Lögberg - 08.08.1929, Qupperneq 3
LÖGBERG FTMTUDAGINN 8. ÁGÚ’ST 1929.
Bla. S.
1 T .8
1 Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN f | Fyrir börn og unglinga |
SEFUR ÞO, ÞEGAR ÞÚ ATT AÐ VAKA?
Vornóttin liristi döggina af vængjum sínum,
um leið og hún sveif yfir Víðidalinn. Blómin
fóru að gráta, þegar sólin kvaddi þau. Þó ætl-
aði hún að vera komin svo snemma, morguninn
eftir, að hún gæti vakið þau með kossi. Þau
voru alveg eins og litlu börnin, sem fara að
gráta, þegar marnma þeirra þarf að bregða sér
bæjarleið.
Eg var nú farinn að vaka yfir vellinum.
Fólkið svaf vært alt í kringum mig. Hvað eftir
annað ætlaði svefninn að sigra augu mín; en
eg revndi þó að halda mér vakandi. Sízt af
öllu vildi eg láta skepnur standa í túninu þessa
nótt, því að húsbændur mínir voru í kaupstað-
arferð, og eg átti von á þeim heim á hverri
stundu.
Mér þótti nú ekkert skemtilegt að híma
þarna yfir sofandi fólkinu, svo eg læddist fram
göngin og út á hlaðið. Þá tók ekki betra við.
Það var komin svo mikil þoka, að eg sá ekki
handa minna skil. Eg sigaði hundunum í allar
áttir, því að allstaðar sýndust mér kindur og
hestar standa í túninu, en það voru þá bara
þúfur og tóttarbrot.
Eg var nú orðinn rennandi votur í báða fæt-
ur, því að nátttöggin var svo mikil á grasinu.
“Mér er svo kalt á fótunum,” hvíslaði eg í
eyrað á mömmu minni, þegar eg kom inn í bað-
stofuna. Hún vaknaði undir eins og setist upp
með stírurnar í augunum.
“Láttu þér hlýna dálítið á fótunum, góði
minn, hérna til fóta minna,” sagði mamma mín
blíðlega, um leið og hún fékk mér þurra sokka.
Eg fór nú upp í rúmið og breiddi hlý rúm-
fötin vfir kalda fætur mína. Ekki þorði eg að
leggjast út af á koddann, heldur sat eg uppi, og
hallaði mér upp að þilinu, því að eg vildi ómögu-
lega sofna.
“Eg ætla bara að láta aftur augun, rétt sem
snöggvast, en ekki að sofna, nei, nei.” Á þessa
leið hugsaði eg, þegar himininn varð alt í einu
heiður, og sólin skein svo skært inn um glugg-
ann. Nú var þokan horfin. Eg var farinn að
borða alls konar sadgæti, sem húsmóðir mín
'hafði gefið mér, þegar hún kom heim úr kaup-
staðnum.
Eg hrökk upp með andfælum við það, að
baðstofuhurðin var opnuð, og inn kom húsmóð-
ir mín, í reiðfötunum. Mig hafði verið að
dreyma.
Hún heilsaði mér alúðlega, og ávítaði mig
ekki. Eg flýtti mér nú í sokkana, og hljóp út á
hlaðið; var húsbóndi »minn ]>á að spretta af
hestunum. /
“Sefur þú, þegar þú átt að vaka?” spurði
hann með stillingu, þegar hann sá mig.
Eg þagðj; en svo er mér spurning þessi
minnisstæð, að eg mun ekki gleyma henni með-
an eg lifi.
Þegar fyrstu sólargeislarnir gyltu fjalla-
tindana, ])á leið þokan burt, eins og vofa, sem
hræðist ljosið. Fullorðna fólkið fór nú að klæða
og drekka morgunkaffið, en eg lagðist upp
í rúm og fór að sofa.
__ í*egar eg vaknaði, sá eg hvar Trvggvi litli
stóð út við gluggann, með fullar lúkurnar af
sætabrauði og brjóstsykri.
Þarna treður hann nú út á sér gúlann. —
En eg? Eg fæ ekki neitt. Það er heldur ekki
von, fyrst eg var sofandi í nótt, þegar húsbænd-
ur mínir komu heim. Það er annars enginn
hægðarleikur að halda sér vakandi, þegar allir
fiofa, alt í kringum mann.” Um þetta var eg
að hugsa, þangað til mér vöknaði um augu.
