Lögberg - 19.09.1929, Qupperneq 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1929.
Eriadi
Flutt á íslenzka sunnudagsskól-
anum í Glenboro, á mæðradaginn
1929.
í dag erum við, og alt þetta
mikla meginland , að halda hátíð-
legan mæðradaginn, að minnast
sérstaklega hennar móður þinnar
og hennar móðnr minnar. Að vísu
ættu allir dagar ársins að1 vera
helgaðir henni, en því fer nú
miður, að mennirnir hafa meir en
skyldi forsómað það, sem þeim
hefði getað fært mesta bleásun.
En sú vakning, sem á síðari árum
hefir stofnsett þennan dag sem
minningardag, hlýtur að hafa
mikil og góð áhrif. Það vekur
upp í endurminningunni marga
göfuga og góða hugsun, sem hlýt-
ur að hafa áhrif á sálarlíf hvers
þess manns, sem á hugsun. Það
kveikir hjá manninum þakklætis-
neista til móðurinnar fyrir alt
það góða og hreina, sem hann á
henni að þakka fyrir. Það bjarg-
ar máske mörgum manni frá því
andvaraleysi, að gleyma að sýna
henni móður sinni þakklætisvott-
inn þangað til að það er orðið um
seinan. En það hefir margan
manninn hent, og margur af því
orðið að súpa beiskan bikar í
endurminningunni; því ekkert er
sárara, en að finna til þess, að
skyldan hefir verið svikin og
tækifærin hafa verið látin fljúga
fram hjá þar til í ótíma er komið.
Tíminn fyrir þessa minningar-
hátíð er vel valinn, þegar við er-
um að heilsa sumrinu. Maí er
vormánuður, dýrðlegasti mánuður
ársins, þó við samþykkjum í viss-
um skilningi lífsskepi og rök-
semd þá, sem felst í hinni fögru
vísu skáldsins, Stgr. Th.:
Endaslept er ekkert hér,
Alvalds rekjum sporið,
Morgunn ei af aftni ber
Og ei af hausti vorið.
Og þó allar árstíðir séu dýrðleg-
ar, þá samt finst manni lífið íétt-
tímanum mun það skapa allsherj-
ar bræðralag, til verndar mæðr-
um og börnum, hinni ógiftu móð-
ur, móðurinni sem erfiðar og móð-
urinni sem ekkja er orðin — öll-
um mæðrum — og þá um leið sem
verndara sjálfs heimilisins.”
“Hið hvíta blóm hefi verið val-
ið sem minningarblóm, af því það
vex allstaðar, og hinn hvíti litur
táknar hreinleika móðurástarinn-
ar, þolgæði hennar og trúmensku.”
“í gegn um aldaraðir tímans,
er heimurinn í þakklætisskuld við
móðurina, því móðurástin er eins
gömul og mannkynið, og eins ung
eins og hinn yngsti hvítvoðungur.
Hún er sterkasta aflið til góðs á
jarðríki. Jafnvel áhrif þess föð-
ur, sem slæm kunna að vera, vega
ekki á móti hinum góðu áhrifum
móðurinnar, svo í 9 tilfellum út
úr 10 sigrar móðurástin í þeim
leik.”
“Flestir menn hafa átt góðar
mæður; i sannleika, flest af okk-
ur átti þá beztu móður, sem nokk-
urn tíma hefir iifað.”
“Mitt álit er það, að mæðradag-
urinn ætti að vera merkastur og
helgastur af öllum minningardög-
um, því móðurkærliekurinn er
guðleg náðargjöf.”
Móðir mæðradagsins gekk að
skrifborði sínu, og kom með
bunka af bréfum, sem hún hand-
lék með álíka gætni og við-
kvæmni, eins og sá, er snertir
helga dóma.
“Þau (bréfin)i koma til mín í
hundraðatali,” sagði hún. “Hér
er eitt frá fanga í Honululu, þar
sem mæðradagurinn er hátíðleg-
ur haldinn í fangelsinu. Hann
' segir: “Minningarathöfnin vakti
| mig til þess að skrifa henni móð-
ur minni, sem eg hafði forsómað
og gleymt í 18 ár.” Þetta bréf e”
frá stúlku í Kentucky, sem ætl-
aði að fara að gifta sig; hún bið-
ur mig, að leggja lilju á gröfina
I
hennar móður sinnar á giftingar-
! daginn sinn.
ara og bjartara yfir öllu, þegar
vorið og sumarið er að heilsa,
þá klæðist náttúran sínum tignar-
skrúða, þá er líf og þroski hverju í
spori, þá talar guð til mannanna
skýrustu máli, og þá ættu hugsan-
ir mannanna að vera hreinastar.
