Lögberg


Lögberg - 27.06.1929, Qupperneq 7

Lögberg - 27.06.1929, Qupperneq 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1929. B1&. 7. Eftirmæli Mér finst það sjálfsögð skylda niín, eftir 42 ára ágæta samveru og samvinnu, að minnast í fáum orðum vinar míns Helga Árna- sonar, sem burtkallaðist 16. janú- nn s. 1. og jarðsunginn var þ. 22. s. m. af séra Jónasi A. Sigurðs- syni frá Selkirk, Man., og vil eg biðja ritstjóra Lögbergs svo vel gera að birta línur þessar í sínu beiðraða blaði. Helgi Árnason var fæddur 2. september 1847, sonur Árna Ól- afssonar og Gróu Bjarnadóttur, hjóna á Steinkrossi á Rangárvöll- um- Hjá foreldrum sínum ólst hann upp. Lézt faðir hans 1858, en móðir hans giftist aftur 1861, Guðm. Sigurðssyni, ættuðum úr Hrunamannahreppi. Árið 1861 réðst Helgi í vist að Reiðarvatni, BI Böðvars Tómassonar, og var Þar í 9 ár. Síðan var hann 4 ár á Kornbrekkum. Kona Helga var Guðrún Jóns- dóttir, Tómassonar, og Rannveig- ar Þ°rvarðsdóttur, hjóna á Upp- 's°lum í Hvolhreppi. Árið 186( fór h'ún frá foreldrum sínum að Reið- árvatni í Rangárvallasýslu, til föðurbróður síns, sem áður er oefndur, og var þar í þrettán ár. Vonð 1877 byrjuðu þau Helgi 0g Guðrún, að eiga með sig sjálf, í nusmensku í Auðsholti, í ölfusi, ?g voru eitt ár, en annað ár voru Pau í Króki í Arnarbælishverfi ■ Paðan fluttu þau að Hvammi í Olfusi og bjuggu þar sjö ár. Þau oyrjuðu búskap með litlum efnum Sem fóru þó batnandi. Um vorið 1886 réðu þau af ~að ara vestur um haf, 0? Jeita f. " ar Sem fleiri- Eftir 'hafa u 1 m€ln Part af Hfandi og dauð- um munum, var haldið til Reykja- 1 . r um borð farið 4. júlí í 8 'Pið Camoens, og komið til Win- sú«€& 3+°,‘ S’ m’ F°r HelgI um tíma Ur tl] Pembina í vinnu og var með fjölskyldu sína. Fór svo um aftur m Winnipeg ns Paðan vestur til Þingvallanýlendu oktober. Um veturinn voru þau l°n i húsi með Birni ólafssyni, “ f,uttu vorið j887 á land sitt í fend Vlð Tómas Ingimundarson, em var samferðamaður þeirra að eiman; agrir nágrannar Helga aðFU ólafur Guðmundsson prests ,0n^rnarbœli og Þiðri'k Eyvinds- ^ ra útvogi; voru þeir fjórir á See. 14, Tsh. 22, R. 32. Þau Helgi og Guðrún eignuðust 1 ex born; komust þrjú til fullorð- msara.. HeIgii fæddur ^ 82, var skólakennari og manns- ni gotti hann dó 1906. Guð- mUndur pa,moens, fæddur 13. júlí a skipmu Camoens, við skot- and, skírður í Glasgow 15. s. m„ irmaður skipsins bað þess, að ann væri látinn heita nafni •' 'Psins; er kvæntur ólöfu Emil- lu Björnsdóttur og ólafar Stef- ansdóttur, og býr á landi föður mns‘ Arnheiður, fædd 24. marz 9> gjft Hjálmari ólafssyni r'Oftsonar- - Með Helga kom að Peiman fósturdóttir þeirra hjóna aysturdóttir Guðrúnar, Sesselja Jonsdóttir Sigurðssonar sagn- iræðings, frá Steinum undif yjafjollum og 'konu hans Rann- ^eigar frá Uppsölum í Hvol- rePpi, er hún gift Steingrími ~0nda Jónssyni, við Kandahar öask. Pau Helgi 0g Guðrún bjuggu ^arsælu, góðu búi á landi sínu í 5 ar- voru með ráðdeild, atorku, ugnaði og sparsemi komin í á- ^ætisefni, nálægt því að geta kall- a?t rík> og’ var Helgi óefað annar 8a efnaðasti hér í bygð um þær mundir. Var því oft leitað til ans, 0g þeirra beggja, þegar thvað vantaði hjá þeim fátæk- fri’ og var ekki mikið ofsagt, að essir tveir bændur væru um all- örg ár máttarstólpar bygðarinn- ^ > að minsta kosti