi laga-
bálkur um sWfnun lánsstofnunar
fyrir landbúnaðinn, á bankinn að
vera í fimm deildum. — Ein þarf-
asta deildin, sem þegar er stofn-
uð, er IByggingar- og landnáms-
sjóður, sem á að hjálpa til að
reisa varanlegar, þægilegar og
fagrar byggingar á jörðunum; en
það er hið þarfasta verk, því slik
hús eru mikil menningarbót, og
til ómetanlegra þæginda fyrir
sveitafólkið. .
Haraldur Níelsson. — Það er
oft kvartað um það, að dauflegt
sé í sveitunum og ofmikil kyrð
og einangrun. En þetta veitir líka
meira næði til andilegrar iðju, bók-
lesturs, o. s. frv. Húslestrarnir
voru um eitt skeið drjúgur þáttur
í þeirri iðju, en eru nú mjög að
leggjast niður. — Um jólin barst
* mér í hendur annað bindið af pré-
Fyrir karlmenn ng drengi
]L1LJ€
O
Fyrir börnin
Beztu
Kaup
í Canada
^ Þessi tvö vörumerki eru
ábyggileg trygging fyrir
Goíum
SK0FATNAÐI
_________________
FAST HJA ÖLLUM HELSTU SKÓSÖLUM
THE GREAT WEST SADDLERY CO.LTD.
WINNIPEG CALGARV
EDMONTON REGINA SASKATOON No. 3
CUNARD LINE
1840—1929
Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til
og frá Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að íerð-
ast með þessari línu, er það, hve
þægilegt er að koma við í Lon-
don, stærstu borg heimsins.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg,
fyrir Norðurlönd. Skrifstofn-
stjórinn er Mr. Carl Jacohsen,
sem útvegar bændum íslenskt
vinnufólk vinnumenn og vinnu-
konur, eða heilar fjölskyldur. —
Það fer vel um frændur yðar og
vini, ef þeir konia til Canada með
Cunard llnunni.
Skrifið á yðar eigin máli, eftir
upplýsingum og sendið bréfin á
þann stað, sem gefinn er hér að
neðan.
ölhim fyrirspurnum svarað fljótt
og yður að kostnaðarlausu.
C0us&
1M53 Jasper An.
KDMONTON
1M Plnder Block
S&SKATOON
401 I.aneaiiter Bldr.,
CALGABV
270 Maln St.
VWNNIPKG. Mam.
Cor. Bay & Welllnatom I
TORONTO, Ont.
230 Hospltal St.
MONTREAl., Qua.
i
gagn af bókinni. Góðir höfundar
og góður lesendi eru hafnir yfir
hversdagslega hamingju, segir
Maurois, því þeir þurfa ekki ann-
að en góða bók til þess að hef jast
upp á hreinni og fegurri svið,
þar sem þeir njóta sælu sinnar.
— Lögr.
VOR-TILRÝMINGAR
SALA
MARTIN & CO.I
Með Þessum
VÆGU BORGUNARSKILMÁLUM
NIDUR
20 vikulegar af-
borganir, meðan
þér notið fötin
Vér sendum allar Yfirhafn-
ir, Alfatnaði, eða Kjóla gegn
þessum vægu skilmálum.
NÚ ER TÍMINN TIL AÐ KAUPA
YFIRHAFNIR
Úrvalsefni
Charmeens, Poiret, Twills, Tricotines and Kasha
Granda.
Allir litir Allar stærðir.
Vanaverð $29.50 $10-75 Vanaverð $35.00 i 24"
Vanaverð $39.50 '29 5# - Vanaverð > * $55.00 « 55“"
1 Vanaverð S1 $29.50 I [5-75
PRINCE OF WALES
Seldir nú
fyrir
$|g.75
MUNIÐ — AÐEINS «5 NIÐUR
Allir á
Sama
Verði
ALFATNADIR
$22-50
KJÖALR
FOX FURS
1575 $1975
$Q.75
$20.5°
Hin síðustu
BORGUNARSKILMÁLAR V0RIR ERU HAGKVŒMIR
Karlm. lítið á Sport Page augl.
Búðin opin á laugardagskveldum til kl. 10
MARTIN & CO.
Easy Payment Plan
2nd Floor Winnipeg Piano Building
PORTAGE AND HARGRAVE