Lögberg - 08.08.1929, Blaðsíða 4
M»a. 4.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST 1929.
Högberg
Gefið út hvern fimtudag af The CoT
umhia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
» ---------------------
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 8172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The "Lögberg” is printed and published by
° The Columbia Press, Limlted, ln the Columbia g
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. H
to0C3»OI)C=0C=10a0C30C=>0O0C=30C=10C=0C=>0<í
Takmarkanir hervarna á sjó
Eitt þeirra mála, er öðru fremur hefir dreg-
ið að sér athygli almennings um þessar mundir,
er málið um takmarkanir hervarna á sjó. Virð-
ist nú vera kominn á það sá skriður, að um fátt
sé tíðræddara í blöðum hinna ýmsu þjóða. Hlýt-
ur slíkt að verða þeim öllum eftirminnanlegt
1‘agnaðarefni, er ant láta sér um friðarmál
mannkynsins.
Núverandi stjómarformaður Breta, Rt.
'Hon. Ramsay MacDonald, hafði eigi fyr tekið
við völdum, að afstöðnum síðustu kosningum á
Bretlandi, en 'hann lýsti yfir afstöðu sinni til
þessa stór-þýðingarmikla máls, og kvaðst hafa
íáðið af, að leita samvinnu um framkvæmd
málsins, við hinn nýja forseta Bandaríkjanna,
Mr. Herbert Hoover. Þykir líklegt, að kvatt
verði til stefnu í Washington, einhverntíma á
komanda hausti, til þessi að ræða málið frá sem
flestum hliðum, og búa það undir væntanlegt al-
þjóða vopnatakmörkunar þing, er haldið skuli
eins fljótt og því framast verði viðkomið..
Eins og nú standa sakir, þykjast stórþjóðirn-
ar, flestar hverjar, eigi geta trygt þjóðernislegt
öryggi sitt, nema því aðeins, að þær eigi yfir
svo og svo miklum herskipastól að ráða. Þó
virðast þær samt sem áður nokkum veginn á
éitt sáttar um það, að draga megi að einhverju
leyti úr hervörnum á sjó, án þess að þjóðarör-
ygginu sé telft í voða.
í vikunni, sem leið, lýsti Mr. MacDonald
yfir því, að flotamálafræðingar Breta, hefðu
tekið að sér að afla sem allra gleggstra upplýs-
inga um það, hvar og með hverjum hætti, að
draga mætti helzt úr kostnaðinum við sjóvam-
irnar og takmarka tölu og stærð herskipa. Mun
mega ganga út frá því sem gefnu, að hliðstæð-
ar ákvarðanir verði teknar í Washington, tak-
mörkun flotans ákrærandi.
Að því er byggingu herskipa snertir, verða
stjórnirnar að fara eftir áliti sérfræðinga sinna,
eða þeirra, er sérstaklega um sjóvarnir fjalla.
En á hermálastefnu sérhverrar þjóðar, bera
stjórnirnar að sjálfsögðu fulla ábyrgð gagnvart
kjósendum. Hiutskifti sérfræðingamia er það,
að veita stjórnunum nákvæmar upplýsingar um
það, hvar koma megi við sparnaði, eða á hvaða
sviði aukinna útgjalda sé þörf, í samlbandi við
flotamálin.
Að því er Bandaríkin áhrærir, er það engan
veginn ólíklegt, að stjórn þeirra þykist þurfa á
að halda allstórum beitiskipum, til dæmis til
verndunar Filippseyjunum. Virðast amerískir
flotafræðingar þeirrar skoðunar, að til slíkra
afnota nægi eigi að fullu smærri skip, en tíu
þúsund smálestir. En hvort slíkt kami að valda
nokkrum árekstri, þegar til þess kemur að ræða
um takmörkun sjóvarna, er vitanlega enn á
liuldu. Er þess að vænta, að svo megi liðka til,
að málið sjálft, vopnatakmörkunarmálið, bíði
eigi við það halla, eða strandi um ófyrirsjáan-
legan tíma.
Að því er Bretland snertir, stendur talsvert
óðru vísi á. Er það engan veginn óhugsandi, að
brezka þjóðin gæti vel komist af með nokkru
minni beitiskip en þau, er nú hafa nefnd verið.
