Lögberg - 04.07.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.07.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG BTMTUDAGINN 4. JÚLl 1929. Bls. S. SUMARNÓTT. Vakir yfir vogum friður, vafin kyrS er hlíðin öll. Gáska hættið. Ga>t að yður, gerið ekki helgispjöll. Óknum nætur angurblíðum innir jörðin helgisvar; samræm heild af söngvum þýðum signir þrá til blessunar. Andar blær um unnir kaldar, ást í hverjum drætti býr. Er, nótt, þú þessum töfrum tjaldar, til þín sál mín hrifin flýr. Gef mér þessa göfgu blíðu — girnist ég ei dirfð né þrótt—; varpa burtu vondu, stríðu, — vef mig friði, góða nótt. Feldu mig í faðmi þínum, fregn mér leyndarmál þín hljótt; firr mig’ öllum sorgarsýnum, — Sign mig friÖi, góða nótt. Kenn inér alla kosti þína, kærleiks unn mér sýna gnótt. Svæf mig, fvll þú sálu mína sælum friði, góða nótt! —Smári. Hd. HEILRÆÐI TIL UNGLINGE. Að treysta Guði, sjálfum sér og sínum vinum, ráðið ér. — 1 hverjum manni er gull og grjót. AS gulli skaltu fremur leita; það yfirleitt mun yndi veita, í hinu er engin auðnubót. Vegur til gleði og gengis er, að líta fús hið fagra’ og góða. sem förunautur á að bjóða, þá felst liið lága fyrir þér, og verður síðan engn að, oss ótal d;emi sýna það. Þó gæt þess, vin er velur þér, hve valið sumra illa fer. Fífa þrífst ekki fjólu hjá, né ferginið hjá baldursibrá; ei .sa>mir skrautjurt akri á, né axið stofublómi hjá. En víða lilja vex og rós, ef vantar ekki skjó né ljós. Illgrosi rangnefnt oft er þaÖ, sem ekki kemst á réttan stað. Börnunum öðrum bömum með er bezt að venjist þeirra geð. Að vera ’ei bam á bemsku tíÖ, að 'bömum gerir eldri lýð. Heyrðu mig, góði Halli minn! Hertu þig við að læra málið! sjóddu í viljann sjöfalt stálið, heftir þá engin hindrunin. Sárt hefi eg iðrast þess og þrátt, á þínum aldri hve lærði ég fátt; því þekkingin — það vitum vér — að velferð sannri lykill er. En göfuglyndiö gengur að göfugum hjörtum — mundu það. Glaðlvndið þrátt þér gerðu tamt, til góÖra vina þá er skamt. Fastlyndi hygnum heiður er; en heimskum einatt miður fer. J. J. f. M. Raidað við sveitabarn. / Lag: A, b, c, d, e, f, g. Oft fer pabbi út í fjós; ef aS dimt er, kveikir ljós; gefur liestum, kálfum kúm, kastar strái-’ í þeirra rúm; hendir mat í liæsnin sín, hendir skoli fvrir svín; leitar máske eggi að, ef að mömmu vantar það. J. J. f. M. HÆRRA, HÆRRA! (Brot úr kvæðinu “Lampadísin”. Hver guðleg liugsun, göfugt orð til himins bvggir brú og góðverk, sem hér óx á storð og ber oss gleði nú. Er stærstu sálna streymir flóð fær straumþrá okkar hjartablóð og lyftist líkt og liaf þeim lágu söndum af. Hm eilífð tign og þökk sé þeim, sem þannig lyftu okkur heim með orðum, hug og hönd frá hversdagslífsins strönd. Smári. (Hulda þýddi.) PALIA EGGJASKALLI. (Erlerid þjóðsaga, endursögð). Einu sinni var drengur, sem kallaður var Palli. Hann var svo sem engin fyrirmynd, hvorki vel siðaður né vel að sér. En eitt var hann: Hann var dæmafár mathákur. Uppá- haldsmatur lians var egg. Mamma lians gaf lionum jafnan tvö egg til miðdagsverðar, en hvað hafði það að segja? Palli liafði sjálfsagt lyst á einum sex. Móðir hans áleit hinsvegar, að hann hefði ekki gott af méiru en tveinj. — Einu sinni var Palla “sýnd veiðin en ekki gef- in.” Hann rakst á fimm glæný egg í hænsna- kofa náibúans. “Þetta kom sér þó vel,” hugs- aði Pallli. “Eggin tek eg og sýð og et þau síð- an, án þess að nokkur viti af. Það er ekki svo oft, sem eg fæ mat minn refjalaust.” — Palli ætlaði sér í fyrstu að taka eg'gin í vasaklútinn sinn, en þau rúmuðust ekki í honum. Þá var ekki um annað að gjöra, en að taka þau í húf- una, og það gerði Palli. Svo setti hann húfuna upp, því hann vildi ekki láta neitt á neinu bera. En það hefði hann ekki átt að gera. — Ekki hafði Palli haldið lengi heimleiðis, er hann niætti ferðamanni enum, sem helsaði honum kurteislega og “tók ofan”. Palli’ varð hálf- vandræðalegur. Hann átti mjög erfitt með að endurgjalda virðulega kveðju, af skiljanlegum ástæðum. HaCnn varð því að láta sér nægja að hneigja sig svo prúSmannlega, sem föng levfðu. en ekki tók hann ofan. Þetta ])ótti ferðamann- inum kynlegt fyrirbrigði og spyr kankvíslega, hvort hann hafi ’egg í húfunni — eða hvort hún sé föst niðri í.