Lögberg - 25.07.1929, Síða 4

Lögberg - 25.07.1929, Síða 4
Hia. 4. LÖGBERG MMTUDAGINN 25. JÚÍLÍ 1929. Högtierg öefið út hvem fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” ls prlnted and nubUobert hv The Columbía Prese, Llmlted, ln the Columbla Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitobo- LBuil f><-)o Þjónuátusemi og vinátta Engin yfirgripsmeiri auðlegð getur nokkr- um dauðlegum manni fallið í skaut, en sönn vinátta. Vissan um órjúfandi trygð, nemur á brott úr sál einstaklingsins dapurleik afskifta- leysisins, og opnar ný útsýni yfir lífrænar lend- ur samúðarinnar og bróðurkærleikans. ' Hví er mörgum manninum svo vinfátt þann stutta tíma, sem dvalið er hér á jörð? Orsak- imar kunna að vera margar, en flestar rnpnu þær vera oss sjálfum að kenna. Vér dönsum í kring um oss sjálfa, ölvaðir af ímynduðum yf irburðum, gleymum að elska, gleymum heil- brigðum samböndum við lífið og umhverfið, fleymum flestu, sem mest veltur á að munað sé, og leyfum síngirninni óátalið, að stinga dómgreind vorri svefnþorn. Vanþakklætið er hárbeittara nokkru tvíeggjuðu sverði, og snerti Iþað vináttutengslin, geta þau hrokkið fvr en nokkurn varir. ómildir dómar koma oss jafnan sjálfum í koll. Ónærgætnin stofnar til fjörráða við vin- áttuna, svo að sjálft skilningstréð verður því fáskrúðugra, sem árin líða. Það er ekki ávalt af illvilja eða hefndar- hug, að vér látum oss oft þau orð um munn fara, er valdið geta djúpum sársauka í hug- um þeirra og hjörtum, sem oss standa næst. Ónærgætnin ræður þar í flestum tilfellum mestu um. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja, hve heimiliseiningin hefir stundum tapað miklu, sökum ógætilegra ummæla út af einhverju því, er í raun og veru skifti fjarska litlu máli, svo sem ef húsmóðirin varð fyrir því’ slysi, að brjó>ta bolla, eða eitthvað því um líkt. Ógæti- leg orð, sögð við hálfkunningja út í frá, geta borist til evrna vinanna fyr en nokkum varir, grafið um sig í kyrþey og vakið óhug. Oss er það öllum ljóst, hver áhrif ofþurkar hafa á gróður jarðarinnar. En hve óendanlega ægilegra er það þó ekki fvrir sálarlíf vort, ef uppsprettur vináttunnar og þjónustuseminnar tæmast, eða frjósa til botns? Hvi ekki að stinga hendinni í eigin barm? Er ekki einstæðingsskapurinn og allsleysið, andlega og líkamlega, oft og tíðum oss sjálfum að kenna? Er ekki lífsánægjan mesta í því fólgin, að finna til góðhuga og vináttu úr sem allra fiestum áttum, og geta veitt frá sér út í samfélagið svipuðum straumum? Nærgætnin er ein af höfuðdygðum mann- kynsins, — upp af henni spretta rósir, sem aldrei sölna. Ait, sem lífsanda dregur í náttúranni, þráir sambúð,—maurarnir halda hópinn, og slíkt hið sama gera fuglarnir líka. Maðurinn er sömu lögum háður. Það stendur öldungis á sama, hvað mikið traust hann hefir á yfirburðum sín- — frá heildinni getur hann ekki losast, hvort sem honum líkar betur eða ver. Hann þarf að elska, og vera elskaður líka. Hin sönnu auðæfi mannsins, verða aldrei réttilega metin í krónum eða dollurum, heldur hlýtur matið að byggjast á því, hve mikiu af þeim eigandinn ver í þarfir mannúðarinnar. Sá