Virðist Bretum ríða mezt á því, að hafa til taks
nægilega mörg smá beitiskip til öryggis vöru-
f lutningaflota sínum um heimshöfin. Þessvegna
er það, að ýmsir flotafræðingar brezkir, telja
líklegt, að til slíkrar gæzlustarfsemi myndu
nægja fjögra þúsunda smálesta skip. Myndu
við það sparast eigi alllítil útgjöld frá því, sem
nú gengst við. Aftu^ á móti er það sýnt, að ef
til reglulegrar sjóorustu kæmi, myndu hin
minni skipin hvergi nærri reynast jafn ábyggi-
leg, og hlyti þá Bretland að standa ver að vígi,
en Bandaríkin.
Að öllu athuguðu kemur það skjótt í ljós, að
jafn-styrkur brezika flotans og þess ameríska
er ekki falinn í smálestatölunni einni. Báðar
þjóðirnar gætu til dæmis komið sér saman um
það, að smálestatala beitiskipa hvorrar þjóð-
arinnar um sig, skyldi eigi fara fram úr fimm
hundruð þúsundum. En í því falli, að Banda-
ríkjaþjóðin yrði til þess ófáanleg, að takmarka
stærð beitiskipa sinna niður úr tíu þúsundum,
og Bretar á 'hinn bóginn teldu sér borgið með
nokkru smærri skip, yrði þar um það ósamræmi
að ræða, er hefnt gæti sín grimmilega síðar
meir.
Því er eins farið með vopnatakmörkunar
málið, sem önnur mál, að það verður að skoð-
ast frá öllum hliðum. Það verður að grund-
vallast á gagnkvæmri friðarþrá þjóða þeirra
allra, er að takmörkunar tilraunum standa, eigi
það að verða leitt til heppilegra lvkta. Bráða-
birgða hrófatildur kemur þar að litlu eða engu
haldi. Sé málið ekki grundvallað á hreinskilni
og sönnum bróðurhug, er tjaldað til einnar næt-
ur. (
Eins og málið um takmörkun sjóvama nú
horfir við, mun vera til þess gild ástæða, að líta
björtum augnm til framtíðarinnar. Þeir, er
eitthvað hafa fvlgst með stjórnmálaferli Ram-
say MacDonalÆ og kynst lífsskoðunum hans,
geta ekki undir nokkrum kringumstæðum efast
um einlægni hans. Friðarmálið 'hefir jafnan
verið honum hjartfólgið tilfinningamál, og þess-
vegna má þess fyllilega vænta, að hann beiti sér
fyrir framkvæmdum í vopnatakmörkunarmál-
inu, með ráði og dáð. Hins sama mun og mega
með fullum rétti vænta af Mr. Hoover. Hann
er líka einlægur mannvinur, með hugann tengd-
ann við friðarmálefni mannkynsins.—
Samningur milli Bretlands og Bandaríkj-
anna um takmörkun sjóvama, hlytí að sjálf-
sögðu að hafa víðtækari afleiðingar en svo, að
emskorðaðar yrðu. við velfarnan þessara
tveggja þjóða. Myndu afleiðingarnar, að
minsta kosti obeinlínis, ná til allra þeirra þjóða,
er annaðhvort eiga, eða þykjast eiga, öryggi
sitt undir bryndrekum og beitiskipum. Myndi
þess meðal annars eigi lengi bíða, að japanska
þjóðin áttaði sig, og kæmist til fullrar vitneskju
um það, hve ömurlegur misskilningur það var,
að vera að hlaupa í kapp við Bandaríkin og
Bretland, hvað herskipastól áhrærði.
Af vopnatakmörkunar samningi milli Bret-
lands og Bandaríkjanna, hlyti aðeins að leiða
gott eitt, jafnvel þó hinar stórþjóðirnar sætu
fyrst um sinn þegjandi hjá og hefðust eigi að.
Slíkur samningur hlyti að fela í sér fagurt for-
dæmi, er knýja myndi á sínum tíma fram í með-
vitund annara þjóða, gleggri skilning á gildi
málsins, en áður hafði viðgengist.
