Lögberg - 14.11.1929, Page 4

Lögberg - 14.11.1929, Page 4
Blft. 4. LÖGBERG, FIMTUDlAGINN 15. NÓVEMRBR 1929. / Högtierg Gf«fið út hvem fimtudag af The CoV- umhia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsfmar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 8172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and pubUshed by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Buíldíng, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Bœjarstjórnarkosningamar Föstudaginn þann 22. yfirstandandi mánað- ar, fara fram almennar kosningar til bæjar- ráðsins í Winnipeg. Enginn sá, er fyrir brjósti ber heill og heiður þessarar borgar, getur látið sér í léttu rúmi liggja, hvernig til tekst með úr- slitin, eða hverjum verður faliná hendur forysta bæjarmálefnanna, næstu árin. Kjósendur geta heldur aldrei of mikið á sig lagt, til þess að kynnast gangi málanna, og glöggva skilning sinn á starfshæfni þeirra manna, er í kjöri eru. Að þessu sinni keppa þrír um borgarstjóra- embættið, það er að segja núverandi borgar- stjóri, Mr. McLean, fyrverandi borgarstjóri, Col. Ralph Webb, og Mr. Marcus Hyman, er býður sig fram af hálfu hins óháða verka- manna flokks. Eins og gefur að skilja hlýtur kjósendum Winnipeg borgar, að vera sæmilega kunnugt um forystuhæfileika hinna tveggja, fyrgreindu frambjóðenda. Um einlægni þeirra, hvors um sig, verður eigi efast. Á hinn bóginn, geta ef til vill, orðið næsta skiftar skoðanir um það, hvor þess- ara tveggja manna sé álitlegri til þess að veita málefnum borgarbúa þá forstöðu, er þau, sam- kvæmt eðli sínu hljóta að krefjast. Oss skilst, samt sem áður, að í þessu tilliti nægi að benda til þess, hvemig málefnum borg- arinnar var komið, jum þær mundir er Ool. Webb tókst á hendur borgarstjóraembættið, hvernig kyrstaðan virtist svo að segjá hafa náð yfirtökunum £ öllu framkvæmdalífi borgarinn- ar. Og þótt vafalaust megi sitthvað að ráðs- mensku hans finna, þá verður samt ekki um það deilt, að hann sýndi í hvívetna ákveðna umbóta- viðleitni, og hlífði sér í engu, þótt eigi blési á- valt sem byrvænlegast. Undir kringumstæðum þeim, er hér um ræð- ir, fáum vér eigi betur séð, en að kosning Col. Webbs til borgarstjóra, myndi verða bæjarfé- lagi voru fyrir beztu. Um frambjóðanda hins óháða verkamanna- flokks, Mr. Hyman getum vér persónulega ekk- ert sagt af eigin reynd, með því að leiðir vorar hafa aldrei legið saman. En mælt er, að hann njóti allgóðs álits sem lögmaður. Hann er maður Gyðinga ættar. 1 sambandi við fram- boð hans, virðist oss einkum áríðandi að þess sé gætt, að litlar sem engar líkur munu til, að flokkur sá, er hann styðst við, nái meiri hluta í bæjarstjóminni við kosningar þær, er fara í hönd, og þar af leiðandi er þess eigi að vænta, að honum yrði létt um vik, að hrinda áhugamál- um sínum í framkvæmd, hversu velviljaður, sem hann væri. í 2. kjördeild, það er að segja þeirri kjör- deildinni, þar sem Islendinga gætir mest, keppa sjö frambjóðendur um þrjú bæjarfulltrúa sæti. í»rír þeirra hafa átt sæti í bæjarstjóm um langt ára skeið, eða þeir Fred H. Davidson, John O’Hare og Thomas Flye. Telst hinn síðast- nefndi til hins óháða verkamannaflokks. Vafa- laust hafa þessir menn allir, hver í sínu lagi, starfað að málefnum bæjarins í