—“Nei, nú gengur fram af mér,” sagði Palli við sjálfan sig; “við þennan náunga er ekkert eigandi.” Svo tók Palli til fótanna og hljóp og hljóp, unz hann mætti prestinum. “Góðan daginn, drengur minn,” mælti prestur. Palli lmeigði sig, en ekki tók hann ofan. Presti þótti Palli ekki meira en svo kurteis, og spyr því dálítið hvatskeytlega: “Hefir þú egg í húf- unni — eða hvað?” — “Nú hækkar það,” lmgs- ar Palli með sér; iivort munu allir \úta um þessi fimm egg, sem eg hefi í húfunni?” Og svo hljóp hann frá prestinum án þess að svara og fvlgdi nú ekki lengur alfaraleið, heldur ]iaut vfir holt og móa. En þá >tók ekþi betra við, því nú mætti hann sjálfum sýslumanninum. Sýslu- maðurinn kastaði kveðju til Palla, og Palli hneigði sig svo virðulega sem honum var unt, en auðvitað tók hann ekki ofan. Það fauk fljótt í sýslumann, enda var hann bæði bráð- lyndur og tiltektasamur að eðlisfari. Segir hann því við alla: “Hvað er þetta? Tekurðu ekki ofan, þrjóturinn þinn? Eða hefr þú egg í húfunni?” — “Þar fór nú það, sem hélt,” hugsaði Palli með sér. Lét hann nú gersam- lega hugfallast og brast í sáran grát. “Taktu ofan,” skijjaði sýslumaður. Palli hikaði og grét. — “Eg skal sannarlega hjálpa þér,” drundi í sýslumanni, um leið og hann ])reif húfuna af Palla. Hamingjan góðasta! Hvert eggið af öðru hrundi úr húfunni og varð að klessu á jörðinni fyrir fótum Palla. “Jæja, karlinn! Það voru þá egg í húfunni. Hvar stalstu þeim?” hrópaði sýslumaður. Vesalings litli Palli. Alt varð hann að meðganga. Og sáran sveið eftir hýðinguna. Og sár var sneyp- an. En sárast af öllu var ])ó upppnefni lags- bræðranna: Palli eggjaskalli! En mikiÖ lærði Palli af þessu atviki.------ Lát þér víti Pclla að varnaði verða, utifjur 'lesari! — Smári. STEINNINN, SEM IIITTI SENDANDANN. (Þýtt úr ensku.) * “Ó, drengir, drengir! Hendið ekki steinin- um í veslings fuglinn,” sagði gamli gráskegg- ur við nokkra drengi, sem höfðu það að leik, að henda steinum og reyna að hitta kríu, sem var að fljúga gargandi vfir sjónum, skamt frá þeim. “ Ilvers vegnaekki?” spurði lítill drengsnáði í hópnum. “Hún gargar svo grimmilega, að okkur er illa við liana.” “Já, en hún notar röddina, sem guð gaf lienni; og væntanlega er sú rödd eins hugþekk vinum hennar, eins og vkkar rödd þeim, sem elska ykkur. Og auk þess er eg hraxldur um, að steinninn geti hitt þann, sem hendir honum, og sært hann sári, sem ekki grær alla æfina,” svaraði öldungurinn. “Hitt þann., sem hendir?” hrópuðu dreng- irnir. “Við skiljum þig ekki.” “Jæja ! Komið þá, eg ætla að segja ykkur sögu.” “Er það sönn saga?” “Já, hvert einasta orð er satt. — Fyrir 50 árum var eg drengur á ykkar aldri Þá æfði eg mig á því að henda steinum, og náði loks svo mikilli hæfni, að eg misti aldrei marks. Skömmu seinna fór eg í vist til gamalla hjóna, er bjuggu í sveitinni, nærri kauptúninu, sem eg ólst upp í. Hjón ])essi voru þá hnigin að aldri, en ern vel og ung í anda. Þau virtust elska alla menn og allar skepnur; öll dýr, sem þau höfðu \undir höndum eða dvöhlu í návist þeirra, virtust elska. þau. Hvergi lireiSruðu sig eins margar svölur undir hlöðuþaki, eins og á Idöðunni þeirra. Fyrir sjö árum höfðu svölulijón •sez't þar