Lögberg - 25.07.1929, Side 3

Lögberg - 25.07.1929, Side 3
LÖGBERG FTMTUDAGINN 25. JÚLí 1929. Bla. S. SOLSKIN LÆKURINN. Þegar eg man fyrst eftir mér, átti eg lieima í Selhólum, hjá henni Helgu göímlu. Einn góð- an veðurdag var eg að leika mér við lækinn, sem rann rétt fyrir neðan túnið; mér þótti svo gam- an að lienda steinunum út í hylinn. “Haman, gaman!” hrópaði eg og hljóp um leið fram á lækjarbakkann, með stein í hend- inni. Jú, heldur var það gaman! Eg stevptist á höfuðið niður í hylinn. Mér fanst eg nú Hggja í mjúkri sæng. Stundum varð már dimt fyrir augum, en stundum sá eg gróleita móðu. Þama var eg að veltast um í læknum, tæplega fimm ára gamall. Engin mannleg hjálp var nálæg. Enginn sá mig — nema Guð. Alt í éinu kendi eg l)otns, svo að eg gat stað- ið upp. Straum'urinn hafði skolað mér upp í dálítið skarð, sem var í bakkann á einum stað. Það var eins og blessuð puntstráin, sem blöktu á bakkanum, væru að rétta mér hjálparhönd. Eg þreif í þau báðum höndum, og gat klifrast npp á bakkann. Óisköp hafði hún Helga gamla hátt, þegar eg kom heim, en ekkert man eg hvað hún sagði. Eftir litla stund var eg kolminn ofan í rúm og sofnaði eg þá vært. “Hvar eru fötin mín?” hrópaði eg, þegar eg opnaði augun daginn eftir. “Eg er að þurka þau,” svaraði Heíga gamla. “Þú verður að liggja í rúminu í allan dag. ’ ’ Eg brauzt um á hæl og hnakka og umturn- aði öllu í rúminu. Mér þótti svo sárgrætilegt að fá ekki að koma fit í góða veðrið. Eftir þetta varaði eg mig á læknum, því að nú var eg hygnari en áður. SAMJSÖNGUR. Helga gamla átti eina kú. Það var innan- gengt úr bænum í fjósið, 0g koím það sér vel, einkum að vetrinum. Eg verð að geta þess, þó að saga þessi gerist að áliðnu sumri. Gamla konan skrapp einn morgun út fvrir tún að sækja æmar sínar. Hún ætlaði áð mjólka þær fyrst, og ku.su svo á eftir. Hún þorði ekki annað, en að loka mig inni í kotinu, svo að eg færi mér ekki að voða. Hún lokaði líka, Skoppu og kisu inni; þær áttu að vera mér til skemt- unar. Mér fór nú að leiða«t, svo að eg liljóp fram í bæjardymar. Eg gat ekki opnað dvmar, og varð að híma þarna í göngunum. Ekki kemur Helga, og nú fer eg að háskæla. Þá koma þær Skoppa ogkisa, og taka undir með mér. 1 sama vetfangi fer kusa að baula; lienni þykir mál til komið að komast út í góða veðrið. Eg grenjaði “diskantinn”, kisa mjálmaði milli- rödd, Skoppa spangólaði “tenór” og kusa öskr- aði ba.s.sann. með drynjandi röddu. Þegar Helga gamla opnaði bæjardyrnar, var söngurinn á enda. Skoppa hljóp út á hlað og dinglaði rófunni. Kisa fór að mala af á- na^gju. Kusa þagnaði, þegar Helga fór að mjólka hana; en eg brosti gegn um tárin, með- an eg jiamlbaði spenvolga mjólkina. GÓÐUR DRYKKUR. Við pabbi minn vorum nú tveir einir í kot- inu. Hann var að halda fé á beit fyrir Þor- leif á Reykjum. Eg elti liann alt af, þegar liann var að smala. Einu sinni var eg svo þrevttur, að hann varð að hera mig á bakinu yfir holt og hæðir. “Ó, hvað mig langar í mjólk, pabbi minn,” sagði eg, með tárin í augunum, þegar við kom- um heim. Að vísu hafði eg enga von um, að hann gæti gefið mér mjólk, því að hann átti enga kú. Pabbi minn var fámálugur, eins og hann var vanur, en mæðilega varpaði hann öndinni í þetta sinn. Alt í einu tekur hann blikkmæli af hillunni og gengur út. 