Lögberg - 04.07.1929, Side 2

Lögberg - 04.07.1929, Side 2
Bls. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 4. JÚLl 1929. Fertugasta og fimta ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags tslendinga í Vesturheimi, HALDIÐ í RIVERTON, MANITOBA, 5.1—8. Júní 1929. FYRSTI FUNDUR. Hið fertugasta og fimta ársþing Hins evangeliska lút. kirkju- félags Islendinga í Yesturheimi, kom saman í kirkju BræÖrasafn. í Riverton, Manitoba, þ. 5. júní 1929. Þingiö hófst með guðs- þjónustu og altarisgöngu kl. 11 f.h. Prédikun flutti forseti, séra K. K. Ölafson, og hafði fyrir ræðutexta Post. 1:8. Var þingið síðan sett eftir venjulegu þingsetningarformi Kirkjufélagsins. Skrifari las u])p þessa skýrslu um jembættismenn, presta og söfn- uði kirkjuféagsins: > I. Errtbættismenn:—Séra Kristinn K. Ólafson, forseti; séra Jó- hann Bjarnason, skrifari; herra Finnur Johnson, féhirðir; séra Rún- ólfur Marteinsson, vara-forseti; séra Sigurður Ólafson, vara-skrif- ari-herra Jón J. Bíldfell, vara-félhirðir. II. Prestar:—>N. S. Thorláksson, Björn B. Jónsson, Rúnólfur Marteinsson, Hans B. Thorgrímsen, Pétur Hjálmsson, Friðrik Hall- grímsson, Kristinn K. Ólafson, Jóhann Bjarnason, Hjörtur J. Leó, Gut.ormur Guttormsson, Sigurður S. Christopherson, Haraldur Sig- mar, Sigurður Ólafson, Steingr. Octavíus Thorláksson, Jónas A. Sigurðsson, Páll Sigurðsson, Y^aldimar J. Eylands, Carl J. Olson, Kol'beinn Sæmundsson. III. Söfnuðir:—I Minnesota: St. Páls söfnuður, Lincoln söfn., Vestunneims soin.—í N. Uakota: Pembina söfn., Vidalíns söfn., Hall- sons söfn., Péturs söfn., Víkur söfn., Garðár söfn., Fjalla söfn., Melanktons sótn.—í Manitoba: Fyrsti lút. söfn., Selkirk söfn., Víðines söfn., Gimli söfn., Árnes söfn., Breiðuvíkur söfn., Geysis söfn., Ár- dals söfn., Bræðra söfn., Víðir söfn, Mikleyjar söfn., Furudals söfn., Fríkirkju söfn., Frelsis söfn., Immanúels söfn. (BaldurJ, Glenboro söfn., Brandon söfn., Lundar söfn., Lúters söfn., Jóns Bjarnasonar söfn., Betaníu söfn., Betel söfn., Hóla söfn., Skálholts söfn., Herði- breiðar söfn., Strandar söfn., Winnipegosis söfn., Swan River söfn., Guðbrands söfn.—í Saskatdhewan :■—Konkordía sofn., Lögbergs söfn., Þmgvallanylenau soín., tsafoidar söfn., Síon söfn., Hallgríms söfn. (Leslie), Elfros söfn., Sléttu söfn., Immanúels söfn. (Wynyard), Ágústínusar söfn., Foam Lake söfn.—í British Columbia: Vancouver- söfn.—í Washington: Þrenningar söfn., Blaine söfn., Hallgríms söfn. (SeattleJ. Á kirkjuþingi i Riverton, Man. þ. 5. júní 1929. Jóhann Bjarnason, skrifari. í kjönbrétanefnd skipaði forseti þá séra Carl J. Olson, Tr. Ingjaldss.m og Christian Olafson. \ ar siðan sunginn sálmurinn No. 22, blessun lýst af forseta og fundi siðan frestað þa‘r til kl. 3 e. h. ANNAR FUNDUR—kl. 3 e. h. sama dag. Fundurinn hófst með því að sunginn var sálmurinn No. 14. Fyrir hönd kjörbréfanefndar lagði séra Carl/J. Olson fram þessa skýrslu: Skýrsla kjörbréfanefn dar: Samkvæmt kjörbréfum, er fram hafa verið lögð, eiga sæti á þessu kirkjuþingi, auk presta og errtbœttismanna kirkjufélagsins, þessir erindrekar frá söfnuðunum: Frá St. Páls söfn.: Bjarni Jones; frá Vesturheims söfn.: J. G. ísfeld; frá Lincoln söfn.: W. Guðmundsspn; frá Vidalíns söfn.: Jó- sef Einarsson; frá Péturs söfn.: Oscar S. Sturiaugson; frá Víkur söfn.: Arnljótur Ólafson og Jóhannes Magnússon; frá Garðar söfn.: E. A. Melsted og Benoni Stefánsson; frá Fjalla söfn.: Ólafur Th. Finnson; frá Metanktons söfn.: Jolin Freeman; frá Fyrsta lút. söfn.: J* J- Vopni, Paul Bardal, C. Ólafson og Jónas Jóhannesson; frá Sel- kirk söfn.: Miss Dóra Benson, Klemens Jónasson, Jóhann Pétursson og Jón Ingjaldsson; frá Víðines söfn.: Mrs. Elin Thiðrikson; frá Gimli söfn.: Mrs. B. Frímannson; frá Árnes söfn.: Eiríkur Eiríkson; frá Breiðuvíkur söfn.: F. Finnbogason; frá Geysis söfn.: Friðrik P. Sigurðson og Friðfinnur Sigurðson; frá Árdals söfn. • Tryggvi Ingj- aldson og P. S. Guðmundson; frá