Lögberg - 13.06.1929, Síða 4

Lögberg - 13.06.1929, Síða 4
Mid. 4. LÖGBERG l'IMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1929. •r*: Hogberg Gefið út hvern fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg" is printed and publlshed by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. c—~>o<3 Fylkiskosningarnar i Saskatchewan Úrslit kosninga þeirra. til fylkisþingsins í Saskatchewan, er fram fóru þann 6. yfirstand- andi mánaðar, urðu nokkuð á annan veg, en flestir munu hafa búist við. Því þótt menn muni yfirleit hafa átt von á því, að Gardiner- stjórnin myndi tapa nokkrum þingsætum, þá kom víst fæstum til hugar, að tap hennar mvndi verða jafn tilfinnanlegt og raun varð á Fyrir nýafstaðnar kosningar, var þingfylgi stjórnarinnar það mikið, að af sextíu og þrem þingsætum, átti hún vfir að ráða fimtíu og þremur. En nú, að afstöðnum kosningum, nemur ákveðið fylgi hennar, aðeins tuttugu og sex þingsætum. Sigurinn varð mestur á hlið íhaldsmanna, undir forvstu Dr. Anderson’s frá Saskatoon. Hefir nú sá flokkur tuttugu og fimm fylgismenn á þingi, og gengur því næst stjórnarflokknum að mannafla. Framsóknarflokkurinn vann fimm þingsæti, en aðrir fimm hinna nýkjömu þing- manna, telja sig ufanflokka. 1 tveim kjördæm- um vmr kosningu frestað. Eins og sakir standa, er alt á huldu um, hverjir fara með völdin í Saskatchewanfylki framvegis, því enginn einn flokkur er næ.gilega sterkur til þess að stofna, eða halda við ráðu- nevti af eigin ramleik. Það veltur því alt á afstöðu framsóknar-þingmanhanna og þeirra, sem utanflokka teljast, hverjir með völdin fara. Leiðtogi íhaldsmanna, Dr. Anderson, krefst þess, að Mr. Gardiner láti af völdum nú þeg- ar. Mr. Gardiner hefir samt sem áður fram að þe.ssu, farið dult með fyrirætlanir sínar, og hyggja margir, að hann muni bíða átekta, og sjá hverju fram vindur. Yinni hann þau tvö kjördaani, sem enn er ókosið í, stendur hann vitanlega töluvert betur að vígi. Tveir íslendingar gengu sigrandi af hólmi í kosningum þessum, og taka því sæti á næsta fylkisþingi í Saskatchewan. Fylgja þeir báðir frjálslyndu stjórnarstefnunni að málum. Menn þessir eru þeir hr. W. H. Paulson, sá er um langt skeið hefir á þingi setið, sem fulltrúi Wynyard kjördæmis, og Mr. Ásmundur Loft- son, er bauð sig fram í Saltcoats kjördæminu. Vann Mr. Paulson kosningu sína í Wynyard- kjördæminu með feykilegu afli atkvæða. Mr. Loftson vann einnig kosningu sína með álit- legum meiri hluta, og var þetta í fyrsta skift- ið, sem hann bauð sig fram til þings. Óskar Lögberg báðum þessum mætu íslend- ingum innilega til hamingju með kosningasig- urinn. Góður gestur Staddur var hér í horginni, í vikunni sem leið, íslandsvinurinn, Mr. Earl Hanson. Er hann lesendum Lögbergs að nokkru kunnur, af greinum, sem eftir hann hafa birzt, sem og af umsögnum blaðsins um hann sjálfan. Mr. Hanson kom hingað til borgarinnar í vor, á leið til námahéraðanna í norðurhluta Manitoba-fylkis. Ætlaði hann sér alla leið til Fort Churchill, en varð að láta af þeirri fvrir- ætlan, sökum þess, að flugfélag