Lögberg - 31.10.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.10.1929, Blaðsíða 1
idftef ®. 42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIVITUDAGINN 31. OKTÓBER 1929 NÚMER 43 HEIMBOÐ HJÁ PRINSINUM AF WALES Öllum þeim mönnum, sem sæmd- ir hafa verið Victoriukrossinum, hvar sem þeir eru í heiminum, hefir prinsinn af Wales boðið til veizlu mikillar í London vopna- hlésdaginn, hinn 11. nóvember næstkomandi. Er búist við, að þar verði allmikið fjölmenni saman komið og margir langt að komnir. Þeir, sem hlotið hafa Victoríu- krossinn, og sem heima eiga í Vestur-Canada, munu ekki vera margir, en nokkrir þó, og eru ein- hverjir þeirra lagðir af stað til London. Einn þeirra er bóndi frá Alberta, sem John Kinross heitir. BREZKIR BÍLAR Sagt er að Bretar hafi nú mik- inn undirbúning með að auka stór- kostlega bílaframleiðslu sína, með það 'fyrir augum fyrst og fremst, að fá markað fyrir bílana í brezku samveldisríkjanna og þá ekki sízt í Canada, en hér er eins og kunn- ugt er, keypt ósköpin öll af bílum frá Bandaríkjunum. Geta sam- bandsríkin stutt að þessu, ef þeim svo sýnist, með tollverndun og tollaívilnunum, eftir því sem á stendur. Sagt er, að brezkir bíl- ar séu ágætir, þó þeir hafi enn ekki náð mikilli útbreiðslu, eða ekki vestan hafs, að minsta kosti. Mun J. H. Thomas ráðherra eiga mikinn þátt í að koma þessu fyr- irtæki af stað. SKARAR FRAM ÚR í FLUGI Símað er frá París, þann 25. þ. m., að franski fluggarpurinn, L’Ecrivan, hafi náð 37,730 feta hæðarflugi. Vélin í loftfari því, er hann notaði til flugsins, geng- ur fyrir hefir 450 hestafla orku. STJÓRNARSKIFTI Á FRKKLANDI Parísarfregnir frá 25. þ.m„ láta þess getið, að nokkurn veginn megi víst telja, að Edward Dalar- dier, foringi' hins róttækara fylk- ingararms jafnaðarmanna, muni taka við stjórnarforystunni af Aristide Briand. Dalardier var fyrst kosinn á þing, árið 1919, og hefir gegnt ráðgjafaembætti í stjórnum þeirra Herriotts, Paul Painleve og Briands. Er hann 45 ára að aldri. Allir stjórnmálaflokkar hins ný- kosna þings, hafa fullvissað Dou- bergue forseta um það, að sá sé vilji þeirra, að Briand verði fal- in á hendur forusta utanríkismál- •anna í hinu nýja ráðuneyti. KAFNA í GASSVÆLU Símað er frá Galgary þann 24. þ.m., að kafnað hafi í gassvælu í fjölbýlishúsinu einu þar í borg- inni, Ernest Jones, auglýsinga- fulltrúi sporbrautafélagsins þar á staðnum, og Edith L. Harvey. Lögreglustjóri borgarinnar hefir fyrirskipað rannsókn í málinu. VÖRUFLUTNINGASKIP BRENNUR TIL AGNA Þann 24. þ.. m. brann til kaldra kola, vöruflutningsskip, er lá á Meldrum höfninni, við vestur- strönd Manitoulin eyjarinnar. Þrír af skipshöfninni komust við illan leik undan, eftir fregnum frá Sudbury að dæma, meira og minna hreJidir. með höndum aðal eftirlit bílvega, innan takmarka þess. 3. Hvert bílvega umdæmi skal ná yfir þrjú fylkis kjördæmi. 