Lögberg - 24.10.1929, Síða 8

Lögberg - 24.10.1929, Síða 8
BIs. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1929. Til bökunarinnar þarf minni tíma, minni vinnu ogminna mjöl, ef þér notið obmHood FLOUR WONDERLAND “TIIE ‘MET’ OF THE WEST EXI)” Doorg ojien Mon. to I'ri. C.I5. Sat. 1 ancl 5.45 p.m. Thur. - Fri. - Sat. (This Week) JUNIOR COGHLAN in U M ARKED ONEY" ANTONIO MORBNO in “The Midnight Taxi’’ RICHARD BARTHELMESS in “SCARLET SEAS” and IRENE RICH in “CRAIG’S WIFE” GIVEN AWAV IN GIFTS $50.00 - Free Every Wednesday Night - $50.00 Abyggileg ENDURBORG- UNAR-TRYGGING í hverjum poka Ur bænum Veitið athygli! Séra Kristinn K. Ólafsson flyt- ur fyrirlestur um íslandsferð sína á þessum stöðum í Norður-Dakota, sem fylgir: Að Akra, þriðjudagnn 29. okt. Að Svold, miðvikudaginn 30. okt. Að Mountain, fimtud. 31. okt. Að Gardar, föstudaginn 1. nóv. Allar samkomurnar byrja kl. 8 að kvöldinu. Að Akra og Mountain eru samkomurnar undir umsjón safnaðanna á þeim stöðvum. Á Gardar undir umsjón kvenfélags ins. Inngangseyrir auglýstur af hlutaðeigendum á hverjum stað. Þann 17. okt. andaðist á Betel, Gimli,, Man., Magnús Halldórs- son, eftir stutta legu. Magnús var merkur maður. Hafði lengi bú- ið á Gimli og stundað fiskiveiðar. Mun ætt hans vera úr Gullbringu- sýslu. óefað verður hans getið nánar síðar. ROSE Sargent and Arlington Wcit Ends Flnest Theatre 8tarting Next Monday unth NORTHERN ELECTRIC TALKING MACHINES AT THE COST OF 20,000 DOLLARS Næstkomandi sunnudag, þann 27. okt., messar séra Sig. Ólafs son í Árborg kl. 2 e. h. Séra Jóhann Bjarnason messar í Goodtemplara húsinu á Sargent Ave., neðri salnum, kl. 3 e. h. á sunnudaginn kemur. Dr. B. J. Brandson kom heim píðastliðið sunnudagskvöld sunn- an frá Chicago, III., af læknaþingi, er haldið var þar í borginni og stóð yfir um vikutíma. Mr. Árni Helgason, frá Chicago. 111., kom til borgarinnar um síð- ustu helgi. Messur í Vatnabygðum sunnud 27. okt.: Mozart kl. 11 árd., Wyn- yard kl. 3 síðd. og að Kandahar kl. 7.30 síðd. — Samskot verða tek in fyrir Heimatrúboð kirkjufé lagsins, samkvæmt venju. Gjör- ið svo vel og lesið aftur áskorun séra Kristinn K. Ólafssonar, for- seta kirkjufélagsins, og látið þessi samskot verða eins rífleg og kring- umstæður leyfa. Það er fagurt, að verða öðrum að liði. “Þess vegna skulum vér gera öllum gott og einkum trúbræðrum vorum, eft ir því sem vér höfum færi á.’ (Gal. 6, 10), Með kærustu kveðju og innileg- asta bróðurhug. Yðar einlægur. Carl J. Olson. Mr. N. J. Oliver, lögmaður fyr- ir Soldier Settlement Board í Saskatchewan fylki, kom tfl borg- arinnar snöggva ferð á - þriðju- dagsmorguninn. Er hann sonur þeirra Mr. og Mrs. E. J. Oliver, að 636 Sargent Ave. hér i borg- inni. ',r,‘ öldruð kona í smábæ nálægt Winnipeg, er býr ein og sér í húsi, óskar eftir rosknum hjónum, eða roskinrii konu, til dvalar með sér yfir veturinn að minsta kosti. Upplýsingar á skrifstofu Lög- bergs. Séra Haraldur Sigmar messar, sunnudaginn hinn 27. þ.m.: í Vída- línskirkju kl. 11 f. h., Mountain kl. 3 e. h. og Gardar kl. 8 að kveldinu. Mr. S. S. Björnson, frá Mozart, Sask., kom til borgarinnar í vik- unni,sem leið, með konu sína, sem er að leita