Lögberg - 25.07.1929, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.07.1929, Blaðsíða 2
Bis. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1929. Fertugasta og fimta ársþing Hins evangelíSka lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, HALDIÐ 1 RIVERTON, MANITOBA, 5.—8. Júní 1929. Þá lá fyrir Annað mál á dagskrá : Kristniboð meðal heiðingja. Séra N. S. Thorláksson lagði fram, fyrir hönd trúboöa vors í Japan, séra O. S- Thorláksson, þessa skýrslu, sem er bæÖi til Sameinuðu kirkjunnar lútersku og til kirkjufélagsins, ásamt eftir- mála, er séra Stgr. kvaðst sjálfur hafa samið. Ársskýrsla trúboðans séra S. O. Thorlákssonar, árið 1928. Kobe. “Þér munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.” Ö, að við öll gætum þekt sannleikann viðvíkjandi á- standi starís kirkju vorrar bæði heiina og erlendis. Þetta er reynt að veita og að fá með ársskýrshtnum. En ekki hefi eg enn séð skýrslu, sem greinir allan sannleikann og ekkert nema sannleikann, það verður að lesa á milli línarma, það er annað hvort skortur á þvi að það sé gert eða þá að of mikið er lesið milli línanna, sem veldur misskilningi og röngum dómum. Svo má ekki gleyma, að af ýmsum ástæðum verð- ur að stytta skýrslurnar og jaínvel láta sumt liggja í þagnargildi. Af þessum ástæðum sem á hverju ári verða að takast til greina, þá finnur maður einhverja tregðu hjá sér með að leggja út í að gefa skýrslu. Eg byrja þá þar, sem hætt var síðastl. ár. Eg sagði þá að eg hefði eignast hugsjón. Hefir hún verið að skýrast og vaxa síðan. Bærinn Kobe, þar sem við nú erum búsett, er einmitt nú sem óðast að breiða sig út. Svæði hingað og þangað risa upp með nýbygðum íveruhúsum. Minnir það á bæina, sem spruttu upp eins og gorkúlur á sléttunum i vestrinu í Ameríku. En með öllum þessum aragrúa af nýjum húsum og heimilum koma ný viðfangsefni og ný tækifæri fyrir kirkjuna. Eg álít að hugsjónin, sem Guð hafi gefið mér, sé að flytja fagnaðarboð-i skapinn heimilunum í undirborgunum. Og með aðstoð bæna ykkar viljum við leggja alla stund á að hugsjónin beri ásvöxt. Þegar eg kom íil Kobe frá Kurume í jan. ’28, þá leit eg svo á, að fyrsta skylda mín væri að kynnast staðháttum og iæra sem bezt að gera mér grein fyrir starfinu, sem væri fram undan, og eins var eg að hugsa urn hvaða skerf lúterska kirkjan myndi geta lagt til starfs- ins á þessum stað í Japan. M. ö. o.: mig langaði tii þess alð eignast hugsjón viðvíkjandi starfinu á þessum nýju stöðvum. Þegar eg því var búinn aö fá vissar upplýsingar urn trúboðsstarfið, sem rekið hafði verið á staðnum, bæði af fundargerningum trúboðsins og af frásögn prestsins Aoyama, sem hér hefir verið síðustu 8 ár, byrjaði eg mitt starf. Eg náði mér í uppdrætti og upplýsingar um fyrirhugaða út- færslu borgarinnar, átti tal við embættismenn hennar, við verzlunar- menn, við starfsemi kristinnar kirkju á staðnum, við landsölumerjn, við framfarafrömuði og marga aðra, eftir því, sem ástæður leyfðu. í Fordbil mínum hefi eg farið víða um og gengið marga míluna og með ýmsu móti og ýmsum meðulum komist að raun um hvernig sakir stæðu. Verkið var skemtilegt, en umsvifamikið. Síðastl. 