Lögberg


Lögberg - 14.11.1929, Qupperneq 2

Lögberg - 14.11.1929, Qupperneq 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1929. SIGRUNARKVIÐA eftir JÓN A. HJALTALÍN. (oAt 1868) og flutt Victoríu Englandsdrotningu í Windsor Castle 9. apríl 1868. Afrit í Lbs. 565 8vo gert af Finni Jónssyni, prófessor, á skólaárum hans í Reykjavik. Heil sértu Sigrún siklings stóli á, kveðr þik greppr af grundu ísa ok orlofs bíðr óð at færa svá sem endr í árdaga, Egill ok Gunnlögr Englands drottnum Ijóð fluttu er í lýða minni enn eru uppi ok æ munu lifa. Ár var alda þá er á Englafoldu stigu Nornir niðr ok nýt spjöll sómdu, réðu ráðum, rekkum skópu aldr ok örlög þeim er enginn rennir. Fróð svá mælti en fyrsta Norn: “Hvat er með Englum öðru nýrra? Hví ljóma lðnd? Hví leiftrar máni. Hví brosir sunna bjartar en áðr? “Tíðindi ek veit,” tjáði önnur, “boða tákn þessi blið ár þjóðum, frið ok fagnað ■þann er flesta gleðr, forn eru spjöll fleira ek segjast.” Þá kvað en þriðja: “þessi ek kann fræði öll og fyrirburði: borin er mær á Breta grundu, hún mun hamingju höldum færa.” Hugstór var Sigrún frá Sevafjöllum, hvít und hjálmi hildi vakti, sverði veifði, sigur um færði öðlingi ítrum at ímun harðri. Nú mega seggir Sigrúnu líta endurborna á Englafoldu, þótt sverði veifat mun hún sigur færa, hraustum þegnum, hugstór kona. Fram sé ek örlög ítrar meyjar, mun hún höfut mætrar þjóðar og ríkastrar und röðultjaldi vara mær borin meiri giftu. Tíðir Breta tign at veita svanna frumungum at sjóla dauðum. Haps þeir væntu af hennar forystu, verðr þeim at vánum veit ek fræði. Þjóða sælastir þeir und sólu munu verða er megu lúta. Ber hún ægishjálm yfir þegnum, varðar fjendum sá frið at skerða. Friðr mun festast, frelsi rýmka, framfarir dafna, fróðleikr aukast, ósiðir afmást ok aldamein undir Sigrúnar sigurhjálmi. Svá mun vítt hennar veldi standa at sól aldregi sígr til viðar, eldr í djúpan mar um dimma grímu í löndum öllum er lúta henni. Fjðlga munu þegnar í fjarrum löndum, óvina lið alt mun hörfa, þar er meykonungs merki stendur fremst í fylkingu í fólkorustu. Sendu Siklingar um salta vegu heilagar kveðjur horskum svanna. Orðstír flýgur til yztu skauta meykonungs ungs marvarðrar eyjar, Verða mun hún brúðr ok ver sér kjósa þann er buðlunga er beztur und sólu. Er hann af sama ættstofni runninn, vara snjállari snillingr borinn. Hneigjast hugir hvors til annars, ok svá fast þau saman binda, at í tveim brjóstum eitt líf virðist, sælli gat eigi sambúð tveggja. Arfar fríðir foreldri kæta, vaxa ok dafna sem á velli rós. Sælu sannri Sigrún vefr bónda ok börn, bezt er hún vífa. Móðir er hún bezt, at mæður fái þaðan dregit dæmi fagrt, sú er fegursta fegurð .meykonungs, sú er blessun bezt byggðum lands. Sú er blessun betri enn blóðgir fjendr ok sigrfánar sverði teknir, öðlingar hraktir af óðulum, þjóðir ánauðgar ok ofrþjáðar. Hryggir mik harmspár telja, en engi má fyr örlög komast, svift verðr Sigrún sælu ok yndi, leitt verðr líf at lofðung dauðum. Harmr verðr í höllu ok í hreysi sorg, kvein í koti, kyrð á strætum, þá er dróttir dýrsta móður sútum vafða í sölum vita. Megit svá marka mætrar vinsældir, hverjum finst þegni at hjarta borinn harmr hátignar sem hans vaéri, bót er þat rauna þótt beizkar sé. Eftirro arfar Alberts góða, er hugga megi hrelda móður. Eftirro þegnar, er allgjarna vildu líf láta fyrir ljúfa móður. Man þat harm Iétta hugstórri kván, velferð yfir vaka þeirra, geymast