Lögberg - 13.06.1929, Síða 1
42 ARGANGUR
I
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN I3.JÚNÍI929
NUMER 24
r? oc
u
Helztu heims-fréttir
<i=>0
0
J
Canada
Síðustu fréttir segja, að Gard-
iner forsætisráðherra í Saskatche-
wan, muni leggja niður völdin nú
bráðlega, líklega í þessari viku.
Verður Dr. J.T.M. Anderson, leið-
toga íhaldsflokksins, þá vafalaust
falið að mynda nýja stjórn. Eins
og skýrt er frá á öðrum stað í
blaðinu, hefir íhaldsflokkurinn
þó engan veginn meiri hluta í
þinginu, en sagt er að smáflokk-
arnir, framsóknarflokkurinn og
hinir svo nefndu óháðu, hafi heit-
ið Dr. Anderson fylgi sínu gegn
því, að hann útnefni einn ráð-
herra úr flokki framsóknarmanna
■og einn af hinum óháðu. Það lít-
ur því út fyrir, að hin nýja stjóm
í Saskatchewan verði dálítið mis-
lit og ekki vel auðvelt að sjá,
hvernig flokkarnir, sem hana
mynda, geta unnið saman.
* * *
Á sunnudaginn og mánudaginn
í þessari viku, var heitt veður hér
í Winnipeg og grendinni. Eigin-
lega einu heitu dagarnir, sem enn
hafa komið á þessu sumri. Um
helgina rigndi víða í Manitoba-
fylki og er nú kominn mikill gróð-
ur. Uppskeruhorfur eru sagðar
góðar víðast hvar í !Sléttufylkjun-
um, en þó hefir regnfall verið
heldur lítið stumstaðar.
* * *
Hon. Arthur Mighen, fyrver-
.andi forsætisfáðherra í Canada,
kom til Winnipeg á mánudaginn
var, á leið til Vancouver.
* * *
Stjórnin í Kína hefir farið fram
á það við stjórn Canada, að hún
sendi þangað sérstakan sendi-
he.Ta.
Bandaríkin
Alfred Michaelson, neðri mál-
stofumaður frá Illinois, sá er
kæifður var um það fyrir noklcru,
að hafa flutt inn til Bandaríkj-
anna á óleyfilegan ihátt, áfenga
drykki frá Cuba, hefir verið fund-
inn sýkn saka.
* * *
George W. Wickerham, forseti
lögfræðingafélags Bandaríkjanna,
flutti nýlega ræðu á þingi þess
félagsskapar í Washington, þar
sem hann skoraði á stéttarbræður
sína, að ganga á undan öðrum
stéttum, hvað viðkæmi virðingu
fyrir lögum þjóðarinnar.
* * *
Meðan á heimsstyrjöldinni
miklu stóð, lánaði Bandaríkja-
stjórn Grikkjum fimtíu miljónir
dala. Nú hafa samningar tekist
að fullu um gi-eiðslu skuldarinn-
ar, þannig að hún skuli greidd
verða $ jöfnum afborgunum á
næstu sextíu árum.
* * *
Col. Theodore Roosevelt, hefir
verið skipaður landstjóri í Porto
Rico.
* * *
Dr. Cleland B. McAfee, pro-
fessor við Theological Seminary í
Chicago, hefir verið kjörinn for-
seti Presbytera kirkjufélagsins.
* * *
Joseph Potter Cotton frá New
York, hefir verið skipaður að-
stoðar utanríkisráðgjafi Banda-
ríkjastórnarinnar, í stað James
Heuben Clark, er nýlega sagði því
embætti lausu.
Bretland
Kosningaúrslitanna á Bretlandi,
var að no'kkru getið í síðasta
blaði. Nú hefir verkamannaflokk-
urinn tekið við völdum á ný, og
er ráðuneytið þannig skipað:
F’orsætisráðgjafi i— J. Ramsay
MatíDonald.