8 ár hefir trúboðsstarfið aðallega verið í þeim hluta Kobe, sem kendur er við Hyogo. Var það áður sérstakur bær, en fvrir nokkru sameinaður Kobe. Itrekaðar tilraudir höfðu verið gerðar til þess að flytja trúboðsstöðina á hentugri stað. Það sem einkanlega mælti móti staðnum var nálægð hans við trúboðsstöð Meþódista, er komið höfðu á svæðið skömmu eftir að lúterska trúboðið hófst og keypt lóð svo sem tvær ameriskar “blokikir” (blocks) frá okkar stöð; eiga þar nú byggingar fyrir starf sitt, en við enga. Meðan eg var að akoða mig um og kynnast, eins og eg gat um, þá var eg að hyggja að hentugra plássi fyrir okkar starf. Séra Aoyama, samverkamanni mínum hér, tókst í apríl í fyrra að ná plássi, sem honúm geðjaðist betur að, og þangað fluttum við og gátum því haft okkar páskaguðs- þjónustu í betra umhverfi og i húsi, sem hægt var að athafna sig í ögn kirkjulegar. Þessi staður er nær þ\'í i miðri borginni. Hann er þvi mjög hentugur, þegar þess er gætt að Kobe er öll á lengdina og með- limir safnaðarins búa sinn hvoru megin til beggja endanna. Það leit út sem nú myndi verkið fara á stað á ný og áfram. Þá kom ársþing okkar saman í mai í Fukuoika, þar siem trúboðar ykkat áttu heima fyrsta árið eftir síðari komuna til Japan. Þær góðu fréttir bárust þá þinginu frá trúboðsráði okkar í Ameríku, að nú væru 12 þúsund doll. til, er kaupa mætti fyrir land handa trúboðsstöðinni í Kobe. Seinna kom svo skeyti frá féhirði ráðsins, að gefa mætti út víxil, sem næmi tveim þús. doll. á mánuði frá september mánuði, upp á þennan sjóð. Á téðu þingi var samþykt tillaga frá franfkvæmd- arnefnd lút. trúboðsins í Japan, um að séra Aoyama, samverkamaður minn í Kobe, hafi skifti á prestakalli við séra iWatanaba i Saga, bæ á sömu eyjunni og Kurume. Samkvæmt beiðni hins síðarnefnda var skiftunum frestað til haustsins sökum þess að hann var að búa sig á1 stað á sunnudagsskóla heimsþingið í Los Angeles Og ætlaði sér að ferðast um í Ameríku sumartímann. 1 sumarfríi mínu uppi í fjöllunum var eg að búa mig undir að hefja öflugara og viðfangsmeira verk með haustinu eftir heimkom- una. Nýjan prest þurfti að setja inn í embætti og inn í starfið á hinum nýja sitað. Einnig langaði mig til að hagnýta mér fyrir starfið sam- tengdir og kunningsskap, sem eg hafði náð fyrri hluta ársins, sérstak- lega í ngárenninu við oikkur. Eins og gefur að skilja var þvi frí- tíminn ekki tómur leikur. Eg var stöðugt að velta því fyrir mér, hvaða aðferð myndi happasælust til þess að koma í framkvæmd því, sem vakti fyrir mér. Komst eg að þeirri niðurstöðu að bezta aðferðin myndi vera að fara hús úr húsi og til smáflokka með fagnaðarboð- skapinn. Með því móti gæti eg helzt komist að með hugsjón mína að koma inn á heimilin í undirborgunum fagnaðarerindinu. 1 sept. kom framkvæmdarnefndin saman í Kobe. Hún réði þá af að fresta prestaskiftunum áminstu til næsta þings. Einnig var það einróma samþykt hennar að kaupa skyldi vissa landspildu í þeim hluta borgarinnar, sem við höfðum flutt úr um vorið, til þess að gera að vilja nokkurra í söfnuðinum. Nú leit út fyrir að verkinu myndi miða óðum áfram. Ekki verður ihægt að gefa jafn glæsilega skýrslu og þá í fyrra af starfinu í Kurume, ef mæla slkal vfðgang verksins í tölum. Það verð- ur að nægja að segja, að hér sé mjög góður akur fyrir orð fagnaðar- erindisins. Fólk hér er móttækilegra og fúsara að hlusta á það held- ur en gerist í hafnarbæjunum, eftir því sem orð fer af þeim. Á ferð- um mínum hér milli fólks hefi eg þráfaldlega, eins og annarsstaðar, fundið til ósegjanlegrar kvalar út af hinum sorglega mismun, sem á sér stað milli ákafans annars vegar hjá fólkinu í kringum okkur að heyra fagnaðarerindið um hið hærra og fyllra líf, og