Lögberg


Lögberg - 13.06.1929, Qupperneq 3

Lögberg - 13.06.1929, Qupperneq 3
LÖGBERG FTMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1929. Bls. S GOÐSAGNIR FORN-GRIKKJA. 1. Akkilles. Akkilles þótti einna ágætastur ungra manna á Grikklandi. Faðir lians var konungur, en móðir hans var Þetis sævardís. Að fegurð var liann goðum líkur og eftirmynd Þetis móður sinnar. En að hreysti líktist hann tnjög föður sínum. Hann var alinn upp við íþróttir og karlmenskuraunir frá æsku og varð ofurmenni að allri orku. Þetis harmaði það mjög, er Helen fagra var numin á braut, og Grikkir ldupu til vopna. Júpíter hafði sjálfur sagt henni, að ef Akkilles færi í stríðið, mundi hann aldrei heim koma. Þetis vissi sjálf, að þetta var satt. Sjálf var hún ódauðleg, af því að liún var sævardís og goðkynjuð, en Akkilles var dauðlegur maður í aðra ættina. Þegar Akkilles var ungbam, þráði móðir hans, að gera hann ódauðlegan. Hún fór því með hann að á einni í undirbeimum og baðaði liann þar. En sú náttúra fylgdi vatninu í ánni, að hvað sem snerti það, varð ódauðlegt. Nú vissu allir, að Akkilles hafði verið bað- aður í þessari á. Héldu því allir, að hann væri ódauðlegur. En Þetis vissi, að lítill blettur var á öðrum hælnum, sem ekki hafði vöknað í ánni. Kom það af því, að hún hélt um hann, þegar hún dýfði honum í vatnið. Hún hafði gleymt að væta hann á eftir, og ekki munað það, fyr en hún var komin í mannheima, en þá var það of seint. Hún vissi, að þessi blettur mundi verða orsök í dauða hans. Þetis hafði því ver- ið skjótráð, að koma Akkilles undan, áður en farið var að kveðja hetjur Grikklands í stríðið. Nú vissi enginn hvar hann var, nema móðir hans. Hún hafði komið honum fyrir hjá kon- ungi í eyju einni. Gekk hann þar í kvenbún- ingi, og hafðist við lijá dætrum konungs. Spekingur einn hafði sagt foringjum Grikkja, að för þeirra mundi ekki verða sigurvænleg,' nema Akkilles færi með þeim. Þeir fóru því lieim til föður hans, en Akkilles fanst livergi. Odysseifur tók þá að sér að leite hans. Að lokum gat hann einhvern veginn komist að því, hvar móðir hans hafði fólgið hann. Od- vsseifur fór þá óðara út í evjuna. Svo vel var Akkillles dulbúinn, að engum hefði dottið í hug, að það væri piltur. En Odysseifur hugsaði nú upp ráð, til þess að koma öllu upp. Hann tók nú á sig dulargervi og lézt vera kaupmaður og hafði margskonar kvenskraut á boðstólum. Komst hann þannig inn í garð konungs, ]>ar sem meyjamar voru að leikjum. Þær skoðuðu vaminginn með miklum áhuga, allar nema ein. Hún var há vexti. Yirtist hún ekki kæra sig um neitt af glingri því, er Odysseifur var að sýna. Tók hann þá skínandi fögur vopn úr far- angri sínum, hélt þeim upp og lét sólina skína á þau. Þá kom hin hávaxna kona, og skoðaði vörana með mikilli ákefð. Odysseifur var ekki viss um, að þetta væri Akkilles. Hann gaf því til kynna, hvert erindi sitt væri, og kvaddi Akkilles til farar móti Trójumönnum. Pilturinn sagði þegar til sín. Kvaðst vera þr<jyttur á athafnaleysinu og verða mjög feginn að fara för þessa. Hann fór nú heirn til föður síns og bjóst til fararinnar. Þetis móðir hans sagði honum orð Júpíter og bað hann að fara varlega. En Akk- illes varð ekki láttur fararinnar. Hann her- væddist og kvað kappa föður síns til farar með sér. Þeir voru þess fúsir, og ])óttust menn að meiri að fylgja slíkum kappa. En þungt í skapi varð Þetis, móður haps, er hún sá hann leggja frá landi. Hún vissi, að hún mundi allrei framar sjá son sinn hinn goð- um boma. II. Trjóustriðið. Grikkir og Trójumenn börðust af mikilli lireysti utan við borgarvirki Tróju. 