'Stóri, hvíti smalahundurinn hans pabba míns fór nú að flaðra upp um mig, eins og hann vildi liugga mig. Mér þótti svo ósköp vænt um hann. — Einu sinni viltist pabbi í vondu verði, en þá ratáði Jökull og vísaði lionum veg- inn heim. Jökull gat ekki huggað mig. Eg var farinn að gráta, þegar pabbi minn kom aftur inn, með mælinn barmafullan af mjólk. “Drektu þetta, hrófið mitt, — það sakar þig ekki, þó.að það sé kaplamjólk,” sagði hann, um leið og hann rétti mér mælinn. Eg drakk mjólkina 1 einum teig — og það var góður drykkur. RARNSLEGAR IIUGMYNDIR. Eg var nú kominn hátt á sjötta árið og far- inn að hugsa um Guð og náttúruna. Eftir mikla ílmgun og rannsókn komst eg að þeirri niður- stöðu, er nú skal greina: Jörðin er í laginu eins og kringlótt kaka. Hún flýtur ofan á sjónum. Himininn, sem er úr gleri, hvelfist yfir jörð- ina, og nær niður að sjónum alt í kring. Stjöm- urnar eru fastar í glerhimninum; sömuleiðis sólin og tunglið. Hver stjarna er á stærð við títuprjónsihöifuð. Tunglið er á stærð við þimmu. Sólin er álíka stór og pönnukaka, nema hvað hún er dálítið þykkri. Ofan á gler- himninum, sem eg sé, liggja mikil, djúp vötn. Þess vegna þarf ekki nema dálitla sprungu í glerið, til þess að rigning komi. En brotni heill gluggi, þá kemur syndaflóðið, svo að eg drukna; en ekki eg einn, heldur dmknar Lalli og Imba, Jö'kull og kisa. líka, nema því að eins, að við getum forðað okkur inn í bæinn, eins og hann Nói, sem hljóp inn í örkina sína. Fyrir ofan vötnin, scm eru á glerliimninum, er annar himinn, bjartur og fagui*. Þar er góð- ur Guð. Þar eru fallegir englar, með mjall- hvíta vængi. Þangað fá góðu börnin að koma, þegar þau deyja. Þar fá þau að leika sér all- an dag'inn úti á túninu, innan um sóleyjar og önnur falleg blóm. Eg er hólf-hræddur við ljóta karlinn, sem er undir jörðinni. Hann getur reyndar ekki tekið góðu börnin, en vondu börnin tekur liann. Aldrei skal eg tala ljótt, aldrei skal eg skrökva, svo að ljóti karlinn geti ekki náð í mig. Alt af skal eg vera gott og hlýðið bam, svo eg fái að koma til Guðs og góðu englanna. ÍIIMNAGLUGGINN RROTNAR. Veðrið var svo inndælt. Eg var að leika mér við Lalla og Imbu úti á hólnum. Þau voru nýkomin frá Selhólum og mér þótti svo gaman að leika mér við þau. Við vorum búin að ra'ða • skeljum og völum um allan hólinn. Það var féð okkar. Við tóknm ekkert eftir því, að regn- skýin færðust smátt og smátt vfir loftið. Þeg- ar leikurinn stóð sem hæst, kom dynjandi rign- ing. Eg góndi upp í loftið og hugsaði sem svo: “Æ, hvaða ósköp er að sjá þetta! Svona mik- ið vatn getur ekki streymt niður um litla sprangu.” Eg var nú ekki lengur í neinum vafa. “Ó, Guð hjálpi mér, og maimma líka! — Imba! Tmba! Sérðu ekki gluggann, sem hofir brotnað þarna uppi?” hrópaði eg og benti upp í loftið. “Jú, eg held eg sj'ái það” svaraði Imba, og fór að háskæla. Við vorum að smala fénu okkar, öll ríðandi á prikum, þegar ósköpin dundu yfir. Eg henti frá mér prikinu mínu, skildi eftir öll gullin mín og hljóp skælandi liei'm túnið, eins og eg ætti Mfið að leysa. Lalli og Imba komu æpandi á eftir mér. Þau vissu, að eg var spekingur að viti; það þurfti svo sem ekki að rengja það, sem eg sagði, enda sá Tmba sjálf, með sínum eigin augum, gluggann brotna. Við æddum inn göngin, og skeltum á eftir okkur öllum hurðum. Lalli og Tmba gripu dauðahaldi í pilsfald miimmu sinnar. Þau ætl- uðu