hins vegar skort- inn hjá okkur á hæfileika og ástríðu til þess að gera fólki fagnaðar- erindið kröftulegar og skjótar kunnugt. Ekki má falsa okkur til af- sökunar önnur eins orð Drottins og þessi: “Uppskeran ier mikil, en verkamennimir fáir.” Nú á dögum, þegar trúboðar eru að reyna að sannfæra sjálfa sig og heima-kirkjuna um það, að trúboðsstarfinu í Japan sé nær því lokið, þá er ekki úr vegi að meiri gaumur sé gefinr^ orðinu “vcrkamennirnir” í hinum tilfærðu orðum frelsarans og á það lögð meiri áherzla, ekki þó svo að um mergðina sé hugsað, heldur um manngildið í augum Drottins. Uppskeran er yfirfljótanleg; en því eru þá afurðirnar svo rýrar? Hvort mun það koma til af því að kirkjan hefir ekki sint nógu vel orðunum, sem Drottinn lét fylgja með og áskoruninni, sem í þeim felst; “Biðjið þyí herra uppskerunnar, að hann sendi verkamenn til uppskeru sinnar?” Höfum við verið sendir af honum? Er aflið, sem knúð hefir okkur burt frá átthögum og ástvinum, karlcikinn til hans, sem okkur hefir auðsýnt svo mikla elsku ? Starf okkar í nágrenninu eða verkið hús úr húsi og hjá smærri flokkum hefir verið mjög uppörfandi. Einnig hér höfum við verið látnir finna mjög til hinnar mannlegu takmörkunar hjá okkur; en 6- fullkomleikinn í starfinu hefir notið styrks í voninni og bæninni. Við höfum verið með flokki iðnaðarmanna, flokki, sem ræðir félagsmál, flokki hjóna, flokki sunnud. skóla, og fleiri flokka, og alstaðar leitast við að sýna Jesúm Krist í orði og æði. 1 sambandi við þetta starf mætti bæta við frásögn um óteljandi skriftamál, sem eg hefi heyrt, og samtöl, sem eg hefi haft; en þvi verður ekki komið við hér. En um það er stöðugt beðið, að það alt megi leiða mannssálirnar til frels- arans. Þessi afar persónulega hlið starfsins hefir verið einikar hug- næm og uppörfandi; því þetta verk, augliti til auglitis við manneskj- umar og sálnasnerting sú, sem við það veitist, opnar manni sýn að eilífðarþrá mannssálarinnar. Og það er þessi hlið starfsins sérstak- lega, sem tengir okkur áfram við það, þrátt fyrir það, sem sýnist hafa verið reynsla og ætla að svifta okkur ihugrekki til að halda áfram. En nú i dag leika flugdrekar í lofti. Og hugsjón okkar um mögu- leika starfsins í víngarði Drottins í Kobe og undirbor.gum hennar á sér enga aðra merkjalínu en himininn, hafið og háfjöllin. En vitan- lega steypast margir flugdrekar ítjórnlaust til jarðar, af því mistök verða á handtökum á línum hjá þeim, sem hugðust mundu verða frægir fimleikamenn. Hiroshima. Hiroshima er bær 200 mílur suðvestur af Kobe. Liggur hann við sjó og er hægt um ferð þaðan út í eyjuna Miyajima, sem fræg er fyrir goðasagnir og náttúrufegurð. Eins og Róm er borgin á hæ’ð- unum 7, er Hiroshima borgin við árnar 7. Hún er líka 7. borgiVi að stærð í Japan. Ibúar eru 220,000. Hér er 5. hermannaskáli ríkisins. Og í Kure, hafnarbæ borgarinnar, er önnur flotastöð hins keisaralega flota. Hiroshima hefir 9, mentaskóla (collegesj, 9 miðskóla (high- schools) fyrir drengi og 8 fyrir stúlkur. Kennaraskólinn hefir nýlega verið hafinn upp í háskólasess. Margskonar iðnaður er rekinn hér, svo sem fiskiveiði, niðursuða, silki og bómullar iðnaður, pappírsgjörð og járnsteypa. Úti á landinu er jarðrækt. Hiroshima þykir ágætur búsetubær; enda velja sér hér búsetu margir japanskir hermenn bæði úr land- og sjóher, til þess að fá notið síðustu daga siirna í kyrð. Her er Shinshu flokkur Búddatrúar mjög