Lögberg - 01.08.1929, Blaðsíða 4
Hid. 4.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1929.
ICogberg
Gefið út hvern fimtndag af The Col-
umhia- Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg” is printed and published by
<> The Columbía Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Hreinskilni og sannleiksáát
heimfararnefndarinnar
1 síðustu Heimskringlu birtist eitt dásemdar-
verkið enn frá penna þeirra fóstbræðra, séra
Rögnvaldar Péturssonar og J. J. Bíldfells. Á
það að vera hlutdrægnislaus frásaga af sam-
talsfundi þeirra við yfirmenn Canadian Pacific
járnbrautarfélagsins, en sama einlægnin, sak-
leysið og sannleiksfestan einkennir þá sögu,
sem mest hefir borið á í öllu þeirra skrifi og
skrafi.
Greinin byrjar á þessa leið:
“Snemma í síðastliðnum maí-mánuði gaus
sá kvittur upp, að búið væri >að segja upp samn-
jngi þeim, er heimfararnefnd þjóðræknisfélags-
ins hafði gert við Canadian Pacific jámbraut-
arfélagið um flutning væntanlegra gesta til Al-
þingishátíðarinnar á Islandi á næstkomandi
vori. Orðasveim þenna breiddu s\m sjálfboðar
út, ekki eingöngu um bæinn, heldur og víðsvegar
út um sveitir íslendinga norðan og sunnán
landamæranna.
“Hvaða tilefni gæti verið fyrir honum, gat
heimfararnefndin ekki látið sér til hugar koma,
því engan ávæning þess hafði liún fengið frá
Can. Pac. félaginu, að það væri að hætta við
ferðina, eða helði í liuga að segja upp samning-
um við nefndina. Ekki sá nefndin ástæðu til
að taka orðasveim þenna til greina, sökum þess
að hún þóttist vita, að fyrir honum myndi vera
íremur lítil rök. Um mánaðamótin síðustu,
barst nefndinni orðsending frá umboðsmanni
C. P. skipalólagsins hér í bænum, og fylgdi þar
með, að yfirmenn félagsins í Montreal, óskuðu
eftir að hafa tal af nefndinni, eða þeim fulltrú-
um hennar, er hún vildi tilnefna,—um hina
væntanlegu heimför, og þær ráðstafanir, er fvr-
ir ferðinni þyrfti að gera nú þegar á þessu
sumi-i. Fanst formanni nefndarinnar sjálfsagt,
að nefndin yrði við þessum tilmælum, og í því
skyni kallaði hann hana til fundar, svTo að kjöm-
ir yrðu erincfsrekar til þessarar farar. Létu
nefndarmehn það í Ijós á fundinum, að með ferð-
inni myndi þá líka fást upplýsing fyrir því, hver
rök væru fyrir þessum orðasveimi, er svo frek-
lega hefði verið fluttur um samningsslitin við
nefndina. Var fulltrúum fyrirskipað að komast
eftir þessu, og þá helzt með því að fá skriflega
staðfestingu, er tæki af öll tvímæli í þessu efni.
Til fararinnar voru kjörnir undirritaðir, for-
maður og féhirðir nefndarinnar. ”
Ef ekki væru fyrir hendi sannanir fyrir því,
að hér væri hallað réttu máli, þá mundu margir
freistast til að halda, að rétt væri frá skýrt, því
svo lævíslega eru mishermin orðuð. En nú vill
svo vel til, að blekking fóstbræðranna er eins
og fötin, sem Sigurður Breiðfjörð talar um, þar
sem hann segir:
“Huldu varla götin göt á garmskinnunum.’>
Sannleikurinn er sá að C.P.R. félagið komst
að þeirri niðurstöðu, að það mundi tapa á því að
fara ferðina til íslands undir umsjón heimfar-
amefndarinnar; fulltniar þess komu því að
fyrra bragði til Cunard eimskipafélagsins 18.
