Lögberg - 19.09.1929, Blaðsíða 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
19. SEPTEMBER 1929.
Mánadalurinn j
EFTIR
J ACK LONDON.
‘ ‘ Það er einstaklega - fallegt hinum megin
við Sur,” sagði hann. “Eg hefi farið um alt
þetta skóglendi þar suður frá. Þar er nóg af
fuglum og dýrum til að skjóta. Þar er líka eitt-
hvað af heimilisréttarlöndum. En það væri
óvit fyrir ykkur að setjast þar að. Þetta land
er alt of afskekt, og það er ekki gott hóland,
nema einstöku blettir innan um skógana. Eg
þekki bónda þar, sem endilega vill selja fimm
hundruð ekrur, sem hann á þarna, fyrir fimtán
hundruð dali. Bara þrír dalir ekran. Þú sérð
hvað það þýðir. Það er ekki meira virði og
það er ekki einu sinni þess virði, því hann get-
ur ekki selt það fyrir þetta verð. Land er, eins
og þú veizt, þess virði, sem hægt er að fá fyrir
það, og hvorki meira né minna.”
Nú var Willi tilbúinn. Hann hafði farið
úr öllum fötunum nema buxunum, sem hann
hafði brotið upp undir hné, og svo í skónum.
Saxon horfði á þessa tvo menn, sem báðir voru
hraustlegir og knálegir, en þó svo afar ólíkir í
vexti. Þeir fóru að klífa upp klettana að sunn-
an verðu við víkina. Hall fór á undan og WiUi
á eftir. Saxon gaf þessu lítinn gaum fyrst, en
J>að leið ekki á löngu þangað til hún fór að veita
þeim meiri eftirtekt., og henni fanst að þeir
vtæru að leggja út' í einhverja hættuför, eða
Willi að minsta kosti, sem ekki var neinum
fjallgöngum vanur. Þeir hui.fu henni fljótt
sjónum, og varð hún þá enn órólegri og lagði
af stað upp brekkurnar að norðan verðu við
víkina, sem voru miklu greiðfærari heldur en
hinum megin. Þegar hún var komin eins langt
up eftir brekkunni eins og hún komst, bá sá hún
til þeirra við og við og henni sýnist för þeirra
meir en lítið glæfraleg og Jiún næstum stóð á
öndinni af hræðslu um að Willi mundi hrapa
þá og þegar. Hún fór aftur ofan að eldinum.
•sem þau höfðu kveikt, en henni leið alt annað
en vel þar til þeir komu aftur, er ekki var fyr
en eftir góða stund. Willi sagði henni strax,
að hann væri ekki nærri góður í því að klífa
kletta.
“ Eg má segja þér, að ]>ú ert býsna góður
fyrir mann, sem er þessu óvanur,” sagði Hall
og sló flötum lófanum á herðarnar á Willa.
“Eg hefi engan séð reyna þetta, sem hefir
gengið það eins vel í fvrsta sinn, eins og þér.
Þetta gera ekki nema íþróttamenn.”
“Eg verð að segja eins og er,” sagði Willi,
“að eg var h:æddur og var hvað eftir annað
kominn rétt að því að gefast upp. En mér
líkar ekki vel, að standa öðrum langt að baki,
og ef eg get verið hér nokkra daga og æft mig
í þessu, ]>á skal eg bjóða þér út að klífa klett-
ana. ’ ’
“Eg tek því,” sagði Hall og rétti honum
hendina, “og einhvern tíma, þegar við hittumst
í San Franciseo, .skal eg koma þér í kynni við
Bierce, manninn, sem þessi vík heitir í höfuðið
á. Hann leikur sér að því, að ganga á þakbrún-
unum á liæstu byggingunum í San Francisco í
hvassviðri.”
“Getur þú gert þaðf” spurði Willi.
“Eg hefði fráleitt getað það, ef eg hefði
ekki verið 'búinn að æfa mig í þessu í viku, þeg-
ar eg sá Bierce gera þetta í fyrsta sinn, en það
vissi hann ekki, svo við veðjuðum og eg hafði
út úr honum tuttugu dali.”
