Lögberg - 18.07.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.07.1929, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines a vífSS® 's' For Service and Satisfaction 42 ARGANGUR I WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1929 NUMER 29 rpoc U Helztu heims-fréttir oocu Canada Samkvæmt skýrslu fjármála- deildarinnar í Ottawa, hefir þjóð- skuld Canada minkað um $92,- 620,133 frá 30. júní 1928 til 30. júní 1929- í júnílok í fyrra nam skuldin $2,244,142.450, en um sið- ustu mánaðamót $2,151,522,317. Á þremur fyrstu mánuðunum af þessu fjárhagsári, hafa tekjurnar orðið $13,529,152 meiri, en á sama tímabili í fyrra, en útgjöldin hafa ekki vaxið nema um 591,266 dali. Hér er að eins átt við bók- færðar tekjur og útgjöld til síð- ustu mánaðamóta. * * * Vínsölunefnd Manitoba-fylkis hefir í hyggju, að byggja vöruhús í The Pas. Er sagt að upþdráttur að byggingunni hafi þegar verið gerður, en nefndin heldur, að það pé kannske nauðsynlegt, að byggja stærri byggingu, en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hefir nefndinnb Hklega reynst, að; þeir, er þar norður frá eru, þurfi nokkuð mtk- ið af þeirri vöru, sem hún selur, enda mun sú raun á verða í flest- um námabæjum. Þar að auki þyk- ir líklegt, að mest af þeim vinföng- um, sem Manitoba kaupir fram- vegis frá Evrópu. eða Bretlandi sérstaklega, muni koma Hudsons Bay leiðina, og væri þá ekki ó- hentugt að hafa aðal vínfanga- húsið fyrir norðurhluta fylkisins í The Pas. Er því nú talað um að hafa þetta nýja vínfangahús stærra, en gert var ráð fyrir í fyrstu. * * * íhaldsmenn í Quebec, sem ekki eru mjög fjölmennir, hafa á al- rnennu flokksþingi kosið sér nýj- an leiðtoga. Sá, sem fyrir valinu varð, er Camillien Houde, borgar- stjóri í Montreal og fylkisþing- Um helgina sem leið varð elds- voði mikill í New Westminster, B. C., og eignatjónið taið $1,750,- 000. Það, sem brann, var papp- írs verksmiðja og önnur bygging, þar sem mikið var af kemiskum efnum og urðu einir þrír slökkvi- liðsmennn yfirkomnir af að anda að sér þeim eiturefnum, sem guf- uðu upp, þegar byggingin brann, en náðu sér þó aftur, þegar náðist í læknishjálp. Enn fremur brunnu nokkrar sýningar bygg- ingar. * * * Um helgina fórust 18 mann- eskjur í Ontario-fylki af ýmis- konar slysum. Mest bílslys og druknanir. * * * Eins og kunnugt er, hefir ryð oft valdið ákaflegu tjóni á hveiti nú í mörg undanfarin ár. Ára- skifti eru vitanlega að þessu, én þau ár munu heldur fá, sem ryðið hefir ekki valdið miklu tjóni nú lengi. Hafa verið gerðar margar og margvíslegar tilraunir, af bún- aðardeild sambandsstjórnarinnar, til að framleiða hveiti, sem ryðið gerði ekki skaða. Nú tilkynnir aðstoðar ráðherra, Dr. Grísdale að hann hyggi að hepnast hafi að framleiða tva?r eða þrjár hveiti- tegundir, sem ryðið geti ekki haft áhrif á, Segir hann, að þessum hveititegundum hafi enn ekki ver- ið nafn gefið, og það muni verða tvö eða þrjú ár, þangað til nægi- legt verði til af þeim, svo bændur geti fengið þær til útsæðis. Hitt telur hann nokkurn veginn víst, að hér séu hveititegundir fundn- ar, sem ryð geti ekki unnið tjón, og sem með tímanum verði til ó- metanlegs gagns. * * * Hveiti hefir hækkað ákaflega í verði síðustu