gjöld þess gulli betri, firnast aldregi fjársjóðir þeir. Munu byggvendr Breta jarðar meðan ofar er ægisstraumum Sigrúnu muna hina sigrsælu, mun Iof hennar í munni hverjum. Björg Bretlands, þitt mun blessað nafn víðar um áttir und vindheims boga. Áðr mun í ægi sú hin aldna fold algræn sökkva, en þinn orðstír glejmiist. Megir þínir munu löndum lengi ráða ok láni stýra. Fylgja mun gipta góðrar móður ítru afsprengi, —ek mun þagna.” Spjöll svá þuldi in spaka Norn, sagði sannar spár er sízt brugðust. Hafit heilar hljóð mér veitt, ok fornum hlýtt fræðum skálda. * * * Jón A. Hjaltalín mun vera síð- astur íslendinga, er gengið hefir fyrir erlendan þjóðhöfðingja og flutt kvæði að fomum sið. — Þeir er kyntust Hjaltalín ekki fyr en eftir heimkomu hans frá Englandi 1880, urðu þss lítt varir að hann hefði fengist við skáldskap; munu þeir þó hafa gaman af að sjá nú “Sigrúnarkviðu” hans. Hann var í Englandi um hríð, við þröngan kost, en eftir að Victoria drotn- ing veitti honum áheym, urðu all- ir vegir greiðari.—Árið 1868 var Victoria 49 ára að aldri, en hafði verið drotning Breta í 31 ár.. Ár- ið 1840 gekk hún að eiga Albert prins af Sachsen-Koburg-Gotha. En hann dó árið 1861. Þau eign- uðust 9 böra. — Lesb Mgbl. Réttaferð fyrir 62 árum Gamall sveitamaður segir frá. Eg vaknaði snemma þriðjudags- morguninn í tuttugustu og annari viku sumars, nú síðastliðið, og vaknaði við það, að landsynnings- rokið og rigningin dundi á glugg- anum. Af því að eg er einlægt engu síður sveitamaður en kaup- staðar, þá hugsaði eg þegar sem svo: “Þeir fá slæmt réttarveðúr í dag, Mosfellssveitungarnir.” Jafn- framt kom mér þá líka í hug hin fyrsta réttaferð mín á æfinni, en hana fór eg, er eg var réttra 12 ára, að mig minnir. Mér hafði verið heitið því um sumarið, að eg skyldi fá að fara í Kambsrétt um haustið, ef eg ýrði duglegur um sláttinn og ekki tiltakanlega íþægur. Kambsrétt var uppi í- Seljadal, all-langt fyr- ir ofan Miðal; eg lifði sæll við þetta fyrirheit alt sumarið, og lagði stund á, að brjóta það ekki af mér. Fyrir 60 árum var margt öðru- vísi en nú er, minni kröfur um flesta hluti og fátt um skemtanir. Um réttir hafði eg heyrt talað sem dýrðlega hátíð, er gengi næst jólunum, þó nokkuð væri á aðra leið; þar væri mikill fjöldi manna saman kominn, og margir væru fullir, að minsta kosti stundum, og ekki sízt, ef þar væri margt af Reykvíkingum; yrðu oft lelks- lokin þau, að alt lenti.í meirihátt- ar áflogum; væru þá oft ýmsir mdð glóðaraugu næstu daga á eftir, eða með plástra á nefinu. Mig kitlaði allan, þegar eg heyrði frá þessu* sagt, og hugsaði sem svo, að það væri mikið á sig leggj- andi til að fá einu sinni að horfa upp á alla þessa dýrð; einkum var mér ríkust í huga umhugsunin um glóðaraugun og plástrana á nef- inu. Mér lá við að öfunda í huga mínum þá, sem bæru þessi bar- dagamerki að loknum réttum; líkti eg þeim í huga mínum við hetjurnar í fomsögunum, svo sem Gretti Ásmundsson, Skarphéðinn og aðrar fornaldarhetjur; og það flögraði eitthvað að mér, að ekki væri nú að vita, nema eg yrði einhvern tíma svo mikill maður, að eg kæmi heim úr réttunum með glóðarauga og stóran plástur yfir alt nefið. — Þá skyldi eg nú heldur vera maður með mönnum, og ekki láta alla vaða ofan í mig! Út frá þessum hugsunum. sofnaði eg margt kvöldið um sumarið, og dreymdi þá á næturna, ekki um annað en eintóm glóðaraugu og stóra plástra á nefinu. Annars hafði eg á þessum aldrl sjaldan