Lögberg - 13.06.1929, Síða 5
LÖGBERG FÍMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1929.
Bl». b.
1 melr en priöjung aldar hafö
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörguns
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint
frá The Dodds Medicine Co., Ltd
Toronto, ef borgun fylgir.
Frá Islandi
Reykjavík, 8. maí.
Þann 12. apríl andaðist Sig-
ríður ólafsdóittir í Vatnsdal við
Patrksfjörð. Hún var fædd á
Sviðnum á Breiðafirði og ólst þar
upp, unz hún fluttist vestur og
giftist Einari J. Thoroddsen. og
bjuggu þau i Vatnsdal myndarbúi.
Eftir lát manns síns dvaldi hún
hj'á ólafi syni sínum, sem tók við
búinu. Hún var þrekmikil dugn-
aðarkona. Heilsugóð alla æfi og
fótavist hafði hún síðasta daginn,
sem, hún lifði. Sigríðar sál. mun
lengi minst sem merkrar sæmdar-
konu af öllum þeim er kyntust
henni. —
Hinn 30. f. m. andaðist að 'heim-
ili sínu„ Hellisfjörubökkum við l
Krossavík í Vopnafirði, merkis-
konan Ólöf Guðmundsdóttir. Hún
var fædd í Arnkelsgerði á Völlum,
25. febrúar 1864 og voru foreldr-
ar hennar Guðmundur Jónssonj
bóndi þar og Jóhanna Sigurðar-
dóttir. — Árið 1896 giftist hún
eftirlifandi manni sínum, Magn-
úsi Jóhannessyn frá Gunnhildar-
gerði í Hróarstungu. Voru þau
fyrstu hjúskaparár sín í Fljóts-
dal og fluttu þaðan í Vopnafjörð,
fyrst að Krossavík og þaðan að
Hellisfjörubökkum, og hafa búið
Þar 25 ár, við farsælan og góðan
hag. — Mgbl.
Fjörutíu ær hafa farist úr
lungnadrepi að undanförnu á
Síðumúla. Kring um tíu hafa
farið úr þessari veiki á Gilsbakka
og nokkrar í Deildartungu. —
Hannes dýralæknir Jónsson fór
með Suðurlandi í gær, til þess að
Pannsaka veikina. >— Mgbl.
Úr Borgarfirði, 8. maí.
í fyrravetur komst allmikill
skriður á alþýðuskólamál Borg-
firðinga og Mýramanna. Ung-
Oiennasambandið hafði forystuna
°g safnaði talsverðu fé til endur-
reisnar alþýðuskóla héraðsins.
vegna ónógs undirbúnings Vildu
sýslufélögin ekki þá taka endan-
^ga ákvörðun um þátttöku sína.
6 mælti sýslufundur Borgar-
fjarðarsýslu eindregið með því,
sð skólinn yrði endurreistur í
Eeykholti, ef til flutnings kæmi
rá Hvítárbakka. Kusu sýslurnar
°g ungmennasamandið 5 manna
‘údirbúningsnefnd. Sú nefnd hef-
lr fyrir nokkru lagt álit sitt og
tillögur fyrir héraðsþing ung-
^ennasambandsins og sýslufund
ý^sýslu. Leggur nefndin til,
nýr alþýðuskóli verði reistur
1 Reykholti, en starfsemi á Hvít-
árbakka lögð niður. Samþykti
ungme*nnasambandið að leggja
ftýja skólanum 20 þús. kr. Á það
"ú j sjóði og ákveðnum loforðum
aHniikið af þeirri upphæð. Af-
gangurinn greiðist á umsömdu ára
I- Sýslufundur Mýrasýslu sam-
bykti nýlega að leggja til Reyk-
°Itsskóla alt að 30 þús. kr., gegn
Jafnháu framiagi frá Borgarfjarð-
arsýslu. Má víst telja, að hann
samþykkj tillögur Mýrasýslu. Þá
°nia 80 þús. kr. úr héraðinu og
oggur ríkið jafnt á móti samkv
ógum. Er búist við, að byrjað
Verði á verkinu bráðlega..—Vísir.
Reykjavík, 9. maí.
Ejárskaðar minni en menn
bjuggust við.