Aðstreymi góðvildar og bræðralagshug-
sjóna, hlýtur að fylgja tilraunum. þeirra Ram-
say MacDonalds og Hoovers forseta, í sambandi
við takmörkun hervarna á sjó. Þeir hafa riðið
a vaðið, og er þess að vænta, að fleiri megi á
eftir koma í sömu erindum. Hver veit nema
það verði þeir, er hornsteininn leggja að fram-
tíðarmusteri varanlegs friðar á vorri jörð?
Canada
Ræða flutt á íslendingadag í Winnipeg 3. ág. 1929.
Eftir séra H. J. Leó.
Lárviðarskáld Vestur-lslendinga orti eitt sinn
íslandsminni. Tvær hendingar í því gullfagra kvæði
álíta víst flestir kjarna þess: "Rétt að nefna nafnið
þitt, nóg er kvæði öllum”, segir hann; og þá er aðal-
efni kvæðisins í letur fært. Alt annað í kvæðinu er
útskýring þessara orða, viðbót. Eg ann landinu,
þess vegna er nafn þess svanasöngur í eyrum mín-
um.
Sannara íslandsminni hefir aldrei verið ort.
Grasafræðingurinn tekur jurt einhverja og hlut-
ar hana í sundur eftir reglum listar sinnar, gefur
pörtum hennar nöfn, raðar þeim í flokka, gerir sér
grein fyrir lífsskilyrðum plöntunnar o. s. frv. En, er
hann hefir lokið því verki, er plantan eyðilögð, líf
hennar horfið, ilmur hennar á förum. Hún hefir
nú ekki lengur neina fegurð að bjóða. — Fyrir vís-
indin hefir þetta mikla þýðingu. Þekkingarforði
mannkynsins hefir aukist að mun. En jurtin er horf-
in. Enginn safnar saman pörtunum og veitir þeim
líf á ný. Enginn nýtur nú lengur fegurðar blóms-
ins. Enginn lætur plöntuna í jurtapott og vökvar
hana.
Ástvinir sitja hlið við hlið. Þau njóta ótæmandi
sælu við að vera návistum, horfast í augu, dást hvort
að öðru. Þau eru sæi, þó ekkert orð sé mælt. En ef
þau fara að leitast við að brjóta hugsanalíf sitt til
mergjar, gera sér grein fyrir hvers vegna þau unn-
ast, fær samvist þeirra alt annan blæ, — gæti jafn-
vel farið svo, að verðmæti féllu í verði. Þau gerðu
sér þá grein Tyrir því, að þau væru bara ófullkomn-
ar, mannlegar verur, —og Paradís þeirra væri bara
Utopía tilfinningálifsins.
Þið munið ef til vill eftir sögunni um lækninn,
sem hepnaðist að búa til vökva, er hann rauð á ann-
að auga sitt, og sá svo í gegn um alla hluti, miklu
betur en með hjálp Röntgen geislanna. Hann mætti
ástmey sinni á götu, þar sem þau höfðu mælt sér
mót. Svo leit hann á hana með þessu undra-auga.
Hann sá beinagrind. — Og hann hljóp heim sem
vitskertur væri, og tók augað úr sér.
Ef til vill bergjum vér sætastar veigar úr bikd?-
tilfinningalífsins, er rannsóknargáfan kemur hvergi
nærri. Vér njótum sem í sætum draumi. — Og þess
vegna hefi eg, ef satt skal segja, hálfgerða óbeit á
öllum vorum minnum, hvort heldur þau nefnast
Minni íslands eða Minni Canada, eða einhverju öðru
nafni. Skáldið, sem eg nefndi áðan, benti oss á það,
að “heitust bæn er vinna”. Hvert minni er því bezt
kveðið, er það kemur fram í verki. Annars er svo
hætt við, að öll okkar minni verði “hljómandi málm-
ur og hvellandi, bjalla.” — Og mér finst, að sann-
asta og bezta minni landsins, sem vér höfum gjört
að kjörlandi voru, landsins okkar, sé að nefna nafn
þess og beygja svo höfuðin í lotningarfullri þögn.
Og þó gæti jafnvel það orðið að siðvenju, nema það
ætti sér stað ósjálfrátt. —
En nú er svo til ætlast, að vér fylgjum venjunni
og gerum oss grein fyrir því, hvers vegna vér unnum
þessu landi, — voru eigin landi.