4. Sérhverju bílvegar umdæmi skal skift niður í deildir, er njóta skuli^ sórstakrar löggæzlu, hver um sig. 5. Sérhvert slíkt umdæmi, út af j fyrir sig, skal útbúið vera öllum | þeim nýjustu áhöldum og tækjum, | er nota þarf við aðgerðir þjóð- vega. tóku þátt í honum bæjarstjórnin, lystigarðanefndin og sýningar- nefndin. Ekki var þar komist að neinni niðurstöðu, nema þeirrar, að afla sér meiri upplýsinga um þessa tvo fyrnefndu staði. hafa þó ekki allir, sem kærðir I var hress, þegar hann kom til voru um slíkt brot, verið fundnir | bæjar. | í Dölum vestra var sama aftaka- ________ j veður þennan dag, snjókoma mik- BlLVEGIR í SASKATCHEWAN Hon. A. G. Stewart, samgöngu- málaráðgjafi Andersens-stjórnar- innar í Saskatchewan, hefir verið á ferðalagi um Manitoba undan- farnar vikur, til að kynnast ásig- komulagi þjóðvega hér. Áður en Mr. Stewart lagði af stað heimleiðis, lýsti hann yfir stefnu hinnar nýju Saskatcheóan- stjórnar í sambandi við þjóðvegi, innan vébanda fylkisins. Er stefnan í megin-dráttum þessi: 1. Saskatchewan fylki skal skift niður í átta þjóðvega umdæmi. 2 í hverju slíku umdæmi, skal búsettur vera, verkfræðingur, er stjórnin skipar, til þess að hafa MR. MacPHAIL HEFIR 0FE1Ð Forseti hveitisamlagsins í Sas- katchewan, Mr. A. J. MacPhail, flutti ræðu í North Battleford, þann 24. þ.m„ að viðstöddum mikl- um fjölda bænda þar úr nágrenn- inu. Er Mr. McPhail einn í tölu þeirra, er telur það óviturlegt, að þvinga bændur til þess með lög- gjöf, að gerast samlagsmeðlimir. Fór hann ekki dult með skoðanir sínar á fundinum, og mun fjöldi fundarmanna hafa litið svipuðum | augum á málið, og hann gerði. “Vér samlagsmenn, sækjumst j ekki eftir hveiti utansamlags-1 bænda, nema því að eins, að vér j getum orðið góðvildar þeirra að- njótandi, gert oss von um, að fá þá smátt og smátt inn í fylkingu vora,” sagð*i Mr. MacPhail. “Hundrað prócenta” samlagshug- myndinni, kvaðst hann því aðeins hlyntur, að hvergi yrði hvikað frá þeim meginreglum, er samlagið nú hvílir á. Eins og sakir stæðu, væri samlagið stofnun bænda, starfrækt af þeim sjálfum. Kæmi aftur á móti til þess, að löggjöf yrði samin, er skyldi bændur til að gerast meðlimir í samlaginu, þá myndi stjórnin að sjálfsögðu krefjast þess, að eiga 'fulltrúa í framkvæmdarnefnd þess, og þar með væri stofnunin í raun og veru komin inn í flokkapólitíkina, en slíkt hefði verið reynt að umflýja til þessa. T. EATON FÉLAGIÐ FŒRIR ÚT KVÍARNAR T. Eaton félagið hefir keypt Carlton skólann, með tilheyrandi Ióð við Graham Aveiue. Sagt er, að verðið hafi verið eitthvað yfir hundrað þúsund dalir. Tekur fé- lagið við þessari fasteign í febrú- ar eða marz í vetur, og verður skólaráðið þá að hafa séð öllum skólabörnunum, sem þennan skóla sækja, fyrir húsnæði á öðrum skólum, og eru ekki talin mikil vandkvæði á því. Ætlar félagið nú enn að færa út kvíarnar og byggja þarna nýjar byggingar á næsta ári. Carlton skóli er einn af elztu skólunum í Winnipeg, var fyrst bygður 1881, en þá að- eins fjórar kenslustofur. Síðan eins fjórar kenslustofur. Síðan hefir hann verið stækkaður mikið og hefir nú tólf kenslustofur og 385 nemendur. MmDONALD FORSŒTISRÁÐ- GJAFI LEGGUR AF STAÐ HEIMLEIÐIS Hann lagði af stað frá Quebec á föstudagskveldið í vikunni sem leið, eftir rúmlega þriggia vikna dvöl í Ameríku, og ski'fti hann þeim tíma jafnt milli