Þessi árstíð er því vel kjörin til
þess að rifja upp í huganum þá
helgustu dóma, sem hljóta að
vakna, þegar við minnumst henn-
ar móður okkar og kærleika henn-
ar, sem er Guðs náðargjöf.
11 mai 1912 var mæðradagur-
inn fyrst hátíðlegur haldinn, og
hefir síðan verið hátíðlegur hald-
inn ár hvert. Árið 1913 var hann
löghelgaður með þingsamþykt I
Bandaríkjunum, og síðan hefir
alheimsfélag verið stofnað. Höf-
undur þeirrar hreyfingad var ung
stúléa í Philadelphia, sem Miss
Anna Jarvis hét, og var undir-
staðan kærleikur, sem hún bar til
móður sinnar, og um leið til
mæðra mannkynsins. Hún stóð
föst í þeirri trú, að það mundi
færa mannkyninu blessun, því
hún bar í brjósti kærleiksríkt og
guðrækilegt hugarfar. Fregnriti
blaðs eins átti tal við ungfrú
Jarvis eitt sinn, til að grenslast
eftir æfiferli hennar. Er það, sem
hún þá sagði, eftirtektarvert og
lærdómsríkt.
Fyrir gefið þér, sagði hún, eins
og til að ibiðja forláts, það er nú
mikið hugðnæmara að tala um
mæðradaginn, heldur en um sjálfa
mig. Það var feimnissvipur á
andlitinu, en birta glampaði í
augum hennar, þegar hún eins og
ósjálfrátt sneri sér að mynd, sem
hékk á veggnum. Þetta er móðir
mín, sagði hún mjög blátt áfram.
Hún var móðir 11 barna, eg var
yngst þeirra. Það eru 7 ár síðan
við mistum hana. Þetta var her-
bergið hennar; þessir hlutir, sem
hér eru, tilheyrðu henni.
Þetta herbergi, sem var ímynd
heimilis í sinni réttu mynd, var
fult af birtu, og hafði að geyma
marga merkilega hluti: hæginda-
stól við arinn, blóm af ýmsu
tagi, borð og körfur með hann-
yrðaverki og bækur, bækur, bæk-
ur allstaðar.
“Fólk heldur yfirleitt, að móð-
urmissirinn sé þyngstur fyrir
ungbörnin, en sannleikurinn er, að
stúlkurnar og drengirnir, sem eru
komin til vits og ára, skilja það
bezt, hvað er sár sá missir,”
sagði hún.
“Mæðradags hreyfingin, sem
helgar móðurinni annan sunnudag
inn í maí, hefý- engan annan til-
gang, en traust mitt á sonum og
dætrum mannkynsins, sem synir
og dætur í réttum skilningi. Með
“Mæður, sem harma það að börn
þeirra fullorðin hafa fallið í hirðu-
leysi, mæður sem tímans tönn
nagar hægt og hægt, sem hjarta-
hrollnar bíða með óþreyju eftir
bréfi eða orðsending, sem aldrei
kom, hafa sent mér boðskap bless-
unar á sjálfan mæðradaginn.
“Lestu þetta bréf, ef þú getur;
það er frá konu í Wyoming. Einka-
sonur hennar var við nám í há-
skóla og skrifaði henni í hverru
viku. Að kvöldi síðasta mæðra-
dagsins, — það hafa verið sjö
slíkir dagar fram að þessum tíma
— skrifaði hann móður sinni ást-
úðlegt bréf. Næsta dag fór hann
út á vatnið að sigla sér til skemt-
unar og kom ekki aftur. Bréfið
kom á eftir hraðskeytinu, sem
skýrði frá dauðsfallinu, sem boð-
skapur huggunar og ástúðar, eins
og það væri frá landinu fyrir
handan dauðans haf.”