__ Það glaðnaði samt yfirmér, þegar liúsmóðir
mín kom með kúfaða undirskál af sætabraúði
og brjóstsykri, og gaf mér.
“ Aldrei skal eg sofna framar, þegar eg á
að vaka, ” hugsaði eg, og fór undir eins að
muðla góðgætið. ,
REFSINGIN.
Það var einn sunnudagsmorgun, þegar við
Tryggvi komum inn í bæjardyrnar, að við
heyrðum sálmasöng og orgelhljóm. Yið litum
hvor framan í annan með spyrjandi augna-
ráði.
“Ó, hvað þetta er leiðinlegt. Nú verðum
við að sitja lanngalengi undir húslestrinum, í
þessu inndæla veðri,” sagði Tryggvi, og var
Dijög stúrinn.
“Æ, við verðum þá að reyna að forða okk-
ur,” svaraði eg vandræðalegur.
Við hlupum nú suður fyrir hjallinn, eins og
við værum að forðast glóandi eldinn. Þegar
við vorum sloppnir úr allri hættu, fórum við
að slíta upp hundasúrur, og tyggja þær; Svo
spýttum við munnvatninu í allar áttir. Okkur
þótti þetta tóbak nógu gott, við fengum ])að
líka með svo ágætu verði, að minsta kosti var
það ekki tollað. Margt fleira gerðum við okk-
Ul' til skemtunar. Svona héldum við áfram að
Lika okkur úti í góða veðrinu, þangað til við
Vomm. vissir um, að húslesturinn mundi vera á
e*ida; ])á löbhuðum við inn göngin.
“Nú skuluð þið fá makleg málagjöld, fyrir
stelast burt meðan verið var að lesa lestur-
lnn»” sagði húsmóðirin, þegar við komum inn.
Við Tryggvi biðum skjálfandi af ótta eftir
Tefsingunni; en það var eins og þungum steini
^®ri íétt af iijarta okkar, þegar 'húsmóðirin
kom með tvær sálmabækur, og mælti: “Þið
megið ekki fara út, fyr en þið eruð búnir að
læra 410. sálminn í sálmabókinni, en þegar þið
eruð búnir að því, þá megið þið fara út að
leika ykkur.”
Við Tryggvi lofuðum Guð í hljóði, fyrir
hvað þessi refsing var væg; en svo dró það
heldur ekki úr gleðinni, að sálmurinn, sem við
áttum að læra, var þá ekki nema eitt vers; auk
þess þótti okkur ekkert leiðinlegt að læra vers-
ið, því það er svo fallegt. Eg ætla að lofa þér
að heyra það, lesari minn, Ifyrst eg er ekki bú-
inn að gleyjna því. Það er svona:
Að biðja sem mér bæri,
mig brest,ur mikið á.
Minn herra, Kristur kæri,
æ kenn mér íþrótt þá.
Gef yndi mitt og iðja,
það alla daga sé,
með bljúgum hug að biðja
sem barn við föður kné.
“Þetta er mikil blessuð refsing,” liugsaði
eg, ])egar eg lagði frá mér bókina. Síðan hljóp
eg út í góða veðrið, og var mér þá litið til him-
ins, um leið og eg" kom út- á hlaðið.
TARIN MÍN.
Eg var nú orðinn smali, og undi mér furðu-
vel í hjásetunni. Ærnar mínar dreifðu sér um
fjallsræturnar og voru svo spakar.
Þarna lá eg í lynggróinni brekkunni, og
hlustaði, eins og*- í leiðslu, á fuglakvakið. Mér
lieyrðist lóan syngja: “Dýrðin, dýrðin”.
Fiðrildin sveifluðu sér léttilega kringum mig,
og voru stundum svo nærgöngul, að þau struku
vangann á mér með silkimjúku vængjunum
sínum. Flugurnar suðuðu rétt við eyrað á mér,
auk þess heyrði eg inndælan lækjarnið í fjar-
lægð. Demantsskærir daggardropar glitruðu
á litfögrum blómum og grösum og laufgrænu
lyngi. Það var eins og öll náttúran væri að
syngja morgunsöng, skapara sínum til lofs
og dýrðar.