maí síðastliðinn og fóru fram á að félögin sam-
einuðu störf sín. Cunard félagið tilkynti þetta
tafarlaust sjálfboðanefndinni, og spurði hana
hvort hún væri fáanleg til samvinnu við þjóð-
ræknisfélagsnefndina. Þessu svaraði sjálfboða-
nefndin þannig, að hún væri nú sem fyr, viljug
til fullkominnar samvinnu, ef aðeins stjórnar-
styrknum yrði skilað aftur. Að þessu svari
fengnu, halda fulltrúar beggja eimskipafélag-
anna sameiginlegan fund í Montreal, og sam-
þykkja að vinna saman um Islandsförina. Þess-
ari frásögn til sönnunar skal hér birt símskeyti
frá aðalfulltrúa C.P.R. félagsins í Montreal til
aðalfulltrúa sama félags hér í bænum. Hljóðar
skeytið á þessa leið:
Montreal Que. June 25th. 1929
5.49 PM
W. C. Casey,
Canadian Pacific,
372 Main Street,
Winnipeg, Man.
“Have had meeting today with Cunard Of-
ficials and we both satisfied it is best in our
joint interests immediately to combine efforts
make Icelandic party suocess stop both would
lo>se money if each party recruited separately
and sailed separately stop proposal is joint
party travel eastbound Cunard westbound
Canadian Pacific stop rail haul divided fifty
fifty stop through fair divided fifty fiftv stop
^please discuss Bildfell and ask him kindly ar-
range his committee support these proposals
stop would like Bildfell come Montreal week
commencing July eight discuss subject person-
ally with Miss Jackson so that both committees
brought harmoniously together stop understand
Cunard ádvised their committee possibility
joint party stop Bildfell may be able arrange
amicable agreement before he leaves Winnipeg
stop to assist you handle situation give Pratt
copy this telegram. ’ ’
Wm. Baird.
Islenzk þýðing.
Montreal, Que., 25. júní 1929,
kl. 5.49 eftir hádegi.
W. C. Casey,
Canadian Pacific,
372 Main Street,
Winnipeg, Man.
“Hefi mætt á fundi í dag, ásamt fulltrúum
Cunard félagsins, og við erum hvorirtveggja
sannfærðir um, að það sé liagkvæmast fyrir
bæði félögin að taka höndum saman tafarlaust
til þess að Islandsförin megi hepnast. Bæði
félögin mundu tapa peningum, ef þau söfnuðu
ferðafólki sitt í hvoru lagi og ferðuðust sitt á
hvoru skipi.
Við höfum stungið upp á sameiginlegri ferð,
þannig að Cunard-félagið flytji gestina austur
en C.P.R. félagið vestur. Járnbrautarfargjaldi
skal skift til helminga, fargjaldi alla leið skift
til helminga. Gerðu svo vel að tala við Bíld-
fell, og biddu hann að gera svo vel að sjá um,
að nefnd hans samþykki þessar uppástungur.
Vildi helzt að Bíldfell kæmi til Montreal vik-
una, sem byrjar 8. júlí til þess að ræða um mál-
ið persónulega við Miss Jackson svo að báðar
nefndirnar geti mæzt í samvinnu. Mér skilst
að Cunard félagið hafi fengið það svar frá sinni
nefnd, að samvinna væri möguleg. Ef til vill
gæti Bíldfell hagað því svo til að vinsamlegir
samningar ta?kist áður en hann fer frá Win-
nipeg. Þér til hægðarauka skaltu afhenda Pratt
afrit af þessu skeyti.
Wm. Baird.”
Hér er full sönnun fengin fyr'r því, að enn
hafa fulltrúar heimfararnefndarinnar þjáðst af
sömu óeinlægninni sem fyr; öll frásögn þeirra
röng og villandi, og fleiri sannanir fyrir því,
ef þeir æskja. Jón J. Bíldfell, sem þjónn C.P.R.
félagsins, var boðaður, en þeir segja að nefnd-
inni hafi verið boðið að senda fulltrúa; þeir
vissu ekkert um nokkra ástæðu fyrir liinum um-
rædda orðasveimi, þegar þeir fóru austur 14.
júlí, en samt höfðu þeir séð þetta skeyti og vissu
um allar ráðstafanir félagsins, og Jón var 25.
júní boðaður austur í þessum eiindum á fund,
sem haldast átti í vikunni, sem byrjaði þann 8.