Nú var fjarað út og hægt að ná í skelfiskinn
og Hall hafði marga poka til að fvlla. Willi
hjálpaði honum og Saxon líka. Hall sagði
þeim, að seinna um daginn kæmi maður með
vagn til að sækja skelfiskinn og fara með hann
til Carmel. Eftir að þau höfðu lokið því, sem
þau voru að gera, sagði Hall þeim margt við-
yíkjandi þessum stað og skýrði fyrir þeim vm
islegt, sem þar var að sjá.
Eftir þessa viðkynningu, fanst Saxon þessi
maður vera gamall kunningi þeirra. Hann
minti hana á Bert, þegar hann hafði verið í
góðu skapi.
“Þetta er náungi eftir mínu skapi,” sagði
AA illi, þegar Hall var farinn. “Hann er ekki
stoltur og getur talað við mann eins og maður
við mann. Hann er ekkert að reyna að telja
manni trú um, að hann sé nokkuð meiri eða
hetri en þú eða eg eða hver annar. ”
Hann er einn af afkomendum frumbyggj-
anna eins og við. Hann sagði mér það, meðan
þu varst burtu. Fólk hans kom áður en nokkur
jarnbraut var bygð hér. Mér skildist á því
sem 'hann sagði, að hann hefði nóg af penino--
mgum.”
“Það getur verið, en hann er þá að
kosti ekkert að gorta af því. ”
Og hann er fullur af fjöri og kátinu, ’
Saxon.
“Hann er reglulegur æringi. Og hi
skáld. Ætli það geti verið?”
Eg veit ekki, Willi. Eg hefi heyrt i
skáld væru eitthvað undarleg. ”
“Já, það mun rétt vera. Eg hefi he1
líka. Joaquim Miller er áreiðanlega sí
Hann á heima þarna í hólunum, þar s<
áðum^ sunnudaginn góða, þegar þú lofað
að þú skvldir verða konan mín. Eg hel
haldið, að öll .skáld brúkuðu gleraugu o£
skegg, og mér hefir aldrei dottið í hug,"j
menn kæmu öllu í bál og brand á sken
komum og íþróttamótum, og enn síður, j
gengju eins fáklæddir eins og lögin
leyfa, eða stikluðu á klettunum eins og g
Þegar þau voru lögst til svefns um Í
gat Saxon ekki sofnað. Hún horfði á stjörn-
urnar á heiðum himninum og hún lilustaði á
b. imhljóðið, sem var ekki nema fáein fet frá
þeim. Hún vissi, að Willi svaf ekki lieldur.
“Ertu ekki ánægður að hafa farið frá Oak-
land?” spurði hún.
“Eg veit ekki hvað segja skal,” svaraði
hann. “Er skelfiskurinn ánægður?”
VIII. KAPITULI.
Alt af, þegar hálf-fallið var út, fór Willi
þessa sömu, hættulegu leið, sem hann hafði
farið með Hall, daginn sem hann kom til þeirra,
og með hverjum deginum varð honum þetta
Iéttara og auðveldara.
“Við skulum rétt sjá til á sunnudaginn,”
sagði hann við Saxon, “hvort eg get þá ekki
jafnast á við skáldið að hlaupa eftir þessum
klettareinum. Eg er ekki hræddur við það nú
orðið. Nú get eg hlaupið ]>ar sem eg um dag-
inn varð að skríða á fjórum fótum. Eg skal
segja 'þér hvemig eg hugsa mér þetta: Hugs-
aðu þér, að þetta sé ekki nema svo sem eitt fet
hvoru megin, og ef þú dettur, þá mundirðu
detta ofan í mjúkt hey. Þú mundir ekki hika
hið minsta og þú mundir ekki detta. Þú mund-
ir komast slysalaust, þó þú værir að fara eftir
, mjóu einstigi. Það er alveg.sama, þó fallið sé
hundrað fet og ekkert nema klettar og klungur
fvrir neðan. Þú bara hugsar ekkert um það,
en' heldur })itt strik örugglega og óttalaust. Og
veiztu það, Saxon, að þegar eg fór að hugsa
svona, þá fanst mér ekkert til um þetta. Við
skulum bara bíða þangað til á sunnudaginn, þá
ætlar hann að koma með félaga sína.”