eitt, voldugt mjög, í Chicago, kvaddi hann þangað til skrafs og ráðagerða, í sambandi við undirbúning þess félags, lútandi að reglubundnum flugferðum, milli Bandaríkjanna og Norðurálfunnar. Hugs- ar félag þetta sér, að gera Island og Grænland að reglubundnum viðkomustöðum. Vafalaus ætlast félag þetta til einhverra ívilnana af hálfu fslandsstjórnar, í því falli, að þessum nýju flugsamböndum verði hrundið í framkvæmd. Og með það fvrir augum, ásamt ýmsu fleira, flúði félag þetta á náðir Mr. Han- son’s um upplýsingar. Mr. Hanson er fullur af brennandi áhuga fyrir velferðarmálum hinnar íslenzku þjóðar, og hefir tröllatrú á framtíð landsins. Telur hann það öldungis óútreiknanlegt, á þessu stigi málsins, hvern feikna hagnað þjóðin muni hljóta af beinum flugsamböndum við um- heiminn. Ekki kvað Mr. Hanson sér heimilt, eins og sakir stæðu, að láta í ljós nafn félags þess, sem um væri að ræða, ^n svo gæti farið, að þess yrði ekki langt að bíða, að slíkt vrði hevrin kunnugt. , Flugkappi einn amerískur, sænskrar ættar, Bert Hassell að nafni. hefir í hyggju að fljúga til fslands í sumar, til þess að kvnna sér með eigin augum, skilyrði öll fyrir reglubundnum flugferðum yfir ísland og Grænland. f því falli, að af ferð hans verði, þykir líklegt, að hann fái Mr. Hanson til að fara með sér, sökum þekkingar lians á íslenzkum staðháttum og íslenzkri þjóð. Ffngan minsta kvíðboga, kvaðst Mr. Hanson bera fyrir því, að örðugt myndi reynast, að komast að samningum við Islands-stjóm, um nauðsynleg hlunnindi flugferðum viðvíkjandi. A hinn bóginn væri nokkuð öðruvísi ástatt með Grænland, er enn væri bulidið á einokunarklaf- ann danska. Þó kvaðst hann treysta því, að stjórn Dana myndi sýna málinu sæmilega sann- gimi. ísland á ótrauðan talsmann, þar sem Mr. Hanson er, og vonandi að það eignist sem flesta hans líka víðsvegar um heim. Aður en samtali vom við Mr. Hanson lauk, lýsti hann yfir jiví, að í því falli, að af íslands- för vrði í sumar af sinni hálfu, þá myndi hann sennilega dvelja heima, fram yfir hátíðahöldin 1930. Bliss Carman Síðastliðinn laugardag, lézt að New Cana- an, í Connecticut-ríki, lárviðarskáld canadisku þjóðarinnar, Bliss Carman, 68 ára að aldri. Var hann fæddur í bænum Fredericton, í New Brunswick fylki, þann 15. dag aprílmánaðar árið 1861. Gekk hann mentaveginn þegar á unga aldri, og lauk prófi í gömlu málunum, latínu og grísku, við New Brunwick háskólann. Stundaði hann að því loknu, nám um hríð við háskólann í Edinburgh á Skotlandi, og lagði þar einkum fyrir sig heimspeki og stærðfræði. Er heim kom, tók hann að gefa sig við skólakenslu. Ekki varð hann þó ellidauður í þeirri stöðu, heldur flutti hann sig til New York, og lagði þar fyrir sig blaðamensku. Upp úr því fór hann að yrkja. Lætur hann eftir sig fjöldann allan af ritverkum, mörgum hverjum snildargóðum. Stíll hans var ljóðrænn og fágaður, sem þá er bezt getur. Bliss Carman var barn náttúrunnar; 'hann unni skógum, hólum og hlíðum, og dreymdi við brjóst hinnar dulrænu, canádisku náttúru, mörg sín ijegurstu ljóð. Formfegurð