Lögberg - 29.08.1929, Side 3
LÖGBERG PIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1929
Bls. 3.
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
BLINDUM KENT AD LESA.
Hafið þið heyrt sögtina um það, hvernig
blinda fólkinu var kent að lesa ? Hún er svona:
Það var einu sinni maður á Frakklandi, sem hét
Yalentine Hauy; liann var góður maður, og
hafði lengi hugsað um það, hvernig hann gæti
hjálpað blinda fólkinu, því það var þá margt á
Frakklandi. Hann var einu sinni á gangi utar-
lega í Parísarborg og mætti þar blindum
manni, sem bað að gefa sér eitthvað.
Hann kendi í brjósti um manninn, fór með
hendina niður í vasa sinn, tók þar upp pening
og fékk blinda manninum án þess að taka eftir
hvaða peningur það var. Svo 'hélt hann áfram.
Þegar hann hafði gengið spölkorn, kallaði
blindi maðurinn á eftir honum og sagði: ‘ ‘ Þér
hefir skjátlast, þegar þú tókst peninginn úr
vasa þínum; þetta er heill franki, sem þú hefir
gefið mér.” Maðurinn varð hissa á tvennu;
fyrst á ráðvendni blinda mannsins, og í öðru
lagi á því, að hann skyldi geta þekt peningana,
þó hann sæi þá ekki. “Hvernig hvaða pening-
ar það eru, sem þú tekur við?” spurði maður-
inn.
“Það er enginn vandi,” svaraði sá blindi.
“Eg þarf ekki annað en að renna fingrunum
eftir þeim, þá finn eg það.”
Nú datt Valentine nokkuð í hug: “ Ef blind-
ir menn geta þekt peninga með því að þreifa á
þeim, þá ættu þeir alveg eins að geta greint á
sama hátt mismun á myndum og stöfum og
teiknum — í stuttu máli hverju sem er, ef það
er aðeins upphækkað. ’ ’
Þetta kom honum til þess að búa til upp-
hækkaða eða upphleypta stafi, í því skvni að
kenna blinda fólkinu að lesa. Hann reyndi
fyrst að kenna þetta blindum dreng, sem lifði
á því að standa við kirkjudyr og betla. Dreng-
urinn lærði lesturinn ótnílega fljótt. Þegar
hann var orðinn fluglæs á þetta upphleypta let-
ur, sýndi Valentine hann í fjölmennu samkvæmi
og urðu allir frá sér numdir af undrun. Það
var álitið sem yfirnáttúrlegt fyrirbrigði, að sjá
drenginn lesa með fingrunum.
Síðan voru hafin almenn samskot og kom
inn fjarska mikið fé, sem Valentine Hauy varði
til þess að stofna fyrsta skóla til að kenna
blindu fólki að lesa.
% —Sig. Júl. Jóh. þýddi.
SKALDSKAPUR OG RAUÐGRAUTUR.
Það lá vel á okkur Tryggva litla einn morg-
un, þegar við vorum að enda við fjósaverkin.
Við vorum svo undur-glaðir, bæði af því, að
það var farið að líða að afmælisdeginum henn-
ar Maju litlu, en þá áttum við von á að fá sætt
kaffi með pöímukökum; auk þess ætlaði Ingi-
björg að gifta sig innan skamms, en þá áttum
við von á að fá hálfan, — já, ef til vill fullan —
dLsk af rauðgraut.
Við vorum að tala saman um þetta í mesta
bróðemi, þegar blessuð skáldskapargáfan kom
alt í einu yfir okkur. Fvrst af öllu ætluðum
við að yrkja afmælisvísur og brúðkaupskvæði,
því það var ekkert, sem meira lá á, þá í svipinn.
“Þú verður að byrja, ” sagði Tryggvi.
“Þá verður þú að botna,” svaraði eg.
Jú, Tryggvi hélt hann mundi reyna það.
Eftir litla stund byrjaði eg:
“Maja litla er mikið væn,
mun hún gefa kaffið”.
Tiyggvi botnar:
“Á afmælisdaginn er hún græn,
alt af laus við straffið.”
)
Þá byrjaði eg aftur:
“Ingibjörg er ærið há,
er sú snótin vitur. ”
Tryggvi botnar:
“Brúðar þegar bekknum á
býsna-fögur situr.”
Eg vil taka það fram, að saga þessi er sér-
staklega skrifuð handa þeim, sem geta orðið
hrifnir, bæði af fögrum skáldskap og góðum
rauðgraut. — Bernskan.