þar til bankinn °m til sögunnar, sem eg held að þ?nf bafi tapað en ekki grætt á. 0 Jitlu munaði með leigu af pen- gunum, sem heyrðist í hljóði, a varð að taka það með í reikn- g'nn, að vanskil verða of oft, g bo góðir og áreiðanlegir menn nef Ú hlUt’ 6ÍnS °g Þessir tveir að ” “ menn (eg vissi um Helga)„ kærl . brjostgæðum var það og lán, Vlð mennina, sem þeir þesa að Þeir biðu °K biðu, án ar brUka 1Ö8rin’ eins og bank' kostrna°ftast gera’að minsta yfir með Það sem er komið fram gjalddaga. iaaíelgl fékk að verðl,gu almenn- 8 orð fyrir hjálpsemi, góðvild hanUmUrðarlyndÍ við aIla> sem l9i n atti viðskifti við. — Árið * heypti hann ]óð j greden- y> bygðj þar lítið hús, sem þau bjuggu í þar til Guðrún dó í sept- ember 1923; eftir það hélt Helgi til hjá börnum sínum, að með- taldri fósturdóttur sinni, sem hann var lengi hjá. Þess utan var hann oft hjá öðrum, helzt við smíðar, því hann var sérstakur vinnumað- ur, og því hélt hann áfram þar til kraftar þrutu og elli lasleiki tók fyrir alt starf, og þráða hvíldin tók við. Það var sem maður kæmi til for- eldra sinna, að heimsækja þau hjón í Bredenbury, allar dyr stóðu opnar fyrir hverjum sem var, og alúð og gestrisni sýnd í fylsta mæli, því Guðrún var gæðakona, brjóstgóð við alla. — Helgi sál. var, sem áður er getið, afburða verkmaður, að hverju sem hann gekk, langt yfir meðalmensku, bæði andlega og líkamlega, vand- virkur og verklaginn, og þrekið ó- bilandi, bæði á íslandi og hér. Hann var þeim kostum búinn and- lega, að það var á fárra leikmanna færi, að :fara með hann í bless- aða biblíuna, það tók góðan lær- dómsmann að reka hann þar í vörðurnar, eða í Norðurlandasög- um, því Helgi var víðlesinn, fjöl- fróður og stálminnugur; það er, mínum skilningi ofvaxið að hugsa sér hvernig hann gat komist yfir þann andans auð, og bæði á ís- landi og ihér alt af sívinnandi, hvar sem hann var að hitta; þar komst engin meðalmenska nærri honum. Eg vann með honum part úr fjórum sumrum á járn- braut, við mállausir, með hörðum verkstjórum, sem alt af voru að reka einhvern og síbölvandi; en Helgi var aldrei rekinn og aldrei kvartað um verk hans. Við vor- um ásamt tveim öðrum í þresk- ingar-vinnu inni hjá Portage la Prairie, og vorum við að hlaða kornbindum á vagna, var vanaleg- ast unnið 12 tíma á dag; verk- stjórinn spurði okkur oft, hvort við værum ekki þreyttir, Íslend- ingarnir sem gerðum verstu vinn- una, og þreskt voru frá 3—4000 bushel á dag. Nei, Helgi var að kveldi að sjá sem að morgni, vilj- inn, þrekið og dygðin réðu, svo á- vöxturinn var auðsær. Þegar eg fór heim, talað-' eg við hjón, sem verið höfðu þeim Helga og Guð- rúnu samtíða heima á íslandi; Þau báru báðum söguna, eins og hún reyndist hér: ;þau voru fáorð fáskiftin um annara hagi. Helgi var hreinn og beinn í öllum við- skiftum, og strangur um það að aðrir gerðu rétt. Batt hann hnúta eftir eigin vilja, var þungorður þeim, sem honum fanst misbeita skynsemi sinni og sýna ómennis- hátt. Hann var sérlega trúr og tryggur mönnum og málefnum, var vinur vina sinna. — Félags- má'l bygðarinnar lét hann af- skiftalaus, þar til framarlega á tíma, að Ólafur Guðmundsson prests í Arnarbæli kom því í verk hér á safnaðarfundi, að hann var kosinn í nefnd, þó heima sæti. Við vorum því þrír saman í nefnd, eftir að Tómas iFálssson fór héð- an