Lögberg


Lögberg - 25.07.1929, Qupperneq 5

Lögberg - 25.07.1929, Qupperneq 5
LÖGBERG FíMTUDAGIJSTN 25. JÚLÍ 1929. Bls. 6. Saga heimfararmálsins Framii. frá bls. 4. lands 1930 á vegum sjálfboðanefndarinnar og með Cunard gufuskipafélags línunni. Eins og Dr. Brandson kemst svo vel að orði, þá verða allir þeir, sem til heimfarar hugsa, að svara þessari spurningu: “Yilja menn koma heim til íslands eins og sjálfstæðir menn, eða sem auglýsing frá öðru landi, sem stjóm þess lands er búin að borga fyrir fyrirfram?” (sbr. Lögberg, 25. apríl 1929). Þeir, sem fyrri flokkinn skipa, ferðast að sjálfsögðu á vegum sjálfboðanefndarinnar, en “auglýsinigarnar” ferðast aftur á móti undir fána styrkbónarnefndarinnar. IX. Afstaða sjálfboðcmefndarinnar. 1 stað þess að ræða sjálft styrkbónarmáli* hafa meðlimir heimfararnefndar Þjóðræknis félagsins og meðhaldsmenn nefndarinnar grip ið 'til þess vopnsins að rægja sjálfboðanefndiní og meðlimi hennar. Því er haldið fram leynt og ljóst, að mót spyrna sjálfboðanna gegn1 styrkbónarstefm beimfararnefndarinnar, sé einungis sprottin a hatri til Þjóðræknisfélagsins. Til þess a? glepjast ekki á þessu, er því gott að nwnn fest það í huga, að sex af meðlimum sjálfboða nefndarinnar — eða fullur þriðji hluti nefnd arinnar — eru starfandi meðlimir Þjóðræknis félagsins, og þrír þeirra hafa átt sæti í stjóm amefnd þeas. Einnig er gott að menn liafi þac hugfast, að í skýrslu heimfararnefndarinnar sem lögð var fram á þjóðræknisþinginu 1928 benti nefndin sjálf á það, að til þess að ráðt fram ur fjármalunum, hefðu þrír vegir veric fyrir . hendi. Fyrst: Að nefndin legði fran féð sjálf. Þá leið hefir sjálfboðanefndin kosic fyrir sjálfa sig, og hefir borgað úr eigin vasf oll útgjöld, sem starfi hennar hafa verið sam ara. Annað: Að leita opinberra samsJcotc meðal Véstwr-lslendinga. Það hefði verið eðli |ega og sjálfsagða leiðin fyrir heimfararnefnd ina að fara, ef hún hefði verið nefnd Yestur Islendinga, en ekki Þjóðræknisfélagsnefnd og ef sú leið hefði verið farin í fvrstunni, hefð aidre1 til neinna mótmæla komið, jafnvel þ< eðhlegaist hefði verið að nefndin, sem Þjóð ræ Oýstélagsnefnd, leitaði samskota aðeins inn an élagsins sjálfs. Þriðja: Að leita stjórnar stgrks. Sú leið var svo óhugsandi, að hún hefð aldrei átt að koma til mála. Sjálfboðanefndir hefir aldrei verið kröfuharðari en það, að alt sem hún hefir farið fram á, er, að frá þessar leið se horfið og sú leið farin að leita opinberr.i samskota meðal Vestur-íslendinga isjáJfra, seir er onnur leiðm, er heimfaramefndin sjólf hefii bent á. Það er einnig nauðsynlegt að menn hafi þa< ngfast að utan heimfaramefndariunar sjálfr ar haía, eftir því isem eg man bezt, aðeins fimn opinberlega reynt að réttlæta stvrkbónarstefn una, þau Ragnheiður J. Davíðson, Þorgils Þor- gilsson, Sigurður Vilhjálmsson, Hannes Pét- i sson og séra Jfalldór Jónsson. Nefndinni ei Pvi ekki laandi þó slagorð hennar { þessar: úedu se: Sjaið nöfnin! . þessum fimm undanvskildum hefir en^ Þ^ím<íondÍ maður’ ,hvorki innan né utar .loðrækmsfelagsms, látið sér detta í hug opin- _ f rlega að mæla stjómarstyrksbetli heimfarar nefndarmnar bot, og heimfararnefndin hefir leita i r Tlokknim opmberam fundi a? Jafnvfíh ffai' ^ styrkbónarstefnu sinni. afnvel þeir; sem hafa verið