er ríkastur, sem mest lætur gott af sér leiða. Hinn fatækastur allra í heimi, er svo grefur gull sitt í jörðu, að enginn megi góðs af njóta. Einangrunin stálköld og hluttekningarlaus, starir honum í augu á strætum og gatnamót- um. » Þjónustusemin hefir ávalt í för með sér djúpa lífshamingju, þVf hún starfar í beinu samræmi váð hin hærri eðlislög mannlegs lífs, og þjónustusemin og vináttan eru skyldgetnar systur. Sú er hetjan mest, er mestu fórnar fyrir velferðarmál mannkynsins. Sjálfsafneitunin er dygð, — hún er móðir hinnar sönnu og æ- varandi vináttu. Með því að leggja rækt við þjónustusemina og vináttuþelið, erum vér að þroska lífrænustu dygðirnar í fari voru, þær, er hvorki mölur né ryð fær grandað. 1 sálardjúpi sérhvers manns og sérhverrar konu, liggja ótæmandi auðæfi, sem enn eru eigi notuð nema að tiltölulega litlu leyti. Hví ekki að greiða þeim veg út í dagsljósið? Stjóm- málamenn og iðjuhöldar, krefjast aukinnar framleiðslu úr skauti jarðarinnar, svo að mannkyninu megi í veraldlegum efnum betur vegna. En er þá ekki að minsta kosti álíka mikil ástæða til, að þess sé krafist, að gullnám- ur sálarlífsins séu þannig unnar, að dásamleg- ustu eiginleikar mannanna, þeir, er að hinni andlegu hlið vita, fái notið sín sem allra bezt, — að slík rækt sé lögð við þjónustusemina og* vinarþelið, að eilífðargróður hljótist af? “Er nokkuð svo helsnautt í heimsins rann, sem hjarta, er aldregi bergmál fann?” Flestum mönnum hrýs hugur við nakinni og gróðurlausri eyðimörk. En hverju frekar lík- ist líf þess manns, er stendur uppi vonlaus, með fræ vanþakklætisins í hjartanu? Sönn vinátta er heilög. Hún er grundvöll- uð á eilífðar-samræminu milli guðs og manna. Hlýleg ummæli i. Blaðið “Tennesseean”, sem gefið er út í Nashville, í Tennessee ríkinu, flutti nýverið ritgerð um viðurkenningu Bandaríkjanna í sambandi við Alþingis'hátíðina 1930, eftir Miss Kitty Oheatham rithöfund, er heima á í New York. Hefir Miss Oheatham sérstakar mætur á íslenzku þjóðinni, sögu hennar og hókment- um. Kafli úr ritgerðinni hljóðar á þessa leið : “ Atburðir þeir, er gerðust nýlega í þjóðþingi Bandaríkjanna, í isambandi við Alþingishátíð íslenzku þjóðarinnar 1930, hafa^víðtæka sögu- lega þýðingu. Með þeim er verið að heiðra stofnun, sem er sérstök sinnar tegundar. Það er ekki einasta, að Bandaríkjastjóm ætli sér að senda fimm erindsreka til Islands næsta ár, til þess að taka þátt í hátíðahöldunum, held- ur hefir hún, sem meira er um vert, afráðið að sæma ísland myndastyttp af Leifi Eiríkssvni. Er það, út af fyrir sig, margfalt meira virði, en ýmsir kunna að gera sér í hugarlund. Myndastytta af Leifi markar í raun og veru all-þýðingarmikið spor í sögu Bandaríkjaþjóð- arinnar og íslendinga. Er með henni í raun og veru viðurkent í eitt skifti fyrir öll, amerískt landnám Leifs hins hepna. Meðferð þjóðþingsins í Washington á máli þessu, var slík, að öllum aðiljum var til hinnar mestu sæmdar. Þingsályktunartillaga Mr. Burtness, náði einróma samþykki beggja þing- deilda, alveg eins og um sjálfsagða skyldu hefði verið að ræða. Þjóðþing Bandaríkjanna hefir, með öðrum