júlí. Sama óeinlægnin kemur fram í samtali
þeirra fóstbi’æðra við C.P.R. fulltrúana og ann-
arsstaðar. C.P.R. spyr þá hvort þeir séu fáan-
legir til samkomulags. Svara nefndarfulltrú-
arnir því þannig, “að sú hefði verið ósk heim-
fararnefndarinnar frá upphafi, að allir Islend-
ingar, er héðan færu úr landi heim, gætu orðið
samskipa og haldið hópinn, og ef þess væri
kostur enn, mundi nefndin sízt verða því mót-
fallin.” Hér kemst blekkingin og óeinlægnin á
hæzta stig. C.P.R. félagið spyr Cunard félagið
að því að fyrra bragði, hvort félögin geti ekki
unnið saman. Cunard félagið kveðst fúst til
þess, ef sjálfboðanefndin fallist á að vinna með
hinni nefndinni. Sjálfboðanefndin kvaðst fús
vera til fullrar samvinnu við Þjóðræknisfélags-
nefndina, ef það skilyrði væri uppfylt, að skila
aftur stjórnarstyrknum. C.P.R. félagið biður
Jónr J. Bíldfell, sem er þjónn þess, að hlutast til
um að gamla nefndin fallist á samvinnuna.
Þessu neitar nefndin,—hún neitar að samþykkja
einingu og óskift samstarf alíra Vestur-lslend-
mga; hún lætur styrkinn í eitt skiftið enn, verða
öllu samkomulagi að fótakefli; hiin horfir ekki
í að fórna samvinnu og bræðralagi, til þess að
geta hangið á spenanum; hún lætur sér það ekki
fyrir brjósti brenna, að kljúfa alla Vestur-ls-
lendinga og sundra þeim í innbyrðis baráttu til
þess að halda í betliféð. Hér strandaði á engu
öðru, alt annað voru bæði félögin og sjálfboða-
nefndin, fús á að koma sér saman um.
Einu sinni enn bauðst gömlu nefndinni sam-
vinna og eining. Svar hennar varð neitandi.
Hér eftir, sem hingað til, ber hún því ein ábyrgð
á öllum klofningi í máli þessu. Þeir einir geta
hér eftir farið heim undir merkjum hennar, er
meira meta styrkinn, en einingu fólks vors, og
samþykkja bæði betlið og agentsfargan nefnd-
arinnar.
Stjórnmálin í Saskatchewan
Þau tíðindi gerðust í Saskatchewan í vik
unni, sem leið, að foringi íhaldsflokksins í fylk-
inu, Dr. J. T. M. Anderson frá Saskatoon, af-
henti fylkisstjóranum skjal eitt allmikið, undir-
skrifað af þrjátíu og fimm nýkjörnum þing-
mönnum, þar sem þess er farið á leit við fylkis-
stjóra, Mr. Newlands, að hann víki Garainer-
stjóminni tafarlaust frá völdum, með því að
sýnt sé, að hún eigi lengur njóti trausts meiri
hluta þings. Að öllum ástæðum nákvæmlega
yfirveguðum, neitaði fylkisstjóri að verða við
kröfu Dr. Andersons, og bygði úrskurð sinn að
miklu leyti á þeirri bending Mr. Gardiners um
það, að úrslit kosninganna væri eigi að fullu
kunn, með því að ókosið væri enn' í Cumberland
kjördæminu. Mun fylkisstjóri hafa jafnframt
litið svo.á, að það ætti hvorki að verða Dr.
Anderson né heldur fylgifiskum hans ofraun,
að þreyja þorrann og góuna, þar sem víst er,
að þinginu verður stefnt til funda þann 3. des-
ember næstkomandi. Þykir mörgum þetta flan
Dr. Andersons, alt annað en heillavænt fyrir
stjómmálaferil hans, og spá því að slíkt muni
koma honum í koll fyr en varir.
Era stjómmálahorfur í Saskatchewan um
þessar mundir slíkar, að engan vegin er ólfklegt
talið, að til almennra kosninga verði gengið á
ný, innan árs eða svo.
Hámark svívirðingarinnar
N Svo nefnist aðal-ritstjórnargreinin í Heimskr. í
síðustu viku. Vel valið nafn og einkar viðeigandi
öðru eins afkvæmi. Ritstjórinn skýrir frá því, að
grein hafi birzt í “Framtíðinni”, nýju blaði, sem út
er gefið í Reykjavík. Birtir hann fyrirsögn grein-
arinnar og kvgður hana vera eftir Jóhannes Stefáns-
son, þó nafn höfundar í blaðinu sé J. S. Birkiland.