sér lækninga. Trúboðsfélag kvenna í Fyrsta lút. söifnuði, heldur næsta fund sinn á þriðjudagskveldið kemur kl. 8, í húsi Mrs. R. Marteinsson, 493 Lipton St. Mr. Guttormur J. Guttormsson skáld, frá Riverton, hefir verið staddur í borginni undanfarna daga. Prófessor Watson Kirconnell talar í West End Labor Hall, Agn- es Str., á mánudagskveldið hinn 4. nóvember kl. 8. Umræðuefni hans verður: “The Poetry of Ice- land’’, og er hann eins og kunnugt er, afar fróður maður í þeim efn- um. Aðgangur er ekki seldur og engin samskot tekin. Thur. Fri. Sat. This Week See! Hear! “ON TRIAL JJ 100% All Taíking Vitaphone Picture with LOIS WILSON — BERT LYTELL Mon. Tue. Wed., Next Week 100% All Talking “LIGHT FINGERS” Featuring 1AN KEITH—DOROTHY REVIER Added attraction— Saturday Matinee Only: WESTERN PICTURE 20 Passes Given to the Lucky Children SERIAL - - FABLES Eins og lesendur Lögbergs rek- ur minni til, gaf hr. Emile Walt- ers listmálari, fyrir nokkru síðan, Jóns Bjarnasonar skóla mynd, er hann hafði málað, og lagði í vald skólaráðsins hvað það gerði við hana, eða hvernig það færi að gera sér sem mest úr henni. Tók skóla- ráðið það ráð, að efna til sam- kepni, þannig að geta skyldi um hve uppskeran í Sléttufylkjunum þremur hér í Canada yrði mikil árið 1928. Sá, sem næst komst því rétta, var Mr. A. S. Bardal, og var honum afhent þetta listaverk á fimtudagskveldið í vikunni sem leið. Var iþað gert í Fyrstu lút- ersku kirkju eftir að séra K. K. Ólafsson hafði flutt fyrirlestur þann um ísland, sem getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Yfirlýsing “Frá Að gefnu tilefni (shr. Halldóri Kiljan Laxness’ kringlu 16. þ. m.) lýsi eg undir- ritaður því yfir, að eg hefi engan þátt átt í því, að klaga H. K. Lax- ness fyrir amerískum stjórnar- völdum, eða í “fölsun þýðinga” á greinum hans; eg hefi heldur eigi veitt neinum manni “siðferði- legan stuðning” til slíkra verka. Sú ákæra í minn garð, er fram kemur í ofannefndri grein, er því eigi annað en rakalausar dylgjur, að ekki sé sterkara að orði kveðið. Hinsvegar, sem flesta. mun reka minni til, svaraði eg opinberlega árásum Laxness á Bandaríkin. Er eg enn sannfærðari en áður um réttmæti afstöðu minnar til deilumáls okkar. The University of North Dakota, Grand Forks, N. D., 19. okt, 1929. Richard Beck. Winnipeg Electric Co. Það er skoðun margra sérfræð- inga, að notkun raforku, muni að minsta kosti þrefaldast á næstu tíu til fimtán árum. Saga raforkunnar síðasta aldar- fjórðunginn, gefur ástæðu til að æ-tla, að þessi áætlan muni rétt vera. En þrátt fyrir þetta, má svo segja, að margt af því, sem ef til vill má nota raforkuna til, sé enn ósnert. Það er langt frá, að hún sé enn notuð á heimilum og verk- smiðjum eins og vera mætti, og daglega koma í ljós ný og ný tæki- færi til að færa sér í nyt þessa miklu orku. Smá raforkust.