vikurnar. Fyrir fá- um vikum var það komið ofan í Bretland bush. Hækkaði það um llc. á mánudaginn í þessari viku. Er or- sökin talin sú, að uppskeruhorfur í Canada eru taldar langt frá því að vera góðar. Fyrst og fremst voraði seint og rigningár hafa yf- irleitt verið alt of litlar. Er nú talið nokkurn veginn víst, að hveiti uppskera í VesturnCanada verði töluvert minni, en í meðal- lagi, jafnvel þó tíðin verði ekki óhagstæð það sem eftir er sum- ars. Bandaríkin maður í Quebec. Fyrirrennari j $1.05, en er nú komið upp í $1.66 hans var Arthur Sauve, sem verið hefir leiðtogi flokksins þar í fylki síðan 1916. * * * Þrír Englendingar, sem fyrir skömmu voru komnir til Canada, og sem ekki hafði hepnast að fá atvinnu, sem þeir voru ánægðir með, héldu ekki álitlegt að vera hér og vildu gjarnan komast heim aftur. iPeninga höfðu þeir ekki «1 að borga fyrir farbréf, og datt þeim það ráð í þug, að brjóta glugga í innflytjendahúsinu í Montreal, þar sem þeir voru staddir og héldu, að þá mundu þeir verða fluttir heim aftur kostnaðarlaust. Þegar þetta mál kom fyrir dómarann, sagði hann beim, að þeir mundu að vísu fá fría ferð til Englands, en fyrst yrðu þeir að vera eitt ár í fang- elsi í Montreal. * * * Ofviðri mikið ög haglél gekk yfir svæðið milli Langruth og Amaranth, Man., á fimtudaginn í vikunni sem leið, og gerði mikinn skaða, að því er fréttir þaðan segja, fyrst og fremst á ökrum, sem eyðilögðust á því svæði, sem veðrið gekk yfir, og einnig braut ^aglið mikið af gluggum og drap jafnVel hænsni og aðra alifugla sumstaðar. Frétt þaðan að norð- an segir, að Freeman Thordar- son, bóndi í grend við Langruth, hafi mist töluvert af fuglum og haglið hafi brotið glugga í húsi hans og það með svo miklu afli, að það hafi jafnvel gert töluverð- an skaða inni í húsinu. Eldsábyrgðargjald hefir, frá 1. þ. á., lækkað um 25 per cent. a íbúðarhúsum og innanftiússmun- u,rn í tíu bæjum í Manitoba, Sas- ^atchewan og Alberta. Á þetta eins við eldsábyrgðar skírteini, Sein út éru gefin fyrir þann tíma. ^®>rnir til, ■^oniface, ^askatoon, Calgary, Lethbridge, 0jí Edmonton. Flest eldsábyrgð- a,skírteini eru gerð til þriggja dra °Sí kemur því þessi lækkun ekki til sniátt. sem þessi lækkun nær eru: Winnipeg, Bi-andon, St. Moose Jaw, Regina, greina fyr en smátt og Þrjú flugfélög, Wright Aero: nautical Corporation, Curtiss Aer- oplane and Motor Company og Keystone Aircraft Company, hafa nú öll runnið saman í eitt félag, sem hefir yfir sjötíu miljón dala höfuðstól. * * * Hoover forseti hefir útnefnt þrjá menn, er skipa skulu hið nýja búnaðarráð (Farm Board)i og eru þeir: James C. Stone, Lexington, Kentucky, forseti Burley Tobacco Growers Association; C. B. Den- man, Farmington, Missouri, for- setí National Live Stock Produc- ers Association, og Carl Williams, Oklahoma City, Oklahoma, rit- stjóri blaðsins “Farmers Stock- man.” Hinir fimm verða útnefnd- il áður en langt líður. * * * Tekjuafgangur íá, er Banda- ríkjastjórnin hafði við síðustu fjárhagsáramót, var $185,000,000, eftir því sem Mellon fjármála- ráðherra skýrir frá. Fjárlögin höfðu að eins gert ráð fyrir um $35,000,000 tekjuafgangi. * * * Flugmaðurinn frægi, Wilmer Stultz, sem í fyrra flaug yfir At- lantsarfið, fórst í