Heit og djúp löngun fylti hjarta mitt, löng-
un eftir Guði. Eg fór að hugsa um, hve góður
sá Guð væri, sem hefði skapað mig og alt það,
sem eg sá í kring um mig. Mig langaði til að
biðja frelsara minn að hjálpa mér til að vera
gott barn. Mig langaði til að þakka Guði fyrir
það, að liann hafði gefið mér góða og guð-
hrædda móður, sem hafði unnið baki brotnu
fyrir mér, sem hafði elskað mig og beðið
fvrir mér, sem 'hafði án afláts revnt að innræta
mér guðsótt og góða siði. Mig langaði til að
biðja Guð, að lofa mömmu minni að lifa lengi,
því að án henmar fanst mér eg ekki geta lifað.
Eg ætlaði nú að byrja á því að lesa fallega
versið,.som eg var nýbúinn að læra.
Að biðja sem mér bæri,
mig brestur mikið á,
sagði eg, en komst ekki lengra, því að þá rann
út í fyrir mér. Eg lagðist nú á grúfu ofan í
grasið, og grét lengi. Sál mín flaug á vængj-
um bænarinnar upp í himininn, og talaði við
Guð eins og ástríkan föður. Mér fanst eg blátt
áfram vera kominn inn í himnaríki.
“Hvar eru öll tárin mínf” andvarpaði eg,
þegar eg loksins leit upp. “Þau hafa þá öll far-
ið ofan í jörðina, svo að Guð hefir líklega ekki
tekið eftir þeim.”
Eg tók nú af mér húfuna mína, braut brot í
kollinn á henni, og grét svo þar í.
Blessaðir sólargeislarnir spegluðust nú í
tárunum mínum, sem ljómuðu eins og fersk og
silfurskær morgundögg. Síðan lyfti eg húf-
unni upp móti heiðbjörtum himninum, í þeirri
von, að guð 'hlyti nú að sjá tárin mín.
Eg lét nú húfuna á höfuðið á mér, því að eg
þurfti að fara í kringum ærnar; en varlega
gekk eg, að eg tímdi ekki að missa tárin mín.
Þegar eg var búinn að reka saman ærnar, sett-
ist eg niður á þúfu, og fór að hugsa um tárin
mín. Eg var svo innilega glaður yfir því, þó
að eg væri fátækur, að eg átti samt sem áður
tárin mín, sem höfðu gert mig svo óumræðilega
sælan; mig langaði svo til að laumast heim með
þenna dýrmæta fjársjóð, og geyma hann ein-
hversstaðar þar, sem enginn gæti séð hann, —
nema Guð einn.
Eg ætlaði nú að skoða tárin mín einu sinni
enn, mér til gleði og hugfróunar; tók eg því af
mér húfuna með mestu varkámi. En hvernig
fórf Tárin mín voru þá horfin, — horfin út í
eilífan geiminn, og eg hefi aldrei séð þau síðan.
En samt er það enn þá von mín og trú, að Guð
hafi séð þau.
NÝTT TUNGUMAL.
Einu sinni fóram við Tryggvi litli að búa
til nýtt tungumál, með því að okkur þótti móð-
urmálið okkar ekki nógu kröftugt. Eitt orð í
nýja málinu átti að hafa jafnmikið gildi og
heilar setningar í íslenzkunni. Við álitum, að
þettá gæti komið sér vel, einkum að sumrinu,
]>egar við þurftum að flýta okkur.
Eg man nú reyndar ekki nema eitt orð úr
þessu nýja máli okkar. Við notuðum það oft á
kvöldin, þegar við voram á leiðinni heim með
æraar. Það er svona: “Emisla” — sama sem:
“Era mislitu æraar allar vísar hjá okkur
núna?”
Það má nú svo sem búaat við því, að öll
börain, sem elska móðurmálið sitt, verði fjuk-
andi vond við okkur Tryggva litla fyrir þetta
tiltæki. Jæja, — eg vona að þau hin sömu börn
sýni það ]>á í verkinu, að þau elski móðurmáiið
sitt, með því að tala það svo hreint og skrifa
það svo rétt, sem þeim er unt.
SAMUR.
Æmar mínar dreifðu sér um bláskriðuraar
og fram undir Merkigil. Eg var að skoða
köngulóarvef að gamni mínu, en Sámur lá fram
á lappir sínaryog horfði, eins og í ljúfri leiðslu,
á nestispokann minn.
Eg fór nú að verða forvitinn að sjá, hvað
væri í smalapokanum. Eg gerði mér það til
skemtunar, að geta fyrst, hvað það væri; svo
fór eg að taka það upp. Fyrst kom full mjólk-
urflaska, því næst hálfur harðfiskur, þá væn
sneið af hvítum osti, og nú rak hvað annað,
brauð, smjör, og kjötbiti, en vænst þótti mér
um sykurmolann, sem kom seinast úr poka-
horninu.
