Lögberg - 27.06.1929, Síða 8

Lögberg - 27.06.1929, Síða 8
Bis. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1929. Brauð gert úr Robin Hood mjöli heldur sér milli þess sem bakað er RobinHood FI/OUR ABYGGILEG PENINGA TRYGG ING í HVERJUM POKA. DOUBLE f PROGRAM.' WINNIPEG’S COZIEST FAMIIiY THEATRE! Doors Open Daily 6.30 to Sats. 1 to II. This Week: THURSDAY, FRIDAY & SATURDAY, Ilin Tln Tin in “THE MILLION DOLLAR COLLAR’’ And “OPENING NIGHT.” Next Week: ‘DON’T J&CISS ITI MONDAY, TUESDAY & WEDNESDAY, Ken Maynard in “LAWLESS LEGION” and Kalph Forbes In “RESTLESS YOUTH.” Úr bœnum +-------------- - . . - ■■. Mr. Jón Jónsson frá Mýri var staddur í brginni í síðustu viku. Mr. ólafur Thorlacius frá Dolly Bay, Man., hefir verið staddur í borginni að undanförnu. Mr. Guðmundur Jónsson frá Vogar, Man., hefir verið staddur í borginni um tíma. * Mr. G. J. Jónasson, frá Moun- tain, N. Dak., kom til borgarinnar í síðustu viku. Hann kom með systur sína, Mrs. Ásgrímsson, til lækninga. Mr. Lárus Gíslason kom frá Chicagö í vikunni sem leið. Hann var á leið til Hayland, þar sem foreldrar 'hans búa, og ætlar að dvelja hjá þeim um tíma og fara svo suður aftur. Séra Sigurður Ólafsson, sem nú er nýfluttur til Árbrog, Man., var staddur í borginni á sunnudaginn. Á mánudaginn lagði hann á stað til Ontario og ætlar að dvelja þar eystra um tíma, sér til hvíldar og skemtunar. Messur 30. júní—Elfros kl. 11 f. h., á íslenzku; Hola kl. 3, á ís- lenzku; Elfros kl. 7.30, á ensku. AHir boðnir og velkomnir. Vin- samlegast. c. J. 0. Sunnudagsskóla picnic Fyrsta lúterska safnaðar, sem haldið var í City Park á laugardaginn, hepn- aðist ágætlega. Var þar mikill mannifjöldi saman kominn og voru ágætar veitingar fram bornar fyrir alla, yngri og eldri, og allir skemtu sér ágætlega. Veðrið var ljómandi gott. þakkarorð. Hjartans þakklæti okkar eiga þessar línur að færa safnaðar- fólki því, sem við höfum þjónað, og öðru samferðafólki og kunn- mgjum, er hafa á margan hátt gdatt okkur fyr og síðar, og nú við burtförina, útleyst okkur með vinahóti og gjöfum. Ingibjó'rg J. Olafsson. Sig. Olafsson. Til “Utangarðs Jóns. Neyðin “skeyni”* notar sér, —“nætur-gagna” vörður! Ef þú “leggur oft frá þér” angar Kringlusvörður. Hreykinn ertu að leggja lið lægstu rudda kenning. Utangarða ertu við alla betri menning. Vestur-“heimskri” menning má meiri hlutinn þjóna, ef hún treystir óhrædd á Ármanna og Jóna. S. * Ármann Björnsson notaði þetta orð í hinni einstöku grein sinni, þess vegna er það sett hér á kostnað þeirra félaga Ármanns og ‘utangarðs Jóns” Sannast hér sem oftar, að “óvandaðri er eftir- leikurinn. — (Ritstjóri Lögbergs og lesendur vinsaml. beðnir að at- huga ástæður og afsaka endur- tekninguna.þ —.Höf. Næstliðinn sunnudag (23. júní) voru þau Haraldur Baldvin Narfa- son og Halldóra Þórunn Helga- son, bæði frá Foam Lake, Sask., gefin saman í hjónaband af séra Carli J. Olson á heimili hans að Wynyard, Sask. Lögðu ungu hjónin af stað samdægurs áleiðis til Yellow Stone National Park í Wyoming á bifreið og þar dvelja þau um hríð, og koma svo aftur til Foam Lake, þar sem heimili þeirra verður. Mr. og Mrs. Narfa- son eru hin myndarlegustu og beztu manneskjur, svo sem þau eiga bæði ætt til. Þriðjudaginn 18. .m. voru þau Clarence Lloyd Haney frá Winni- peg og Guðlaug Wilhelmina Bjarnason frá