ðvar eru að hverfa úr sögunni, en raforkan er nú að mestu leyti fram leidd í stór- um stíl og verður þar með bæði ó- dýrari og ábyggilegri. Enn er ekki hægt að gera sér í hugarlund, hve miklu raforkan muni síðar fá til vegar komið, en sjálfsagt verður það margt og mikið, og margt sem jafnvel hug- sjónamennirnir geta enn ekki lát- ið sig dreyma um. Spilakvöld — Whist Drive — verðun haldið í Goodtemplarahús- inu næstkomandi laugardags- kveld, þann 26. þ.m. Fyrirtaks- verðlaun veitt, sex í alt. Fjöl- mennið! Wonderland Leikhúsið. Kvikmyndin “Scarlet Seas” sem sýnd verður á Wonderland þrjá fyrstu dagana af næstu viku, er ein af þeim myndum, sem mikið þykir til koma, enda er hún bæði falleg og skemtileg. Þar leikur hin fagra mær, Miss Compson, sem bæði er flestum konum fegurri og þar að auki ágæt leikkona. Mr. Jónas K. Jónasson, frá Vog- ar, Man., er staddur í borginni. Mr. A. M. Freeman, frá Siglu- nes, Man., var í borginni á þriðju- daginn. Mr. S. W. Steinson, skólastjóri, hefir verið kosinn forseti kenn- arafélagsins í Wynyard skólaum- dæminu. 16. þ. m. voru gefin saman hjónaband af Rev. F. Hughes, St. Albans kirkjunni hér í borg- inni, þau Jóna Sæmundsson og William Henry Wattis. Eftir hjónavígsluna fór fram myndar- leg veizla að heimili foreldra brúðgumans, Mr. og Mrs. Walker Leikhúsið. Sir Martin-Harvey leikur næstu viku á Walker leikhúsinu, aðal- hlutverkið í leiknum “The Low- land Wolf”, sem þá verður sýnd- ur í fyrsta sinni í Winnipeg. Verð- ur leikur þessi fyrst leikinn á' mánudagskveldið hinn 28. þ. m. og' svo á hverju kveldi alla vikuna og einnig seinni part dags á mið- vikudag og laugardag. Sir John J Martin-Harvey, hefir sérstaklega í j mikið tækifæri til að sýna sína í | afar miklu hæfileika í þessum leik og Lady Harvey sömuleiðis. Mánudaginn, þann 4. nóvember, og alla þá viku, leikur leikfélagið Stratford-upon-Avon leiki eftir Shakespeare, sinn leikinn hvert Wm.: kveldið, og enn aðra tvo seinni- Wattis, að 422 Glasgow ave. , þart dags á miðvikudag og laug- j ardag. Þetta er alveg sérstaklega 'Stórt og bjart herbergi til leigu , gott tækifæri til að kynnast þess- að 785 Home St. Hentugt fyrir j um stórmerkilegu leikjum, sem tvo. Sími 27 551. grægir eru um heim allan. Jóhannes Jóhannsson, aldraður maður úr landnemahópi, andað- ist á heimili tengdasonar sins, Sigfúsar Björnssonar, bónda í Fagranesi, í grend við Riverton, 15. okt, eftir langvarandi veikindi. Jóhannes var fæddur á Vindheim- um í Skagafjarðarsýslu, 26. nóv. 1838. Foreldrar hans voru Jó- hann og Þóra kona hans, búendur á Vindheimum. Jóhannes heit- inn fluttist vestur um haf árið 1876. Hafði hann gifst stuttu áð- ur en hann fór frá íslandi, Mar- gréti Elinborgu, ættaðri úr skaga- firði. Mun hann lengst af hafa dvalið við íslendingafljót. — Börn þeirra hjóna voru: Jóhann, dáinn hér vestra 1895; Margrét Sveinborg, giftist Sigfúsi Björns- syni, þegar nefndum, dáin 1912; Elínborg, giftist hérlendum manni, dáin í maí 1923. — Jóhannes heit- inn bjó lengi á Árhakka í grend ið Riverton. Síðustu tvö ár æfi sinnar, dvaldi hann hjá tengda- syni sínum og hörnum hans, og þar dó hann. Hann var jarðsung- inn af séra Sigurði ólafssyni þann 17. október. Fór fyrst fram kveðju- athöfn frá heimilinu og síðar frá lútersku kirkjunni í Riverton. Jóhannes var talinn, af þeim er þektu hann vel, stiltur og rólegur maður, er engan óvin átti. Háan aldur sinn bar hann vel til síð- ustu ára. Auk dótturbarna sinna, er hann syrgður af aldraðri syst- ur, Steinunni, konu Þorgríms á Akri við