Lögberg - 27.06.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.06.1929, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines U«fie< t? iittw M’ < sS’s,5íoí *s° ' . F“ Service and Satisfaction PHONE: 86 311 Seven Lines ^ot £t> $&**°*°* For Better Dry Cleaning and Laundry 42 ARGANGUR l WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ1929 NUMER 26 ✓poc U Helztu heims-fréttir oc=» 0 o 0 =ooc7 Canada Rt. Hon. William Stevens Field- ing, fyrverandi fjármálaráðherra Canada, andaðist á heimili sínu í Ottawa, á sunnudagrinn, hinn 23. þ. m. Hann var á fynsta árinu yfir áttrætt, er hann lézt. Um fjörutíu ára skeið gaf hann sig við fjármálum. Fyrst í sínu eig- in fylki, Nova Scotia, eij frá 1896 til 1924 í Ottawa. Var heilsa hans þá svo biluð, að hann gat 3kki gefið sig við opinberum störf- um eftir það. Hann græddi ekki á ráðherrastöðunni og var fátæk- ur maður þegar hann hætti, eins og þegar hann byrjaði, en stjórn og þing veittu honum rífleg eftir- laun. Voru allir á einu máli um það, að hann hefði meir en til þeirra unnið. Eins munu allir á einu máli um það, að með Rt. Hon. W. S. Fieiding sé hniginn í valinn einn af allra merkustu og mikil- hæfustu stjórnmálamönnum Can- ada þjóðarinar. * * * Fjölment flokksþing hélt ihalds- flokkurinn í Manitoba í vikunni sem leið. Þingið var haidið í Brandon og sagt að það hafi ver- ið hiði fjöllmennasta íhaldsmanna- ing, sem haldið hefir verið í Mani- toba. Mættu þar fulltrúar frá öllum kjördæmum fylkisins og var ætlast til, að þeir væru fimm frá hverju kjördæmi, en fimtíu frá Winnipeg. Væntanlega hafa þeir þó ekki allir komið. Það merki- legasta sem gerðist á þessu þingi, var vafalaust það, að flokkurinn lýsti fullu trausti sínu á foringja sínum, F. G. Taylor, og virtist ekki sjá neitt athugavert við það, þó Mr. Taylor bæri þungar sakir á Brackenstjórnina, sem hin kon- unglega rannsóknarnefnd síðar lýsti yfir, að ekki væru á neinum rökum bygðar. Þótti þinginu þetta tiltæki hans lýsa miklu hugrekki og kjarki og lét það óspart í ljós. Dr. H. C. Hodgson frá Winnipeg, var kosinn forseti íhaldsflokksins, en N. K. Boyd, sem verið hefir for- seti í sjö ár, var gerður heiðurs- forseti. * * * Áuka fylkiskosningar fóru fram í Turtle Mountain kjördæminu á laugardaginn í vikunni sem leið. Þingmaður kjördæmisins, R. G. WiIIis, sem var íhaldsmaður og hafði lengi verið þingmaður kjör- dæmisins, dó í febrúar í vetur. Voru frambjóðendur að eins tveir, þeir voru A. R. Welch frá Boisse- vain af hál.fu íhaldsflokksins, og Earl Campbell frá Minto, af hálfu stjórnarinnar. Frjálslyndi flokk- urinn hafði engan frambjóðanda. Eóru kosningarnar þannig, að A. R. Welch var kosinn með 378 at- kvæðum fram yfir^Earl Campbell. Mun fáum hafa komið þetta á ó- vart, því íhaldsflokkurinn hefir lengi verið sterkur í þessu kjör- dæmi, sérstaklega í bænum Bois- sevain, enda hefir Welch aðallega meiri hluta sinn þaðan. í sveita- kjörstöðunum hlaut Campbell auk- heldur meiri hluta atkvæða. At- kvæðin féllu þannig í öllu kjör- dæminu, að Welch fékk 1,327 at- kvæði, en Campbell 996. * * * F. J. (Dixon, fyrrum þingmaður °g verkaflokks leiðtogi í Manito- ba, hefir undanafrna tvo mánuði legið sjúkur á spítala í New York. Eyrir fáum dögum var hann tal- 'un þungt haldinn, en síðustu fréttir segja, að hann sé heldur betri, og læknarnir gera sér uokkra von um, að framhald verði a batanum. * * * Bracken forsætisráðherra og Major dómsmálaráðherra, fóru á mánudaginn áleiðis til Ottawa. 