Lögberg - 04.07.1929, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.07.1929, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1929. ABYGGILEG PENINGA TRYGG- j \ ING I HVERJUM POKA. Robin Hood er mæli- kvarði þess sem ágæt- aster. Kaupmenn sem höndla það hafa áreið- anlega góðar vörur af öðrum tegundum. RobinHood FI/OUR EF ÞÉR hafið í hyggji að byggja, þá tryggið yður hjá oss TIMBUR The Mc.Arthur Lumber & Fuel Co., Ltd Cor., Princcas & Higfgins Avc., Winnipeg:. Simi 86 619 r Ur bænum Miss Jóhanna Högnason, bú- stýra landbúnaðarskóla Minnesota ríkis, og Miss Goorgia Lommen lögðu á stað þann 29. jún frá New York, með skipinu Cal- garic, beina leið til íslands. Bú- ast þær við að ferðast þar um í Þrig^ja vikna tíma. Leggja þær svo á stað til Geneva, sem fulltrú- ar Mipnesota Educational Asso- ciation, og sitja þar allsherjar þing Internatinal Educational As- sociation,, sem haldast á um næstu mánaðamót. Ferðast þær svo um Mið-Evrópu, Skandinavíu og Eng- land. — Þarna sækja góðir gest- ir ísland heim, og er engin hætta á því, að þeim leiðist þann tíma, sem þær verða í gamla menning- arlandinu, enda kunna íslending- ar að meta góða gesti. Þann 15 júní síðastliðinn and- aðist á heimili sinu í Víðinesbygð í Nýja íslandi, Þorsteinn Jónsson Mjófjörð, tæpra 79 ára að aldri. Hann var maður vinsæll og vel gefinn. Jarðsunginn 17. júní af séra Sig. Ólafssyni að viðstöddum fjölda fólks. Miðvikudaginn 26- júní voru þau Halldór Hjörleifsson frá Winnipeg Beach og Jóhanna 01- son frá Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni að 493 Lipton St. Heim- ili þeirra verður að Winnipeg Beach. Nýlega er stofnað nýtt félag innan Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, og er nefnt Men’s Club. Það er ætlað fullorðnum karl- mönnum aðeins, og mun tilgang- urinn einkum sá, að auka meiri og betri kynning meðal safnaðar- manna. Allmargir munu þegar hafa gengið í félagið og hefir það kosið sér stjórnarnefnd. í henni eru: Eggert Fjeldsted, foresti; J. J. Swanson, varaforseti; S. 0. Bjerring, skrifari og féhirðir; J S. Giilies og J. Ragnar Johnson. Séra Sig. ólafsson messar sd. 7. júl: í Árborg kl. 2 e. h. og í Riverton kl. 8 síðdegis. Fjögur herbergi til leigu, án húsgagna. Gas. 676 Sargent Ave. Sími: 34 298. Séra H. Sigmar og frú hans, frá Mountain, N.D., voru stödd í borg inni á þriðjudaginn. Dr. K. J. Austman, frá Wynyard Sask., var staddur í borginni fyrri hluta vikunnar. Mr. Jón Freysteinsson, frá Churchbridge, Sask., var í borg inni í síðustu viku. Mr. Friðfinnur Sigurðsson, frá Geysir, iMan., var í borginni fyrii helgina. í dag, 4. júlí, opnar Winnipeg Electric félagið sína nýju og veg- legu byggingu—The Power Build- ing—á Portage( Rve., ki. 2.30 e.h., og verða þá þar til sýnis og sölu allskonar gas-« og raf-áhöld, sem nöfnum tjáir að nefna. Sjö stúlkur, tilheyrandi Junior Club, koma þar fram í viðeigandi búningi, til að sýna “Systurnar sjö”. Þær, sem til þess hafa ver- ið valdar, eru Mrs. James Carruth- ers, Mrs. Edward Liersch, Miss Margatet Muir, Miss Margaret Richards, Miss Ruth Glasgow, Miss Eleanor Montague og Miss Nancy Montague. Nokkur hluti af því, sem inn kemur fyrir selda muni þennan dag, gengur til Unior Club. Eitt af því merkilega, sem þarna er að sjá, er það, til hve margra hluta nota má raforkuna á heim- ilunum. Nú má