Lögberg - 24.10.1929, Síða 4

Lögberg - 24.10.1929, Síða 4
Bla. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1929. Högtjerg Gefið út hvern fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 8172, Winnipeg, Man. Verð §3.00 um árið. Borgist fyrirfrain. The “Lögberg” la printed and publlshed by The Columbia Press, I.irnited, in the Columbía 2 Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. —>ooac:r‘Oíi‘ooo<-----'O'-jo.-’Oc_. ^oœz>oc/ Friðarmál mannkynsins Tæplegast niunu geta orðið skiftar skoðan- ir um það, að nú á yfirstandandi tímum, sé unnið kappsamlegar og með meiri forsjá að friðarmálum mannkynsins, en nokkru sinni fyr, og er slíkt hið mesta fagnaðarefni. Starf- semi Þjóðbandalagsins að friðarmálunum, hetii þegar miklu góðu til vegar komið, og má [>ó vafalaust búast við stærri sigrum úr þeirri átt, eftir að fult samræmi grundvallaiatriða þeirr- ar stoinunar við ákvæði Kellogg-sáttmálans, hefir náðst. Meðal stórviðburða þeirra, er verið liafa að geiast undanfarið á sviði friðarviðleitninnnar, má telja samtalsfund Hoovers Bandaríkjafor- seta og Ramsav MasDonalds, stjórnarformanns Breta. Viðtökur þær hinar glæsilegu, er Mr. MaeDonald hlaut á för sinni um Bandaríkin, benda augljóslega í þá átt, að vænta megi í framtíðinni nánara samstarfs milii þessara tveggja stórþjóða, og dýpra óg gleggra skiln- ings í afskiftum þeirra af friðarmálum mann- kynsins, en við he.fir gengist áður. Er nú ekki lengur neinum blöðum um það að fletta, að för Mr. MacDonalds til Bandaríkjanna, hefir þeg- ar borið giftudrjúgan árangur; nægir því til sönnunar, að benda á, að kvatt hefir verið til fimm-velda stefnu í Lundúnum í næstkomandi janúarmánuði, til þe.ss að ræða um takmarkan- ir vígbúnaðará sjó, sem og væntanlega takmörk- un annara hervama, bæði á landi og í lofti. Að þessari fyrirhuguðu Lundúnastefnu, standa Bretar, Bandaríkjamenn, Frakkar, Japanar og Italir. Mr. MacDonald tók að þessu sinni, samtals- leiðina fram yfir símskeytaleiðina og þess vegna, sennilega, hefir honum unnist svona mikið á. Að loknum samtalsfundinum í Washington, gáfu þeir, Hoover forseti og Mr. MacDonald, út sameiginlega yfirlýsingu, er auðveldlega má ráða af, hvað þeim fór á milli, og hverrar teg- undar sá andi var, er athafnir þeirra stjórnuð- ust af. Kafli úr fvrgreindri yfirlýsingu, hljóð- ar á þessa leið: “Samtal vort og starf, hefir aðallega snú- ist um það tvent, að yfirstíga vora eigin örð- ugleika, ,hvað flotamál vor áhrærir, og að gróð- ursetja varanlegan góðvilja milli þjóða þ’eirra, er vér förum með um'boð fyrir. Stjórnir þjóð- anna beggja, hinnar brezku og þeirrar amer- isku, gangast undir og binda fastmælum, að haga ávalt þannig stefnu, að í nákvæmu sam- ræmi sé við fyrirmæli friðarsáttmálans. Skal slíkt skoðast heilög siðferðisskylda hvorrar þjóðar um sig. ” Hvað friðarsáttmálanum viðvíkur, þá er hér auðsjáanlega átt við sáttmála þann, sem kend- ur er við Mr. Kellogg, fvrrum utanríkisráð- gjafa Bandaríkjanna, og fimtíu og sex þjóðir hafa staðfest með undirskrift sinni. Niðurlag yfirlýsingar þeirra, Hoovers for- seta og Mr. MacDonalds, er þannig: “ Viðleitni vor í sambandi við takmörkun vígbúnaðar á sjó, hefir í rauninni fært þjóðir vorar í slíka nálægð, hvað gagnkvæmum skiln- ingi viðvíkur, að ágreiningsatriði þau, er fyrri samkomulags tilraunir hafa strandað á, virð- ast að mestu úr sögunni. “Með tilliti til þess öryggis, er friðarsátt- málinn felur í sér, lítum vér svo á, að samkepni í herskipagerð meðal þjóða vorra, skuli vera lokið í bráð og lengd. ” Yfirlýsingin, er hér um ræðir, hefir þann höfuð kost, yfir flestar hinar eldri yfirlýsing- • ar svipaðs eðlis, hve blátt áfram hún er og laus við allan þokublæ. 