En svo getur þetta verið dagsatt; ritstjóri “Fram-
tíðarinnar” hefir ef til vill lengt nafnið sitt þar
heima, eins og ritstjóri “Heimskringlu” hefir gert
hér vestra. “Það er svo margt líkt með þessum
blessuðum embættisbræðrum,” sagði kerlingin.
Framtíðargreinin fjailar eiginlega um tvö atriði;
annað er athafnir heimfararnefndarinnar, hitt er
lýsing á Vesturheimi og menningu þeirra, sem þar
búa.
Þessi lýsing höfundar, er svo að segja sú sama,
sem Heimskringla hefir flutt að undanförnu, ýmist
í ritstjórnardálkum eða samþyktum aðsendum
greinum. Ritstjóri Heimskringlu er fáorður um
þetta atriði Framtíðargreinarinnar, en hann fjand-
skapast gegn fyrirsögninni vegna þess, að þar er
ómjúkum höndum tekið á heimfararnefndinni eða
betli hennar og svikum; en forsvarsmaður hennar,
nauðugur viijugur, er Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Ritstjóri Heimskringlu kvartar undan því, að
fyrirsögn greinarinnar hafi verið þýdd á ensku og
send eimskipafélögunum í því skyni að ónýta störf
heimfararnefndarinnar — er þar sennilega átt við
sníkjurnar og agentsstörfin. Segir ritstjórinn, að
skeyti hafi verið sent frá Winnipeg-íslendingi með
þýðingu fyrirsagnarinnar. Að þessu er hann hér
með lýstur opinber ósannindamaður; hitt er satt, að
við, sem þessa grein ritum, höfum talið okkur það
skylt, að láta samstarfsmenn okkar .— fulltrúa Cun-
ard félagsins — vita sannleikann í málinu; menn-
ina, sem gera Vestur-íslendingum það mögulegt, að
komast hjá þeirri óvirðingu að sigla heim 1930 und-
ir sníkju- og landráðaflaggi. Heimfararnefndin tók
þá stefnu í fyrstu, að fara með málið út fyrir tak-
mörk íslendinga og til hérlendra manna. Þetta
gerði nefndin þegar í byrjun málsins, jafnvel hinu-
megin við vöggu þess, þegar hún fór til hérlendra
stjórnarvalda, til þess að skýra þeim frá, að allir
íslendingar hefðu sent sig út af örkinni til að snikja.
Bracken forsætisráðherra var þó svo ærlegur, að
hann spurði nefndina blátt áfram hvort það mundi
verða talið sæmilegt að þiggja fé i þessu sambandi
með þeim skilyrðum, sem því fylgdu, og nefndin
fullvissaði hann um, að íslendingar væru ekki næm-
ari fyrir heiðri sínum en svo, að þeir gengju að öll-
um skilyrðum, bara ef peningarnir fengjust. Þá
setur Bracken fram s'kilmálana á þessa leið: “Með
því skilyrði að þér sjáið svo um að þeir peningar,
sem veittir verða af Manitobastjórninni, verði not-
aðir til auglýsinga, erum vér reiðubúnir að veita
$1,000 styrk árlega í þrjú ár, en það verður að vera
greinilega skilið, þegar að þessum samningum er
gengið, að þetta er ekki árlegur styrkur til félags
yðar, heldur styrkur í því sérstaka skyni, að aug-
lýsa Manitoba á íslandi.”
Og svar nefndarinnar við þessu er þannig: “Vér
göngum hiklaust að skilyrðum þeim og skuldbinding-
um, sem sett eru fram í bréfi yðar; vér getum full-
vissað yður um, að skilyrðunum verður dyggilega
framfylgt og að sú er ófrávíkjanleg ósk nefndarinn-
ar, að framfylgja máli þessu á þann hátt, að það
verði Manitobafylki til verulegs hagnaðar.’’