sterkur. Eitt af höfuöbólum hans. Margir Japanar eru harðsnúnir í að sitaðhæfa að; hann flytji grundvallarlega sömu kenning og kristindómurinn! Fyrir ítrekaða og brýna áskorun frá japönskum samverkamönn- um mínum á síðasta þingi í Fukuoka, var það úr að einn af okkar prestum settist að í Hiroshima. Séra S. Okuma, samverkamaður minn í Hida, flutti hingað með fjölskyldu sína síðastl. haust, til þessl að koma hér á fót lút. söfnuði. Atti eg sem trúboði að vera í sam- vinnu með honum. Byrjunin hefir verið okkur til mjög mikillar á- nægju; en vegna þess hve nýtt starfið er, getur ekki verið um neina Skýrslu að ræða að sinni; en eg sendi hér með mynd af söfnuðinum, sem tekin var 20. jan. síðastj. Á þennan hátt vil eg gera ykkur kunn- ug andlit þeirra, sem eg vona að verði lúterskur kjarni i þessari borg. Þessi hópur, eins og þið sjáið hann, hefir í rauninnt heyrt okkurt til, síðan við hófum starfið með guðsþjónustu fyrsta sunnudagsmorgun- inn. Séra Okuma og frú lians sitja mitt í fremstu röð. Eiga þau 4 börn. Til hægri handar við trúl^ða ykkar sjáið þið Mr. Y. Naka- hara, prófessor við hina keisarale^Tmentastofnun í Hiroshima. Eg sagði frá honum í greinarstúf, er eg sendi föður mínum og bað hann að þýða fyrir Sam. (Greinin birtist í síðasta bl. Sam. — N. S. Th.ý Kobe 1. febrúar 1929. Viðbót: Af þvi skýrsla trúboðans er líka stíluð til Sameinuðu lút. kirkj- unnar í Ameríku, þá skýrir hann einnig ofurlítið frá ástæðum í Kyoto og Osaka; enda er hann éini lút. trúboðinn á þessum stöðvum síðan séra C. W. Hepner fór heim í fyrrasumar i ársfríi sínu, og hefir haft eftirlit með starfinu. Eg leyfi mér að gefa útdrátt úr þessum kafla skýrslunnar með litlu einu bættu við til skýringar. Osaka er tvíburabær víð Köbe, en miklu stærri borg,—stærsta borgin í Japan og 6. í röð í heimi að stærðinni. Um 12. ár eru liðin síðan lút. trúboð var hafið hér. þar til á síðasta ári hefir trúboðið hafst við í leigðu húsi, er staðið he'fir verkinu mjög fyrir þrifum, eins og gefur að skilja, þegar þess er gætt að þjóðtrúin býr i glæsi- legum musterum; enda þótt við kristnir menn getum sungið: “Herrann ei býr í húsum þeim, hagleg er mannaverk þykja”; því við syngjum lika, af þvi við kunnum að njeta vegleg guðshús: “Hús þau, er kirkjur köllum vér, kær skulu’ oss öllum þó vera.” ( En nú hefir að nokkru ræst úr fyrir söfnuðinum i Osaka, því síðastl. ár var land keypt og prestshús bygt fyrir fé, sem veitt var úr minningarsjóði, er Sameinaða kirkjaft hefir. Hagar'svo til í húsinu að það er einnig notað fy-rir guðsiþjónustu-samkomur og sunnud. skóla. Leit séra Oct. eftir með tilhögun og bygging. Von hans og bæn er að söfnuðurinn vaxi svo að stærð, mætti og metnaði að hann innan skamms byggi sér veglega kirkju. Svipað mælir og presturinn í þakkarbréfi til Sameinuðu kirkjunnar. Er presturinn forseti lút. kirkjunnar i Japan, séra K. Takimoto. Á öðrum stað í borginni er einnig rekið Lút. trúboð. Stendur fyrir því nú presturinn séra Tsuboike, sem áður var prestur i Moji nyrzt á Kvushu eyjunni, sem Kurume er á. Hann er einn af prest- um þeim, sem Kurume söfn. hefir gefið í þjónustu kirkjunnar, og bróðir lögmannsins. T. Tsuboike sem var einn í safnaðarráði Oct. og nefndur hefir verið í skýrslum áður. 1 Kyoto, borg skamt frá Köbe, er séra Yonemure prestur lúterska safn., sem er nú um 7 ára. Séra Yonemure er elsti lút. presturinn í Japan. Hann var fyrsti prestur safn. í Kurume nú