1 henni er ekkert,'sem mis- skilið verði. ; Stjómir þeirra tveggja þjóða, er hér eiga hlut að máli, eni nákvæmlega einhuga um það, ! hve samkepni í herskipagerð sé stór-háskaleg j fvrir heimsfriðinn, og hve óumræðilega mikil- vægt það sé, að byrgja brunninn áður en barn- j ið dettur ofan í hann, ef svo mætti að orði j kveða. Hinn glöggi skilningur, er í Ijós kemur ] hjá stjórnunum báðum á mikilvægi málsins, ; hlýtur að greiða mjög fyrir starfi hinnar vænt- ; anlegu fimmvelda-stefnu og tryggja góðan á- ^ rangur. Þjóðirnar báðir, sú brezka og sú amer- j iska, hafa bundist órjúfanlegum samtökum um j það, að vinna í fullri einingu að framgangi frið- ! armálsins, og í þeim huga einum, koma þær, eða ] fulltiúar þeirra, til hinnar fyrirhuguðu Lund- únastefnu. Er þöss að væntá, að hinar þjóðirn- ' ar þrjár, komi þangað með sama hugarfari líka, því víst er nú orðið, að þær hafa ákveðið að taka þátt í þessu nýja vopnatakmörkunar- móti. Eftir núverandi viðhorfi að dama, ma óhikað gera sér góðar vonir um nytsamlegan árangur hinnar fyrirhuguðu fimmvelda-stefnu. Til hennar er stofnað á langtum frjálsmann- legri hátt, en við hefir gengist í liðinni tíð, er um stórveldamót var að ræða, og spáir slíkt góðu um happadrjúg úrslit. Takist hinni væntanlegu Lundúnastefnu, að koma fram takmörkunum vígbúnaðar ,á sjó, sem vel má adla að verði, er engan veginn ólík- legt, að slíkt leiði til takmörkunar á öðrum her- vörnum líka. Joseph T. Thor.-on, M.P. Fimtudagskveldið þann 17. þ. m., flutti Mr. Joseph T. Thorson, sambandsþingmaður fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið svðra, afar- snjalla læðu í fundarsal frjálslynda flokksins hér í borginni, að viðstöddu miklu margmenni, Svo áhrifamikill tölumaður er Mr. Thorson, og rökfimur, að ven,julegast vilja langtum fleiri á. liann hlýða, en að komast. Meðal þeirra mörgu og mikilvægu atriða, er Mr. Thorson vék að, var málið um vínflutning með skipum frá canadiskum höfnum, suður til Bandaríkjanna. Taldi ræðumaður það hina me.'tu óhæfu, að slíkt skyldi látið viðgangast og hét, að berjast fyrir því af öllum mætti, að samin y ði og afgreidd löggjöf á næsta þingi, er útilokaði me^ öllu slík firn sem þessi. Þessu næst rakti Mr. Thorson í skýrum og skörulegum dráttum,' athafnaferil núverandi sambandsstjórnar, undir forystu Mr. Mackenzie Kings. Leiddi hann að því ljós rök, hve afrek stjói narinnar á hinum ýmsu sviðum, ættu í raúninni rót sína að rekja til þess, hve næman og skýran skilning að Mr. King hefði á þeim hagffræðilegu viðfangsefnum, er vörðuðu mest hina canadisku þjóð. Mr. Thorson veittist allmjög að leiðtoga íhaldsflokksins, Mr. Bennett, og það vafalaust ekki að ófvrirsynju. Sagði hann, að Mr. Ben- nett hefði á ferðum sínum um landið, gert sitt bezta til, að vekja óvildarhug hjá Canadamönn- um gagnvart nágrannaþjóðinni syðra, sökum hinnar fyrirhuguðu tollmúrahækkunar hennar, sennilega ef unt væri, með það fyrir augum, að ginna canadiska kjósendur til fylgis við stefnu- skrá fhaldsins, þá sömu, er barist var um í síð- ustu ko.sningum. Kvað hann Mr. Bennett hafa reynt að þeyta upp heilmiklu moldviðri yfir því, live mikill ójöfnuður ætti sér stað í viðskift- unum milli Canada og Bandaríkjanna, svo að nú væri í raun og veru alt að fara á