Þegar sjálfboðanefndin mælti með Cunard félag-
inu, varð auðvitað að segja þeim ástæðuna fyrir mót-
stöðunni gegn heimfararnefndinni; varð því að
skýra fyrir félaginu málavöxtu, sem bezt og sann-
ast, og við erum stoltir af því að hafa getað látið
hérlenda menn vita það, að íslendingar eigi ekki
með réttu þann vitnisburð, sem heimfararnefndin
bar þeim í eyru stjórnarinnar; nefnilega, að þeir
væru fúsir á að þiggja betlifé með hvaða skilyrðum
sem væri og viljugir til þess að svíkja bræður sína
á íslandi í sambandi við hátíðina — “koma heim
eins og keypt agents-auglýsing, sem borgað hefði
verið fyrir”, eins og Dr. Brandson kemst að orði.
Heimför þeirra, sem undir forystu sjálfboðanna
fara með Cunard skipinu, er hvorki meira né minna
en þegjandi mótmæli ' gegn þessu landráðastarfi
heimfararnefndarinnar; því í stuttu máli er saga
deilunnar þetta: Heimfararnfendin ætlaði leynilega
að selja alla Vestur-íslending a til þess að svíkja
alla Austur-íslendinga.
Á móti þessu höfum við átt okkar litla þátt í að
berjast; þess vegna höfum við þýtt, erum að þýða og
munum halda áfram að þýða alt það, sem okkur finst
nauðsynlegt að Cunardfélagið viti og hérlent fólk
yfirleitt, sem í þá átt miðar að sýna og sanna, að ís-
lendingar hér og heima gera sér ekki gott af sníkj-
um, svikum og landráðum. Af þessum ástæðum
þýddum við alla grein Morgunblaðsins (og bréfin
fylgdu), og sögðum frá því, að þetta væri ritstjórn-
argrein úr útbreiddu og áhrifamiklu dagblaði á Is-
landi; sömuleiðis létum við fylgja þýðingu af fyrir-
sögn Framtíðargreinarinnar, með þeirri skýringu,
að hér væri um nýtt blað að ræða og við vissum
engin deili á ritstjóra né útgefendum. Þetta fanst
okkur sjálfsagt að gera, til þess að sýna hérlendu
fólki, að íslendingar heima væru ekki þeir ræflar að
gera sér fargan heimfararnefndarinnar að góðu.
Ummæli Framtíðarinnar og Morgunblaðsins eru ná-
kvæmlega sama efnis; munurinn er einungis sá, að
Morgunblaðsritstjórinn hagar orðum sínum vægara,
eins og t. d. Einar Kvaran mundi gera, en ritstjóri
Framtíðarinnar er stórorðari og ritar líkar því, sem
t. d. Sigfús Halldórs frá Höfnum mundi rita.
Hér skulu birt ummæli beggja blaðanna:
Framtíðarfyrirsögnin segir: “Hámark svívirð-
ingarinnar. Vestur-fslendingur gerist landráðamað-
ur gagnvart fósturjörð sinni, og meðlimir 5 manna
nefndar og aðrir samþykkja þetta til þess að geta
fengið lítilvægan styrk — aðeins eitt þúsund dollara
í þrjú ár — úr fjárhirzlu Manitoba'fyikis. Jón J.
Bildfell gerir þann samning við forsætisráðgjafann,
að Alþingishátíðin skuli notuð sem auglýsing fyrir
Manitoba, svo að á þann hátt takist, ef unt er, að
ginna íslendinga þangað að nýju.”
Morgunblaðið segir: “Það er
óþarft að láta mörg orð fylgja
þessum samningi, er stjórn heim-
. fararnefndar Vestur-íslendinga
hefir gert við stjórn Manitoba-
fylkis í Canada. Og þó á bak við
kaupsamninginn liggi sá einlægi
ásetningur beggja aðila að ætla
að nota Alþingishátíðina 1930 til
þess að ginna íslendinga að nýju
til vesturflutninga, mun árangur
þeirrar kaupmensku lítill verða.
En þótt því sé þannig varið, þá er
hitt með öllu óverjandi, að ætla
að nota afmælishátíð alþingis til
þess að ginna íslendinga til nýrra
vesturferða.”