fyrir 28 árum og búinn að starfa í Kyoto frá byrjun trúboðsins þar. Oct. segir að hann og kona hans hafi fyrirtaks hæfileika til starfsins í þessari borg og sé einkar vel til þess fallinn, enda sýni árangurinn af starfi þeirra það. Vonast hann til að ekki verði lengi að bíða þess að söfft. kom- ist á lista sjálfstæðra safnaða, er söfn. í Kurume var fyrstur að rita nafn sitt á. Starfið segir hann að hafi verið fram að þessu mest meðal námsfólks. En nú upp á síðkastið hafi það einnig komist inn á heim- ilin í nágrenni við stöðinai fyrir áhrif sunnud. skólans og einnig með fundum með ágætu fyrirkomulagi, sem haldnir séu með mæðrum. Næsta stig segir hann að sjálfsögðu verði fundir með feðrunum. Söfn. á kirkju, sem nýlega hefir verið stækkuð og endurbætt. Kyoto er ein af merkustu borgum í Japan. Var höfluðborgin meir en þúsund ár. Hefir verið og er enn krýningarborgin. Þar fór þvi fram krýn- ing hinna nýju keisarahjóna síðastl. haust með geysimikilli viðhöfn. Það er gleðilegt að þau eru ibæði hlynt kristna trúboðinu eins og svo margir hinna leiðandi manna í Japan, sem komið háfa auga á hvílíkt lyftiafl til þjóðþrifa kristindómurjnn er; en á þvi auganu virðist mrgur landinn vera orðinn blindur og ætti því að fara til Japan til þess að fá sjónina. N. S. Th. SömuleiSis lagði séra N. S. Thorláksson fram nýlega ritað bréf frá trúboðanum til kirkjuþingsins: Kumamoto, Japan, May 6th, 1929. To the Icelandic Lutheran Synod of America in session at Riverton, Man., Canada. Dear friends,—< We are now at Kumamoto, Kyushu in annual Mission Convention. Had thought I would write my Synod letter upon our return as úsual, but I have just learned that you are meeting earlier his year, so I fear least I might not reach you in time. Hence this must needsi be briéf. Have already sent in my Annual Report to which many details concerning our work during the year might be added. But as we look back over the picture as a whole we Ibecome more than ever conscious of Divine Guidance and the working out of His Holy Will through us. We rejoice in the Service in which it is our privilege to serve. The opposing Forces have not been sufficiently strong to dis- courage us in our efforts. On the contrary, our Faith has been strengthened and we experience daily bur growth in Grace and in the Power of the Lord. It is He that makes us strong. As I try to imagine myself in your midst one motith hence, it seems that we are enjoying here at this time the same beautiful cloudless early summer days, the same freshness of Nature that you will be ex- periencing on the Shores of Lake Winnipeg. But as I read your1 Annual Reports of Synod, I long for the open-hearted hospitality of the Icelanders which is so akin to God’s nature as revealed to us in the physical Universe about us. Needless to say, our daily business sessions are filled with end- less routine which must be attended to. But yesterday we were in- deed agin taken to the Mount of Transfiguration. We were met for Sunday Morning, Worship in the large and beautiful Auditorium of our Boys School. It was an ordination and Communion Service. Our oldest Lutheraft Pastor preached a most inspiring sermon on “Our New Mission,” after which three of our young men were consecrated to the Office of the Holy Ministry. One of these was Kishi Sanj whom some of you may recáll as a student from our early Nagoya days. He is now my successor