orðum, áþreifanlega viðurkent land- nám Leifs, og er það aðal-atriðið. Bandaríkjaþjóðin gengur þess nú ekki leng- ur dulin, hver það var, er fyrstur fann Ame- ríku. Hún stendur nú augliti til auglitis við þá sögulegu staðreynd, að það var ungur ls- lendingur, Leifur Eiríksson, er fyrstur hvítra manna, steig fæti á þetta mikla meginland. Var þess og full þörf, að hulunni yrði svift af, þannig, að þjóðin mætti í einingu auðsýna minn- ingu hans og afreksverkum, verðuga viður- kenningu.” II. í síðustu viku flutti blaðið New York Her- ald-Tribune, eftirfarandi greinarkorn í sam- bandi við viðurkenningu Bandaríkjanna á Al- þingishátíðinni 1930 “Þingsálvktunar tillaga Mr. Burtness, náði einróma samþykki begggja þingdeilda. Svo sjálfsagt þótti það, að Bandaríkin sýndu lslandi tilhlýðilega sæmd í tilefni af þusund ára af- mæii Alþingis, að tiltölulega litlar umræður spunnu-st út af málinu. Þó virðist ekki alveg laust við, að komið hafi fram hjá sumum blöð- um, nokkur misskilningur í. sambandi við myndastyttuna af Leifi Eiríkssyni. Það er eins og þeim hafi fundist, að með því væri að einhverju leyti varpað skugga á nafn Kólum- busar. Sönnunargögnin fyrir því, að Islendingur- * inn, Leifur Eiríksson, sonur Eiríks hins rauða, hafi fyrstur manna fundið Ameríku, eru það sterk, að þau meira en réttlæta þátttöku Banda- ríkjanna í Alþingishátíðinni. Ætti stjórn og þjóð að leggjast á eitt með það, að gera þátt- tökuna sem allra virðulegasta, og samboðna þessum stórmerka atburði í sögu mannkynsins. Þjóðhátíð • Islendinga 1874, vaktj víðtæka athygli út um heim, og þá ekki hvað sízt í Bandaríkjunum. Pingin önnur þjóð, en íslenzka þjóðin, á jafn sérstæðan kjörgrip, sem Alþingi Islendinga er, með þúsund ára sögu að baki. Hafa margir ágætir Bandaríkjamenn, fylgst all-nákvæmlega með sögu og bókmentum liinnar íslenzku þjóð- ar og dáð hvorttveggja. Þátttaka Bandaríkjaþjóðarinnar í Alþing- ishátíðinni, hlýtur að sjálfsögðu að leiða til glædds skilnings og aukins bræðralags milli þessara tveggja þjóða.” Saga heimfararmálsins Eftir Hjálmar A. Bergman. VIII. Sjálfboðanefndin myndast. Fyrir þeim, sem gengust fyrir fundarhald- inu í St. Stephens kirkjunni 1. maí 1928, vakti ekkert annað en það að koma á almennum fundi þar sem almenningsviljinn í styrkbónarmálinu fengi tækifæri til að koma í ljós. Þeim var kunnugt um, hvemig allur þorri Islendinga í Winnipeg liti á það mál, og þeim bókstaflega datt ekki í hug, að heimfararnefndin mundi leyfa sér að bjóða almenningsálitinu byrgin. Hlutverk þeirra í byrjun var því aðeins það að koma á þessum almenna fundi. En þegar heim- fararaefndin neitaði að beygja sig undir al- menningsviljan, gerðist þörf á áframhaldandi starfsemi í heimfararmálinu af hálfu þeirra, sem styrkþágunni voru mótfallnir. Á því stigi málsins má heita að hin svo nefnda sjálfboða- nefnd myndiaðist. Fyrsta verk hennar var að gera enn eina til- raun til þess að sannfæra heimfararnefndina um, að almenningsálitið væri á móti því að síjórnarstyrkur væri fenginn í sambandi við heimförina 1930. Það gerði hún með því að safna undirskriftum undir mótmæli gegn