VÆNGIRNIR.
Það var ofsaveður. Stormskýin hringuðu
«ig, og drógust ýmist sundur eða saman, eins og
ánamaðkar. Það vom að eins efldir karl-
menn, sem hætfu sér út í þetta veður, því að
þeir þurftu að fara út í fjárhúsin.
■'Stúlkumar sátu inni við ullarvinnu. Þær
voru að kemba, spinna og prjóna, en við
Tryggvi litli vomm mjög makindalegir að tæja
tdl.
“Eg held eg verði að biðja ykkur, drengir
naínir, að mala þenna komhnefa fyrir mig,”
sagði húsmóðirin, um leið og hún kom inn með
fcorn í skál. Við Tryggvi tókum við kornino og
fórum fram í eldhús. Þar stóð kvörnin í horn-
ínu, og við fórum að mala.
“ö, hvað það væri gaman,” sagði Tryggvi
Htli, um leið og hann náði korai í hnefa sinn og
^ét í kvömina. Það var eins og hann væri að
tala við sjálfan sig.
“Hvað væri gaman?” spurði eg forvitinn,
en Tryggvi vildi ekki segja. mér það, fyr en við
^rum búnir að mala. Það var svo ákaflega
umfangsmikið og háleitt málefni. Við þurftum
að tala um það í góðu næði.
“Gúði, bezti, segðu mér nú, hvað þú ert að
hugsa um,” mælti eg, þegar við vorum búnir
að mala kornið.
Tryggvi setti nú upp liinn mesta ispekings-
svip, stakk báðum höndum í buxnavasana, og
hóf mál sitt á þessa leið: “Svo er mál með
vexti, að eg hefi lengi verið sannfærður um
það, að mennimir muni einhvern tíma geta
lært þá fögm list, að fljúga alveg eins og fugl-
arnir. Það er nú alveg áreiðanlegt, að við
gætum flogið, bara ef við gætum fengið nógu
stóra vængi.”
Eg hlustaði frá mér numinn á þenna gleði-
boðskap. Mér fanst eg varla koma við gólfið.
Eg var áreiðanlega að lyftast upp! Nei, nei,
eg var reyndar fastur við eldhúsfólfið enn þá,
en hvað var að marka það? Mig vantaði væng-
ina.
“Ó, eg get ekki liugsað til þess, að vera svona
lengur, að geta ekki flogið,” sagði eg og stundi
þungan.
“Vertu hægur Eg er nú einmitt að hugsa
um, hvernig við eigum að fara að því,” sagði
Tryggvi og klóraði sér bak við evrað.
“Eg vil fljúga undir eins,” svaraði eg ó-
þolinmóður, og ypti öxlum. “Nvi er veður til
þess. ”
“Já, það er alveg satt,” sagði Tryggvi
glaður í bragði. “Eg skyldi ekki vinna mér
léttara verk en að fljúga í þessum ágæta
stormi, ef eg hefði vængina.”
“Þarna em nógir vængir,” sagði eg*og benti
á stóra hrúgu af rjúpnavængjum, sem íágu á
potthlemm í einu eldhússhorninu.
“ Já, það er alveg satt,” svaraði Tryggvi,
og sigurbros lék um varir hans.
“Eg held þeir verði of litlir, ” sagði eg um
leið og eg tók fyrsta vænginn upp í hendina.
“ Taktu þá sex vængi eins og eg,” sagði
Tryggvi.
Eg varð nú hálf-hræddur, þegar eg heyrði
hvemig stormurinn 'hvein og beljaði úti fyrir.
“Manstu ekki eftir feðgunum, sem ætluðu
að fljúga yfir stórt haf?” spurði eg. “Dmkn-
aði ekki sonurinn í sjónum?”
“Hvað var að marka það?” svaraði Tryggvd,
“Þeir bræddu á sig vængina með vaxi, og það
bráðnaði í sólarhitanum, svo að sonurinn misti
vængina, en faðirinn komst þó lifandi vfir hafið.
— Það er ekki hætt við, að við missum væng-
ina, þegar við getum haldið svona fast á þeim
í höndunum. ’ ’ Um leið og Tmggvi sagði þetta,
kreisti hann vængina eins fast og hann gat.
Loks var þrautin unnin. Við vorum nú svo
undur glaðir yfir því, að við skyldum vera bún-
ir að læra þá fögru list, að fljúga eins og fugl-
arnir.
