Lögberg - 19.09.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1929.
Bls. 5.
MARTIN & CO.i
AUGLÝSA SÍNA
9. ARLEGU UTSOLU
af tilbúnum kvenfatnaði og furkápum
Á þessum árlegu útsölum '
bregst oss aldrei, að eignast marga ánægða viðskiftavini vegna
vors framúrskarandi lága verða. í þetta sinn
er verðið lœgra en nokkru sinni fyr
Einmitt sá tími árs, sem vér höfum mest og fullkomnast úrval
af allskonar nýjustu gerð fatnaðar fyrir haustið og veturinn.
SAMHLIÐA FRAMÚRSKARANDI LAGU VERÐI
BJÓÐUM VÉR YÐUR
Allra hægustu borgunarskilmálar
NIDUR
Sendum vér yður af þeim fatnaði,
sem vér auglýsum (að furkápum
undanteknum)). Afgangurinn í smá-
um mánaðar afborgunum,
Eða fyrir
geymum vér hvaða klæðn-
að sem er, þangað til
seinna.
KOMJÐ SEM FYRST
|Hér að neðan getum vér aðeins fárra af'kjörkauptm þessarar útscit:
Sérstaklega vandaðar bláar Chinchilla
yfirhafnir, með Thibetine kraga,
belti á baki eða í kring.
Verðið er nú á n —
Útsölunni ...............
Tweeds, allir litir. Ljómandi fallegt
Skinners Satin fóður og gorgeous
furskreyttar. a r
Verð á útsölunni......... Jp^JD.UU
YFIRHAFNIR ÝFIRHAFNIR YFIRHAFNIR
Nú er timinn að velja yður yfirhöfn.
Tweeds, Velours og Duvetyns. Stærstu
fur-kragar og uppslög.
Verð á Útsölunni ......
$29.50
Yfirhafnir gerðar úr úrvals efni. Fall-
egasta gerð, Skrautlegar og óbrotnar
randir. Skreyttar með skunk, rat, lynx
og oppossum.
Verð á Útsölunni ....
$59.50
Chamois fóðraðar yfirhafnir úr Vel-
ours og Duvetyns. Allir litir. Stórir
fur kragar og uppslög. Þola misjafna
meðferð.
Verð á útsölunni ......
$35.00
Sterkar vetrar yfirhafnir úr Broad-
cloths. Mjög stórir kragar og uppslög
úr French Beaver, Sable Opossum og
Taupe Opossum.
Verð á Útsölunni .....
$39.50
FUR-YFIRHAFNIR
SÉRSTAKLEGA
HÆGIR
^I'S^hðrskllniðlEr Afgangurinn í mjög hægum mánaðar afborgunum, jafnframt
10% út í hönd Þér brúkið kápuna-
Og
SÉRSTAKLEGA
HŒGIR
borgunarskilmálar
10% út í hönd
ORVALS MUSKRATS
Létt
$265
Eitthvert endingarbezta fur. Létt en
sérlega fallegt. Skinnin
ágætlega samvalin.......
LJÓMANDI SEAL KAPUR
: uppslög-
$169
Skreyttar með Sable kraga og uppslög-
um. Skinnin eru lóðrétt
og fara þannig bezt.......
Agæt fyrir telpur og skólastúlkur. —
Framúrskarandi hlý ÍCK
og endingargóð ..........
FURKAPUM HALDIÐÍ LAGI í HEILT ÁR KOSTNAÐARLAUST.
GOAT og WOMBAT
MIKIL KJÖRKAUPA KJÓLUM
— Fallegar gerðir —
Vel frá þeim gengið og tilbúnir úr Satin, Flat Crepes, George ttes og Crepes de Chine. Gerðir: Flares, Tiers, Side Drapes
og Pleates. Síðustu litir á haustkjólum.
$12-75 $15.75 $10.75 $24-75 $24-75 - $29-50 $35.00
KARLMANNAFATNADIR
AÐEINS ÞRJO AF VORUM MIKLU KJÖRKAUPUM
ALFATNAÐIR
Fötin eru einlit, Navy blá, Herring
bone, svört og blá, með fallegum rönd-
um. Einhneptar eða tvihneptar treyj-
ur, tvíhnept vesti og buxur með fell-
ingum.
Verð á útsölunni _ _
FÖT SEM VJER ABYRGJUST
$35.00
YFIRHAFNIR
Ljósleitar og dökkleitar. Yfirhafnir,
sem þola misjafna meðferð og halda
þó laginu.