flugslysi, hinn 1. þ.m. við Roosevelt Field, Long Island, N. Y. * * * Fyrir nokkrum, dögum talaði blaðamaður, sem staddur var í flugvél, sem fla,ug níutíu míllir á klukkustund yfir Hatlley Field, New Jersey, við London á Eng- landi, við radio. Eigendur bómullar - verksmiðj- anna miklu á Englandi hafa til- tynt verkafólki sínu, að frá 29. þ. m. verði verkalaunin lækkuðNum 12 % per cent. Segja þeir, að ekki verði hjá því komist, að lækka vinnulaunin, ef þ,essi iðnaður eigi með nokkru móti að geta borið sig. Verkafólkið þykist þar á mót með engu móti geta gengið að þessu, því vinnulaunin séu nú aukheldur ekki nægileg til að geta lifað á þeim sómasamlega. Verka- fólkið, sem hér á hlut að máli.'er um 500,000 að tölu, svo hér er ekki um neitt smáræði að tala, hvort alt þetta fólk á að geta unn- ið fyrir sér eða ekki. Er hér mik- j ið verkefni fyrir hina nýju veríca- mannastjórn, að miðla svo málum, ag hér verði ekki stofnað til hinna mestu vandræða. Reynslan sýnir áður en langt líður, hvernig það hepnast. ... Lögreglan óttast, að Arthur Henderson, utanríkisráðherra. sé hætta búin og jafnvel að setið sé um líf hans, og hefir nú sett sterk- an vörð um heimili hans. Á föstu- daginn í vikunni sem leið, kom ó- kunnur maður og heimtaði að fá að sjá ráðherrann. Þegar honum var neitað um það og sagt að hafa sig burtu, fór hann að vísu, en tók upp hjá sér skammbyssu og hafði í hótunum, að hann skyldi finna hann seinna. Skömmu síðar komu tveir menn og vildu líka fá að tala við ráðherrann, en það fór á sömu leið, að þeim var neitað um það, og höfðu þeir þá einnig í hótun- um, en ekki bar á að þeir væru vopnaðir. Út af þessu hefir lög- reglan sett vörð um heimili Hend- ersons háðherra. * * * Skömmu eftir að kunnugt varð um úrslit kosninganna á Bret- landi, sótti Leon Trotzky um að mega flytja til Englands og gerði sér víst góðar vonir um að geta átt þar friðland í skjóli verka- mannastjórnarinnar. Þetta hefir farið á annan veg, því blaðið “The Daily Exjpress” skýrir frá því í vikunni sem leið, að stjórnin hafi neitað Trotzky um landgöngu á Bretlandi. * * * Sir William Morris, sem er einn af hinum miklu iðjuhöldum Eng- lands, og býr til bíla, segir að hver bíll, sem keyptur sé frá út- löndum (Bandaríkjunum)i taki heils árs vinnu frá einum Eng- lendingi. Eða.með öðrum orðum, að það gefi einum manni árs- vinnu, að búa til hvern bíl. Hann segir einnig, að Bandaríkjamenn selji bíla sína á Englandi sér í skaða, til að ná yfirráðum verzl- unarinnar. * * * Það voðalega slys vildi til i Gillingham á Englandi í vikunni sem leið, að eldsvoði varð ellefu drengjum að bana. Þetta var í nokkurs konar skemtihúsi og tóku drengirnir þátt í leikjunum, sem fram fóru og áhorfendurnir skildu ekki hættuna, fyr en alt var orðið um seinan. Sama dag kviknaði í kvikmynda leikhúsi þar skamt frá og varð sá eldsvoði tveimur manneskjum að bana. \ ... í síðustu viku rakst brezkur kafbátur, H-47, á annan brezkan kafbát og sökk og fórust þar tutt- ugu menn. * * * Alt af við og við berast þær fréttir, að verið sé að hugsa um og ráðgera að byggja járnbraut- argöng undir Ermarsund. Sagt er að það fyrirtæki muni kosta um $900,000,000 og að það muni veita fimtíu þúsund manna atvinnu í tíu