Lögberg - 29.08.1929, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.08.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1929 BU. 1. Skógrœktarhugmynd ÞjóÖræknisfél. og fleira Á síðastliðnum vetri mun aðal- deild Þjóðræknisfélagsins í Win- nipeg, Manitoba, hafa rætt um það, hvað Vestur-íslendingar gætu bezt gert gamla landinu til gagns og sóma og um leið minnisstæð- ast, er þeir heimsæktu forna átt- haga, 1930. Eftir fundargerðum deildarinnar að dæma, sem birzt hafa í báðum vestur-íslenzku blöð- unum, Lögbergi og Heimskringlu, mun það vera rétt, að maður að nafni Björn iMagnússon, hafi stungið upp á, að æskilegast og bezt í þessu tilliti væri, að Vest- ur-íslendingar plöntuðu skógi á fslandi. Þessari uppástungu virðist hafa verið tekið lofsamlega, sömuleið- is náð talsvert spennandi umræð- um í þinginu, er þeir svo kalla. Síðar mun hafa birt svo mjög yfir hugmynd þessari, að einhverjir fóru að haft orð á því að klæða landið skógi. En svoleiðis orðatil- tæki gefa strax til kynna, hvaða þekkingu þingið hefir haft yfir að ráða í þessu erfiða og kostnaðar- sama fyrirtæki, er hér um ræðir. Ekki er nú beðið um lítið, sagði karl, er var að lesa um þetta tií- stand í blöðunum litlu síðar. Hug- mynd þessi er þar fyrir góð, eins langt og hún nær. Hvar myndi sá íslendingur finnast, er ekki myndi gleðjast yfir því að sjá gamla landið klætt skógi, eins og og það er og 'hefir lengi verið eitthvað svo bert og nakið. — Já, það ^r sannarlega smellin uppá- stunga þetta, að klæða ísland skógi, án þess að bæta því við: ef mögulegt reyndist. Nei, það þurfti svo sem ekki að taka það fram, hvað náttúruskilyrði á gamla Fróni gætu lagt til verksins. Orðatiltækið, að klæða landið skógi, virðist hafa töfrað þingið svo mikið, að það hafi gleymt öllu öðru þessu fyrirtæki viðkomandi. Það er ekki lítils um vert, að fá svona lagaðar sveiflur (vibration), á ræðupall, og þurfa ekkert að hafa fyrir að brjóta þær til mergj- ar, eða íhuga þær fyllilega. Hér er þó um atriði að ræða, sem yrði mjög langsamt og ef til vil tor- sótt að meira og minna leyti, að klæða landið skógi, þótt bæði lofts- lag og jarðlög væru miklu hag- stæðari, en þau virðast vera gagn- vart skógrækt á íslandi. Hugsanlegt væri það, þótt á- rangur yrði þolanlegur með því að trjáplanta haganlegustu bletti á landinu, mætti þó gera ráð fyr- ir því, að eitthvað af tilraunum þeim mishepnúðust, bæði af van- kunnáttu við plöntunina og fleiru, er kemur þar til greina; ef t. d. undir-jarðvegurinm er óhagstæð- ur og hafi sprungulausar klappir, þó þær liggi á 10—20 feta dýpi, þá segir það til, þegar trén eru orðin 6—8 ára gömul í því jarð- lagi; þau fara þá að sýna merki þess leiðis, að þau muni ætla að deyja. Við því er þá ekkert hægt að gera, það er þá bara töpuð til- raun. Þetta orsakast af því, að klöppin fyrirbyggi þei mað ná í sitt næringarefni, þegar þau fara að þarfnast fyrir að ná því neðan að. ^etta er sannað af reynslu, og kemur loftslaginu ekkert við, og þetta gildir jafnt allstaðar, því það er allstaðar sama aðferðin gildandi við trjáplöntun, eins og Ameríkumenn segja: “Það er að- Svo Taugaveiklaður, að Hann Gat Ekki Unnið Dagsverk. Mr. W. A. Weller, Fulton, Mo., var orðinn taugaveiklaður og mjög máttfarinn af hægðaleysi. Hann vigtaði aðeins 117 pund. Eftir að hafa tekið úr tveimur flöskum af Nuga-Tone, skrifar hann: “Eg vigta nú 130 pund og • get unnið allan daginn án þess að verða þreyttur. Meltingarfærin eru í góðu lagi og eg er feitari en eg hefi lengi verið. Nuga-Tone hef- ir reynst mér ágætlega.” Nuga - Tone er ágætt til að hreinsa blóðið, styrkja