svo heita, að á heimili með öllum síðasta út- búnaði, þurfi húsmóíSirin ekki annað að gera en snúa á rafork- unni, og þá vinnist heimilisverk- in svo að segja af sjálfu sér. Nú t. d. fylgir því ekkert erfiði leng- ur að þvo þvott, svo fullkomin eru rafáhöldin, sem til þess eru notuð. Edward Anderson, K. C., forseti Winnipeg Electric félagsins, opn- ar sölubúðina á formlegan hátt kl. 3.30 e. h. í dag. Hin nýja Power Building er á Portage Avenue, rétt austan við Gert í Winnipeg Allar tegundir af rafáhöldum fyrir heimilið. Einnig allskonar aðgerðir. Hlutir silfraðir og nickel litaðir. SÍMI: 24 267 GARRY ELECTRIC FIXTURE CO., LIMITED 120 LOMBARD ST. - WINNIPEG Hudsons Bay búðiná. Er hún á allan hátt hin prýðilegasta og fullkomnasta sölubúð í Canada, þar sem rafáhöld eru til sýnis og sölu. Verður þar vafalaust gest- kvæmt mjög í dag. Miðvikudaginn þ. 26. júní voru gefii\ saman í húsi Sveinbjörns Loptssonar í Bredenbury, Sask., þau Steinunn Solveig Finnson og Edgar G. Kaeding. Brúðguminn er ættaður frá iPenn í Norður- Dakota; brúðurin er dóttir Guð- jóns sál. Finnssonar og konu hans Steinunnar, sem enn lifir mann sinn og á heima hér í grend- ini. — Fáum dögum fyrir gifting una, héldu ungu stúlkurnar brúð- urinni kveðjusamsæti. Var margt til skemtana og margir ágætis- réttir fram bornir. Meðal annars talaði Björn Hinriksson til hinn- ar væntanlegu brúður,, og til hinna yngri manna, og sagði, sem satt var, að ekki dygði fyrir þá, að láta ungn stúlkurnar ganga úr greip- um sér. Var gerður góður rómur að máli hans. Líka var sungið á milli ræðanna. — Hvítvængjuð snekkja var leidd inn í salinn og stöfuðu segl við hún; leiddu hana tvær smámeyjar skrýddar hvítum silkiskikkjum. Snekkjan hafði meðferðis gjafír, og var hin til- vonandi brúður beðin að þiggja, sem vott um virðing og þakklæti gefendanna. Þakkaði hún gjaf- irnar með velvöldum vinarorðum. Menn dreifðu nú úr sér og unga fólkið flutti sig út á iðgrænan balann fyrir utan húsið, og lék græskualusum leikjum æskunnar, Aðrir bjuggust burt, kvöddu vini og væntanleg brúðhjón, með hlý- hug liðinnar gleðistundar og góðr- ar endurminningar. S. S. C. Mr. Vilhjálmur Pétursson frá Baldur, Man., hefir verið staddur í borginni undanfarna daga. Mrs. Jóhanna Jakobson, á tvö bréf á skrifstofu Lögbergs, er annað þeirra frá íslandi. Heim- ilisfang hennar utan á bréfinu á að vera Selkirk, Man. En nú er sagt, að kona þessi muni eiga heima í Winnipeg. Doors Open Daily 6.30 to 11. Sats. 1 to 11 WONDERLAND This Weck: THTJRSDAY, FRIDAY & SATURDAY, Renee Adoree * Conrad Nagel “MICHIGAN KID” fSST" ‘Don’t STSÍiss ‘Uhis £ntrancing Show ! Xext Week: MONDAY, TUESDAY & WEDNESDAY, Marion Davies « Nils Aster in “HER CARDBOARD LOVER’ Jlso “HIS PRIVATE LIFE’’ A DOUBLE BILL ! Winnipeg’s Cosie§t Family Theatre i * Ný kristileg starfsemi í gær lögðu af stað til íslenzku bygðanna við Manitobavatn, tvær stúlkur frá Winnipeg, og ætla þær að dvelja þar mánaðartíma og leiðbeina fólkinu sem þar býr við sunnuadgsskólahald og', yfirleitt við uppfræðslu barna og unglinga í kristnum fræðum. Það er fyrir tilstilli Hins sam- einaða kvenfélags kirkjufélagsins, að þessi starfsemi er hafin og með kirkjufélagsins fullu samþykki og ráði. Stúlkurnar, sem góðfúslega hafa tekið þetta verk að sér, eru þær Miss Jenney Johnson og Miss Guðrún Bíldfell. Þær