Svona er almenningsálitið á ís-
landi yfirleitt þrátt fjo-ir alt
fimbulfamb nefndarinnar og allra
þeirra hróka og peða, sem hún
skákar fram . Hvort það er rit-
stjóri Morgunblaðsins eða rit-
stjóri Framtíðarinnar, eða jafn-
vel ritstjóri Heimskringlu, sem
sannleikann segði, þá er hann
sannleikur jafnt fyrir því; þótt
sannleikurinn sé sagður af vesal-
ingi, þá breytir það honum ekki í
lýgi, enda þekkjum við engan
meiri vesaling en það, að þora
ekki að leyfa skoðanabróður sín-
um að bera hönd fyrir höfuð sér,
nema því aðeins að hann forðist
þá 'synd á móti heilögum anda, að
nefna Boston í svari sínu.
Það! er annars tæplega til ann-
ars en að eyða bleki og pappír að
skrifa alvarlega um heimfarar-
málið móti Heimskringlu, eins
mikið alvörumál og það þó er i
eðli sínu; ritstjórinn lætur sér
aldrei detta i hug, að ræða efnið,
en: “Tómum auka-atriðum út í
loftið þeytir.” Hann hefir enn
ekki þorað að ræða efni bréfanna,
heldur einungis rætt þar smá-
vægilegt auka-atriði, og slegið
vindhögg á vindhögg ofan í því
skyni, að sverta mannorð merkra
manna; nú fæst hann ekki til að
ræða almenningsálitið á íslandi á
þessu máli, eins og það hefir
birzt í Framtíðinni, Morgun-
blaðinu og víðar, heldur fyllir
hann dálk eftir dálk með fólsku-
yrðum út af því, að hérlendir
menn skuli látnir vita af því, að
íslendingar séu ekki allir s'eljan-
legir og kaupanlegir. ,
Ritstjóri Heimskr. og nokkrir
fleiri spenalegátar vilja halda því
fram, að ærukærnin fyrir styrk-
hneykslinu sé hvergi til nema í
Winnipeg; íslenzkir bændur geri
sér yfirleitt gott af því. Þetta er
ljótasta móðgunartilraun við ís-
lenzka alþýðu, sem við þekkjum,
næst þeirri, þegar heimfarar-
nefndin sagði, að íslendingar ættu
enga sannfæringu; hana mætti
skapa hjá þeim og afskapa eftir
vilja og viðhorfi.
Ritstjóri Heimskringlu vonzk-
ast út af því, að hérlendir menn
séu látnir vita af því, að það álit,
sem heimfararnefndin hafi skap-
að á íslandi, væri .slíkt, að ekki
væri með nefndinni farandi. En
hvers vegna mega ekki hérlendir
menn vita þetta? Það er heilag-
ur sannleikur, að ekki er með
nefndinni farandi; þeir einir
munu gera sér gott af farkosti
hennar, sem enga blygðun þekkja
og ekki fyrirverða sig fyrir það,
að vera brennimerktir bak og
brjóst sem betlárar og vestur-
flutninga agentar. Og ritstjóri
Heimskr. hefir meira að segja
Jýst því yfir sjálfur svart á hvítu,
að 75 til 90 per cent.Vestur-ís-
lendinga séu á móti styrkbetli
nefndarinnar. Alveg eins og
fyrirsögn Framtíðargreinarinnar
er sannleikur, þótt hún væri eftir
Jóhannes Stefánsson, eins er
þetta sannleikur um stjórnar-
betlið, þó ritstjóri Heimskr. hafi
sagt það.
Eftir á að hyggja, ritstjórinn
telur það rýra gildi sannleikans í
Framtíðinni, ef Jóhannes Stef-
ánsson hafi skrifað hann, vegna
þess að hann hafi saígt eitthvað
Ijótt um Dr. B. J. Brandson og Dr.
Sig. Júl. Jóhannesson. Eftir
sama mælikvarða ætti ekki að
vera mikið mark takandi á skrif-
um Jóns J. Bildfells, séra Rögn-
valdar Péturssonar og Sigfúsar
Halldórs frá Höfnum, því við-
bjóðslegri skammir hafa ekki birzt
á íslenzku máli en þær, sem þess-
ir menn hafa skrifað hver um
annan; þeir hafa hvað eftir ann-
að lýsa hver annan glæpamann og
vitfirring.
Ritstjórinn lætur mikið yfir
fólsku sjálfboðanna. Veit hann
það, að skynsamur maður hér í
bænum tók sig til nýlega og skrif-
aði upp öll “fólskuorð” í því, sem
birzt hefir í rtistjórnargreinum
Heimskringlu um heimfararmál-
ið. Það er merkilegt orðasafn!