Langruth, gefin saman í hjónaband af séra Rún- ólfi Marteinssyni. Hjónavígslan var framkvæmd á heimili Mr. og Mrs. B. Hjörleifssn, 25 Fredrick Ave., St. Vital. Mrs. Hjörleifs- son er systir brúðarinnar. Nán- ustu ættingjar og vinir brúðhjón- anna voru viðstaddir og nutu veizlufagna'ðar. Heimili þeirra verður í St. Vital. Ungur, íslenzkur piltur frá Minneapolis, “Babe” Oddson, son- ur Sveins Oddsonar prentara og konu hans, hefir fyrir skömmu unnið verðlaun í hjólskauta sam- kepni í New Yorjt, og hefir nú farið til Cleveland, til að taka þar þátt í samskonar samkepni. 1 samkepni þessari tóku þátt mikill fjöldi æfðra skautamanna víðsveg- ar að úr Banadríkjunum og Ev- rópu, og er því ekki um að villast, að þessi ungi maður, sem er að- eins 17 ára gamall, skarar fram úr öðrum í sinni íþrótt. Þessi ungi skautamaður hefir iðkað íþrótt sína í Minneapolis og tekið þar töluverðan þátt í “'hockey” leik. Laugardaginn 22. júní hélt söfn- uðurinn og kvenfélagið að Moun- tain, fjölment kveðjusamsæti í hinum fagra skemtigarð' á Moun- tain, til heiðurs séra Steingrími Throlaksson og frú hans, sem eru að leggja af stað þaðan í ferð til Japan. Fór samsætið prýðilega fram, undir stjórn Joseph Myers, Mountain. Voru allmargar ræð- ur fluttar og sálmar og aðrir söngvar sungnir, og svo fram- bornar frábærlega myndarlegar og góðar veitingar af kvenfélag- inu að Mountain. Hjá forseta og ræðufólki öllu, kom fram mikill kærleikur til heiðursgestanna og virðing fyrir þeirra mikla og vel- unna starfi. Mátti réttilega kalla þetta kærleikssamkomu, eins og gjört var af sumum ræðumanna. Mátti segja, að ekki bara ræðurn- ar, heldur líka alt samkvæmið, bæri vott um mikla virðingu og mikinn kærleika allra til heiðurs- gesta. Vinargjöf í peningum var heiðursgestum afhent af forseta, fyrir hönd allra. Auk Mountain- fólksins tóku nokkrir kunningjar frá Gardar þátt í þessu samsæti. Séra Steingrímur þakkaði fyrir hðnd þeirra hjóna beggja fyrir hinn mikla kærleika, er þeim hefði verið sýndur, með skörulegri og fagurri ræðu. —Viðstaddur. Sunnudagsskóli verður ekki haldinn í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg fyr en 8. september, næsta sunnudag eftir Labor Day. Hefir sunnudagsskólinn tveggja mánaða frí, eins og almennu skól- arnir. Gefin voru saman í hjónaband í kirkjunni í Árborg , þ. 22. þ.m.’, þau Mr. Gordon Dean Carscadden, héðan úr bænum, og Miss Guð- finna Thorbjörg Krisjánsson, dótt- ir Þorsteins bónda Kristjánsson- ar í Víðir, og fyrri konu hans, Guðfinnu Finnbogadóttur frá Úti- bleiksstöðum í Húnavatnssýslu, en fósturdóttir þeirra Mr. og Mrs. M. M. Jónassonar í Árborg og systurdóttir Mrs. Jónasson. Séra Jóhann Bjarnason gifti. Heima- prestur, séra Sigurður Ólafsson, fjarverandi um það leyti. Á eft- ir hjónavígslunni fór fram veg- legt og margment samsæti í fund- arsal Templara í Árborg. Stýrði því séra Jóhann Bjarnason, en ræð- ur fluttu þar: Ingimar Ingald- son, þingmaður; C. Bradley, Mrs. McGregor, Sveinn oddviti Thof- valdsson, Marteinn M. Jónasson, og brúðguminn sjálfur. Á milli ræðanna skemti söngflokkur Ár- borgar með ágætum söng. Ein- söngva sungu þær Mrs. D. H. Gourd og- Miss Rósa Magnússon. Alt fór samsætið fram hið bezta. — Heimili ungu hjónanna verður hér í bænum. TJALDBÚÐARSAMKOMA. Hin árlega tjaldbúarsamkoma sjö- unda dags Adventista verður haldin í