Við hneptum frá okkur jökkunum okkar og
þöndum þá út, svo að \mngjatakið yrði því
kröftugra; síðan lýkur Tryggvi upp bæjardyr-
unum og stekkur út á hlaðið. Hann hleypir sér
fyrst í hnút, hoppar siðan upp alveg eins og
hrafnsungi og baðar \ængjunum. Eg stökk út
á hlaðið á eftir Trvggva og lvfti mér til flugs,
alveg eins og hann. Nú, það»var ekki að sökum
að spyrja: við vorum þama í einni svipan
komnir á þá fleygiferð, að það var ekki nema
fyrir fuglinn fljúgandi að fylgja okkur eftir. .
Okkur til mikillar skapraunar snertum við samt
jörðina við og \úð, livemig sem við böðuðum
vængjunum.
Stormurinn feykti okkur áfram eins og
fisi, og var hvað eftir annað nærri búinn að
kasta okkur um koU, svo að mér fór ekki að
lítast á blikuna, Eg ætlaði nú ekki að fljúga
lengra í þetta sinn, en mér var ómögulegt að
stöðva mig, því að ofsinn var svo mikill.
Mér fór ekki að verða um sel, þegar eg sá,
hvar Tryggvi lá endilangur á balanum fyrir
framan mig. Hann hafði dottið og mist alla
vængina sína. *
“Eg verð að fljúga yfir Tryggva,” hugsaði
eg, þvi að mér var ómögulegt að víkja til hlið-
ar. Eg neytti minna síðustu krafta og baðaði
vængjunum, eins og rjúpa, sem flýr undan val,
en alt var árangurslaust. Eg rak tærnar í
Tryggva, þegar eg ætlaði að fljúga yfir hann,
og féll til jarðar. Vængirnir mínir fuku út í
veður og vind, og eg hefi aldrei séð þá síðan.
Nú var eftir þyngsta þrautin, og |iað var
að komast heim aftur. Við skriðum á höndum
og hnjám heim í hjallinn fyrir sunnan bæinn.
Þar ætluðum við að kasta mæðinni. En alt í
einu sviftir stórviðrið nærri hálfu þakinu af
hjallinum. Þvottur var þar mikill, og fauk
hann nú eins og fjaðrafok í allar áttir. Við
urðum svo hiæddir, að við þorðum ekki að hald-
ast þama lengur við, og skriðum því heim
hlaðið. Þegar við loksins komum inn í bæjar-
dyrnar, vorum við eins þreyttir og farfuglar,
sem búnir em að fljúga langar leiðir.
Við sögðum frá því, að þvotturinn væri að
fjúka, þegar við komum inn. Stúlkumar stukku
æpandi út í ofsann, að elta þvottinn; var okkur
Tryggva þá skemt, þegar við horfðum á þær
út um gluggann. Okkur virtist þær nú fljúga
eftir öllum vonum. Það var ekki von, að aum-
ingjamir gætu flogið hærra svona fyrst í stnð.
Það var farið að skyggja. Húsmóðirin kall-
aði.á okkur börnin; því hún ætlaði að spila
nokkur lög á orgelið, og lofa okkur að svngja
með. Litlu dæturnar liennar stóðu brosleitar
við aðra hlið hennar, en við Tryggvi við hina.
Hún kveikti á gerti, opnaði svo nótnabókina og
byrjaði að spila og syngja þetta alþekta lag:
Vængjum vildi‘ eg berast.
Við Tryggvi litli vorum ekki vanir að
syngja af tilfinningu, ert í þetta sinn lá við
'sjálft, að okkur vöknaði um augu, þegar við
sungum:
Vængjum vildi! eg berast
í vinda léttum blæ,
djarft um fjöll og dali,
og djúpan reginsæ.
Vængjum líða’ í lofti,
við ljósbjart sólarhvel.
Vængjum sælum svífa
með sigri’ yfir líf og 'hel.
—Bernskan.
SNJÓBRÚIN.
“Þetta bréf er frá henni Laugu minni,”
sagði mamma. Hún reif bréfið upp og fór að
lesa það.
“Mér líður vel, L. S. G. og allir eru góðir
við mig. En enginn veit hvað átt hefir, fyr en
mist hefir. Ó, eg vildi að eg hefði verið þér
betri og eftirlátari, meðan eg var hjá þér, elsku
mamma mín.”
Þetta er það eina, sem eg man úr bréfinu.
“Hvað er að tarna?” sagði mamma angur-
vær. “Það hafa fallið dropar á bréfið. Ann-
að hvort eru það vatnsdropar — eða tár.”