Bandaríkj- anna og Canada, og var ellefu daga, eða því sem næst, í hvorum stað. Til Vestur-Canada kom hann ekki í þetta sinn. Friðarmálin voru vafalaust fyrst og fremst ríkust í huga hans, meðan hann var í þessari ferð. Vafalaust hefir þessi ferð forsætisráðherr-1 ans brezka, mikla þýðingu hvað I það snertir, að tryggja vináttu- böndin milli .Breta og Bandaríkja- manna og draga úr samkepni þeirra að byggja ný og öflug her- skip. Miklar vonir gera menn sér líka um það, að þessi fundur þeirra, forsætisráðherrans brezka og forseta Bandaríkjanna, muni leiða til þess, að einnig aðrar þjóðir muni, áður en langt líður, líka mikið færa saman kvíarnar hvað vígbúnað snertir. Má ó- hætt segja, að friðarvinir geri sér miklar vonir um góðan árangur af þessari ferð MacDonalds for- sætisráðherra til Bandaríkjanna. Nú eins og áður, lét Mr. Mac- Donald mikið yfir þeim góðu við- tökum, er hann og dóttir hans, Miss Ishbel MacDonald, sem með honum var, höfðu átt að fagna, meðan þau dvöldu í Canada. Þótti honum fyrir því, að hafa ekki í þetta sinn getað farið . til Hudsons Bay, en vonaði að geta komið þar síðar. HEFIR EKKI KOMIÐ FRAM Ilinn 22. þ. m. lagði Urban F. Diteman frá Billings, Montana, af stað frá Harbor Grace, í Ný- fundnalandi, einn á litlu loftfari, j og ætlaði að fljúga til London. j Hans hefir hvergi orðið vart síð- an og er nú talið víst, að hann muni hafa farist. ! il, en litið frost. Þar viltust átta menn í göngum, tveir á Miðdala- afrétt og sex á Dönustaðafjalli, en komust allir til bygða um kvöldið. Þeir, sem á Miðdalaaf- rétt voru, komust í Haukadal, en hinir hittu göngumenn úr Hrúta- firði og gátu þá áttað sig og kom- ust heim. — Mgbl. HOM. J. A. ROBB VEIKUR Fjármálaráðherra Canada ligg- ur veikur í Toronto. Kom þangað á þriðjudaginn í þessari viku og ætlaði að flytja þar ræðu, en varð að hætta við það vegna lasleika, hafði fengið snert af lungna- bólgu. Veikindi hans eru ekki talin hættuleg. SEGIR AF SÉR Perdue, yfirdómari Manitoba- fylkis, sem nú er orðinn gamall maður, hefir sagt lausu embætti sínu frá næstu áramótum. Sam- bandsstjórnin hefir samþykt upp- sögn hans og ákveðið honum $8,000 eftirlaun á ári. ALBERT B. FALL FUNDINN SEKUR Fyrverandi innanríkls ráðherra Bandaríkjanna, Albert B. Fall, hefir af kviðdómi í Washington, verið fundinn sekur um að hafa þegið $100,000 mútu frá E. L. Doheny, olíubraskaranum alþekta og auðuga. Jafnframt því að finna Fall sekan, bað kviðdómur- inn honum vægðar, sem mun vera bygt á því, að heilsa hans er nú mjög biluð. Mútufé þetta var þegið 1922 og var í sambandi við olíubrunna, stjórninni tilheyr- andi, sein Doheny tók á leigu. Kviðdómurinn var nálega heilan sólarhring að athuga þetta mál, áður en hann komst að þeirri nið- urstöðu, sem fyr segir. KING FORSŒTISRÁÐHERRA KEMUR TIL WINNIPEG Hann kemur til Winnipeg degi seinna, en ætlað var og 'frá var skýrt í síðasta blaði, að ekki fyr en á fimtudagskveldið í þessari viku, kl. 7.15. Kl. 9.30 sama kveldið, er öllum, sem vilja, boð- ið að koma og heilsa upp á for- sætisráðherrann á Fort Garry hótelinu. Á föstudagskveldið kl. 8, flytur hann ræðu