taugarnar, og auka holdin. Það lœknar fljótt meltingarleysi, höfuðverk, svima, nýrnaveiki og blöðru sjúkdóma. Eyðir gasi í maganum, styrkir taugarnar, læknar svefnleysi, eyk- ur matarlystina og kemur heils- unni yfirleitt í gott lag. 1 mörg ár hefir Nuga-Tone veitt þúsund- um manna betri heilsu og meiri orku. Það fæst hjá öllum lyfsöl- um, og er fyllilega ábyrgst, að það reynist vel, eða peningunum er skilað aftur. Fáðu flösku strax í dag. Vertu viss um, að þú fáir Nuga-Tone. Eftirlíkingar eru ekki neins virði. CANADIAN NATIONAL HÓTEL í SASKATOON I eins ein aðferð til að gera hlutinn rétt, og sé hún fengin, þá er það stór trygging fyrir góðum á- rangri” Því er haldið fram, að allar trjátegundir dragi vöxt og viðhald sitt langt neðan úr jörðu. Einstaka tegund dregur að sér frá 200 feta dýpi. lEins er það með of mikinn vatnsaga í jörðu niðri, t. d. í blautum mýrum; hann get- ur gert það að verkum, að frá- skilja trén frá dýpi jarðarinnar og f valdið þeim dauða. Þetta er einnig sannað, og náttúran sýnir það all- staðar, þar sem svo til hagar. Af því er heldur aldrei hér í Ame- ríku neinstaðar skógur á mjög blautum mýrum, og ef það kemur fyrir, að í þeim vaxi nokkuð, þá er það svo lítið og dvergvaxið, að það er lítt teljandi. Séu mýrarn- ar ræstar fram, þá batna ástæður trjánna. En hér í landi allstaðar þar sem um skóglendi er að ræða, t. d. utan við mýrar, þar sem land- ið fer hækkandi, eru ef til vill beztu skógarrjóðrin. Sama gildir í nánd við stöðuvötn og læki og á áarbökkúm. Og svo yfir það heila tekið eru skógar miklu stærri og betri uppi í meginlöndunum, en þeir eru nokkurs staðar við sjáv- arstrendur. Sýnist þá loftið valda því mest, að því leyti, að þar er meiri selta í lofti. Það er sannað, að það er betra að yfirborð jarð- vegsins sé stórgrýtt, en að undir- jarðvegurinn sé það, fyrir allar trjátegundir nema hrís; hann get- ur vaxið án þess að ná í nokkurt dýpi til muna. Bezti jarðvegur fyrir trjárækt er sá, sem samanstendur af smá- grjóti og leir, sem hefir blendin efni í sér fólgin, svo sem kalkefni, móhelluefni, járnefni og gamlar leifar af steinrunnu timbri, eins og víða er í jörðu meðfram Kyrra- hafsströndinni, sérdeilis í Wash- ington, enda hefir það ríki haft beztu skógana. Þetta stór-fagra liótel, sem Canadian í Saskatoon, á að hafa yfir 200 svefntierbergi. National járnbrautarfélagið ætlar að byggja Verður bygging þessi stórkostleg bæjarprýði. Sé þessu líkur jarðvegur á ís- landi má ganga að því vísu, að skógur geti vaxið þar. En því miður mun það ekki vera, nema ef ske kynni á stöku stöðum, því landið er víða steinrunnið sem af- leiðing af eldgosum, og svo of mikið af blágrýti í jörðu og skriðu- fjöllum, og á þeim pörtum er ó- möguleg skógrækt. Það eitt fyr- ir sig tekur alveg af skarið með að hægt sé að klæða landið skógi. Það er að sönnu bágt, en við því er ekki hægt að gera. — Eg held helzt að hver og einn, sem þekkir út í skógrækt, mundi veigra sér við að .brúka jafn-sterkt ákvæðis- orð yfir skógræktar möguleika ís- lands, eins og oð segja eða skrifa að einhverjir ætluðu að hjálpa til að klæða landið skógi. Því fyr gæti nú talsverðu orðið áorkað. Hugsanlegt væri, ef ætti að koma upp skógi á íslandi, að landsjóður gengist fyrir því að mestu leyti; bæði fyrir það, að mikið fjármagn þyrfti til að fram- kvæma fyrirtækið og svo á sama tíma yrði þá stjórnin ábyrgðar- full fyrir eftirliti á skógræktinni, sem hefir svo mikið að þýða. Um leið gæti hún vakið áhuga hjá allri heimaþjóðinni. Því það eitt fyrir sig er stórt atriði. Aftur á móti, ef Vestur-íslend- ingar færu að leggja fram fé í