stjóm- arstyrk í hinum ýmsu ísleúzku bygðum. Það verk var alt unnið á tíu dögum og því í of mikl- um flýti til þess að hægt yrði að ná til nema ör- lítils hluta Vestur-lslendinga. Samt fengust á þessum stutta tíma á Ifjórða þúsund undir- skriftir, þar af 956 í Winnipeg. Þessi nýju mótmæli neitaði lieimfararnefnd- in að taka til greina og skelti skolleyrum við þeim. Þegar tillit er tekið til þess að árið 1927, þegar Þjóðræknisfélagið reyndi að taka heim- fararmálið undir sig eitt, var tala allra með- lima þess aðeins 692 og, að tala þeirra, sem undir mótmælin skrifuðu, var fimm sinnum hærri, verður því ekki neitað, að heimfarar- nefndin hafi sýnt alveg einstaka og óverjandi fyrirlitning fyrir almenningsálitinu með því að gefa þessum mótmælum engan gaum. Ekki er hægt að segja með nokkurri sanngimi að ekki hafi verið reynt að koma fyrir hana vitinu. Þegar útséð var um, að af samkomulagi gæti erðið, fann sjálfboðanefndin til þess að nauð- synlegt var, að sjálfri heimförinni yrði þannig ráðstafað, að hún bæri engan stjómarstyrks blett á sér og, að Vestur-lslendingum gæfist kostur á að ferðast til ættjarðarinnar 1930 í einum hóp og sem sjálfstæðir og sjálfbjarga menn. Annað, sem fyrir henni vakti, var bend- ing Vilhjálms Stefánssonar um að tíminn væri orðinn naumur til nauðsynlegra auglýsinga, og því væri þörf að fá þetta mál í hendur einhvers gufuskipafélags sem allra fyrst. Hún gekst því fyrir því að fá Cunard gufuskipafélagið til þess að taka að sér ferðina fram og aftur til íslands og annast um nauðsynlegar auglýsingar 1 sambandi við hana. Þetta var þeim mun álit- legra vegna þess að félagið hafði tekið í þjón- ustu sína Thorstínu JacksomWalters í því sér- staka skyni að starfa að þessu máli fram yfir hátíðarhaldið 1930. Það hafði félagið gert sam- kvæmt bendingu ræðismanns Dana í New York. Hann hafði bent félaginu á hana sem hæfasta allra þeirra, er hann til þekti, að leysa þetta hlutverk vel af hendi. Enginn hefir enn séð sér fært að setja neitt út á valið. Þessa ráðstöfun hefðu allir átt að vera á- nægðir með, því með þessu var sjálfri heimför- inni ráðstafað á hinn allra ákjósanlegasta hátt. En það var ekki því láni að fagna. Til þess að varðveita sína “ímynduðu tign” og vinna sér inn umboðslaun, vann heimfaramefndin það til að kljúfa Vestur-lslendinga einnig í þessu og kveikja nýjan eld með því að gangast fyrir því að ferðimar yrðu1 tvær. Rúinum f jór- um mánuðum eftir að sjálfboðanefndin fékk Oúnard gufuskipafélagið til þess að annast ferðina heim, samdi heimfararnefndin við ann- að félag um að taka að sér flutning á þeim, sem heimfararnefndin hefir yfir að ráða, þó ekki væri um neitt lægra fargjald eða nokkur önnur hlunnindi fyrir farþegana að ræða. Með þessu hefir hún ekki aðeins klofið hópinn, sem heim fer, heldur einnig stofnað sjálfri heimförinni í hættu, því tala þeirra Vestur-lslendinga, sem heim fara, verður ekki svo há, að liún þoli að skiftast, ef ferðin á að hepnast. Eins og sakir standa nú, getur enginn ferð- ast til Islands 1930 á vegum heimfararaefndar Þjóðrajknisfélagsins án þess með því beinlínis að leggja blessun