vestur. Helgi var tvö ár for- seti, og leysti hann það verk af ’ hendi með stakri trúmensku og vandvirkni og samvizkusemi, að, það kristilega mál drottins væri | sem bezt ráðið söfnuðinum til farsældar. En á þeim tíma voru tveir prestar í vali, svo andbyr var dálítill á aðra hliðina, því í- mynduð trúarskoðun önnur var með annari hliðinni, þó ekki væri hægt að segja þess vart, þegar farið var að reyna prestinn, sem var ágætur; þetta leiddi þó held- ur til sundrungar, andróðurinn var kaldur. Sannfæring 0g sam- vizka Helga gat ekki gefið eftir, þegar honum fanst hann og flokk- ur hans standa á réttu, og enda- lyktin varð sú, að Helgi tók ekki kosningu aftur, sem var stór skaði fyrir söfnuðinn, því Helgi var 'styrktarmaður góður, hverju því máli, sem hann léði lið sitt, og fylgdi því eindregið. Samnefnd- armaður var hann góður. Honum var meinilla við margmatlgi og sagði það einkenni þeirra grann- vitru; úrskurð g-af hann vitur- Iega hugsaðan, þegar til hans var leitað, framsettan í þremur, fjór- um orðum, sem meira var í, en sumir þurfa tíu orð til að láta í ljós sömu meiningu; var því úr- skurði Helga vanalega vel tekið, og í mörgum tilfellum tekin fyrir grunn sem ábyggi'legan til að byggja ofan á fyrir framtiðarvel- freð safnaðarins; hann stjórnaði fyrir aðra eins og sjálfan sig, eins og öllum var kunnugt um, er hann þektu. Helgi var góður heimilisfaðir, strang-heiðarlegur við alt heimil- isstarfið, ágætur ektamaki, góður og réttlátur faðir; vildi og gerði það að láta börn sín læra að hlýða, kenna þeim aga og um- vöndun drottins, bera virðingu fyrir föður og móður, og umfram ált verja vondu útsæði að komast inn í hjarta þeirra. Ávöx-turinn er nú og séður; eg- þekki ekki fá- orðara og siðferðisbetra fólk, en börn þeirra góðu hjóna, Helga og Guðrúnar, og þar hygg eg að Guð- rún bafi átt í stóran og góðan þátt, því hún var valkvendi, sem eg hefi engan heyrt minnast á nema til góðs. Allar kristilegar reglur voru hafðar á heimilinu: húslestr- ar stöðugir og siðvendin í orðum og athöfnum þar ríkjandi, og eg hika ekki við að segja, að Kristur hafi verið þar mitt á meðal. Og til að sýna í fleiru en orðum tóm- um, máttlitlum, reisti hann sjá'lf- um sér og sínum þann óbrotlega- minnisvarða, sem lengi stendur, þegar hann að mestu lagði til efni í og bygði kirkju inni í graf- reit Þingvalla-nýlendu safnaðar, rúma mílu frá hús því, er þau hjón bjuggu í. Og nú hefir drott- inn blessað bænir hans og fram- kvæmdir með því að sjá vilja hans borgið, þeim að kona hans, sonur og nú síðast hann sjálfur fengju að hvíla þar hlið við hlið', hvar þau nú hvíla í ró og næði. Guði sé lof að hann hefir nú tekið þau sé lof, sem nú hefir tekið þau til sín og uppfylt óskir þeirra, í Jesú nafni. Það var Sigurður Jónsson, sem mest og bezt hefir stutt að safn- aðarstarfi Þingvalla og kirkjunni með Helga sál. Eg vissi ekki vel um fleiri; heyrði að Gísli sál. Eg- i'Lsson hefði smíðað þar eitthvað, hvort það var fyrir Lögbergssöfn- uð, meðan þeir voru saman, veit eg ekki um. Eftir að Helgi sál. flutti til Bredenbury, 'held eg hann hafi látið allan félagsskap af- skiftalausan. Að síðustu ætla eg nú með .fram- burði annara, að staðfesta orð mín um þessi nefndu hjón. Það hefir ónefnd kona hér, nefnt þessi góðu hjón að öllu því bezta til sín og sinna. Kona