^íða um land munu hafa orðið!
m€iri eða minni fjárskaðar í of-
Vjðrinu mikla um helgina. Vita
^enn þó ekki glögt um það enn,
Ve mikil brögð ihafa orðið að
®ssu því að fé var víðast komið á
afrétt.
t Rorgarfirði hefir frézt um
J*1 sverða fjárskaða í framsveit-
^oum. Mgbl. átti tal við sýslu-
anninn í Borgarnesi í gær, og
var hann þá nýlega kominn úr
ferðalagi ofan úr Norðurárdal. —
Kvaðst hann ekki hafa spurt til
fjárskaða neinsstaðar, en á ýmsum
bæjum væri enn margar kindur
ófundnar, og væri von um að þær
mundu koma í léitirnar. Um
fjárskaða í neðanverðum Borgar-
fjarðarhéraði og á Mýrum, væri
ekki að tala, því að þar 'hefði alt
af verið auð jörð, og veðrið varla
það hart, að það hefði hrakið fé
í vötn eða ár.
Mgbl. átti tal við Jón Finnsson
á Hólmavík í gær. Sagði hann, að
engir fjárskaðar mundu hafa orð-
ið í Strandasýslu. Var veðrið þar
ekki nándarnærri eins hart og
víða annars staðar, snjóburður
sama sem enginn, gránaði aðeins
í rót og veðurhæð miklu minni
heldur en þegar sunnar dró. Til
dæmis um mismuninn á veðrinu
þar og hér syðra sagði hann það,
að á einum bæ í Strandasýslu
hefðu legið úti 40 lambær í veðr-
inu og ekkert lambið saka,.
í Holtum í Rangárvallaýslu og
eins í Flóa eru menn enn að leita
að fé sínu og draga það úr fönn,
að því er Mgbl. var sagt frá Þjórs-
ártúni í gær. Á sumum bæjum
vantar enn alt að þriðjung fjár-
ins. Á tveim bæjum á Skefðum,
Útverkum og Blesastöðum, dráp-
ust hross, hrakti út i skurði. —
Maður ferst í snjóflóði í
Fnjóskadal.
Á laugardagsmorguninn var fór
bóndinn á Belgsá í Fnjóskadal,
Karl Kristjánsson, að smala fé
sínu. Norðanhríðin þá skollin yf-
ir með mikilli fannkomu. Kom
hann heim aftur um nónbilið.
Vantaði hann þá talsvert af fénu.
Fór hann því brátt aftur að leita.
Bærinn Belgsá stendur að aust-
an verðu i dalnum. Er fjallshlíðin
þar snarbrött með köflum. Þegar
þannig viðrar, eru snjóflóð þar
nokkuð tíð. Er mælt, að fyrir ein-
um 100 árum hafi bóndinn á
Belgsá farist í snjóflóði.
Er Karl fór út í bríðina að af-
liðnu nóni á laugardaginn, hafði
fóstri hans, aldraður maður, Ind-
riði að nafni, orð á því við hann,
að hann skyldi vara sig á snjó-
flóða hættunni.
Segir nú ekki af freðum Karls.
Undir kvöldið fer heimilisfólki að
lengja eftir 'honum. Veður fór
heldur versnandi. Er komið var
langt fram á kveld, réð húsfreyja
það við sig, að leggja út í hríðina
til þess að leita að manni sínum.
í fylgd með henni var piltur um
fermingu, sem var gestkomandi á
bænum þann dag. Ákváðu
að reyna að komast á beitarhús
jarðarinnar, því þau vonuðust eft- 1
ir, að bóndinn ihefði komist þang-1
að. Beitarhúsin eru á eyðijörð
fram í dalnum og er löng bæjar-
leið á milli.
Húsfreyjan er Jónasína Sigurð-
ardóttir frá Veturliðastöðum. —
Tókst henni og piltinum; að ná
beitarhúsunum; þar grípa þau í
tómt. Halda þaðan heimleiðis á
móti hríðinni. Var það þrekraun,
að komast þá ,leið í blindbyl.
Er fram á nóttina kemur, legg-
ur Jónasína enn á stað og fer nú
út að Hóroddsstöðum. Vekur hún
þar upp og biður liðsinnis.
Er hafin leit strax á sunnudags-
morguninn, og hefir henni verið
haldið sleitulaust áfram síðan.
Er stórhríðinni létti af, urðu
menn varir við snjóflóð mikið, er
fallið /hafði skamt frá Belgsá. —
Fanst stafur Karls þar á sunnu-
daf. Alt að tuttugu menn hafa
starfað að því a|5 grafa 1 snjó-
hrönnunum. Húfa Karls fanst á
mánudag. En annan árangur
hefir leitin ekki borið, er síðast
fréttist.
