Lögberg - 31.10.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.10.1929, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1929. Högberg GefiÖ út hvern fimludag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 8172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, ln the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. ooc=>o< Stjórnarskifti á Frakklandi verður samt ekki deilt, aÖ sem stjórnmálaleið- togi virðist hann í seinni tíð hafa verið að tapa haldi á kjósendum þjóðarinnar jafnt og þétt. Þó er persóna hans slík, að þjóðin virðist ekki geta án hans verið, er vanda ber að höndum. Nú hefir myndun nýs ráðuneytis, verið fal- in á hendur leiðtoga hinna róttækari jafnaðar- manna, Eklouard Daladier, hvernig svo sem hon- um kann að takast til. Er mælt, að hann eigi við margvíslega örðugleika afli að etja, hvað því viðvíkur, að sameina þá hina ýmsu flokka, er valdir voru að falli stjórnarinnar. Hefir Da- ladier, að sögn, farið þess á leit við Briand, að hann takist á hendur forvstu utanríkismálanna, í hinu væntanlega ráðuneyti. Því virðist ærið alment spáð, að ekki muni næsta ráðuneyti Frakka ellidautt verða. Eru flokkar þeir, er það verður að leita stuðnings til, svo sundurleitir, að um framtíðar samvinnu getur tæpast orðið að ræða. Líknarsamlag Winnipegborgar Canada framtíðarlandið Hjúkrunarstarfsemi Eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu, þá hefir ráðuneyti það, er Aristide Briand veitti forstöðu, orðið að leggja niður völd. Að vísu hafði ráðuneytinu ekki verið hugað langlífi, en að dagar þess yrðu svona snögglega taldir, mun fáa hafa órað fyrir. Ekki var það neitt stórmál, er kom stjórninni á kné, heldur í rauninni að eins lítilfjörlegt formsatriði. Meiri hluti sá, er reið ráðuneyt- inu að fullu, var næsta lítill, eða aðeins ellefu atkvæði. í ræðu sinni gegn vantraustsyfirlýsingunni, benti Briand á það með skýrum rökum, að ráðu- neyti sitt hefði aðallega verið myndað með það fyrir augum, að tryggja framgang skaðabóta- sáttmála þess, er kendur er við Young, sem og Hague samþyktarinnar. Kvað stjómarfor- maður sér það engan veginn verulegt kapps- mál, að halda völdum, en tjáðist þó ógjarna vilja víkja úr sessi, fyr en fjármála frumvarp stjómarinnar væri að mestu útrætt. Að því loknu, gæti þingið tekið til alvarlegrar íhugunar skaðabótamálið, sem og heimflutning setuliðs- ins í Rínarhéruðunum. Mælsku Briands hefir löngum verið við- brugðið, og er það mælt, að í þetta sinn hafi hann haldið eina sína allra snjöllustu ræðu. Þrátt fyrir það, 'tókst honum ekki undir knng- umstæðunum, að sannfæra mótstöðumenn sína. Ekki lcvað Briand það vera nokkurt vafamál, að þingið hefði í rauninni lýst trausti sínu á stjórninni fyrir nokkru, með það fyrir augum, að veita henni svigrúm til að hrinda í fram- kvæmd þeim stórmálum, er nú hafa verið nefnd. Slíkt traust gæti þingið ekki með nokkr- um hætti afturkallað. En alt kom fyrir ekki; meiri hlutinn daufheyrðist við röksemdafærslu forsætisráðgjafans, og afréð að steypa stjórn- inni af stóli, hvað svo sem það kostaði. Há- marki sínu náði andspyrnan gegn Briand og ráðuneyti hans, þegar fimtíu og fimm illvígar fyrirspurnir til stjórnarinnar, birtust á dag- skrá þingsins í einu. Að eins ein þeirra fékst rædd, eða sú, sem að landbúnaðarmálunum laut. Hinir róttækari vinstrimenn, kröfðust þess með ákafa miklum, að fjármálastefna stjórnar- innar yrði tekin til alvarlegrar íhugunar. Hömruðu þeir það óvægilega fram, að stjórnin hefði gersamlega brugðist trausti þjóðarinnar, hvað skattamálin áhrærði. Hún hefði