Lögberg - 01.08.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.08.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR \VINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 1.AGÚST1929 NÚMER 31 T ✓ 1 D' 1 / 1 • Jons J Djarnasonar sk( 311 ^ Nemendur Jóns Bjarnasonar skóla, er luku fullnaðarprófi í vor. Flestum mönnum þykir gaman að myndum. í þetta sinn gefst Vestur-íslendingum kostur á því, að sjá nokkrar myndir af kennur- um og nemendum Jóns Bjarna- sonar skóla. Myndin, sem mesta eftirtekt vekur, er líklega sú af nemenda-hópnum, sem var í hæstu bekkjunum. Æskan fríð og tfjör- ug, sem “svellur öll af lífi”, er ávalt heillandi og hrífandi. Mynd- in þessi sýnir lagleg og efnisgóð ungmenni, sem eiga starfslífið tfram undan. Á myndinni eru nemendur úr 11. bekknum, sem er efsti bekkur miðskólans, og enn fremur nem- endur 12. bekkjar, sem er hlið- stæður við fyrsta bekk háskólans (University). Að réttu lagi ætti að bæta við þennan hópi myndum fjögra ungra manna, er stunduðu nám með oss síðastliðinn vetur og luku allir háskólaprófi fyrsta bekkjar, en voru farnir, þegar þessi mynd var tekin, því háskóla- prófin eru ætíð haldin nokkru fyr á vorin, en próf miðskóladeild- arinnar. Nöfn unglinganna á myndinni, í röð frá vinstri til hægri, eru: Helga Helgason,, frá Winnipeg; Guðrún Guðmundsson, frá Lund- ar; Arthur Sigfússon, frá Lundar; Signý Bardal, frá Winnipeg; Guð- ný Jónasson, frá Lundar; Roy Ruth, frá Cypress River; Andrea Soffía Sigurjónsson, frá Winni- peg, og Gertrude Fidler frá Mid- dlechurch, Man. Hinir fjórir, er luku prófi fyrsta bekkjar háskól- ans, og stunduðu nám í skóla vor- um síðastliðinn vetur, voru þeir: Harold Jóhannsson, Harald Gísla- son, Sigurður Eggertsson og Jón Bjarnason, allir frá Winnipeg. Gæfan fylgi þessu unga fólki fram á veg og gjöri æfistarfið þeirra nytsamt og fagurt. Arinbjarnarbikarinn. Fyrir nokkrum árum gaf hr Arinbjörn S. Bardal skólanum silfurbikar þann, er sýndur er á «inni myndinni. Á hann eru graf- in nöfn þeirra nemenda, er hæst- nr einkunnir hljóta í skólprófum hvers bekkjar. Allmikið kapp er nieðal nemenda að hljóta þennan beiður. Nöfn sigurvegaranna á Þessu síðastliðna ári eru: Zella Rathbone, frá Kildonan, í 9. bekk; Roy Ruth, frá Cypress River, í H. bekk; Andrea Sigurjónsson frá Winnipeg, í 12. bekk; Jónína Skaf- frá Mozart, Sask., í 9. og 10. bekk (tók báða bekkina sama ár- ið), og Arelíus ísfeld frá Winni- Peg Beach, í 10. bekk. Þau eru P«fnd í röð tfrá hægri til vinstri. Skólamálið á síðasta kirkjuþingi. Að venju voru ítarlegar skýrsl- Ur frá skrifara og féhirði skólans, ösamt skólastjóra, lagðar fram, l^snar og athugaðar. í þingnefnd v°ru ástæður skólans nákvæmlega nthugaðar og málið svo rætt rneir en hálfan dag í opnu þingi. í til- lögum nefndarinnar var mergur- lnn málsins fólginn í tveimur at- riðum. Annað Var 'það, að sam- eina hina ýmsu sjóði og reikninga skóans, svo héreftir verði einn sJóður, skólasjóður. Hitt atriðið Var það, sem mest var rætt, að keina fjársöfnun til safnaðanna. ■^etta var ekkert annað en það, Sem hefir verið hinn eðlilegi fíangur málsins frá upphafi; eu ■fjárhagstilhögun knrkjufélagsins hefir í liðinni tíð verið afar- lausleg og þess vegna skólinn ekki ávalt verið styrktur af söfnuðun- um eins og skyldi. Eftir alvar- legar og ítarlegar umræður, var tillagan samþykt með svo almennu fylgi, að eg minnist þess ekki, að neitt atkvæði félli á