hans og streng- mýkt, minnir að nokkru á Steingrím heitinn Tliorsteinsson,. eitt hið ljóðrænasta síkáld ís- lenzku þjóðarinnar. Vafalaust kemur einhvern tíma að því, að íslendingar kynni sér til hlítar ritverk Bliss Carman’s, og snúi þeim á íslenzku. Það eina, sem vér munum til að þýtt hafi verið eftir hann á íslenzku fram að þessu, er hið fagra kvæði hans “Vestigia”, eða “Sporin”, sem til eru af þrjár þýðingar, eftir þá Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson, Jón Bunólfsson, og ritstjóra þessa blaðs. Einkennilegt fyrirbFÍgði Frá því er núverandi sambandsstjórn tók við vöklum, hefir hiin stofnað til sendiherríi sam- bands við Bandaríkin, Frakkland og Japan. Frjálslyndi flokkurinn, bændaflokkurinn og verkaflokks þingmennimir, ‘hafa alla jafna veitt stjórninni lítt skift fvlgi, þegar um það var að ræða, að hrinda slíkum nýjungum í framkvæmd, en íhaldsflokkurinn hefir undan- tekningalítið, eða undantekingalaust, barist á móti þeim með hnúum og hnjám. Viðskifti hinnar canadisku þjóðar við önn- ur lönd, eru sýknt og heilagt að færa út kví- arnar. Það liggur því í augum uppi, hve ómet- anlega mikinn hagnað þjóðin getur af því hlot- ið, að hafa sem allra fullkomnust fulltrúasam- bönd við umheiminn. Hinu má heldur ekki gleyma, hve þeim þjóðum fer fjölgandi, er leik- ur hugur á því, að stofna til fulltrúa sambanda við þessa þjóð. Og til þess að slíkt megi ná framgangi, verður canadiska þjóðin að sýna lipurð og gagnkvæman skilning á málinu. Það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar, að berja höfðinu lengur við steininn. Canadiska þjóðin er nú komin í tölu sjálfstæðra þjóða, og sjálf- sagðan myndugleik sinn á því sviði, getur hún hvergi betur sýnt, en í opinberum fulltrúasam- böndum við aðrar þjóðir, og milliríkjasamn- ingum, er hún gerir í eigin nafni. íhaldsmenn á þingi, vafalaust í samráði við leiðtoga sinn, Mr. Bennett, hafa haldið því fram, að stofnun fulltrúasambanda af hálfu Canada við önnur lönd, beri á sér einhvers kon- ar ótrúmensku einkenni við veldisheildina brezku. Hvað skyldu þeir fá marga til þess að fvlgja sér að málum í slíkri fádæma fjar- stæðu? Það er síður en svo, að brezk stjórnar- völd séu slíkum samböndum mótfallin, heldur er það beinlínis sannað af revnslunni, að þau eru þeim miklu fremur hlynt. Það skiftir nú sennilega ekki í sjálfu sér svo miklu máli, hverju Mr. Bennet og fvlgi- fiskar hans halda fram í þessu tilliti, því þjóð- in mun vera nokkurn veginn fullráðin f því, að fara sínu fram, öldungis án tillits til þess, hvort þeim herrum líkar betur éða ver. Þessi þjóð, sem allar aðrar þjóðir, hlýtur að lúta lög- máli síns eigin þroska. Hún er engin undir- lægjuþjóð, heldur samstarfandi systurþjóð, í þjóðakeðju þeirri hinni miklu, er myndar hið brezka heimsveldi, og hún hlýtur, að sjálfsögðu, að bera ábyrgð á gjörðum sínum. gagnvart um- heiminum, engu síður en eldri þjóðirnar, þótt borið hafi þær ábyrgðina lengur. Afstaða Mr. Bennett’s, og fylgifiska hans, t.il þessa máls, hlýtur því að skoðast lítt skilj- anlegt