íslendingafljót. LÖGREGLA FLJÚGANDI. Á komanda hausti verður hald- inn alþjóðafundur lögreglumanna í París. Þar koma fram tilögur frá amerískri og enski lögreglu um það, að leitt skuli samvinnu meiri en verið hefir milli lögreglu manna allra landa, er hafi mið- stððvar þrjár, eina í Evrópu, aðra í Norður-Ameríku, þriðju Suður- Ameríku. Flokkur færustu lög- reglumanna sé í þjónustu þessa sambandsj- og hafi þeir flugvélar) til taks til þess að bera sig yfir. Fyrverandi lögreglustjóri í New York, Richard Enright, heldur því fram, að nauðsyn sé á samvinnu þessari. Glæpamenn vaði alt af meira og meira uppi, og verði því stórtækari og hattulegri, sem þeir fá fullkomnari tæki í hendur. Nú geti þeir notað flugvélar, bíla, raf- tæki allskonar, loftskeyti og ýms stórvirk efni, sem áður voru ó- kunn. En einkum og sérílagi eru það bílarnir, sem gefi glæpamönn- unum oft tækifæri til að komast undan. Mest kveður, sem kunugt er, að glæpamönnum og spellvirkjum þeirra í Ameríku. Þar eru bíla- þjófar á hverju strái. Við því nær alla glæpi eru bíl- ar að einhverju leyti notaðir. Verzlun með stolna bíla er og rek- in í stórum stíl, og er áætlað, að um ein og hálf miljón stolinna híla sé nú í notkun í heiminum.—Lesb. 3000 stríðsfangar í Síberíu. Þann 5. sept. birti austurríska blaðið Neue freie Presse þá fregn, að austur í Síberíu væru enn þanr. dag i dag 3,000 ungverskir stríðs- fangar, er enn hefðu ekki verið látnir vita, að ófriðnum væri lok- ið. Hefir Rauði Kross Ungverja- lands og aðrir málsmetandi menn þar í landi reynt að fá rússnesku stjórnina til þess að senda menn þessa heim, en ráðstjórnin hefir ekki fengist til þess enn. Er gisk- að á, að Rússar ætli að halda þess- um mönnum í gisling, til þess frekar að geta fengið Ungverja til þess að ganga í stjórnarsamband við sig. — Mgbl. REGNBOGINN. Komistu’ undir endann, er óskastundin þín, þú eignast alla heima, og alt það gull, er skín. En veiztu, að þeim enda er ekki gott að ná, hann flýr þér ávalt undan yfir lönd og sjá. Þú eltir alt til grafar og aldrei honum nærð, en ef til vill í öðru lífi óskir þínar færð. Böðvar frá Hnífsdal. —Les. Pálmi Pálmason Violinist and Teacher 654 Banning Str. Phone 37 843 Mrs. B. H. OLSON Teacher of Singing 5. St. James Place Phone: 35 076 Ragnar H. Ragnar Píanókennari Nemendur, er njóta vilja píanó- kenslu hjá Ragnari H. Ragnar, geta byrjað nú þegar. — Nem- endur búnir undir öll próf, bæði byrjendapróf og A. T. C. M. Allar upplýsingar gefnar að kenslustofu 693 Banning St. Phone: 34 785. Mrs. M. W. DALMAN Teacher of Pianoforte 778 Victor St. Phone; 22 168 PRINCESS FLOWER SHOP Laus hlóm—Blóm í pottum BlÖmskraut fyrir öll tækifæri Sérstaklega fyrir jarCarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Bhone 36 102 Björg Frederickson Teacher of Piano Suite 7, Acadia Apts. Telephone: 72 025. Guðrún S. Helgason, A.T.C.M kennari í Píanóspili og hljómfræði (Theory> Kenslustofa: 540 Agnes St/ Fónn: 31 411 100 herbergi, með eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYMOUR HOTEL Sírni: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manitoba r s SAFETY TAXICAB C0. LTD. Beztu bílar í ▼•röldinni Til taks dag og nótt. Sann- gjamt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Leland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. Eina hótelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem hezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði CLUB HOTEL (Gustafson og Wood) 6 52 MainSt. Winnipeg Ph. 25 738. Skamt norðan vi.’