Ef til vill hneykala eg nú suma menn. Það er
oft gert að málvenju hér vestra að segja “heima á
íslandi.” Það er síður en svo, að eg amist við þeim
sið. Sá maður, sem getur klætt sig úr þjóðerni sínu
eins auðveldlega og hann fer úr fötunum, hefir
aldrei átt neitt land. öll hans “minni” í ræðu og
riti er leikur ein,n, — og það ljótur leikur. — En
mér er spurn: hvers vegna unni Stefán Islandi jafn-
heitt og fölskvalaust og raun gaf vitni? Hvers vegna
gat hann orkt jafn-óviðjafnanlega fagurt kvæði og
“Þótt þú langförull legðir”? Vegna þess, að hann
ólst upp á íslandi til fullorðinsára. Vegna þess, að
menning íslands að fornu og nýju var runnin hon-
um í blóð og merg. Vegna þess vakir honum eylend-
an hans fjarst í útsæ eilífðarinnar, og hver erlend
laáidslagsmynd, hver útlend hugsjón fær gildi sitt,
af því hún vekur minninguna um ísland. — Hann
unni íslandi'af því hann varð fyrir áhrifum þess
ungur. — Og það var honum heiður og gerði hann
að íslenzku skáldi.
En er ekki sanngjamt, —. og sjálfsagt, — að
beita sömu reglunni, — sömu ástæðunni, — er vér
hugsum .um hinn ýngra lýð vorn? Fyrsta landið,
sem það fólk leit augum, var Canada. Svipur þessa
lands og einkenni voru fyrstu áhrifin, sem sálir
þeirra urðu fyrir. Tunga þessa lands varð þeirra
tunga, hættir þess þeirra hættir, hugsanablær hér-
lends þjóðlífs þeirra eigin eign. Mentun þeirra
veittu hérlendar mentastofnanir. Ljóð þessa lands
urðu aflvaki sálarlífs þeirra. Er þá nokkurt vit í
að krefjast þess, að þetta fólk skoði ísland sem
heimaland sitt? — Það væri að krefjast hins ó-
mögulega. Hitt er sjálfsagt rétt, að búast við því,
að það unni íslandi næst Canada, eins og það er
eðlilegt, að kvæntur maður, sem á sitt eigið heimili,
unni föður og móður, þó hann hafi kvænst. En
fyrsta skyldan verður við nýja heimilið, tilfinninga-
lífið á þar dýpstar rætur. Er ekki auðsætt, að
þannig sé skifting tilfinninga vorra milli heimil-
anna, þar sem vöggur feðra vorra stóðu, og vorra
eigin óðala?
Vér, sem komum hingað börn, eða eru hér fædd,
«
unnum þessu landi meira en nokkru öðru. Vér unn-
um Canada, virðum íslapd. Hér er starfsvið vort,
hér er þroskaáruim vorum eytt. Hér búumst vér við
að afkomendur vorir ali aldur sinn, verði hluti af
þessari þjóð, sem enn er í myndun.
Og vér gerum oss grein fyrir því, að framtíðar-
þjóðin canadiska öðlast sín sérstöku einkenni, sitt
sérstaka hugarfar, sínar landsvenjur, sínar bókment-
ir, sína sögu. Hún verður ekki brezk, í þeim skiln-
ingi, að brezkar þjóðerniseinkunnir verði arfgengar
hér, þó þaðan verði auðvitað fyrirvafið í þjóðerni
voru. Þjóðin verður ekki ensk eða skozk, ekki þýzk
eða frönsk. Hún verður canadisk þjóð, ein systur-
þjóðin í keisaradæminu brezka, sem dregur nafn sitt
af stofnþjóðinni, þó öll löndin verði jafn-rétthá.
Þetta verður framtíðin, hvort sem einum eða öðrum
er Ijúft eða leitt.
Að þessu takmarki, sámborgarar, er skylda vor
allra að vinna.
Eftir örfá ár geyma afkomendur vorir í sál sinni
sömu tilfinningarnar gagnvart Canada, sem skáldið
lætur í Ijós gagnvart íslandi, í ættjarðarminni sínu
hinu fagra..
Hugur þeirra býr yfir canadisku óskalandi, hvar
sem þeir dvelja.
Hvað er það þá, sem heilla mun hugi þeirra, og
vorn eigin, nú þegar, að miklu leyfi, vor, sem höfum
mest af þessu landi að segja?