Fjárm.ráðgj.'—Philip Snowden.
Úftanr.ráðgj.■— Arthur Hender-
son.
Nýlenduráðgj.—Sydneý Webb.
Indlandsrágj.— Wedgewood
Benn.
Lord Privy Seal—J. H. Thomas,
er jafnframt gegnir atvinnumála-
ráðgjafaembætti.
Lord Chancellor—Sir John San-
key.
Lord President of Counsil —
Lord Parmoor.
Ráðgjafi fyrir Skotland — W.
Adams.
Innanríkisráðgjafi — John R.
Clynes.
Loftílota ráðgjafi — Lávarður
Thomson.
Hermála ráðgjafi — Tom Shaw.
Ráðgjafi opinberra verka —
George Lansbury.
Heilbrigðis ráðgja. — A. Green-
wood.
Verkamála ráðgj. .•— Miss Mar-
garet Bondfield.
Landbúnaðar ráðgjafi — Noel
Buxton. 1
Mentamála ráðgjafi — Sir C.
Trevelyn.
Verzlunar ráðgjafi — William
Graham.
Tollmála ráðgjafi — Albert W.
Alexander.
Samgöngumála ráðgjafi — Her-
bert Morrison.
Dómsmálaráðgjafi — W. Jowitt.
Pósmála ráðgjafi •— H. B. Lees-
Smith.
* * *
Rt. Hon. Winston Churchill,
fyrrum fjármálaráðgjafi Breta, er
væntanlegur hingað til lands um
miðsumarleytið. Ætlar ihann að
ferðast víða um heim, þar á meðal
til Suður Ameríku og Japan.
* * *
Hans hátign, konungurinn, hef-
ri legið rúmfastur í Windsor höll,
undanfarna viku, en nú sagður að
vera á góðum batavegi.
Frá Islandi
Vestmannaeyjum, 2. maí.
Snemma í morgun var bruna-
liðið kvatt til þess að slökkva eld,
sem komið hafði upp í vélbátnum
Braga. Var vélbáturinn í sjó-
róðri og var staddur vestur und-
ir Smáeyjum, þegar kviknaði út
frá primuslampanum, sem sprakk
í vélarrúminu. Síðan sprakk hinn
lampinn og varð af allmikill eld-
ur. Bátverjar gerðu tilraun til
þess að slökkva eldinn, en tókst
það ekki. Formaður, Sigurjón
Hansson, ætlaði þá að hleypa
bátnum í ]and, en þá stöðvaðist
vélin. Stóð þá mikill reyjarmökk-
ur upp úr bátnum, og var vélar-
rúmið alelda. Annan bát bar þá
að, og tók hann skipshöfn Braga,
þar eð hætta var á, að olíugeymar
vélarinnar myndu springa, og dró
vélbátinn inn á höfnin. Tókst að
slökkva eldinn þar, en báturinn
var þá brunninn til stórskemda,
alt fram undir miðju. Eigendur
bátsins eru iþeir Þórður Stefáns-
son og Valdimar Jónsson. Bátur-
inn er tæpar tíu smálestir og var
vátrygður.
Mikil síldveiði 1 llagnet hér síð-
ustu daga. Bátar, sem stunda
línuveiðar, fiska ágætlega með
hýju beitunni. Netjaafli virðist
þrotinn. Eru margir búnir að
taka upp net sín og byrjaðir á
línuveiðum.
Reykjavík,' 3. maí.
Bílfærir vegir eru nú komnir
um flest þéttbýl héruð landsins
og nokkra fjallvegi, sem kunnugt
er. Ennþá hefir eigi verið gerð-
ur aðgengilegur uppdráttur fyrir
vegi þessa, svo menn sjái fljót-
legaa 1 hendi sér, hvar bílfært er
orðið. — Flestir gera sér ekki
fulla grein fyrir því, hve miklar
samgöngubætur hafa komist á á
síðustu árum. Til þess að vekja
glögga athygli almennings í þessu
efni, væri 'hentugt að efnt væri til
kepni nokkurrar nú í sumar, þar
sem menn reyndu á hve skömmum
tíma þeir kæmust landleiðina um
sveitir kring um land.—Lögr.