Verð á árs útsölunni
$19.75
HVER YFIRHÖFN
ER VEL GERÐ
Blá Chinchillas. Ágætis yfirhafnir
fyrir verðið. Sumar víðar, aðrar
þrengri.
Verð á árs Útsölunni
Það er þægilegt að borga smátt og smátt
$35.00
2nd FLOOR
WINNIPEG PIANO
BUILDING
Búðin opin til kl. 10 á laugalrdögum.
Martin & Co.
PORTAGE
and
HARGRAVE
EASY PAYMENTS LTD.
Bréfaskifti
milli
íslenzkra unglinga austan
•hafs og vestan.
Fyrir löngu síðan datt mér í
hug, að einn hlekkur til að tengja
vestur-íslenzka æsku við land
feðra sinna, gæti verið sá, að
ungmenni hér vestra skrifuðust á
við ungmenni á lslandi. Eg leit
svo á, að þetta gæti orðið báðum
hópunum til gagns og gamans.
í þessu máli fór fyrir mér eins og
svo oft endranær, að góð hugmynd
kafnaði í annríki eða þá einhverju
mér síður til sóma. Síðast liðinn
vetur fastréð eg samt að láta
þetta verða að einhverri tilraun
til framkvæmda. -Sagði eg nem-
endum Jóns Bjarnasonar skóla
frá því og bað þá að skrifa bréf
til einhvers á íslandi. Það var
gjört. Sumir skrifuðu sérstökum
skyldmennum eða öðrum vinum
og voru þau bréf þeim send; en
þeir, sem ekki vissu um neinn sér-
stakar^, skrifuðu einhverjum óá-
kveðnum. Sum þeirra bréfa sendi
eg til Akureyrar, en fleiri til
Reykjavíkur, og þar bað eg hr.
Sigurbjörn Á. Gíslason að koma
þeim til þeirra, sem vildu svara.
Hann brást vel við og gjörði meira
en eg bað; hann ritaði grein í
Morgunblaðið um þetta mál, og
hefir sú grein verið tekin upp í
Lögberg.
Greinin í Morgunblaðinu hafði
Ahrif, því eg er nú búinn að fá
undir 20 bréf frá unglingum á ís-
landi, sem óska eftir bréfaskrift-
um við vestur-íslenzka unglinga.
Sannarlega ber það vott um löng-
un æskunnar á íslandi, til að
kynnast frændum sínum hér
vestra. Sum bréfin bera sérstak-
lega vott um þann fögnuð, sem
fyllir sálir þeirra út af væntan-
legu tækifæri til að fá bréf frá
ungmenni á sínu reki hér vestra.
Þessa staðhæfing mína vil eg nú
sanna með því að birta hér ein
þrjú af þessm bréfum, án heimil-
isfangs eða nafns þess er skrif-
ar. Hið fyrsta hljóðar þannig:
“Kæru frændur!
Fyrir nokkru las eg grein í Morg-
unblaðinu eftir Ástvald Gíslason,
þar sem hann gat þess að ýkkur
langaði til að kynnast íslandi og
löndum þess. Mig hefir lengi
langað til að skrifast á við ein-
hvern í Ameríku; það er svo gam-
an að fá bréf og fréttir utan úr
heimi, já annað en það sem mað-
ur les í blöðunum. Hér gefst mér
gott tækifæri til þess og vona eg
að þið viljið skrifa mér og það
sem fyrst. Eg er 17 ára, er í verzl-
unarskóla íslands. Næsti vetur
verður einasti veturinn minn þar.
Mér er mikið gleðiefni að skrifa
ykkur um landið okkar.
Næsta bréf lýsir sama fögnuði
yfir væntanlegum bréfaviðskift-
um, en sú, sem bréfið ritar, er
hálfhrædd um, að íslenzkan Jienn-
ar verði ekki nógu góð. Þeir, sem
eru kunnugir hér vestra, eru óef-
að hræddari um ísleiizkuna á
bréfunum héðan. Bréfið er þann-
ig:
Rvík, 12—8—1929.
Að fá tækifæri til að kynnast
frændum sínum vestan hafs álít
eg betra en kærkomna afmælis-
gjöf; mig hefir alt af langað til
að skifta á bréfum við einhvern
úti í heimi, til dæmis Dani, því
þeirra mál hefi eg helzt getað
skrifað, en eg hoppa af gleði, ef
eg verð þeirrar gæfu aðnjótandi,
að fá að kynnast Vestur-íslend-
ingum, en eg er vondauf, því eðli-
lega verður að vera sem bezt ís-
lenzka á bréfunum, og í öðru lagi
bréfritarinn sæmilega ritfær, og
eg er vondauf um að eg hafi þessa
kosti til að bera; og þegar eg las
tilkynninguna í blaðinu, var eg
samt staðráðin í að reyna; mér er
alveg sama hvort það er piltur eða
stúlka, helzt ekki yngri en 17'—18
ára.