Og tár hafa það verið, því að hvernig getur
nokkurt barn, er verið hefir undir handarjaðri
ástríkrar móður, dulið tárin sín, þegar það
verður að fara til vandalausra fyrsta skifti.
Tveim dögum síðar lagði mamma land undir
fót og fór í kynnisför út að Gröf til að finna •
Laugu, og eg fékk að fara með henni..
“Taktu ofan, góði minn, og lestu bænirnar
þínar,” sagði mamma, þegar við komum út fvr-
ir túngarðinn.
“Á eg að fara að lesa bænirnar mínar í
svona góðu veðri?” sagði eg. “Vertu alveg ó-
hrædd, mamma. Eg rata hérna út að Gröf.”
“Það er sama. Það getur alt af eitthvað að
höndum borið. Mundu eftir því sem hann Hall-
grímur Pétursson segir, sá blessaður guðsmað-
ur:
Lausnarans venju lær og halt,
Lofa þinn guð og dýrka skalt;
bænarlaus aldrei byrjuð sé
burtför af þínu heimili.
Það var sólskin og blíðviðri, enda þiðnaði
snjórinn óðum. Mamma stiklaði á þúfnakoll-
unum, en eg þræddi hverja laut og óð elginn í
mjóalegg.
Eg Ibar dálítinn poka á öxlinni. 1 honum
voru orlofsgjafir, sem mamma ætlaði að gefa
Laugu. Poka-skömmin var mér fremur til ama;
það er lítið, sem gangandi mann munar um.
Nú segir ekki af ferðum okkar, fyr en við
komum á 'hlaðið í Grö'f. Eg barði þrjú högg á
bæjarþilið með prikinu mínu. Hundarnir fóm
að gelta og spangóla í göngunum, og í því bili
kom lítil stúlka á rauðum kjól fram í bæjar-
dvrnar. Þessi litla stúlka var systir mín.
“Ó, guði sé lof!” sagði hún, þegar hún sá
■hverjir komnir voru. Henni vöknaði um augu
af gleði. Fyrst kysti hún mömmu, svo mig.
í þessum svifum kom húsmóðirin út á hlað-
ið. Hún bað okkur mömmu að ganga í bæinn.
i Svo voru dregin af okkur vosklæðin og við
fengum þurra sokka. Eins og lög gera ráð fyr-
ir, var okkur boðið að vera um nóttinua.
Við systkinin vorum svo undur-glöð yfir
því, að fá nú að sjást og talast við. Enginn má
ætla, að okkur hafi ekki þótt vænt hvom um
annað, J>ó að okkur loemi ekki ávalt sem bezt
saman, meðan við vorum samtíða. t rökkrinu
fórum við að segja hvort öðm frá ýmsu, er á
dagana hafði drifið, frá því við skiídum. Eg
sýndi henni fallega vasahnífinn, sein eg hafði
fengið fvrir upptíninginn minn. Og svo sagði
eg henni þessa sögu:
Einu sinni sá eg ofur-litla mús úti á víða-
vangi og fór að elta hana. En mýsla gerði mér
heldur en ekki grikk. Hún hljóp upp á buxna-
skálmina mína. Og svo fóm leikar, að eg varð
feginn að losna við liana. ^
Systir mín sagði mér meðal annars frá því,
þegar vermennirnir komu að Gröf og báðu að
að gefa sér að drekka. Hún bar þeim fleyti-
fulla mjólkurkönnu og þeir sögðu, að hún væri
l>æði falleg stúlka og góð. Því gat hún aldrei
gleymt.
Daginn eftir fór mamma að búast til heim-
freðar. Systir mín fylgdi okkur á leið og kvaddi
okkur grátandi. Fögur voru þau huggunarorð,
sem. mamma 'hvíslaði þá í eyrað á henni. —
Við mamma komum að Jörfa. Þar var gam-
an að koma. Við fengum sætt kaffi með lumm-
um.
Helgi gamli tók stóran staf sér í hönd og
kvaðst ætla að fylgja okkur fram að henni
Dalsá.
“ Jæja, þú segir vel um það,” sagði mamma.
Það var breið snjóbrú á ánni, þar sem við
komum að henni. Hún var traust að sjá. Eh
Helgi bað okkur að fara varlega, því að “veik-
ur er vorísinn”, sagði hann.
Hann var í þann veginn að stíga út á snjó-
brúna, þegar ’hún féll niður í ána með dunum
og dynkjum.