Þetta samtal við ungfrú Jarvis
fór fram, eftir því sem eg bezt
veit, árið 1919, í stjórnartíð Wil-
sons forseta.—Höf.
“Hin embættislega viðurkenn-
ing mæðradagsins hefir verið víð-
tæk og ánægjuleg. 40 ríkisstjór-
ar eru nú þegar orðnir heiðurs-
varaforsetar félagsskaparins og
20 af þeim hafa gefið út stjórn-
arskipanir um daginn. Col. Roose-
velt, fyrrum forseti Taft og nú-
verandi forseti Wilson, hafa bréf-
lega viðurkent, að þeir skoðuðu
það heiður, að vera í 'fram-
kvæmdarnefndinni, og hjá öllum
mönnum hafa undirtektirnar ver-
ið hinar drengilegustu.
“Félagsskapur vor ætti að hafa
fleiri meðlimi en nokkur annar
félagsskkpur í veröldinni, því all-
ir, sem lifa, eru synir eða dætur
beztu móðurinnar, sem lifað hef-
ir, móður sem er hjarta þeirra
næst.”
Heimurinn er alt af að læra og
ætti að fara fram, og er það ó-
neitanlega, þrátt fyrir það mikla
og sterka illa afl, sem enn þá hef-
ir svo miklu að ráða í lífi mann-
anna. En sterkasta aflið til end-
urbóta, er ekki vitið eða lærdóm-
urinn eða auðurinn. Sterkasta
aflið er kærleikurinn, það sem
göfgar andann og hugsunina, og
það er það, sem þessi minningar-
hátíð á að gera. Að glæða mátt
kærleikans.
Með því að halda hátíðlegan
mæðradaginn, er maður að minn-
ast þess, sem göfugast og hrein-
ast er í mannlegu lífi, sem sé
móðurástarinnar, sem maður get-
ur sagt að sé endurskin af kær-
leika og gæzku guðs. Hvergi birt-
ist guð í lífi mannanna á eins
fullkominn hátt eins og í gegn um
móðurástina; hvergi í lífi mann-
anna er fórnfýsin og sjálfsafneit-
unin á eins háu stigi eins og þar,
og þær dygðir eru guðlegs eðlis,
sem enginn skuggi getur fallið á.
Jesús elskaði, elskaði mennina og
sannleikann svo mikið, að hann
lét lífið möglunarlaust, heldur en
að slá nokkru af, eða hopa á hæli
eina hársbreidd. Móðirin leggur
alt í sölurnar fyrir börnin, alt
sitt starf, alt sitt þrek, alt sitt vit.
Hún vakir nótt eftir nótt, þreytt
og yfirkomin, til að hjúkra barn-
inu, án þess að skrifa það í nokk-
urn reikning, án þess að mögla
eða kvarta, frá vöggunni til full-
orðinsára kennir hún barninu alt
það bezta, sem hún á í sálu sinni.
Móðirin hefir verið mesti kennari
heimsins, að þeim uppsprettu-
linrum vizku og kærleika, hafa
mennirnir — mannkynið alt —
sótt sinn andlega auð og upp-
byggingu, og margur maðurinn á
gæfu sína og farsæld því að þakka
að hann útskrifaðist úr þeim
skóla. “Mörg stærstu heimiins
ljós >— afburða endurbótamenn
og heimsfræðarar •— mega þakka
sinni göfugu móður fyrst af öllu
fyrir gæfu þeirra, farsæld alla og
áhrif þeirra mannkyninu til bless-
unar. Enginn veit, hvað Abraham
Lincoln mátti þakka' umönnun,
kærleika og handleiðslu móður-
innar; enginn veit hvað móðurást-
in átti sterkan átt í því að móta
líf og starf þess göfuga heims-
borgara, og hvetja hann til sigurs
í baráttunni fyrir því góða og,
Og íslenzka skáldið, Matthías
Jochumsson, syngur engum eins
dýrðlegt lof eins og móðurinni.
Hall Caine hefir dregið margar
fagrar myndir af móðurástinni.