'Mun ferð þeirra vera í sambandi við náttúru auðæfi Manitobafylk- 's> sem nú stendur til að fylkið taki við af samandsstjórnnni. Það er gert ráð fyrir, að þeir verð að heiman eina tíu daga. Bandaríkin Henry Virkkula, kaupmaður frá Big Falls, Minnesota, var á leið heim til sín hinn 8. þ. m. Hann var í bíl, sem hann keyrði sjálfur, en með 'honum var kona hans og tvö börn þeirra. Þetta var seint um kveld, litlu fyrir miðnætti, og þau voru stödd eitthvað 12 mílur sunnan landamæranna. Lögreglu- maður;, Emmet J. White að nafni, var þar á ferð, og var hann að gæta að vínsmyglum, sem kynnu að vera þar á ferð. Er maður þessi aðeins 24 ára gamall og var nýbyrjaður á því verki, að hafa gætur á vínsmyglunum. Grunaði hann nú þegar, að hér væri ein- hver þeirra á ferðinni, og gaf hann þeim, sem í bílnum var, þeg- ar mreki um að stöðva hann. Fór bíllinn mjög hægt, en Virkula stöðvaði hann ekki eins fljótt og lögreglumaðurinn vildi vera láta, og lét hann þá skotin þegar ríða á bíllinn mjög hægt, en Virkkula og lenti eitt þeirra í hálsunum á Virkkula og beið hann þegar bana. Mrs. Virkkula segir, að bóndi sinn hafi reynt að sljöðva bílinn, en skotin hafi riðið á hon- um áður en það hepnaðist. Hér var ekki um neina vínsmyglun að ræða og það voru engin vínföng að finna í þessum bíl. “Vertu ekki að gráta, kona góð,” sagði White við ekkjuna, að þessu verki loknu. “Mér þykir slæmt, að eg skyldi gera þetta, en eg gerði að- eins skyldu mína.” Það er kannske mikið hæft í því, að þessi ungi maður hafi ver- ið að gera skyldu sína, og virðist Mrs. Virkkula helzt vera á því máli. En meira en lítið varhuga- vert virðist mörgum Bandaríkja- blöðum þetta vera, sem von er að, I ef friðsamir borgarar eiga það á | hættu, að vera skotnir niður um- svifalaust, ef þeir keyra um far- inn veg, og hafa ekkert til saka unnið, annað en það, að einhvern ungling, sem settur er til að gæta laganna, grunar að þeir séu vín- smyglarar. Það er gert ráð fyrir, að yfir 200 manna 'hafi mist lífið á svip- aðan hátt og Virkkula, síðan vín- bannslögin gengu í gildi. Sjálf- sagt hafa margir þeirra verið sek- ir um vínsmyglun, en ekki allir. Aðeins þrír af þessum stjórnar- umboðsmönnum hafa verið fundnir sekir um að hafa orðið mannsbana,r án þess að það væri lögum samkvæmt. Einn þeirra var náðaður áður en hann fór í fangelsi. Hinir urðu að sæta þriggja árafangelsisvist hvor. Fjöldi blaða í Bandaríkjunum gera þetta -hryggilega óhapp að umtalseifni, og sýnast öll á einu máli um, að svo búið megi ekki standa. En hvernig hægt sé að koma í veg fyrir svona löguð slys, án þess þó að vanrækt sé að fram- fylgja vínbannslögunum, virðist vandamál, sem enn er ekki ráðið fram úr. * # * Á síðastliðnum níu árum, hefir stjórnin eytt $213,178,485 til að framfylgja bannlögunum, en á sama tímabili hefir hún innkall að í sköttum og sektum $460,502,- 892. næsta mánuði, vinnusamningar önnur verka- fá hærra kaup, neita því harð- Það lítur út ifyrir, að þess verði ekki langt að bíða, að verkfall eða verkbann hefjist í bómullar verk- smiðjunum á Englandi. Hafa verk- veitendur tilkynt, að verkalaun verði lækkuð í þegar núverandi ganga úr gildi. mannafélög vilja en verkveitendur lega, ifyr en þeir sjái hver verði fjármálastefna nýju stjórnarinn- ar. * * * Brezka þingið nýkosna kom saman í fyrsta sinn á þriðjudag- inn í vikunni sem leið, en ekki tekur það verulega til starfa