Karl var maður á fertugsaldri,
giftur fyrir rúmlega ári. — Áttu
þau hjón einn son.—Mgbl,
Reykjavík, 11. maí.
Af Langanesströnd er skrifað
17. apríl.:
Útlit er fyrir, að útgerðinni hér
um slóðir verði mikill hnekkir á
komandi sumri, hversu lítil ís-
taka hefir verið hér í vetur. Flest-
öll íshús standa tóm, að eins í
einstöku hús hefir verið flutt á
hestum langar leiðir.
Við Langanesið hefir verið tals-
verður fskur að undanförnu, en
er nú að mestu tekinn undan á
Nýlega er látin hér í svet ekkj-
arnir, er sífelt sjást úr landi,
benda á, að enn sé þar fiskur, er
dýpra kemur. — Einn blátur á
Læknesstöðum er búinn að fá 25
til 30 skippund í vetur. — Mgbl.
Reykjavík, 14. maí.
iSéra Einar Friðgeirsson á Borg
léz í fyrramorgun. Hans verður
nánar minst hér í blaðinu innan
skamms. — Mgbl.
Reykjavík, 15. maí.
Anna Karenin, hin fræga skáld-
saga Leo Tolstojs, hefir verið tek-
in á kvikmynd. Greta Garbo og
John Gilbert leika aðalhlutverkin
af snild mikilli.
Eftir því, sem síðustu fregnir
herma, eru nú loks komin hlýindi
í. Danmörku, var 18 stiga hiti á
sunnudaginn var.
í gær kom Þór til Vestmanna-
eyja með þýzkan togara, “August
Bröhan” frá Altona, er hann hafði
tekið í landhelgi. Skipstjóri hef-
ir játað brotið og verður málið
dæmt í dag.
Nýlega fór Óðinn frá Vest-
mannaeyjum með vermenn til
Austurlands; á leiðinni tók hann
þýzkan togara með ólöglegan um-
búnað veiðarfæra, og fór með
skipið til Eskifjarðar. Togarinn
heitir “Hamburg” og er á honum
sami skipstjðrinn, er nýverið var
s ktaður í Vestmannaeyjum fyrir
landhelgisbrot.
Danska stjórnin sendir iherslcip-
ið Niel Juel til Barcelona með
ýmsa heldri menn, sem eiga að
koma þar fram á sýningarhátíð-
um fyrir hönd Dana. Þrjár flug-
vélar lögðu á stað frá Höfn á
laugardaginn var á leið til Barce-
lona í tilefni af heimssýning-
unni. Þær voru ekki komnar
lengra en til Hollands er síðast
fréttista.
Sveinn Árnason, yfirfiskimats-
maður frá Seyðisfirði er nýkom-
nn hngað úr för til Spánar. Fór
hann þangað, til þess að kynna
sér ýmislegt, sem að gagni gæti
komið fyrir fiskimatið. Sitja nú
fiskimatsmenn hér á ráðstefnu
þessa daga.
Þjóðvinafélags bækurnar voru
borna rum bæinn í gær, Andvari,
Almanak og 1. bindi af æfisögu
Jóns Sigurðssonar, eftir Pál E.
Ólason; 480 bls. í Andvarabroti.
Það vakti nokkurt umtal í fyrra,
að íslenzki fáninn var ekki með
fánum hinna iNorðurlandaþjóð-
anna við hátíðahöld á samkomu-
•taðnum Skamlingsbanken á Jót-
landi. — Samkvæmt frétt hefir
sendiherra vor i Höfn nú gefið
fána ti'l afnota þarna, svo og ís-
! lenzka reyniviðarhríslu, sem á að
gróðursetja við fánastöngina.
—Morgbl.
Af Langanesi, 17. apríl
Nýlega er látin hér í tveit ekkj-
an Sigríður Eiríksdóttir frá Saur-
bæ, eftir langa og erfiða legu.
Sigríður sál. var 84 ára að aldri,
merk kona og vel látin af öllum,
er hana þektu.
Heilsufar manna er hér yfir-
leitt gott. Engar farsóttir. Eitt
lungnabólgu tilfelli.
í Þórshöfn hafa verið leikin
þrjú leikrt í vetur og á að verja
ágóðanum til þess að koma upp
samkomu- og barnaskólahúsi á
Þórshöfn.