Höfðingleg gjöf til nýju kirkj-
unnar. — Fyrir miliigöngu bróð-
ur síns, Ludv. Storr, kaupmanns,
hefir Edvard Storr, stórkaupmað-
ur í Kaupmannahöfn, boðist til
þess að gefa nýju krikjunni þrjá
myndaglugga, og er 'hinn stærsti
þeirra 3.10?Ö.32 metrar. Glugg-
Goller, sem er talinn fremsti lista-
maður Þýzkalands í þeirri grein,
og hefir verið lokið miklu lofsorði
á þá í þýzkum tímaritum. •— Á
stærsta glugganum er mynd af
Jesú á leiðinni ti'l Golgata, en á
hinum tveim, sem eru nokkuð
minni, eru myndir af Jesú og ber-
syndugu konunni, og Maríu með
barnið. Á gefandinn miklar þakk-
ir skilið fyrir þetta höfðinglvndi
sitt, og er það mikið tilhlökkunar-
efni fyrir söfnuðinn, að eiga von
á að sjá þessi fögru listaverk
prýða nýju kirkjuna sína. — Þeir
sem kynnu að vera að gera upp-
drætti að kirkjunni, geta fengið
upplýsingar um stærð og lögun
glugganna hjá undirrituðum. —
F. Hallrímsson. Mgbl.
Borgarnesi, 5. maí.
Veðrið var allslæmt hér, en
ekki hefir frézt um skaða af
völdum þess enn; ætla menn, að
veður hafi ekki -verið svo slæmt,
að fé hafi Ifarist.
Eyrarbakka, 5. maí.
Engan bát vantar. Allhvast í
gær og hlóð niður talsverðum
snjó, en hann hefir tekið upp að
mestu aftur. Gott veður í dag.
Þjórsá, 5. maí.
Þreifandi norðanbylur skall á
hér um miðnætti í fyrrinótt og
hélzt í þrjú dægur. Nú sæmilegt
veður og hríðarlaust, en allhvast.
Veður var svo slæmt fyrsta dag-
inn, að ógerningur var að Ifinna
fé, varla farandi milili bæja. Muna
menn ekki slíkt veður á þessum
tíma árs og varla svo slæmt vetr-
arveður um langt skeið. Veðrið
var vægara austur í Hvolhreppi
og Fljótshlíð. Hér eru þriggja
mannhæða skaflar sumstaðar, þar
sem brúnir eru, og eru menn nú
að ná fé úr fönn. Snjóinn leysir
fljótt upp og menn moka upp
skalfla sem óðast, en menn óttast
mjög, að talsvert af fé hafi farist,
en þó verður akki með vissu um
þetta sagt enn. Veður mun hafa
verið heildur vægara uppi í
Hreppum, en sennilega hefir fé
ifent þar líka.
Keflavík, 5. maí.
Allir bátar komnir fram. í
morgun voru níu komnir til Sand-
gerðis, tveir til Hafnarfjarðar í
morgun, einn náði landi í Njarð-
víkunum í gær og tveir hér; einn
bátur lá undir Hafnarbjargi í nótt
og mun nú kominn til Sandgerðis.
Átta bátar héðan voru ekki í róðri,
þar af tveir í Reykjavík. í Sand-
gerði mun engan bát vanta. —
Töluverðum snjó hlóð hér niður,
en er sem óðast að taka upp. Ekki
frézt að fé hafi fent. — Afli á-
gætur, altaf komið með fulla bát-
ana. Flestir bátanna hér hafa
fengið upp undir sex hundruð
skippund og sumir talsvert á sjö-
unda hundrað Hefir aldrei ver-
ið annar eins afli hér og á-þessari
vertíð.