Bræðra söfn.: JÓhann Briem, Jónas Jónasson og Hálfdán Sigmundsson; frá Víðir söfn.: Mrs. Aldis Pét- urson; frá Miklevjar söfn.: Helgi Ásbjörnson; frá Furudals söfn.: Yrictor Freeman; frá Frikirkju söfn.: Konráð Nordman og Axel Sigmar; frá Frelsis söfn.: Björn nderson og Ingólfur Helgason; frá Imman. söfn. (Baldur) : Jón M. Johnson og Kristján Reykdal; frá Guðbrands söfn.: J. S. Gillis; frá Lundar söfn.: G. K. Breckman og D. H. Backman; frá Konkordía söfn.: Mrs. Björg Bjarnason; frá Sléttu söfn.: Mrs. F. Guðmundson; frá Imman. söfn. (WynyardJ: Stgr. Jöhnson. Á kirkjuþingi i Riverton, Manitoba, þ. 5. Júní, 1929. Carl J. Olson C. Olafson Tryggvi Ingjaldson. Y ar skýrslan samþykt í e. hj. og skrifuðu síðan kirkjuþings- menn undir hina venjulegu játningu þingsins. Þá Iá fyrir að leggja fram skýrslu embættismnnna og stofn- ana kirkjufélagsins. Lagði þá forseti fram ársskýrslu sina: , ARSSKÝRSLA FORSETA 1929. \ iðburðirnir á liðnu ári hafa mint oss á það þrásinnis, að frum- bvlingsárin eru mjög að fjarlægjast oss Vestur-íslendingum, og þá einnig i kirkjulifi voru. Að nýafstöðnu kirkjuþingi voru hinu síðasta, var þann 1. og 2. júli 1928 haldin að ðiountain í Norður Dakota hátíð í minningu um fimtíu ára afmæli islenzku bygðanna í því fylki, en þar var landnám hafið 1878. Landnám og kírkjusaga er þvínær óaðgreinanlegt í þeirri bygð eins og viðar. 'Séra Ráll Þorláksson var faðir bygðarinnar i Pembina sveit og annar höfuðprestur landnámstíðarinnar með Vestur- íslendingum. V ar þar því að minnast einnig landnáms í kristilegu tilliti. Fór því vel á því að hátíðar- og minningar guðsþjónustur voru fluttar á fjórum kirkjum bygðarinnar fyrri hátíðisdaginn, sein féll á sunnudag. \ fir þeini guðs!þjónustum, sem alkir voru mjög fjölmenn- ar, hvildi andi hrifningar frá hinu liðna. Að ^rottinn Guð þeirra hefði leitt þá alla leiðina mun hafa verð aimenn tilfinning og um leið sú meðvitund að það ætti að vera leiðarljós fyrir framtjðina. Þessi hátíð öll var merkur míluhæll í sögu Vestur-lslendinga. Þegar næsta sunnudag á eftir þessu hátíðahaldi, þann 8. júní, 1928, var hátíð haldin í annari höfuðhygð vorri, í Riverton við íslend- íngafljót í Nýja Islandi. Endurnýjuð og vegleg kirkja Bræðrasafn- aðar var þann dag vígð af forseta kirkjufélagsins með aðstoð þriggja af prestum kirkjufélags vons. Auk þess fór fram þann dag vegleg afmælishátið þessa elzta safnaðar kirkjufélagsins, sem þá var reynd- ar fimtiu og eins árs, rúmlega, stofnaður í apríl 1877, og var þetta því eiginlega júbílhátíð safnaðarins, sem ýmsar ástæður höfðu hindrað að minst væri árinu áður. YTar hátíðahaldið á þessum söguríku stöðv- um að öllu leyti samboðið tilefninu og mintist með þakklæti feðranna, sem svo vel lögðu grundvöllinn fyrir framtíðina. Efla slikar hátíðir hið rétta samhengi kirkjulifsins—milli liðna tímans og nútímans—og hefja endurminningar hins liðna til uppörfunar og framsóknar. Þá 'hélt Fyrsti lút. söfnuður i Winnipeg fimtíu ára afmælishátíð sína sunnudaginn 4. nóv. síðastl. og næstu daga. Hátíðaguðsþjónustur á ensku og íslenzku foru fram þann fjorða nóv., og næstu þrjá daga voru vegleg veizluhöld á hverju kvöldi með vönduðustu skemtiskrá. Þann 8. nóv. að kvöldinu var hátiðleg söngsamkoma, sem hinn ágæti söngflokkur safnaðarins lagði til hátíðarinnar. Við guðsþjónustuna á sunnudagskvöldið var afhjúpuð eirmynd mikil og fögur af dr. Jóni Bjarnasyni, stofnanda safnaðarins, sem þjónaði honum sem prestur í 32 ár. Einnig var afhjúpaður þá skjöldur til minningar um frú Láru Bjarnason, sem ákvarðaður var staður í hinni nýju viðbót við elliheimilið Betel. Átti hún upptökin að því að sú stofnun komst á fót. Y ar þessi júbíthátið okkar höfuðsafnaðar frábærlega vel undir- búin og hepnaðist ágætlega. Réttilega hóf hún minningu dr. Jóns Bjarnasonar og hans ágætu konu, frú Láru, sem söfnuðurinn á svo óviðjafnanlega mikið að þakka. En þegar þeirra er minst finnur