Eg bíð með óþreyju eftir svari.
Kær kveðja frá lslandi.
í þriðja bréfinu er ágæt leið-
beining til allra, sem vilja taka
þátt í þessum bréfaskriftum. Það
bréf er til mín, en með því sendir
bréfritarinn annað bréf til þess,
sem vildi skrifast á við hann. —
Bréfið er svona:
Mig hefir löngum langað til að
ná í bréfaviðskifti við einhvern
ungan frænda minn þarna vestra.
Þessu bréfi fylgir annað bréf, sem
eg vil biðja yður að afhenda ein-
hverjum Vestur-íslendingi, sem
er fús til að hafa samband við
‘gamla landið.” Eg er bráðlega
17 ára gamall og þætti mér vænt
CUNARD LINE
1840—1929
Elzta eimskipafélagið, sem siglir TrA Canada.
EDMONTON
1M Pinder Bloclc
SASKATOON
491 Lancaster Btdft.
CALGARY
270 Maln St.
WINNIPEG, Man.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs, Sví-
þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá
Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því aS ferðast
með þessari linu, er það, hve þægilegt
er aS koma viS í London, stærstu borg
heimsins.
36 Welllngton St. W.
TORONTO. Ont.
227 St. Sacrmment St.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir
NorSurlönd. Skrifstofustjórinn er
Mr. Carl Tacobsen, sem útvegar bænd-
um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og
vinnuíkonur, eSa beilar fjölskyldur.—
ÞaS fer vel um frændur ySar og vini,
ef þeir koma til Canada meS Cunard
línunni.
SkrifiS á ySar eigin máli, eftir upp-
lýsingum og sendiS bréfin á þann staS,
sem gefinn er hér aS neSan.
öllum fyrirspurnum svaraS fljótt
og yður aS kostnaSarlausu.
um, ef að hann eða hún yrði á líku
reki.
Enn fremur er vert að geta
þess, að eg er alger bindindis-
maður á vín og tóbak. Hefi gam-
an að söng og hljóðfæraslætti.
Á vetrum er eg á Gagnfræða-
skólanum á Akureyri (hann tel-
ur 150 nemendur). Hefir hann
réttindi til að veita stúdentspróf.
Ef það væru einhverjir, sem
æsktu eftir bréfasambandi við
nemendur úr þeim skóla, þá er eg
fús til að koma þeim til einhvers,
sem myndi taka þakklátur á móti
þeim. Gott væri, ef þeir nemend-
ur yðar vildu geta aldurs og ein-
hvers þess, sem þeir hafa hug á,
til þess að eg geti tekið tillit til
þess í vali mínu.
Eg hlakka til þeirrar stundar
þegar frændur og vinir mínir að
vestan stíga af fleyi hér á land til
að dvelja hér um stund.
Eg slæ nú botninn í þetta og
vona, að þér verðið við bón minni.
Eg óska yður og skólanum allra
heilla um ókomna daga og lifi í
þeirri von, að hann verði orjufan-
leg stoð ög stytta undir þjóðerni
voru og tungu.
Þó þessi tilraun til bréfasam-
bands hafi byrjað í skólanum sem
eg stýri, vil eg gjarna gefa öðrum
kost á því að njóta góðs af. Þeir,
sem óska eftir að taka þátt í svona
löguðum bréfaviðskiftum, láti mig
vita, og skal eg gjöra mitt bezta
að greiða fyrir þeim. Gott er, að
þeir taki allir til greina leiðbein-
ingarnar, sérstaklega í þriðja
bréfinu.
Eg veit, að eitt er það, sem ekki
fer fram hjá neinum athugulum
manni, er les þessa ritgjörð. Það
er fögnuðurinn í þessum íslenzku
unglingssálum, út af því að kom-
ast í samband við hinn stærri
heim og fá að vita meira.
Löngunin til þess að fræðast
og að vita og skilja meira, er heil-
brigð. Hún er sérstaklega eðli-
leg hinum ungu sálum og hún er
varðveitt af öllum þeim sálum,
sem halda áfram að vera ungar.
Þessari löngun fylgir ávalt fögn-
uður yfir tækifærinu til að auka
þekkinguna.