Eina sögu segir hann af gamalli
konu, sem átti son, sem var ónýt-
ur og var henni til byrði árum
saman. Að síðustu fór hann burtu
og skildi hana eftir alluslausa;
hann sagði henni, hvert hann ætl-
aði, en úr því vissi hún ekkert
hvað varð af honum; en hún misti
aldrei trúna á það, að hann mundi
bæta ráð sitt; hún þráði að frétta
frá honum, vita hvar hann var og
hvernig honum liði; í f jögur ár
mætti hún póstmanninum á hverju
kvöldi, alt af með sömu spurning-
unni: nokkurt bréf fyrir mig í
kvöld? En bréfið kom aldrei.
Hún staulaðist á hækjum sínum,
til þess að vita hvort ekkert skeyti
kæmi; daglega beið hún og von-
aði. Hall Caine segist hafa séð
þetta sjálfur. Hún frétti aldrei
af ræktarlausa syninum, en hún
lifði'í þeirri trú, að alt gengi vel
fyrir honum, og hún dó í kofanum
sínum að öllum líkindum með
hjartað fult af kaírleika til hans
og þrá eftir því, að fá að sjá hann
og' þrýsta honum að brjósti sér,
eins og þegar hann var lítill, sak-
laus drengur.
Svona er móðurástin. Hún lif-
ir allar hörmungár, fyrirgefur alt,
og gleymir öllum misgjörðum; hún
biður fyrir barninu; hennar æðsta
þrá og sæla er farsæld þess.
Mæðradagurinn á að vekja þá,
sem sofa, á að vekja þá til um-
hugsunar um helgustu skyldur
lífsins, um þýðingu kærleikans
fyrir líf mannanna, þýðingu þess
sem var þungamiðjan í kenningu
Meistarans, og sem gæti læknað
flest eða öll mein mannlífsins og
gert heiminn að björtum reit feg-
urðar og sælu.
Drengir og stúlkur, og allir
menn og konur, gleymið ekki
mætti móðurkærleikans, glejonið
því ekki, að greiða götu móður-
innar og alls þess góða í heimin-
um. Á þann hátt vinnum vit>
guðsríki mest og bezt gagh.
* * *
Athugasemd.
Eftir að eg flutti erindi þetta á
mæðradaginn síðastliðið vor, var
þess óskað af nokkrum, að eg léti
það koma fyrir almennings sjónir-
ir, en eg ætlaði ekki að gera það.
En nú, í tilefni af ritgjörð nýút-
kominni í Lögbergi, eftir frú
Rannveigu Sigbjörnsson, í Leslie,
Sask., um þetta spursmál, fann eg
hvöt hjá mér til þess að lofa fólki
að sjá afstöðu míua gagnvart
minningardegi mæðranna, sem má
heita að sé nýtt spursmál.
Eg hefi, síðan þessi hreyfing
komst á gang, verið þeirrar skoð-
unar, að mærðradagurinn myndi
hafa uppbyggileg og göfgandi á-
hrif á mannlífið.
Frú Sigbjörnsson hefir með
nokkrum ritgjörðum ráðist á stofn-
un þessa minningardags. Þó flest-
ir hafi látið það sem vind um eyr-
un þjóða, þá munu fáir henni
sammála. Mér finst það undra-
vert, að vel hugsandi, trúuð konaj
skuli geta litið svona öfugum aug-
um á þýðingu þessa minningar-
dags. En út yfir tekur, að henni
finst þetta afguðadýrkun, líkast
konungs í Babylon. Það er mörg
afguðadýrkunin meðal kristinna
manna, sem enginn hneykslast á,
en þarna, af því ekki er ástæða
til að hneykslast, hneykslast þessi
kona og misskilur, svo að furðu
gegnir. Það var aldrei hugmynd
ungfrú Jarvis, og það er ekki hug-
mynd nokkurs manns, að tilbiðja
mæðurnar sem guð. En hugmynd-
in með mæðradaginn er, að bæta
mannlifið, fyrst á þann hátt, að
beina ljósgeislum þakklætis og
kærleika inn á veg móðurinnar,
sem oft og einatt verður að bíða
mestu hörmungar, en lætur aldrei
bugast, og míssir aldrei trú á sig-
ur barnanna sinna, hvað dimt
sem er í lofti, og gera henni lífið
bærilegra. í öðru lagi, að1 vekja
tilfinningar manna fyrir'því göf-
ugasta og háleitasta, sem til er í
mannlegu lífi; 'og einmitt fyrir
þetta hefir margur maður bjarg-
ast frá glötun, þegar geislar kær-
liekssólar mæðradagsins hafa
skinið þeim í augu, þegar þeir
hafa barist við dauðann í brot-
sjóum lífsins.