öll íslenzk kristni til þess að hún á þar hlut að máli, svo framarlega ’standa þau þar í fyíkingu, þar sem hann var höfuðmaður vestur-islenzkrar kristni um svo langt skeið og hún harus hægri hönd. Mun þessi veglega hátíð seint fvrnast. Er Fyrsti lút. söfnuður sá þriðji af söfnuðum kirkjufélags vors, sem á sögu hálfrar aldar að baki. Selkirk söfnuður hélt hátíð í minningu um 40 ára afmæli sitt á hvítasunnudag í vor og tvo næstu daga. Var stofnaður á hvítasunnu- hátíð fyrir 40 árum. Hatíð þessi var að öllu leyti hin veglegasta og sýndi mjög ákveðið eindrægni og áhuga .safnaðarins. Hátíðaguðs- þjónustur með ferming og altarisgöngu fóru fram á hvítasunnudag að viðstöddu fjölmenni. Auk hemaprestsins séra J. A. Sigurðssonar tók þátt í þeim fyrirrennari hans séra N. S. Thorlaksson, sem í 27 ár þjónaði Selkirk söfnuði og nýtur þar ásamt fjölskyldu sinni hinnar mestu ástsældar. Samkomurnar hina dagana hepnuðust einnig ágæt- lega. Tvent vakti sérstaka athygli á hátíðinni, sem eigi hefir verið' nefnt. Ánnað var mjög nákvæmlega rakin .saga safnaðarins, samin og upplesin af hr. Klemens Jónassyni. Hefir hann lagt feikna mikið verk í að safna drögum til sögunnar og leyst af hendi svo vel, að það er til fyrirmyndar. Hitt var fórnfýsi safnaðarins, er kom fram í þvi að í sambandi við hátíðahaldið gáfust /kirkjunni um $1,000.00, mest af þvj frá safnaðarmeðlimum, er ganga eiga til þess að kaupa bekki í kirkjuna. Nú nýafstaðið, þann 2. júní, héldu söfnuðirnir fjórir í prestakalli séra Kristins K. Ólafssonar, sem vanalega er kent við Argyle, fjöru- tíu ára afmælishátíð kirkju Frelsis safnaðar. Var hún um langt skeið eina kirkjan í prestákallinu og sótti að henni fjölmennasti sveitasöfn- uður í Manitoba. Hátíðahaldið var tviskift. Kl. 12 á hádegi fór fram vegleg og mikil hátíðaguðsþjónusta með ágætum söng og tveim- ur prédikunum. Svo var að loknu borðhaldi önnur samkoma vönduð, þar sem víxluðust á söngur og ræðuhöld, er mjög var vandað til. Á þessi bygð mjög merka kirkjusögu og í sumu tilliti einstæða, sem þann- ig var minst á mjög viðeigandi hátt og var söfnuðunum til sóma. Við hátíðaguðsþjónustuna var borið fram offur, sem ákveðið var að skyldi skiftast til helminga milli heimatrúboðs og heiðingjatrúboðs kirkjufé- lags vors. Offrið nam $101.14. 1 lok seinni samkomunnar mintust söfnuðirnir tuttugu og fimm ára prestsskapar-afmælis sóknarprestsins með ávörpum og rausnarlegum gjöfum til prestshjónanna, sem eru í þann veginn að.leggja upp í ferð til Norðurálfu og íslands. Öll þessi hátiðahöld minna okkur á, að við eigum orðið að baki talsverða sögu kirkjulega—sögu, sem hefir margt dýrmætt að geyma. Þrátt fyrir margan ófullkomleik, sem við hefir loðað i starfinu, má ekki gleymast það, sem vel hefir tekist. Það er vísirinn til hjns meira og betra, er vér eigum að vinna í framtíðinni. Verði saga vor rituð af óhlutdrægni mun það vekja athygli að vort ltla brot af íslenzkri kristni hefir í ýmsu gengið á undan. Hér hefir haldist við það mál- gagn kristindómsins, sem lengsta á sögu með vorri íslenzku þjóð. Hér var tekið að.sinna trúboðsmálinu, þótt smátt væri og hafi verið, þegar það mál var enn ósnortið af íslenzkri kristni. Hér var gengið á undan í því að stofna elliheimili. Hér hefir verið gefið af því ör- læti af frjálsum vilja til kristilegra mála, sem áður ekki var þekt í kristnihaldi þjóðar vorrár, og lagt út í stórræði af einstökum söfnuð- um og félagsheildinni. En á þetta er ekki mint til að miklast af því. Á nóg mætti benda, sem er til auðmýkingar. En sönn auðmýkt æðrasr ekki, heldur lærir af þvi liöna hæði til viðvörunar og upphvatningar. Minningarhátíðir hins liðna árs eiga að lýsa oss leið inn í framtið, sem er verulegt áframhald. Árin, sem eru að líða, eru einnig merkileg minningarár í sögu lút- erskrar kristni. Árið 1917 var fjögur hundruð ára afmæli lútersku siðbótarinnar, og var þess hátíðlega minst þá. Nú í ár er fjögur hundr- uð