í Central United kirkju, og verða kirkju- dyrnar opnaðar kl. 7.15. Sama kveldið, kl. 10.30, heldur forsætis- ráðherrann áfram ferð sinni vest- ur í land. SÝNINGIN Nú er það River Park, eða þá svæðið norðan við Polo Park, sem helzt er talað um sem tiltækilega staði íyrir sýninguna, sem Win- nipegbúar eru alt af að ráðgera að koma á fót, en sem enn sýnist vera langt frá að vera nokkuð annað en ráðagerð. f vikunni sem leið var sameiginlegur fundur haldinn til að ræða um málið, og ENN EKKI ÁKÖF EFTIRSPURN EFTIR HVEIT FRÁ CANADA Embættismenn Canada hveiti- samlagsins í London tilkynna, að eftirspurne ftir hveiti frá Canada sé ekki afar mikil, en stöðug. Enn- fremur, að hveitibyrgðirnar frá Argentínu séu nú farnar að minka, þó enn sé æði mikið óselt af hveiti frá Bandaríkjunum. LOFTFÖR GERA AÐVART UM ELDSV0ÐA Menn, sem voru á flugi hátt í lofti yfir National Park, N. J„ sáu að kviknað var í hinu þjóðkunna National Park bænahúsi. Lækk- uðu þeir þá flugið og flugu rétt yfir næstu húsum, til að vekja eftirtekt þeirra er þar voru, á því sem var að gerast í nágrenninu. Þegar þeir sáu, að það hafði hepnast, fóru þeir leiðar sinnar. Eldurinn gerði $10,000 skaða. Tveir eldliðar meiddust og gerði tvo aðra ófæra til að hjálpa til að slökkva eldinn. DAINN Nýlátinn er í Regina, Sask., O. E. Mathieu biskup, einn af helztu mönnum kaþólsku kirkjunnar í Vestur-Canada, 75 ára að aldri. VETRARLEGRA Á sunnudaginn og mánudaginn i þessari viku, snjóaði víða í Sléttufylkjunum þremur og sum- staðar allmikið. í Winnipeg snjó- aði þó ekkert , en víða annarsstað- ar. Meiri snjór mun þó hafa fallið í Alberta og Saskatchewan, en í Manitoba. Er þetta fyrsta snjókoma á haustinu. Annars hefir tíðin verið framúrskarandi góð í alt haust, og er reyndar enn. Frá Islandi VlNBANNSLÖGIN ILLA HALDIN Á tólf mánuðum, sem enduðu 30. júní 1929, komu 110,655 mál fyrir dómstóla þá í Bandaríkjun- uip, sem sambandinu tilheyra. Dómstólar hinna einstöku ríkja komu hér ekki til greina. Af þess- um málum öllum voru 58,786, eða nokkuð meira en helmingur- inn, eitthvað í sambandi við brot gegn vínbannslögunum. Sjálfságt Aftakaveður í göngum. Reykjavík, 26. sept. Á mánudaginn var gerði aftaka- veður yfir Suður- og Vesturland. Voru gangnamenn þá komnir á fjöll og hreptu illviðrið og munu víða hafa verið hætt komnir. Hef- ir Mgbl. haft fregnir af þessum stöðum: Fjallgöngumenn Eyfellinga voru þennan dag staddir norður á Al- menningi, sem er afrétt þeirra Eyfellinga, og liggur fyrir norð- an Eyjafjallajökul. Var þar mjög vona veður. Þegar fram á dag- inn leið, hittu gangnamenn einn félaga sinn ósjálfbjarga. Var það unglingspiltur (19 ára) frá Yzta- Skála, Eyþór að nafni, sonur Sveins Jónssonar bónda. Eyþór hrestist nokkuð við komu þeirra félaga, og gat gengið með þeim um stund. En svo fór hann að kvarta um máttleysi og taka þá félagar hans hann og bera til skiftis, unz þeir ná til hesta sinna. Komust þeir svo með Eyþór vest- ur á Þórsmörk, í ból það er gangnamenn héldu til í. Þar reyndu þeir eftir mætti að hressa Eyþór við, dúðuðu hann í skinn- um og gáfu honum heitt að drekka. En