séð drukkinn mann, nema þrjá karla og eina kerlingu, Jón blánef, Eyjólf skalla, Ólaf spóa og EIsu gömlu. ölj þessi hjú voru virktavinir mínir, og fengu sér stundum “neðan í því”; en þau voru öll orðin gömul, og lítið “fútt” orðið í þeim, og um glóð- arauga eða plástur á nefi var aldrei að tala, hvering sem við strákarnir reyndum að etja þeim saman; það var mest, ef smárisp- ur komu á skallann á Eyfa gamla, eða ef við strákarnir máluðum andlitið á EIsu gömlu með rauð- um farva, þegar hún hafði sofnað út frá sumblinu. En — nú ætlaði eg að sigla hærri byr, og fara í réttirnar, eins og fullorðna fólkið; og þar von- aði eg, að eitthvað mundi gerast sögulegt, eitthvað, sem í frásögur yrði færandi á eftir. Mér fanst þetta sumar aldrei ætla að líða; eg var farinn að telja dagana fram að réttunum; og loksins kom sá þráði tími. — Daginn fyrir réttirnar var dumb- ungs veður, sem ekki spáði góðu réttadaginn . Eg vakti fram eft- ir, gat ekki sofnað fyrir ferða- hug; loksins sofnaði eg þó, og svaf fram undir venjulegan fóta- ferðartíma. Þá þaut eg upp með andfælum. Réttadagurinn sár- þráði var upp runninn; en "galli var á gjöf Njarðar”; það var landsynningsrok og lemjandi rign- ing. Eg heyrði, að faðir minn var að tala um, að það væri ekk- ert vit í að lofa stráknum að fara í þessu veðri; það yrði innan stundar ekki þur þráður á honum, og þetta var auðvitað alt satt. — Eg fékk ákafan hjartslátt og það sló út um mig köldum svita; rétta ferðin var að ganga mér úr greipum. Glóðaraugum og nef- plástrum brá eins og leiftri fyrir í huga mínum; mér fanst alt vera að forganga. Eg þaut í einhverju ofboði upp úr rúminu og hrópaði ‘1Eg fer, hvernig sem veðrið er!” Foreldrar mínir létu undan, er þau sáu, hvað eg sótti réttaferð- ina fast; höfðu þau orð á, að ef mér yrði kalt, þá mætti senra mig heim með þeim, sem fyristir færu úr réttunum. Eg lét það gott heita, en hugsaði með sjálfum mér, að eg skyldi hafa einhver ráð með, að fara ekki úr réttun- um með þeim fyrstu, hvernig sem I veðrið yrði. Svo klæddi eg mig í skyndi og fór í það skársta, sem eg átti til; hvenær skyldi slíka hluti viðhafa, ef ekki í þessa ferð! Lakast var, að engin var regnkápan; ekki var það tiltökumál; þeir áttu ekki regnkápur á þeim árum, sem rík- ari voru. En reiðskapnum var svo háttað, að eg sat á kæruskinni, girtu með snæri, reið við bandbeizli og hafði hnappheldu í hendinni til að hefta með hestinn, meðan verið væri að rétta; og þegar eg reið úr hlaði, þá var eg sæll og glaður, svo að ekki hefir fremur verið í annan tíma á langri æfileið; um veðrið hugsaði eg ekkert. Nú fara ungir og gamlir í rétt- irnar í “luxusbílum”, margir vafð- ir í pels og silki; en — eg full- yrði, að fólkið þetta er ekki sælla eða glaðara en eg var í þetta sinn fyrir 62 árum, er eg reið úr hlaði móti landsynningstorminum og regninu, regnkápulaus, á gæru- skinnssneplum, með hnappheld- una í hendinni. Þær eru undarlega skapi farn- ar, systumar Sæla og Ánægja; ganga máske úr vistinni á ríkis- mannaheimilinu, en setjast að hjá einhverjum kotungnum, tendra þar ljós í hverju horni og breyta lága hreysinu í dýrðlegustu kon- ungshöll. Það er ekki auðveldara að höndla þær, en að smala sauð- nautum á Grænlandi. Nú verðum við að nefna fleiri menn til sögunnar. Maður hét Grímur og var á Hólmi hér fyrir ofan Reykjavík; hann var fátækur barnamaður, en fremur ölkær; við vín var hann hávaðamaður með afbrigðum. Son- ur hans