“Hvers konar fólk ætli það sé annars, sem
kemur með honum?” sagði Saxon.
“Samskonar fólk eins og hann sjálfur, vafa-
laust. Það dregur sig saman, sem dámlíkast
er. Þú mátt reiða þig á, að það fólk hefir eng-
an hroka eða stærilæti. ”
Hall hafði sent þeim töluvert af færum og
súndklæðum með kúasmala, sem var að fara
suður til Mexico. Hann hafði sagt þeim heil-
mikið um þessi heimilisréttarlönd, og hvern-
ig ætti að fara að því að fá þau. Tíminn leið
fljótt og á hverju kveldi gladdi Saxon sig við
að horfa á hið undur-fagra sólarlag, og á hverj
um morgni fagnaði hún sólarupprásinni, sem
lofaði björtum og blíðum degi. Þau bjuggu sér
til engar áætlanir, ekki einu sinnj fvrir þann og
þann daginn. Þau veiddu fisk í sjónum og
tíndu skelfisk í fjörunni. Willi hafði jafnan
verið heilsugóður, en Saxon fanst hann aldrei
liafa verið eins hraustlegur eins og nú. Hvað
henni sjálfri viðkom, þurfti hún ekki að líta í
litla spegilinn, sem hún hafði með sér, til að
vera viss um ,að aldrei síðan hún var lítil
stúlka, hafði hún verið blómlegri og sæliegri
heldur en hún var einmitt nú.
“Þetta er eiginlega í fyrsta sinn á æfi minni,
sem eg hefi verulega getað leikið mér,” sagði
Willi, “og aldrei liöfum við leikið okkur fvrri,
síðan við giftumst. En þetta er miklu skemti-
legra, heldur en þó maður væri vellríkur og
gæti velt sér í peningum.”
“Nú þurfum við ekkert að hugsa um að
vakna klukkan sjö á morgnana,” svaraði Sax-
on. “Eg muiuli liggja í rúminu fram eftir öllu
á morgnana, ef það væri ekki svo mikill skaði
að tapa að sjá alla náttúrufegurðina á morgn-
ana. En nú er bezt fyrir þig að leika þér við
það, að brjóta niður spýtu í eldinn og veiða
vænan fisk, það .er að segja, ef þú vilt fá nokk-
u:n miðdagsmat. ”
Willi hafði legið endilangur í sandinum og
var búinn að grafa djúpa holu ofan í hann. Nú
stóð hann upp og greip exina.
“En þetta getur ekki enst lengi,” sagði hann
ðg það var eins og hann yrði dálítið raunalegur
á svipinn. “Við megum búast við, að nú fari
að rigna, nær sem er úr þessu. Þetta góða
veður hefir haldist jafnvel undarlega lengi.”
A laugardagsmorguninn fór hann út á klett-
ana, eins og bann var vanur, en þegar hann kom
aftur, sá hann Saxon hvergi. Hann kallaði
eins liátt og hann gat, en það kom fyrir ekkert.
Svro lagði hann af stað eftir götuslóðunum upp
frá víkinni. Þegar hann var kominn svo sem
bálía mílu, kom hann auga á Saxon, þar sem
hún var á hestsbaki og reið berbakt og beizlis-
laust og hesturinn fór löturhægt.
“ Þú varst heppin að lenda á þessum hesti,
því hann hefir sjáanlega verið hafður til reið-
ar. ðlaður getur séð það á hnakkmarkinu,”
sagði hann, þegar hann náði henni og hjálaði
henni af baki.
“ Eg hefi aldrei fyr komið á hestsbak,’ sagði
hún. “Það er ákaÚega gaman. Eg vissi ekki
vel, hvað eg átti að gera, en mér fanst eg'vera
fjarskalega huguð.”