fyrirtækið, og þótt þeir eðlilega gæfu landinu það, þá myndi það koma ef til vill ójafnt niður í sýslurnar og óvíst hvernig út- koma yrði á því. Gæti ef til vill vakið óánægju í einhverjum til- fellum. íslendingar yfirleitt sýn- ast ekki í flestum tilfellum geta fallist á neitt í einingu. Geta því ekki vonast eftir, að geta lýft þeim stóra steini, er stendur alla tíð, í minningu um mætustu krafta. — Aðgæzluverðast er þó í þessu til- felli, að það lítur helzt út fyrir, að skógur geti ekki vaxið á ís- landi, eins og er ástatt með jarð- lög þess nú á tímum. Þau eru sennilega mikið breytt við það sem þau voru á fyrstu árum, eftir að landið bygðist. Þó virðist vafa- samt, að landið hafi nokkurn tíma verið, sem maður geti sagt, klætt skógi. En góð skógarrjóð- ur á nokkuð mörgum stöðum, hafa þar vafalaust verið. En svo er ekki tilgangur minn með þessum línum, að fara út í það, enda sannað það ekki, að skógur geti vaxið þar nú, ef taka á tillit til þess, hvað hvað nátt- úrufyrirbrigði á íslandi hafa get- að áorkað á undanfarandi tugum ára, viðvíkjandi þarlendum trjá- vísi, sem tæpast er hægt að kalla öðru nafni, bæði með það að veita honum viðunanlegan þroska og skapa nýjan gróður. En því má ekki gleyma, að náttúran er alt af að leitast við að klæða löndin skógi, þar sem hún hefir óhindr- uð skilyrði fyrir því, og eftir þeim fyrirbrigðum sýnist vera óhætt að fara yfirleitt. Svo létt sýnist henni um þetta verk í sumum löndum, að eldar og eyðilegging af manna og dýra vðldum, geta ekki orkað að hindra hana frá því. í löndum, þar sem svona til- hagar, er öðru máli að gegna pn á íslandi, og í þeim löndum er hægt að sinna trjárækt með góð- um árangri. Þó eiga öll lönd inn- byrðissvæði, er náttúran sýnilega getur ómögulega klætt skógi, og veldur því óhagstætt jarðlag, en ekki það að fræ fjúki ekki yfir þau svæði, sérdeilis þar sem frum- skógar eru þó í nánd við þau. — Þessu hafa menn tekið eftir og er líka sýnilegt í öllum löndum. INáttúran ein virðist hafa skapað þessa frumskóga, án nokkurrar mannlegrar hjálpar, á svæðum þeim, sem engin jurtamold hefir verið, og gefur það því ótvírætt til kynna, að jurtamold er ónauðsyn- leg, ef dkki til hindrunar, nema í kring um heimaplötnuð tré (í gróðrarstöð)v meðan þau, eða öllu heldur fræið, er að mynda trjá- plöntuna. VIRKJUN SJÖSYSTRA-FOSSANNA f-j hér að ofan sýnir mannvirki þau hin afar-miklu, sem Northwestern Power ®«igiÖ er að láta g-era við Sjö-systra fossana. Er þar verið að koma upp einum þeim vold- gustu orkustöðvum, er þekst hafa á þessu mikla meginlandi. Nortliwestern Power ^ * * " - a&ið, er ein kvísl af Winnipeg Electric félaginu. Undir eins og tré eru þriggja ára, virðast þau þurfa að komast í samband við dýpri jörð, enda er þeim þá oftast plantað út. Menn verða að hafa það hugfast, að trjáviður hefir alt önnur vaxtar- skilyrði en jarðepli. Sumum mönnum hættir við að tala um al- mennan jarðveg og stara á jurta- moldina, þegar þeir ræða eða rita um skógrækt, og gefur það til kynna, að þeir menn hafa enga þekkingu á trjárækt. Það virð- ast svo mikil brögð að þessu, að maður gæti hugsað að sumir ís- lendingar hugsuðu sem svo, að ef Vestur-íslendingar flyttu með sér fullar töskur og ferðakistur af trjáfræi, um leið og þeir ferðuðust heim á hátíðina, að þeir gætu dreift því fræi um alt landið, og sagt svo, takið þið nú við því — og skógurinn yrði svo fullvaxinn þegar þeir legðu af stað vestur aftur. Þá ef til vill yrði hægt að kalla hann minnismerki, altént fyrst í stað, þangað til hann yrði höggvinn niður af landsmönnum. En þessu er ekki þannig varið. Tré í skógi er lengi