var Brynjólfur , sem hér var í Rvík, dáinn fyrir nokkrum árum; líkur var hann föður sín- um í sumum greinum. Reykjavík var að vísu lítill bær fyrir 66 ár- um; en gárungarnir sögðu líka, að það heyrðist ti Gríms um allan bæinn, er hann væri að binda og láta upp á drógarnar sínar á Austurvelli. Þá verður og annan mann til að nefna; hann hét Jón Sveins- son, og var á Elliðavatni, bróðir Benedikts Sveinssonar, hins mikla og merka stjórnmálamanns; Jón var af öllum talinn drengur góð- ur, en fremur auðnulítill; hann var viðkvæmur tilfinningamaður og söngmaður góður, en — sem fleirum á þeim tímum, þótti hon- um “sopinn góður”; aldrei heyrði eg neinn mann minnast hans til annars en góðs. Eg þekti Jóp lítið eitt og þótti vænt um hann. Hann koih eitt sinn til foreldra minna á sumar- dag og var þá við öl, lítið eitt. Meðan hann sat inni, stóð hestur hans á hlaði, bundinn við hesta- stein. Er viðstaða Jóns lengdist, leysti eg hestinn, lét hann bíta í varpanum og hélt í tauminn. Þeg- ar Jón kom út, þá hýrnaði yfir honum; klappaði hann mér blíð- lega, gaf mér treimark og beiddi guð að blessa mig. Með treimark- ið í lófanum, þóttist eg ríkari en Krösus og hét Jóni í huganum varandi vináttu. í annað sinn kom Jón til for- eldra minna; það var á vetrardag og var hann þá náttlangt. Við húslestur um kvöldið, var hann beðinn að byrja, og gerði hann það fúslega. Söng hann á undan sálminn: “Nú gengur sól að gylt- um beð”. Ef mér enn í barns- minni, hve milt og blítt hann aöng þetta fallega lag, og hins minnist eg ekki síður, að eg sá tár læðast niður vanga hans, er hann söng síðustu ljóðlínurnar í fyrsta er- indinu: “Guð minn, Þjónn þinn Færir þér af hjarta hér það hefir hann eina, Þúsundfaldar þakkir hreinar.” Sannast það hér á mér, sem fleirum, að “lengi man til lítillar stundar.” Nú er þar til að taka, sem frá var fráhorfið, að eg fór í Kambs- rétt þenna umrædda dag; gekk þar alt sem í sögu segir fram um miðjan dag, og bar ekki til tíð- inda. En svo verð eg þess alt í einu var, að það er byrjað eitt- hvert uppþot og hávaði í almenn- ingnum. Eg smaug eins og kött- ur gegnum mannþröngina og inn í miðjan hópinn, og hugðist að sjá vel og rækilega, hvað á seiði væri. Þeir voru þar þá að hnakk- rífast og komnir að því að berj- ast, Grímur á Hólmi og Jón vinur minn Sveinsson á Elliðavatni, og báðir allmikið við vín. Höfðu þeir svipur á lofti, og leit út fyrir fjörugan og harðan bardaga, og að hvorugur mundi annan spara. En áður en þeir næði að rjúka saman, kom réttkóngurinn og rak þá út úr almenningnum, og alla með þeim, sem ekki voru að draga fé sitt. Haslaði hann þeim orustuvöll á lítilli flöt fyrir sunn- an og austan réttirnar. Þangað fjóru þeir, Jón og Grímur, — en ekki orðalaust—, og heill kirkju- söfnuður með þeim; því að fleiri en mig langaði til að sjá, hver leikslok yrði á viðskiftum þeirra; gerðist þá svo mikið háreysti, að engin heyrðust orðaskil; en há- vaði og bægslagangur Gríms tók þó yfir alt; þótti mér, sem hann mundi líkur berserkjum þeim í fornöld, sem engin járn bita, og sem óðu fram organdi og bitu í skjaldarrendur. Varð eg nú dauðhræddur um Jón vin minn, ef hann ætti að ganga til vígs móti þessu trölli. Grímur lét hið dólgslegasta, er á hólminn kom; hafði hann að vopni stóra svipu með járnhólk- um á, og klaufhamri á öðrum enda. Lét hann svo um mælt, að Jón mundi ekki þola mörg högg þeirrar jámskeftu. — Jón hafði aftur í hendi lipra og létta