heljarþröm- ina hér hjá oss. Mr. Thorson kvað Mr, Bennett hafa skilist við hálfsagða sögu, eða jafnvel minna en það. Hann hefði gleymt að geta þess, að nú væri draumur Sir John A. Macdonalds, og “annara feðra fylkjasambandsins”, um vöxt og mikilleik hinnar canadisku þjóðar, orðnir að staðreynd. Hvað framleiðslu- og verzlunar- málin áhrærði, yrði þessu að minsta kosti eigi í móti mælt. Að því er fólksfjölda snerti, sagði Mr. Thorson, að Canada væri tuttugasta og átt- unda þjóðin í röðinni. Samt væri því nú þann veg farið, að hún væri sú fimta, hvað magn út- fluttra vörutegunda áhrærði. 1 lok tölu sinnar, var Mr. Thorson greitt þakklætisatkvæði, samkvæmt uppástungu frá Mr. W. J. Fulton. “Ákjósanlegir Canada-borgarar’’ “Blaðið “Daily Province”, sem gefið er út í Vancouver, B. C., flutti nýverið meðfylgjandi ritstjórnargrein, með ofanskráðri fyrirsögn: “Um þær mundir, er stjórnarformaður Manitobafylkis, Hon. John Braoken, var að leggja af stað til Evrópu, tilkynti hann það blaðinu Toronto Globe, að hann hefði ásett sér að ferðast um Danmörku, og kvnna sér ná- kvæmlega á.sigkomulag danska landbúnaðar- ins. “Manitoba er nú orðið að strandfvlki, með beina siglingaleið til Kaupmannahafnar og annara hafnstaða í Norðurálfunni. Er það engan veginn ólíklegt, að Mr. Bracken muni hvetja eitthvað af dönskum bændum, eða bændaefnum, til þess að flytja búferlum til Manitoba. “Danska þjóðin er ein af forustuþjóðum heimsins, hvað hænsnabækt, smjörgerð, osta- gerð, svínarækt og alifugla framleiðslu, við kemur. Danmörk, þetta tiltölulega litla land, flvtur út ,árlega, að fráskilinni heimanotkun, $385,000,000 virði af landbúnaðar afurðum, mestmegnis til Bretlands. “Betri innflvtjendur getur hvorki Manitoba, né nokkurt annað fylki fengið, en hina bláevgu svni og hinar bláeygu dætur víkinganna fornu. Fólk af þeim stofni, er starfsamt, djarfhuga og með auðugt imyndunara.fi. Skandínavar eiga verzlunarflota, er leggur leiðir sínar um öll heimshöf. Eiga Dahir um þessar mundir 700 vöru- og fólksflutningaskip, er reka í stórum stíl viðskifti við margar helztu verzlunarborg- ir, er að Kvrrahafinu liggja. Dönsk verzlun arskip, geta nú ekki lengur talist nein nýlunda í British Columbia. Þau koma þangað árlega, og fara eitt af öðru, hlaðíh husavið eða hveiti. Segjast mörg þeirra beinlínis eiga lieima, eða kunna bezt við sig í Vancouver. Ávalt er skips- höfnin dönsk, mönnuð harðsnúnum liásetum frá hinu og þessu smáþorpinu í Danmörku. Vafa- laust mundu margir þessara manna vera fúsir á að taka sér bólfestu í Canada. Þeir gætu flutt fjölskyldur sínar hingað og stundað sömu atvinnu eftir sem áður. “Danmörk er nú oiðin svo þéttbýl, að út- flutningur verður ekki umflúinn. Fjöldi ungra manna og ungra kvenna þaðan, hefir leitað til Bandaríkjanna, Ástralíu, New Zealands og Suður-Afríku. “Nokkur hundruð danskar fjölskyldur, hafa tekið sér bólfestu í Canada, og hefðu vel mátt vera fleiri. “Framleiðsla mjólkur-afurða í Vestur-Can- ada, á Danmörku mikið gott upp að unna, því hingað hafa komið, bæði fyrir tilstilli einstakra félaga, sem og samvinnustofnana, sérfræðing- ar í ostagerð og smjörgerð, er vísað Iiafa veg- inn og stuðlað að feykilegum framförum á þessu sviði framleiðslunnar. “Island er í rauninni fyrsta skandínaviska landið, er lagði fram til þess drjúgan skerf, að byggja upp Manitobafylki. Tnnflytjendur það- an urðu með beztu borgurum síns nýja kjör- lands. Margir Islendingar af annari kvnslóð- inni, hafa rutt sér braut til fiægðar