fyr en í næstu viku. Forseti var kos- inn í einu hljóði Capt. Fitzroy, þó hann tilheyri ekki stjórnarflokn- um, heldur íhaldsiflokknum. Hef- ir hann verið þingforseti á und- anförnum þingum og virðast all- ir þingflokkar ánægðir með hann. Að forsetakosningunni afstaðinni, var þinginu frestað þangað til í næstu viku. Heimkoma Vestur-Islendinga 1930 Á að nota Alþingishátíðina til til þess að ginna íslendinga til nýrra vesturferða? Bretland Prinsinn af Wales varð 35 ára á sunnudaginn. Hann var þá á sveitarheimjlj isínu Middleton í Sunningdale á Englandi. Prins- inn ók til Windsor kastala um dag- inn til að sjá foreldra sína, kon- ungshjónin, og uip kveldið bauð hann til *sín nokkrum vinum sín- um. Fjöldi af 'hamingjuóska- skeytum barst honum þennan dag. Annars ekkert sérstakt um að vera. Bretar hafa altaf tölu- verðar áhyggjur út af því að prinsinn skuli enn vera ókvænt- ur, og kominn á þenna aldur. En enginn virðist til þess vita, enn sem komið er, að úr því muni ræt- ast bráðlega. Svo sem kunnugt er, hefir nú í meir en ár staðið yfir hörð rimma í blöðum Vestur-íslendinga í Can- ada í sam'bandi við alþingishátíð- ina 1930. Rimman hófst, þegar kunnugt varð þar vestra, að stjórn heimafarnefndar Þjóðræknisfé- lagsins hafði sótt um stjórnar- styrk til heimfararinnar. Varð þektur íslendingur í Winnipeg, dr. B. J. Brandson, fyrstur til þess að mótmæla styrkbeiðni þessari opinberlega, en síðan hafa ýmsir aðrir mætir menn vestra tekið í sama strenginn. í ,‘Lögbergi” 25. apríl s. I. fer dr. Brandson enn á stúfana, og gerir harða árás á stjórn heim- fararnefndarinnar. Bártir hann mörg bréf, sem farið hafa á milli J. J. Bildfells, formanns heimfar- arnefndarinnar, og stjórnarfor- manns Manitobafylkis, Mr. John BracJken. Þykist Dr. Brandson leggja fram fullkomnar sannanir fyrir því, að stjómarstyrkurinn sé veittur með því skilyrði, að hann verði notaður til þess að auglýsa Manitoba á íslandi. Og óneitan- lega leiðir Dr. Brandson sterk rök að þessari fullyrðing sinni, þar sem hann birtir bréf, er farið hafa á milli heimferðarnefndar- innar og stjórnar Manitoba, en í bréfum þessum er það tekið fram, að styrkurinn isé veittur með fyr- greindu skilyrði. Kaflar úr bréfum Dr. Brandsons. Fyrsta bréf formanns heimfar- arnefndar (J. J. Bíldfells) til stjórnarformanns Manitobafylk- is, er dagsett 14. marz 1927. Er þar farið fram á 1000 dollara stryk næstu 3 ár til heimkomunn- ar 1930. í niðurlagi bréfsins seg- ir svo: “Vér leyfum oss því að halda því fram, að stjórn yðar geti full- komlega réttlætt þá athöfn, að verða við þessari beiðni, vegna þess, að ef skemtiferðin 'hepnast, þá hefir hún verulegt gildi og verður mesta auglýsing, sem fylk- ið mögulega gæti hlotið.” (Allar leturbr. í “Lögbergi.”)v Þessu svarar stjórnarforseti Manitoba-fylkis, með bréfi 9^. marz og segir þar m. a, svo: “ . . . . Samt sem áður finst oss ekki, að vér getum veitt fé til þjóðræknisfélag^ sem slíks, en uppástungan felur í sér mjög mikla möguleika að því er auglýs- ingagildi snertir, og á þeim grund- velli væri það mögulegt að vér gætum hjálpað yður ....”. 