as Pastor of the Kurume Churchj. It was indeed a blessed privilege to assist in this Consecration Service. Then as line upon line sprinkled with so many of our baptized girlsi and boys stuendts came forward to partake of the Holy Communion, we could not help but realize somewhat of the glorious future in store for our Church in this land an4 prpise God tberefore. Framh. ÆFIMINNING Eiríkur Bjarnason. Eiríkur Bjarnason andaðist að heimili Magnúsar sonar síns, nálægt Churchbridge, Sask. 14. febrúar 1929, eftir langvar- andi sjúkdóm, sem stafaði frá hjartabilun. Hann var fæddur 2. nóvem- ber 1848, að Skálafelli í Suð- ursveit, í Austur-Skaftafells- sýslu. Foreldrar hans' voru: Bjarni Eiríksson og Guðrún Arngrímsdóttir, er lengi bjuggu að Hofi í Hofshreppi í sömu sýslu. \— Því miður er þeim, sem þetta ritar ókunnugt um ætt hans lengra fram. Ungur, 11 ára gamall, fór hann frá for- eldrum sínum til Vestmanna- eyja; var hann þar fyrst hjá Sveini Hjaltasyni og Ingibjörgu konu hans; síðar fór hann sem vinnumaður til merkishjónanna Árna Einarssonar og Guðfinnu Jónsdóttur Austmann. Sumar- ið 1871 réðist Eiríkur í Sigling- ar, fyrst til Kaupmannahafn- ar; var hann svo í siglingum, sem háseti á verzlunar- og vöru- flutningaskipum í 9 ár, þar á meðal strandferðaskipum til íslands. Á þeim tíma fór hann víða, kom til flestra hafnar- staða í Evrópu, og til Austur- landa fór hann oftar en einu sinni. Má nærri geta, að á þeim ferðum hafi margt það borið fyrir augu og eyru, sem ungum og framgjörnum æskumanni hafi fundist mikils umvert. Þegar eitthvað varð á milli sjóferða, hafði Eiríkur aðsetur sitt í Kaupmannahöfn, og kynt- ist þar ungfrú Oddnýju Magn- úsdóttur, sem þá var að nema yfirsetu- og hjúkrunarkonu- fræði, við fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn. 22. apríl 1877 héldu þau Eiríkur og Odd- ný brúðkaup s.itt; voru þau saman vígð í Hölmenskirkju í Kaupmannahööfn. Foreldrar Oddnýjar voru : Magnús Páls- son og Oddný Þórðardóttir. Bjuggu þau á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum, og voru ættuð af Rangárvöllum. Árið 1880 fluttu þau hjónin til íslands aftr; settust þau að á Seyðisfirði. Reisti Eiríkur þar nýbýli, sem hann nefndi Eiríksstaði; ræktaði hann þar tún og girti inn með grjót- garði. Jafnframt stundaði hann fiskiveiðar og hélt úti skipi fyrir eigin reikning. Árið 1888 seldi Eiríkur eign- ir sínar á Seyðisfirði, og flutti alfarinn til Canada, með fjöl- skyldu sína. Settist hann að í Þingvallanýlendu, skamt frá Ghurchbridge, Sask., og reisti þar heimili að nýju. Háði hann þar baráttu frumbýlingsáranna í þessu landi, með stakri elju og dugnaði, svo að innan fárra ára vara hann kominn í allgóð efni, e’ftirf því seim þá þótti; bjó hann þar rausnar og sæmd- arbúi, þangað til haustið 1921, að hann seldi lausafé sitt, leigði lönd sín og flutti til Win- nipeg. Var hann þá farinn að bila að heilsu; börnin flest gift og komin í burtu, en yngri sonurinn nýlega kominn úr heimsstyrjöldinni, limlestur á sjúkrahúsi í Winnipeg. Dvöldu þau hjón um veturinn hjá dótt- ur sinni, Mrs. S. Jóel, en með vorinu keypti hann dálítið hús í St. James og dvöldu þar eins árs tíma. Á þeim tíma hafði sonur þeirra Magnús, fengíð svo mikla bót meina sinna, að þau fluttu öll til Þingvallanýlendu, á gamla heimilið; byrjaði hann þar búskap og kvongaðist Jón- ínu Gunnarsson, ættaðri þar úr bygðinni; hafa gömlu hjónin verið hjá þeim síðan. Fyrir