“Þetta var nú ekki eiginlega yarlega far-
ið,” sagði hann. “En hvað um það, þá þvkir
mér nú enn meira til þín koma, heldur en áður.
Það eru ekki margar konur, sem mundu þora
að fara á bak á hesti, sem þær þektu ekkert, sér-
staklega ef þær væru alveg óvanar við hesta.
Eg skal ekki gleyma því, að einhvern tíma átt
þú að fá hest, sem þú átt sjálf og getur haft
alveg út af fyrir þig, og það á að verða reglu-
legur gæðingur.”
A sínum tíma kom Hall og félagar hans.
►Sumir keyrandi og sumir ríðandi. Það voru
einir tíu karlmenn og nærri eins margt kven-
fólk. Alt var þetta ungt fólk, á að gizka tutt-
ueru og fimm til þrjátíu ára, og það leit út fvrir
að alt þetta fólk væri góðir vinir. Flest var
það gift fólk. Það var mikill gleðibragur á því
öllu, og það heilsaði þeim Saxon og Willa vin-
samlega og glaðlega, en blátt áfram. Saxon
geðjaðist einstaklega vel að stúlkunum, en hún
gat varla gert sér grein fyrir, að þær væru gift-
ar konur, og þær dáðust heilmikið að því hvað
hún væri kjarkmikil að leggja út í þetta ferða-
lag, og einnig að þeim útbúnaði, sem þau höfðu
með sér. Ýmsar þeirra voru ölvanar við svona
lagað ferðalag og Saxon sá fljótt, að þeim varð
engin skotaskuld úr því að búa til mat svona
úti á víðavangi.
Karlmennimir höfðu hins vegar farið úr
mestu af fötunum, og höfðu svo farið til og frá
út um fjöruna til að leita að skelfiski. Saxon
komst ekki undan því, að spila á hljóðfærið, eft-
ir að stúlkumar komu auga á það. Hún spil-
aði fyrir þær ýmsa gamansöngva, er hún hafði
lært af Mercedes, og datt ekki í hug, að þessar
konur mundu nokkuð kannast við þá. En þeim
voru söngvarnir og lögin alls ekki ókunnug og
áður en-Saxon varði, vora sumar af þessum
giftu konum, og það jafnvel þeim eldri, farnar
að dansa hálfgerða villimanna-dansa þar á
sandinum.
Eftir góða stund komu piltamir aftur og
allir höfðu þeir fundið eitthvað af skelfiski, og
nú var tekið til að matreiða hann og svo að
neyta hans. Fólk þetta hafði allra h^inda seri-
moníur við þessa máltíð, sem þau Willi og Sax-
on höfðu aldrei þekt áður. Mack Hall var þar
sem nokkurs konar æðstiprestur. Hann lét
syngja nokkur sálmsvers og einnig heilmikið
a"f öðrum ljóðum. Sum voru gömul, en önnur
ný. Saxon fanst næstum eins og hún og Willi
hefðu \úlst inn á einhvers konar leiksvið, og
væru sjálf að taka þátt í leik, sem ])au hefðu þó
enga þekkingu á. Hún skildi þó mikið af því,
sem fram fór, en sumt ekki, en henni duldist
ekki, að hér var fólk saman komið, sem hafði
meiri andlegan þroska og meiri listasmekk,
heldur en hún hafði vanist. Hún gat ekki kom-
ið því fvrir sig, að sálmasöngur væri viðeig-
andi innan um allan þann gleðskap og kátínu,
sem þarna var á ferð. Henni fanst þetta unga,
glaðlega fólk vera gott fólk. Areiðanlega var
það ekki neitt líkt því eins grófgert og rudda-
legt, eins og margt af því fólki, sem hún hafði
séð á skemtisamkomum í Oakland. Enginn’var
drukkinn, þó þaraa væri þó um hönd haft tölu-
vert af vínföngum.
Það sem Saxon ])ótti einna mest til koma,
vrar það, livað fólkið gat verið hjartanlega
glatt og þó fanst henni margt af því, sem það
gerði, vera svo undur barnalegt. Hún furðaði
sig enn meira á þessu, af því hún vi'ssi, að sumt
af þessum mönnum, og konum líka, voru rit-
höfundar og ritdómarar, skáld, listmálarar,
myndhöggvarar og hljómfræðingar.