ára afmæli Fræða Lúters hinna minni, sem legið hafa til grundvall- ar fyrir kristilegri uppfræðslu í kirkju vorri alt af síðan, auk þess að útkoma og notkun þeirra varð einn merkilegasti viðburðurinn í byrjun- arsögu alþýðufræðslu nútímans. Á næsta vori er fjögur hundruð ára afmæli Ágsborgar-játningarinnar, sem verið hefir sameiginlegt merki allra deilda lútersku kirkjunnar. Saga siðbótarinnar er auðug af því, sem samtið vorri ríður á að gefa gætur, og ættu þessara atburða og merkingar þeirra að vera minst einnig-hjá oss á einhvern viðeigandi hátt, eins og þeirra er nú minst innan kirkju vorrar um allan hjim. Ræð eg til þess að í sambandi við siðbótarhtátiðina á komandi hausti verði afmælis Fræðanna minst við guðsþjónustur í söfnuðum vorum og að ritstjórn “Sam.” sé beðin að sjá um að viðeigandi ritgerðir birt- ist i blaðinu afmælinu viðkomandi. Einnig ræð) eg ti! þess að fram- kvæmdanefndinni sé falið að tilnefna áikveðinn sunnudag á komandi vori, er minst verði í söfnuðum vorum afmælis Ágsborgar játningar- innar og að ritstjórn ‘iSam.” sé beðin að minnast þess afmælis einnig í blaðinu. Söfnuðir kirkjufélagsins eru 55 að tölu eins og á síðasta kirkju- - þingi. Nokkrir þeirra eru lítið eða ekkert starfandi. Á síðasta ári hefir einn af hinum smærri söfnuðum, Furudalssöfnuður í Piney, Man., sem um hríð virtist þvínær úr sögunni, haiist handa til ákveðn- ara starfs og hefir sent erindreka á þetta þing. Er það gleðiefni fyrir söfnuðinn og kirkjufélag vort alt. Prestar kirkjufélagsins eru hinir sömu og á síðasta þingi, að und- anskyldum séra Halldóri E. Johnson í Blaine, Wash., er sagt hefir sig úr kirkjufélagi voru og tekið upp starf hjá nýmynduðum íslenzkum söfnuði í Blaine, sem er árangur af trúboði Únítara meðal Vestur- íslendinga og nýtur þaðan fjárhagslegs styrks. Nokkrir af meðlim- um safnaðar vors í Blaine fylgdu prestinum inn í nýja söfnuðinn, en i skarðið hafa bæzt 40 nýir meðlimir, og mun það talsvert fleiri en úr gengu. Að sjálfsögðu er það oss hrygðarefni að séra Halldór hefir þannig yfirgefið kirkjufélag vort. Serti fulltíða maður kaus hann að gerast prestur kirkjufélags vors, án þess, múr vitanlega, að. hann væri talinn á það af nokkrum, en þegar kunnugt varð um löngun hans í þessa átt, var hann lítillega studdur til náms. Hefir séra Halldór opin- berlega gert grein fyrir afstöðu sinni, svo óþarfi er að segja frá frekar. Séra Halldór hætti að þjóna lúterska söfnuðinum í Blaine um nýj- ár en söfnuðinum á Pt. Roberts um mánuði fyr. Séra Valdimar Eylands flutti frá Upham í Mouse River bygð til Makoti i sama ríki (N. Dak.) og þjónar þar fjórum söfnuðum, er til- heyra norsku kirkjunni í Ameríku. Hefir þó áfram, í viðlögum, veitt þjónustu Melanktonssöfnuði í Upham. Vonandi fáum vér aftur að njóta að fullu þessa ötula og velgefna starfsmanns. Þannig hefir skipast að norður hluti Nýja Islands, sem séra Jó- liann áður þjónaði, er að fá til sítí til fastrar prestsþjónustu séra Sig- urð Ólafsson að Gimli. Endurtók söfnuðurinn köllun til hans á síð- astl. vetri og tók séra Sigurður henni. Flytur hann til Árborgar nu strax að afstöðnu kirkjuþingi. Gimli prestakallið, sem séra Sigurður hefir sagt upp, sendi á þessu voru köllun séra Koltbeini Sæmundssyni , i Seattle. Breytingar hafa ekki orðið aðrar á Starfi presta. Verður vikið að starfi einstakra presta í sambandi við sérstök mál síðar. Hr. Egill H. Fáfnis hélt áfram guðfræðisnámi síðastl. vetur við lúterska prestaskólann i Maywood, 111. Hefir honum verið veittur $75 styrkur á árinu. Er hann starfandi hjá Melanktons söfnuði nú í sum- arfríinu. Lýkur hartn námi á prestaskólanum á naesta vori. Er þar væntanlegur hinn hæfásti starfsmaður. — Auk hans hefir á sama skóla lesið guðfræði á síðastl. vetri Erlingur Ólafson, sonur K. K. Ólafsonar. Er hann útskrifaður af St. Olaf College í Northfield. Minn., en verið kennari í tvö ár á miðskóla (High SchoolJ í Crystal, N. Dak. áður