1 full tíu ár stóð það stríð, og mátti ekki á milli sjá. Borgarmúrarnir voru traustir, og Grikkir unnu ekki á þeim. Junó og Aþena hjálpuðu Grikkj- um, af því þær lögðu hatur á París. Venus aft- ur á móti lagði Trójumönnum lið. A 'tíunda ári stríðsins vann Akkilles þvílík hreystiverk, að Grikkir töldu Trójumenn sigr- aða. Þá bar svo við einn dag, að hann var mjög farinn að nálgast hlið Trójuborgar. Þá skaut París ör að honum. Hún kom í hælinn, eina blettinn, sem vopn gátu bitið. Þar féll Akkill- es, og var það hans bani. Það var nú alt útlit fyrir, að Grikkir vrðu að snúa heim við svo búið, án þess að ná Hel- enu. Það var ráðkænsku Odysseifs að þakka, að svo varð ekki. Hann skii>aði svo fvrir, að miklum trjávið var safnað saman utan við borgarmúrana. Úr honum var gerður stór tré- hestur, holur innan. Að þessu starfi loknu tóku Grikkir upp hertjöld sín og bjuggust. til brottfarar. Um morguninn, þegar Trójumenn vöknuðu, sáu þeir að Grikkir voru horfnir, en skip þeirra sáust sigla frá landi. Hurfu þau loks úr augsýn bak við eyju eina í fjarlægð. Vígvöllurinn var auður. Ekkert var þar, sem minti á óvinina, nema tréhesturinn mikli. — Trójumenn stóðu á borgarmúrum sínum og horfðu glaðir á brottför óvinanna. Hliðin voru opnuð, og fólkið þaut út á vellina. Þeir litu með forvitni á staðinn, þar sem óvinir þeirra höfðu dvalið. Þeir virtu fyrir sér tréhestinn mikla, °g undrðust það, að Grikkir höfðu skilið hann þar eftir. Varð nú mikil ráðagerð um það, hvað við hann skvldi gera. Nokkrir vildu láta brenna hann, svo að ekki yrði eftir neitt þar í landi, sem mint gæti á Grikki. “Köstum hon- um á sjó út,” sagði einn. “Höggvum hann í sundur, og sjáum hvað er innan í honum,” sagði annar, og var það viturlega ráðið. En flestar voru þær raddirnar, sem heimtuðu, að hesturinn yrði dreginn inn fyrir borgarmúr- ana og geymdur þar til minja um ófarir Grikkja og sigur Trójumanna. Þegar hávað- inn var sem mestur, kom þar að flokkur manna. Drógu þeir með sér grískan mann og færðu kon- ungi sínum. Hann gekk skjálfandi af ótta fyr- ir Príam konung og sagði þar sögu sína. Hann sagði, að Grikkir hefðu verið orðnir þreyttir á stríðinu og þráð að komast heim. En veður höfðu oft hamlað, þegar ]>eir ætluðu að leggja frá landi. Ijoks hafði þeim komið saman um, að fóma yrði mannslífi, til þess að komast aftur í sátt við guðina. Hann var sá, sem fóma átti. Hafði honum tekist að komast undan. Kvaðst hann hafa falið sig og beðið þess, að Grikkir færa. Nú bað hann Priam kon- ung að lofa sér að setjast þar að og verða einn af borgurum Tróju. Konungur lofaði honum, að hann skvldi fá að halda bæði lífi og limum og fá að vera, eða fara frjáls hvert sem hann vildi., Að svo mæltu spurði hann Grikkjann, til hvers þessi tréhestur hefði verið gerður. “Það var gert,” svaraði Grikkinn, “til veg- semdar gyðjunni A]>enu. Henni var gefinn hesturinn. Var hann gerður svona stór, til þess að Trójumenn ekki gætu flutt hann inn fyrir borgarmúrana. ” Nú heyrðust enn þá meiri óp en áður: — “Flvtjið tréhestinn inn í borgina. Flytjið hann alla leið að musterinu.” Einn af prestum Neptúns stóð mjög á móti þessu. “Mikil er blindni ykkar, Trójumenn,” sagði hann. “Hafið þið ekki þegar lært