Akureyri, 5. maí.
Stórhríð á tímabili í gær. Bjart
yifir og hláka í dag. Þó alsnjóa
enn, nema rétt hér í kring. Ekki
frézt hingað enn um nokkurn
skaða af völudm ofviðrisins. —
Ágætis afli alveg inn á poll. —
Góð atvinna og vellíðan. — Vísir.
ísafirði, 3. maí.
“Togarafélag ísfirðinga” helfir
keypt fyrverandi eignir Edinborg-
ar fyrir eitt hundrað og fjörutíu
þúsund krónur.
Tregur afli í Djúpinu og hér
nærlendis að undanförnu. — En
stærri bátarnir hafa fengið ágæt-
isafla í Jökuldjúpinu.
Ólafur Stefánsson skósmiður var
jarðsunginn í dag að viðstöddu
fjölmenni. Hann andaðist í Rvík
í apríl. ólafur var nýtur borgari
og harmdauði bæjarbúum.
1 apríl lézt og í Rvík annar góð-
ur borgari héðan, Þorbjörn Tóm-
asson skósmiður.
Reykjavík, 5. maí.
Lengi hefir verið um það talað,
að gefa þyrlfti út ritsafn Jónasar
Hallgrímssonar. Voru það þeir
dr. Helgi Jónsson og Matthías
Þórðarson, sem tóku það mál upp
fyrir onkkrum árum. Kom fyrst
til orða, að Bókmentafélagið ann-
aðist útgáfuna. En er til kom,
W. H. Paulson, M.L.A.
þingmaður Wynyard kjördæmis,
endurkosinn þann 6. þ. m., með
stórkostlegum meiri hluta.
arnir eru malaðir af prófesorvarð Jónas Hallgrímsson að víkja
fyrir forn-bókmentum og sögu-
grúski. Heifir ísafoldar prent-
smiðja tekið útgáfuna að sér. Er
í ráði, að 1. hefti 1. bindis komi út
í ár, með skáldskapnum í bundnu
og óbundnu máli. í næsta bindi
verða ýmsar ritgerðir, bréf o. fl.,
sem ekki fjallar um náttúruvís-
indi. 1
Jarðræktarstórhugur er í Akur-
nesingum nú sem kunnugt er. —
Hafa þeir keypt Garða af ríkis-
sjóði og nokkurn hluta af landi
jarðarinnar Ós, og girt alt. Mun
ræktanlegt land innan girðinga
vera 500 ihektarar. Eru þar sér-
girtir kúahagar og hestahagar. —
Hefir nú verið úthlutað 70 hekt-
urum lands til ræktunar handa
35 mönnum. — Greiðir ihreppur-
inn kostnað við vegi og affalls-
pkurði, en ræktunarkostnað greiða
þeir, sem löndin fá. Vonandi að
eigi líði mörg ár unz alt landið,
'500 hektara*-; teknir til rækt-
unar.
Haustkvöld við hafið, eftir J.
Magnús Bjarnason, II. hefti, kom
út í gær.
Beinamjöls verksmiðju er verið
að erisa á Siglufirði, en á að taka
til starfa í sumar. Vinnur hún úr
fiskbeinum hráblautum. Getur
hún tekið við 2Í»—30 tonnum á
dag. Hlutafélag með 140 þús. kr.
hlutafé á verksmiðjuna. Formað-
ur félagsins er Anton Jónsson út-
gerðarmaður á Akureyri. — Mik-
ill kostur er það við vélar verk-
Smiðju þessarar, að eigi skuli
þurfa að hafa fyrir því að þurka
beinin áður en unnið er úr þeim.
Eggert Stefánsson söng í Lon-
don í gær. Skeyti frá London
hermir, að Eggert hafi unnið
listrænan sigur, verið tekið með
miklum fögnuði og hlotið blóm-
vendi að sigurlaunum. Aðsókn
var ágæt og ætlar Eggert a syngja
bráðlega aftur í London.