Eg hefi mikla virðingu fyrir
trúareinlægni manna, en því má
máður ekki gleyma, að eitt af að-
alskilyrðum trúarinnar er það, að
efla mátt kærleikans meðal mann-
anna. “Sá, sem ekki elskar menn-
ina, sem hann hefir séð, hvernig
getur hann elskað guð, sem hann
hefir ekki séð?” Það er hlutverk
kristninnar, það er háleitt hlut-
verk kirkjunnar, að halda á lofti
hinum sanna fagnaðarboðskap,
sem bætir lífið og gerir sterkara
kærleikssbandið manna á milli.
Það er hlutverk prestanna og allra
kennimanna, að prédika kærleik-
ann og meira af boðskap hins dag-
lega lífs, meira af samhug, samúð
oð einlægni, þó minna sé þá af
guðfræði og kreddum, sem menn
skilja þá ekki eins til hlítar. Og
það er ekki nóg að trúa, og það
er ekki nóg að prédika, menn verða
að lifa í samræmi við trúna og
kenninguna, annars er trú manna
dauður bókstafur.
Kristur er mesti kennari heims-
ins; hann brýndi fyrir mönnum,
að máttur kærleikans væri það
sigursælasta í lífinu, og hann vildi
gera lífið á jarðríki hreint og fag-
urt, og kærleikurinn og sjálfsaf-
neitunin var greiðasti og eini veg-
urinn til andlegrar fullkomnunar.
Því mega mennirnir ekki tigna
það, sem sem Meistarinn kendi
að við ættum að tigna? — Með
mæðradeginum er verið að tigna
móðurkærleikann, móðurástina,
þann kærleika, sem guði er næst-
ur, og um leið að nota þá aðferð
til þess að fegra og göfga mann-
lífið.
Kristur, ef hann stæði mitt á
meðal okkar í dag, mundi leggja
blessun sína yfir þessa háleitu
hugsjón, þar sem henni er fram-
fylgt í sönnum anda ,á sama hátt
og hann mundi leggja blessun sína
yfir kristindómsstarfsemina, þar
sem hún er rækt í réttum anda.
G. J. Oleson.
Glenboro, Man.
ELIS HELGASON
1920—1929.
Fimtudaginn 6. júní urðu þau
Mr. og Mrs. H. J. Helgason, sem
heima eiga í grend við Gardar, N.
Dak., fyrir þeirri sáru sorg, að
missa son sinn Elis. Hann dó af
lungnabólgu, er hann hafði feng-
ið upp úr barnaveikinni. Elis sál.
var fæddur 5. jan. 1920 og var því
á tíunda árinu. Var hann hraust-
ur drengur og heilsugóður , glað-
ur og léttlyndur og sérlega vel
gefinn, og með afbrigðum athug-
ull fyrir sinn aldur. Þetta var
foreldrunum og heimilisfólkinu
þungt reiðarslag, með því líka að
þau stóðu þá uppi í miklu veik-
indastríði, þar sem öll börnin
fengu um þær mundir barnaveik-
ina og voru sum lengi veik og
þungt haldin. Sársauki foreldr-
anna og ástmennanna er mikill,
en huggun þó dýrmæt út af því,
hve bjart og fagurt var yfir lífi
þessa unga sveins, og út af því að
vita hann sælan í gæzlu meistar-
ans. Þar eiga þau hann nú, en
mynd hans og minning geyma þau
í hjartanu. Nábúarnir og vin-
irnir samhryggjast þeim, og reyna
að bera með þeim byrði sorgar-
innar. Sveinninn var jarðsung-
inn frá heimilinu, af sóknarprest-
inum, séra H. Sigmar, laugardag-
inn 8. júní. H. S.
Islendingadagskvæði
í Wynyard 3. ágúst 1929.
EYJAN MIN.
Landið helga lýðum jarðar
Lengi þótti minnisstætt.
Sögu þess og vegsemd varðar
Valinborin konungsætt.
Fangamerkið sitt þar setti
Sjálfur Kristur fyr á tíð.