sína yfir stjórnarstyrksbetl hennar og fylkja sér undir fána þeirra, sem telja það sæmilegt, að heimförinni sé snúið upp í auglýsing fyrir erlent land og að hún sé notuð sem útflutninga-agn heima á Islandi. Þannig verður það skilið hér, og þannig verður það einn- ig skilið á Islandi. Það sannar bezt dómur sá, er þegar hefir verið kveðinn upp af Morgunblað- inu,. stærsta og útbreiddasta dagblaði Islands, eftir lestur bréfanna, sem fóru á milli heimfar- araefndarinnar og forsætisráðherra Manitoba- fylkis. Sá dómur er, að þau ibréf sanni það fylli- lega, að um stjómarstyrkinn var beðið í því skyni “að nota afmælishátíð Alþingis til þess að ginna Islendinga til nýrra vesturferða” (sbr. Lögberg, 27. júní 1929). Vestur-lslendingar ættu því að sjá sóma sinn í því að ferðast til ættjarðarinnar á þann hátt að ekki verði hægt að bendla þeim við neinn stjórnarstyrk eða misskilja á neinn hátt, hvað fyrir þeim vakir með heimförinni. Þeim ætti einnig að vera ant um að gera öllum það ljóst, að þeir koma heim sem frændur og einlægir vinir með alls ekkert óhreint mél í pokanum. Það er nú svo komið, að það geta þeir í þessu tilfélli gert aðeins með því að ferðast til Is- Framh. á bls. 5 Canada framtíðarlandið Svo má heita, að sama regla gildi í Alberta og hinum fylkjum sambandsins, að því er útmæl- ing áhrærir. Var byrjað að mæla frá landamerkjalínu Bandaríkj- anna. Hin stærri útmældu svæði, er sections eða fermílur af landi, er taka yfir 640 ekrur. Sérhvert township, þannig mælt út, inni- heldur 36 sections, eða 23,000 ekr- ur. Spildum þeim er sections kall- ast, er svo aftur skift í fjórðunga,, eða 160 ekra býli. Héraðsvegir í fylkinu mega á- gætir kallast, enda hefir verið til þeirra varið miklu fé, bæði frá sveita, sambands og fylkisstjórn- um. Fylkið saman stendur af borg- um, bæjum, þorpum og sveitar- félögum, er hafa sína eigin fram- kvæmdarstjórn, að því er heima- málefni áhrærir. Alls eru sex borgir í fylkinu. Er þeim stjórn- að af borgarstjóra og bæjarráðs- mönnum, kjörnum í almennum kosningum. Þó er stjórnarfyr- irkomulag borganna sumstaðar talsvert mismunandi. Sérhverri borg er stjórnað samkvæmt lög- giltri reglugjörð eða grundvallar- lögum. — Bæjum er stjórnað af bæjarstjórn og sex fulltrúum, en þorpunum stýra oddvitar ásamt þrem kosnum ráðsmönnum. t— Lög þau, eða regluger?5jr, sem bæjum og þorpum ber að hegða sér eftir, nefnast The Town Act og The Village Act. Sveitarfélög eru löggilt af fylkisstjóm, eða stjórnardeild þeirri, er með höndum hefir eft- irlit með héraðsmálefnum — Municipal Affairs — samkvæmt bænarskrá frá kjósendum, er í bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar- félagi er stjórnað af sex þar til kjörnum ráðsmönnum, og er for- maðurinn nefndur sveitaroddviti. Sveitarfélög, sem eru að byggj- ast, en hafa eig: hlotið löggild- ingu, standa undir beinu eftirliti fylkisstjórnarinnar. Eins og í hinum Sléttufylkjun- um, er að finna í Alberta allar nútíðar-menningarstofnanir, svo sem bókasöfnð júkrahús, skóla og kirkjur. Eru baraa og unglinga- skólar í hverju löggilti bæjar- eða sveitarfélagi, svo og