nefndinni hlyntir o. hafa venð &ð bera f bætifláka fvrir henni nefndfuTf111-8 Æ Óh.fnIíuis felt. áfellisdóm é jjjg - | ynr þetta tiltæki. Aðeins örfá dæm: æg.la þessu til sonnunar ,r fwZIífld ÞjWiirimisfaagaJeadarim. skelui 7 ? Sendl heimfaramefndinni sfm- arstÍrkSeiÞSð°rt 'í !hana að hætta vih stjórn- ‘ tyrk. Það skeyti las Jón J. Bildfell unn -1 ft,ntdmr,í 8t Stephms 1. mlí 1928 I yiirlysmg, sem þeir W. J. Lindal Pémj ■Son gerðu' w ' 1' B1™*jal. Frank Fréderick- .ornarstyrk. Þar stendur.- “Fyrst oe frem«l «l.,om vér Mfa í ljós, „8 þaS er lor stoðfnZí ** J;1™*11*" vestan hafs uu ekki að þiggja nofckra peninga frá hér ýdum stjornum í sambandi við undirbúnino fyrirhumaðn11' ^f 0^ heLrra ‘f hátíðahaldinu J'íirhugaða a íslandi anð 1930.” % riJ*bréf\Sem prof' Thorbergur Thorvaldsson < ði, og birtist f Lögbergi 28. júní 1928 inn;11 a>é lf'ra4 hætif,áka f^.rir heimfaramefnd- að ú bamt Iatar hann mjog hremskilnislega að w ^ Sé Ðr-Braudson “samdóma um 'þfð að bitra væn aðVes tar-fslendingar sæu sjálfii Islan i ytl fy7r hostnaðmum við förina tii fylknaCSL°f m(‘r fanSt’ að hetra væri- að þátttakí heiré" !>enra’ er flestir Íslendingar eiga héi henna t beint 1 þá átt að heiðra og viður- a Island sjalft að einhverju leyti.” a«mhvtme?T fUndÍ f Kem'-atin, Ont„ vai mhyht yfirlysmg, er lýsti transti á meSlim- öiæl ?fairiarnefndannnar’ en nm leið mót- ti styrkbonarstefnu nefndarinnar. Herm? VlIh'iálmnr Stefánsson og Halldói Þjóðrtw?? S-m háðir enr heiðursfélagai fallni>kniSfelag8mS’ e™ stjémarstyrk mót- ate^V^r bví ían^m »PPÍ, að styrkbónar- læt/? heimfarýrnefndarinnar verður ekki rétt- Snvr? -?U e'im aðhalda hví fram, að mót- til Æ sjaífboðanna gegn henni ,stafi af hatri Lioðrækmsfelagsins, þvf það er ekki satt -^nnað, sem heimfararnefndin er að revna að koma fólki til að trúa, er það, að hún hafi slakað til við sjálfboðana í einu og öllu, en þeir hafi ekki viljað ganga að neinu. Þetta gekk svo langt, að iséra Ragnar E. Kvaran sagði á opinberum fundi á Gimli, að heimfararnefndin hefði ekki aðeins gengið “eitt hundrað pró oent. ” inn á kröfur sjálfboðanefndarinnar, “heldur tvö hundruð pró cent.” Hvernig það sé hægt, veit víst enginn nema séra Ragnar. Nú er saimleikurinn sá, að sjálfboðanefndin hefir verið svo sanngjörn, að hún hefir aldrei gert nema allsendis eina kröfu, og hún er það, að hætt sé við allan stjómarstyrk. Sú krafa er þess eðlis að ekki er hægt að slá af henni. Frá sjónarmiði sjálfboðanna er það í sjálfu sér rangt og með öllu óverjandi að leita nokk- urs stjórnarstyrks í sambandi við lieimförina. Það er því hér alls ekki um upphæð að ræða, lieldur um atriði, sein er alveg grundvallarlegs eðlis, og það vita engir betur en meðlimir heim- faramefndarinnar. Sjálfboðanefndin gat því alls ekki slegið neitt af þessari kröfu án þess um leið að falla alveg frá því grundvallar atriði, sem krafan bygðist á. Það sjá allir heilvita menn. Það þarf því enga sérlega skarpskvgni til þe«s að sjá það og skilja, að það er í eðli sínu jafn rangt að fá $1,000.00 stjórnarstyrk eins og það væri að fá $3,000.00 eða $6,000.00, og því um bókstaflega enga tilslökun af hálfu heim- fararnefndarinnar að ræða, ef ekki var fallið al- veg frá því að sækja um stjórnarstyrk. Að telja það tilslökun að gefa upp aðeins einhvern