■ Óvíst er enn, hvort fé verður
fyrir hendi til þess að halda áfram
rannsóknum á Bergþórshvoli í
sumar. Liggur nú næst fyrir að
grafa upp kálgarðinn sunnan við,
gröfina, sem gerð hefir verið. —
Væri óviðeigandi, að hætt væri
við rannsóknir þessar í miðju
kafi; ætti það að örfa okkur ís-
lendinga til að hraða slíkum rann-
sóknumi sem mest, og vanda sem
bezt til þeirra, að kenning sú hef-
ir nú fengið inngöngu við Hafn-
arháskóla, að íslendingasögur séu
skáldskapur einn, sem eigi hafi
við nein eða sama og engin sögu-
leg rök að styðjast.
15 bílar voru veðurteptir að
ölfusárbrú í gær. og um 50—60
manns næturgestir í Tryggva-
skála í nótt. í bylnum í gær spilt-
ist færðin mjög á vegunum fyrir
austan fjall; var veðrið svo vont
seinni partinn, að vegurinn sást
ekki og óku margir út af hjá Ing-
ólfsfjalli. Eins og nærri má
geta, leið farþegum illa í hrakn-
ingum þessum, en slys varð ekk-
ert. Unglingstelpa hatfði verið í
einum bílnum, sem festist, og
varð henni svo kalt af að standa
úti í hríðinni, að hún féll í yifirlið
og var borin austur að Tryggva-
kála. Hrestist hún strax er þar
kom og hafði náð sér a, fullu í
gærkveldi. — Morgbl.
Stórmannlegt samsæti
Síðastliðið mánudagskveld, buðu
þau hjónin, Mr. og Mrs. Ásmund-
ur P. Jóhannsson, mannfjölda
miklum, til veglegs samsætís, í
skrautlegasta borðsal Royal Alex-
andra hótelsins hér í borginni.
Var salurinn fagurlega skreyttur,
og skrýddi stafnþil hans bæði,
meðal annars, ríkisfáni íslands.
Samsæti þetta hið rikmannlega,
er minti á höfðingjaveizlurnar
fornu, kom vafal. ýmsum á óvart.
Ekki fyrir þá sök, að Winnipeg-
íslendingum væri, ókunnugt um
gestrisni þeirra Jóhannson’s
hjóna, heldur miklu fremur af
hinu, hvert tilefnið væri til mann-
fagnaðarins. Voru veizlugestir
þó brátt leiddir út úr eyðimörk-
inni, hvað þetta áhrærði, því Mr.
Jóhannsson, skýrði frá því, um
leið og hann bauð gesti velkomna,
að til samsætis þessa væri í raun
og veru stofnað, í þakklætisskyni
við þá hina mörgu vini þeirra
hjóna, sem heiðrað hefðu þau með
gjöfum og veizluhaldi fyrir fimm
árum, í tilefni af fjórðung-saldar
hjónabandsafmæli þeirra.
Hljóðfærasveit vel æfð, undir
stjórn hr. Stefáns Sölvasonar, lék
nokkur lög á meðan fólk var að
raða sér við borðin. Að því loknu,
flutti séra Björn B. Jónsson, D.D.,
bæn, en því næst var sezt að
snæðingi. Var þar fleira dýrind-
isrétta á boðstólum, en nöfnum
tjáir að nefna.
Eftir að veizlugestir höfðu mat-
ast, voru fluttar allmargar tölur,
að sjálfsögðu flestar stuttar, en
á milli voru sungnir íslenzkir
söngvar, auk þess sem hljóðfæra-
sveitin lék til skiftis.
Þau afar ströngu skilyrði setti
veizlustjóri, Mr. Jóhannsson, ræðu-
mönnum, að á tvennu mættu þeir
ekki með nokkru móti flaska,
sem sé því, að minnast á heim-
ferðarmálið, eða bera lof á veizlu-
stjóra. Hvorttveggju skiljTðin
voru vitanlega æði beizk aðgöngu.