. C.P.R. stöðina. Reynið oss. FUNDARBOÐ Nefndin, sem kosin var til þess að leita samkomulags við bygðir Vestur-íslendinga um hið fyrirhugaða hátíðahald hér vestra næsta ár, boðar hér með til almenns fundar í Good- Templarahúsinu á Sargent Ave., mánudagskveldið þann 28. yfirstandandi mánaðar, kl. 8. Á fundinum verður skýrt frá, hvaða undirtektir nefndin hefir fengið í bygðum Vestur-íslendinga. Áríðandi er, að sem flestir sæki þenna fund, því ef efna á til hátíðahalds hér að sumri, verður að kjósa aðal-nefnd á þessum fundi, sem getur undir eins byrjað að starfa. W. J. Lindal. J. J. Samson. H. M. Hannesson. Sig, Bjömsson. G. B. Magnússon. Fáið Kolin, Áður En Kuidinn Kemur. Kaupið eldiviðinn til vetrarins nú strax, áð- ur en of mikið er að gera, og komið í veg fyrir öll óþægindi, sem annríkinu fylgja, þegar frost og snjóar koma. Og auðvitað er Arctic afgreiðslan bezt, eins og ávalt. Símið til r^ARCTIC.. ICEsFUEL CCLUDl 439 POftTACE AVt. OwoiP?g Hudson* Ap-GM PHONE Fegurð, Fullkomnun, Hagnaður, eru einkenni á hinni nýju GAS ELDAVÉL Miklum framförum hefir tilbúningur gas eldavéla tekið. Oss er ávalt ánægja, að þér komið og skoðið þær í vorri nýju áhaldabúð í POWER BUILDING, I’ortage og Vaughan Hægir borgunarskilmálar. Tvær aðrar búðir: 1841 Portage Ave., St. James; Marion ó Tache, St. Boniface. WIHKIPEGELECTRÍC COHPANY Your Guarantee of Good Service.” VANTAR 50 MENN um, er samsuðu, Vér greiðum 50c á klukkustund fyrlr yfirvinnu þeim næstu 50 mönn- nema hjá oss meðferð dráttarvéia, raffræði, vulcanizing, rakaraiðn, lagning múrsteins og plastringu. petta er sér- stakt tilboð til að hjálpa ungum áhugamönnum til að fá velborgaða vinnu. ökeypis leiðbeininga bæklingar. Skrifið, eða komið inn. DOMINION TlíADE SCHOOLS A Demand £or Secretaries and Stenographers There is a keen demand for young women qualified to assume stenographic and secretárial duties. Our instruction develops the extra skill required for the higher positions, and assures your rapid advancement. It gives you the prestige of real college training, and the advantage of facilities no ®ther institution can duplicate. Shorthand for Young Men For young men who can write shorthand and do typewriting accurately and rapidly, there is a greater demand than we can supply. Male stenographers come cjirectly in touch with managers and, through this personal contact, they soon acquire a knowledge of busmess details, which lay the foupdation of their rapid advancement to higher positions. We strongly urge boys of High School education toi study Shorthand and Typewriting. Male Stenographers are scarce. There ís also a splendid demand for Bookkeepers and Accountants. ENROLL AT ANY TIME Day and Night Classes Corner Portage Ave. and Edmonton St. WINNIPEG Plione: 25 843 MANITOBA

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.