Fyrir heimsins hæsta-rétti
Hóf það andans sigur-stríð.
Róm hin forna einnig átti
Okur-rætið frægðarskeið.
Sú var tíð að Sesar mátti
Semja lög um veldin breið.
Skríll og aðall urðu þrælar,
Enginn þekti vit og ráð.
Páfans traustu tjóður-hælar
Tóku við, í lengd og bráð.
Síðar Bretans efldust uggar.
Út hann vóð um höfin breið.
Bæði hafa skin og skuggar
Skrifað þætti hans á leið.
Hermt er oss að sólin sveimi
Sí og æ um veldi hans
Því hann á í öllum heimi
ítök stór til sjós og lands.
Ameríka, ung og fögur,
Upp úr tímans hafi rís.
Endurborin dáð og dugur
Drýgja það sem lundin kýs.
Enn þótt nokkrir vaxtar verkir
Veiki lífsins meginþrótt,
Máske frelsis strengir sterkir
Streymi þar, þótt*fari hljótt.
Kætir mig að eyjan aldna,
Eyjan mín við norðurpól—
Sú sem ránar-bylgjan baldna
Bylt ei gat úr veldis-stól—
Hefir setið ár og endur
Ein og sér í þagnar-kyrð,
Meðan lífsins fyrstu féndur
Fúann ólu’ í kónga hirð.
Þar er alt sem augað þráir, ’
Andinn girnist, sálin kýs.
Frammi liggja fletir smáir,
Fyrir handan tindur rís.
Aldan suðar sætt við eyra;
Syngja fossar gleðibrag.
Heillavættir kátar keyra
Kringum landið nótt og dag.
Heimsfrægð þótt hún hafna
megi,
Henni unna góðir menn.
Kristur þótt þar kæmi eigi,
Kenning hans þar lifir enn.
Róm má eiga Sesar sjálfan,
Síðsta ríkið Washington,
Bretar girnast heiminn hálfan—
Hún á Þorstein Erlingsson.
Sittu heil í helgum friði
Hafsins regin-djúpi á.
Upp á foldar efsta riði
Ekkert vald þér granda má.
Beindu geislum eins og áður
Inn á lífsins myrkrasvið.
Unz þinn viti, víða smáður,
Vex og lýsir yztu mið.
P. B.
TIL ISLANDS !
Eg ungur var, er flutti frá
þér, foldin kær í norðursjá;
með brjóstið fult af fararþrá
og fleygra drauma heillaspá.
En, drotning, erfðadjásnið þitt
var dags hvers stoð og fyrirvaf,
er móðir breysku barni gaf
og brendi í sál og hjarta mitt.
Eg finn ei stað, sem fegri er,
þótt fari um heimsins veldi þver.
Og Saga gróf þá gæfu mér
í gegn um hjarta, — ást á þér.
Á öskuföll og jökul-él
var jafnan bent, og grimd og
þraut.
—Þitt græna, fagra fjallaskaut
reis fegra við,—þú geymdist vel.
Ó, litla, tigna, fagra fold
og fámenn þjóð, á steindri mold—
svo merkt í vitund mína og hold,
sem minna áa gróðrarmold, —
þú hefjist upp, sem hugur manns,
er himins leitar, víðsýnd í;
svo ekkert litverpt skyggi ský
á skýrleik okkar móðurlands.
T. T. Kalman.
Skýst þó skýr sé
Þessi alkunni orðháttur datt
mér í hug, er eg nýlega las tölu
Egils Skallagrímsonar, er hinn
mikli fornfræðingur Ottenson
flutti á Islendingadaginn í Winni-
peg 3. ágúst. Telur fornfræðing-
urinn Egil Skallagrímsson vera
fæddan 901, og segir að Egill hafi
barist með Aðalsteini konungi 24
ára gamall 92S. En beztu sagn-
fræðingar vorir telja Egil fædd-
an 904, og að hin fræga orusta,
sem kend er við Vina eða Bruna-
borg, hafi staðið 927, og Egill þá
23 ára gamall, og ætti konungur
þessum fræga forföður okkar sig-
urinn að þakka, eftir beztu heim-
ildum. Stirmir Kárason.