hvernig sem þeir fóru að, gátu þeir við ekkert ráðið, — Eyþór dó í höndum þeirra. | Eyþór sál. var mesti myndar- og efnispiltur. Síðastliðinn vetur fór hann í útver og gat sér þar hið bezta orð Tveir aðrir unglingspiltar, er voru í göngu þessari, voru hætt komnir vegna kulda og vosbúðar. í Borgarfirði voru gangnamenn á fjalli þenna dag, og var þar sama illviðrið, dimmviðri og hríð. Týndist þá einn fjárleitarmaður- inn, Hjörleifur Vilhjálmsson frá Tungufelli í Lundarreykjadal. — Voru menn orðnir hræddir um hann, og var farið að undirbúa leit að honum. En laust eftir miðjan dag kom Hjörleifur að Botni í Botnsdal. Hann hafði vilst eitthvað, en áttaði sig fljótlega og Reykjavík, 5. okt. 28. f. m. gerði norðaustan bleytuhríð með roki og stórbrimi á áiglufirði. Voru bátar flestir í fiskiróðri, en er leið á daginn, komu allir, nema tveir. Strandaði annar þeirra, “Stígandi”, nálægt Haganesvík, en hinn lá með bil- aða vél þar nálægt. “Ægir” var á Siglufirði þennan dag. Fór hann til og bjargaði skipshöfn- inni af “Stíganda”, en dró hinn bátinn, “Sleipnir” til Siglufjarð- ar. Leikfélag Reykjavíkur hélt að- alfund sinn fyrra sunnudag. Var Friðfinnur Guðjónsson prentari kosinn formaður félagsins, Borg- þór Jósefsson bæjargjaldkeri var kosinn gjaldkeri, en Valur Gísla- son bankaritari kosinn ritari. Fé- lagið er nú að æfa þýzkan gam- anleik, “Spansfluguna”, og verð- u rhún sýnd í næstu viku. Sextugsafmæli átti í gær Þor- steinn Þorsteinsson skipstjóri og útgerðarmaður. Hann er einn stofnandi Slysavarnafélagsins, og ga'f því ásamt konu sinni nýlega fyrsta íslenzka björgunarbátinn, sem skírður var “Þorsteinn.” Samkvæmt samningi milli tog- araeigenda og Sjómannafélaksins sem nú gildir, átti kaupgjaid á togurum að haldast óbreytt næsta ár. ef samningum yrði ekki sagt upp fyrir 1. október. Báðir að- iljar hafa fallist á, að segja samn- ingnum ekki upp að þessu sinni, og verður því kaupið sama næstu 15 mánuði. Glímuflokkur Ármanns er nú á ferð í Þýzkalandi, og vekur glím- an hvarvetna hina mestu athygli. Hefir flokkurinn haldið sýningar víða um landið, þar á meðal í Kiel, Neumunster, Hamborg, Lu- berg, 'Rostock, Stettin', Prerow, Danzig, Berlin, Hannover, Bad Oeynhausen, Bielelfeld, Jena, Magdeburg, Leipzig, Nurnberg, Saarbruken, Trier, Bonn Mul- heim a. d„ Ruhr, Iserlohn, Elber- feld og Remscheid. Síðan ætlar flokkurinn líklega að sýna aftur í Hamborg og Berlin. — Svo illa vildi til, að tveir ágætir glímu- menn slösuðust í ferðinni, þeir Friðrik Jesson (prests Gíslasonar í Vestmannaeyjum) og Þoi'steinn Kristjánsson. Er“ Friðrik kominn hingað heim, en Þorsteinn, sem ekki meiddist eins mikið, er enn með flokknum. Leikfélag Akureyrar hefir ný- lega fengið 4000 kr. veitingu úr bæjarsjóði til að endurbæta leik- sviðið í sýningarhúsinu. Styrkur bæjarins hefir verið hækkaður úr 500 kr. í 1200 kr. og ríkissjóðs- styrkur úr 1000 kr. í 1500 kr. Fé- lagið æfir nú nýtt leikrit eftir Jón Björnsson ritstjóra. Heitir það “Tveir heimar.” Fiðrildið og ljósið Eftir Richard Beck. Fagurvængjað fiðrildi að kveldi flaug úr haustsins næðing inn um gluggann; geislar