fullri einlægni og lagt sitt bezta fram. Þó má hinu eigi gleyma, að enn hefir gamla, íslenzka máltækið, að nýir vendir sópi bezt, við haldgóð rök að styðjast. íslendingurinn Victor B. Anderson, leitar enn af nýju kosningar í kjördeild þeirri, sem hér um ræðir. Er hann persónulega vinsæll maður og drengur góður. Þau tíðindi hafa nýlega gerst á sviði bæjar- málanna, að stofnaður hefir verið nýr fram- sóknarmanna félagsskapur hér í borginni, er ‘‘The Winnipeg Civic Progress Association” nefnist. Hefir sá félagsskapur það meginmark, að veita, ef svo mætti að orði kveða, nýju blóði inn í framkvæmdarstjórn bæjarmálanna. Það er þessi félagsskapur, er fmmkvæði átti að því, að fá Col. Webb til að bjóða sig fram, auk þess sem undir merkjum hans leita kosningar til bæjarráðs, Ralph Maybarilk, lögmaður, A. J. Roberts, lyfsali og F. M. Luce, kaupmaður. All- ir eru menn þ&ssir á bezta aldrei, og áhuga- samir um bæjarmál; má því öragglega vænta, að af kosningu þeirra myndi margt gott Ieiða fyrir bæjarfélagið í heild. Endurkosningar leita til skólaráðs í 2. kjör- deild, tveir ágætir menn, þeir W. R. Milton og Dr. Warriner. Hafa þeir báðir reynst það vel, að litlar líkur eru til, að breytt yrði um til batn- aðar að sixmi. Tvö afar þýðingarmikil mál, verða lögð und- ir úrskurð kjósenda, við kosningar þær, er nú fara í hönd. Er hið fyrra í sambandi við “ Steam Heating” kerfi borgarinnar, en liið síð- ara um opnun Sherbrooke strætis, sem áfram- halds af skrúðvegi borgarinnar, “The Mall”, ásamt nýrri brú yfir IC. P. R. jámbrautarsvæð- ið. Með tilliti til hins fyrgreinda máls, næg- ir að vitna í bréf, er 'birtist á öðrum stað hér í blaðinu, frá Mr. Glasgow, framkvæmdarstjóra raforkukerfis borgarinnar. Lagt verður það og undir úrskurð kjósenda, hvort taka skuli fram yfir framlenging Sher- 'brooke strætis, veg um Isabel stræti. Eftir þeim upplýsingum, er vér á skömmum tíma höfum getað aflað oss, í sambandi við framlenging hins umrædda megin vegar, bland- ast oss eigi hugur um hverja leiðina fremur ætti að velja. Vér höfum það fyrir satt, að í því falli að Isabel stræti yrði valið, gæti bœjarstjórnin ekki hjá því komist, að kaupa ógrynni húsa bæði við það stræti, sem og meðfram Balmoral. Á hinn bóginn höfum vér sannspurt, að í því falli, að megin framlenging skrúðvegarins yrði lögð um Sherbrooke, þyrfti bærinn ekki að kaupa nema eitt einasta hús. Yrði megin kostnaðurinn þá einungis falinn í byggingu brúar þeirrar, er fyr var nefnd. Það ætti að vera íbúum miðbæjarins og vest- urhlutans metnaðaimál, að greiða atkvæði með Sherbrooke framlengingunni, auk þess sem slíkur vegur hlyti að verða hagkvæmari og hafa minni kostnað í för með sér. Winnipeg er eigi aðeins liöfuðborg Mani- toba fylkis, heldur og jafnframt höfuðborg Vesturlandsins í heild. Þeir, sem styðja að vexti hennar og viðgangi, stuðla jafnframt að sæmd Sléttufylkjanna allra. En hverjum ætti það samt að standa nær, að vinna að þroska hennar og velgengni, en einmitt þeim, er aldur sinn ala innan vébanda hennar? Það er blátt áfram siðferðisskylda hvers einasta kjósanda þessa bæjarfélags, að neyta atkvæðisréttar síns og stuðla þar með af fremsta megni að eðlilegum og heilbrigðum þroska borgarinnar. Það er of seint að byrgja branninn, þegar barnið