móti. Vér höfum því ástæðu til að vænta drengilegs styrks frá öllum söfn- uðum kirkjufélags vors. “Allir eitt.” Þetta er eins og það á að vera í öllum vorum málum. Gjöf Mr. McNichols. Mr. R. M. McNichoI er fjár- S|ýslumaður, sem blómgast hefir fjármunalega með afbrigðum í Winnipeg. Hann hefir verið kunn- ugur sumum íslendingum um langt skeið,- Sérstaklega var W. H. Paulson, þingmaður í Sas- katchewanfylki, þegar hann átti heima hér í Winnipeg, honum handgenginn, og -hetfir vinfengi haldist milli þeirra síðan. Fyrir milligöngu Mr. Paulsons, Mr. J. J. Bildfells og séra Kristins K. Ól- son, og sömuleiðis yfirkennarinn, Miss Salóme Halldórson. Enn- fremur verður Mr. Theodore Sig- urdson áfram. Hann hefir kent í skóla vorum aðeins eitt ár, kom þangað með sterkum meðmælum frá sumum ágætustu kennurum fýlkisins, og hefir reynst vel í stöðu sinni. Hann er ágætlega útbúinn, bæði að þekkingu og stjórnsemi. Kennarinn nýi, sem kemur í stað Miss Bleakley, er framarlega í hópi vestur-íslenzkra menta- manna, hvort heldur talað er um yngri eða eldri. Maðurinn er landi vor Agnar R. Magnússon. Að segja nokkuð frá honum og menta.ferli hans, þykir hlýða nú, þegar hann er að takast á hendur þessa nýju stöðu. Hann er fæddur í Engey, sem er lítil eyja norðvestur af Mikley í Winnipeg-vatni. Það var um nokkurt skeið, eitt merkasta höf- uðból ÍSlendinga í Nýja íslandi. Bóndinn þar, Jóhann Straum- fjörð, var íslenzkur höfðingi og Myndin sýnir þá nemendur Jóns Bjagnasonar skóla, er unnu Arinhjarnarbykarinn 1929. afssonar, gaf Mr. McNichol Jóns Bjarnasonar skóla á síðastl. vori 500 hundrað doll. hluti í hinu til- tölulega nýja fjársýslufélagi, sem hann hefir Stofnað og nefnir McNichol Limited, og innibindur víst því sem næst al’lar eignir hans. Höfuðstóll félagsins er $6,000,000 og í varasjóði er meira en $1,000,000. Félagið á mikið af arðberandi eignum í bezta hluta Winnipegborgar. í þessu félagi á nú Jóns Bjarnasonar skóli hlutabréf að upphæð $50,000. En sem stendur borgar félagið ekki vexti af hlutabréfum; en vonin er sú. að þess verði ekki langt að bíða. Þess má geta, að Mr. McNichoI hefir gefið ýmsum öðrum stofn- unum hér í Winnipeg samskonar gjafir. Meðal annars gaf hann á þessu síðasta vori St. John’s Col- lege, mentastofnun ensku kirkj- unnar, sömu upphæð og Ihann gaf Jóns Bjarnasonar skóla. Erki- biskup þeirra skýrði frá því í kirkjUþingsskýrslu sinni og vænti imikils góðs í framtíðinni af gjöf- inni til handa skóla þeirra. Kennarar. Þrír þeirra, sem kendu í skól- anum síðastliðið ár- halda áfram. Miss Bleakley, sem kent hefir í skólanum síðastliðin þrjú ár, hef- ir tekið kennarastöðu við Regina College, sem er mentastofnun Sam- einuðu kirkjunnar canadisku. Miss Bleakley er frábærlega hæf kenslu- kona í stærðfræði, og var skólinn heppinn að njóta hennar þessi ár. Beztu óskir skólafólksins fylgja henni í nýju stöðunni. Skólastjórinn er sá sami og í fyrra, séra Rúnólfur Marteins- var ekki í skóla, en haustið 1919 hóf hann nám við Wesley College í Winnipeg. Var hann þar tvö ár, en fór, að þeim liðnum, í fylkishá- skólann og útskrifaðist þaðan 1923. Námsferill Agnars var í mesta máta glæsilegur. Á allri menta- brautinni féll hann aldrei í nokkru prófi. Einkunnir þær, sem hann hlaut, voru venjulegast mjög há- ar. í þriðja bekk háskólans, árið 1922, hlaut hann verðlaunafé, að upphæð $100, fyrir latínukunn- áttu. Síðustu tvö ár háskóla- náms