innan frá Mani- tobavatni, ekkja, sem var með manni sínum í nágrertni við þau H. fyrstu árin, eins og að framan er sagt, skrifar mér bréf rétt eftir lát Helga, 0g byrjar hún það með sam'hygðarorðum og hluttetkning- ar út af fráfalli 'hans, og lýsir mikilli þakklætistilfinning til þeirra hjóna fyrir nágrennið og hjálpina, þegar mest lá á í gegn uim ailla frumþjíliseirfitV.eikana; því segist hún aldrei gleyma, og svo tekur hún það sérstaklega fram, að Guðrún hafi verið sér góð sem móðir, sem átt hefði í sér hvert bein. Þetta er orðrétt, þótt eg finni ekki bréfið. Svo var hún að segjai mér að skrifa æfisögu Helga, sem eg er ekki fær um, en af því enginn hefir sagt neitt enn eftir Helga sál., ræðst eg í að skrifa þessar fátæklegu línur fyr- ir okkur hjónin, eins og í þakklæt- isskyni til þeirra Helga og Guð- rúnar. Það er satt frá ö!llu sagt hér eins og eg bezt veit, og sam- hljóða bréfi konunnar í West- bourne. Og að síðustu biður konan mín mig að geta þess, áður en eg hætti, að hún ha.fi ávalt átt þrjár jafn-tryggar vinkonur, sem eru: Guðrún yfirsetukona í Leslie,, og Guðrún kona Helga, sem báðar eru dánar, og hina þriðju er enn lifir á Betel. Hún biður góðan guð, fyrir krossinn Krists, að veita öllum þessum velgerðakon- um okkar af ríkdómi náðar sinn- ar vist í dýrð sinni. Svo enda eg þetta skrif með bezta þakklæti í hjarta frá okkur hjónum fyrir alla samveruna og félagsskapinn. Verið ei'líflega sæl, fyrir Drottin vom Jesúm Krist. Verið blessuð og sæl B. J. Stutt svar til Steins Dofra Sveinn H. Dofri hefir, í bréfi til Heimskringlu, beint máli sínu til mín, út af skoðanamun okkar um höfund Njálu. Er þar margt vel sagt og athugað, sem vænta mátti. Meðal annars getur hann þess, að eg reyni að gera tvo nafna úr Þormóði Ólafasyni ein- um. Þetta tel eg mér til heiðurs, því Steinn Dofri hefir sjálfur gert úr einum manni fjóra eða fleiri. Þetta getur því máske bætt fyrir þá vanvirðu, sem honum finst að eg geri mér sjálfum, með óvita- hjali um Snorra Sturluson. En svo býst eg við, að skoðaniy okkar u.m þetta efni, verði ekki jafn-skiftar framvegis, sem áður, því hann lætur þess getið í nefndu bréfi, að hin mikla spilaborg, er hann hlóð um Einar Gilsson með Njálu, sé nú hröpuð, og að engu orðin. Þetta sviplega hrun finst mér þó ekkert furðulegt; því eg sá það strax, er eg las Dofra- greinina í Sögu, er fjallaði um höfundar-skilyrði Einars að Njálu, að hér voru bornar fram staðleys- ur einar, sem ekki höfðu við nokkrar minstu líkur að styðjast, því síður rök. Á þetta benti eg í ritgerð, sem birtist í Lögbergi síðastliðið sumar. Hvað valdið hafi hinni skyndi- legu byltingu með Njálu-höfund- inn er auðsætt: S. H. Dofri get- ur þess í sínu Heimskringlubréfi, að dr. Jón Helgason skjalavörður1 við Árna Magnússonar safnið, hafi tjáð sér, að elztu handrit Njálu muni vera frá 1300, en höfundskapur Einars á Njálu gat ekki staðist við þann tíma, og þetta hefir orðið honum að falli. Með þessa uppgötvun um hand- rit sögunnar, fæst engin vissa um höfundinn. Elzta handritið gæti verið afskrift af öðru miklu eldra handriti, er síðan hafi tapast. Svo mætti líka hin fyrsta gerð sögunnar hafa tapast áður en nokkur afskrift væri tekin, en hið elzta handrit, sem nú er til, hafi verið skrifað eftir minni þess eða þeiri-a, er sögunni hafi kynst