er dottið ofan í hann. Ástæðulaust og tilgangslaust, að naga sig í handarbökin, þegar alt er orðið um seinan. Vér eram eindregið þeirrar skoðunar, að það sé borginni fyrir beztu að fylkja liði um Col. Webb að þessu sinni, og tryggja þar með kosningu hans. Gildir og að sjálfsögðu hið sama um þá hina aðra frambjóðendur, sem í kjöri eru undir merkjum hins nýja framsóknar félagsskapar. Látum hagsmuni Winnipegborgar í heild, ganga á undan öllu öðra. Öðruvísi en það á að vera Sérhver sá, er í sínu insta eðli ann sönglist og fögrum hljóðfæraslætti, hlýtur að finna til þess í djúp'ri alvöru, hve ískyggilegt spor hefir verið stigið með því að innleiða í leikhúsin hinar svokölluðu hljómmyndir, eða taka hátalara þann, er þeim fylgir, fram yfir hljómsveitirnar gömlu, þótt vafalaust mætti sitt hvað að þeim finna. Félag hljóxnlistarmanna í Bandaríkjunum, hefir Aomið auga á þá hættu, sem hér er um að ræða, og hefir tekið sér fyrir hendur, að knýja samvizku almennings, ef svo mætti að orði kveða, til alvarlegrar íhugunar á þessu mikil- væga máli, ef vera mætti að takast kynni að fá bót ráðna á þeim vandkvæðum, er frá hinni fyr- nefndu nýlundu stafa. Bendir forseti téðs fé- lags réttilega á það, að svo fremi að eigi verði í þessu efni teknar alvarlegar ráðstafanir, geti auðveldlega svo farið, að um heilbrigða dóm- greind almennings á góðri og lélegri músík, Verði innan skamms tíma eigi lengur að ræða, og ihljóti þá öllum hugsandi mönnum að verða Ijóst hvert stefnir. Raddstæling, eða hljómstæling, kemst aldrei í hálfkvisti við fyrirmyndina sjálfa. Eftirstæl- ingin, hversu fullkomin, sem hún annars kann að vera, jafnast aldrei á við sálina sjálfa. Hér í landi er ástandið í þessu tilliti, að verða nákvæmlega það sama og í Bandaríkjun- um, eða með öðrum orðum hættan sú sama. Há- talarar að tjaldabaki, hafa nú víðast tekið við, eða eru í þann veginn að taka við af hljómsveit- unum gömlu, þótt ófullkomnar væri margar hverjar, og fólkið virðist ekki amast lifandi vit- und við breytingunni. Er hér ekki um að ræða alvarlegt íhugunarefni fyrir forustumenn vora á sviði hljómlistarinnar, sem og þá aðra, er hljómlist unna, og meta hið menningarlega gildi hennar? Á undanfömum árum sótti fjöldi fólks kvikmyndahúsin, sökum hljómsveitarinnar, eða organleiksins, er það hafði unun af að hlýða á. Það vora ekki kvikmyndirnar einar, er lokkuðu liugi þess. Það mat meira, sem aaskilegt var, menningargildi fagurrar hljómlistar, en sund- urslitna atburðakeðju, ýmist ýkta, eða afbak- aða, er tjaldið hafði að bjóða. Að vísu varð það því miður ekki um alla leikhúsgesti sagt, að þeir leituðu þangað fyrst og fremst hljómlistarinnar vegna, en margir voru þeir þó engu að síður. Að vísu verður því eigi á móti mælt, að hljómvélin sé dásamleg uppfynding, og að hún hafi margt til síns ágætis, en þrátt iyrir það, getur hún hvorki tekið við, né má heldur taka við, af fyrirmyndinni sjálfri. Fréttabréf frá Islandi Berufirði, Suður-Múilasýslu, Krossgerði, 28. sept. 1929. Kæri ritstjóri! Eg var nú að lesa í gærdag, í nokkrum númerum af blaði þínu; það minti mig á, að eg hefi ekki í ár sent þér línu. Nú læt eg verða af þessu, þó fátækleg- ar verði þær að efni og anda, eins og áður. í»að var víst í sept. fyrra, sem eg lauk við