hluta af væntanlegum stjórnarstyrk og það gegn tvö- faldri borgun, er hreinasta óvitahjal. Mundi, til dæmis, nokkur gerast svo djarfur að halda því fram, að ef þjófur yrði uppvís að því, að hafa stolið $3,000.00, þá væri það sanngjarnt af hon- um að bjóðast til þess að skila lögreglunni aft- ur $2,000.00, ef hann fengi að halda eftir $1,000.00, og lögreglan svo borgaði honum úr eigin vasa $5,000.00, svo það yrði gróðafvrir- tæki fyrir hann að vera svona sanngjarn o°- ær- legur? A hinn bóginn var alveg eins auðvelt fyrir heimfararnefndina, að gefa upp alla upphæðina eins log aðeins einhvern hluta hennar. Það var þá blátt áfram orðið einungis peningamál og að- eins um upphæð að ræða. Á því stigi málsins var sú upphæð, sem um var að ræða, aðeins $1,000.00. Gæfi nefndin þá upp, var Emile Walters búinn að lofa úr eigin vasa $100.00, og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson var búinn að lofa að ábyrgjast að safna $1,000.00, svo nefndin hefði þarafleiðandi ekki beðið neinn fjárhagslegan lialla við það að ganga að þessu. Einnig stóð nefndinni þá til boða fult fylgi sjálf- boðanna peningalega og á allan annan hátt, án þess að farið væri fram á að málið yrði tekið úr höndum Þjóðræknisfélagsins eða að nokkr- um yrði bætt í nefndina. eða að sjálfboðarnir hefðu þar að nokkra leyti hönd í bagga með, eða nokkur önnur skilyrði set-t. Mér finst, að þetta sýni svo mikla -sanngimi og tilhliðrunar- semi, að það er mínum skilningi enn ofvaxið, hvers vegna heimfararnefndin tók þessu ekki fegins hendi og gekk tafarlaust að því. Eg legg það óhræddur undir dóm allra óvil- ha.llra manna, hverir liafi sýnt meiri sanngirni, sjálfboðarnir, sem frá byrjun slökuðu til í öll- um atriðum nema því einu, sem var þes-s eðlis að af því var ekki hægt að slá, eða heimfarar- nefnd Þjóðræknisfélagsins, sem heimtaði það, að sjálfboðarnir gæfu upp einnig þá einu kröfu og héldu bókstaflega engu eftir. X. Ný betliför hafin. Bréfin birt. Það hefði mátt halda að heimfaramefndin mundi láta sér að kenningu verða mótspyrnu þá gegn stjómanstyrk, sem kom svo éþreifan- lega fram árið 1928, og mundi því ekki gera leik að því að stofna til nýrrar deilu útaf því efni, ekki sízt þegar hún var fyrir löngu búin að ráðstafa heimförinni og auglýsingum í sam- bandi við liana á kostnað voldugs gufukipafé- lags og gekk sjálf með $3,000.00 í vasanum frá Saskatchewan stjórninni og þurfti því engra peninga með. En því miður varð reyndin önn- ur. 1 marz mánuði 1929 hóf heimfararnefndin nýja betliför til Manitobastjómarinnar og var þá svo ósvífin, að hún fullyrti við stjórnina, að öll mótspyrna gegn, stjómarstyrk, sem gert hefði vart við sig í fyrra, hefði alveg hjaðnað niður, og nú væri engin mótspyrna lengur til. Það fer að iíta út fyrir, að þes'sum herrum sé ómögulegt að segja satt. Þessi nýja betliför liafði eitt gott í för með sér._ Hún leiddi til þess að farið var að grenslast eftir því fyrir alvöru, á hvaða grund- velli væri beðið um þennan styrk. Til allrar lukku er þar ekki hægt um að villast, því kau;>- samningurinn er til svart á hvítu. Hann er að finna í bréfum þeim, sem fóru á milli heimfar- arnefndarinnar og forsætisráðherra Manitöba- fylkis. Þau bréf voru fengin og birt í Lögbergi 25. apríl 1929. Við það varð það öllum