ár. Ef farið verður eftir því, sem nú er gert ráð fyrir, þá eiga að verða tvöföld járnbrautar- göng undir sundið, 44 mílna löng. Þegar þetta alt er komið í kring, verður hægt að fara með járn- braut milli Parísa/ og Lundúna á tveimur klukkustundum og fjöru- tíu og fiimm mínútum. Hugmynd- in um þetta mikla mannvirki er engan veginn ný, tog enn þá er þetta ekki nema hugmynd. En margar stórkostlegar og ótrúleg- ar hugmyndir hafa orðið að veru- leik og getur svo máske hér orðið> Sigurvegarar í framsögn Ungtemplarastúkan nr. 7, I..0 G. T., að Gimli, Man., undir stjórn Mrs. Kristjönu Chiswell, hélt sam- kepni í framsögn, að Gimli, 15. dag maímánaðar; samkepnin fór fram bæði á ensku og íslenzku. Um 30 börn tóku þátt í skemti- skrá. — Hér eru birtar myndir sigurvegaranna í samkepninni. Earl Valgarðsson skaraði fram úr í enskri, en Jóhanna Markús- son í íslenzkri framsögn. Mesta bílslys á Islandi Bíl með ellefu farþegum hvolfir, tveir bíða bana, einn meiðist hættulega og margir aðriy slasast meira og minna. Reykjavík, 25. júní. Á sunnudagsmorguninn, kl. 6Va, lagði Fiat-bíll frá bifreiðastöð Kristins og Gunnars (bílstjóri Enok Helgason) frá Rauðárstíg 13 d, og ætlaði austur í Fljótshlíð. Farþegar voru ellefu, tíu verka- menn frá Sigmundi Þorsteinssyni og Guðmundi Jónsyi í Múla, og einn gestur, Ágúst Friðriksson, starfsmaður' hjá vélsmiðjunni Héðni. Höfðu þeir verkstjórarnir í Sigmundur og Guðmundur boðið | verkamönnum sínum í þessa för, og var henni heitið austur að I Múlakoti. Var Sigmundur sjálf- ! ur með og enn fremur Þorsteinn j Kárason faðir han£. i , Gekk nú alt vel, þangað til kom- ( ið var í námunda yið tuttugu km. j steininn á austurleiðinni, skamt | fyrir ofan Lögberg, Þar er bugða } á veginum, og rétt áður en að I henni kemur verða farþegar varir . við, að bíllinn fer að verða ó- stöðugur á veginum, skrikar sitt á hvað og lendir vinstra megin út á vegarbrún. Þá grípur bílstjóri í stýrið og ætlar að venda honum inn á veginn. Fer bíllinn þá þvert yf-ir veginn, þannig að bæði hægri hjólin fara út yfir vegarbrún. Ók hann þannig um 40 metra. Þá snýr bílstjórinn stýrinu enn og ætlar að komast upp á veginn, en í sama vetfangi skrikar bíllinn og veltur um koll. Var þar lágt of- an af veginum, en staksteinótt undir. Um leið og bíllinn vatt, brotnaði öll yfirbygging hans og lenti hann ofan á mönnunum, öll- um nema einum, sem féll niður á milli sæta við hnykkinn. Tók svo bíllinn að velta og rétti sig við, svo að hann stóð með framhjólin uppi á veginum. En úti í grjót- inu lágu mennirnir í einni kös. Sigmundur Þorsteinsson varð fyrstur á fætur og tók að gá að félögum sínum. Næstur honum lá Guðmundur Jóhannesson, Rauð- arárstíg 13 K, og var á grúfu. Þar næstur lá Guðmundur ólafsson, Rauðarárstíg 13 D; lá hann á bakið og hafði höfuð hans lent á steini, svo að hann hafði rotast. Næstur honum lá Þorsteinn Kára- son, og hafði komið með bakið niður á stein. Þvert fyrir fótum þessara manna lá Ásgeir Torfa- son og rétt hjá honúm Eyjólfur Guðmundsson í Múla við Lauga- veg, og Sigurður Böðvarsson. Þá lá næstur Ágúst Friðriksson. Flestir höfðu þeir hlotið alvar- leg meiðsl. Þorsteinn var bilaður í baki og gat sér enga björg veitt. Guðmundur ólafsson var sem