Seint mun eg glevma því augnabliki. Helgi
gamli féll á bak aftur í snjóinn, mamma hljóð-
aði upp yfir sig, en eg starði agndofa á eftir
snjóbrúnni, er barst með straumnum og livarf
eins og draumsjón eða brigðul von.
/po<rz>oczi:
aoQorrSo<--»«<-
Proíessional Cards
50CZ30CZ>0CU>ÍKÍ/
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldfr. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Helmili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnlpeg, Manitoba. H. A. BERGMAN ísl. lögfræSingur. Skrlfiitafa: Room 311 McArtbor BuUdlng, Portag* At*. P.O. Boz 1656 Phonea: 26 849 oc 36 149
LINDAL, BUHR &STEFÁNSSON lalenzklr 18gfrœ8ingar. 1(6 Maia St. Tala.: 34 911 P«ár hafia atamig akrlfatofur aS L.undar, Rivarton, Gimli og Pímc og «ru þar aS hltta á aftirfyld- andi tlmiam: Lundar: Fyrata miSvikudag, Rivorton: PyTata fimtudac, Gimll: Fyrata mt8rtkudag, Piney: priBJa föatudag I hrerjum mAnuSi
DR 0. BJORNSON 216-220 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Helmill: 764 Victor St., Phohe: 27 588 Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Helmlli: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba.
J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B.. LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaðor. Rosevear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbra. Winnipeg, Canada Sími: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyma nef og kverka sjúkdöma.—Er a5 hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Helmlll: 373 River Ave. Tala.: 42 691
JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg. Main St. south of Portage Phone: 22 768
DR. A. BLONDAL Medlaal Arta Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sími: 28 180
G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lðgfræðingur Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587
Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask.
%
A. C. JOHNSON •07 Confaderatlon Llfe BAds. WINNIPBG Annaat um faateignir manna. Tek- ur a8 sér a8 úvazta sparifé fúlks. Selur eldsábyrgB og blfrei8a ábyrgB- lr. Skriflegum fyrirspurnum svaraO sametundls. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasfml: 33 328 .. — '
J. J. SWANSON & GO. limited 601 Paxis Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja húa. Útvega peningalán og elds- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349
A. S. BARDAL S48 Sberbrooke 8b Selur llkklstur og annaet um ttt- Éortr. Allur útbúna8ur att becML Ennfremur eelur hasn tllrtani minnisvartta. og Legatelna. Skrifstofu tals. 86 607 , Helmllia Tals.: M IOI
Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Miining Exchange 356 Main St. Winnipeg
ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn i garð, og ættuð þér því að leita til min, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Simi 71 89®
DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Simi 30 877
Dr. C. H. VR0MAN Tannlaknlr (05 Boyd BuUdlng Phone 3« 1T1 WINNIPEG.
G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriOja hús norOan vlB Sarg.) PHONE: 88 072 ViOtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 a. h. ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-sölnhúsið æm þeeel borg befir nokkum lima haft iniaii vébanda slnna. Fyrii-take mé.ltí8ir, ekyr, pbnnu- kfikur, rullupyOsa og þjöRi-sekale- kaffL — Utanbæjarmenn ftt att ttvalv fyrst hremlngu tt WKVJEXi CAFK, 191 Sargent Are ffinnl: B-8197. Rooney Stevens. elgandt.
DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg
SIMPS0N TRANSFBR Vermltt mefi egg-A-dsg hansn&ffiSur. Annast einnlg um allar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg
Helgi gekk með ol :kur niður með ánni og
vísaði okkur á gott vað.
Þá sagði eg: “Vertu ekki að vaða, mamma
mín eg skal bera þig yfir ána.”
“Þú getur það ekki, góði minn,” sagði
mamma brosandi.
Eg hljóp að henni og þreif hana á loft, hvað
sem hún sagði. En byrðin var mér of þung.
Eg varð að sleppa takinu, svo að mamma var
nærri dottin. Mér lá við að grenja, en harkaði
þó af mér.
Við kvöddum Helga gamla með mestu virkt-
um. Svo óðum við yfir ána. En þegar við
komum upp á holtið hiu mmegin árinnar, þá
brá mamma\svuntuhorninu upp að augunum og
mælti:
“En sú guðs mildi, að snjóbrúin skvldi
hrvnja, áður en við stigum út á hana. Þarna
geturðu nú séð, góði minn, hvað það er nauð-
synlegt, að biðja Guð að vemda sig, og vera
með sér við hvert fótmál.”— Bernska-n.