fyrirbrigði. Nýja stjórnin á Bretlandi og friðarmálin Stjórn sú á Bretlandi, er Rt. Hon. Ramsay MacDonaldveitir forystu, er nú nýtekin við völdum, og láta brezk blöð yfir höfuð vel yfir því, hvernig ráðuneytið sé mannað. Eitt með því fyrsta, er Mr. MacDonald gerði alþjóð inanna lieyrin kuimugt, eftir að hann aflagði embættiseið sinn, var það, að liann hefði ásett sér, jafnskjótt og því yrði viðkomið, að reyna að hrinda af stað nýjum tilraunum í vopnatakmörkunar áttina. Kvað hann sér það sérstakt áhugamál, að ná fundi Hoovers Banda- ríkjaforseta, sem og hins canadiska stjórnar- formanns, með það fyrir augum, að hrinda málinu áleiðis, án frekari tafar. Má þess því vænta, að Mr. MacDonald komi £ þessum er- indum til WaShington og Ottawa, áður en langt um líður, jafnvel snemma á komanda hausti, eða fyr, eigi hann á annað borð heimangegnt frá sínum daglegu önnum. Um afstöðu Mr. MacDonalds til friðarmál- anna, farast blaðinu Manitoba Free Press þannig orð: “1 hvaða ljósi, sem menn líta tapið, eða gróðann, er kosningamar á Bretlandi þann 30. maí síðastliðinn, höfðu £ för með sér, þá verður þó eigi um það deilt, að á þeim degi hafi friðar- málefni mannkynsins þokast áfram í rétta átt. Það var stefna Baldwin stjómarinnar í ut- anríkismálum, er ekki hvað sízt varð henni að fótakefli. Stjórnin sjálf auðvitað hélt því fram, að á þessu sviði, sem og reyndar á öðr- um sviðum, hefði henni hepnast að þræða hinn gullna meðalveg. Og það tókst henni, ef til vill, ef alt var bvgt á kröfum liins gamla tíma. En sannleikurinn var sá, að í utanríkivsmálun- um var stjórnin hikandi, og fullnægði hvergi nærri kröfum þeirra brezkra borgara, er bygðu þroskavonir sínar og þjóðarinnar í heild, á um- bótastarfsemi framtíðarinnar. Það var þetta hik, er ávalt gerði vart við sig hjá stjórninni, í hvert skifti og málið um vopnatakmörkun fyrir alvöru bar á góma, er reið henni að fullu. Takist hinni nýju stjóm Ramsay MacDon- alds, að hrinda þessu mesta máli málanna, frið- armáli mannkynsins, áleiðis, og koma því í rétt horf, verðs'kuldar hún alþjóða virðingu og þökk. Canada framtíðarlandið Garðrækt. Flest af blómum þeim og jarð- eplum, sem vaxa í görðum fólks í Evrópu, þar sem loftið er tempr- að, vaxa líka í Vesur-Canada, svo sem raspber, jarðarber, kúrenur, bláber og margar fleiri tegundir, nema í hinum norðlægustu hér- uðum. Kartöflu uppskera er mikil, og fá menn oft meira en 148 ushel af ekru, þó í sama blettinn sé sáð til tíu ára, og hefir sú uppskera oft numið 170 bushelum af hverri ekru á ári. Garðarnir gjöra vana- lega betur en fullnægja þörfum bændanna með garðávexti. Það er oft afgangur til sölu og úr- gangur, sem er ágætt fuglafóð- ur. Garðar, þar sem bæði ávextir og fleira er ræktað, ættu að vera í sambandi við hvert einasta heimili bænda í Vestur-Canada; og einnig munu bændur komast að raun um, að trjáplöntur í kringum heimilin margborga sig, og fást trjáplöntur til þeirra þarfa ókeypis frá fyrirmyndar- búinu í Indian Head í Saskatche- wan. Einnig sér stjórnin um, að æfðir skógfræðingar frá þeim bú- um