eru báðar skólakennarar hér í borginni og báðar hafa þær mikla æfingu í sunnudagsskólakenslu og hafa afl- að sér mikillar þekkingar í þeirri grein. Það er því ekkert efamál, að þær eru alveg sérstaklega Vel færar til þessa verks, og enginn, sem nokkuð þekkir til þeirra, ef- ast um að þær leysi verk sitt hér vel að hendi, eins og ávalt og al- staðar. Jafnvel þótt tíminn sé stuttur, sem þær Miss Johnson og Miss Bildfell geta sint þessu mikla nauðsynjaverki í þetta sinn, þá getur ekki hjá því farið, að það verði til mikils gagns og af því leiði mikið gott. Á því svæði, sem hér er um að ræða, hefir lengst af verið heldur lítil safnaðastarf- semi og lítið um sunnudagsskóla- hald, og þarf ekki að efa, að þessi hjálp verður vel þegin af þeim öll- um, sem kristindómi unna, mikið fagnaðarefni. Sam^inaða kven- félagið á hinar beztu þakkir skyld- ar fyrir þetta, en sérstaklega stúlkurnar tvær, sem verja frí- tíma sínum til þess, að uppfræða börn og unglinga í kristnum fræð- um og leiðbeina hinum eldri við það afar þýðingarmikla verk. Frá Islandi. Eins og frá hefir verið skýrt í blöðunum, hafa verið gróðursett- ar trjáplöntur við ýmsar opinber- aar byggingar í Reykjavík í vor, við Stjórnarráðshúsið, Mentaskól- ann, Á Arnarhólstúni við Safn- busiðy Kennaraskólann og Mál- Seysingjaskólann. Einnig hafa verið gróðursettar trjáplöntur á Kristnesi í Eyjafirði Frumkvæð- ið að trjáplöntun þessari á Jónas Jónasson ráðherra, en umsjón með plöntuninni hefir Sigurður búnað- armálastjóri haft fyrir stjórnina. Aðallega hafa verið gróðursettar birkiplöntur, reyniviður og læ- virkjatré. Pllointurnar eru sum- part úr Háls- og Vaglaskógi í Fnjóskadal, en einnig allmikið af plöntum frá vesturströnd Noregs. -Vísir. Skemtiferd til Selkirk Islenzkir Goodtemplarar Skuldar og Heklu. Farið verður með sérstökum strætisvögnum sunnudaginn 7. júlí, kl. 1.30, frá North Car Barns. Fargjald 50c, og 25 c. fyrir börn. — Program: söngur, ræður og kvæði, byrjar kl. 4 í “parkinu”, kapphlaup og fleiri skemtanir á eftir. — Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudaginn 7. júlí messað Gardar, kl. 11 f.h., að Mountain, kl. 3 e. h. og á ensku að Hallson kl. 8 e. h. Allir velkomnir. H. S. Á þriðjudagskveldið í þessari viku, lögðu þau séra N. S. Thor láksson og frú hans af stað áleið- is til Japan. Þar er nú, eins og kunnugt er, sonur þeirra, séra Octavíus Thorlaksson og frú hans og mun ferðinni fyrst og fremst heitið á þeirra fund. Fyrst fara þau til Edmonton og verða þar nokkra daga hjá Hálfdáni syni sínum, .sem þar býr, en sigla frá Vancouver hinn 25. þ.m. Hvað lengi þau hugsa sér að dvelja í Austurheimi, vitum vér ekki, en Lögberg óskar hinum öldnu hjón- um alúðlega góðrar ferðar og allra heilla. Gift voru hinn 19. f. m. þau Mr. Stanley Howard Stefansson og Miss Ása Bergþóra Sigurgeirs- son, bæði frá Hecla P. O., Man. Hjónavígslan fór fram að heimili þeirra Mr. og Mrs. J. Hann^sson, 523 Sherbrooke Se., Winnipeg. Brúðurin er systurdóttir Mrs. Hannesson. Fór þar fram mjög rausnarlegt og ánægjulegt sam- sæti að hjónavígslunni afstaðinni. Dr. Björn B. Jónsson gifti. AT THE WONDERLAND Thursday, Friday, Saturday Skáldkonan góðkunna, Mrs. Laura Goodman-Salverson, dvel- ur í borginni um þessar mundir, ásamt syni sínum, í gistivináttu móður sinnar og systkina. Héðan hygst hún að hal-da