West Kildonan frá 28. júní til 7. júlí. Maður tekur stnetisvagninn “North Main” nr. 26 og stígur af á Perth Ave., og sér maður þá tjöldin spotta- korn fyrir vestan aðalstræti borgar- innar. Margir góðir ræðumenn úr ýmsum löndum munu hakla fyrir- lestra á þessari sam’komu. íslenzkar samkomur verða haldnar tvisvar á hverjum degi. Máltíðir eru seldar á staðnum og þeir, sem vilja leigja tjöld til að dvelja í, eru vinsamlegast beðn- ir um að skrifa undirrituðum. Þar er gott pláss fyrir allar bifreiðar, sem koma.—AHir eru boðnir og velkomnir. Virðingafylst, Davíð Guðbandsson, 306 Sherbrooke St., Winnipeg, Man. Þakkarávarp. Mitt innilegasta þakklæti eiga línur þessar að færa öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa auðsýnt mér hjálpsemi við hið langa sjúkdómsstríð og fráfall míns elskaða sonar, Gunnars Björne, sem lézt þann 29. maí 1929. 'Og vil eg sérílagi nefna kvenfélag Eyfordbygðar, sem gaf honum 30 dollaar í haust sem leið, og frændfólk hans (Olaf- sons), sem borgaði alla læknis- hjálp 0g meðul fyrir hann í fyrra- sumar, sem nam stórri upphæð, fyrir utan alt annað, sem það gerði fyrir hann og borgaði. Eg þakka isömúleiðis A.O:U.W. á Gardar, fyrir það sem það gerði, 0g einnig vil eg þakka öllum mín- um nágrönnum og öðrum, sem hjálpuðu jarðarfarardaginn og þau inndælu blóm, sem gefin voru á litlu kistuna. öllu þessu fólki þakka eg af hrærðu hjarta 0g bið góðan guð að launa því fyrir elsku litla drenginn minn. Mrs. G. G. Johnson, Edinburg, N. Dak. í grein í síðasta blaði Lögbergs, með fyrirsögninni, “Fjörutíu ára afmæli Frelsis safnaðar”, er sagt, að Frelsissöfnuður sé elszti söfn- ururinn í Argyle-ygð. Þetta er ekki rétt, því Fríkirkjusöfnuður var stotfnaður nokkru fyr. En kirkju Frelsissafnaðar, sem nú er, áttu báðir söfnuðirnir og notuðu sameiginlega í mörg ár, og eru nú fjörutíu ár síðan hún var bygð, og er hún elzta kirkja Islendinga í Argyle. í minningu þess mun há- tíð sú, er frá segir í fyrnefndri grein, hafa aðallega haldin verið. Séra Rúnólfi Mrteinssyni hefir fyrir skömmu borist köllun frá Gimli prestakalli, sem nú er prest- laust, síðan séra Sigurður Olafs- son flutti til Árorgar. Kölluninni hefir séra Rúnólfur svarað neit- andi. Rose Leikhúsið. Kvikmyndin, “The Flying Fleet”, sem Rose leikhúsið sýnir á föstu- daginn og laugardaginn í þessari viku, er með afbrigðum falleg og skemtileg. Á mánudaginn, þriðjudaginn og miðvikudaginn, í næstu viku, sýn- ir leikhúsið kvikmyndina “Moth- er Machree”, sem er saga írlands í fáum dráttum, og bæði falleg og tilkomumikil. Wonderland Leikhúsið. Kvikmyndin,, “The Million Doll- ar Collar”, sem Wonderland leik- húsið hefir nú að sýna,.sýnir með- al annars, hve langt hinn sterki armur laganna nær í Bandaríkj- unum. Allir hafa æfinlega mikla skemtun af að sjá Rin-Tin-Tin. 1 þessum leik taka iþátt ýmsir þektir leikendur, svo sem Matty Kemp, Evelyn Pierce, Philo Mc- Cullopgh, Tom Dugan, Grover Liggon og Allan Cavin. Fyrstu þrjá dagana af næstu viku gefst fólki kostur á að sjá leikkonuna miklu, Clara Bow, ef það sækir Wonderland leikhúsið. Segja ýmsir, að hún standi flest- um leikkonum framar í sinni list. Eins og um hetfir verið getið áður, fara G. T. stúkurnar Hekla og Skuld skemtiför til Selkirk þ. 7. júlí. Goodtemplarar og bind- indisvinir, fjölmennið. Nánar aug- lýst í næstu blöðum. Frá