síns, lagði hann stund á stærðfræði og latínu, og árið, sem hann útskrifaðist, vann hann verðlaunapeninga í Ibáðum námsí- greinunum. Það ár hrepti hann einnig verðlauna-námsstyrk, að upphæð $500. Notaði hann það fé til fraimhaldsnóms við háskól- ann næsta ár. Það ár kendi hann einnig'við þá stofnun, bæði rúm- málfræði og þríhyrningafræði. í lok annars árs eftir að hann út- skrifaðist við háskólann, hrepti hann meistara sigið (M.A.). Meist- ara ritgjörðin var um mjög flók- ið stærðfræðilegt efni. Þennan sama vetur stundaði hann einnig nám við kennaraskóla fylkisins og lauk því um vorið. Ætla mætti, að ungur maður, sem sökti sér svona djúpt í nám- ið, hefði tæpast haft tíma til að sinna félagslegum störfum; en það var þó einmitt tilfellið. Tvisiv- ar sinnum vann hann með öðrum kappræðanda Brandsons bikarinn fyrir sigur í kappræðu, í annað skiftið með Miss Ruby Thorvald- sion, hitt með Bergþóri E. John- son. Verðlaunapening íslenzka stúdentafélagsins vann hann einnig fyrir sigur í mælskusam- kepni. Á þeim árum tók hann mikinn þátt 1 félagslifi íslenzkra Geta má þess, sem ekki er lítils um vert, að hann hefir mikinn kærleik til þess, sem íslenzkt er. Ræðuhöldin, sem getið var um hér að framan að hann hefði tek- ið þátt í, fóru öll fram á íslenzku. Hann hefir yndi af íslenzkum skáldskap. Þó Mr. Magnússon sé óefað einn í fremsta hópi íslenzkra atærð- fræðinga vestan hafs, er hann þó alls ekki þrælbundinn við stærð- fræði, heldur maður með víðan sjóndeildarhring og með áhuga fyrir því góða, sanna og fagra á mörgum sviðum. Mr. Magnússon er nú ráðinn kennari við Jóns Bjarnasonar skóla. Heilsa hans er orðin svo góþ, að ekki er búist við neinnl hindrun úr þeirri átt. Hann kenn- ir stærðfræði, og eitthvað af nátt- úruvísindum. Af þessu, sem nú hefir verið sagt, ættu Vestur-íslendingar að hafa allskýra hugmynd um, hvers nemendur mega vænta af hinum nýja kennara í Jóns Bjamasonar skóla. Áríðandi að muna. 1. Eins og í tfyrra, verður á skólaárinu, sem nú fer í hönd, frí- kensla fyrir alla nemendur í 9. bekk, en $50.00 kenslugjald í hin- um bekkjunum. 2. Næsta skóla-ár Tiefst mið- vikudaginn 18. sept. 3. Umsóknir og fyrirspurnir sendist til Miss S. Halldórson, Lundar, Man., eða til séra Rún- ólfs Marteinssonar, 493 Lipton St., Winnipeg. 4. Vanalegast er hægt að út- vega skólastúlkum tækifæri til að vinna fyrir fæði og húsnæði, en á því ríður, að láta okkur vita í tíma um alla, sem þess óska. 5. S'kólinn kennir það sem til- heyrir vanalegu miðskólanámi á- bættri kristindómsfræðslu. 6. Allir nemendur, sem ætla framfaramaður. í eyjunni sinni, sem ekki mun mikið stærri en 160 ekrur, hafði hann einkennilega mikinn búskap, jafnvel jarðyrkju, með öllum' vanalegum jarðyrku- verkfærum, að meðtaldri þreski- vél. Þessum búskap hélt hann þar áfram þangað til flóð úr Win- nipegvatni gjörði honum ómögu legt að haldast þar við. Jóhann var afi Agnars, faðir Ragnheiðar móður hans. Faðir Agnars er Ágúst Magnússon, ættaður úr Húnavatnssýsl u, sérstaklega vel gefinn maður. Hann býr að Otto, Man., og hefir verið skrifari og féhirðir Coldwell sveitar frá byrj- un. Fyrstu fjögur ár æfi sinnar var Agnar í Mikley, þar sem faðir hans þá var vitavörður. Að þeim tíma liðnum flutti fjölskyldan að Otto í Grunnavatnsbygð. Þar ólst Agnar upp og naut alþýðu- skólaimentunar. Hann var svo heppinn, að njóta þar tilsagnar og leiðsagnar kennara-snillingsins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar. Agnar