1. Vér eigum fagurt land. Canada er eins fag-
urt land, og nokkurt land í heimi, þó fegurð þess
eigi vitanlega sinn sérstaka blæ. Fjöll vor eru hærri
og hrikalegri, en flest fjöll í Evrópu. Þau bera sinn
tignarsvip, benda oss til hæða, vekja djarfar, fagr-
ar og hreinar hugsanir, eins hér eins og annars stað-
ar á hveli jarðar. Og ekki missa þau fegurð sína
'við það, að vera skógi vaxin upp í miðjar hlíðar. Sú
fegurð, er þau hafa að bjóða, er margbreytileg,
heillandi, laðandi.
Eg minnist ekki þess, að eg hafi litið meiri feg-
urð, en birtist þeim, sem siglir með ströndu fram
vestur við Kyrrahaf og lítur til austurs. Þeim, sem
íslenzk ljóð kann, dettur ósjálfrátt í hug:
“Og fjallhnjúka raðirnar rísa í kring,
sem risar á verði við sjóndeildarhring.”
Mér hafði aldrei skilist til fulls, hve frábærlega vel
Þorsteinn kom orðum að þessu, fyr en eg sá fjöllin
þau úr vesturátt. En næsta kynslóð verður með
þeirri sömu sýn mint á brezk eða canadisk náttúru-
ljóð.
Eða þá slétturnar Canadisku hér um miðja álf-
una. Hvar getur að líta margbreytilegri fegurð?
Hafið þið ferðast í bíl, um mitt sumar, frá þessari
borg vestur um vesturfylkin þrjú, litið á báðar hlið-
ar kornakra, er virðast jafn-ómælandi og hafið
sjálft og vindblærinn kyssir öxin, þau hreyfast,
brosa á móti vindi og sólu, og öldur myndast á korn-
stangahafinu, grænar eða bleikar, eftir því hve
langt er liðið af sumri, ótakmarkaðar og frjálsar
eins og haföldumar. Og inn í ríki myrkviðarskóga
heggur framgjörn mannshöndin strandhögg, þar er
hún að verki að breyta eldri fegurð í nýja, viltri feg-
urð frumskóganna í nytsamari fegurð, er unninn
akur (leitir. Og bæir og borgir, bygðir frjálsra
manna, myndast árlega.
En eg verð að fara fljótt yfir sögu.
2. Vort land er framtíðarlandið. Þúsundir
manna frá öllum löndum heims strey.ma hingað ár-
lega. Er það ekki það, sem ber mestan og beztan
vott þess, hverjum augum aðrar þjóðir líta á Can-
ada? Innflutningur í svo stórum stíl og um svo
mörg ár, ber ljósastan vottinn um það, að heimurinn
er sér þess meðvitandi, að hér sé meiri tækifæri, en
í öðrum löndum, til að komast áfram, að lífsbarátt-
an sé ekki eins hörð hér eins.og víðast hvar annars
staðar. Eða hvernig stóð á innflutningunum miklu
hingað frá íslandi?
Er eg hér ekki að lasta þá né lofa, heldur aðeins
að benda á sögulegt atriði. Eg er viss um, að agenta-
skrum og málæði átti þar tiltölulega lítinn hlut að
máli. Hitt dylst mér ekki, að ástæðan var blátt á-
fram sú, að þeir er fluttu hingað vestur, gerðu það
með því augnamiði, að sér og sínum, yrði með því
betur borgið. Og þessi fríði hópur, sem er staddur
hér í dag, bendir sannaHega ekki á vonsvik í því
efni. — Og hvernig stóð svo á því, að vesturferðir
hættu frá íslandi? Vitanlega er sú ástæðan, að
Austur-íslendingar hafa, með dæmafáum dugnaði,
gert land sitt byggilegt fyrir íbúa þess.
Nú mundu fáir eða engir flytja frá íslandi hing-
að, nema þá um stundarsakir, til að kynnast og sjá
frændur sína. Nú er ísland, ef til vill, mesta fram-
faraland Norðurálfunnar. Yfir því gleðjumst vér
hjartanlega með frændum vorum þar. — En með því
að unna íslandi sannmælis, er ekki Canada lastað.