23. apríl skrifar J. J. Bildfell aftur og segir þá m. a. þetta: “Að því er íslendinga í Vestur- Canada snertir, langar þá aðeins til þess að láta í Ijós virðingu sína við þessi sögulegu og þýðingar- miklu tímamót í lífi ættjarðar sinnar, og um leið og þeir gera Asmundiir Loptsson M.L.A. Ásmundur er fæddur 1 Hnappa- dalssýslu á fslandi þ. 14. febrúar 1885. Tveggja ára fluttist hann þessa lands með foreldrum sínum, sem settust að í Winnipeg. Foreldrar Ásmundar eru þau, Sveinbjörn Loptsson og Steinunn Ásmundsdóttnr. Frá Winnipeg fluttust þau hjón- in með börnum síunm til Sas- katchewan og námu land í grend við Churchbridge. Þegar Ásmundur varð fimtán ára, gerðist hann innanbúðarmað- ur í Churchbridge. Tveim árum seinna byrjaði hann verzlunar- störf upp á eigin reikning. Seldi síðan verzlunina og nam land ná- lægt Churchbridge. Þaðan flutt- ist hann á bújörð, er hann keyyti í grend við Bredenbury. Þá byrj- aði hann á timurverzlun í Bred- enbury, sem hann seldi 1914. Tók hann nú að leggja símalínur og gera góða akvegi; jók hann landeign sína á þeim' árum, mun lnadeign hans nú um 2,500 ekrur. Ásmundur heiir gegnt ýmsum opiriberum störfijm. Hann var um skeið skrifari og gjaldkeri fyrir Búnaðarfélagið og smjörgerð- arbúið í Churchbridge; átti sæti í tveim skólanefndum og í sveit- arráði Saltcoats sveitar frá 1911 til 19Í23, var hann oddviti fjögur ár þess tíma, og er sem stendur bæjarstjórn Bredenbury bæjar. Ásmundur var kjörinn þing- mannsefni frjálslynda flokksins í Saltcoats kjördæmi í maímán. síð- astliðnum og náði kosningu með allmiklum meiri hluta þann 6. þ. m., júní. Það hefir verið sagt um Ás- mund, að honum hafi hepnast vel öll þau fyrirtæki, sem hann hefir haft með höndum; nýtur hann trausts og virðingar almennings og hyggja menn gott til stárfa hans í þinginu. Fylgja honum hugheilar óskir þess, að stjórn- málaferill hans verði langur og blessunarríkur fyrir bygð og bæ. það, langar þá til að vitna bein- línis og óbeinlínis um þá auðsæld og vellíðan, sem þeir hafa notið í sínu nýja heimkynni í Vestur- heimi. Það er á þeim grundvelli, nefni- lega auglýsingagildi hundraða og jafnvel þúsunda af fólki, sem kom til Canada eignalaust og án hag- kvæmrar þekkingar fyrir þrjátíu til fimtíu árum, sem fer heim í fvlkingu við slíkt tækifæri. Mani- toba er fylkið, þar sem þetta fólk er flest búsett, og þess vegna för- um vér fram á fjárhagslegan styrk frá stjóm yðar.” Þessu bréfi svarar J. Bracken 26. apr. og segir þar m. a. svo: “Sem svar við bréfi yðar, dags. 25. þ. m., leyfi eg mér að tilkyuna yður, að þótt stjórnin sjái sér ekki fært að leggja fram neina fjárveitingu nokkru þjóðræknisfé- lagi, þá er oss samt sem áður ant um, að auglýsa Manitobafvlki eins mikið og mögulegt er, sérstaklega í Bandaríkjunum, Stór-Bretalandi, í norðurhluta Evrópu og á íslandi. Mér skilst það í bréfi yðar og því, sem þér hafið sagt, að þessi við- burður veiti afarmikið tækifæri til ábatasamra auglýsinga fyrir fyrir Manitoba-fylki. Eftir að eg hefi ráðfært mig við . samstjórnarmenn mína, höfum við ákveðið, að með þeim skilyrðum að þér komið því svo fyrir, að skemtiferðin hefjist frá Winni- peg og komi aftur til Winnipeg, og með því skilyrði, að þér sjáið einnig um það, að þeir peningar, sem veittir verða af Manitoba- stjórninni, verði notaðir til aug- lýsinga, erum vér reiðubúnir að veita 1000 dollara styrk árlega í þrjú ár. Það verður að vera greinilega áskilið, þegar að þess- um samningum er gengið, að þetta er alls ekki árlegur styrkur til fé- lags yðar, heldur öllu fremur styrkur í því sérstaka skyni, að auglýsa Manitoba á Islandi.-----” J. J. Bildfell svarar með bréfi dags 3. maí og segir þar m. a. svo: ----Sem svar óska eg að láta það í ljós, að vér göngum hiklaust að skilyrðum þeim og skuldbind- ingum, sem sett eru fram í bréfi yðar.