hvað of- an í annað lofað ákveðinni lækkun skatta, en á þessu sviði sem öðrum, hefði hún látið alt lenda við orðin tóm. Lækkanir þær, er stjórnin hefði hrundið í framkvæmd í stöku greínum, hefðu staðið í öldungis öfugu hlutfalli við aukna, efnalega velmegun þjóðarinnar. Allmargir úr flokki íhaldsmanna, hölluðust á sömu sveifina og töldu stjómina hafa fyrir- gert trausti sínu, einkum og sérílagi með til- liti til utanrílrismálanna. Hefði hún á því sviði hröklast frá einni stefnunni til annarar, unz svo hefði verið komið, að stefnuleysið eitt hefði verið orðið hennar aðaleinkenni. Ekki virtust stjórnarandstæðingar hafa upp á mikið betra að bjóða, en þeir voru samtaka, og reið það baggamuninn. Stjómin varð undir, og Briand beiddist samstundis lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Þau hafa ekki öll orðið langlíf, ráðuneytin á Frakklandi í seinni tíð. Frá því er styrjöld- inni miklu sleit, hefir mátt telja stjómarskifti á Frakklandi með daglegum viðburðum. Hefir það verið svo vanþakklátt verk, að hafa stjórn- arforvstu með höndum, að lítt hefir verið eftir því sózt. Poincaré mun hafa verið sá maður- inn, er leiknastur var í því, að sameina hina ýmsu, sundurleitu, flokka og knýja þá til sam- vinnu. Bygði hann afstöðu sína á því, að mál þau, er til úrslita lægju, væm í eðli sínu svo mikilvæg, að enginn einn flokkur gæti komið þeim í viðunanlegt horf. Meðan hann hélt um stjómvölinn, tók fjárhagur þjóðarinnar feyki- legum breytingum til hins betra, enda hefir hann lengi haft orð á sér fyrir að vera einn af allra glöggskygnustu fjármálamönnum hinnar frönsku þjóðar. Persónulegra vinsælda hefir Briand ávalt notið með þjóð sinni, og nýtur enn. Um hitt Engin dauðleg mannvera, getur nokkura sinni haft veglegra hlutverk með höndum en það, að lina þjáningar sjúkra og veita sólskini inn í líf þeirra, sem horfast í augu við dapur- leik einstæðingsskaparins. Á yfirstandandi tímum, hvað sem um þá má að öðru leyti segja, er meiri rækt lögð við manmxðarmálin en nokkru sinni fyr í sögu mannkynsins. Nú er það ekki lengur einskorð- að við efnamennina eina, að verða sæmilegrar hjúkranar aðnjótandi, er sjúkdómsstríð ber að höndum, heldur hefir málunum þokað svo á- fram í rétta átt, að manngreinarálit í þessu til- liti, er að mestu leyti horfið úr sögunni. Sá umkomulausi er nú ekki skilinn eftir umhyggju- laus við þjóðveginn, heldur vaka yfir honum hvítklæddir verndarenglar í þeim tilgangi, að hugga liann og lina þjáningar hans. Auk á- gætrar læknishjálpar, vaka yfir hvílu hans æfðar hjúkrunarkonur, er það göfuga hlutverk hafa valið sér í lífinu, að hlynna að sjúkum og sorgmæddum. Kona ein hér í borginni, Lilly N. Gray, sú, er yfirumsjón hefir með því félagi hjúkranar- kvenna, er Victorian Order of Nurses nefnist, leit inn á skrifstofu vora í vikunni, sem leið, og átti við oss ítarlegt tal um hjúkranarmálin í heild, og starf það, er félag hennar inti af hendi hér í borginni. Kvað hún sér það sér- stakt áhugamál, að kynnast íslendingum hér í bænum, og veita þeim upplýsingar um starf- semi sína og félagssystra sinna. Lét hún þess jafnframt getið, að innan vébanda félagsskap- ar sfns, væra nokkrar ágætar, íslenzkar hjúkr- unarkonur, er leyst hefðu af hendi fyrirmynd- arstarf, og væra ávalt til þess boðnar og búnar, að vitja sjúkra samlanda sinna og liðsinna þeim eftir beztu föngum. Miss Gray kvað sér vera einkar ant um það, að íslendingar létu sér skiljast, að félags- skapur sá, er hún hefir yfiramsjón með, væri ekki starfræktur í hagsmuna skyni, heldur með það eitt fyrir augum, að