en hann tók að lesa guðfræði. Starfar hann í sumar hjá söfnuði vorum i Blaine, WaSh. Þess má geta að veturinn 1927-8 stofnuðu islenzkir guðfræða- nemar, er stunduðu nám í Chicago-borg og næstu grend, félag með sér er þeir nefndu “Félag íislenzkra guðfræðanema.” Hefir sá félags- skapur haldið áfram síðastl. vetur. Tilheyra félaginu námsmenn, er sækja skóla fjögurra mismunandi kirkjudeilda, meþódista, lúterskra, únítara og aðventista. Voru meðlimir átta þetta síðasta ár. Fundir voru einu sinni í’ mánuði. Fóru á þeim fram umræður um trúmál, bundnar, að mér skilst, þeim skilyrðum einum, að félagsmenn ekki- misbiðu hver annars tilfinningum eða sleptu sér í hita. Múnu þessir ungu menn hafa gert mörgum eldri mirtkun með því hve vel þessu var framfylgt. Þó kom fram hispurslaus skoðanamunur, en viðleitnin varð fremur að skilja hverir aðra en að ráðast hver á annars skoðanir. Um þetta félag má segja að það er æskuhreyfing, sem má telja eitt af táknum tímans. Eg býst ekki við að neinir aðrir en æSkumenn hefðu haft áræði til annars eins. Um áhrif þess skal engu spáð. En leggi þessi félagsskapur skerf til þess í framtíðinni að trúarleg skifting ekki hvíli á persónulegri óvild eða leiti styrks í henni, er vel farið. Hefir það verið ein af höfuðsyndum kirkjunnar trianna oft og tíðum að ala á óyild til þeirra, sem skoðanalega standa á öndverðum meið. Vel sé æskunni ef hún hafnar þeim hugsunarhætti. Tveimur málum, er voru á dagskrá síðasta kirkjuþings, v'ar ráð- stafað þannig að ákveðnum mönnum var falið að rita um þau í mál- gagn kirkjufélagsins. Annað málið var “Framtíðarhorfur kirkju- félagsins og afstaða þess gagnvart öðrum kirkjufélögum.” Hitt var “Samvinna innan kirkjufélagsins.” Var séra Rúnólfi Marteinssyni falið að rita um ihið fyrra, en hr. G. J. Oleson í Glenboro hið síðara. Séra Rúnólfur hefir ritað fjórar ritgerðir í “Sam..” aðallega um fyrri helming hins nefnda máls, en aðeins lítillega snert við hinum síðari, afstöðu kirkjufélagsins gagnvart öðrum kirkjufélögum. Tillögur hans til umbóta benda sérstaklega á tvent, meiri stjórnsemi og betri fjár- hagstilhögun. Eru þessar hugvekjur þarfar og verðskulda að þeim sé gaumur gefinn. Hr. Oleson ritaði um samvinnu innan kirkjufé- lagsins í ágúst númer “Sam.” í fyrra. Er það einnig þörf og nytsöm hugvekja. Liggur þetta fyrir kirkjuþingi til athugunar. Á tveimur síðustu kirkjuþingum hefi eg hvatt til þess að tekið yrði fyrir á þingi, hvort ekki sé tímabært að kirkjufélag vort gangi inn í nánara samband við önnur lúterslk kirkjufélög, gerist meðlimur i stærri heild. Enn aftur vil eg biðja að þessu sé gaumur gefinn og þetta rækilega athugað. Óviturlegt væri að flana að þessu en jafn óviturlegt að leiða það hjá sér að athuga það. Þetta verður aldrei afgreitt á einu kirkjuþingi, og sé því hafnað ætti það að vera eftir nákvæma yfirvegun. Mér finst þetta eitt af hinum lífrænu atriðum í sambandi við framtíð kirkjufélagsins. Heimatrúboðið hefir verið! rekið á þessu ári aðallega af séra Jó- hanni Bjarnasyni, sem var ráðinn til þess á síðasta kirkjuþingi. í þrjá mánuði þjónaði hann prestakallinu í grend við Ghurchbridge, Sask. og einn mánuð þjónaði hann Melanktons söfnuði í Upham, N. Dak. Stóðu þessir söfnuðir fullan straum af starfinu hjá þeim. í þrjár vikur þjónaði hann prestakalli forseta kirkjufélagsins meðan hann tókst ferð á hendur vestur að Kyrrahafi í erindum fyrir kirkjufélagið. Þrjá mánuði þjónaði hann prestakalli séra Hjartar, meðan séra Hjört- ur veitti þjónustu söfnuðunum í Blaine og á Pt. Roberts eftir beiðni þaðan. Auk þess ihefir hann heimsótt og flutt guðsþjóríustúr á þess- um stöðvum: Keewatin, Piney,' Brandon, Oak Point, Tantallon og Yarbo.. Hefir starf séra Jóhanns verið mjög vel metið af öllum, sem hafa notið þess. Annað starf, er heyrir undir heimatrúboðið eða hefir verið stutt úr heimatrúboðssjóði skal nú nefnt. Kirkjufélagið hefir á árinu veitt séra