gagnfræða- skólar, kennaraskólar, iðnskólar; enn fremur land búnaðar og verzl- unarskólar, er njóta góðs styrks frá stjórninni. Skólahéruð má stofna, þar sem eigi búa færri en fjórir fast-búsettir gjaldendur, og eigi færri en átta tíörn frá fimm til átta heimilum. Skylt er öllum foreldrum að láta börn sín sækja skóla, þar til au hafa náð fimtán ára aldri. Heimilað er og sam- kvæmt lögum að láta reisa íbúð- arhús handa kennurum á kostn- að hins opinbera, ar sem svo býð- ur við að horfa, og nauðsynlegt þykir vera. Skólahéruðum fer fjölgandi jafnt og þétt, og er ekkert til sparað, að koma mentastofnunum fylkisins í sem allra bezt horf. Á landbúnaðarskólunum nema bændaefni vísindalegar og verk- legar aðferðir í búnaði en stúlk- um er kend hússtjórn og heimilis- vísindi. Réttur minni hlutans er trygð- ur með sérskólum, sem þó standa undir eftirliti fylkisstjórnarinn- ar, enda verður auk hinna sér- stðku greina, að kenna þar allar hinar sömu pámsgreinir, sem kendar eru í skólum þeim, sem eru fylkiseign. í borgum og bæjum eru gagn- fræða og kennaraskólar og í sum- um, þorpum einni. — Mentamála- deild fylkisstjórnarinnar hefir að- al umsjón með skólakerfinu, ann- ‘ast um að fyrirmælum skólalag- anna sé stranglega framfylgt. — Þrír kennaraskólar eru í fylkinu: í Edmonton, Cálgary og 'Cam- rose. Verða öll kennaraefni, lög- um samkvæmt, að ganga á náms- skeið, þar sem kend eru undir- stöðu atriði í akuryrkju. Háskóli í Alberta er í Suður- Edmonton. Eru þar kendar allar algengar vísindagreinar, er kraf- ist er að þeir nemi, er embætti vilja fá í þjónustu þess opinbera. í fylkinu eru sex skólar, er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að veita sveitapiltum og stúlkum tilsögn í grundvallar at- riðum landbúnaðarins, svo sem akuryrkju, húsdýrarækt, mjólkur- meðferð og ostagerð, enn fremur bókfærslu, er viðkemur heimilis- haldi. Skólar þessir eru í Ver- xnillion, Olds, Claresholm, Ray- mond, Gliechen oð Youngstown. Námsskeið fyrir bændur eru Sefur Vel og Hefir Agæta Matarslyst. “Nuga-Tone hefir veitt mér reglulega blessun,” skrifar Miss Nannie Currin, Ardmore, Tenn. “Áður en eg fór að nota þetta meðal, þjáðist eg mjög af maga- veiki. Hafði það jafnframt veikl- andi áhrif á hjartað og taugarn- ar. Misti eg um þær mundir oft svefns. Nú sef eg vært og reglu- lega og hefi ákjósanlega matar- lyst.’ ’ Nuga-Tone auðgar blóðið, styrk- ir taugarnar og fyllir fólk nýjum áhuga og nýjum starfsþrótti. Það kemur að góðu haldi við melting- arleysi, nýrna- og blöðrusjúkdóm- um, og hefir auk þess inni að halda mikið holdgjafarefni. Fólk er notar Nuga-Tone, fær fallegan hörundslit, sökum þess hve blóð- ið verður hreint. Notið meðal þetta í nokkra daga og munuð þér brátt sannfæarst um gildi þess. Gætið þess vandlega, að fá ekta Nuga-Tone, en enga eftir- líkingu, sem orðið gæti verri en ekki neitL haldin á ári hverju við landbjnað- arskólana, og fer aðsókn að þeim mjög vaxandi. Sambandsstjórain hefir fjrrlr- myndarbýli að Lacombe, og Leth- bridge, og nokkrar smærri til- raunastöðvar, svo sem þær að Beaver Lodge, Fort Vermillion, Grouard og Fort Smith. FRÁ ÍSLANDI