og frama í Manitoba, bæði sem atvinnufrömuðir, lög- menn, stjórnmálamenn, kennimenn, læknar og blaðamenn. ’ ’ Fá hlut sinn réttan Eins og kunnugt er, hefir canadiskum kon- um fram að þessu, verið bægt frá því, að taka sæti í efri málstofu sambandsþingsins í Ottawa. Við þannig lagað ástand, þótti konum, sem von- legt var, ekki lengnr unandi, og þess vegna var }>að, að fimm konur í Albertafylki, hófust handa, og leituðu álits hæstaréttar Breta um það, hvort kvenfólk væri kjörgengt til efri mál- stofunnar, eða eigi, samkvæmt British North America lögunum. Ágreiningur hafði átt sér stað um það, hvern skílning bæri að leggja í orðið “person” í téð- um stöðulögum. Og til þess að komast að ein- hverri ábyggilegri niðurstöðu, var þessu vafa- atriði skotið til hæstaréttar Canada. Sá réttur leit svo á, að með “person” væri að eins átt við karlmann, og að þarafleiðandi bæri konum ekki réttur til setu í efri málstofunni. Nú hafa canadiskar konur, fyrir atbeina þessara fimm kynsystra sinna í Alberta, fengið hlut sinn réttan með því að hæstiréttur Breta hefir úrskurðað, að orðið “person” í stöðulög- unum, eigi jafnt við konu sem mann. Frá þess- um tíma, er nú ekkert lengur því til fyrirstöðu, að konur geti tekið sæti í öldungadeildinni. Um þessar mundir eru fimm sæti auð í efri málstofunni. Sjálfsagt skaðaði það ekki, þótt einhver merk hæfileika kona yrði skipuð í eitt þeirra. Old ungis over jandi 1 síðustu viku, flutti Heimskringla greinar- stúf, eftir einn nafnleysingjann enn, undir fyr- irsögninni: “Frá Halldóri Kiljan Laxness”, sennilega ritaðan af þeim lrerramanni sjálfum. Að minsta kosti virðist “hundraðprócentara” orðatiltækið sverja sig í ættina. Greinarþvætting þann, er hér um ræðir, mvndum vér undir engum kringumstæðum hafa gert að umtalsefni, ef ekki hefði verið fyrir þá sök, að með honum er stefnt örvum illkvittnis og ósanninda að Lögbergi, og mætum mönnum, er í það rita. Eftir að hafa veizt að hr G. T. Athelstan, út af klögunarmáli einhverju gagnvart hr. Lax- ness, sem oss er að vísu ókunnugt um, klykkir sá nafnlausi út með þessari drengilegu klausu: “Til verka þessara. hafði hann “siðferðilegan stuðning” frá dr. Ríkarði Beck, og öðrum Lög- bergs-rithöfundum af því tagi. ” Á öðrum stað hér í blaðinu birtist yfirlýsing frá dr. Becík, er tekur af öll tvímæli, hvoru meg- in sannleikurinn sé í þes.su tilfelli. Birting Heimskringlu á þessari fyrgreindu nafnleys- ingja klausu, er öldungis óverjandi, og ósam- boðin jafnvel því hávirðulega “mannréttinda“ málgagni. Skógareldar 1 byrjun þessa mánaðar munu skógareldar hafa gert vart við sig á fleiri stöðum í Canada, að undanteknu Quebec-fylki einu, en dæmi eru til í sögu þjóðarinnar. Hafa þeir að sjálfsögðji orsakað allmikið tjón, þótt tiltölulega sé minna, en fólk mun alment hafa ætlað. Er það aðal- lega því að' þakka, hve rösklega að innanríkis- ráðuneyti vort hefir gengið fram í því, að 'kom- ast fyrir um afstöðu eldanna, þannig, að hægra yrði um vik með að slökkva þá. Loftfloti sam- bandsstjórnarinnar, hefir hér sem oftar, komið að ómetanlegu liði. Eru það þjónustumenn hans, flugmennirnir, er stöðugt hafa vakað á verði, er mestan og beztan þáttinn eiga í því, hve vel hefir tekist til. Skógar þessa lands fela í sér afarmikinn auð. Til þess að tryggja þá sem bezt til fram- tíðamota, þarf hver einasti sonur þjóðarinnar, að vaka yfir þeim og vernda þá. Canada framtíðarlandið Þess hefir verið getið í undan- förnum greinum, hve fólksstraum- urinn