að þekkja bragðvísi Grikkja?” Að svo mæltu skaut hann spjóti í síðu hestsins, svo að það stóð þar á oddi. Svo bar við, að vopnabrak hevrðist innan í hestinum. Nú sló ótta á aila. Tveir afar stórir högg- ormar komu upp úr sjónum og réðust á prest- inn, sem kastaði spjótinu, og svni hans tvo, og urðu öllum þremur að bana. Þetta fanst Tróju- mönnum sönnun ]>ess, að guðunum hefði ekki líkað aðfarir prestsins. Þeir heimtuðu, að liest- urinn væri þegar fluttur að musteri guðahna og helgaður þeim. Fjöldi manna þaut að borg- amiúrunum og reif hlið á þá. Bundu þeir nú reipum um fætur hestsins, festu kefli neðan á fætur iians og drógu hann svo imi í borgina. Gríski unglingurinn horfði á þessar aðfar- ir og reyndi að dvlja fyrirlitningu sína. En með gleði horfði hann á stóra skarðið, sem komið var á múrvegginn. Báðið hafði meira að'segja gefist betur, en Grikkir liöfðu sjálfir búist við. Þanijig hafði liugvit eins manns komið því til vegar, sem tíu ára hernaður heill- ar þjóðar hafði ekki getað áorkað. Gleðilætin ómuðu um alla borgina. Veizla var í hverju húsi langt fram á nótt. En svo féllu liermenn Trójuborgar í fasta svefn. Þá gekk gríski ung- lingurinn að tréhestinum, eins og Odvsseifur hafði! beðið hann, og hleypti þar út hetjum Grikkja. Þeir höfðu falið sig innan í hestinum og lieyrt alt, sem fram fór. Grísku skipin höfðu öll snúið við, þegar rökkvaði. Hermennirnir vora voru komnir á land og þustu að, þegar þeir sáu merki foringjanna, sem höfðu verið innan í hestinum. Herinn strevmdi inn um skarðið á múrveggnum. Trójumenn vöknuðu við vondan draum. Þeir börðust vasklega, en það stoðaði ekki. Eldur geysaði úr öllum átt- um. Þess var ekki langt að bíða, að Trójuborg væri orðin að ösku. Þannig endaði hið mikla Trójustríð, sem byrjaði með þrætueplinu og endaði með eyðilegging heillar þjóðar. — S. A. — Samlb. ÞINGSTAÐURINN FORNI. Fyrir nálega 1000 áram var maður á ferð, um Island, í einkennilegum erindum. Honum liafði verið falið að velja allsherjar-þingstað handa Islendingum. Hann var nú að leita að ])essum stað. Maður þessi hét Grímur, að við- urnefni geitskór. Hann fór víða um landið, ^’fir fjöll og dali, ár og læki og um víðlendar sléttur. A ferðalagi sínu sá hann víða skógi- vaxnar hlíðar, blómum skreyttar, og grösuga dali, þar sem ár og lækir liðuðust um og runnu til sjávar. En livergi sá hann hentugan þing- stað, sem honum líkaði. Loksins kom hann að víðáttumikilli hraunbreiðu, fjöllum luktri á alla vegu, þar sem “fjallhnjúkaraðirnar risu í kring sem risar á verði við sjóndeildarliring.” Hún var öll skógi vaxin og kölluð Bláskógar. Þar var fagurt um að litast. Náttúran var þama margbreyttari, dýrðlegri og hrikalegri, en víðast hvar annars staðar á Islandi. Fyrir sunnan liraunflákann var stöðuvatn mikið og fagurt, sem ]>á var kallað Ölfusvatn. Við norð- urenda þess voru sléttir og grösugir vellir og báðum megin við þá voru hrikalegar gjár og hraunsprangur. Þessa velli valdi Grímur fyr- ir allsherjar þingstað. Enginn var óánægður með staðinn, en allir hafa rómað það síðan, hvað Grímur var lieppinn í valinu. Nú var ferð hans lokið. Þama var alþingi Islendinga stofnað árið 930 og var háð þar á hverju ári til 1798, að það var flutt til Reykjavíkur; síðan eru nú liðin 125 ár. Eftir að alþingi var stofn- að á þessum stað, var hann kallaður Þingvellir og vatnið Þingvallavatn, og liefir heitið það síðan. Merkasta