S. S. Christopherssyni $300 styrk til starfs í bygðunum við Manitoba vatn. Starfar séra Sigurður með óþreytandi þolseigju, eins og kunnugt er, hvaða erfiðleika, sem við er að stríða. Starfar hann nú hjá söfnuðum út frá Churchbridge eftir beiðni þeirra. Nefndur hefir verið lítilfjörlegur styrkur til eins guðfræðanema. Einnig var veittur $200 styrkur samkvæmt samþykt síðasta kirkjuþings upp í kirkjuskuld Hallgrímssafnaðar. Séra Rúnólfur Marteinsson ihefir á árinu farið í heimatrúlboðs- erindum til Piney. Vikið hefir verið að ferð forseta vestur að Kyrrahafi á síðastl. vetri. > Lagði hann í ferðina seint í nóverrtber og kom aftur um miðjan desember. Tilefnið var sérstakkga vandkvæði í söfnuðinum í Blaine út af uppsögn prestsins og ýmsu þaraðlútandi. Flutti forseti á þeirri ferð tvær guðsþjónustur í Blaine, eina á Pt. Rdberts, eina í Marietta, eina í Seattle og eina í Portland, Oregon. Mún það vera fyrsta ís- lenzk guðsþjónusta er flutt hefir verið á síðastnefndum stað. Þannig skipaðist eins og áður hefir verið skýrt frá að söfnuðurnir i Blaine og Pt. Roberts fengu til sín um þriggja mánaða tíma séra Hjört J. Leó. Var það sameiginlegt álit safnaðarins í Blaine og forseta að slík bráðabirgða þjónusta væri algeriega nauðsynleg. Lagði kirkju- félagið $25 styrk á mánuði til þess starfs, sem bar mikinn og góðan árangur. Starfar þar í sumar, eins og áður er getið, guðfræðisnemi. En prestakallið mun vera í aðsigi að kalla fastan prest. Á þessari ferð kyntist eg á ný starfinu í Seattle. Hefir Hall- grímssöfnuður lagt á sig frábærlega mikið til að eignast kirkju og standa straum af starfinu. Mun skuldin á kirkjunni nú nema sem næst $2,600. Er lífsnauðsyn fyrir söfnuðinn að losna við þá skuld, því meðan hann þarf að verja svo miklu af getu sinni til kirkjunnar, verður ófullnægjandi það, sem hann getur lagt á sig til reksturs starf- sins. Mæli eg mjög ákveðið með því að honum sé af kirkjufélaginu veittur $300 styrkur á komandi ári upp í kirkjuskuldina. Enginn söfnuður hefir verðskuldað það fremur að hlaupið sé undir bagga með honum til að koma starfinu í horf. Framkvæmdanefndin afréði að safna, ef unt væri, $1,200 til heimatrúboðs á liðnu ári. Mun því takmarki hafa verið náð og mun niðurjöfnun á þeirri upphæð hafa tekist vel, eftir undirtektunum að dæma. Finst mér að færi bezt á því, að kirkjuþingið ákveði þá upp- hæð, er safna á til þessa máls á næsta ári, gefi ibendingar, er því finst viðþurfa hvað starfið snertir og leggi það svo í ábyrgð fram- kvæmdarnefndar að miða starfið eftir því. Hugsjón hciðingjatrúboðsins er að ryðja sér til rúms með vorri íslenzku þjóð. Heimsókn Ólafs trúboða Ólafssonar frá Kína til ætt- jarðarinnar á síðastl. ári vakti meiri athygli á þessu stórmáli kristn- innar meðal íslendinga en það nokkru sinni áður hefir orðið aðnjót- andi. Trúboðinn og aðrir rituðu um málið og ræddu þannig að það hefir vakið mikla samhvgð. Þegar strákslega var ráðist hér vestra á trúboðann með fúkyrðum af fyrverandi trúboða kaþólskrar kenning- ar meðal íslendinga, kom honum til drengilegrar varnar prestur úr andstæðingahópi vorum hér og talaði virðulega um trúboðann og starf hans. Það er að verða deginum ljósara að ekkert nema blindir hleypi- dómar geta staðið gegn því að meta starf, sem miðar að því að færa áhrif Krists og anda öllum mönnum. Sé kristindómurinn sannur og blessunarrríkur er trúboðið lífsnauðsyn. Þátttaka vor i þessu mál er smá og á það vantar að allir söfnuðir vorir verði við þeim tilmælum að leggja fram sinn hlutfallslega skerf til þess. Aðrir standa ætíð vel í því efni, og mun það oftast fara eftir framtakssemi leiðtoga á hverjum stað. Þegar lítið er lagt fram eða minna en hlutfallslegur skerfur, er það oftast vottur um að málið hefir ekki náð til almennings fremur en að hann sé því fráhverfur þegar það liggur fyrir honum i sönnu ljósi. Ekkert undanhald í sambandi við trúboðshugsjónina er hugsan- legt fyrir lifandi