alveg að <æra lmna með óhljóðum, en eg stóð úti í liorni, skjálfandi af.hræðslu. “Eruð þið gengin af vitinu, börn?” spurði húsmóðirin, og hleypti brúnum. “Það brotnaði einn glugginn þarna uppi ú himninum, rétt áðan,” svaraði Imba kjökrandi, “og það streýmdi svo mikið vatn yfir okkur.” “Snáfið þið Irartu frá augunum á mér, ell- egar eg skal flengja ykkur,” sagði mamma hennar; “þetta er bara rigning. ” EFTIRTEKT. Mamma rníil sat á rúminu sínu, en Lauga systir mín stóð á gólfinu og var að greiða sér, vel og vandlega, því það var sunnudagur. Mamma mín lét á sig gleraugun og tók Jóns- bók ofan af hillunni. “Takið þið nú vel eftir húslestripum, börnin mín góð,” sagði hún og leit blíðlega til okkar Laugu. “Eg skal gera það, mannna mín,” sagði eg, og settist á kistilinn við fætur hennar, en hún byrjaði að lesa. “Hvernig á eg að taka sem bezt eftir hús- lestrinum?” hugsaði eg. “A eg ekki að segja alt það sama, sem mamma segir Öðm vísi get- ur það ekki orðið. ” Eg fór nú að hafa hvert orð upp eftir mömmu minni í hálfum hljóðum; en þó hljóp eg yfir nokkur orð, sem mér þóttu svo óttalega ljót, því að meistari Jón var svo stórorður. “Þegiðu, tstrákur,” hvíslaði systir míín í eyrað á mér. “Hún mamma sagði okkur að taka vel eftir lestrinum.” Eg gaf mér ekki tíma til að svara henni, heldur einblíndi eg á mömmu mína og hélt á- fram að þvlja. “Eg skal vera góða barnið og láta ekki stelpuna trufla mig,” hugsaði eg. Eg varð feginn, þegar mamma mín tók af sér gleraugun og lét Jónsbók aftur upp á hill- una. Sysir mín kysti hana fyrir lesturinn og eg líka, því að ekki vildi eg vera eftirbátur hennar. “Hvers vegna varstu alt af aðmasa, með- an hún mamma var að lesa? spurði svstir mín. “Eg var að taka eftir lestrinuin, en þú varst alt af að trafla mig,” svaraði eg. “Þú átt bara að hlusta á lesturinn, en ekki tala neitt sjálfur, elsku-barnið mitt,”.sagði mamma mín brosandi. Hún tók mig í faðm sinn, og vafði mig að brjósti sínu með hjart- anlegri blíðu. KIRKJURÆKNI. Fólkið á Hólkoti var að klæða sig í spari- fötin. Allir, sem vetlingi gátu valdið, ætluðu að fara til kirkjunnar, því það var sunnudagur og blessað veðrið var svo gott. Eg varð nú alt í einu svo ósköp kirkjuræk- inn. Eg mátti ekki hugsa til þess að vera svo óguðlegur, að fara aldrei til kirkju. Ef hljóp fram í búrdyrnar og sá hvar mamma mín var að drekka úr kaffibollanum sínum, inni í búr- inu. “Eg vil fara til kirkjunnar,” sagði eg með ólundarsvip. “Ekki núna, góði minn, þú ert svo ungur,” svaraði mamma mín. “Eg, sem er bráðum sjö ára.” “Það er sama, þú ert svo lítill.” “Eg, sem er svona stór.” Eg tylti xnér á tær og seildist eins langt og eg gat upp í dyra- tréð. “Ekki fer hann Stebbi litli til kirkjunnar,” sagði mamma mín. “Það er nú annað mál,” svaraði eg, “hann sem er ekki nema á þriðja árinu.” Mamma mín sagði, að eg mætti nú ekki vera svona óþekkur. Hún sagði að eg léti víst svona af því mig langaði svo mikið til. að koma á bak á liann Skjóna.' . • Eg varð nú svo reiður, að eg gat ekki talað undir rós. Eg sagði mömmu minni hreinskiln- islega, að eg ætlaði að sálga mér undir eins. Mér fanst eg ekki geta lifað lengur, fyrst eg fékk ekki að fara til kirkjunnar. Eg sá, að það var ekki til neins fvrir mig að stevpa mér á liöfuðið ofan í. skyrtunnuna eða mjólkurtrogið, því að kerlingin hún mamma mín hefði