íslandi kom í vikunni sem leið, Aðalsteinn Björnsson, ættað- ur af Fáskrúðsfrði í Suður-Múla- sýslu á Islandi. Er hann bróður- sonur Thorarins Johnsons út- vegsmanns hér í borginni. Listmálarinn víðfrægi, Mr. Em- ile Walters, sem dvalið hefir á ís- landi síðan í byrjun marzmánað- ar, kom til New York fyrir síð- ustu helgi. Staddur er í borginni um þess- ar mundir, Mr. Guðmundur ís- berg frá Vogar, Man. Lét hann fremur vel af grassprettu og upp- skeruhorrfum þar nyrðra. Mr. J. T. Thorson, sambands- þingmaður fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið syðra, er nýkominn til borgarinnar ásamt tfjölskyldu sinni, að loknu þingi. Var þeim hjónum haldið veglegt samsæti á Marlborough hótelinu síðast- liðið þriðjudagskvöld. Flutti Mr. Thorson þar fróðlega og snjalla ræðu, sem hans var von og vísa. EF ÞÉR hafið í hyggja að byggja, þá tryggið yður hjá oss TIMBUR The Mc.Arthur Lumber & Fuel Co., Ltd. Cor., Prince»9 & Higgins Ave., Winnipcg. 8lmi 86 619 Gert í Winnipeg Allar tegundir af rafáhöldum fyrir heimilið. Einnig allskonar aðgerðir. Hlutir silfraðir og nickel litaðir. SÍMI: 24 267 GARRY ELECTRIC FIXTURE C0„ LIMITED 120 LOMBARD ST. - WINNIPEG Móðurminningar (Mrs. Anna Gestsson.), Samkvæmt símskeyti til Árna fasteignasala Eggertssonar, voru eftirgreindir menn kosnir á aðal- fundi í framkvæmdarstjórn Eim- skipafélags íslands: Árni Egg- ertsson, Hallgr. Benediktsson, Halldór Þorsteinsson og Jón Ás- björnsson. Fundurinn ákvað að greiða hluthöfum 4 af hundraði gróðahlutdeild fyrir árið 1928. Einnig var framkvæmdarnefnd- inni heimilað, að kaupa, eða byggja, eitt eða tvö skip. — Hlut- hafar vestan hafs, eru beðnir að senda arðmiða sína til Árna Egg- ertsonar, 1101 McArthur Bldg., Winnipeg’. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............................B. G. Kjartanson. Akra, N. Dakota...........................B. S. Thorvardson. Arborg, Man..............................Tryggvi Ingjaldson. Arnes, Man..................................F. Finnbogason. Baldur,-Man.....................................O. Anderson. Bantry, N.Dakota............................Sigurður Jónsson. Beckville, Man.............................B. G. Kjartanson. Bellingham, Wash.......................Thorgeir Símonarson. Belmont, Man...................................O. Anderson Bifröst, Man.............................Tryggvi Ingjaldson. Blaine, Wash.............................Thorgeir Símonarson. Bredenbury, Sask...................................S. Loptson Brown, Man.......................................J. S. Gillis. Cavalier, N. Dakota.......................B. S. Thorvardson. Churchbridge, Sask.................................S. Loptson. Cypress River, Man........................F. S. Frederickson. Dolly Bay, Man..............................Ólafur Thorlacius. Edinburg, N. Dakota.........................Jónas S. Bergmann. Elfros, Sask..........................Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask............................Guðmundur Johnson. Framnes, Man..............................Tryggvi Ingjaldson. Garðar, N. Dakota.........................Jónas S- Bergmann. Gardena, N. Dakota........................ Sigurður Jónsson. Gerald, Sask.......................................C. Paulson. Geysir, Man.......................... .. Tryggvi Ingjaldsson. Gimli, Man.......................................