að, alið þar up unga sína á liverju ári síð- an. — Sama daginn, sem eg kom í vistina, komu svölumar, sem um veturinn liöfðu dval- ið í heitu löndunum, aftur til hinna fornu stöðva sinna. Hjónin fögnuðu komu þeirra eins og endurkomu tryggra vina. Svölurnar flögruðu og hoppuðu, eins og þær væru fegnar, að vera enn þá einu sinni komnar á bernskustöðvar bamanna sinna. — Eg var við og við um dag- inn að hugsa um að reyna hæfni mína á öðrum hvorum þessara veslings fugla. Um kvöldið, er eg hafði lokið verki mínu, sá eg að annar fuglinn sat á þvottasnúru staur, þar nærri, sem þau liöfðu byrjað að byggja lireiður si'tt. Hann Ilann liorfði svo öruggur á mig, eins og hann vildi segja: “Eg veit, að þú munir ekki gera mér mein, því liér eiga allir fuglar griðastað.” Eg fann mér fallegan stein, og miðaði með svo mikilli nákvæmni, að steinninn liitti fuglinn beint í höfuðið, og steytist hann þegar stein- dauður niður. A því augnabliki opnuðust augu mín fyrir því, hvað eg liafði gert. Eg kendi sárrar hrygðar, þegar eg sá fuglinn dauðan fvrir fótum mér. En ódæðið var unnið, og varð með engu móti aftur tekið. Allan næsta dag flögraði makinn um, og kvak hans lýsti svo sárum söknuði, að það gekk mér til hjarta. Hví hafði eg svift saklevsingjann lífi, og bak- að makanum svo mikla sorg? Eg mintist ekki á þetta við gömlu hjónin, en þau komust, samt eftir því hjá einu af barnalböraum sínum. Jafnvel þó þau mintust aldrei einu orði á þetta, þá fann eg, að þeim sárnaði vegna fugls- ins, og grimd mín hrygði þau mjög. Eg gat aldrei eftir þetta litiÖ framan í þau, án þess að blygðast mín. Mig langaði oft til að segja ])eim, hve mjög þetta hermdarverk mitt hrygði mig, en mig brast alt af kjark til þess. — Þau eru dáin fvrir fjölda örgum árum, og það er hinn syrgjandi fugl sjálfsagt líka. Getið þið nú ekki séð, hvernig steinninn, sem eg drap fuglinn með, hitti sjálfan mig? Hversu djúpu, ólæknandi sári hann særði endurminningu mína og samvizku? Eg vildi mikið gefa til, að eg hefði aldrei framið ]>að ódæði. — Eg hefi engnm sagt þetta fyr en ykkur nú, góðu dreng- irnir mínir! Ög það mundi gleðja mig mikil- lega, ef það, sem eg liefi sagt, hindraði ykkur frá því, að áreita saklausar skepnur, sem hafa sama rétt og þið til að njóta lífsins. ” Drengirnir sleptu steinunum, sem þeir héldu á og hættu alveg við lienda í fuglana. —Smári. t St. J. ÖLAFUR TRYGGVASON. Norður sæfáka byrinn ber; birta tekur; í lyfting er Erlingur Skjálgsson af Jaðri; Starir suð’ram haf og hugsar: Hvað mun tefja Óilaf Tryggvason? Langskip fimmtíu flutu þar,' feld vora segl; þá horfðu á mar dáðríkir menn; þeir mæltu: Hver veit um orminn langa? Hvað mun tefja Ólaf Tryggvason? Nóttu síðar, er sólarroð sá við hafsbrún, en enga gnoð, hvein eins og stormur stríður: Hver veit um Orminn langa? Hvað mun tefja Ólaf Trygg\*ason? Hljóða, — hljóða í sama svip setti menn, því við hvert eitt skip kveinuðu kaldar öldur: Hroðinn er Ormurinn langi! Horfinn er Ólafur Tryggvason. Síðan heyrist í .sjávarnið sífelt Norðmönnum kveða við, helzt þó í afturelding: Hroðinn er Ormurinn langi! Horfinn er Ólafur Trvgg\*ason! —Smári, Björnson—Gestur þýddi. Stóru og litlu fiskarnir. Fiskimaður tók upp net, er hann liafði lagt í sjó, og var það fult af allskonar fiskum. Litlu tiskarnir runnu út um möskvana og leituðu aft- ur niður í djúpið, en stóru fiskamir náðust. all- ir og voru dregnir uppp’í bátinn. — Oft er það. að smáir sparast, þegar stórir farast, — Úlfurinn ái banasœnginni. Olfur nokkur lá aðfram kominn og rendi aft- ur huganum vfir sína liðnu æfi. “Já,” sagði hann, “reyndar hefi eg margar og miklar syndir á samvizkunni, en ekki verð eg þó með- al verstu illvirkja talinn, því jafnframt og eg liefi mikiÖ ilt framið, þá hefi eg líka gert mikið gott. Einu sinni — eg man það, eins og ])að liefði verið í gær — kom kindar tetur eitt, sem ráfað hafði frá hjörðinni, þangað, sem eg var, og samt gerði eg henni ekkert mein. I annað skifti, er kind nokkur ögraði mér með ósvífnis.