sagt rotaður, en þó með lífs- marki, og dó skömmu síðar, og Guðmundur Jóhannesson stói’- meiddur á höfði og rænulaus. Eyjólfur var síðubrotinn og Sig- uðrur handleggsbrotinn, Ásgeir Frá Gimli börnin kohunnar góðu, sem að litla sagan getur um: glöð, þakk- Börnin geta engu síður haftl lát og ánægð. meiddur á öxl brjósti og baki, og Ágúst marinn bæði á brjósti og baki. Sigmundur hafði meiðst töluvert, var marinn á annari hlið og önnur höndin löskiið. Hafði hann setið yztur, og þegar bíllinn valt lenti hann endilangur undir röndinni á yfirbyggingu bílsins I og munaði engu, að hann færi þar í klessu uiylir þunga bílsins og j grjótsins að neðan. Guðmundur ! Ólafsson hafði setið í aftasta sæti, I en Guðmundur Jóhannesson í sæti næst aftan við bílstjórann. Fyrsta verk Sigmundar var auð- j vitað það, að vita um líðan félaga sinna, og er hann sá hve hæ.ttulega j þeir nafnarnir, Guðmundur Ólafs- son og Guðmundur Jóhanneason voru slasaðir, hgræddi hann þeim ! í skyndi og ætlaði svo að hlaupa niður að Lögbergi til þess að kalla á hjálp í síma. Á leiðinni þangað mætti hann óskari Árnasyni rak- ara í bíl, og sneri þá við með hon- um uppeftir aftur, til þess að taka hina slösuðu menn í bílinn. í þann mund er þeir komu ó vett- vang, ber þar að Meyvant Sigurðs- son í bíl. Var hann að koma að austan. Tók hann með sér í bíl- inn nokkra af mönnunum, flutti þá niður að Lögbergi og símaði svo þaðan til Rtykjavíkur eftir lækni. Gerðist þetta alt svo fljótt, að þá var klukkan ekki meira en 7%. Náðist þá í Ólaf lækni Helga- son og brá hann þegar við og fór upp eftir. Þegar hann kom að Lögbergi, var bíll Óskars kominn með Guðmund Jóhannesson og voru þá þangað komnir allir aðr- ir, sem í slysinu lentu, nema Sig- mundur, Þorsteinn faðir hans og Jón Benediktsson. Sátu þeir Sig- mundur og Jón yfir líki Guðmund- ar ólafsonar og Þorteini dauð- vona á slysstaðnum. Ólafur læknir fór heim að Lög- bergi og batt um sár Guðmundar Jóhannessonar, og að því loknu hélt hann áfram upp eftir til þess að vitja um hina. En áður en hann færi frá Lögbergi símaði. hann eftir sjúkrabíl og kom hann litlu seinna, tók Þorstein og flutti hann á Landakotsspítala. En þegar Ól- afur læknir kom að Lögbergi aft- ur, var Guðmundur Jóhannesson dáinn. Var þá símað til lögreglunnar hér í Reykjavík og kom hún að stuttri stundu liðinni á bíl þang- að uppeftir og flutti lík þeirra nafna með sér til Reykjavíkur, en hinir aðrir tíndust til bæjarins með öðrum bílum. Þorsteini leið sæmilega í gær, er Morgunblaðið frétti seinast af honum. Mátti hann sig þó hvergi hreyfa í rúminu og er viðbúið að hann verði að liggja lengi. Hvort hinir aðrir, er lifandi sluppu, verða lausir við örkuml eða eftirköst þessa, vitum vér ekki. Guðmundi^r Ólafsson var gift- ur maður og lætur eftir sig ekkju og tvær telpur, tvíbura á IX). ári. Guðmundur Jóhannesson átti fyrir aldraðri móður að sjá. — Mgbl. sínar sáru hugraunir, en þeir full- orðnu. — Það var skýjaður dagur, svo að ekki sá til sólar. — Börnin voru öll heima og inni, eitthvað að leika sér. En eitthvert vandamál hafði borið þeim að höndum, sem að olli þeim leiðinda. Þegar móð ir þeirra kom inn með ti^>g höndum, kornu sum af þeim með tár í augum til hennar, og sögðu: “Mamma, hvað ertu að gjöra með trogið?” •— “Eg" er að bera inn sólskin i því,” sagði hún. — ‘‘Sól- skin! Bera inn sólskin í trogi?’’ sögðu börnin, og komu öll hlaup- andi á móti móður sinni, til að gá ofan í trogið, og sum ráku fingur ofan í það. — “Nei, sjáið þið sól- skinið í troginu!” kölluðu öll þörn- in með sólskinsandlitin. Mamma þeirra brosti einnig, því að alt vandamálið, sem að raunum þeirra og óánægju olli, var nú gleymt. —“En mamma kom nú ekki með sólskin inn í troginu,” sagði elzti drengurinn, eftir að hafa hugsað sig um. “Mamma skrökvar.aldr- ei að ykkur,” sagði pabbi barn- anna, sem hafði lagt sig upp í rúm og var að lesa. “Mamma kom einmitt með sólskin inn í trog-j inu, því engin birta er til, án; þess að sólin skíni frá himninum, j Hina síðustu heimsókn hingað til Betel, gjörði kvenfélag _ hins lúterska safnaðar í Winnipeg, þann 10. þ. m. (júlí), eins og það hefir gjört öll þessi ár siðan heimili þetta var stofnað. Þegar eg fór að telja f/61dann, eftir að þær allar, kvenfélágskon- j urnar, með fleirum og fleirum, voru komnar, þótti mér hver ann- ari fallegri, hafði nóg að gjöra. að hugsa um það, og tapaði því í svipinn alveg ^eikningsgáfunni, og hugsaði mér, að eg skyldi held- ur fara á fælur einhverja nótt- ina. og draga upp gluggatjaldið, og reyna að telja stjörnurnar. — Nóg var, eins og vant er, á borð- um af öllu góðgæti, við slík tæki- færi, og er óþarfi það alt upp að telja. Og sama gildir með and- lega góðgætið, alla skemtun: hljóðfæraspil, ættjarðarsöngva og ræðuhöld. Allstaðar var sólskin ið. Haldnar töilur, sagðar sög- ur, lesin upp kvæði klappað fyr- ir þeim, sem töluðu; burtfarar- snið á öllum gestkomandi, og kærar kveðjur. 10. júl, 1929. J. Briem. Or bœnum 1 annaðhvort í gegn um ský, eða Mr- Einar Einarsson, B.A., frá úr heiðríku lofti. Ef að sólin ekki! Lögberg P.O., Sask., var staddur í væri, væri alt svarta myrkur. Og, borginni í síðustu viku. mamma ykkar kom með meira í troginu; hún kom með það einn- ig fult af hreinu lofti og hrein- leika, því það er alt vel þvegið, Mrs. Helgi Paulson, Elfros, j Sask., kom til borgarinnar í vik- i unni sem leið. Mr. Magnús Henrikson, Church- bridge, Sask., kom til borgarinnar á laugardaginn og var hér fyrri- part vikunnar. Mr. og Mrs. Jón Sigurðsson, frá Bowsman, Man., og tvö af börn- börnum þeirra, voru stödd í borg- inni fyrripart vikunnar. Dr. Tweed verður í Árborg mið- vikudaginn og fimtudaginn 24. og 25. þ. m. eins og þið sjáið, og hefir tekið íj Mr. Brynjólfur Árnason kom frá sig hreint og heilnæmt loft. Og National City, Calif., á þriðjudag- hreinlæti, ásamt öllum hreinleika,! inn í síðustu viku. Hefir hann á hvaða hátt sem er, er, eins ogi verið þar í vetur, en ætlar að verða þið hafið svo oft heyrt, svo fögur| eystra nú um tíma. Á mánudag- dygð, að hver sem hana æfir, er inn fór hann til Mozart, Sask. jafn velkominn, eins og hann værj Hann ferðast í bíl sínum alla leið. heima hjá sér í höllum heldra- fólksins, eins og í lélegum húsum hinna fátæku. — Það er ekki fá- tæktin, sem andstygð vekur. Hún getur í alla stáði verið mjög heið- arleg, og jafnvel búið við unað og frið. — En það er því miður vöntun á nægu hreinlæti, sem að vekur mörgum góðum manni ó- hug