gjáin á Þing\d>llum er Almanna- gjá. Hún er um tíu km. á lengd og liggur að norðvestanverðu við vellina. Vestari gjár- bakkinn er jþverhnýptur veggur um 30 m. liár, en sá eystri er miklu lægri. Óltal hliðarsprung- ur og klofningar liggja út úr aðalgjánni. Sum- staðar er botninn í gjánni grasi vaxinn, og ligg- ur þjóðvegurinn eftir honum á stuttum kafla. Þegar farið er eftir veginum um gjána, eru hamraveggir til beggja handa, og sést þá ekki nema upp f heiðan himininn. Öxará steypist ofan í gjána á einum stað og myndar þar fallegan foss. Hún rennur spöl- kom eftir gjánni og síðan austur gegn um gjábakkann ofan á þingvellina. Skamt fyrir austan vellina. eru era 2 gjár, með svo kristal- tæru vátni, að sést í botn á 10 metra dýpi. Önn- ur gjáin nefnist Flosagjá. Hiin er kend við Brennu-Flosa, sem brendi inni Njál og sonu hans. Hin 'heitir Nikulásargjá, og er kend við mann, sem drekti sér í gjánni fyrir tæpum 200 árum. Að sumu leyti hafa Þingvellir lítið breyzt síðan í fomöld. Áin, gjárnar og hraunið er svipað og áður var. Vellirnir era einnig líkir og þeir voru, þó hefir áin skemt þá mikið. Skóg- urinn er að vísu liorfinn á stóram svæðum, og hrauninu kring um vellina, svo að nú er það blásið og bert, en víða mosavaxið. Eftir að Alþingi var stofnað á Þingxmllum, reistu goðarnir og efnabændumir búðir úr torfi og grjóti og klæddu veggina að innan og tjölduðu yfir búðirnar með vaðmáli. 1 húsum þessum sváfu þeir og mötuðust, en þingið háðu þeir undir bera lofti. Það stóð yfir hálfan mán- uð. Enn ]>á sjást lág tóftarbrot af mörgum búð- uð á Þingvöllum, bæði frá fornöld og seinni tímum. Lögberg var helgasti staðurinn á Þing- völllum. Enginn maður, sem varð brotegur við lögin, og gerður sekur, mátti koma á Þingvöll meðan á þingi stóð, en öllum öðrum var frjálst að vera þar, enda. komu þangað bæði ungir og gamlir, konur og karlar, ríkir og fátækir, hvað- anæfa; af landinu. Var þá stundum glaðværð mikil og skemtun meðal unga fólksins. Sumir æfðu glímur og sund eða aðra. leiki. Aðrir sögðu sög-ur, kváðu kvæði eða sögðu fréttir úr fjarlægum héruðum eða frá útlöndum. Þá var engin bók til eða fréttablöð. Öll fræðsla fór fram munillega. Eftirtektin og minnið var svo gott, að ekki þurfti að hafa vfir nema einu sinni sögu eða langt kvæði, til þess að menn lærðu það. En alvarlegu störfin á Þingvöllum liöfðu ])ó einna mesta þýðingu fyrir almenn- i ing. Þar voru búin til íög, mál manna dæmd, menn gerðir sekir, háð einvígi og stundum háðir bardagar. Þingvellir vora í þá daga höfuðstaður Is- lands, í vissum skilningi. Hvort þeir eiga eft- ir að verða það enn, er undir því komið, hvað við vil.jum sýna þeim mikinn sóma. — —Guðm. Davíðss.—Samlb. SVEITARÆR. Heim að Fróni hugarsjónir vorar ástir knýja yfir sæ, inn í hlýjan moldarbæ. Þad er bjart og þar er margt að líta. Glaðar spinna1 úr þeli þráð Þóra, Finna og Engilráð. Litli Gestur lítinn liesthiiskofa byggir rétt við rúmstokkinn, reiptagl fléttar húsbóndinn. Út í horn í hver-sdags forna kjólnum, litla Þrúða velur veg, vaggar bráðu mömmuleg. Hrosshár spinnur Helgi vinnumaður. Kveður Grímur geysihátt Grettisrímur fram á nátt. Grár af hærum Gunnar rær og stangar beizlistauminn trosnaðan. Tfeyju saumar húsfrevjan. Ljúfum hreimi lengi seiminri.dregur. Almenn gleði er inni þar. Undir kveða stúlkurnar. Ef að Gretti örlög sett um tíma hafa kosið frið og fjör, færist bros á hvreja. vör. Þegar aftur eitthvað kraft hans lamar, og af harmi svíða sár, sézt á hvarmi blika tár. Hér er Drottinn, hér er gott að vera, lians því líking lieldur vörð í himnaríki á vorri jörð. Lærdóm mestan, lífsins bezta skóla heima pjóðin á sér æ inni’ í góðum sveitabæ. —Sig. Júl. Jóhannesson. r= o o L Proíessional Cards >OC30CDOCDOCZ>OCZ>OC >OCOOöf. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ial. lögfrseBlngar. Bkrifatofa: Room 811 McArthar Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phonea: 86 849 og 26 840 DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 2—3 Heimill: 764 Vlctor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N lalenzklr lögfræBingar. $56 Msdn St. Tala.: 24 »68 pelr hafa elnnig akrifotx>fur aS Lundar, Riverton, Glmli og Plaac og eru þar aB hltta & etftlrfylgj- andi tlruum: Lundar: Fyrsta mlBvlkuda*. Rlverton: Fyrsrtn ftmtudag, Gdmll: Fyrata miBvikudag, Piney: prlBja fðatudag I hverjum mfinuði DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) lslenzkur lögtnaður. Rosewear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbrs. Winnipeg, Canada Sími: 23 028 Heima: 71753 Cable Address: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyma nef og kverka sjúkdöma.—Er a8 hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimlli: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfpæðingur Scarth, Guild & Thorson. Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage Phone: 22 768 DR. A. BLONDAL Medlcal Arta Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrfstof a: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. A. C. JOBNSON »07 Confederatton Llí« SIfl» WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgB og bifreiBa ábyrgð- lr. Skriflegum fyrirspurnum svaraB eamstundls. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimaslmi: 33 328 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. írtvega peningalán og elds- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349 A. S. BARDAL 848 Sherhrooke 8t- Selur llkkiötur og annaet um 4t- tarir. Allur útbúnaBur aá beott. Enníremur selur bann aHstrnnar mlnnlsvaröa og legatelna. Skrlfstofu tals. 86 607 Helmllla TftLs.: 88 808 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.R Islenzkur lðgfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að h&lda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 t DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. TiL viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbura St. 532 Sími 30 877 \ ÍSLÉNZKIR FASTEIGNA- SALAR Undirritaðir selja hús og léðir ; og leigja út ágæt ihús og íbúðir, hvar sem vera vill í bænum. Annast enn fremur um allskon-! ar tryggingar (Insurance) oa veita fljóta og lipra afgreiðslu . ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664! G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street QÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknlr 505 Boyd Bullding Phone 1« 171 WINNIPEG. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þessl borg hefir nokkurn tlma haft Innnn Tobanda slfum Fyrirtake máltlBir, ekyr. pönnu- kökur, rullupydsa og þjéBrwknl*- k&ffL — Ut&nbæjarmenn fá mt. ávalx fyrst hresslngu á WEVEL CAEE, «08 Sargent Ave ■ Stml. B-3187. Rooney Stevens. elgandx. SIMPSON TRANSFER Verzla me8 egg-á-dsg hwnanaföBur. Annast einnig um allar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.