innan skamms til NeN York, og finna þar for- leggjara að máli, er gefa mun út eitthvað af nýjum bókum hennar. Heimili -Mr.s Salverson er um þessar mundir í Port Arthur, Ont. Lóð til sölu á Gimli, við hina á- gætu ‘‘Gimli Road”, inngirt og trjásett, gott útsýni fram á Gimli- víkina. Stærð (6x132 ft. Verð ^200, má borgast á 8 árum. G. B. Jónsson, Box 334, Gimli, Man. iScene ft-om'7Ae MICHIGAN KID"/ L* CACU LAer*!ml£ spec/al p/cr</#eJ The Miehigan Kid with Renee Adoree, Conrad NageL Islendingadagurinn í Seattle. íslendingadagsnefndin' í Seattle er nú í óða önn að undirbúa fyrir hinn árlega þjóðminningardag, sem ákveðið er að haldinn verði i hinum fagra skemtigarði við Silv- er Lake. Er svo til ætlast, að aldrei í manna minnum hafi ann- ar eins íslendingadagur verið haldinn. Þar verða ræður fluttar og Ijóð kveðin; loftköst tekin og langstökk þreytt; tekið til fóta og togast á; bumbur barðar og bog ar dregnir; dansinn stiginn svo dunar í fjöllum; vinir mættir og vistir nógar. Vonar nefndin, að I sem allra flestir íslendingar á ströndinni, frá San Diego til Prince Rupert, verði mættir á þessum alíslenzka mannfagnaði við Silver Lake, sunnudaginn 4. ágúst. Lítið eftir nánari auglýs- ing síðar. Hljómleikar Þann 7. júní síðastliðinn, efndi frú Björg V. ísfeld til hljómleika með nemendum sínum, í Music and Arts byggingunni, við hina ágætustu aðsókn. Frú Björg ísfeld er fyrir löngu orðin kunn, sem ágætur píanisti og vandaður kennari. Kom þetta hvorttveggja næsta greinilega Ijós, við hljómelika þá, er hér- um ræðir. Alls tóku þátt í hljómleikum þessum um 30 nemendur frúar- innar, mismunandi að aldri og listfræðilegum þrsoka. Margir nemendanna fóru ágætlega með hlutverk sín, sýndu glögga tón- túlkan, og skýrt og ákveðið hljómfall. Þrír af nemendum frú ísfeld, sköruðu sérstaklega fram úr, sem sé Donna Goldstein, stúlka af Gyð- ingaætt, og tvær íslenzkar stúlk- ur, þær Ruby Pálmasoon og El'e- anorllenrickson. Léku þær báð- ap með afbrigðum vel, einkum þó sú síðarenfnda, er virðist vera efni í reglulegan snilling. Yfirleitt má segja, að nemend-j urnir allir leystu hlutverk sín vel j af hendi, og kæmu fram kennarar; sínum til sæmdar. Það, sem öðru .fremur einkendi1 hljómleika iþessa, var það, hve nemendurnir, langflestir, voru vissir í sinni sök og óhikandi. Á laugardaginn, hinn 29 júní, andaðist Mrs. Rósa Westman, kona Salmans J. Westman, að 772 Home St, hér í borginni. Hún var á sjötta árinu yfir sextugt. Jarð- arförin fer fram frá Fysrtu lút. kirkju kl. 2 á fimtudaginn. Rose Leikhúsið. Á mánudaginn og næstu daga sýnir Rose leikhúsið fræga kvik- mynd, 'The Jazz Singers”,*þar sem A1 Johnson leikur aðal hlutverkið. Með honum leika: May McAvory, Warner Oland, Otto Lederer, Eu- genie Besserer, Bobby Gordon, Nat Carr, William Demarest, And- ers Randolf og Will Walling. All- staðar þar sem mynd þessi hefir verið sýnd, þykir framúrskarandi mikið til hennar koma, svo sem í New York, Chicago og Phila- delphia. Tryggið yður ávalt nægan forða af HEITU VATNI fáið yður ELECTRIC WATER HEATER Vér setjum hann inn og önnumst um vírleiðslu fyrir Aðeins $1,00 út í hönd Afgangurinn greiðist með vægum kjörum Hot Point Water Heater, gegn útborgun $20.50 Red Seal Water Heater, gegn útborgun $19.00 Plumbing aukreitis, þar sem þarf WíiuiípeOHndro, 55-59 PRINCESSST. Phone 848 