að vaxa, og þarfnast eftirlits, ekki hvað síztl í illviðralðndum. Það bezta, sem Vestur-íslendingar geta gert, er að láta Austur-íslendinga eina um sínar skógræktartilraunir, en hugsa sér heldur að gefa landinu eitthvað annað í minningu um heimsókn landsins að ári. Hvern- ig væri að Vestur-íslendingar stofnsettu fiskiveiðafélag, keyptu sér t. d. einn togara til að byrja með? Það gæti orðið þeim og landinu til stór hagnaðar, og þá þá smá-aukið við sig útgerðinni síðar meir. Það gæti gefið bæði hlutaðeigendum og landinu miklu fljótari arð og um leið komið því til vegar, að yngri kynslóðVestur- íslendinga hefði meiri mök við landið í framtíðinni, og það þá hjálpað til að halda við íslenzk- unni þegar allir eldri íslendingar væri horfnir. Þetta væri hægt að skoða á sama tma sem minnis- merki, ef menn fengjust til að vera sannsýnir, og svo líklegt til að auka við það síðar meir. Eða, vildu Vestur-íslendingar heldur byggja veglegt hús og gefa landinu sem vinaminni. Eða vildu þeir skjóta saman og byggja vörðu úr steypu og stáli, sem væri líkleg til þess að standa í næstkomandi þúsund ár. Hún þyrfti þá að vera eins og 55 fet á hæð, svo hæð hennar svaraði til þess árafjölda, er vestur-íslenzka þjóðbrotið hef- ir dvalið vestan hafs. Hún gæti borgað fyrir sig sjálf með tíð og tíma, ef hún væri haganlega bygð. En það þyrfti að byggja hana þá í höfuðstað landsins, Reykjavík. Setjum sem svo, að hún væri 26 fet á kant neðst, halla henni svo þannig upp á fyrstu 15 fetunum, að hún yrði 18 og 18; síðan byggja alla aðaLhæðina 10 og 10 fet á kant, þar til full hæð væri fengin. Neðsta gólf vörðunnar mætti leigja út fyrir einhverja viðskiftastöð; hin loftin gætu verið fyrir ram- byggilega stálgeymsluskápa. í þeim mætti þá geyma ýms skjöl, er ekki mættu undir nokkrum kringumstæðum glatast, og gæti það að líkindum gefið vörðunni einhverjar inntektir. Svo mætti setja í 'hana fornaldar grúskið vhans Dofra, ef prófessorum á heimalandinu ekki hugkvæmdist að kaupa það, eða landinu sjálfu. Eg vildi sjá Þjóðræknisfélagið standa fyrir því, að byggja þessa vörðu, og eg vil sjá um leið, að allir Vestur-íslendingar fylgi því í þessu fyrirtæki einhuga og ó- sundurliðaðir. Engum getur blandast hugur um það, að svona varða sé ekki minnisvarði. Hún gæti haft svo margt sér til ágæt- is, þó hún yrði ekki stærri eða hærri, en eg hefi tiltekið h.ér að framan, og með því að neðsta hæðin hefir 8 feta breiðan stall alt kring um efri part vörðunnar, þá gæfi hann álitlegt rúm fyrir 4 myndastyttur, sem mætti setja þar síðarmeir. Einnig mætti líma á hana gljáplötur síðar, n. 1. það mætti skreyta hana að mörgu leyti í framtiðinni, svo að síðar gæti hún þá orðið aðdáanlega falleg, og það á einmitt svo vel við Vestur-íslendinga, því þeir eru langt um smekkmeiri bygg- ingamiestarar en bræður þeirra á gamla Fróni.. — Einnig langar mig til að sjá sveiflu-lukt á toppn um á vörðunni til að lýsa raeð eftir flugvélum, er kæmu vestan frá Ameríkú á næturjæli, og eins til að skreyta Reykjavík með Ijós- geislum við og við á kveldin. Yrði því ávalt vel tekið. Eg er svo heillaður af þessari vörðu-hugmynd minni, að eg myndi byrja hana af eigin pen ingum mínum, ef eg væri ríkur maður. Hún þyrfti ekki að kosta meira en 20 þús. dali, og það ætt- um við, allir Vestur-íslendingar, að geta skotið saman, okkur að bagalausu, eða þá að selja hluta- bréf. Það væri eins álitlegt, að eiga hluti i vörðunni, eins og láta þá liggja á sparisjóð. Hluta- bréfin mætti alt af selja, þvi allir vildu eiga sem mest í vörðunni. Svo gætu þau gengið í erfðir. — Eg býst við, að Þjóðræknisfélag- ið