inn í landið hafi aukist stórkostlega, svo að sjaldan eða aldrei hafi streymt hingað jafn- mikið af nýbyggjum frá Norður- löndum, svo sem Danmörku, Sví- þjóð og Noregi. Meginþorri þess fólks hefir leitað vestur á bóginn og tekið sér bólfestu í Saskatchewan og Alberta fylkjunum, einkum því síðarnefnda. Fjöldinn af fólki þessu er þaulvant landbúnaði, sérstaklega griparækt, og ætti þar af leiðandi að vegna vel í hinu nýja kjörlandi sínu. Eins og drepið hefir verið á, eru skilyrðin fyrir arðvænlegri búpeningsrækt í Vesturfylkjunum hin ákjósanlegasta, en þó ef til vill hvergi jafngóð og í Alberta. Hefir sá atvinnuvegur alla jafna verið stór þýðingarmikill fyrir fylkisbúa. Eru sláturgripir þar oft á meðal hinna allra beztu í landinu. Fram að aldamótunum síðustu var nautgriparæktin höfuð at- vinnuvegur íbúa Suðurfylkisins. í Norður- og Miðfylkinu var þá einnig allmikið um griparækt. Er fram liðu stundir, fóru bændur að leggja mikla áherzlu á fram- leiðslu mjólkurafurða og er nú smjörgerð fylkisins komin á afar- hátt stig. Hefir stjórnin unnið að því allmikið, að hvetja bænd- ur og veita þeim upplýsingar í öllu því, er að kynbótum naut- gripa lýtur. Nú orðið má svo heita, að griparæktin og komupp^ceran sé stunduð jöfnum höndum. Á býl- um þeim, er næst liggja borgun- um, er mjólkurframleiðslan að jafnaði mest. Enda er markað- urinn hagstæður. Á sléttum Suður-fylkisins var griparæktin mest stunduð lengi vel framan af. En nú er orðið þar mikið um akuryrkju líka. Timburtekja er afar arðvænleg í fylkinu og í flestum ár er tals- verð silungsveiði. Hinu kjarngóða beitilandi er það að þakka, hve sláturgripir í Alberta eru vænir. Veðráttufar- ið er heilnæmt öllum jurta- gróðri. Saggaloft blátt áfram þekkist þar ekki. Griparæktarbændur hafa að jafnaði keypt og alið upp kyn- bótanaut, svo sem Shorthorn, Hereford og Aberdeen-Angus. Og víða hafa gripir af þessu tagi selzt við afarháu verði á markað- inum í Bandaríkjunum. í Peace River héraðinu er og griparæktin að aukast jafnt og þétt. Eftirspurnin eftir góðu nautakjöti hefir aukist árlega, og þar af leiðandi hefir æ verið lögð meiri og meiri áherzla á gripa- ræktina. Bændur hafa lagt og leggja enn mikla rækt við endurbætur hjarða sinna. Eru kynbótanaut í afar háu verði. Hefir það kom- ið fyrir, að kálfur af bezta kyni hefir selst fyrir fimm þúsund dali. Eins og áður hefir verið getið um, er mjólkur- og smjör- fram- leiðsla á miklu þroskastigi. Skil- yrðin til slíkrar framleiðslu eru og hin beztu, sem hugsast getur. Akuryrkjumáladeildin hefir æ í þjónustu sinni sérfræðinga, sem hafa eftirlit með smjörframleiðsl- unni. Alls eru í fylkinu 57 sameign- ar rjómabú og 13, sem eru ein- stakra manna eign. í flestum hinna stærri bæja, er að finna eitt eða fleiri rjómabú. Framan af var stjórnip hluthafi í sam- eignafélögum .þessum og hafði þar af leiðandi strangt eftirlit með starfrækslu þeirra. Nú eru það bygðarlögin, eða sveitafélög- in, sem eiga flest rjómabúin, en samt sem áður standa þau undir beinu eftirliti landbúnaðar ráðu- neytisins. Rjómanum er skift í flokka, eftir því hve mismunandi smjörfitan er. Ostagerðinni í fylkinu hefir, enn sem komið er, miðað tiltölu- lega seint áfram. Bændur hafa allmikið af mjólkinni til gripa- eldis og kjósa heldur að selja rjómann. Enda er það, að öllu samanlögðu, þerijtugra og auð- veldara. “Bandaríki Jívrópu” Málið er rætt á fundi Þjóð- bandalagsins í Geneva. Skömmu eftir að Haagfundur- inn var úti, og stjórnmálamenn Evrópu