og hrylling á henni (fátækt- inni), ef hún er samfara óhrein- læti, Þess vegna vill mamma ykk- ar, að þið einlægt á hverjum morgni, þvoið ykkur um andlit og hendur, og séuð einlægt eins hréin og hreinlát í öllu, sem þið getið.” Þetta sagði faðir barnanna við þau, með svo mikilli alvöru og mildi í orðum sínum, sem hann gat. Eftir að móðir barnanna hafði borið sólskinið inn til iþeirra í troginu, voru þau glöð og léku sína vanalegu barnaleiki þann tíma? sem til þess var ætlaður af deginum. Og var enginn mis- skilningur né óánægja þeiri’a á milli, né í leikjum þeirra. Og vildu börnin þann dag, eips og alla aðra daga, gjöra alt fyrir móður sína. Og þegar þau sáu, hvort sem það var heima hjá þeim, eða annars staðar, hvít og vel hrein trog, úti til þurks eða inni til notkunar, datt þeim ein- lægt í hug: góð, hreinlát og elskurík móðir, og vitur, góðlát- ur og kær faðir, og það löngu eft- ir að þau voru sjálf orðin fullorð- i in, og faðir og móðir fyrir löngu frá þeiih skilin. Séra Haraldur Sigmar prédikar í Brown, Man., sunnudaginn hinn 21. júlí kl. 2 e.h., og sama dag að Gardar, kl. 8 e. h.. Séra Jóhann Bjarnason prédik- ar að Oak Point, Man., næsta sunnudag, hinn 21. þ. m. Allir velkomnir. Sunnudaginn 30. júní voru þau Miss Fea S. Thorlakson og Mr. Donald A. Taylor, gefin saman í hjónaband. Hjónavígslu athöfn- ina framkvæmdi séra Kolbeinn Sæmundsson, og fór hún fram að heimili foreldra brúðarinnar, þeirra Mr. og Mrs. Gunnar Thor- laksson í Seattle, Wash. Aðeins nánustu aístandendur brúðhjón- anna voru^ viðstaddir. Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður í Seattle. Brúðurin er uppalin í Seattle og á fjölda vina þar, sem allir óska henni innilega til ham- i ingju á hjónabandsbrautinni. Mr. ólafur Thorlacius frá Dollv Þannig er þessi litla saga, uml Bay> Man-< hefir dvalið 1 horK>nni hina umhyggjusömu, góðu og ást- í nokkrar vikur. Hann hélt heim- ríku móður, sem að eyddi óyndii lei®is síðastliðinn laugardag. Mr. barna sinna og gladdi þau á sv'oí Thorlacius er nú maður mjög við gamansamlegan hátt, er varð umi leið orsök í því, að faðir barnanna un^ur væri. minti þau svo alvarlega á hina I aldur, en er ern og f jörugur, sem fögru dygð: hreinlætið, og hrein- leikann í öllum hlutum, sem að við svo mörg tækifæri á fullorð- insárum þeirra mintu þau á þeirraj elskuríku móður og kæra föður. Slíka endurtekningu gjöra hin Þau Mr. og Mrs. Bert Clark frá Los Angeles, Cal., eru nýkomin til borgarinnar ásamt dóttur sinni, og ráðgera að dvelja hér svo sem mánaðartíma, í gistivin- áttu frænda og vina. Mrs. Clark | er dóttir þeirra Mr. og Mrs. ThoY- goðgjörnu, °r?ð öUu lofsverðu! steinn Oddson) j ^ Angele8. sistarfandi kvenfelög. Þau koma| _____ hingað hvert um sig, einu sinni á Mr. G. E. Dalman frá Selkirk., ári hverju, og bera sólskin inn! Man., kom til borgarinnar síðast- til olckar á Betel. Ekki einasta i liðinn mánudag í venslunarerind- kaffibollum, heldur í trogum. Ogi um. Hefir hann nú tekið að sér að skilnaði, þegar þessi góði ^est-1 umboð fyrir Congoleum verzlun- ur (kvenfélagið)j fer á brott frá ina miklu í Montreal, og hvgst að okkur, erum við jafnan eins og| ferðast víða um.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.