Þó var því fyrna skilyrðislaust
hlýtt, en hvað hið síðara áhrærði,
var nokkuð öðru máli að gegna.
Enda var það hvað ofan í annað
brotið.
Eftirfylgjandi menn tóku til
máls, og að því er vér bezt mun-
um, í þessari röð:
W. H. Paulson, B. L. Baldwin-
son, G. B. Björnsson, séra Jóh.
Bjarnason, H. A. Bergman, K. C.,
séra Rögnv. Pétursson, Dr. Jón
Stefánsson, Einar IP. Jónsson, Dr.
B. J. Brandson, Jónas Jónas-
son o«r Árni Eggertsson. Má með
sanni segja, að ræðurnar, hver
einasta og ein, bæru vott um
sanna virðingu og hlýhug í garð
þeirra Jóhannsson’s hjóna.
Þá ber þess og eigi hvað sízt að
geta, að veizlugestum til yndis og
ánægju, skemtu með söng, þau
ungfrú Rósa Hermannsson, hr.
Paul Bardal, og hr. Sigfús Hall-
dórs frá Höfnum, er öll urðu að
syngja aukanúmer.
Þau hjón, hr. Ásmundur P. Jó-
hannsson og frú hans, hafa í
hyggju, að leggja af stað til Ev-
rópu í náinni framtíð. Hefir frú
in átt við heilsuleysi að stríða um
allmörg undanfarin ár. Er til
ferðarinnar stofnað í því sér-
staka augnamiði, að leita frú Jó-
hannsson heilsubótar, sem hinir
mörgu vinir þeirra hjóna, óska og
vona, að megi takast.
Samsæti þetta hið eftirminni-
Iega, stóð fram yfir miðnætti, og
var í alla staði eitt hið ánægju-
legasta og rausnarlegasta, er
hugsast getur.
Hér fylgja á eftir nöfn þeirra,
er i samsætinu tóku þátt:
Mr. og Mrs. P. Anderson, Mr. H.
Árnason, Mr. B. L. Baldwinson,
Mr og Mrs. H. S. Bardal, Mr. og
Mrs. P. Bardal, Mr. og Mrs. A. S.
Bardal, Mrs. P. S. Bardal, Dr. og
Mrs. A. Blöndal, Dr. og Mrs.
B. J. Brandson, Mr. H. A. Berg-
man, K.C., Dr. og Mrs. O. Bjorn-
son, Mr. og Mrs. J. Bergman, Mr.
J. J. Bildfell, Mr. A. Eggertsson,
Mr. B. Finnson, Mr. og Mrs. L. J,
Hallgrimson, Mr. S. Halldórs frá
Höfnum, Miss Rósa Hermannsson,
Mr. og Mrs. J. Jóhannesson, Mr.
og Mrs. G. Jóhannssqp og Harold
Jóhannsson, Mr. og Mr,s. W. Jó-
Nú rísa vonir garnlar upp úr gröfum
og gullið eykst í tæmdum drauma-sjóði;
nú verður lxugsun hver að ljúfu ljóði
um lífsins fegurð, bæði á strönd og höfum.
Sem mærin ung í b'rúðar björtum tröfum
nú brosir jörð, og roðnar hlíðar-vangi
við kossa geisla’, er fela hana í fangi;
hver fagnar eigi vorsins náðargjöfum?
Skóglundir verða ldjómrík harpa á ný;
um hæðir glitra perlur tærra dagga.
Glókollar blóma gægja.st upp úr mold.
Draumskipum líkust sigla sólgjdt ský;
á sænum bláum öldur létt sér vagga,
Borin að nýju’ er bernska manns og fold.