svo sem verið vís til þess að bjarga mér! — En að þjóta út í sjóinn eða lækinn? Já, það var nú dálítið meira vit í því. Eg hleyp því fram göngin og út á lilaðið, en nú heyri eg fótatak fyrir aftan mig. Blessun- in hún marnma mín var farin að elta mig, þó að henni væri þung-t um sporið. Nú, það var •ekki að sökum að spyrja. Hún náði í mig og lét mig ií fangelsi. Það var svo „þröngt um mig í fangelsinu, að eg gat, livorki hreyft legg né lið. Eg ætla nú að segja þér það, svona í trún- aði, lesari minn, að fangelsið var ekkert ann- að en faðmurinn hennar piömmu minhar. En þegar við Stebbi litli vorum að leika okk- ur að fallegu blómunum úti á túninu um há- dégisbilið, ])á langaði mig til að lifa ögn leng- ur, þrátt fyrir alt og alt. —Rernskan. Rödd Úr Gröfinni. Eftir Moody. Nýlega las eg um móður eina, sem var ekkja, og dó frá einkabarni sínu, stálpuðum dreng, sem við það varð munaðarlaus og efna- laus. Hún liafði oft og iðulega beðið fyrir þessu bami sínu, og drengurinn skildi það vel, að henni var um ekkert jafn hugarhaldið, sem um velferð sálar hans. Drengur þessi ]>rosk- aðist vel, varð dugandi atvinnurekandi, og komst með iðjusemi og sparsemi í mjög álit- lega lífsstöðu. Tuttugu ár voru liðin frá dauða móður hans. Hann hafði þá keypt sér grafreit á landeign sinni, og vildi nú flytja kistu móður sinnar ])angað, og reisa þar minnisvarða á gröf henn- ar. — En meðan liann hafði þetta fvrir stafni, fór hann að hugsa um fyrii’bænir móður sinnar og hvílíkt alvörumál þær voru henni meðan liún lifði. Svo fór hann að hugsa um, að svarið væri ekki enn komið upp á allar hennar bænir, og hvað hann ætti langt að því takmarki, sem Ivenir móður lians stefndu að. Flutningurinn á líki móðurinnar vai’ð til þess að vekja nýjar hugsanir og nýtt líf í sálu háns. Baraæskan með bænalífi móður hans, rann á ný upp fvrir honum. — Og sama kveldið, sem 'hann stóð við hinn nýja legstað móður sinnar, gafst hann drtotni sínum og frelsara. Ó, þér mæður! Munið hvað yður ber að gera fyrir börnin. — Unga. Ijónið og faðir þess. Ungt ljón fór utan til að aflalsér mentunar, svo að það yrði þeim mun Tærara um að stjórna hinum dýrunum viturlega, þegar það tæki við konungdómi eftir föður sinn. En í fjarlægum löndum lenti það í félagsskap með svínum og ösnum og tókst þeim að gera fas sitt og framferði svo aðlaðandi í augum unga ljónsins, að það tók sér félaga þessa til fvrir- myndir. Það lærði að hrína eins og asni og velta sér á bakinu ; það át með svínunum og rótaði sig með. þeim ofan í forina, sVo að ekki stóðu upp úr nema eyi’un. Svínin og asnamir lofuðu ljónið unga á hvert reipi fyrir það, hve prýðilega það líkti eftir öllum háttum þeirra. Yarð kóngsonurinn hróðugur mjög af þessu og sneri nú að nokkr- um tíma liðnum heim til hirðar föð.ur síns. Tók liann brátt að sýna þar hvað hann hafði lært, og þóttisfekki lítið af því. Hann rak upp hrinur eins og asni og sagði: “ýa” lagðist á bakið, velti sér á báðar hliðar og sló xit löppun- um. Og jafnharðan dembdi hann sér niður í forarvilpu og rýtti eins og svín. Ilirðdýrin horfðu efins hvert á annað og vissu ógjörla, hvortþ au ættu að lofa þessar list- ir kóngssonarins víðföi’la eða hlæja að þeim. En gamli dýrakóngurinn tók af allan efa fyrir þeim. Hann gekk með þungum alvörusvip að verrfeðrangnum, syni sínum, og mælti: “Sé eg við livei’ja þxx hefir lagt lag þitt. Af svín- um og ösnum verður ekki numin sú mentur., sem við þarf til að geta stjómað rílii. Vík þú burt héðan og kom okki í mína augsvn framar.” — Stgr. Th. þýddi. | Proíessional Cards j é-'O'-'Q<.