Þarna fóru fram margskonar íþróttir. Willi
tók þátt í þeim öllum, en hann bar ekki eins oft
sigur úr býtum eins og hann var vanur og eins
og hann hafði gert sér vonir um. Sumir hinna
gerðu stundum betur, en þar sem til kraftanna
kom, skaraði hann fram úr öllum hinum. í
sumum íþróttunum stóðu konurnar karlmönn-
unnm alls ekki að baki.
Þó var þarna einn maður, sem Willi þurfti
ekki að revna krafta við. Hann hét PeteBide-
aux, Englendingur, og kállaður “járnkarlinn”
að auknefni. Bauð hann Willa að tuskast við
sig, en sagði honum þó jafnframt, að hann hefði
ekkert við sér. Það þótti Willa ekki sennilegt,
því oft hafði hann reynt fangbrögð við knáa
menn og kraftalega, og sjaldan borið lægra
hlut og vildi hann því ekki e-efa.st nr»n «ð ó-
reyndu. En liann fann fljótt, að “járnkarl-
inn” hafði haft rétt að mæla, því sér kendi -afls-
munar og Willi féll tvisvar sinnum.
¥
“ Þú getur jafnað sakirnar við hann öðru-
vísi,” hvíslaði Hazard, sem var einn af þeim er
þarna voru, að Willa. “Eg hefi hnefaleika-
glófa með mér. Það var ekki von, að þú hefð-
ir við honum í þeim leik, sem hann stundar að-
pllega. Hann hefir hvað eftir annað sýnt þessa
íþrótt sína á opinberam skemtistöðum í Lon-
don. Segðu ekkert um þetta, ön við skulum
fá hann til að reyna við þig, svona með hægð.
Hann þekkir þig ekki.”
Þeir Hazard og Hall léku hnefaleik um
stund og var hvorugur neinn sérlegur garpur
í þeiri-i íþrótt, enda voru báðir fljótt viljugir
að hætta, en þá var um að gera hverjir ættu að
reyna næst. Það var eins og allir teldu það
nokkuð sjálfsagt, að það gerðu þeir Bideaux og
Willi.
“Hann er nokkuð bráðlyndur og verður
kannske reiður, ef honum gengur illa,” sagði
Hazard við Willa meðan hann hjálpaði honum
til að láta á sig vetlingana. “Hann er fransk-
ur að ætterni, og er í raun og vera ákaflegur
fauti. En þú verður að gæta ])ess, að reiðast
ekki, en halda áfram, án þess þó að vera of
þunghentur á honum.”
“Þú verður líka að gæta þess, Bideaux, að
láta ekki skapið fara með þig í gönur, ” hélt
Hazard áfram. “Þú veizt reglur hnefaleikara
og þú verður að fylgja þeim nákvæmlega.”
Saxon varð æði kvíðafull út af þessu. Alt
]>að sem hún vissi um þau áflog og barsmíðar,
sem Willi hafði lent í út af verkfallinu, flaug í
gegnum huga hennar. Hins vegar hafði hún
ladrei séð Willa leika hnefaleik, og vissi lítið
hverpig það í raun og veru var. Hún náði sér
þó fljótt, því það kom brátt í ljós, að Willi átti
allskosta við Bideaux. Willi varðist svo vel,
að hinn kom aldrei höggi á hann, en gaf honum
hvert höggið á flætur öðra, en svo létt, að þau
meiddu hann lítið eða ekkert og gætti Willi
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
}>ess vandlega, að fylgja þeim ráðum sem Haz
ard hafði gefið honum strax í byrjun, en samt
sem áður leið ekki á löngu þangað til Bideaux
var orðinn afar reiður, og það kom fyrir ekki,
þó hitt fólkið kallaði til lians og bæði hann að
stilla sig. Hann varð eldrauður í andliti og
barði af alefli. En hann vann ekkert á og kom
aldren neinu verulegu höggi á Willa og dáðust
allir að sem sáu, hve vel og fimlega hann varð-
ist höggum mótstöðumansins.