hefði marga stóra hluthafa í vörðunni, og ef til vill gæfi alla sína fyrirhöfn að standa fyrir verkinu. Eins væri því trúandi fyrir því, að leita álits þjóðarbrotsins, ef eitthvað kæmi fyrir vörðuna. Það þyrfti. ekkert að auka við sig hér vestra nefndum, og ekkert áríð- andi að hafa sama formanninn fyrir vörðubyggingunni, og þeir hafa nú fyrir heimferðarnefnd sinni. Að endingu langar mig til að taka það fram, að komi það á daginn, að varða þessi verði bygð, þá vil eg hafa hana svo traust bygða, að líkindi séu fyrir því, að hún standi eins lengi og langt er síðan að Kristur frelsaði hina fátæku konu, er mennirnir ætluðu að grýta. Los Angeles, Calif., 9. ág. 1929. Erl. Johnson. iimiimimminiúiiitiini GOTT FYRIR BÖRN Og FULLORÐNA OGILVIE WHEAT HEARTS BEZTI MORGUNMATUR | 1 CANADA iiiimuniinmn)niuim>mimin>iinuii'iniinnil»imMi'M»l^ LITBRIGÐI SJAVAR Miðjarðarhafið er stundum kall- að “bláa hafið”. En það er nú samt engan veginn alt af blátt og höfin eru yfirleitt misblá. Mið- jarðarhafið getur verið “dimm- blátt djúp”. Það getur verið margt, sem litnum veldur. Salt- megnið er eitt; því saltari sem sjórinn er, því blárri er hann, því blandaðri sem hann er ósöltu vatni, því grænni verður hann. En litblænum veldur líka himin- inn yfir sjónum of loffchitinn og enn fremur sjávarbotninn, þar sem grunnsiævi er. Norðursjór- inn er t. d. grunnur, en hann er grænleitur. Það kemur af því, að gului eða hvítu ljósi slær frá grunninum. En sjávarbotninn er margbreytilegur og veldur ekki alt af græna litblænum. í Loanga-flóa á vesturströnd Afríku, er hafið t. d. blóðrautt. Þar er sjávarbotninn dökkrauður og slær lit á flóann, því að hann er grunnur. Er hitt eins títt, að litur sjávar breytist af því, sem út í hann berst með vötnum. Guli liturinn á Gula hafin.u austan við Kína, hefir gula litinn af gula leiruum í Hoanhofljótinu (Gulá)i. En stundum er líka mergð af ör- smáum lífverum í sjórium, þör- ungum eða smádýrum, eins og t. d. í Raúðahafinu, og setja þau þá sinn litblæ á sjóinn; oft stór svæði út um höfin; sumstaðar get- ur hann verið grænn eins og smjörviðar aldini, annars staðar mjólkurhvítur, og enn annarsstað- ar dökkrauður af sömu ástæðu. Á eynni Capri í Miðjarðarhaf- inu, við vesturströnd ltalíu, er hinn nafnkunni Bláhellir. Blám- inn inni í hellinum kemur af því, að sólarljósið verður að brjótast gegn um yfirborð sjávar á all- löngu svæði, eins og í gegn um blátt gler væri.—Hmbl. Ef þú ert að reisa nýtt heimili eða endurbæta hitunina Pá borgar sig fyrir þig að skoða LOFTHITUNAR- VÉLINA Ábyrgst að hita upp húsið fullkomlega Þessi fullkomna og eldiviðarspara hitunarvél er úr steypujárni og sérstaklega lög- uð fyrir canadisk linkol. Sérstakur kostur á henni er lofthólfið, er flytur allar gasteg- undir úr kolunum og yfir eldinn og brennnir þær svo að eigi er sprengingu að óttast, en hitamagnið aukið að mun. Aðrir kostir eru: loft lokurnar, sem varaa hita út í strompinn; kolapotturinn, sem er fóðraður innan með pottjárni; kolaristin, er með hægu móti má taka úr, og að til allra stykkja ofnsins má ná til að hreinsa þau. Valið efni vélarinnar tryggir ævarandi endingu. Símið til Ofndeildarinnar, og Með 18 þuml. Eldhólfi og jámklæðningu umboðsmaður Eatons veitir yður upplýsingar arinnar uppsettrar í húsinu. um verð vél- Með 20 þuml. Eldhólfi og jámklæðningu Með 23 þuml. Eldhólfi og jámklæðningu. $80.00 $92.50 $103.00 Vér setjum upp hitunavélana líka. Lánskilmálar gefnir, með mjög vægum afborgunum. Stove Section, þriðja gólfi, Portage T. EATON C WINNIPEG O LIMITED CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.