hlynna að sjúkum og sorgmæddum. “Það stendur öldungis á sama,” sagði Miss Gray, “hvort sjúklingur er allslaus eða ekki, við heimsækjum hann og hjúkram honum samt. Hér í íborginni era vafalaust margir, sem vit ( ekki af því, að stofnun oíkkar sé til. Til þess að íslendingar viti að minsta kosti eitthvað um starfsemi okkar, snerum við okkur til Lög- bergs. ’ ’ Hjúkranarfélag þetta, Victorian Order of Nurses, var stofnað árið 1897, með sextán með- limum. Nú hefir það í þjónustu sinni yfir 300 æfðar hjúkranarkonur, útskrifaðar af allra fullkomnustu sjúkrahúsum hinnar canadisku þjóðar. Nytsamt æfistarf Dagana frá 4. til 9. nóvember næstkomandi, fer fram fjársöfnun fyrir líknarsamlag Winnipeg- borgar, Federated Budget. Stofnun þessi hef- ir nú verið starfrækt um allmörg undanfarin ár, og hefir án efa gefist vel. Henni hefir ver- ið vel stjórnað, og þess vegna hefir hún unmð sér traust almennings. Alls eru það tuttugu og fimm líknar- og mannúðarstofnanir, er njóta fjárhagslegs stuðnings frá þessu allsherjar líknarsambandi. Era það þær, sem hér segir: The Benedictine Orphanage, The Canadian National Institute for the Blind, T'he Children’s Aid Society of Winnipeg, The The Children’s Bureau of Win- nipeg, The Children’s Home of Winnipeg, The Children’s Hospital of Winnipeg, Convalescent Hospital, Home Welfare Association, Infants’ Home (St. Norbert), Jewish Old Folks’ Home, Jewish Orphanage and Children’s Aid, Joan of Arc Home, Kindergarten Settlement As- sociation, Knowles School for Boys, Mothers’ Association of Winnipeg, Old Folks’ Home (Middlechurch), Providence Shelter, St. Agnes Priory, St. Boniface Orphanage and Old Folks’ Home, St. Joseph’s Orphanage, Victoria Hos- pital, Victorian Order of Nurses, Winnipeg General Hospital, Young Men’s iChristian As- sociation, Young Women’s Cliristian Associa- tion. i Stofnanir þær, sem nú hafa nefndar verið, era hver út af fyrir sig, hinar nauðsynlegustu, og vinna árlega mörg og mikilvæg mannúðar- verk í þarfir bæjarfélags vors. Þær eiga því skýlausa heimting á samúð og fjárhagslegu liðsinni bæjarbúa. Islendingar hafa sjaldnast verið eftirbátar annara þjóðflo'kka, er til þess kom, að rétta fram örláta hendi og skipa sér undir fána mann- úðarmálanna. Þeir verða það heldur ekki að þessu sinni, frekar en endranær. Heimilisréttarbýli í vikunni, sem leið, efndi Henry Ford til veglegs samsætis að heimili sínu, Dearbom, Mieh., í heiðurs skyni við hugvitsmanninn víð- fræga, Thomas Edison. Vora þá liðin fimmtíu ár frá þeim tíma, er Edison fann upp raflamp- ann. Um fimm hundrað forystumenn amer- isku þjóðarinnar, sátu samsætið, þar á meðal Hoover forseti, er mælti fyrir minni heiðurs- gestsins. Thomas Edison, er maður hniginn mjög að aldri, kominn nokkuð yfir áttrætt. Tekihn er hann nOkkuð að bila á heilsu, sem ekki er mót- von, eftir alt það feikna staf, er hann hefir af- kastað, á sirmi löngu og lærdómsríku æfi. Sennilega hefir aldrei nokkur einasti mað- ur, náð jafn-langt í rfki uppgötvananna, som Thomas Edison. Má hann vafalaust teljast einn af áhrifamestu velgerðamönnum mann- kynsins. Hann hefir ekki falið ljós sitt undir mælikeri. Starf hans alt hefir hnigið að því, að vitka mannkynið og fegra umhverfi þess. Hann hefir sótt eldinn með Prómeþeifi, og lýst svo upp mannheima, að andnesja og öræfabýli, njóta sömu ljósadýrðar og skrúðlýst konungs- höll. Þau era vafalaust ekki mörg heimilin, nú á dögum, er eigi bera að einhverju leyti minjar Thomasar Edison’s. Þau eiga ljósadýrðina honum að þakka, sem og hljómvélina, ásamt mörgu fleira. Vafalaust hafa margir Canadabúar skemt sér við að lesa í blöðunum, samtal það, er átti sér stað milli Hon. Evans Morgan, sonar eins allra auðugasta aðalsmanns á Bretlandi, og blaðamanns nokkurs í Montreal. Þessi auðugi, ungi iaðalsmannssonur, furðaði sig mjög á því, hve lítið væri um þægindi í Canada, og hve mannúðarmálunum væri lítill gaumur gef- inn. 