BJARNI DAVIÐSS0N
WESTMAN
18. sept. 1855—10. marz 1928
Bjarni Davíðsson Westman var
einn þeirra manna, er eg lærði
að þekkja, þegar eg var barn að
aldri. Við vorum uppaldir í sömu
sveitinni, Hrútafirði, og foreldr-
ar hans, Davíð Bjarnason og Þór-
dís Jönsdóttir, voru nágrannar
foreldra minna. Man eg betur eft-
ir þeim en flestum öðrum, er eg
kyntist á barnsaldri, sem líklega
kemur til af því, að Davíð var
stórfengilegri maður, heldur en
alment gerðist, og Þórdís var gáf-
aðri kona og meiri skörungur,
heldur en algengt er. Börn áttu
þau hjón fimm, þegar eg man eft-
ir, þrjár dætur og tvo syni, og
voru þeir allir eldri en eg, Bjarni
allmörgum árum eldri. Nú eru
þau öll dáin, nema Guðrún kona
Kristjáns Johnson, Duluth, Minn.
Þegar eg var unglingur innan
við fermingu, en . Bjarni orðinn
fullorðinn, vorum við nokkur ár á
sama bæ. Er það sérstaklega
tvent, honum viðvíkjandi, sem
enn í dag er fast í minni mínu, frá
þeim árum, fyrst og fremst það,
hvað hann var góður við mig, sem
var miklu yngri og minni mátar,
og hvað hann var trúr í öllu og
vandvirkur. Einnig man eg það, að
hann átti miklu meíra af bókum,
heldur en flestir aðrir á hans
reki, sem eg þekti, enda var hann
snemma fróður maður um morgt.
Til Ameríku mun hann hafa
farið 1883. Hvar hann var, eða
hvað hann gerði fyrstu árin hér í
landi, er mér ekki vel kunnugt.
En snemma á árum fluttist hann
til Churchbridge, Sask., og var
þar til dauðadags, og rak þar
verzlun um þrjátíu ára skeið.
Fórst honum það vel, því hann
vissi góð skil á sinni atvinnu-
grein, og hélt öllu, sem að verzl-
uninni laut, jafnan í góðri reglu.
En verzlunarmaður held eg hann
hafi naumast verið að upplagi, en
hafði þó þá miklu kosti, að vera
strang-heiðarlegur og eins ábyggi-
legur og orðheldinn eins og bezt
gat verið.
Félagslyndur maður þótti Bjarni
Westman ekki og tók mjög lítinn
þátt í félagsmálum. Helztu fé-
lagsmálin þar í bygðinni í grend
við Churchbridge, voru vafalaust
safnaðarmálin,- eins og reyndar í
flestum íslenzkum bygðum. Er
mér sagt, að hann hafi jafnan lát-
ið þau afskiftalaus. Hygg eg þó,
að það hafi frekar verið vegna
þess, hve frábitinn hann var að
gefa sig við félagsmálum, heldur
en hinu, að kenningar kirkjunnar
hafi verið hugarstefnu hans and-
stæðar.
Einn var þó sá félagsskapur,
sem hann tók mikinn þátt í og lét
sér mjög ant um. Það var rjóma-
búið í Churchbridge, samvinnufé-
lag bænda þar í bygðinni. Sjálf-
ur var hann kaupmaður, en ekki
bóndi, og hagurinn af þessu fyr-
irtæki var því ekki hans hagur,
eða ekki beinlínis að minsta kosti.
En hann studdi það engu að síð-
ur með ráðum og dáð, vegna þess
að hann var sannfærður um að
það væri nágrönnum sínum til
gagns.
Eg heyrði stundum sagt um
Bjarna Westman, að hann væri
drykkjumaður, en það held eg
ekki að ríétt sé. Að vísu neytti
I hann víns og það kannske meira
' en sumum hófsemdarmönnum
þætti við eiga, aukheldur bindind-
ismönnum. En hann drakk ekki
af óviðráðanlegri ástríðu og hann
drakk ekki ákaflega. En hann
hafði ánægju af að neyta víns og
veita það öðrum, og hann vissi,
að hann mátti við því, alls vegna.
Hann hafði sjálfur vald yfir vín-
inu, en vínið ekki yfir honum.