ljóst, að nefnclin hafði algerlega bragðist því trausti, sem til hennar liafði verið borið og, að hendur hennar voru margfalt jóhreinui en nokkurn hafði grunað. Nú dugði heldur ekki lengur að þræta fyrir það, -sem öllum var ljóst við lest- ur bréfanna, og sá skrípaleikur, sem nefndin er nú búin að leika í meira en heilt ár, var um leið á enda. Um innihald bréfanna er óþarfi að fara hér mörgum orðum, því þau eru mönnum í fersku minni. Það skal því hér aðeins vikið að örfá- um atriðum. Bréfin eru stórmerkileg, meðal annars vegna þess, hvað áþreifanlega þau sýna ö>g sanna: (1) hvað lítið heimfararnefndin hirti um það að segja. forsætisráðherra Manitoba-fvlkis -satt; (2) á hvaða grundvelli beðið var um stvrkinn og að hvaða skilyrðum var gengið viðvíkjandi notkun hans; og (3) óhreinskilni og óeiníægni heimfararnefndarinnar ekki aðeins gagnvart forsætisráðherra Manitoba-fylkis, heldur einn- ig gagnvart bæði Vestur-lslendingum og Austur- Islendingum. 1 fyrsta bréfi sínu (14. marz 1927) segir Jón J. Bildfell: “Á síðasta ársþingi sínu, sem hald- ið var í Winnipeg með fulltrúum frá öllum hin- um stærri bygðum íslendinga, káus íslenzka sambandið fimm manna nefnd” til þess “að undirbúa skemtiferð íslenzks fólks í Norður- Ameríku til þess að taka þátt í hátíðahaldinu.” Á þennan hátt er sagt frá fundi, sem aðeins 39 alls sátu og skiftust þannig um aðal-atriðið að 23 voru annars vegar en 16 hins vegar. Það er mikið í munni að nefna slíkan fund “þing” og segja að það þing hafi setið fulltrúar “frá öllum hinum stærri bygðum Islendinga”, en ekki er hægt að segja, að það hafi gefið forsæt- isráðherranum rétta hugmynd um, hvað mjög takmarkað umboð lieimfararnefndin fór með. í næsta bréfi sínu (25. apríl 1927) telur Jón J. Bildfell það líklegt, að Vestur-íslendingar muni fara til Islands 1930 í þúsundatali. Þetta er svo mikil fjarstæða, að það er óliætt að full- yrða, að heimfaramefndin hafi ekki trúað þessu sjálf. 1 gegnum öll bréfin gengur þrent eins og rauður þráður: (1) að nefndin tali fyrir hönd allra Vestur-lslendinga og hafi algerð umráð yfir þeim; (2) hvað hægt sé að nota þessa þjóð- hátíð ættjarðarinnar og ferðina heim til ábata- samra auglýsinga fyrir Manitoba-fylki; og (3) hvað fús heimfaramefndin sé að taka það að sér að vinna þetta ódæðisverk ef henni sé veitt- ur sá stjórnarstyrkur, sem hún fer 'fram á. Það er enn annað, sem bréfin bera með sér, sem sýnir ef til vill glöggast, hvað óskamm- feilnin hjá þessum herrum gekk langt. Bréfin sýna það alveg ótvíræðilega, að forsætisráð- herrann spurði nefndina beint út að því, hvort ekki væri liætt við því, að Islendingar liér eða heima ó Islandi myndu líta þannig á, að slíkar auglýsingar í sambandi við aðra- eins hátíð væra óviðeigandi og ósæmilegar og, að nefndin fullvissaði hann um, að velsæmistilfinning ís- lendinga væri á svo lágu stigi, að enginn þeirra mundi sjá neitt- athugavert við þetta. Þetta sézt greinilega á bréfi forsætisráðherrans 5. marz 1928, þar sem hann segir: “ Þér fullvissuðuð mig nm að enginn ágrein- ingur myndi eiga sér stað meðal fólks yðar, við- víkjandi því, hvort auglýsingaliliðin í sambandi við hina fyrirhuguðu heimför, geti skoðast sæmileg. ’ ’ Sýnir þetta það tvent, að forsætisráðherr- anum var það áhugamál að gera ekkert