átta árum kendi Eirík- ur sál. sjúkdóms þess, sem að lokum leiddi hann til dauða. Ágjörðist hann smámsaman; og þó Eiríkur lægi sjaldan lengi rúmfastur, þjáðist hann stöð- ugt meira og minna, nú í seinni tíð, en einkum síðasta árið, sem hann lifði, þrátt fyrir alt það, sem góð hjúkrun og ástúð- leg umhyggja reyndu að gjöra, til að lina þjáningarnar. Bar hann sjúkdóm sinn með miklu þreki og þolinmæði, til síðustu stundar. Átta börn eignuðustu þau Eiríkur og Oddný kona hans; dóu tvö þeirra í æsku. Hin, sem upp komust, eru: 1. Guðrún Magnússína, gift- ist enskum manni, Robert Moore. Dó í Winnipeg 1926. 0. Sigurður, giftur Björgu dóttur Bjarna Péturssonar og Kristínar konu hans, frá Árnes, Mari. Bóndi í Þingvallabygð. 3 Anna Vilhelmina, kona/Sig- fúsar Joel, búsett í Winnipeg. 4. Helga, kona Hermanns Sig- urðssonar, kaupmanns í Church- bridge, Sask. 5. Bjarni, dó 17 ára gamall, varð fyrir eldingu. 6. Magnús, giftur Jónínu, dóttur Gunnars Gunnarssonar og Gróu konu hans hér í bygð. Enn fremur ólu þau upp Ingi- björgu Sigurðsson, sem þau tóku til fósturs nýkomna heim- an af íslandi. Hún dó 1918. Mörg einkenni hinna gömlu, góðu íslendinga, lýstu sér greinilega í' fari Eiríks sál. Bjarnasonar, svo sem; áræði, kjarkur, þrek og trúmenska, m. fl. Hann var ör í lund, fram- gjarn og alls ekki ragur við, þó tefla þyrfti á tvær hættur, við atvinnuvegi þá, er hann hlaut að stunda; né heldur uppgafst hann, þó erfiðlega gengi, því áhuginn og þrekið til fram- kvæmda var óbilandi, meðan heilsan leyfði. Trúmenskan kom bezt í ljós við það, hve vel og samvizkusaflega hann leysti af hendi öll störf sín, hvort heldur var á heimilinu, eða annars staðar. Heimilisfaðir var hann góður og unni konu og börnum innilega. Síglaður og skemtinn heim að sækja. Fé- lagslýndur, fús til að rétta hjálparhönd hverjum, sem á ‘þurfti að halda; enda var hann svo gæfusamur, að eignast á- gætis konu, sér samhenta, sem “gjörði garðinn frægan”, engu síður en hann. Þau hjón, Eiríkur og Oddný Bjarnason, höfðu áunnið sér, að maklegleikum, almennar vinsældir og virðingu sveitunga sinna, fyrir löngu síðan. Eg minnist þess, að fyrir meir en 20 árum. var þeim gjörð all- fjölmenn heimsókn á heimili þeirra. Voru það aðallega kon- ur úr Þingvalla- og Lögbergs- bygðum, þar saman komnar til þess, að votta Mrs. Bjarnason sameiginlegt þakklæti sitt og viðurkenning, fyrir starf henn- ar sem ljósmóður og hjúkrun- arkonu meðal þeirra, þá um mörg undanfarin ár, einmitt í mestu erfiðleikum frumbýlis- áranna, þegar farartæki voru má og ófullkomin, en læknis- hjálp ekki fáanleg nær, en í 20 til 30 mílna fjarlægð. Við það tækifæri voru Mrs. Bjarna- son afhentar viðeigandi heið- ursgjafir. Síðan ihafa tímarnir breyzt mjög mikið. Vegalengdir nálega horfið, og farartækjum fleygt fram stórkostlega. En vin- sældir Bjarnasons hjónanna höfðu samt í það minstá ekki farið minkandi á þeim tíma. Kom það enn í ljós fyrir tveim- ur árum síðan, Þegar börn þeirra héldu hátíðlegt 50 ára brúðkaups afmæli foreldranna. Var þar saman komið fjölmenni úr Þingvalla og Lögbergs bygð- um, sem gripu það tækifæri til að samfagna með gömlu hjón- unum, yfir 50 ára farsælli sam- búð þeirra, og jafnframt votta þeim virðingu sína og þakk- læti. Eiríkur var greftraður í graf- reit Konkordía-safnaðar, 19. febrúar síðastl., að viðstöddu fjölmenni. Séra Jónas A. Sig- urðsson jarðsöng. Hér á enda löng er leið. Hniginn er að hinzta