kertaljóss það gintu og seiddu; gullnum böndum skikkju nætur lögðu. Ljósið blaktir; vængja-gullinn gestur ginnist nær og seilist dýpra í logann, þar til glópsku sinnar gjald hann innir; gulli’ í sót er breytt — hann dauður fellur. Ertu, maður, fiðrildinu fremri ? Freista þín ei hvikir svika-eldar? Svíðurðu’ eigi sálar þinnar vængi sindur þeirra við — og brendur hnígur? — I tsir. austur að Gunnarsholti á Rangár- völlum á miðvikdaginn kemur. Þar verða þau í sandgræðslugirð- ingunni framvegis. Hefir Vigfús athugað bithagann þar og talið hann hentugan. Áformað er að 'koma þarna upp uxabúi. Hefir Búnaðarfél. íslands keypt 20 naut- kálfa, sem eiga að ganga úti unz þeir eru þriggja vetra. Eg lít svo á, að rétt sé að láta sauðnautin ganga þarna í nauta- hjörðinni framvegis, því að það kemur vart til mála að hleypa þeim lausum á fjöll. — Eru þau farin að venjast um- gengni við menn? — Já, Vigfús segist nú geta rek- ið þau hvert sem er. Hann hefir t. d. hýst þau í skýli, sem gert var fyrir þau, og gefið þeim mjólk. Hafa þau þrifist vel undir umsjá hans. — Mgbl. 29. sep. Ný Islandskvikmynd 40 ára prestskapar afmæli átti séra Ólafur Sæmundsson , Hraun- gerði 28. f. m. Færðu sóknarbörn hans þeim hjónum vandaðan skáp, gerðan a.f Ríkarði Jónssyni myndskera. — Vísir. SAUÐNAUTIN eiga framvegis að vera í sand- græðslugirðingu við Gunnarsholt á Rangárvöllum. Hinn danski kvikmyndasmiður, Leon Hansen, sem mönnum er hér kunnur meðal annars af Færeyja- myndinni, sem sýnd var í Rvík i fyrra, hefir ferðast um ísland í sumar, þriggja mánaða skeið, til þess að taka kvikmyndir. Hefir hann farið víða um land, bæði syðra og nyrðra og eins upp í óbygðir og valið marga fegurstu staði landsins til kvikmyndarinn- ar. Má t. d. nefna, að hann hefir verið í Krísuvík, á Þingvöllum, á Þórsmörk, uppi hjá Hvítárvatni, hjá Gullfossi, Goðafossi, Detti- fossi og Tröllafossi, í Ásbyrgi, í Vestmannaeyjum og miklu víðar. Þá hefir hann tekið margar mynd- ir af mannvirkjum hér á landi og eins af atvinnulífi þjóðarinnar, þorskveiðum, síldveiðum, bjarg- fuglaveiðum, heyskap o. s. frv. I Myndina hefir hann síðan sent ] út til framköllunar og er hingað kominn mestur hluti hennar — vantar aðeins nokkra seinustu kaflana. Verður myndin sýnd hér um næstu helgi. Leo Hansen hefir farið víða um heim til þess að taka kvikmyndir. Hann hefir ferðast um hin undur- fögru héruð í Ástralíu og Suður- Ameríku, skoðað fjallafegurð Sviss og komist í kynni við heim- skautalöndin og hafísinn. En hann segir, að hvergi í heimi hafi hann kynst annari eins náttúrufegurð eins og hér á Islandi. Hann lét svo um mælt við fréttaritara morgunblaðsins: — íslenzk náttúra er ólík öllu öðru, sem eg hefi séð um æfina. Hér er fegurð hennar, bæði í smáu og stóru, svo hrífandi, að mann brestur orð til þess að lýsa henni, eða þeim áhrifum, sem hún hefir á mann. Eg hefi gert mér far um að velja fagra staði til Stórkcstleg fjársvik í Danmösku Laust fyrir mánaðamótin ágúst og september, vöknuðu Kaup- mannahafnarbúar við þá fregn, að einn vel metinn borgari bæj- arins, Arendrup skrifstofustjóri í