línur til þín. Rétt á eftir gekk veturinn 1 garð hjá okkur, eins og vant er. En mildur og góður var hann yfir- leitt, 'eins og skráð hefir verið svo víða áður, svo ekki þarf að mála um það mikið. Snjórenna nokkur var hér þó eftir nýár, en fljótt hlánaði sá snfór. I marz var einmuna tíð, sem oftast undanfarna vetur. Bregður æ í brún við það, því þegar maður var ung- ur, heyrði ,maður oft gömlu mennina og þá eldri tala um, að hann væri harðasti mánuður ársins. “Já, marz er nú eftir,” sögðu þeir. “Hann hefir nú verið vanur að sýna sig og koma við kaunin, karl sá.” Nei, einmitt í marz, kom mikill gróður, sem gerði fénaði svo mikið til hins góða. Enda var svo, er nær sumarmálum kom, og þá kuldar og krapa- hríðir, að menn fóru að hýsa ær og gefa þeim, að þær hröktu það, jafnvel þó ágæt taða væri. Pær fundu betra bragðið úti, og að líf og gróður var kom- inn í náttúruna, í hana jörð móður alls. Og afar- vænt var fé hér undan vetrinum, með sama sem enga gjöf, ekki þó hér í Útsveitinni. En þrátt fyrir hina mildu vetrartíð, brast nú þorskaflinn svo að segja alveg á opna báta í vetur og vor, bæði hér á Berufirði og austur um alla firði. Sjómenn vildu hafa það, að fiskur væri æði- mikill, en hann fékst ekki á handfæri, á bera króka. Aftur fiskaðist vel á mótorbáta, þegar þeir höfðu línur og beitu á þær. Og þegar náðist í loðnu til beitu, þá var nóg af þorskinum. Illa bregður því fjöldanum við nú, að lítið sem ekkert fékst á opna báta. Og ekki hefir sumarið bætt úr því, þrátt fyrir það þó síld hafi veiðst með meira móti, þá hefir verið mesta aflaneyð hér á öllum fjörðunum í sumar. Bátur opinn, hér af Beruf., með vél í, hefir haldið út af mesta kappi í alt sumar á Siglufirði, og sargað upp 100 skpd. Hefir þótt líka aflatregt þar. / Aftur á móti hefir heyjast ágætlega. Einmuna heyjatíð og nýting afbragðs góð, því ekki hefir skort þurkana. Varla hægt að segja, að dropi hafi komið úr lofti í alt sumar, hjá þvi sem oft hefir áður verið. Var orðið svo á Fáskrúðsfirði í ágúst, að allar vatns- pípur í húsum voru orðnar þurrar, og þurftu menn að sækja vatn i vatnsæð inn hjá Álfamel, sem dá- lítið draup úr. — Nú er farið að rigna æði mikið með köflum, þ. e. dag og dag, og að eins sézt snjógráði á tindum. Vöxtur í sáðgörðum góður. — Mikið var unnið að jarðabótum í vetur leið. Er það hið mesta, sem eg þekki til. Með framförum má telja það, að þrír bæir hafa hér í sveit verið raflýstir nú í sumar, Fossgerði (næst hér við), og Steinaborg; þeir eru saman með rafleiðslu. Svo Þiljuvellir, skamt sunnan við Beru- nes. Þá er rafleiðsla komin hér í fimm bæi í sveit- inni og líklegast bætast fleiri við með tíð og tíma. Og nú er verið að raflýsa allan Búðakaupstað á Fskrúðs- firði og Búðareyri í Reyðarfirði, og þó eitthvað meira þar með. Er þetta gert með aðstoð þess opinbera, sem vonlegt er. Vatn til þessa í Fáskrúðsfirði er tekið úr ánum þar fyrir innan (kirkjubólsánum)i— sameinaðar. Iðnsýning mikil var haldin í sumar á Eiðum, 9. og 10. júli, og var þar margt um manninn. Þar mætti fröken Halldóra Bjarnadóttir sjálf. Þangað riðu hér úr sveitinni 12, flest kvenfólk, og fékk inn- dælis veður. Þar var valið úr á Landssýninguna, sem á að verða á stóru hátíðinni 26. júní n. k. (Al- þingishátíðinni). Um látna