132 848 133 PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blómskraut fyrir öll tækifæri Sérstaklega fyrir jarðarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Phone 36 102 Aðalsteinn Kristjánsson: “Superstition in the Twili£ht’\ 48 blaðsíður. Columbia Press, Ltd., 1929. Höfundur bókar þessarar, er kunnur af fyrri ritum sínum, svo sem “Austur í blámóðu tfjalla” og “Svipleiftur samtíðarmanna”. Þessi nýja bók kost- ar 50 cents og fæst á skrifstofu Columbia Press, Ltd., Cor Toronto St. og Sargent Ave., Winnipeg. < 100 herbergi, með eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYMOUR HOTEL Sími: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manitoba j EIGENDUR NÝRRA HEIMILA! ■ Það kostar ckkert og oss er ánœgja að láta það úti. | ÞEGAR ÞÉR HUGSIÐ UM AD BYGGJA NÝTT HEIMILI ( þá gætið þess að raforkutækin fullnægi kröfum nútímans og fram- I tíðarinnar. FÆRIÐ YDUR 1 NYT VORA MIKLU - REYNSLU. Gerið vírlagningu samkvæmt nýjustu uppfynd- ingum. Fylgið Red Seal víringar aðferð. Sími: 846 715 Æc % LMc S SAFETY TAXICAB C0. LTD. Beztu bílar í veröldinni Til taks dag og nótt. Sann- gjamt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Léland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. WINNIPEG ELECTRIC COHPANY Your Guarantee of Good Service.” ROSE THEATRE Sargent at Arlington cUhe West (fjnds Finest Æhtatre Thurs. Fri. Sat. (thia week) WILLIAM BOYD in “The Leatherneck ” A TALKINCr PICTURE Mighty thrill—epic of three fighting Marines in the Romantic Orient! Also— Comedy — — Fables Eaple of the Nir/ht. Mon. Tues. Wed. Thurs. (next week) FOUR BIO DAY8 THB GREATEST EVENT OF THE SEASON AL JOLSON in “The Jazz Singer,, Ilcar Al Sing: “Dirty Hands, Dirty Face” “April Showers” “Blue Skies” “Toot Toot Tootsie” , "Mother, I Still have You” ‘Kol Nidre.” Comedy - - - News A REAL TREAT FOR EVERYONE. Þér þurfið kœliskáp pér ættuð ekki að eiga það á hættu að maturinn skemmist í sumar hitunum. Ef hann skemmist þá tap- ið þér því, sem hann kost- aði, eða þér tapið heils- unni eða hvorutveggja. Látið oss segja yður hve lftið það kostar að tryggja yður gegn þvl tjðni. SÍMI: 42 321 ^ARCTIC.. ICEsFUELCaim_ . 439 PORTACE AVL ( Ows/fe bkjdsonl £ PHONE Land til sölu S. E. %, Sec. 18, Tp. 19, R. 1, E. of lst Mer., nálægt Inwood, Man. Verð út í hönd $200.00 Upplýsingar hjá J. T. CASE CO., 81 Water Street, Winnipeg Eina hótelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði CLUB HOTEL (Gustafson og Wood) 652 MainSt. Winnipeg Ph. 25 738. Skamt norðan við C.P.R. stöðina. Reynið oss. Ferðist með Stœrstu Canada Skipum Canadian Pacific skipin eru hin stærstu, hraðskreiðustu og nýjustu skip, sem sigla milli Cana’da og annara landa. Veijið þau, ef þér farið til íslands, eða annara landa 1 Evrópu, eða ef þér hjálpið frænd- um og vinum til að koma frá ætt- landinu. Agætur viðurgerningur og allur að- búnaður veldur því, að þúsundir manna kjósa þau öðrum fremur. Tíðar og reglulegar siglingar THIRD CLASS $122.50 TOURIST THIRD CABIN $132.50 Milli Canada og Reykjavíkur Séð um vegabréf og annað, sem þér þurfið við. Allar sérstakar upplýsjngar veitir W. C. CASEY, aðalumboðsmaður. C. P. R. Bldg., Main & Portage, Winnipeg. eða H. S. BARDAL, 894 Sherbrook St., Winnipeg. Canadian Pacific Steamshíps

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.