Akureyri, 20. júní. 17. júní var að tilhlutun U, M. F. A. hátíðlegur haldinn hér í bæ með samkomu á leikvangi félags- ins við Þórunnarstræti. Fór há- tíðarhaldið fram eins og venjan hefir verið áður: ræður, söngur og íþróttasýning. Ræðumenn voru að þessu sinni: Jóhann Frímann (minni Jóns Sigurðssoar)i; Frið- geir Berg (minni Islands) ; Stein- dór Steindórsson (minni Eyja- fjarðar)i. Allar voru ræðurnar vel gerCar og vel fluttar og að öllu fór hátíðahald þetta mjög snotur- lega fram,í enda var veður hið bezta. Ágóðanum af hátíðarhaldi þessu verður varið til upphitunar sundlaugar bæjarins eins og áð- ur. Tvær flugvélar eru væntanleg- ar hingað til lands seint í þessum mánuði. Eru þær frá sama félagi og Súlan, er hér var í fyrra, og af sömu gerð og stærð, en hreyflar þeirra þá /íokkuð sterkari. Er þeim ætlað að flytja póst vikulega frá Reykjavík til Norður- og Austur- lands og ennfremur gert ráð fyr- ir, að önnur þeirra aðstoði við síldveiðar hér fyrir norðan. Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin Frímann Jóhannesson og Margrét Árnadóttir að Gullbrekku í Saur- bæjarhreppi. Nýlátin er Sigríður Jónsdóttir, kona Jóeps Jónassonar bónda frá Finnastöðum í Sölvadal. Sigríð- ur sál. var systir Páls Árdals skálds, myndarkona og vel gefin. Hún var á sjötugs aldri. — Þá er og nýlega andaður a Kristneshæli Guðjón Baldvinsson, unglingspilt- ur úr Svarfaðardal. Dr. Sigfúsi Blöndal, bókaverði 1 Khöfn, hefir nýlega verið boðið til Berlínar til að halda fyrirlestra um íslenzk efni við háskólann þar. Undanfarið hafa birzt eftir hann greinar í “Nationaltidende”, sem hann hefir kallað “Drömmelande”, um Útopíur frá dögum Platíus og fram á okkar daga. Næsta ár eiga ritgerðir þessar að koma út 1 bók- arformi. Próf í nuddlækningum hefir frú Þóra Havsteen tekið í Kaupm.- höfn með góðum vitnisburði. í heimavist gagnfræðaskólans á Akureýri verða nemendur að greiða fyrir 'fæðl, þjónustu, ljós og hita. í vetur hefir atl þetta kostað' aðeins 396 kr. fyrir hvera enmanda yfir allan skólatímann, 8 mánuði, og koma þá tæpar 50 kr. á hvern mánuð. Verður hag- sýni sú, er birtist í þessum ótrú- lega lágu tölum, aldrei oflofuð. Meira en skemtiför. — Náttúru- fræðikennarinn við Gagnfræða- skólann hér vill láta þess getið, að för nemendanna til Horaafjarðar sé ekki eingöngu og ekki aðallega skemtiför, heldur eigi hún að verða i til ujppbyggingar fyrir námsmennina. Vitanlega er þetta alveg rétt. En fáir iftunu sjá of- sjónum yfir því, að förin verði skemtiför, jafnframt því að hún verði lærdómsrík. Þá er og rétt að geta þess, að ríkið kostar ekki förina að öllu leyti, því náms- sveinar eiga sjálfir að sjá sér fyrir fæði.—‘Dagur. Rose Leikhúsið. Kvikmyndin, “The Donovan Af- fair”, sem sýnd verður á Rose leikhúsinu þrjá síðustu dagana af þessari viku. er bæði falleg og skemtileg. Helztu hlutverk leika þau Jock Holt, Dorothy Revier, William Collier, jr„ John Roche og Agnes Ayres. Fyrstu þriá dag- ana af næstu viku sýnir leikhúsið kvikmyndina “The Younger Gen- eration”. Hljóðfæraslátturinn er þar afbragðs góður.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.