kristni. Skýrsla féhirðis sýnir hvað inn hefir komið á liðnu ári. Hvað sem því líður þarf að verðá hjá oss veruleg vakn- ing i þessu máli. Fyrir næsta ár mæli eg með að tillag kirkjufélagsins til þessa máls sé $1,200 eins og unidanfarandi, Viðbót var bygð við elliheimilið Bctcl\ á síðastl. sumri samkvæmt ákvörðun síðasta kirkjuþings. Er viðbótin 30x36 fet á stærð og að öllu hin vandaðasta. Er það húsnæði fyrir 20 vistmenn, svo heimilið alt nú rúmar um 65 vistmenn auk Iþjónustufólks. Kostaði þessi viðbót um $12,000, og voru $10,000 af þeirri upphæð gefin af hr. Hirti Thordarsyni í Chicago. Var viðbótin tekin til notkunar 15. nóv. Hús- gögn í viðbótina voru gefin af kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar í Win- nipeg til minningar um frú Láru Bjarnason. Rekstur heimilisins hefir gengið ágætlega eins og áður. Er vöxtur og viðgangur heimilisins öllum hið mesta gleðiefni. Um Jóns Bjarnasonar skóla skal að mestu leyti vísa til skýrslu skólaráðsins og skýrslu skólastjóra. Mesta áherzlu má leggja á það að fleiri þurfi nemendur og betri fjárhagstilhögun. Styrk hefir hann hlotið eii)9 og undanfarin ár frá Sameinuðu lúterriiu kirkjunni og norsku kirkjunni í Ameri'ku. $900 gjöf hlaut skólinn frá ónefndum vini íslenzkum. Heimild hefi eg einnig til þess að tilkynna gjöf til skólans frá nafnkunnum og velmetnum auðmanni í V innipeg, hr. A. R. McNichol, sem hefir ásett sér að gefafourt allar eigur sínar meðan hann er enn á lífi til istofnarta og starfs, sem hann vill hlynna að. Allar eigur sínar hefir hann lagt i hlutafélag, er hann hefir stofnað, og á hver hlutur að jafngilda að verðmæti nafnverði hans. Enginn arður verður greiddur af þessum hlutabréfum i bráð, heldur verður allur arður lagður i sameiginlegan sjóð, sem .á sínum tíma skiftist hlutfallslega milli hluthafa. Upphæðin, sem hr. McNichols gefur •skólanum í hlutabréfum nemur $50,000. Ber þinginu á viðeigandi hátt að kvitta fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Tilkynt var á framkvæmdarnefndar fundi i vetur af presti Fyrsta lúterska safnaðar að hin Sameinuðu kvenfélög kirkjufélagsins hefðu tekið að sér að senda út á þessu sumri kventrúboða til að leiðbeina í sunnudagaskóla starfi á trúboðssviði kirkjufélagsins. Er þetta eflaust öllum óblandið gleðiefni, og ber kvenfélögunum einlægar þakkir vorar. Sú ráðstöfun síðasta kirkjuþings að fá séra G. Guttormsson til að semja lexíur út af æfisögu Krists og gefa út í bókarformi, að stærð 50-60 bls., er komin það á leið, að lexiurnar eru þvínær fullsamdar og verða tilbúnar til prentunar í lok þessa mánaðar. Að sjálfsögðu ber að hraða útgáfu þeirra. Dráttur á þessu stendur i sambandi við þungbær veikindi á heimili séra Guttorms á ári þessu. Vegna þeirra veikinda getur hann ekki sótt þetta þing, því teði kona hans og hann sjálfur eru á förum til Rochester að leita sér lækninga. Veit eg að þessi ágætu hjón eiga samhygð vor allra i þessu stríði, og að það er einlæg ósk vor og bæn að þau megi sem fyrst öðlast fulla bót meina sinna. Ekki hafa nein unigmennamót átt sér stað innan kirkjufélagsins á þessu ári nema þá innan einstakra safnaða. Þó mun ríkja vaxandi tilfinning fyrir nauðsyn þess að hinir ungu séu með af ihug og sál í kristindómsmálum vorum. Að mestu eða öllu leyti hlýtur þetta starf að vera í höndum hinna einstöku safnaða, og á nokkrum stöðum eru útbreiddar æskuhreyfingar innlendar að ná til vor. Eitt af því, sem ekki verður hjá komist, er að íhuga hvort að vér ekki getum bætt fjárhagstilhögun vora í kirkjufélaginu. Niðurjöfn- un á tillögum til heimatrúboðs og heiðingjatrúboðs síðustu árin hefir yfirleitt gefist vel. Betel og J. B. skóli aftur á móti fá ekkert fast tillag. Eftir alvarlega íhugun kemst eg að þeirri niðurstöðu, að enn Ffamh. á bls. 7. Byflugnarœkt á Islandi Eftir Jón Einarsson. Þótt það hafi ef til vill ekki verið enn í annála fært, er það engu að síður sannindi, að 6. marz 