látúns búna svipu, sem auðsjáanlega hafði aldrei verið ætluð til bar- daga. En hann var samt “hvergi hræddur hjörs í þrá”, og varð ekki uppnæmur fyrir hávaða og stóryrðum (Jrímis. — Varð Jón skjótari til áhlaups og lét svipu- ólina ríða um höfuð Gdími bæði ótt og títt, svo að Grími daprað- ist sóknin. Lét Jón jafnframt svo um mælt, að Grímur mundi mest- ur í munninum. — En áður en úr skæri um það, hvor sigur bæri af hólmi, þá hlupu einhverjir gár- ungarnir á mannþyrpinguna kring um hólmgöngumennina; féllu þeir Jón og Grímur þá um koll í því kuldabrölti og aðrir á þá ofan, og var þar með hólmgöngu þeirtfa lokið. Fékk í þessari hríð enginn glóðarauga og enginn þurfti plást- ur á nefið. Var eg mjög glaður er eg sá, að Jón minn Sveinsson var sloppinn heill og ósár úr þess- ari heljarslóðarorustu. Þegar leið á daginn, tóku menn að smátínast úr réttunum; storm- ur og hreytingsrigning hafði ver- ið allan daginn; voru því flestir fúsir orðnir til heimfarar. Eg var orðinn bæði kaldur og svangur; ljóminn, semiáður hafði verið í huga mínum yfir glóðaraugum og heftiplástrum, og annari slíkri réttagleði, var mikið tekinn að fölna; eg var orðinn óþægilega lega sannfærður af reynslunni um það, að “raun er að vera rass- votur”, eins eg hafði heyrt gamla fólkið segja; en staðráðinn var eg í því, að bera mig karlmann- lega, þó rigningarvatnið rynrti í lækjum niður eftir bakinu á mér; það skyldi enginn hafa gaman af því, að eg færi að vola; ekki væri annað en bíta á jaxlinn og berja sér. Eg hafði komist á snoðir um það, að á leiðinni heim úr rétt- unum stæði til að koma við í Miðdal, og þóttu mér það góðar fréttir. Þar bjuggu mestu sæmd- ar og gæða hjón, Guðmundur og Vigdís; er hann fyrir nokkrum árum dáinn; en hún er enn á lífi, háöldruð, komin að fótum fram. Það væri nú ekki ónýtt, að fá má- ske í Miðdal heila köku og vel við henni, og brennheitan kaffi- gerða við kaldan og svangan strák vissi eg vel, að Vigdís í Miðdal var manna vísust. En svo var fleira í höfðinu á mér. Gamall maður var í sveit- inni, sem mig langaði mikið til að sjá. Hann var orðinn gleyminn og oft mjög annars huga; hafði eg heyrt af honum sögur, sem mér þóttu mjög skemtilegar. Einu sinni reið hann til kirkju sem oft- ar; hafði hann svipu í hendinni, er hann fór að heiman. Hann kom við á næsta bæ; þar skildi hann eftir svipuna, en tók í hönd sér ausu, sem lá á bæjarveggnum. Siðan kom hann á annan bæ í sömu ferð; þar skildi hann eftir ausuna, en tók í hennar stað klaufhamar, sem lá á kálgarðs- veggnum. Með klaufhamarinn í hendinni kom hann til kirkjunn- ar; þótti gamansama fólkinu hann víglega búinn í jafnfriðsamlegt ferðalag. — Þennan mann sá eg ekki í réttunum, þó eg hefði aug- un hjá mér; en vel gat skeð, að eg hitti hann í Miðdal í heimleið. og var þá óvíst að ætla á, hvað hann hann kynni að hafa í hend- inni! En svo var fleira á að líta, ef komið var að Miðdal. Á þessum árum var kláðamálið í algleymingi; var hnakkrifist út af því á öllum mannfundum; lá iðulega við handalögmáli, er æst- um niðurskurðarmönnum lenti saman við lækningamenn. Nú átti einmitt að ræða um einhverj- ar kláðaráðstafanir heima í Mið- dal eftir réttirnar; mátti þar bú- ast við fjörugum og hörðum um- ræðum og aðgangi, ekki sízt þar sem ýmsir af bændum höfðu tek- ið úr sér hrollinn í réttunum og höfðu undir kvöldið “dálítið í krummanum.” Þá bjó í Leirvogstungu Gísli, faðir Sveins, sem þar býr nú; var hann af