ber þakklæti og hlýjan hpg til hans, fyrir þann vegvísi, sem Magnús veitti honum. Veturinn 19161—17 naut Agnar tilsagnar séra Hjartar J. Leo. Lauk hann þá námi 9. og 10. bekkjar mið- skóla. Mótaðist Agnar ekki svo lítið af þessum bráðgáfaða kenn- ara sínum. Næsta vetur, 1917-18, stundaði hann nám við Jóns Bjarnasonar skóla. Áhrifum þeim, sem hann varð þar fyrir, hefir hann lýst í ritgjörð, er hann nefn- ir “Endurminningar frá Jóns Bjarnasonar skóla”, og er prent- uð í Ársriti skólans, sem gefið var út árið 1921. Næsta ár féll úr, svo að hann námsmanna í Winnipeg, var með-j samt 12. bekk, og það sem kent er al annars, all-lengi ritstjóri blaðsl^ fyrsta háskólabekknum, að við istúdentafélagsins, Áróra. Mr. Magnússon ■cr, óefað, einn hinna allra fremstu taflmanna, sem nú eru meðal Vestur-íslend- inga. Hann tók mikinn þátt í tafl- félagi íslendinga í Winnipeg, sem nefndist Iceland, meðan það starf- aði. Árið 1925 vann hann Hall- dórsons bikarinn fyrir sigur í taflkappi félagsins,. Er bikarinn gefinn af hr. Halldóri Halldórs- syni í Los Angeles í California- ríki. Á þeim sama"vetri þreytti hann einnig tafl-raun við hinn fræga ungverska taflmann, Mar- oczy, en hann tefldi við marga í einu. Fóru leikar milli þeirra Agnars og hans þannig, að þar varð jafntefli. Á þessum síðasta nemendur, sem þangað sækja, og því íslenzkari, sem þeir eru, þeim mun íslenzkari verður skólinn. Vestur-íslendingar eiga það á valdi sínu, að gjöra skólann ís- lenzkan að anda og áhrifum. Það ávinst með þvi að fylla skólann með íslenzkum nemendum. Vitið þér það, bræður, að þér vinnið góðu málefni meira gagn með því að styrkja það, heldur en með aðfinslum um það, hvernig með það sé farið? Þakklæti. Af hjarta þakka eg öllum þeim, sem stutt hafa að því, að skólinn gæti lifað og dafnað. 1 hópi þeirra eru margir drenglyndir vinir, sem eg fæ aldrei fullþakkað. Sérstak- lega vil eg, í þetta sinn, þakka vin- inum, sem gaf skólanum níu hundruð dollara síðastliðið haust. Guð launi honum með blessun sinni. Líka minnist eg með þakk- læti ágætrar konu einnar, er sagð- ist minnast skólans í bænum sín- um til himnaföðurins. Slikt hið sama hefi eg frá fleiri dýrmætum vinum. Ekki þyrfti að kvíða framtíð skólans, ef Vestur-íslend- ingar alment gjörðu það. Viti þá allir það, að eg er, af hjarta, þakk- látur öllum þeim mönnum og kon- um, sem biðja Guð, af einlægu hjarta, að leiða og blessa Jóns Bjarnasonar skóla. R. M. r? o= U ~>o<->Q<~—)orrr>oc Helztu heims-fréttír o J Canada Dr. J. T. M. Anderson og félag- ar hans, virðast vera orðnir afar óþolinimóðir yfir því hvað lengi það dregst, að þeir komist til valda í Saskatchewan. Þykist Dr. Anderson hafa fullan rétt til að taka við völdunum, þar sem hann hatfi meiri hluta þingmanna sér fylgjandi í því að minsta kosti að fella núverandi stjóm. Hefir nú Dr. Anderson og 34 aðrir fylk- isþingmenn samið og undirritað skjal nokkurt, stílað til Newlands fylkisstjóra, þar sem skorað er á hann að hlutast til um, að Gard- iner stjórnin segi af sér tafar- laust. Er því haldið fram í þessu skjali, að stjórnin hafi engan rétt til að sitja að völdum, þar sem það sé nú ómótmælanlega sýnt, meðal annars með þessu umrædda skjali, að hún sé í Minnihluta. En ekki hafði þetta heldur nein áhrif, því fylkisstjórinn neitar að skora á Gardiner að segja af sér og °eg- ir að þar sem hann sé foringi sér að stunda ofanritað nám ogj fjölmennasta þingflokksins, þá leggja rétta rægt við verk sitt ogj haifí lhann rétt til að sitja að siðferði, eru velkomnir í skólann. 