---------Vér getum fullviss- að yður um, að skilyrðum yðar verður dyggilega framfylgt, og að sú er ófrávíkjanleg ósk nefndar- innar, að framfylgja máli þessu á þann hátt, að það verði Manitoba- fylki til verulegs hagnaðar-----”, O. B. BURTNESS, Congress maður frá First North Dakota District. Heimili Mr. Burt- ness er í Grand Forks, N. D. Það er óþarfi að láta mörg orð fylgja samningi þessum, er stjórn 'heimfararnefndar Vestur-íslend- inga hefir gert við stjórn Manito- ba-fylkis í Canada. Og þó að bak við kaupsamninginn liggi sá ein- lægi ásetningur beggja aðila, að I ætla að nota alþingishátíðina 1930 til þess að ginna íslendinga að nýju til Vesturheimsferða, mun árangur þeirrar kaupmensku lítill verða. Vér Frónbúar munum fagna því, að bræðrum vorum og systurm vestan hafs líður vel, og að land þeirra er gott og byggi- í legt. En vér erum jafnframt þess ^fullvissir, að heimkoma Islend- j inga 1930 muni sannfæra þá um það, að ísland er ekki framar land i flóttamanna, ‘heldur land framtíð- arinnar, sem hefir ótakmarkaða j möguleika til þess að láta íbúun- um líða vel. Heimkoma Vestur- j Íslendinga 1930 ætti því fremur að verða til þess að fá þá til þess að hverfa aftur heim til átthag- anna. En þótt þessu sé nú þannig var- Tð, er hitt með öllu óverjandi, að ætla að nota afmælishátið Alþing- is til þess að ginna íslendinga til nýrra Vesturferða. — Mgbl. Frá Gimli Ávarp til séra Sigurðar ólafssonar og konu hans og barna, 14. júní 1929. Að verðugleikum heiðraði og væntumþótti vinur, séra Sigurður Ólafsson! Saknandi og moð þann- ig ávarpi ti 1 þín, er eg þess full- viss, að hver og einn einasti mað- ur og kona í þessum söfnuði þín- um, myndi við burtför þína héðan frá Gimli, hugsa til þín á sama hátt, og mundu persónulega vilja segja við þig, og þína góðu og jafnan þér samhentu konu í öllu fögru og góðu, — með kærú þakk- læti fyrir það alt, sem hér fer á eftir: Þenna alt of stutta tíma, sem þú ert búinn að þjóna í þessu víðlenda umdæmi þínu, og kenna eins og þér var upp á lagt, “veg- inn til Guðs”. Og hann hefir þú af alúð dyggilega kent, ekki ein- asta með orðum, og af bókum. heldur jafnframt og jafnmikið, og máske miklu meira, með allri þinni ljúfmannlegu framkomu, grandvarleik og viðeigandi hlut- tekningu við alla, sem á einhvern hátt voru hennar þurfandi. Og hverja stund, sem þú gast slopp- ið frá þínu stöðuga annríki, not- aðir þú til að kenna þannig. Og þessi játning okkar gildir bók- staflega um þína góðu, og jafnan þér samhentu konu. Og ekki má gleyma hinum fagra og undur hugljúfa blómareit ykkar, sem þið nú farið með ifrá okkur, og sem við einnig horfum saknandi á eftir. Það eru börnin ykkar, þau smærri og stærri. Þau voru og eru, einnig kennimenn, án þess þau vissu nokkuð af því sjálf. Ekki ósvipað því, sem að einn griski spekingurinn segir um sak- leysið: “Sakleysi! það ertu að- eins á meðan þú ekki þekkir þig sjálfa”. Og sá, sem er kennari, eða kennimaður, kennir oft bezt, þegar hann, eða hún, veit ekki af því að kensla stendur yfir. — Þeg- ar eg 'hefi verið svo heppinn að kynnast hinnm ungu vinum, börn- um ykkar hjónanna, sem við nú einnig erum að kveðja, hvort sem það hefir verið inni í stofunni, þar sem eg sem gestur hefi ein- stöku sinnum drukkið kaffi, eða hvort sem eg hefi mætt þeim, drengjum og stúlkum ykkar, úti á stræti, hefir mér jafnan fundist það nokkurs konar