það, er móðgað gæti Islendinga, og.hitt, að heimfarar- nefndin vann það til fyrir centin, að bera ís- lenzkri velsæmistilfinningu svona bágborinn vitnisburð. Er það ekki alveg gráthlægilegt, að óskamm- feilnin hjá þessum mönnum skuli ganga svo langt, að þeir skuli voga sér að brigzla öðram um skort á þjóðrækni? Bréfin sanna það, svo að því verður ekki lengur neitað, að um styrkinn var beðið og hann átti að nota í innflutninga auglýsinga- skyni. Að þetta. var gert að vfirlögðu ráði og moð köldu blóði sýna og sanna bréfin sjálf bezt. Því til enn frekari sönnunar má benda á það, að þau era í algerðu samræmi við það, sem séra Rögnvaldur hélt fram um páskaleytið 1927 við Stephen Thorson, þegar séra Rögnvaldur sagði honum frá þessu stjómarstyrksbetli og rétt- lætti það með því að segja, að “þessi heimför Vestwr-ISlendinga væri sú ódýrasta innflutn- inga auglýsing, sem stjórnirnar hefðu nokkurn tíma fengið, því hver maður væri óbeinlínis innflútninga agent, þegar heim kæmi’’ (sbr. Lögberg, 18. okt. 1928). Þetta er mjög svipað orðalagi Jóns J. Bildfell í fyrsta betlibréfinu (14. marz 1927), þar sem hann heldur því fram, að ef ferðin hepnist, þá verði hún sú “mcsta auglýsing sem fylUið mögulega gæti hlotið.” Hvað sem öðrum skoðanamun líður, er ó- hætt að fullvrða, að Islendingar bæði austan hafs og vestan munu taka undir með Morgun- blaðinu og segja, að það sé “með öllu óverj- andi, að ætla að nota afmælishátíð Alþingis til þess að ginna Islendinga til nýrra vesturferða” (sbr. Lögberg, 27. júní 1929). Vikuna eftir að bréfin voru birt tók heim- fararnefndin dauðakipp í Heimskringlu (1. maí), er hún nefndi: “Hin mikla opinberan.” Er nefndin þar svo full af vonzku og gremju, að það er* látið ná til allra þeirra, sem nefnd- inni er eitthvað í nöp við, en vænzkan bitnar þó aðallega á Dr. Brandson. Ofan aif honum er auðséð að nefndin hugsar sérl að hafa skóinn, til hvaða vopna .sem hún þarf að grípa til þess. Undir þessari ritsmíð standa þessi sjö nöfn: J. J. Bildfell, Ásmundur P. Jóliannsson, Ámi Eggertsson, Ragnar E. Kvaran, Sigfús Hall- dórs frá Höfnum, Jakob F. Kristjánsson og Rögnvaldur Pétursson. Það er samt rétt að taka ])áð fram, að síðan þessi ritsmíð birtist liefir Jakob F. Kristjánsson sagt sig úr heim- fararnefndinni, aðallega vegna þess, að nafn hans var í heimildarleysi, og án hans vitundar, skrifað undir |iessa grein (sbr. Lögberg, 28. maí 1929). Hann ber því enga ábyrgð á henni. Hinir sex bera ekki aðeins fulla ábyrgð á þeim óþverra; sem þeir hafa léð nöfn sín undir, held- ur eru þeir með þessari óþverragrein búnir að játa opinberlega, að þeir séu allir jafn sekir hvað bréfin snertir. Hér eftir verður því ekki hægt að gera neinn greinarmun á sekt þeirra. XI. Niðurlagsorð. Þetta er nú orðið talsvert lengra mál en eg bjóst við í byrjun og hefir þó verið fljótt farið yfir sögu. Til ]>ess að lengja þetta ekki um of, skal því engu hér við bætt nema nokkrum niðurlagsorðum. Það hefir verið svo dæmalaust mikið gum Framh. á bls. 7. - —-11^ n ,ar, i»^ri ^ ri ^ n mnini ton iini»nir .ti tiijfc n ^ n » ■ - — • t ^ n — « ■- — -- — - - rMMsíiíffl Fwlf9ilVil9ilVlrVlKnlVlNPl NMNMfVlNHIVlKvi'r ( r i I I i i i i i i i i 5 i i i i CUNARD LINE 1840—1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir trá Canada. sam- . -0-, Sví- til og frá Cunard línan veirir ágætar göngur milli Canada og Noregs, þjóöar og Danmerkur, bæði til oi Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir meS þvi að feröast meö þessari línu, er þaö, hve þægilegt er aö koma viö í London, stærstu borg heimsins. Cunard linan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Noröurlönd. Skrifstofustjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bænd- um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnmkonur, eöa heilar fjölskyldur.— Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada meö Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. Öllum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. 10053 Jasper Ave. EDMONTON 100 Pinder Block SASKATOON 401 Lancaster Bldg, CALGARY Ca LINE 270 Maln St. WINNIPEG, Man. 36 Wellington St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Sacrament St. MONTREAL, Que. * ■Islendingadagur í Seattle- verður haldinn 4. ágúst næstkomandi við SILVER LAKE SKEMTSKRÁ: Ávarp forseta — J. H. Straumfjörð Söngur. Minni íslands — Ræða: Séra A. E. Kristjánsson. Kvæði eftir1 Stephan G. Stephansson. Söngur. Minni Ameríku—íRæða: séra B. Jóhannsson — Kvæði eftir Þorskabít. Minni íslenzkra landnema í Ameríku:— Ræða Mr. John Veum. Kvæðieftir Jakobínu Johnson. Söngflokkurinn. Verjið fé er hér hafið afiögum fyrir bændaláns skýrteini SASKATCHEJWAN fylkis Bændaláns Skírteini gefa eins ábyggilega tryggingu eins og bezt má vera og ábyrgjast Fulla Tryggingu, Ábyggilegan Arð og Vissa Sölu. Þessi skírteini hafa fulla tryggingu alls Saskatchewan fylkis, og hljóta ávalt að verða í fullu verði. Þau gefa góðar rentur, eða sem svarar 4% per cent. vöxt- um á ári og borgðaðar á hverjum sex mánuðum . ‘Peningarnir fást út borgaðir að fullu, með því að gefa fjármálaráðherra fylkisins skriflega tilkyuningu þremur mánuðum áður. HVER DOLLAR, sem varið er fyrir Bændaláns Skír- teini Saskatchewan fylkis, er eins vel trygður, og bezt má vera og hann eykur velmegun í fylkinu með því að veita dugandi bændum veltufé með hagkvæmum og löngúm borgunarfresti, undir umsjón Farm Loan Board fylkisins, Skírteini þessi hljóða upp á $20.00 og alt upp í $100.00 Fullkomlega skrásett, bæði aðal upphæð og rentur. Umboðsmenn—Gjaldkerar bæja, þorpa og sveita; Sas- katchewan deildirnar af The Royal Bank of Canada, The Canadian Bank of Commerce, The Imperial Bank of Canada, The Bank of Montreal, eða snúið yður beint til THE PROVINCIAL TREASURER R E G I N A Islendingadagurinn Á HNAUSUM 5. ágúst 1929 MINNI ÍSLANDS: Ræða ......... séra Benjamín Kristjánsson Kvæði ........ ............ MINNI CANADA: Ræða ...„...................... Kvæði ........ ....... Þ. Þ. Þorsteinsson MINNI VESTUR-ISLENDINGA: Ræða...............v..... Séra Guðm. Árnason Kvæði .................... Lúðvík Kristjánsson IÞRÓTTIR — Hlaup fyrir unga og gamla, alls- konar stökk. íslenzk fegurðarglíma, kappsund, og svo framvegis. Lúðrasveit Riverton bæjar og söngflokkur bygð- anna, skemta að deginum. íþróttir byrja kl. 10 árdegis. og ræðuhöldin kl. 2 síðdegis. $200.00 gefin í verðlaunum. Aðgangur: 35c fyrir fullorðna og 15c. fjTÍr börn innan 12 ára. Dr. S. E. Björnsson, forseti. G. O. Einarsson, ritari.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.