—Lesb. Mgbl.
hannson, Guðrún og Adolph Jó-'eiga allir, sem vilja, kost á að
hannsson, Mr. G. Jóhannsson, Mr. | kynnast störfum þingsins og hag
K. W. Jóhannsson, Mr. og Mrs. A. kirkjufélagsins yfirleitt. Hins-
C. Johnson, Mr. G. Johnson, Mr. vegar eru kirkjuþingin svo mikill
og Mrs. P.Johnston, Mr. og Mrs.
A. Johnson, Mr. og Mrs. F. John-
viðburður í kirkjulífi og félagslífi
Vestur-íslendinga, að eðlilegt er
son, Mr. Jónas Jónasson, Mr. og og sjálfsagt, að minnast þeirra í
Mrs. J. Jónasson, Mr. og Mrs. j Lögbergi, sem ávalt vill láta sér
David Jónasson, Rev. og Mrs. Dr. j sérstaklega ant um að flytja frétt-
B. B. Jónsson, Mr. E. P. Jónsson, j ir af íslendingum vestan hafs.
Mr. og Mrs. S. W. Melsted, Mr. og i Það var Bræðrasöfnuður í Riv-
Mrs. Rev. R. Marteinsson, Mr H. erton, sem í þetta sinn tók á móti
Metusalemsson, Mr. og Mrs. K. • kirkjuþinginu. Nafnið bendir til,
Olafsson, Mr. og Mrs. S. Pálma-Jað þeir sem hann stofnuðu, hafi
son, Mr. og Mrs. J. J. Swanson,' hugsað sér og ætlast til, að í þeim
Mr. og Mrs. Dr. J. Stefánsson, Mr.1 söfnuði ríkti jafnan eining og
og Mrs. J. J. Thorvardson, Mrs. i þræðralag og hygg eg, að svo
Helga Thorbergsson, Mr og Mrs. hafi löngum verið, en játa þó
T, E. Thorsteinson, Mr. og Mrs.! jafnframt, að mér er saga safn-
Dr. R. Pétursson, Mr. og Mrs. Rev.
R. Kvaran, Mr. og Mrs. J. Krist-
jánsson, Rev. J. A. Sigurðsson,
Mr. og Mrs. G. Johnson, Mr. og
aðarins lítt kunn. Það má eg þó
fullyrða, að safnaðarfólkið var
eins prýðilega og bezt gat verið,
samtaka í því að taka vel á móti
Mrs. P. S. Palson, Mr. og Mrs Dr. j kirkjuþingsmönnum og öðrum
Baldur Olson, Mr. og Mrs. S. J. gestum, er að garði bar, með
Jóhannesson^ Mr. og Mrs. O. S.
Thorgeirson, Mr. og Mrs. Dr. M.
Halldórsson, Mr. og Mrs. Walter
Lindal, Mr. G. W. Magnusson, Miss
Helga Stevens, Mr. og Mrs. B.
Guðmundsson, Mr. og Mrs. H.
Bjarnason, Mr. og Mrs. C. Thor-
lakson, Mr. o.g Mrs. E. Feldsted,
Mr. og Mrs. Fred. Stephenson, Mr.
G. Hjaltalín, Mr. og Mrs. S. Jac-
obson, Mr. S. Thorkelson, Mr. og
Mrs. Rev. J. Bjarnason, Mr. C.
Thorson, Mr. og Mrs. L. Kristjáns-
son, Mr. og Mrs. S. K Hall, Mr.
og Mrs. F. Fredhrickson, Mr. og
Mrs. N. Ottenson, Mr. H. Gíslason,
Dr. og Mrs. G. J. Spidal, Mr. og
Mrs. I. Ingaldson, M.L.A., Mrs. R.
Blöndal, Mrs. D. Elding, Mr G.
tiiormon, Mr. H. Johnson, Mrs. S.
Gunnlaugson, Mr. W. H. Paulson,
Mr. ocr Mns. J. Olafsson, Mr. og
Mrs. H. Thorolfsson.
Kirkjuþingið
i.