-/O'-tO'-.O'-»Q’-.O,->Q'-.O.->Q<--m,-.n.-.n.- DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONB: 21 834 Office timar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 'Winnipeg-, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN tal. lögfræClngar. Hkrlfatofa: Room 811 McArthor Bullding, Portago Avo. P.O. Box 165« Phonea: 26 S49 og 26 646 LINDAL, BUHR &STEFÁNSSON lslenzkir lögfræðingar. 356 Main St. Tala.: 24 962 peir hafa ainnig akrifabofur aO Lundar, Riverton, Gimli og Ptney og eru þ>ar aO hltta 4 efUrfylgí- andl tlmum: Lundar: Fyrsta miOvlkudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyraba miOvikudag, Piney: priOJa fðstudag I hverjusn mfinuOl DR O. B.TORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimill: 764 Victor St.. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherbum St. Winnipeg, Manitoba. J. Rsgnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaður. Rosevear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbrs. Winnipeg, Canada Sími: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ajúkdðma.—Er a8 hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. HeimiU: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg. Main St. south of Portage Phone: 22 768 DR. A BLONDAL Medical Arte Bldg. Stundar sðrstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrfstof a: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. A. G. JOHNSON 907 Confederation Life Blú|. WINNIPEG Annast um faatelgnir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- lr. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundls. Skrifstofustmi: 24 263 Heimasimi: 33 328 -> J. J. SWANSON & CO. L I M I T E D 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. tJtvega peningalán og elds- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t. Selur llkklstur og annast um út- fartr. Allur útbúnaður s4 beaa. Ennfi-wmur selur hann allskomr minnisvarða og legeteina. Skrifstofu tals. 86 607 Heimiiis Tals.: 88 808 Reeidence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér þvi að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 2« 1T1 WINNIPEG. G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- ogMat-söluhúsið! aem þossi borg heflr sokkum tíiM haft innan vébanda sinna. Fyrlitak* májtíðir, skyr, pðnnu- kökui, ruilupydsa og þjðfiroaknla- kaffi. — Utanbæjarmenn fl •* 4valv fyrst hressingu 4 WKVEXi CAFE, «»S S&rgeót Ave Simi: B-S197. Rooney Stevens. elgands. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St, Phone 26 545. Winnipeg SIMPS0N TRANSF2R Verzla mefi egg-4-dag hænsnafðfiur. Annast elnnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg 1 Tryggið yður ávalt nægan forða af HEITU VATNI fáið yður ELECTRIC WATER HEATER Vér setjum hann inn og önnumst um vírleiðslu fyrir Aðeins $1.00 út í hönd Afgangurinn greiðist með vægum kjörum Hot Point Water Heater, gegn útborgun $20.50 Red Seal Water Heater, gegn útborgun $19.00 piumbmg WmníDeó Hudro. ph«ne aukreitis, ^mmrn^mmmím^m^mmm*' 84g 132 þar sem A 848 133 þarf 55-59 ^CPRINCESSST.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.