Hér er sama einmuna tíðin og
verið hefir í allan vetur, svo góð,
að elztu menn muna engan annan
eins vetur og þenna, að stöðugum
veðurblíðum. Á annan í páskum
snjóaði dálítið, en þann snjó tók
að mestu leyti upp faginn eftir.
Annar snjór hefir ekki komið hér
síðan nokkru eftir hátíðar.— Jörð
er nú farin að gróa að miklum
mun og einstöku sóleyjar farnar
að springa út í túnum. Þ. 11. þ.
m. var hér 15 stiga hiti í forsælu.
Menn eru farnir að þekja flög
þau, er þeir ristu ofan af í yetur.
Nokkrir bændur eru farnir að
taka upp mó. Farið er að láta út
kýr á stöku stað.
Hrognkelsaveiði hefir verið
fremur lítil, en er nú heldur að
aukast. — Vísir.
SIGFÚS PÉTURSSON
fæddur 7. marz 1840
dáinn 26. apríl 1929
Sigfús í Skógargerði, eins og
hann var venjulega nefndur af
fornum samferðamönnum, var
fæddur í Meðalnesi í Fellum í
Norður-Múlasýslu, 7. marz 1840.
Foreldrar hans voru Pétur bóndi
Einarsson í Blöndugerði, sonur
Einars bónda og hreppstjóra á
Setbergi í Fellum, og móðir hans
Guðrún Jónsdóttir, bónda á Galta-
stöðum.
Sigfús gilftist 1865, Guðrúnu
Þóru Sveinsdóttur frá Gvendar-
stöðum í Vopnafirði.. Þau fluttust
vestur um haf árið 1878, og sett-
ust að fyrstu árin á Víkingsstöð-
um og síðar á Þykkvabæ við ís-
lendingafljót. Árið 1881 námu
þau land austanvert við íslend-
ingafljót og nefndu Skógargerði.
Bjó Sigfús þat, unz hann misti
konu sína 1901. Árið 1903 flutt-
ist hann vestur í Árdalsbygð, en
tveim árum síðar til Víðirbygðar
til Franklins sonar síns og Aldís-
ar konu hans. Var hann hjá þeim
til dauðadags, og naut ágætrar
umönnunar tengdadóttur sinnar,
sem annaðist um hann sem væri
hún dóttir hans.
Hjónin í Skogargerði eignuðust
13 börn. Dóu fimm þeirra í æsku
og árið 1916 dó fullorðin dóttir
þeirra, Guðrún Salín, gi'ft hér-
lendum manni, Andrew Cox að
nafni.
Börn Sigfúsar heitins, sem á
lífi eru, skulu hér talin:
Sigurborg, gift Kristjáni Reyk-
dal, búa iþau í grend við Baldur,
Man*
Jóhanna, búsett í Reykjavik,
ekkja eftir Stefán B. Jónsson.
Hildur, gilft Sigurði Finnssyni,
búa þau í Víðir-bygð.
Halldóra hjúkrunarkona.
Sigfús Franklin, kvæntur Al-
dísi Magnúsdóttur, búa í Víðir-
bygð.
Bergrós, gift Ásbirni Pálssyni,
búa þau í Elfros, Sask.
Sigríður, gift Dr. Jóhannesi
Pálssyni, Elfros, Sask.
Fóstursonur Slg'fúsar heitins,
er Snorri Sigvaldasan, ólst hann
upp hjá þeim Siglfúsi og Guðrúnu
Þóru konu ihans, frá því að hann
var þriggja vikna gamall og ber
nafn fóstra síns.
Barnabörn Sigfúsar heitins, sem
á lífi eru, eru 35 að tölu, en
barna-barna-börn 5.
Á árunum 1880—1900 þekti eg
vel þau hjónin, Sgfús Pétursson
og konu hans Guðrúnu Þóru
Sveinsdóttur, þá búandi á Skógar-
gerði við íslendingafljót; var sú
þekking í tfylsta máta góð. Voru
þau hvarvetna boðin og búin að
veita nágrönnum sínum hjálp og
aðstoð, en efnalega höfðu þau af
fremur litlu að má, framan af bú-
'skaparárunum, en fyrir dugnað
bóndans og tfyrirhyggju konunn-
ar, urðu þau brátt svo efnum bú-
in, að þau voru fremur veitandi
en þurfandi, og þá gætti bezt hve
þau voru hjálpfús, enda munu
þau hafa verið virt af öllum, sem
þektu þau. Bæði voru þau hjón-
in vel greind og bókhneigð, en það
var nú annað hentara, ef vel átti
að tfa.ra efnalega, á frumbýlings-
árunum í Nýja íslandi, en að sitja
við lestur, nema helgidaga-lestr-
ana, enda var það ekki látið far-
ast fyrir af Skógargerðis-hjónun-
um, því að þau voru á sviði krist-
indómsins jafn-samhuga og á
öðrum sviðum, sem til góðs lutu.