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..............................F. S. Fredrickson. Glenora, Man...................................O. Anderson, Hallson, N. Dakota.......................Col. Paul Johnson. Hayland, Man...................................Kr. Pjetursson. Hecla, Man..................................Gunnar Tómasson. Hensel, N. Dakota...........................Joseph Einarson. Hnausa, Man.................................F. Finnbogason. Hove, Man......................................A. J. Skagfeld. Howardville, Man..........................................Th. Thorarinsson. Húsavík, Man.....................................G. Sölvason. Ivanhoe, Minn......................................B. Jones. Kristnes, Sask...............................Gunnar Laxdal. Langruth, Man.............................John Valdimarson. Leslie, Sask....................................Jón Ólafson. Lundar, Man.................................. .. S. Einarson. Lögberg, Sask.....................................S. Loptson. Marshall, Minn.....................................B. Jones. Markerville, AHa............................................O. Sigurdson. Maryhill, Man................■..................S. Einarson. Minneota, Minn.....................................B. Jones. Mountain, N. Dakota........................Col. Paul Johnson. Mozart, Sask...................................H. B. Grímson. Narrows, Man....................................Kr Pjetursson. Nes. Man...................................................F. Finnbogason. Oak Point, Man................................A. J. Skagfeld. Oakview, Man................................ólafur Thorlacius. Otto, Man........................................S. Einarson. Pembina, N. Dakota..............................G. V. Leifur. Point Roberts, Wash............................S. J. Myrdal. Red Deer, Alta......................•..........O. Sigurdson. Reykjavik, Man..................................Árni Paulson. Riverton, Man............................... Th. Thorarinsson. Seattle Wash...................................J. J. Middal. Selkirk, Man....................................G. Sölvason. Siglunes, Man................................Kr. Pjetursson. Silver Bay, Man.............................Ólafur Thorlacius. Svold, N. Dakota..........................B. S. Thorvardson. Swan River, Man.................................J. A. Vopni. Tantallon, Sask.................................. C. Páulson. Upham, N. Dakota.............................Sigurður Jónsson Vancouver, B. C..............................A. Frederickson. Viðir, Man................................Tryggvi Ingjaldsson. Vogar, Man.....................................Guðm. Jónsson. Westbourne, Man...........................................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach. Man.............................G. Sölvason. Winnipegosis, Man................... .. Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask..............................Gunnar Tohannsson. Ó, móðir! Þú elskunnar lifandi ljós, sem lýstir oss, börnunum þínum. jl sál þinni angaði útsprungin rós með ilminn af blöðunum þínum. í Þú vermdir og ,styrktir og og léttir oss leið, 0g leiddir, vor ástríka móðir. Við hönd þína sérhver oss gata var greið: að gæfuveg illfærar slóðir. Þótt ástríka hjartað þitt mæddi oft mein þú máttir ei starfinn linna. Og blessandi Ijósið þitt bágstödd- um skein: að bæta og gleðja og blynna. Þú mettaðir svangan—þitt síð- asta brauð ; til saðningar gjötful þú veittir. Þú vanst eins og hetja—með elsk- unnar auð við auma sem jafningja breyttir. Þá sofnað er holdið og svífur 'burt önd, það saknaðar harmtárin vekur. 1 guðsfriði, móðir! Á græðarans strönd, nú guð þig á arma sér tekur. jí brjóstinu gleym-roér-ei blómið þitt grær, sem brosir við sorgunum mínum. Það himneskum bjarma á blöðin þess slær frá blessuðum minningum þínum. G. J. Jónasson. ROSE THEATRE Sargcnt at Arlington cUhe fYest £nds Finest ‘Uheatre Thurs. Fri. Sat. (this week) RAMON NAVARRO “The Flying Fleet” ivith SOUND and MUSIO EXTRA ADDED— “Mis-Information” —an exceptionally entertaining 100% Talking Oomedy and “The Lash” —A short all-talking drama with a real moral. ' Mon. Tues. Wed. (next week) A Picture that will stir the Hearts of Audiences “Mother Machree” with the beautiful theme song in SOUND Starring—Belle Bennett—Neil Hamilton—Victor McLaglen ALSO— A 100% Talking featurette “Retribution” and other talking short subjects. DON’T MISS THE8E TWO GREAT PICTURES Land til sölu S. E. J4, Sec. 18, Tp. 19, R. 1, E. of lst Mer., nálægt Inwood, Man. Verð út í hönd $200.00 Upplýsingar hjá J. T. CASE CO., 81 Water Street, Winnipeg PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blðmskraut fyrir öll tækifæri Sérstaklega fyrir jarSarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Phone 36 102 100 herbergi, með eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYMOUR HOTEL Sími: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manitoba SAFETY TAXICAB C0. LTD. Beztu bílar í v*röldinni Til taks dag og nótt. Sann- gjarnt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Léland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. Eina hótelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði CJLUB HOTEL (Gustatfson og Wood) 652 MainSt. Winnipeg Ph. 25 738. Skamt norðan við C.P.R. stöðina. Rejmið oss. Aðeins $5.00 niður Auðveldar afborganir HIN NÝJA AutoMatic Eina þvottavélin með Invertible Agitator Konur viðurkenna hlunn- indin, sem þessari þvotta- aðferð fylgja. Innan í hinum stóra kopar- bala, má nota Duo Disc nið- ur á botni við lítinn þvott, eða þá að snúa má honum við og þvo í honum upp við barminn, ef um þungan þvott er að ræða. Ot í hönd $135 Wmnípe^Hifdro, 55-59 PRINCESSSI Ferðist með Stœrstu Canada Skipum Canadian Pacific skipin eru hin stærstu, hraðskreiðustu og nýjustu skip, sem sigla milli Canada og annara landa. Valjið þau, ef þér farið til Isiands, eða annara landa 1 Evrðpu, eða ef þér hjáipið frænd- um og vinum til að koma frá ætt- landinu. Ágætur viðurgerningur og allur að- búnaður veldur þvl, að þúsundlr manna kjðsa þau öðrum fremur. Tíðar og reglulegar siglingar THIRD CLASS $122.50 TOURIST THIRD CABIN $132.50 Milli Canada og Reykjavíkur Séð um vegabréf og annað, sem ' þér þurfið við. Allar sérstakar upplj'Bingar veitir W. C. CASEY, aðalumboðsmaður. C. P. R. Bldg., Main & Portage, Winnipeg. eða H. S. BARDAL, 894 Sherbrook St., Winnipeg. Canadian PaciCic Steamships

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.