7. Skólinn er sannfærður um nauðsyn kristilegra áhrifa í ment- uninni. 8. Jóns Bjarnasonar skóli er eina mentastofnunin, sem Vestur- íslendingar hafa komið á fót. — Styðjið hann, Og bezti stuðning- urinn er góðir nemendur. íslenzkan í skólanum. Hugmyndir Vestur-íslendinga um íslenzkuna í skólanum, eru víst eins margbreyttar og gagnstæðar hver annari, eins og þær geta ver- vetri tók hann einnig þátt í tafl-! ið um nokkurt atriði. Út í það samkepni, sem leiddi til þess, að leyfir rúmið mér ekki að fara að hann varð, og er nú, taflkappi þessu sinni, enda er eg margbú- Winnipeg-iborgar. í þeirri viður- inn að skýra það atðriði. íslenzk- eign vann hann ávalt sigur, tap- aði aldrei tafli. Þrjú árin næstu eftir að hann an er kend í skólanum, ekki ein- ungis þeim, sem æskja þess, held- ur er leitast við að láta alla ís- útskrifaðist frá kenr.araskólan- lenzka nemendur njóta tilsagnar um, var hann skólastjóri við Riv- í máli feðranna, eftir því sem erton, í Manitoba. Lagði hann nokkur vegur er til þess, tímans afar-mikið kapp á kenslustarf sitt. vegna. íslenzkan er kend, ekki Fyrir ári síðan var hann ráðinn einungis ein stund í viku, heldur kennari við miðskóla Winnipeg- borgar, í stærðfræði, en þegar til átti að taka, var hann svo bilaður á heilsu, að hann gat ekki haldið áfram kenslu það ár. Hefir hann unnið lífsábyrgðarstarf síðan; en hugurinn er bundinn sterkum tengslum við það að kenna. Fyr- ir all-löngu sannfærðist hann um það, að þar væri lífsköllun sín. Hann hefir yndi af að segja til, og lætur honum það starf einkar vel. völdum þangað til þingið komi saman og úrskurði hvað gera skuli. Þingið kemur saman 3. september og verður Dr. Ander- son að sætta sig við að bíða þang- að til. * * * ' Nú fer væntanlega að líða ag því bráðum, að komist verði að einhverri ábyggilegri niðurstöðu um það, hvort konur geti átt sæti í efri deild sambandsþingsins, samkvæmt gildandi lögum, Brit- ish North America Act, Æðsti dómstóll Canada, gaf þann úr- skurð fyrir nokkru síðan, að lögin bæri að skilja þannig, að konur hefðu ekki rétt til sætis í þessari þingdeild. Konurnar undu illa þessum úrskurði, sem von var, því fáar stöður munu vera þægi- legri, en að vera Senator í Can- ada. Tóku sig því til fimm konur í Alberta og áfrýjuðu málinu til leyndarráðsins brezka. Hafa þrír lögmenn frá Canada nú að und anförnu verið í London til að skýra málið frá öllum hliðum fyr- ir dómurunum, sem hér eiga hlut að máli. Úrskurður er enn ekki keyrði, var 16 ára gamall piltur, Donald J. Hagen að nafni og átti heima í East Grand Forks. Var piltur þessi síðar sakaður um að vera valdur að dauða þessara barna, vegna þess að hann hefði keyrt ógætilega. F. A. E. Hamil- ton 'hefir fríkent piltinn af þess- ari kæru og segir að ekkert hafi komið fram í vitnaleiðslunni er sýni, að hann hafi keyrt óvarlega svo óafsakanlegt sé. * * * Hveitisamlagið hefir ákveðið að borga meðlimum sínum $1.00 fyr- ir hvern mæli hveitis nú í haust. sem fyrstu niðurborgun, eins og það hefir gert á hverju hausti, síðan það tók til starfa, nema í fyrra. Þá var fyrsta niðurborg- unin ekki nema 85c. # * * í mörg ár undanfarin hefir fjöldi manna komið á hverju hansti til VesturiCanada til vinnu við uppskeruna. í þetta sinn verða engar ráðstafanir