Og komi sú tíð, — guð gefi að hún komi aldrei, — að
neyðin kreppi að á íslandi, eins og áður fyr, þá fyrst
hefjast vesturferðir þaðan að nýju.—Þá eiga menn
að hvetja til vesturferða, — til að bjarga úr neyð,
— en annars alls ekki. Framh. í næsta bl.
Canada framtíðarlandið
Hænsnarækt.
Hænsnarækt borgar sig vel, ef
hún er rétt stunduð. Aftur á
móti gæti hún orðið tap fyrir
vankunnáttu. Þess vegna heyrir
maður svo margan bóndann segja,
að ekkert sé upp úr hænsnunum
að hafa.
Að velja beztu varphænurnar.
Áður en útungun byrjar á vor-
in, ættu allir að velja úr beztu
varphænurnar og hafa þær sér
með óskyldum hana. Beztu varp-
hænurnar fara vanalegast fyrst
niður á morgnana og seinast upp
á kveldin. Annað merki er þetta:
Farðu yfir hænsnahópinn að
kveldi til, þegar þau eru sezt upp.
Skoða þú hverja hænu fyrir sig.
Beggja megin við eggholið eru
tvö bein, sem kölluð eru: pelvic
bein. Séu beinin þunn og komir
þú þremur fingrum á milli þeirra,
þá er hænan gðð varphæna; séu
beinin þykk, og komir þú að eins
einum fingri á milli beinanna, þá
er hænan mjög léleg sem varp-
hæna.
Það tekur frá viku til tíu daga
fyrir eggin að verða frjósöm.
Eftir að útungun er um garð
gengin, ættu allir hanar að vera
teknir og hafðir sér, en ekki leyft
að ganga með hænunum um sum-
artímann. *— Margir standa í
þeirri meiningu, að hanar þurfi
að vera með hænunum til þess að
þær geti verpt; en það er mikil
fjarstæða.
Nú eru egg keypt eftir flökkun.
Egg með útungunarefni, byrja að
ungast út í sumarhitanum, og
skemmast fljótt; ófrjósöm egg
aftur á móti, geymast yfir lengri
tíma án skemdar.
Hænsnafóður.
Um þeta leyti árs þurfa hænsn-
in ekki eins kröftugt fóður eins
og að vetrarlagi; en grænmeti er
þeim nauðsynlegt; ef þau ekki
hatfa aðgang að grasi, þá þyrfti
að rækta fyrir þau.kálmeti. Einn
hnefi af korni þrisvar á dag fyr-
ir hverja hænu, er mátulegt eða
20 pund af korni á dag fyrír
hverjar 100 hænur. Helzt ætti
kornið að vera af fleiri en einni
tegund, t. d. einn þriðji af hverju:
höfrum, byggi og hveitikorni. —
Hænsni fá leiða á sömu kornteg-
und til lengdar. —vÞeir sem hafa
nóg af skilvindumjólk og hleypa
henni í ost með sýru, geta sparað
sér korn, því í mjólkinni er mik-
ið eggjahvítuefni. — Annað, sem
hænsni ættu alt af að hafa að-
gang að, er grófur sandur (grav- 1
el), <og nógar skeljar (muldai*).
Sandurinn hjálpar meltingunni og
og er nauðsynlegur. úr skeljunum ’
myndast egg^askurn.
Hænsnalús og maur.
Hænsni, sem eru lúsug, verpa
ekki til lengdar. Til þess að eyði-
leggja lús, er lúsasmyrsl ((blue
ointment) einna bezt. Taka skal
hænurnar að kvöldinu, og maka
smyrslin undir 'báða vængina,
undir stélin og ofan á hausinn
(við hauslús)i, að eins lítið á
hvern stað. Þetta eyðileggur lús.
En það er meiri vandi að losast
við hænsnamaur (mites). Þessi
maur skríður á hæsnin á nótt-
unni og sýgur úr þeim blóð, ,en
heldur til í rifum og smugum á
daginn. Maurinn magnast ákaf-
lega fljótt í hitanum á sumrin,
og getur valdið því, að hænur
hætti alveg að verpa.