áð- ur en hún týndist. Þetta er ekki ólíklegur gangur með Njálu og fleiri sögur. En Dofri hefir ekki gefist upp, þótt hann hafi mist af Einari. Nú hefir hann fundið nýjan Njáluhöfund, og tilnefnt Jón murta, son Egils Sölmundarsonar í Reykholti. Má segja, að hér hafi honum tekist ólíkt betur en áður, með Einar lögmann 'Gils- son. Hér finn eg margt, sem mælir með þessari rökvíslegu til- gátu, en ekkert, sem mælt fái á móti. Enda stappar hér nær stáli við þær ályktanir, sem eg hefi áð- ur tilfært í Lögbergsgreinum mín- um Egil Sölfnundarson, að hann hafi átt töluverðan hlut að síð- ustu gerð Njálu. Hann var syst- urson Snorra Sturlusonar, hefir alist upp í nágpenni við hann og verið honum því mjög handgeng- inn; við það hefir hann kynst þeim söguritum, er Snorri hefir maft með höndum, sem munu ekki hafa evrið all-fá. Og af þessu leiðir að Jón murti, son Egils, hafi lagt síðustu hönd á söguna og átt þar ef til vill lagakaflann og fleira í síðari hluta hennar. En það, sem eg hefi áður talið lík- legast, að Snorri sé aðalhöfund- urinn að, haggast ekki vitund við það, sem hér er sagt. Og þótt Jón murti geti ekki átt nema lítinn þátt í þeirri sögu- gerð, — þá á Steinn Dofri þökk og heiður skilið fyrir sínar rann- sóknir, bæði í þessu tilliti og öðr- um mikilvægum atriðum, sem hér yrði af langt mál að telja. Og þótt honum hafi skeikað í stöku tilfellum, er ekkert tiltökumál, því það yfirsést öllum meira og minna, er við nokkurar rannsókn- ir fást. Svo óska eg honum góðs gengis með framhaldandi rann- sóknir. Ritað í júní 1929. Magnús Sigurðsson, á Storð. Frá Islandi . Reykjavík, 23. maí 1929. 1 sumar er unnið að símalagn- ingum af meira krafti en áður hefir verið. Eru það aðallega tvær símalínur, sem um er að ræða, Suðurlandssíminn, milli Hornafjarðar og Víkur í Mýrdal, og símalínan milli Akureyrar og Víðimýrar. Það er byrjað fyrir nokkru á báðum þessum línum. Við suður- landslínuna er unnið bæði að aust- an og vestan og hefir verkið geng- ið ágætlega. Þeir, sem vinna að austanverðu, eru komnir með símalínuna fram hjá Kálfafells- etað, en þeir, sem vinna að vest- anverðu, eru komnir austarlega á Mýrdalssand og verða komnir austúr í Skaftártungu eftir fáa daga. Er búist við að línurnar nái saman tímanlega í sumar, og er þá kominn sími hringinn í kring um landið. Á isímanum milli Akureyrar og Víðimýri er byrjað fyrir nokkru og er línan komin norður á Mold- haugaháls og verður ‘rnú haldið fram Öxnadalinn., síðan yfir öxna- dalsreiði, niður Blönduhlíð og að brúnni á Héraðsvötnum. Þar ligg- ur línan vestur yfir vötnin og að Víðimýri. í .fyrra var lagður nýr koparþráður frá Borðeyri til Víði- mýrar, svo að þegar þessi nýja lína frá Akureyri er komin til mýrar, svo að þegar þessi nýja leið milli Akureyrar og Reykja- víkur í sumar verður einnig lögð síma- lína miílli Reykjavíkur og Ófeigs- fjarðar á iStröndum, en það er ekki byrjað á henni enn þá. Alls verða þessar nýju símalín- ur rúmlega 500 km. langar, og hafa ekki á einu sumri verið lagð- ar svo langar símalínur hér á landi síðan 1906. — Mgbl. Það he.fir verið á allra vitorði, að ýmsir hafa rekið verzlun hér í Reykjavík, þótt þeir hefði ekki verzlunarleyfi. En þegar hinn nýi lögreglustjóri tók við um áramót, auglýsti hann, að allir, sem ræki verzlun og ekki hefði leyst verzl- unarleyfi