Þau hjón lögðu kapp á að útvega
börnum sínum þá mentun, sem
kostur var á, á þeim tíma, sem
börnin voru að vaxa upp; urðu
tvær dætur þeirra alþýðuskóla-
kennarar, þær Guðrún Salín og
Hildur; var hin fyrnefnda fyrsti
alþýðuskólakennari í skóla þeim,
sem nú er kendur við Riverton,
þá neifndur Lundi skóli. Er þvi
margt af fullorðnu fólki, sem á
henni sem kennara margt gott
upp að unna, ásamt aðstandend-
um þess, heiðrar það fólk alt, er
naut tilsagnar hennar, minningar
þær, sem við hinn fyrsta kennara
bygðarinnar eru tengdar. Börn
þeirra Skógargerðis-hjóna munu
öll vera vel gefin og líkjast for-
eldrum sínum i mörgu, og sann-
ast á þeim gamla, réttkveðna
orðtækið, að ekki tfalli eplið langt
frá eikinni.
' Blessuð sé minning þeirra
hjóna, Sigfúsar og Þóru, ásamt
hinnar látnu dóttur þeirra, Sal-
inu.
Sigfús heitinn var lagður til
hinztu hvíldar mánudaginn þann
29. apríl. Var fyrst kveðjuathöfn
á heimili sonar hans, og fjölmenti
fólk þar. Síðan var líkið flutt til
Riverton og fór þar fram kveðju-
athöfn. Voru fornir samferða-
menn og vinir margmennir að
kveðja látinn vin. Fór kveðju
afhöfnin fram frá lútersku kirkj-
unni. Var Sigfús lagður til hvíld-
ar í grafreit Riverton-bæjar, og
moldum ausinn af séra Sigurði
Ólafssyni.
Gamall samferðamaður.
Góðar sögur
Um það efni skrifar G. H. í Lög-
réttu nýlega eftirfylgjandi grein-
arkorn:
Á Hafnarárum okkar Þorsteins
Gíslasonar ritstjóra, ræddum við|
oftar en eitt sinn um það, hversu
auðga mætti bókmentir vorar á
einfaldan og ódýran hátt með því|
að gera ’blöðum þeim, sem sögur
fljúja, að skyldu að birta aðeins
góð skáldrit og vandlega þýdd.j
Blöðin hafa aukist síðan og feikn-
in öll flytja þau af allskonar rusli,
flestöll. Hins vegar hefir Þorst.
Gíslason komið þessari hugsjón i
framkvæmd fyrir sitt leyti, og
sögur þær, sem hann hefir birt í
Lögréttu, skera sig úr. Um
“Vesalingana” munu allir sam-
mála, að þeir eru bæði mikið rit
og merkilegt, og verðið er engu
hærra en oftast gerist hjá stór-
þjóðunum.
Um “Glæp og refsing” kann eg
þessa sögu: Einu sinni mintist
eg á hana við Ólaf heitinn Da-
víðsson þjóðsagnafræðíng. Sagð-
OEALED TENDERS addressed to the
^ undersigned and endorsed “Tenders
for Hospital, Deer Lodge, Winnipeg,
Man.,” will be received until 12 o’clock
noon (daylight saving), Friday, June 21,
1929, for the construction of an exten-
sion to Deer Lodge Hospital, Winnipeg,
Man,
Plans and specification can be seen
and forms of tender obtained at the of-
fices of the Chief Architect, Depart-
ment of Public Works, Ottawa, and the
Resident Architect, Customs Building,
Winnipeg, Man.
Blue prints can b.e obtained at the
office of the Chief Architect, Depart-
ment of Public Works, by depositing an
accepted bank cheque for the sum of
$25.00 payable to the order of the Min-
ister of Public Works, which will be
returned if the intendir.g bidder submit
a regular bid.
Tenders wil not be considered unless
made on the forms supplied by the De-
partment and in accordance with the
conditions set forth therein.