Eg fór nú að taka til matar míns, en þá kom
Sámur alt í einu aftan að mér, og hoppaði með
framlappiraar upp á axlirnar á mér. Síðan
rak hann trýnið í eyrað á mér, eins og hann
vildi hvísla að mér þessum orðum: “Góði,
gefðu mér nú roð og ugga. Eg tala nú ekki um,
hvað mér þætti vænt um, ef þú vildir gefa mér
ostJbita eða mjólkurdropa. ”
“Já, auminginn, eg skal nú gefa þér eitt-
hvað, ” sagði eg við Sám, og flýtti mér að rífa
fiskinn úr roðinu. Eg gaf honum nú roð og
ugga og fleira sælgæti. Síðan braut eg brot í
húfuna mína, og helti mjólk í það; bauð eg Sámi
því næst að gera svo vel, og þá hann það með
þökkum.
Þegar við vorum búnir að borða, reis Sámur
upp á afturlöppunum, og tók mig glímutökum.
Eg feldi liann stundum á hælkrók, en stundum
lofaði eg honum að fella mig. Hann henti sér
])á ofan á mig og urraði, svona í gamni, því að
þetta var bara leikur.
Ærnar mínar voru nii farnar að dreifa sér
nokkuð mikið. Botna var komin upp í Slakka,
með nokkrar ær með sér. Hún var viðsjál, liún
Botna. Eg ætlaði að spara mér ómak, og bað
Sám að skreppa nú eftir ánum fvrir mig. Eg
benti honum, hveraig hann ætti að haga ferð
sinni. Fvrst átti hann að fara upp með gilinu,
fyrir sunnan ærnar, svo átti hann að komast
upp fyrir þær, og koma með þær beint til mín.
En margt fer öðru vísi en ætlað er. Sámur
breytti stefnu sinni of snemma ; hann kom neð-
an að ánum og stvgði þær enn þá lengra upp í
fjallið.
í]g hljóp upp með gilinu og varð Sámur þá
á vegi mínum. Hann sá, að eg var reiður. Hann
lagðist niður við fætur mína og mændi sorgbit-
inn til mín, 'eins og hann væri að biðja mig fyr-
irgefningar; en samt barði eg hann, því að eg
var nú svo reiður, að eg vissi varla hvað eg
gerði.
Þegar eg var kominn upp fyrir ærnar og alt
lék mér í lyndi, þá fór eg að hugsa um, hvað eg
hefði verið vondur við aumingja Sám. Þarna
lá hann nú sorgbitinn niðri á melnum. Það
hlaut að vera stór synd, að berja þenna trygga
vin, sem hafði svo oft verið mér bæði til gagns
og gleði í hjásetunni. Hann, sem hafði ætíð
auðsýnt mér sanna elsku og falslausa trygð,
með því að fylgja mér, ekki aðeins í glaða sól-
skininu, heldur og í beljandi stortninum og
dynjandi rigningunni.
Eg fór að gráta, og bað góðan Guð að fyrir-
gefa mér, hvað eg hefði verið vondur við Sám.
Síðan rak eg æraar mínar ofanj í fjallsræturn-
ar, og gekk til fundar við Sám. Eg er ekki að
orðlengja það. Þarna fleygði eg mér ofan yfir
hann, og bað hann nú eins innilega fyrirgefn-
ingar, eins og hann hafði beðið mig fyrir sfuttri
studu. En Sámur var þeim mun betri en eg, að
hann fyrirgaf mér undir eins. Hann lagði
framlappirnar utn hálsinn á mér, og kysti mig;
svo áleit eg að minsta kosti.
Það eru ekki allir eins trjTggir og sáttgjarn-
ir, eins og hann Sámur, —- og því er nú ver.
Ihmdurinn og sauðkindin.
Hundurinn krafði sauðkindina um skuld.