veiti mönnum tilsögn með skógræktina, þeim að kostnaðar- lausu, og segja þeim hvaða trjá- tegundir séu hentugastar fyrir þetta eða hitt plássið. Engi og bithagi. Hið ágæta engi og bithagi, sem fyr é árum fóðraði þúsundir vís- unda, antelópa, elk- og músdýra, er enn hér að finna. Þar sem ekki er næg beit handa búfé, þar sá menn alfalfa, smára, timothy, reyrgrasi, eða einhverjum öðrum fóðurgrasstegundum; þó er þess- um tegundum fremur sáð til vetr- arfóðurs í Vesturfylkjunum, eink- um í Manitoba, heldur en til bit- haga. Einnig er maís sáð hér all- mikið til vetrarfóðurs handa naut- gripum. Bréf frá Ottawa Eftir L. P. Bancroft. Um þær mundir, sem þetta er skrifað, er nú farið að síga svo á seinni hlutann, hvað þing- störfin áhrærir, að ganga má út frá því sem gefnu, að þingslita verði úr þessu ekki langt að bíða. Munu þingmenn yfirleitt fagna því mjög, því heimþrá þeirra virðist fara vaxandi með hverjum deginum, sem líður. Hefir af- greiðsla mála upp á síðkastið, gengið sæmilega greitt, án þess að nokkru hafi verið hrapað. Breyting á kosningalögunum hefir nú verið af- greidd, og í raun og veru eina, merka málið. sem enn hefir eigi afgreitt verið, er frumvarp til laga um breytingu á núgildandi komsölu- löggjöf. Sá, sem þessar línur ritar, átti sæti í land- búnaðarnefndinni, og eins þeirri nefnd, sem um fiskiveiðarnar fjallaði. Átti landbúnaðar- nefndin sérstaklega annríkt, hélt fundi tvisvar á dag, að heita mátti, í þrjá mánuði. Lagði hún fyrir þing þrennar uppástungur, er allar mið- uðu til bóta, frá því, sem nú á sér stað. Er hin fvrsta sú, að beitt skuli strangara eftirliti við prófun sýnishorna af útsæði. Hin önnur er þess eðlis, að strangara eftirliti verði beitt, að því er framkvæmd kornsölulaganna áhrærir, en við hefir gengist í liðinni tíð. Loks er þriðja ályktanin, er fram á það fer, að hert skuli á eftirliti með blöndun hveitis í kornhlöðum aust- ur við vötnin miklu. Taldi nefndin og rétt, að leggja það til við þingið, að svo skyldi aukið valdsvið kornsöluráðsins, að því yrði kleift gert, að skerast í leikinn, og rannsaka upp á eigin ábyrgð, kvartanir þær, er koma kynnu upp, í sambandi við meðferð, flokkun og flutn- ing hveitis. Er nú svo til ætlast, að skipaðir verði vara-umboðsmenn (Deputy Commissionr ers), einn fvrir hvert Sléttufylkjanna, og sér- stakur umboðsmaður, er bólfestu hafi í annari hvorri hafnarborgjnni austur við stórvötnin. Verður öllum hlutðeigendum gert þar með hægra fyrir, að afla sér upplýsinga og leið- beininga, hvað hveitiframleiðslunni og mark- aðs skilyrðum hennar við kemur. Lögð skal á það öll hugsanleg áherzla, að flokkun hveitis verði hér eftir eins sanngjöm, og nokkur tök em til, því það er einmitt á flokk- uninni, sem margur bóndinn hefir orðið harð- ast leikinn. Segja má það með fvlsta rétti, að þingmenn Sléttufylkjanna, stæðu saman sem einn maður í máli þessu, og þeim má því að miklu leyti þakka það, sem unnist hefir á. Ekki verður annað með sanni sagt, en að samvinnan á þingi þessu, sem nú má heita á enda rannið, hafi yfirleitt verið