Gillett’s Lye, er notað
til þess að hreinsa sinks,
rennur o. fl. Einnig til
þess að búa tii yðar
eigin þvottasápu og
margt annað. Forskrift-
ir fylgja hrerri könnu.
Sigfús Halldórs segir, að aðeins
örfáir viti um það allra and-
styggilegasta, sem sjálfboðarnir
hafi gert sig seka í gagnvart heim-
fararnefndinni. Engar dylgjur,
drengur! Segðu hvað þetta er,
eða kyngdu því niður. Sjálfboðar
eru viljugir að leyfa þýðingu á
öllu, sem þeir 'hafa skrifað, og
Ijósi að skína á alt, sem þeir hafa
gert. Heimfararnefndin, aftur á
móti fyllist fítonsanda í hvert
skifti, serm eitthvað kemst upp um
hana. Yfirdrepsskapurinn er henn-
ar aðaleinkenni, eins og Dr. Brand-
son hefir bent á. Eða hvar er nú sá
heiður, sem nefndin og sérstak-
lega ritstjóri Heimskr. galaði svo
hátt yfir um tíma? Það voru
einungis látalæti >— tvíveðrungs-
háttur til þess að blekkja fólk; en
nú er alt orðið uppvíst.
Öll fólskuyrðin yfir því, að hér-
lendir menn séu látnir vita um
athæfi heimfararnefndarinnar;
alt moldviðrið yfir bréfabirting-
um o g þýðingum, er blátt á-
fram hlægilegt. Við munum
svo langt, að Heimskringlu varð
ekki flökult af því, eða aðstand-
endum hennar, að þýða íslenzku á
ensku, þegar þeir héldu að þeir
með því gætu rægt atvinnu og
æru af andstæðingum sínum.
Hér stendur alt öðru vísi á, hér
er verið að þýða það, sem til þess
verður að þvo vanvirðu blett af
íslendingum; því verður haldði
áfram og í enga launkofa farið
með það; ef ritstjóri Heimskr.
æskir þess, þá er velkomið að
hann fái afrit af öllum þýðingum,
sem við sendum Cunardfélaginu
hér eftir, og eins því, sem við þeg-
ar höfum þýtt'og sent því, ef nefnd
hans gerir það sama. Hann segir
til, hvort hann óskar þess eða
ekki.
Að endingu þetta: Hefði heim-
fararnefndin verið látin ein um
hituna, þá hefðu allir Vestur-
íslendingar óafvitandi og 75 til
90 per cent. nauðugir orðið fyrir-
litlegir betlarar og vesturflutn-
inga-agentar. Fyrir baráttu og
mótstöðu sjálfboðanna hefir það
unnist:
1. Að þeir, sem hvorki vilja
styrkja né samþykkja sníkjurnar
né landráðin, eiga ráð á betri far-
kosti.
2. Að Islendingar heima vita
það, að stórkostlegur meiri hluti
Vestur-íslendinga neitar þvf að
taka þátt í svikum við ættjörð
sína.
3. Að hérlendum mönnum er
það Ijóst, að 75 til 90 per cent.
allra Vestur-íslendinga eru hvorki
betlarar né heldur til kaups eða
sölu. 1
Sig. Júl. Jóhannesson.
J. H. Gíslason.
Canada framtíðarlandið
Þess hefir verið getið í undan-
förnum greinum, hve fólksstraum-
urinn * inn í landið hafi aukist
stórkostlega, svo að sjaldan eða
aldrei hafi streymt hingað jafn-
mikið af nýbyggjum frá Norður-
löndum, svo sem Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi.
Meginþorri þessa fólks hefir
leitað vestur á bóginn og tekið
sér bólfestu í Sasgatchewan og
Alberta fylkjunum, einkum því
síðarnefnda. Fjöldinn af fólki
þessu er þaulvant landbúnaði,
sérstaklega þó griparækt, og ætti
þar af leiðandi að vegna vel í
hinu nýja kjörlandi sínu.
Eins og drepið hefir verið
eru skilyrðin fyrir arðvænlegri
búpeningsrækt í Vesturfylkjunum
hin ákjósanlegasta, en þó ef til
vill hvergi jafngóð og í Alberta.