auka-góðgæti. Alúðin og kurteisin frá þeirra hlið hefir verið svo fögur og nátt- jrleg, að mér hefir fundist að eg vera lærisveinninn, en þau kenn- arinn, og hefir sú tilfinnig í hvert sinn glatt mig og gert mér mikið gott. — Og svo nú að skilnaði óskum við öll þér, séra Sigurður Ólafs-' son, og konu þinni og börnum, allrar guðs blessunar og ástgjafa um tíma og eilíifð. Og vottum nú öll þakklæti okkar og söknuð, með því að standa upp Gimli, 14. júní 1929. J. Briem. Kæri herra ritstjóri! Eins og þér sjáið, er aðal-efni greinar þessarar, ávarp frá mér, persónulegt ávarp, til séra Sigurð- ar Ólafssonar, við burtför hans héðan frá Gimli, sem eg ætlaði að lesa upp í samsætinu, er honum var haldið hér í kirkjunni þann 14. þ.m.. En þegar eg var búinn að skrifa það, datt mér i hug: Jafnvel þó að þetta sé persónu- legt ávarp, og í samhljóðan og í tilfinningu allra safnaða og safn- aðarmanna hans, og okkar allra hér á Betel, þá samt gæti ein- hverjum^ eða mörgum. fundist Thorstína Jackson-Walters, sú, er upptökin átti að því, að Bandaríkin sæmdu ísland með myndastyttu af Leifi Eiríksyni, í tilefni af Alþingishátíðinn 1030. þetta nokkurs konar framhleypni af mér, sem ekki væri líklega á nokkurn hátt neitt samtengdur neinum söfnuði, nema ef það kynni að vera Betel, Betelsöfn- uði. — En svo vildi nú til, að sama kveldið, sem samsætið var haldið hér í kirkjunni, var eg hálf-las- inn, gat ekki farið, og slepti því að flytja ávarpið þar. ? Þóttist eg einnig vita, að þar yrði svo mik- ið af safnaðarfólki, bæði héðan frá Gimli og úr hinum ýmsu öðr- um söfnuðum, og mikið mannval til að segja ýmislegt fallegt, — að enginn myndi sakna mín, til að vera þar viðstaddur, til að sitja og hlusta. — Um þá samkomu ætla eg því ekkert að skrifa þér. Það kemur eflaust í blöði frá mér miklu betri mönnum, sem þar hafa verið og átt hlut að máli. Við þetta tækifæri, sem eg nú sendi yður, herra ritstjóri, þessa litlu grein “frá Gimli, ætla eg ekki að gleyma því, “að við gamla fólkið hér á Betel, sendum kæra kveðju okkar allra, og þakklæti fyrir tíu dollara gjöf, sumargjöf, sem að þau heiðurshjón, Mr. og Mrs. Walter Johnston, Shippawa, Ont., sendu okkur gamla fólkinu, um sumarkomuleytið, til að gleðja okkur með. — Þó a>ð tíðarfarið væri þá nokkuð kalt, sáum við fljótt, að kærleikur þeirra hjón- anna var ekki nálægt því að kulna, heldur andlega hugsað og sagt: “Þar var sumar í sveitum, sumar í brjóstum heitum.” — Vel sé þeim, og margfaldar þakkir fyrir það, eins og fyrir alt annað, sem hefir upptök sín frá uppsprettu kærliekans. Fólkið hér á Betel, bæði það fólk, sem fór til kirkjunnar, og hitt, sem ekki gat komist á sam- sætið, þakkar séra S. Olafssyni fyrir allar hinar hugljúfu stund- ir, sem það hefir haft af allri nærveru 'hans, hér >á Betel. Og óskar honum, og öllum hans, allr- ar blessunar og heilla. Gimli, 15. júní 1929, J. Briem. Búnaðarsamband Borgarf jarðar keypti eina dráttarvél í fyrra og unnu 2 menn með henni í alt fyrra- sumar. Brutu þeir með henni too dagsláttur. Nú hefir sambandið keypt aðra dráttarvél til og er ætl- unin aö hafa 3 menn með hverja vél í sumar. Á þennan hátt verður hægt að nota vélarnar dag og nótt sumar- tímann. Þessi nýbreytni er at- hyglisverð, þar sem notin af vélun- um tvöfaldast. Vélamar munu endast jafnlengi með góðri með- ferð í stöðugri notkun. Fyrsta ársþing fiskisamlagsins í Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.