'Taldi hann það ekki koma til nokkurra mála, að Engil-Saxar gætu látið sér til hugar feoma, að flytja til Peaoe River héraðsins, sök- um þesé, hve fátt væri þar almennra lífsþæg- inda, og hve einmanaleg þau svæði væru. Vafa- laust hefir þessi ungi auðmaður fundið til nokk- urs mismunar á kjöram heimilisréttarbænda á sléttunum vestrænu, og þægindum þeim, er hann að líkindum sjálfur hefir notið á arfleifð feðra sinna, þar sem hann hefir aldrei þurft að drepa hendi sinni í kalt vatn, og gat fengið allar sínar óskir uppfyltar fyrirhafnarlaust. En hann þurfti þó áreiðanlega ekki að leita langt yfir skamt. Heima í hans eigin landi, Englandi, era þúsundir fjölskyldna, er fara árlega á mis við flest þau þægindi, er heimilisréttarbændur njóta í Vestur-Canada. Vera má, að líf ýmsra Breta heima fyrir, sé margbrotnara, en fram- tíð þeirra er þó hvergi nærri eins gíæsileg og framtíð heimilisréttarbændanna í Sléttufylkj- unum, margra hverra. Ef Mr. Morgan hefði litast vandlega um, er engan veginn óhugsandi, að hann hefði komið auga á þá staðreynd, að víðsvegar um sléttu- fylkin, er að finna fjölda brezkra fjölskyldna, er þrátt fyrir einangrun þá, er hann ræðir um, era komnar í ágætar kringumstæður og una hag sínum hið bezta. Eigi aðeins í hinum canadisku Sléttufylkj- um, heldur einnig í svo að segja öllum öðram samlendum Breta, er að finna brezka menn, er rutt hafa sér brautargengi undir kringumstæð- um, sem margoft vora örðugri en þær, sem ný- bypTg'.jar hér í landi glímdu við og yfirbuguðu. Það var slík tegund 'brezkra manna og brezkra kvenna, er bygði upp hið volduga þjóðakerfi, er myndar brezka heimsveldið, og lagði grand- völlinn að nýlendu fyrirkomulagi Breta. Eins og reyndar gefur að skilja, er ástæðu- laust að gera sér áhyggjur út af því, hvað ein- hver aðalsmannssonur, sem aldrei hefir drep- ið hendi sinni í kalt vatn, og aldrei ætlaði sér að taka handtak hér í landi, kann að láta sér um munn fara, þegar heim kemur. Slíkt getur ekki undir nokkram kringumstæðum orðið þungt á metunum. Alþjóð manna er fyrir löngu kunnugt um það, að hér í landi bjóðast hraustu og vinnugefnu fólki betri tœkifæri til afkomu, en nokkurs staðar annars staðar í víðri veröld. Með þessu er það þó engan veginn sagt, að hver einasti innflytjandi verði auðugur á svip- stundu. Samt sem áður verður því eigi móti mælt, að hér era fyrir hendi betri tækifæri til efnalegrar velmegunar, en í nokkra öðra landi. Canada skortir ekki innflytjendur. Þeir streyma hingað alveg eins ört, og unt er að koma þeim fvrir. Þess vegna er það öldungis óþarft fyrir innflutningsdeildina, að eyða stór- um upphæðum af fé canadiskra gjaklenda, til þess að hrúga innflvtjendum inn í landið að sinni. — Coimtry Guide. Svo má heita, að sama regla gildi í Alberta og hinum fylkjum sambandsins, að hví er útmæling áhrærir. Var byrjað að mæla frá landamerkjalínu Bandaríkjanna. Hin stærri útmældu svæði, er section, eða fermílur af landi, er taka yfir 640 ekrur. Sérhvert township, þannig mælt út, inni- heldur 36 sections, eða 23,000 ekr- ur. Spildum þeim, er sections kallast, er svo aftur skift í fjórð- unga, eða 160 ekra býli. Héraðsvegir í fylkinu mega á- gætir kallast, enda hefir verið til þeirra