•Þegar þessi leikur var á enda, komst Bidc-
aux'strax aftur í gott skap, og kannaðist af-
dráttarlaust við, að hann hefði sjálfur borið
lægri hluta, og að Willi hefði leikið jiennan leik
ánætlega vel. Allir daðust að þvi, hve mikið
vald Willi hefði haft á skapsmunum sínum, svo
æstur sem hiun maðurinn þó varð. Saxon þótti
einstaklega vænt um alt, sem AVilla fórst vel.
Saxon kom sér ekki síður vel hjá þessu fólki.
öílum féll hún prýðisvel í geð, og þegar fólkið
settist niður í sandinn til að hvíla sig, þá söng
hún með því og hún gat ekki komist hjá því, að
leika fyrir ])að á hljóðfærið. Það hafði sérstak-
lega mikið gaman af ýmsum gömlum söngvum.
sem hún hafði lært, þegar hún var lítil stúlka
hjá Cadv, vínsalanum, sem ól hana upp og som
var gamall hormaður, sem lent hafði í mörgum
svaðilförum.
Mark Hall hhfði orð á því við AVilla, hvort
liann vildi reyna við sig nú að klífa klettana,
eins og þeir hefðu gert um daginn, en sjálfur
vildi hann nú rejmdar láta það bíða, þangað til
Willi fengi meiri æfingu. AVilli liélt ekki, að
þess væri nein þörf, því hann væri tilbúinn að
reyna við hann nú .strax, og var þá fljótlega af-
ráðið að þetta kapphlaup skyldi fara fram þeg-
ar í stað. Hall vildi veðja á sjálfan sig, en það
varð enginn til að ganga á lagið. Hann bauð
Jim Hazard að leggja fram tvo dali á móti
hverjum einum, sem hann vildi veðja á Willa,
en hann tók því fjarri, en sagðist skvldi leggja
fram einn á móti þremur, því ])að væri siður í-
þróttamanna, að neita ekki slíku veðmáli. AATilli
sggði ekki neitt, en það var auðséð á honum, að
þeta tal féll honum illa.
“Eg skal veðja við þig fimm dölum,” sagði
hann við Hall. “En það verður að vera jafnt
á báðar hliðar. “Eg skal leggja fram pening-
ana sjálfur. ’ ’
“Eg kæri mig ekki um að taka neina ‘pen-
inga af þér, en eg vildi gjarnan fá dálítið af
peningum þessa manns, ” tautaði Hall og leit á
Hazard. “En annars er mér sama þó eg veðji
þremur á móti einum við ykkur báða.”
“Hvað mig snertir, verður veðmálið annað
hvort að vera jafnt á báðar hliðar, eða það
verður ekkert af því,” sagði Willi og sat fast
við sinn keip.
Niðurstaðan varð sú, að Hall veðjaði við
þá báða, jafrni upphæð við Willa, en þremur
á móti einum við Hazard.
Léiðin, sem þeir áttu að fara, var svo þröng,
að það vora engin tiltök að tveir menn gætu
hlaupið þar samhliða. Var því ákveðið, að
Hall færi fyrst, en Willi á eftir, en þess skvldi
nákvsemlega gætt, hvor fljótari yrði að komast
hina ákveðnu leið.
Fólkið stóð og horfði á þá, þessa tvo menn,
moðan þeir voru að komast upp á klett, sem
ekki var nema fet á breidd að ofan, og báðir
hlupu þeir óhikað eftir þessu einstigi. Saxon
varð ákaflega hrædd, því þó Willi hefði farið
þessa leið nokkrum sinnum, þá vissi hún, að
hann hafði aldrei áður farið svona hart.
Brewers Of
COUNTRY CLUB
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR E\V E RV
OSBORNEÁMULVEV-WINNIPEG
PHONES 41-111 42-304 56
PROMPT DELIVERV
TO PERMIT HOLDERS