fyrir ákveðinn tíma, yrði látnir sæta sektum. Árang- urinn hefir verið sá, að 67 verzl- unarleyfi hafa verið keypt síðan um áramót og fyrir þau goldist rúmlega 23 þús. króna. Þeir, sem uppvísir verða að því hér eftir að reka verzlun í leyfisleysi, verða látnir sæta sektum. — Má við- bregða röggsemi lögreglustjóra í þessu máli eins og í svo mörgu öður. — Mgbl. í fyrra haust var bygt vermi- hús á Vífilsstöðum og tók það til starfa í marzmánuði í vetur. Þýzk stúlka, ungfrá Spalech, útlærð í garðyrkju, sér um matjurta- og blómrækt þar og hefir það gengið svo vel, að alt þroskast og grær undir handleiðslu hennar. Er nú fyrsta uppskeran þegar komin, raidísur, salat, hnúðkál, og agúrk- ur, og hefir hælið nóg af þessu. Agúrkurnar hafa þroskast sér- lega vel og hafa ekki aðrar stærri vaxið hér á Iandi heldur en þær. ^ Eru sumar þeirra um tvö pund á þyngd. Eru þær ekkert smásmíði og 'hefði þótt ótrúlegt fyrir nokkr- um árum. að annað eins gæti á ís- landi sprottið. — Auk þessa rækt- ar ungfrúin þarna rauðaldin (tó- mata)i, grænar baunir, gulrætur og allskonar blóm, og það sem hælið sjálft þarf ekki að nota, verður selt. Vermihúsið er hitað upp með kolaofni, og kostnaður við það er sáralítill, og á sumrin enginn, þegár sólar nýtur.—Mgbl. Frá því er sagt í Berlingatíð- indum, að enska fiskiskipið ‘Ep- inar’, hafi í fyrra vetur stundað veiðar við Grænland, og komið með dýrmætari afla heim, en dæmi voru til áður, að fengist hefði á skip jafnrar stærðar. Þetta varð til þess, að línuveið- ari enskur, ‘Julian’ var sendur til Grænlands til veiða í janúar-feb- rúar síðastl. Fór skipið tvær veiðiferðir til frænlenzku fiski- miðanna. Aflinn var ágætur í bæði skift- in, mest lúða, og var seldur fyrir sem svarar 150,000 kr. íslenzkar, úr báðum ferðunum. í annari ferð- inni var veðrátta mjög óhagstæð, ekki nema fáir veiðidagar. Þó fengust 4000 lúður. Franskt útgerðarfélag í Fé- camp ætlar að byrja útgerð við Grænland, og ‘hefir nú tvo togara í smíðgm til þeirra veiða. — Eiga þessir togarar að vera eins vand- aðir og frekast eru föng á. — Mgbl. MACDON ALD’S Fitte Oú Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. FARIÐ TIL ISLANDS 1930 með Cunard-línunni HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM 131 ^^.ITNARD eimskipafél. hefir árum sam- an dáðst að því, live íslenzikir nýbyggjar í landi hér, hafa röggsamlega rutt sér brant til frægðar og frama. Islenzkir menn og íslenzkar konur í landi hér, hafa reist sér þann minnisvarða, er tönn tímans mun seint fá á unnið. Hug- sjónir Islendingsins hafa orðið salt í can- adisku þjóðlífi. Sami frelsisandinn, einkennir Islendinga í þessu landi, er einkendi forfeður þeirra, er þeir stofnsettu fyrsta lýðveldi í heimi, fyrir því sem næst þúsund árum. Það stendur öldungis á sama, á hvaða sviði að íslendingurinn hefir starfað í landi hér, — hvort heldur á sviði menta- mála, búnaðar eða iðnaðar, — hann liefir ávalt orðið sjálfum sér og canadisku þjóð- inni til sæmdar. Cunard eimskipafélaginu hefir skilist það fyrir löngu, hve dýrmætan þátt að Islend- ingar hafa í því átt, að byggja upp þetta þjóðfélag, og skoðar það því mikinn heið- ur, að eiga þess kost, að flytja þá til ætt- jarðarinnar 1930. OJNARD LINE 27DMAIN ST. WINNIPEC

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.