Kona Bjarna Westman var Ingi-j
björg, dóttir séra Guðmundar
Hafir þú kvalir í maga
•IUJBq J3({ OAS npUAOJ ruj
fljótt.
Mestar þær kvalir, sem fólk líð-
ur í maganum, orsakast af sýrum
er mynda gas og valda miklum ó-
þægindum og verkjum. Með því að
taka inn ögn af Bisurated Magn-
esia eftir máltíðir, eða hvenær sem
þú finnur til verkjanna, þá eyðir
það orsök þeirra. Bisurated Mag-
nesia eyðir sýrunni, meltingarfær-
in græðast Og styrkjast ótrúlega
fljót og meltingin kemst í gott lag.
Vegna þess hve fljótt og vel og á-
reiðanlega það læknar, ráða lækn-
ar oft til að reyna Bisurated Mag-
nesia og það er notað af þúsund-
um manna um allan heim. Ekkert
betra meltingarlyf er til. Þú get-
ur fengið það annað hvort semðþ
ur fengið það sem duft eða töflur
hjá öllum góðum lyfsölum. Ef þér
er ilt í maganum, þá reyndu strax
Bisurated Magnesia og njóttu aft-
ur góðrar meltingar.
Johnsen í Arnarbæli, sem lifir
mann sinn. Heimilislíf þeirra
mun ávalt hafa verið hið bezta.
Þau eignuðust einn son, Davíð að
nafni. Komst hann til fullorðins-
ára og var hinn gerfilegasti og
mannvænlegasti maður. Hann var
einn af þeim mörgu Canadamönn-
um, sem í stríðið fóru, en komu
aldrei aftur. Hann andaðist á
Englandi í maínmánuði 1919.
Þegar eg nú hugsa um Bjarna
Davíðssou Westman látinn, þá
dylst mér ekki, að þar var prýði-
lega vel greindur, vel að sér, stað-
fastur og trúr íslendingur, sem
í engu vildi vamm sitt vita. En
sízt af öllu dylst mér, að síðan
hann dó, á eg sjálfur einum göml-
um og góðum trygðavin færra en
úður.
Finnur Johnson.
S0LVEIG EYSTEINSDÓTTIR
HANNESSON
dáin 23. des. 1928.
Ó, hvað mig langar,
elsku vina,
þér fáein orð flytjá,
fallin í stuðla.
En máttur hugar
og megin til ljóða
þrotinn er mér,
á þungri jarðreisu.
Sagt er að gull enginn gráti,
sem gefið var aldrei.
Eins er með ástkæra vini
okkar á jörðu:
Þegar þeir fara burt frá oss
og finnast ei lengur,
vinskapsins gæði æ verða
að verðmæti hærra.
Þú komst oft á kvöldi aldimmu,
í kyrð næturhúmsins,
eina mig heima að hitta
og hjá mér að dvelja.
Þú hafðir þá blöð eða bækur,
sem báðum var yndi;
við lásum þá liðinna skálda
ljóðmæli fögur.
Einstæðings ama-næðingur
mér allur fanst horfinn,
meðan þú dvaldir, hin mæta,
og mátti’ eg þín njóta.
Ógleymdar miningar á ég
af slíkum fundum;
en stundirnar farnar og feyktar
fimbul - í - æginn.
Gott var, að fórstu mér fyrri
til friðar-heimkynua.
Þín segulkend fjalltrygð þér
fylgir,
þó farin sért burtu.
Eg veit að þann brot okkar bætti
þú biður mig náða;
hann, sem að heyrir þá aumu,
nær hjálpar hans leita.
Ó, hvað eg ann þér vel sælu,
mín ástkæra vina,
hafin frá heimsböli öllu,
til hærri lífssviða.
Þú lifir með lýðum útvöldum,
í Ijómandi birtu
dagsins, sem ei hefir aftan,
eða húmskugga.
Gróa frá Krossholti.
Fishermen’s Supplies Limited
Umboðsmenn fyrir—
Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co.
Brownie kaðla og tvinna.
Vér höfum í Winnipeg birgðir af
Tanglefin Fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð.
Maitre kagla og tvinna.
Kork og blý.
Togleður fatnað. (
Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif-
ið oss og vér skulum senda yður Verðlista og sýnishom.
Flshermen’s Supplies Limited
401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071