hin bezta. Hafa málin verið rædd frá hinum ýmsu hliðum með alvöru og samvizkusemi, svo sem kjömum þjónum almennings bar að gera. Þótt komið hafi það fyrir, að umræðumar yrðu stundum dálítið beiskju blandnar, þá varð niðurstaðan að jafnaði sú, að barist var um málskjama, en ekki menn. Þegar engjar í Vestur-iCanada eru slegnar snemma, er grasið af þeim mjög kjarngott, og gefur lítið eða ekkert eftir ræktuðu fóðri, ef það næst lóhrakiðj. — Þær tegundir, sem bezt hafa reynst af ræktuðu fóðri í Vestur- fylkjunumð er alfalfo, rúggras og broomgras, hvort heldur að þeim tegundum er blandað saman eða þær eru gefnar hver út af fyrir sig. En ef sáð er þar til bithaga, þá er alfalfa og broomgras hald- beztu tegundirnar. Áburður. Aðal einkenni jarðvegsins í Sas- katchewan og í sléttufylkjunum öllum, er það, hve ríkur hann er af köfnunarefni og jurtaleifum, og það er einmitt það, sem gefur berjum frjóefni og varanelgleik. Þess vegna þurfa bændur ekki á tilbúnum áburði að halda. En ekki dugar fyrir bændur, að rækta korn á landi sínp ár frá ári, án þess að hvíla landið, eða að breyta um sáðtegundir, því við það líða þeir margfaldan skaða. Til þess að varðveita frjómagn landsins, þarf kom og nautgripa- rækt að haldast í hendur,, og verð- ur það þýðingarmikla atriði aldr- ei of vel brýnt fyrir mönnum, ef þeir vilja að vel fari. Hin hörðu vetrarfrost og hið þurra loftslag , eru ötfl til vernd- unar frjósemi jarðvegsins. Þau losa allan jurtagróður í klaka- böndum sínum frá vetrarnóttum til sumarmála. Enn fremur varn- ar hið reglubundna regnfall sum- arsins því, að jarðvegurinn missi gróðrarkraftsins af of miklum þurki. Það hefir ávalt sannast, að þar sem framleiðsla hefir far- ið þverrandi, þá er þaði því að kenna, að landinu hefir verið mis- boðið, — að bændur hafa annað hvort ekki hirt um að breyta til með útsæði, eða á neinn hátt að vernda gróðrarkraftinn. Eldiviður og vatn. Linkol eru aðal eldiviðarforði manna í Saskatchewan, og eru stórkostlegar linkolanámur í suð- austur parti fylkisins. Einnig hefir Dominion stjórnin, í félagi við fylkisstjórairnar í Saskatche- wan og Manitoba, ráðist í að búa til hnullunga úr kolamylsnu, sem er pressuð með vélum ásamt lím- efni til að halda mylsnunni sam- an, og hefir það reynst ágætt elds- neyti, ekki aðeins heima fyrir, heldur er líklegt til þess að verða ágæt markaðsvara. Kolum þess- um má líka brenna, eins og þau koma úr námunum, og eru gott eldsneyti. Þessi kol finnast víða í Saskatchewan, og eru þau enn ekki grafin upp að neinu verulegu ráði, nema á tiltölulega sárfáum stöðum, heldur grafa menn nokk- ur fet ofan í jörðina og taka þar það sem þeir þurfa með í það og það skiftið. í norður parti fylkisins eru víðáttumiklar timburlendur, þar sem bændur geta fengið sér elds- neyti og efni til bygginga. — Það er ekki þýðingarlítið fyrir þá, sem hugsa sér að setjast að á einhverjum stað, að vita að vatns- forði er nægur. Á mörgum stöð- um í Saskatchewan er hægt að fá brunnvatn, sem er bæði nothæft fyrir menn og skepnur, og eru þeir brunnar vanalegast