Each tender must be accompanied
by an accepted cheque on a chartered
bank payable to the order of the Min-
ister of Public Works, equal to 10 p.c.
of the amount of the tender. Bonds
of the Dominion of Canada or bonds of
the Canadian National Railway Com-
pany will also be accepted as security,
or bonds and a cheque if required to
make up an odd amount.
By order,
S. E. O’BRIEN,
Secretary.
Department of Public Works,
Ottawa, May 30, 1929.
MACDONALD'S
Fitte öú
Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem
búa til sína eigin vindlinga.
Gefinn með
ZIG-2AC
pakki af vindlingapappír.
HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM
13«
þau,!
10*53 Jasper At*.
kbmonton
1*0 Plnder Blook
SASKATOON
401 LanrMter Hldff.,
CALUARY
270 Maln St.
WINNIPEG, Mao.
Cor. Bny & Welllnfltoa I
TORONTO, Ont.
230 Honpltal St.
MONTRKAL, Qtu.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til
og frá Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að ferð-
ast með þessari línu, er það, hve
þægilegt er að koma við í Lon-
don, stærstu borg heimsins.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg,
fyrir Norðurlönd. Skrifstofu-
stjórinn er Mr. Carl Jacobsen,
sem útvegar bændum íslenakt
vinnufólk vinnumenn og vinna-
konur, eða heilar fjölskyldur. —
Það fer vel um frændur yðar og
vini, ef þeir koma til Canada með
Cunard llnunni.
Skrifið á yðar eigin máli, eftir
upplýsingum og sendið bréfin á
þann stað, sem gefinn er hér að
neðan.
öllum fyrirspurnum svarað fljótt
og yður að kostnaðarlausu.
Ctt»l
rd
NE
ist hann aldrei hafa lesið hana og
kvaðst vera hættur að lesa skáld-
sögur, því flestar væru ómerkilegt
rugl, sem ekki j/æri vert að eyða
tíma slnum til að lesa. Eg sagði
honum, að margt væri gott í bók-
inni og fór svo, að eg lánaði hon-
um hana. Þegar eg hitti Ólaf
næst, þakkaði hann mér fyrir
bókarlánið, og sagðist aldrei hafa
lesig betri ók. “Eg las hana tvisv-
lesið betri bók. “Eg las hana tvisv-
ar sinnum spjaldanna á milli,”
minni ánægju af því að lesa hana
í annað sinn.” Síðar fékk eg að
vita, að ólafur hefði ekki látið
við þetta sitja, heldur las hann
síðan alla söguna fyrir húsmóður
sína, frú Steinunni á Möðruvöll-
um. Hafði hann þá lesið hana
þrisvar. Má af þessu nokkuð
marka, að bók þessi er ekkert
meðalfé.
DÁNARFREGN.
Þann 16. þ. m. andaðist úr
lungnabólgu, að Iheimili sínu i
Hliðarhúsum á Mikley (Hecla
P. 0.)i, Jóhannes Kalldórsson, 59
ára. Hinn látni lætur eftir sig
konu og þrjá nær uppkomna syni.
Jóhannesar sál. mun nánar getið
síðar.
ii MARTIN & CO. ——n
V0R-ÚTSALA
Mjög hœgir borgunarskilmálar
Og verð mikið niðursett
NIDUR
20 vikur til að borga afgang-
inn, jafnframt og þér notið föt-
in. Þér getið fengið hvaða
Yfirhöfn, Alfatnað eða Kjól í
búð vorri með þessum kjörum,
méðan salan stendur yfir.
Mikil þægindi og hagnaður fyrir yður
YFIRHAFNIR
ALLAR NÝJUSTU TEGUNDIR, GERÐIR og LITIR
’19.75 ’24.75
Vanaverð 29.50
Vanaverð $35.00
“■■ ‘29.50 “■■ ‘35.00
Vanaveíð $39.50
Vanaverð $55.00
MUNIÐ — AÐEINIS S5 NIÐUR
kjólar >4.95 tíl ‘19.75
ALFATNADIR
‘15.75
Til að selja þá alla
Slickers $J2
.75
Og
’15,s
BORGUNARSKILMÁLAR V0R1R ERU HAGKVŒMIR
Búðin opin á laugardagskveldum til kl. 10
MARTIN & CO.
-A-▼ -R- Easy Payment Plan r
2nd Floor Winnipeg Piano Building
PORTAGE AND HARGRAVE