varið miklu fé, bæði frá sveita, sambands og fylkisstjórn- um. Fylkið saman stendur af borg- um, bæjum, þorpum og sveitar- félögum, er hafa sína eigin fram- kvæmdarstjórn, að því er heima- málefni áhrærir. Alls eru sex borgir í fylkinu. Er þeim stjórn- að af borgarstjóra og bæjarráðs- mönnum, kjörnum I almennum kosningum. Þó er stjórnarfyr- irkomulag borganna sumstaðar talsvert mismunandi. Sérhverri borg er stjórnað samkvæmt lög- giltri regiugjörð eða grundvallar- lögum. — Bæjum er stjórnað af bæjarstjórn og sex fulltrúum, en þorpunum stýra oddvitar ásamt þrem kosnum ráðsmönnum. — Lög þau, eða reglugerðir, sem bæjum og þorpum ber að hegða sér eftir, nefnast The Town Act og The Village Act. Sveitarfélög eru löggilt af fylkisstjórn, eða stjórnardeild þeirri, er með höndum hefir eft- irlit með héraðsmálefnum — Municipal Affairs — samkvæmt bænanskrá frá kjósendum, er í bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar- félagi er stjórnað af sex þar til kjörnum ráðsmönnum, og er for- maður þeirra nefndur sveitarodd- viti. Sveitarfélög, sem eru að byggj- ast en hafa eigi hlotið löggild- ingu, standa undir beinu eftirliti fylkisstjórnarinnar. Eins og í hinum Sléttufylkjun- um, er að finna í Alberta allar nútíðar-menningarstofnanir, svo sem bókasöfn, sjúkrahús, skóla og kirkjur. Eru barna og unglinga- skólar í hverju löggiltu bæjar- eða sveitarfélagi, svo og gagnfræða- skólar, kennaraskólar, iðnskólar; enn fremur landbúnaðar og verzl- unarskólar, er njóta góðs styrks frá stjórninni. Skólahéruð má stofna, þar sem eigi búa færri en fjórir fast-búsettir gjaldendur, og eigi færri en átta börn frá fimm til átta heimilum. Skylt er öllum foreldrum að láta börn sín sækja skóla, þar til þau hafa náð fimtán ára aldri. Heimilað er og sam- kvæmt lögum að láta reisa íbúð- arhús handa kennurum á kostnað hins opinbera, þar sem svo býður við að horfa, og nauðsynlegt þyk- ir vera. Skólaháruðum fer fjölgandi jafnt og þétt, og er ekkert til sparað, að koma mentastofnunum fýlkisins í sem allra bezt horf. Á landbúnaðarskólunum nema bændaefnin vísindalegar og verk- legar aðferðir í búnaði, en stúlk- um er kend hússtjórn og heimilis- vísindi. Réttur minnihlutans er trygð- ur með sérskólum, sem standa undir eftirliti fylkisstjórnarinn- ar, enda verður auk hinna sér- stöku greina, að kenna þar allar hinar sömu námsgreinir, sem eru kendar í skólum þeim, sem eru fylkiseign. f borgum og bæjum eru gagn- fræða og kennaraskólar og í sum- um þorpum einnig. — Mentamála- deild fylkisstjórnarinnar hefir að- al umsjón með skólakerfinu, ann- ast um að fyrirmælum skólalag- anna sé stranglega framfylgt. — Þrír kennaraskólar eru í fylkinu: í Edmonton, í Calgary og í Cam- rose. Verða öll kennaraefni, lög- um samkvæmt, að ganga á náms- skeið, þar sem kend eru undir- stöðuatriði í akuryrkju. Háskóli í Alberta er í Suður- Edmonton. Eru þar kendar allar algengar vísindagreinar, er kraf- ist er að þeir nemi, er émbætti vilja fá í þjónustu hins opin- bera. í fylkinu eru sex skólar, er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að veita 'sveitapiítum og stúlkum tilsögn í grundvallarat- riðum landbúnaðarins, svo sem akuryrkju, húsdýrarækt, mjólkur- meðferð og ostagerð, enn fremur bókfærslu, er við kemur heimilis- haldi. Skólar þessir eru í Ver- million, Olds, Claresholm, Ray- mond, Gliechen og Youngstown. Námsskeið fyrir bændur eru haldin á ári hverju við landbún- aðarskólana, og fer aðsókn að þeim mjög vaxandi. Frá leiðangri “Gottu” Xjtdráttur úr dagbók Baldvins Björnssonar, skipverja á Græn- landsfarinu “Gotta”: I dag, þann 4. júlí, er blæjalogn og blíðviðri í Reykjavík. — Við liggjum á ytri höfninni, vegna þess, að skipið er fermt jarðolíu og bensíni. Eg hefi orðið þess var, að ís- lendinga fýsti til Grænlands. Einn meðal þeirra er eg, og tel eg mig heppinn, að hafa tekið þátt í þess- um leiðangri. Það er ætlun mín, að skýra frá ferðalaginu í fáum dráttum. Eins og áður er sagt, fórum við frá Reykjavík 4. júlí, og fengum við hagstætt veður vestur með landi. Var það og ráðið, að fara til ísafjarðar, til þess að fá ráðið bót á loftskeytatækjum okkar, sem okkur virtust vera ótrygg. Frá ísafirði lögðum við af stað þann 6. júlí, og sigldum ágætt leiði norður að Horni. 11 mílur út frá Horni sáum við glitta í ís og 2T sjómílur -þagan vorum við komnir út að ísröndinni og alt frá þeim tíma höfðum við aðkenning af ís, alla leið til Grænlands. 1 Grænlandshafinu og fyrir norð- an; 70 gr. fer að verða afar lítið um dýralíf. Fuglar eru þar fáir. Þar er helzt fýlungi, rita, lundi og hákallaskúmar. Þó sá eg nokkra háhyrninga, hvítfugl og virtist á þeim stað vera síld. Þarna norð- ur frá eru kyrrviðri og skiftast á sólskin og þoka. Á sólskinsdög- um var hitinn 4—8 stig á Celsíus. Þess skal þegar getið, að þá er út í ísinn kom, var haftyrðillinn þvínær eina dýrið, sem við sáum. Hann er minni en teista, en að út- liti svipaður svartfugli, og virtist mér, eftir að við höfðum verið innilokaðir lengri tíma í ísnum, að hafa mætti flugleiðir hans að miklu sem leiðarvísir, því hann flýgur til lands á kvöldin, en til hafs að morgni, og leitast auð- sjáanlega við að ferðast um auðar vakir. Ekki hefi eg enn skilið á hverju fugl og selur nærist þar norður í höfunum. Af æti þar sá eg ekki annað en hvítan orm á stærð við hringorma í fiski. Þarna norður frá, um það bil að kemur norður fyrir 75. gr.. norðlægrar breiddar — en nyrzt fórum við á 75. gr. 44 mín., — fer að bera afar mikið á hillingum f ísnum, sem er ein einasta breiða,. undarlega lítil að sjá. Manni virð- ist þarna sem maður sé á stórum, hvítum dúk, demöntum stráðum, með himinháum veggjum alt í kring. Hillingamar eru svo sterk- ar, að fjöllin speglast oft á höfði, en ísinn virðist að sjá fyrir ofan þau. Smáar vakir virðast sem stórt haf uppi á himninum, og selahópar á ísnum sjást eins og svartir dílar hátt í lofti. Norð- menn nota mikið þá aðferð við sela veiðar þar norður frá, að skygn- ast eftir hillingum í lofti. Á ísnum sáum við brátt bjarn- dýrabrautir og kom þá veiðihugur í kænustu skytturnar, enda fengu þeir brátt að svala veiðiþorstan- um, því að nú sáum við hvertr. bjarndýrið eftir annað. Við sáum II dýr alls, en drápum 9 þeirra og- má á því mark taka, að íslending- ar eru ekki lakari skyttur en aðr- ir, því að norska skipið Heimland I, sem við hittum nokkru seinna í ísnum, með 9 enska æfintýra- menn um borð, hafði fengið fjög- ur bjarndýr, en eftir sögusögn þeirra, höfðu þeir séð á einum degi sjö dýr. Þegar eg get um þetta skip, þá verð eg að taka það fram, að það var okkur til gleði og gæfu. Skip- verjar allir — bæði hinir norsku og ensku — reyndust okkur í hví- vetna hinir prýðilegustu förunaut- ar, og er vafi á, að við hefðum náð landi í Grænlandi, hefðu við ekki hitt þetta gæfusamlega skip. Skipstjóri þess, Jacobsen, fríður maður og mikill ásýndum, tjáði okkur, að hann hefði í 20 ár sam- fleytt barist við ísinn. Þess skal og getið, að bróðir hans er farar- stjóri leiðangurs þess, er gerður var út til þess að leita að Nobile- flokknum í sumar og kendur er við Albertini.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.