gerðar til að flytja kaupamenn að austan og ekki álitið að þeirra þurfi við. # * * Skógareldar miklir hafa að und- anförnu verið í Ontariofylki norð- anverðu. Sagt er að skógar hafi þar verið að brenna á einum 50 stöðum alls. Kveður mikið að þeim í Red Lake héraðinu, þar sem gullið er. Einnig er mikið um skógarelda í norðurhluta Manito- bafylkis og Saskatchewanfylkis. Bretland 3—5 stundir í viku í hverjum bekk. Skólinn á frábærlega góða byrjun til íslenzks bókasafns, sér- staklega hvað eldri bækurnar, snertir, og nú eru ýmsir á íslandi' fallinn 1 l368311 máli' Dómararn- að senda oss nýrri bækurnar. Há-' ir Þökkuðu lögmönnunum fyrir skóli íslands sendir oss sína á-! allar upplýsingarnar, sem þeir Tæki ' srefið' þeim og óskuðu þeim gætu árbók á hverju ári færin til íslenzkunáms eru í skól- anum, en það, sem mestu varðar í þessu máli, er það, að í skólann góðrar ferðar heim til sín, og MacDonald forsætisráðherra hef- ir tilkynt þinginu, að stjórnin hafi skipað svo fyrir, að hætt skuli við vissar herskipasmíðar, sem á- kveðnar höfðu verið, og draga úr öðrum. Bendir þetta á, að stjórn- inni sé full alvara með að draga úr herskipaflotanum, eða að minsta kosti úr aukningu hans, úr því sem er. Virðist nú svo, sem Bretar ætli sér að verða for- göngumenn annara þjóða í þessu mikla nauðsynjamáli, eins og svo oft áður. Mr. MacDonald gerði einnig ráð fyrir, að fara til Wash- ington í októbermánuði til fundar við Hoover forseta, til að tala um þetta mál. Er hann því einnig mjög hlyntur, að færa saman kví- arnar hvað herskipa byggingu snertir. Virðist nú mjög líklegt, að fundir þessaya tveggja þjóð- höfðingja leiði til þess, að dregið I verði úr hinu óviturlega kapp- sögðust mundu gefa úrskurð í hlaupi um aukinn herflota þessara málinu, þegar þeir væru búnir að stórþjóða. Sagt er að Japan, komi nægilega margir íslenzkir áugaa sig um ^a®' nemendur. Því fleiri íslenzkii KENNARAR JÓNS BJARNASONAR SKÓLA. Frakkland og ítalía séu viljug oð feta í þeirra fótspor. Mr. Agnar R. Magnusson, MIss Salome Halldorson, Dean, 'L L J' —-------- M.A. (U. of M.). B.A. (Wesley). Mr. Theodore Sigurdson. Rev. R. Marteinsson, Principal, B.A. (U. of M.). B.A. (U. of M.), B.D. Dr. W. Harvey Smith, frá Win- nipeg, hefir á læknáþingi í Man- chester á Englandi hinn 24. f. m., verið kosinn forseti brezka lækna- félagsins (British Medical Asso- ciationX sem nær yfir alt brezka ríkið. Ætlar þetta mikla félag að halda ársþing sitt í Winnipeg í júlímánuði 1930. Einu sinni áð- ur hefir félag þetta haldið þing sitt í Canada. Það var fyrir 33 árum og var þingið haldið í Mont- real. Er þetta í fyrsta sinni, sem slíkt þing er haldið í Vestur- Canada. » * # Þess var getið hér í blaðinu fyr- ir skömmu, að fjögur börn fórust í bílslysi , hinn 7. júlí á Hendar- son brautinni. Sá sem bílinn Hvaðanæfa Rajymond Poincaré, forsætis- ráðherra Frakka, hefir sagt af sér og alt ráðuneyti hans. Orsök- in til þess að hann treystist ekki lengur að gegna þessu afar erfiða embætti, er heilsubilun. Lögðu samverkamenn hans að honum að halda áfram, en hann svaraði því, að það gæti ekki komið til mála vegna þess, að sér væri nauðsyn- legt að’ njóta algerðrar hvildar í nokkra mánuði. Hinn alkunni stjórnmálamaður, fAristide Blri- and, verður næsti forsætisráð- herra á Frakklandi og hefir Dou- mergue forseti falið honum að mynda nýtt ráðuneyti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.