Ársþing kirkjufélagsins lút-
erska er ný-afstaðið. Það var
haldið í Riverton, Man, og hófst
á miðvikudaginn, hinn 5. þ m.
Vanalega er kirkjuþingið ekki
haldið fyr en seinni hluta júní-
mánaðar, en svo stóð á í þetta
sínn, að forseti kirkjufélag^ins,
séra K. K. Olafson, ætlaði að fara
tjl Evrópu og þurfti að leggja aí
stað hinn 9. júní. Sækir hann
fyrst og fremst alheims þing lút-
erskra manna, sem haldið verður
í þessum mánuði í Kaupmanna-
Aöfn, og mætir hann þar sem full-
trúi kirkjufélagsins. Hafði séra
N. S. Thorlaksson áður verið val-
inn til þeirrar ferðar, en gat ekki
komið því við, að fara þessa ferð.
Ætla þau, séra Kristinn og frú
hinni mestu rausn og alúð og góð-
vild, sem íslenzk gestrisni á til í
eigu sinni.
Nafn safnaðarins, Bræðrasöfn-
uður, minnir mig á nokkuð, sem
kirkjuþigsmönnum mun auðvelt að
muna og öðrum ljúft að heyra, og
það er, að bræðralag innan kirkju-
félagsins hefir mér aldrei fundist
öruggara og tryggara, heldur en
einmitt á þessu þingi. Ekki segi
eg þetta þó vegna þess, að eg vilji
gefa í skyn, að bræðralag hafi ekki
ríkt á undanförnum þingum. Eg
held ekki, að nokkur slík ummæli
væru réttmæt. En það er gleði-
efni, að sjá bræðralagið eflast
innan kirkjufél.; og eg er sann-
færður um, að þar er betur og bet-
ur að læra, að beita sameinuðum
kröftum að sameiginlegum áhuga-
málum og velferðarmálum.
Eg hefi, því miður, ekki tíma til
að segja lesendum Lögbergs meira
frá kirkjuþinginu í þetta sinn, en
í næsta blaði verður því haldið
áfram. F. J.
íslendingadagnrinn 1929
verður haldinn hátíðlegur þann 2.
ágúst í sumar, í River Park, erns
og að undanförnu.
Nefnd sú, er kosin var á al-
mennnum fundi, sam haldinn var
í Goodtemplarahúsinu hér í borg-
inni, til þess að vinna að undir-
búningi dagsins, tók strax til
starfa, og hefir unnið uppihalds-
laust síðan. Þó hún sé nú þegar
búin að búa vel 1 haginn, þá er
hún enn þá að verki, svo að alt.
er að skemtunum lýtur þann dag,
verði sem bezt og ful'lkomnast.
Nýbrigði verður það fyrir gesti,
er sækja daginn, að sjá þar Leif
hepna í fuMum skrúða, og ihinn
fyrsta þingforseta íslands, ef
hans, að ferðast til ýmsra staða i hann getur komið því við að vera
í Evrópu í sumar og þar á meðal I hér staddur; annars hefir Egill
til íslands, og hefir þess áður ver-
ið getið hér í blaðinu. Hefir séra
Kristinn nú verið þjónandi prest-
gamli Skallagrímsson góðfúslega
lofað nefndinni að verða hér 2.
ágúst og tala nokkur orð til fólks-
ur í 25 ár og mintist þingið þess, j ins. Það þarf naumast að taka
um leið og það árnaði honum, ogjþað fram, að Fjallkonan verður
frú hans, fararheilla. ! hér eins og að undanförnu. Hún
Eins og að undanförnu, verður|mun nú þegar hafa lagt af stað
gjörðabók þingsins gefin út og;frá Islandi áleiðis. hingað til okk-
verður þar nákvæmlega skýrt frá' ar, til þess að vera viss .um, að
störfum þingsins og úrslitum allra' verða hér í tæka tíð.
mála, sem þar komu fyrir. Þar Meira síðar .