Þegar þennan fögnuð vantar,
er hætt við að sálin sé orðin að
stöðupolli. Við, sem höfum nokk-
uð fengist við að fræða æskuna,
vitum hve mikill skortur er a
þessum fögnuði í margri ungri
sál. Oft lítur svo út, að búið sé
að reyna að troða svo miklu í hina
ungu, að þeir séu búnir að fá ógeð
á öllu saman. Svo þegar skólatíð-
in er úti, kasta þessir unglingar
miklum hluta af þeirri menningu,
sem til þeirra hefir komið, fást
svo aldrei framar til að lesa neina
alvarlega bók, afla sér úr því
engrar betri fæðu en æsandi
skáldsagna. Löngunin til þess að
fræðast. vita og skilja, er horfin,
sálin algjörlega sofandi gagnvart
nýjum, heilbrigðum straumum.
Eg býst við, að eitthvað af
þessu sé til á íslandi, ekki síður
en hér, en þess verður ekki vart í
þessum bréfum, og þess vegna eru
þau mér fagnaðarefni,
Mig langar til að vestur-íslenzk
æska sýni sig ekki lélegri og taki
nú þátt í þessum bréfaviðskiftum
með sama fögnuði og bræður
þeirra á íslandi.
Rúnólfur Marteinsson,
498 Lipton St.,
Winnipeg, Man.
Groenlandsleiðs ngurinn
Reykjavík, 26. ágúst.
Mikil og góð tíðindi þótti mönn-
um það, er það barst út um allan
bæ í morgun, að Gotta væri kom-
in heilu og höldnu — og að til-
ganginum með förina hefði verið
náð.
Þegar tíðindamaður Vísis kom
niður að höfn, hafði Gottu verið
lagt upp að steinbryggjunni og
var þar saman kominn múgur
manns, en skipsmenn voru að
koma sauðnautakálfunum, sem
þeir höfðu náð, sjö talsins, á vöru-
flutnings bifreið, og voru þeir á
henni fluttir inn á Austurvöll. —
Safnaðist margt manna í kring-
um völlinn og lustu menn upp
fagnaðarópum annað veifið, og
leyndi það sér ekki, að menn voru
því mjög fegnir, .að leiðangurs-
menn voru heim komnir heilu og
höldnu, þrátt fyrir allar hrak-
spárnar, með nokkra væna sauð-
nautskálfa.
Tíðindamaður Vísis náði sem
snöggvast tali af Ársæli Árna-
syni, sem eins og kunnugt er, átti
manna mestan þátt í að hafist var
handa um för þessa. Var Ársæll
hinn reifasti, eins og geta má
nærri. Eru þeir félagar allir al-
skeggjaðir og nokkuð útilegu-
mannslegir, en kátir og hraust-
legir. Fregnir þær, sem tíðinda-
maður Vísis fékk í morgun, voru
eðlilega nokkuð í molum, og verð-
ur væntanlega hægt að skýra ít-
arlegar frá þessum Jeiðangri
síðar.
Frá ferðalaginu til Grænlands
hefir nokkuð verið sagt áður. —
Varð mikill ís á leið Gottu, en
ferðalagið gekk þó klaklaust. Við
strendur Grænlands hittu þeir
rannsóknarskipið “Heimland I”.
Það er norskt skip, en á því eru
enskir menn í rannsóknaleiðangri.
Fór Gotta í kjölfar Heimlands inn
Franz Jósefs-fjörðinn. — Kálfun-
um náðu þeir félagar á Ymes-eyju
í Franz Jósefs-firði. Frá eyjunni
lögðu þeir af stað þ. 19. þ. m., en
á haf út, frá Liverpool-ströndinni,
þ. 20. þ. m. Þeir höfðu engar taf-
ir af ís á leiðinni, en s.l. miðviku-
dagskveld skall á norðanstormur,
og urðu þeir þá að liggja til drifs
í 52 klukkustundir. Var það erf-
iðasti kafli sjóferðarinnar. Þil-
farsleki var mikill, og ætlaði alt
að fyllast af sjó, þegar verst var.
Taldi Ársæll, að þá hefði Gotta
getað verið hætt komin, ef hún
hefði þá lent í ísnum. En að öðru
leyti vildi hann ekki gera mikið
úr hættunum á ferðalaginu.
Kálfunum mun enn ekki hafa
verið ráðstafað, en það mun senni-
lega verða gert í samráði við
stjórnina.
Má ðllum vera það gleðiefni, að
ferðalag þetta fór svo vel sem
raun varð á, og býður Vísir leið-
angursmennina velkomna heim.
— Vísir.