beði, hugum-stór í sorg og gleði, hann, sem aldrei hættum kveið. Hverju, sem að höndum bar, mætti jafnt með hug og hreysti, hamingjunni’ og guði treysti, æfin þar til enduð var. Því er margs að minnast hér. Mannkostirnir mörgu, stóru, máttarstoðir traustar vóru, vandað líf sem vitni ber. Hreinskilinn, með grandvart geð; skjól og athvarf ástvinanna; öllum sýndi góðvild sanna, höfðingsskap og hlýleik með. Ei skal harma horfinn vin. Ljúf er hvíld þeim lengi stríðir, lofstír góður jafnan prýðir minning hans, sem morgunskin. Duftið hvílist. Hægt og rótt, andinn fór til friðarkynna, fullkomnara starf að vinna, gæddur nýju þreki og þrótt. R. Thorbergsson. éMKéVéAá~A á~A = BÖKUNIN bregst ekki ef = = þér notið MAGIC HAKING — = POWDER Það inniheldur i li ekki alúm og er ekki beizkt á bragðið. SITT AF HVERJU. Fyrir dómstólnum í Boma i belgisku Kongo var nýlega ein- kennilegt mál. .— Þannig stóð á því, að bíll hafði rekist á Svert- ingjahöfðingjann Marius Wamba, og slasaðist hann svo mjög, að læknar töldu nauðsynlegt að taka af honum annan fótinn og var það gert. Þegar höfðinginn rakn- aði við eftir svæfinguna, krafðist hann þess að fá fótinn, því að hann ætlaði að eta hann. Lækn- unum dat ekki í hug að verða við þeirri kröfu, en þá stefndi hann yfirlækninum — og vann málið. Leit dómarinn þannig á, að Wamba hlyti að eiga fótinn og sjúkrahúsið hefði ekki leyfi til þess að halda fyrir honum fætin- um. Auk þess varð stjórnin að greiða Wamba stórfé í slysabæt- ur. Wamba fór heim með fót sinn og át hann, og yfirvöldin fóru að hugsa um, hvernig þau ætti að stöðva slíkt mannakjötsát fram- vegis, ef fleiri skyldi slasast á líkan hátt. f gildandi lögum voru engin ákvæði er bönnuðu mönn- um að éta sjálfan sig. — Lesb. — Læknir minn segir mér að eg geti ekki lifað lengi með þann sjúkdóm, sem þjáir mig. — Þá ættirðu að reyna minn læknir! Hann hefir alveg sérstakt lag á því, að draga alla sjúkdóma á langinn. — Héran eru nokkrir aurar, veslingur, og í húsinu þarna á móti getið þér fengið atvinnu. — Betlari: Kærar þakkir, frú, / bæði fyrir peningana og viðvör- unina. Fyrir nokkru var isendill í Ár- ósum að draga þungan vagn upp eftir Friðriksgötu og gátu allir séð, að vagninn var altof þungur fyrir drenginn. Þá kemur þar að vingjarnlegur maður og ýtir á eftir vagninum um stund. Svo segir hann: — Þú ættir að segja húsbónda þínum, að þetta sé alt of þungt hlass fyrir þig, drengur minn. — Eg sagði honum það undir eins, mælti strákur, en þá sagði hann, að eg mundi sjálfsagt rek- ast á einhvern heimskingja á göt- unni, sem vildi hjálpa mér! Eftir það varð drengurinn að draga vagninn hjálparlaust. í fylkinu Kimsa í Kína var hungursneyð í fyrra eins og víða annars staðar í landinu, og svo bættist það ofan á, að steikjandi hita og þurka gerði um sáðtíð svo að til stórvandræða horfði. íbú- arnir tóku því það fangaráð, að færa veðurguðinum fórnir og báðu hann nótt og dag um það, að láta nú rigna. En goðið sinti engum bænum. Þá höfðu íbú- arnir í hótunum við það, en ekki hreif það heldur. Að lokum mistu þeir þolinmæðina. Tveir sterkir menn þrifu goðið af stalli og fóru með það upp á fjall. “Þarna getur þú nú fengið að dúsa,’’ sögðu þeir, “svo að þú fá- ir að finna hve þægilegt það er, að vera úti í steikjandi sólarhita og fá ekki einn vatnsdropa til að svala þér.” Þetta hreif. Þremur dögum seinna kom steypiregn!—Lesb.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.