1919, flutti Lögberg ritgerð eftir mig, með fyrirsögninni: “Korn- rækt til manneldis á íslandi.” Fór eg þar nokkrum orðum um mögu- leika þá, er mér virtust liggja í eðli lands og veðra og sem gera kynnu vel mögulegt að rækta viss- ar korntegundir þar, sem jaifnan hafa verið og eru enn aðfluttar með ærnum kostnaði hinni ís- lenzku þjóð til eldis. Ekki nóg með það, heldur væri ekki æfin- lega innflutt vara vönduð, en all- mörg dæmi þess, að hún myndi í öðrum löndum talin lítt hæf til manneldis, eins og t. a. m. “orma- korn” o. fl. Heimaræktað korn gæti verið ekta í alla staði. Hafðí eg hér aðallega bent á rúginn, (sem allir ísl. þekkja):, sem lík- legastan eða auðveldastan til ræktunar. Það, sem eg sjálfur persónulega græddi á þessari ritgerð, var það, að einn eða fleiri stórfróðir land- ar skömmuðu mig fyrir vitleysu þá, að halda, að eyðihólminn ís- land, “matur hafíss og harðinda”, gæti framleitt korn, sem étið yrði! Þeim haifði ekki komið til hugar, að nokkur fslendingur væri svo vitlaus, að hreyfa neinu þessu líku, og vonuðu að eg gætti betur míns litla vits í framtíðinni, eða þegði að öðrum kosti Svo fór um sögu þá í það sinn. En nú lítur málið vitund betur út í sambandi við á minsta ritgerð mína. Nú hefir reynslan sýnt, að framtakssamur bóndi á íslandi hefir ræktað til ifullnustu bæði bygg (Barley) og hafra, sem eru talsvert varhugaverðari þar, sem sumarið er stutt, en rúgurinn. — Af þvi eg hefi sérstaka tröllatrú á möguleikum íslenzkrar náttúru, hefði mér fundist ifyrirfram spá um þessa nýjung heima þar mjög sennileg og líkleg til að rætast, þó ekki þyrði eg að benda á þessar tvær korntegundir sem hinar viss- ustu til byrjunar tilrauna. Hafi maðurinn, sem þessu áorkaði, mína beztu þökk ifyrir framtakssemina og drengilega hepni, ásamt sönnun á hugboði mínu. En nú hefi eg fitjað upp á prjóna mína annað band, býflugnaræktina, sem eg geri ráð fyrir að fá sömu verðlaun fyrir og áminsta ritgerð, hjá þeim., sem ef til vill þekkja eða þekkja ekki inn á málefnið né skil- yrðin fyrir möguleikunum, eins og þau eru á íslandi. Skal eg taka það hér fram, að eg er ekki nægi- lega kunnugur staðháttum fslands til þess, að eg vogi að fullyrða nokkuð um það, hvað víða á íslandi myndi vera hægt að rækta býflug- ur til hunangsfengjar. Eg hefi það fyrir satt, að hun- ang sé mjög dýrt á íslandi. Sé eg í býflugnaritinu elzta, sem gefið er út í Bandaríkjunum, “Gleanings in Bee Culture”, 56. árg., að hunang er flutt til fslands frá Nýja Sjá- landi, og getur því naumast verið ódýrt. Þegar eg var ungur á ís- landi, mun hunang hafa aðallega verið lyfjabúðar-vara, og lítt þekt út um landið, sem fæðutegund, heldur mestmegnis eða eingöngu sem lyf og lyfjablendi, en býflug- urnar sjálfar, með öllu óþektar að öðru en því, sem getið er um þær í fræðum Salómons og annara forn- viturra manna, og nýrri tima “sér- fræðinga”, eins og t. a. m. hómó- patha, sem græða mein manna með flugnastingseitrinu, sem er frum- efnið í einu meðali þeirra, er held- ur óbreyttu nafni, nfl. Apis Melli- fica. Eg hefi kynst býflugum að nokkru í seinni tíð, þótt ekki hafi eg haft tíma til frá öðru annríki, að rækta þær í stórum stJíl. Hefi eg all- mikið hugsað um það, hve æski- legt væri að ræktun þeirtra kæm- ist á á íslandi, bæði vegna þess, að það gæti orðið nýr atvinnuveg- ur., einn hinn hugðnæmasti fyrir hugsandi menn og konur, og enn fremur vegna þess, hve 'heilnæm fæðutegund og jafnvel læknislyf sjálft hunangið er í vissum sjúk- dómum. Yfirleitt er hunang tal' ið h'eilnæmast allra sætinda. Eitt meðal margs annars, sem fullyrða má um býflugnaræktina, er það, hversu ungur sem byrj- andi þess starfa kynni að vera, og hversu háum aldri sem hann kynni að ná að lokum, gæti hann samt alla þá löngu æfi haft nóg nýtt að hugsa, nýtt efni til til' rauna í þessari atvinnugreirt* Myndi óefað falla frá í þeirri Framh. á bls. 7

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.