höfðu þar eftir mikið þjark komið sér saman í skaða- bótamálinu, byrjaði fundur þjóða- bandalagsins í Genk. Tvö eru þau mál, sem mest kveður að á fundi þessum, tak- mörkun vígbúnaðar á sjó — og Bandaríki Evrópu. Þykir nú vænlegar horfa með takmörkun vígbúnaðar á sjó, en verið hefir. Þar hefir mest kapp verið á milli Bandaríkjamanna og Breta. Takist þeim að koma sér saman um að draga úr vígbúnaði sínum, má gera sér vonir um, að lánast megi að ná samkomulagi hinna þjóðanna. MaoDonald, forsætisráðherra Breta, fer sem kunnugt er til Bandaríkjanna nú innan skamms. Erindi hans er m. a. að ræða um hernaðarmálin. En mælt er, að hann mundi ekki taka sér þessa ferð á hendur, ef hann gerði sér ekki vísa von um gott samkomu- lag. En takist stórveldunum að koma sér saman um að draga úr víg- búnaði á sjó, eru meiri líkur til þess en áður, að samkomulag ná- ist um að minka annan vígbúnað, landher, lofther o. s. frv. En mesta birtu leggur af um- ræðum fundarins um Bandaríki Evrópu. Fyrir nokkrum dögum héldu nokkrir helztu og valda- mestu stjórnmálamenn álfunnar ræður um það efni. Ræðum þeirra var útvarpað. — Miljónir manna hlýddu á orð þeirra. Það út af fyrir sig, er mikill viðburður, að almenningur um svo að segja alla álfuna, skuli geta hlustað á menn eins og Stresemann komast m. a. að orði á þessa leið: Á Haagfundinum gerðust þau tíðindi, að samþykt var að kalla setuliðið heim úr Rínarbygðum. Þó enn sé hluti Þýzkalands undir yfirráðum erlendra valdhafa, þá er víst um'það, að þetta spor, sem hér var stigið, mun verða heilla- ríkt. Rutt er burtu þeim múr- vegg, sem reistur var gegn öllu góðu samkomulagi milli Þjóðverja og nágranna þeirra að vestan- verðu, og stendur pú vegurinn op- inn þar, til samvinnu og bræðra- Iags. — Hann lýsti og ánægju sinni yfir því, að Bretar ætluðu nú að gangast fyrir því, að ákvæði Kellogg-sáttmálans yrðu samræmd lögum Þjóðbandalagsins. Um Bandaríki Evrópu sagði hann meðal annar's: Hvenær, sem mikilvægar nýj- ungar koma fram á sjónarsviðið, heyrast ávalt raddir frá þeim svartsýnu afturhaldsmönnum, sem álíta, að allar nýjungar séu einsk- isnýtar, og komi að engu gagni. Þýzkt skáld sagði eitt sinn, að allar stórvægilegar hugmyndir værú fyrst álitnar ófiær vitleysa. Við verðum að vera samtaka í því, að vísa slíku svartsýni á bug. Hví skyldum við ekki geta komið bandalagi á hér hjá okkur? í öðrum heimsálfum eru menn komnir lengra áleiðis en við í þessum málum. Það er talað um, að erfitt sp að fá æskulýðinn til þess að snúa bakinu að hernaðinum. Að ungir menn og áhugasamir vilji fá tæki- færi til þess að deyja sem hetjur á orustuvöllum, fyrir þjóð sína. — Eg fyrir mitt leyti lít svo á, að ef til ófriðar kemur úr þessu, þá fái engir tækifæri til þess að sýna karlmensku sína á orustu- völlunum eins og í gamla daga. Barist verður með alt öðrum hættL Hlutverk okkar, æðst og feg- urst allra okkar hlutverka, er að efla eindrægni og samúð meðal þjóðanna. Briand hefir m. a. látið þess getið, að franska stjórnin myndi senda út fyrirspurnir til allra ríkja Evrópu, þar sem spurt væri um álit þeirra viðvíkjandi vænt- anlegu bandalagi. Yrðu svörin komin fyrir fund bandalagsins næsta ár. Myndi síðan vera auð- veldara en nú að þoka málinu á- leiðis. 1 sambandi við umræður þessar hefir verið rætt um tollmálin, raddir komið fram um það, að Evrópuþjóðirnar yrðu að lækka tollmúra sína. Tillaga hefir komið fram um það, að þjóðir bandalagsins kæmu

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.