frá 10 til 30 fet á dýpt. Sumstaðar þurfa menn að grafa dýpra til þess að ná í nægilegan vatnsforða. — Einnig er mikið af vötnum til og frá um alt fylkið, stórum og smá- um, með tæru vatni í. Það eru tvær aðal ár í Saskat- cjhewan, sem sameinast fyrir austan Prince Albert, og svo Churchill áin, sem rennur út í Hudsons flóann. Flutningsfæri. Það hefir þegar verið tekið fram, að í Saskatchewan væru um 6,000 ffnílur af járnbrautum og eins og í nágrannafylkinu, Mani- toba, þá liggja tvær aðal braut- irnar í Canada, Canadian Pacific og Can. National brautin, þvert yfir fyikið. Canada Kyrrahafs- brautin, í sameiningu við Soo- brautna, gefur beint samband við Minneapolis, og St. Paul borgirn- ar í Bandaríkjunum. Vagnstöðv- ar eru vanalega bygðar með- fram brautunum með átta milna mllibili, og byggjast smábæir í þring um þær vagn stöðvar, þar sem bændur geta selt vörur ^ínar og keypt nauðsynjar. Akbrautir eru bygðar um alt fylkið, tl þess að gjöra mönnum hægra fyrir með að koma vörum sínum til markaðar, og leggur fylksstjórnin fram fé árlega bæði til að fullgjöra þá vegi og byggja aðran ýja. Thora Friðriksson slegin til riddara af “Legion d’honneur. Björn Björnsson riddari af “L’etoil Noire” í gær kl. 5 eftir hádegi veittu menn, sem komu niður á hafnar- bakka, því eftirtekt, að viðbúnað- ur einhver var úti í franska varð- skipinu Ville d’Ys. Öll skips- höfnin var á þiljum og voru há- setar og aðrir sjóliðsemnn undir vopnum, en yfirmenn gengu um í tígulegustu einkennisbúningum sínum. Nokkrir bæjarbúar komu út í skipið um þetta leyti, svo sem Bay ræðismaður, er gegnir hér ræðismannsstörfum fyrir Frakka, sendiherra Dana, borgarstjóri, ísleifur 0riem | Iræðismahnsritari o. fl. Meðal gestanna var og Thora Friðriksson og Björn Björnsson hirðbakari. Er gestirnir voru komnir, steig foringi skipsins upp á iljur. — Gerðu hermenn nú handbrögð sín honum til heiðurs, og lúðursveinn gaf merki. Gekk þá Bay ræðis- maður fram fyrir foringjann og leiddi Þóru Friðriksson sér við hlið. — Lýsti foringinn því þá, að hann í nafni forseta hins franska lýðveldis, útnefndi Þóru Friðriksson riddara af “Legion d’honneur”. Sló hann korða sín- Um á öxl henni og kysti hana á k’'nnarnar. En fylgdarmaður hans festi heiðursmerkið á brjóst henni. Að þéssaíri athöfn lokinní,. leiddi Bay ræðismaður Björn Björnsson fram fyrir foringjann. Fór alt fram með líku sniði og i hið fyrra sinn. Var Björn í nafni forsetans sleginn til riddara af “L’etoil Noire.” Síðan var skipshðfninni vísað af þiljum en gestirnir gengu á fund yfirforingjans. — Mgbl. FRÁ ÍSLANDI ísafirði, 3. maí. Aðalfundur Búnaðarsamband3 Vestfjarða er nýlega afstaðinn. Mættir voru tuttugu og þrír full- trúar, auk stjórnarinnar. Búnað- arfélög eru 1 öllum hrepum á sambandsvæðinu og eru þau öll, að einu undanskildu, í samband- inu. í ráði er, að kaupa sex: dráttarvélar á sambandssvæðinu í sumar,, og heimilaður styrkur til þeirra kaupa. Kristinn Guðlaugs- son var endurkosinn formaður sambandsins. —Vísir.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.