verzlunarráðuneytinu, hefði orð- ið bráðkvaddur. Blöðin fluttu vinsamlegar dán- arminningar um þenna vinsæla, glaðværa Hafnarbúa, sem um margra ára skeið hefði verið hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hann kom, og hefði verið svo hamingju- samur í lífinu, að eiga enga ó- vini. En brátt kom annað hljéð í strokkinn. Eftir fráfall hans urðu þess varir, að sparisjóðsinn- stæða ein, er hann hafði haft yf- ir að ráða, var um 34 miljón kr. minni en vera bar. Hann hefði sem sé verið stórþjófur. Blöðin sneru við blaðinu og birtu um hann allskonar vammir og skammir. Þá kom á daginn, að hann hefði skotið sig, er hann var viss um, að þjófnaðurinn hlyti að komast upp. Miljónafjórðungum hafði hann stolið úr sparisjóðsbók einni, er hann hafði með höndum, og var tilfærð í 1 milj. króna, er ríkis- sjóður hafði fengið frá ófriðar- árunum, og upp úr skipavátrygg- ingum. Upphæð þessi hefði ver- ið lögð til hliðar, og hafði hún verið utan við alla endurskoðun. En er pappírar Arendrups voru rannsakaðair, kom margt annað misjafnt í ljós. Samkvæmt síð- ustu fregnum hafa menn komist að raun um, að hann hafði í alt stolið nálægt % miljón króna. Aðferð hans var í sumum til- fellum sú, að hann fékk því til leiðar komið, að fjárveiting á fjárlögum, t. d. til skrifstofu þeirrar, er hann stjórnaði, var höfð hærri en nauðsyn bar til. Tók hann síðan alla upphæðina, sem veitt var, og stakk því á sig, sem umfram var þarfirnar. Þykir, sem vonlegt er, að end- urskoðun ijikissjóðsreikninganna hafi eigi verið sem nákvæmust, úr því starfsmenn geta stolið og rænt í svo stórum stil, sem Aran- drup. — Mgbl myndarinnar, en enginn finnur Síðan sauðnautin voru flutt af j það ja'fnglögt og eg, hvað mynda- Austurvelli, hafa þau sem kunn- vélin er ófullkomið áhald til þess ugt er verið uppi í Mosfellsssveit. Hefir Vigfús Sigurðsson gætt þeirra þar. Mgbl. átti í gær tal við Sig. Sig- urðsson búnaðarmálastjóra, og spurði hann hvað gera ætti af sauðnautunum. — Þau verða flutt, sagði hann, að spegla hina dásamlegu nátt- úrufegurð íslands. Á myndunum verður alt eins og svipur hjá sjón. En þó er eg viss um það, að hvar í heimi sem eg sýni þessa mynd, mun hún vekja undrun og aðdáun vegna| náttúrufegurðar- innar. — Mgbl. 6. okt. Walker Leikhúsið. Stratford-upon-Avon liekfélag- er nú í annað sinn að ferðast um Canada og Bandaríkin, og verður það í Walker leikhú'sinu í Winni- peg vikuna sem byrjar mánudag- inn, hinn 4. nóvember. Leikfélagi þessu var með afbrigðum vel tek- ið, þegar það var hér í fyrra, og má vænta, að svo verði enn. Leikendurnir eru flestir hinir sömu og í 'fyrra, og munu flestir, sem leikhús sækja í Winnipeg, kannast við hve ágætlega þeir leysa hlutverk sín af hendi. Þó má geta þess, að í hópinn hefir bæzt Miss Fabian Drake, sem er ágæt leikkona og hefir unnið sér mikið álit í London og víðar. Leikirnir koma í þeirri röð, sem hér segir “Twelfth Night,” “Ro- meo and Juliet”, “Julius Caesar”, “The Merry Wives of Windson”, “Hamlet,” “Much Ado About Nothing”, “Macbeth”, og “A Mid- summer Night’s Dream.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.