Til þess að lostast við maur,
verður að sprauta hænsnahúsið
með steinolíu eða sterku kreolin-
vatni. Taka skal alt út úr hús-
inu, sem lauslegt er, svo sem
hreiður, hænsnaprik o.s.frv. Svo
skal sprauta í allar rifur og smug-
ur, sem sjáalnlegar eru. Þetta
verður svo að endurtakast eftir
vikutíma, þegar mauraeggin ung-
ast út. Bezt er að sprauta
hænsnahúsin áður en maurinn
magnast.
Yeiki í hænsnum.
Þeir, sem hafa léleg hænsnahús,
missa oft hænsnin úr veiki, eink-
um á vorin. Ekki er til neins að
reyna að lækna hænu, sem verð-
ur veik; betra að eyðileggja hana
sem fyrst, því oft smitar hún heil-
brigðar hænur. Tæring er mjög
almenn í hænsnum, sem hafa
slæmt húspláss, saggasamt og
kalt. Þetta er merkið: Hænan
hættir að. verpav smá-tærist upp
þar til hún drepst. Ef þú kryfur
hana, þá munt þú sjá ljósleita
depla á lifrinni og innýflunum.
Missir þú margar hænur úr þessu,
er þér bezt að losa þig við allan
hópinn, því þessi veiki er mjög
smitandi, ef hún kemst í hænsna-
hópinn.
Stundum vill til að hænsni, sem
fóðruð eru ,á höfrum og byggi,
hætta að éta fyrir það, að þau
hafa úttroðinn sarp, einkanlega
ef þeim er gefið mikið bygg. —
Þetta má kalla uppþembu, og má
lækna hana með því að skera-upp
sarpinn og hreinsa alt úr honum,
sauma svo fyrir aftur með nál og
tvinna. Verður þá hænan jafn-
góð. Þetta orskast af því, að
neðra opið á sarpinum hefir
stíflast.
Hænsnahús.
Allir ættu að hafa sérstakt hús
fyrir hænsnin, en ekki að hafa
þau innan um gripi eða hross,
sem víða tíðkast. Húsið mætti
byggjast eftir fjölda hænsnahna,
sem þú hefir. Það þarf ekki að
vera fallegt eða dýrt, en verður
að vera bjart og loftgott; nægi-
legir gluggar þurfa að vera á
því, og ættu að snúa í suður. 1
ptaðinn fyrir gler, má brúka lér-
eft í suma þessa glugga; það
mundi gera húsið loftbetra. Það,
sem mest er um vert, er að húsin
séu björt og loftgóð, trekklaus og
laus við raka. Kuldinn að vetr-
inum gerir hænsnunum ekkert til,
ef þau hafa nó^ af strái að rusla
í, þá vinna þau sér til hita.
Góðar varphænur.
Það eru ekki góðar varphænur,
sem verpa að eins að sumrinu.
Það gerir hvaða hæna sem er.
Það er hennar eðli. En hænur,
sem verpa í vetrarkuldanum í
(Manitoba eins vel og á sumrin,
þær mætti kalla góðar varphæn-
ur. Þessum góðu varphænum er
nú sem óðast að fjölga, en hinar
lélegu að fækka, sem betur fer.
Sá sem byrjar á hænsnarækt,
verður að hafa góðan stofn, ann-
ars gæti það orðið honum stór-
iskaði. Bezt er að byrja með lít-
ið, en auka ef vel gengur.
Hænsnategundir.
Til varps eru Leghorn hænsni
í fremstu röð. Það má segja, að
þau séu reglulegar hænsnavélar.
En ókostúr er einn við Leghorn-
hænsnin, að þau eru mjög óstöð-
ug að vilja liggja á. Þau eru held-
ur smá, vigta frá 4 til 6 pund hver
hæna, en verpa furðustórum
eggjum. Þeir sem hafa Leghorn-
hænsni, þurfa að hafa aðrar hæn-
ur til að liggja á að vorinu, eða
þá útungunarvélar, sem er ómiss-
anlegt fyrir alla, sem stunda
hænsnarækt að nokkrum mun.
J. A.
I minningu um Mrs. G. Anthony
(Guðfinna Finnsdóttir), er dó 24.
júlí 1928:
Ástin þin,-—hún mér enn í hjarta
skín.
Ljósið bezt í lífi mínu,
Líknin flest í auga þínu
Brosti ætíð, móðir mín.
—iPrentað samkvæmt ósk barna
hinnar látnu.