-* legú jarmi, þá heyrði eg á það með stillingu og hógværð, þó hundarnir væru svo langt í burtu, að eg þurfti ekki að óttast ])á.” — Alt þetta get eg vitnað,” sagði refurinn, vinur úlfsins, sem þjónustaÖi hann undir andlátið, “eg man | Proiessional Cards ! o 5 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldgr. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN *»1. lögfræCingar. Skrlfstofa: Room 811 McArthor Buiidlng, Portage Ave. P.O. Box 165« Phonea: 26 849 og 26 84« DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimill: 764 Victor St„ Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N Islenzklr lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 963 peir hafa eínnig skrifsbofur að Lundar, Riverton, Gimli og Pinery og eru þar að hltta & eftirfylgj- andl tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrarta miðvlkudag, Piney: priðja föstudag I hverrjum mð.nuði DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Rsgnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaður. Rosewear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric R^ilw. Cmbrs. Winnipeg, Canada Síjni: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg. Main St. south of Portage Phone: 22 768 DR. Ao BLONDAL Medlcal Vrts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjökdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Ofifice Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sfmi: 28 180 G. S. THORV ALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. A. C. JOHNSON 907 Confederation Llte Sld*. WINNIPKG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- lr. Skriflegum fyrirspurnum svarað Bamatundls. Skrifstofusími: 24 263 Heimasimi: 33 328 / J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. Útvega peningalán og elds- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349 A. S. BARDAL 849 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um öt- farlr. AUur Otbúnaður eá baaBL Eonfremur selur hann all»ko—t mlnnisvurða og legateina. Skrifstofu tals. 86 607 Uelmllia TaLs.: HW Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. Islenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 3ö6 Main St. Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til min, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 , DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 ÍSLÉNZklR FASTEIGNA- ! SALAR ’■ Undirritaðir selja hús og lóðirl ;0g leigja út ágæt hús og íbúðir,; hvar sem vera vill í bæuum. Annast enn fremur um allskon*: ^ar tryggingar (Insurance) og veita fljéta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 <5. h. Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 501 Boyd Building Phone *« 171 WINNIPEG. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- ogMat-söluhúsið aem þeeel borg heflr nokkurn time haft IniiMi vébanda slnna. Fyrlrtake máltíðir, skyr, pbnnu- kökui, rullupyása og þjöðrsuknUí- kaffL =- Utanbæjarmenn fá eé 1 ávalV ^rst hresslngu 4 WEV EL CAFE, 692 Sargemt At» Slml: B-S197. Rooney Stevens. elgandU. SIMPSON TRANSFER Versla moð egg-á-dsg hænsnafðður Annast elnnig um allar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St„ Winnipeg meira að segja, livernig þá var ástatt; það var einmitt þegar þú livomaðir í þig lambskrokkinn með mestri græðginni, svo að beinið stóð í þér, sem trönunni tókst að ná.” —Stgr. Th. þýddi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.