Hann bar það fram, að liann hefði ekki alls fyr-
ir löngu lánað henni heilmikið gras, þegar ekki
fanst stingandi strá í hagaspildu heunar. Fyrir
það sagði hann að sauðkindin hefði lofað að út-
vega sér vænt kjötstykki. Yeslings sauðkindin,
sem alls ekkert hafði fengið og alls engu lofað,
varð ekki lítið skelkuð við þessa blvgðunarlausu
kröfu, en þrætti samt staðfastlega fyrir skuld-
ina. “Þú verður þá að koma með mér fyrir rétt-
inn,” sagði hundurinn byrstur, og sauðkindin,
sem er rög að eðlisfari, þorði ekki annað eh að
fara með honum. Ulfurinn og gammurinn sátu
þar í víðum kápum, eins og dómarar, með liá-
tíðlegum eímbættis-svip. Hundurinn bar mí
fram kæru sína. Ætlaði sauðkindin þá að fara
að verja sitt mál, en báðir dótnaramir skipuðu
lienni að þegja og dæmdu liana til að gjalda
hundinum kjötið, eins og hún hefði lofað, en
með því að hún gat það ekki, þá ruku þeir í vesl-
ings skepnuna skjálfandi, eins og í hegningar-
skyni fyrir óhlýðni hennar, og rifu hana í stykki
og átu hana saman með lmndinum upp til agna.
— Stgi'. Th. þýddi.
! Proíessional Cards
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
U. lögfræSinsar.
Skrlfatofa: Rootn 811 McArtbor
Buildins, Portage Are.
P.O. Box 18S6
PhnoM: 36 846 og 26 846
G. S. THORVALDSON,
B.A., LL.B.
Lögfræðingur
Skrfstofa: 702 Confederation
Life Building
Main St. gegnt City Hall
Phone: 24 587
A. C. JOHNSON
•OT Oonledemtlon IJf« SW*.
WINNIFKG
Annast um fastelrnir manna. Teic-
ur aC sér aO Éivaxta sparlfé fðlks
Selur eldsábyrgC og blfreiCa ábyrgO-
Ir. Skriflegum fyrirspurnum svaraO
sanustundls.
Skrifstofusími: 24 263
Heimasími: 33 328
A. S. BARDAL
S4S Sherbrooke 8t-
Selur llkktstur og annoet um 6t-
fartr. Aliur útbánaOur sá beotL
Ennfrunur selur bann HllekoffUT
minnisvarOa o* legotelna.
Skrifstofu tals. 86 607
Holmilis Tals.: U80I
ALLAR TEGUNDIR FLUTN-
INGA.
Nú er veturinn genginn í garð,
og ættuð þér því að leita til min,
þegar þér þurfið á kolum og
við að halda.
JAKOB F. BJARNASON
668 Alverstone. Sími 71 89«
Dr. C. H. VROMAN
Tannlssknir
606 Boyd Buildlng Phone 8« 1T1
WINNXPEO.
ÞJ0ÐLEGASTA
Kaffi- og Mat-sölnhúsi8
aem þeaal borg befir nokkura úmm
hjLÍt inii«n vébanda dnna
Pyrlrtake máltfOir, •kyT, pönnu-
kökur, rullupyflsa og þJöBrsetatto-
kafft — Utanbæjarmenn fá •*■
ávalt fyrst hremlngu á
WEVEL OAPE, 182 ðsrgent An
fttml: B-8187.
Rooney Stevens. elganóh
SIMPS0N TRANSFBR
Vercla meO egg-á-dsg hansnafASur.
Annast ainnig um allar tegundlr
flutnlnga.
681 Arlington St., Winnipeg
/
MALDEN ELEVATOR
COMPANY LINIITED
Stjörnarleyfi og ábyrgO. AOalskrlístofa: Graln Exchange, Winnlpeg
Stocks - Bonds - Mines - Grains
Vér höfum skrifstofur 1 öllum helztu borgum i Vestur-Canada, og
einka slmasamband viO alla hveltl- og stockmarkaGl og bJöOum þvt t10-
skiftavinum vorum hina beztu afgreiGslu. Hveitikaup fyrlr aOra eru
hÖndluO meO sömu varfœrni og hyggindum, eins og stocks og bonda.
Leitiö upplýslnga hjá hvaOa banka sem er.
KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RÁÐSMANN VORN A PEIRRl
SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER.
Wlnnipeg
Reglna
Moose Jaw
Swift Current
Saskatoon
Calgary
Brandon
Rosetown
Gull Lak*
Assinlboia
Herbert
Weybum
Biggar
Indian Head
Prlnce Albert
Tofield
Edmonton
Kerrobert
Til aO vera viss, skrlflG á yflar Bills of ladlng: “Advise Malden
Elevator Company, Limlted, Graln Exchange, Wlnnlpeg.”