öllum kallaður “Gísli í Tungu.” Gísli var gæðadrengur hinn mesti, og afbragðs gáfumað- ur, léttur og glaður í lund, og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann var kominn. Hann var einn af allra merkustu mönnum sveit- arinnar á þeim tímum, enda lengi hreppstjóri í Mosfellssveitinni með Símoni Bjarnasyni í Gröf. Þegar við komum að Miðdal undir kvöldað, var þar kominn fjöldi bænda úr allri sveitinni; eg tróð mér inn í stofuna með öðr- um, og var þar háreysti mikið. Bændur voru að hárífast út úr einhverjum kláðaráðstöfunum; og margir voru að drekka kaffi, og gáfu hver öðrum óspart út í það; var allmikill æsingur kominn í marga. — Gísli í Tungu var lang- bezt máli farinn þeirra, sem þarna voru inni; enda talaði hann hátt og snjalt, og var auðheyrt, að hon- um var mikið niðri fyrir og hann kominn í tasverðan hita. Þegar hann kom með áherzluorðin og Gas í maganum er skaðlegt fyrir hjartað Gas í sárum og særðum og upp- þembdum maga, er ekki aðeins ó- þægilegt, heldur getur það hæg- lega orðið hreint og beint skað- legt. Þegar þú eftir máltíðir finnur til uppþembu og þrengsla og verkja kring um hjartað, þá get- ur þú reitt þig á, að maga-gasið er að leita upp á við. Það er orsök- in til þess, að þér verður erfitt um andardráttinn og færð sáran verk í hjartað. Til þess að eyða gasinu og þeim óþægindum, sem það veldur, er ekkert betra en hið einfalda með- al, Bisurated Magnesia, enda hef- ir það hlotið meðmæli lækna og lyfsala í meir en fimtán ár. Það fæst hjá öllum góðum lyfsölum. Reyndu það strax í dag. bolla á eftir; og til þessara góð- meginsetningarnar mergjuðustu, þá barði hann saman hnefunum og hoppaði upp í loftið; en svo var húsum háttað, að lágt var undir loft, en bitar undir lofti, með hvössum brúnum. Eitt sinn, er Gísli hnykti á ræðunni og hopp- aði ^pp, þá rak hann skallann í eina bitabrúnina; sprakk þá fyrir á höfðinu og blæddi úr. Þegar Gísli kendi sársaukans, þá greip hann báðum höndum um höfuð sér, rétti hendurnar síðan fram, og var þá blóð í báðum lófum, og það ekki svo lítið. Það datt bylur af húsi og varð steinhljóð í stofunni; allar um- ræður féllu niður; bændur fóru að stinga pitlum sínum niður í úlpuvasana, koma sér út og kveðja; fundurinn varð víst nið- urstöðulaus, eins og margir um- ræðufundir í kláðamálinu á þeim tímum. En um meiðsli Gísla í Tungu var það að segja, að þau reyndust sáralítil, sama sem eng- in, sem og betur fór; aðeins hafði sprungið fyrir á skallanum og dreyrði úr. Eftir að alt þetta var um götur gengið, kom eg inn í búr hjá Vig- dísi og fékk þar beztu góðgerðir, sem eg satt að segja hafði orðið mikla þörf fyrir. Síðan hélt eg heim og háttaði jafnharðan ofan í rúm. Reyndist það, eins og spáð var um morguninnn, að það var ekki á mér þur þráður frá hvirfli til ilja. En þegar eg var að sofna um kveldið, og leit yfir þenna merki- lega og viðburðaríka dag, þá.þótti mér það samt talsverð vonbrigði, að eg hafði ekki séð neinn ná> unga með glóðarauga eða plástur á nefinu, og ekki hitt karlinn minn með klaufhamarinn eða aus- una í hendinni í svipu stað.,— '— Lesb. Mgbl. Rosepale Kol Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 Ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP os CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY ST. PHONE: 37 021 MACDONALD’S Firte Git Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM 13»

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.