menn hér á þessu ári, er lítið að geta. Milli jóla og nýárs í vetur, andaðist á Núpi hér í sveit, Friðleif Jónsdóttir, víst 96 ár'a, fædd í Bæ í Lóni, og var á fótum og vinnandi fram í dauðann. Aldrei giftist hún, en var trúverðug vinnukona á ýmsum stöðum í Lóni, Breiðdal og hér í sveit. — í sumar dó Jón Þórarinsson frá Dýrastöðum í Breiðdal, mið- aldra maður og góður drengur. Giftist eitt sinn, en gekk úr því hjónabandi. Hann á eina dóttur upp- komna og efnilega. Hann hafði um mörg ár feng- ist mikið við að kaupa og selja hesta svona manna milli, og hafði það oft komið mörgum vel. Hann dó suður í Reykjavík í maí, skömmu eftir að hann var kominn þangað, og af einhverri vonzku í hálsinum. Unglings stúlka efnileg mjög dó í sumar snögg- lega, Hlíf Guðmundsdóttir, frá Dýrastaðaseli í Breiðdal, dóttir Guðm. Björnssonar á Ási í JBreið dal, sem er mesti hagleiksmaður. Kom þetta snögt yfir mann, og mikill söknuður að svo góðri stúlku, af öllum, sem þektu til. — Seint í ágúst dó 14 ára gömul stúlka í Borgargarði á Djúpavogi, dóttir Guð- jóns þar, bróður Jörundar alþingismanns. Hún dó úr afleiðingum mislinganna, sem hafa verið að læð- ast hér um í sumar og eru enn að stinga sér niður. Fyrst var inflúenzan í vetur og var hún afar slæm á sumum. Að öðru leyti hefir heilsufar manna ver- ið gott og er svo enn. Til nýlundu má það telja, að í vor var byrjað með einn flutningsbíl í Breiðdal og annan á Fá- skrúðsfirði. Þeir koma svona smám saman með bættum vegum. Fyrst eru vegirnir — góðir bílveg- ir — og að láta hendur standa nú sem hraðast úr ermum fram með þá. Hvað af hverju verður bíl- vegur svo yfir Breiðdalsheiði, í sambandi við veg á Héraði. Frh. Canada framtíðarlandið í hinum fvrri greinum hefir verið nokkuð að því vikið, hvers vegna að ihugur svo margra ís- lenzkra bænda, hefir hneigst að Manitobafylki. En í þessari grein verður leitast við að lýsa að nokkru ástandi og staðháttum í Saskatchewanfylki. í mörgum til- fellum gildir það sama um Mani- toba og Saskatchewan, enda liggja þau saman hlið við hlið. Þó eru ýms atriði, að því er snertir Sas- katchewan, sem væntanlegir inn- flytjendur hefðu gott af að kynn- ast, þar sem öðru vísi hagar til, og skal hér drepið stuttlega á nokkur helztu atriðin, sem gera það fylki frábrugðið Manitoba. Það sem nú er kallað Saskatche- wan, var áður fyrri víðáttumikið landflæmi í Vestur-Canada, sem Hudsons Bay félagið hafði fengið samkvæmt erindisbréfi frá Char- les II., árið 1670. Síðan komst landspildan undir hina canadisku stjórn, og var henni stjórnað frá Regina, sem nú er höfuðborg þess fylkis, með hér um bil 55,000 í- búa. Árið 1882 var megin hluta þessa flæmis skift niður í Alberta, Assiniboia og Saskatchewan. Það var ekki fyr en 1905, að Saskat- chewan hlaut fylkisréttindi, með Manitoba að austan, Alberta að að vestan, Bandaríkin að sunnan, en North West Territories oð norðan. Saskatchewanfylki er 257,700 fer-| mílur að sts^rð, og er því ummáls- meira en nokkurt Norðurálfuríkið, að undanteknu Rússlandi; það er tvisvar sinnum stærra en Eng- land, Wales, Skotland og írland til samans, og hefir um sjötíu og tvær miljónir ekra, sem hæfar eru til kornræktar og annarar yrkju. Af þessu flæmi hafa enn ekki tuttugu miljónir ekra komist und- ir rækt. Það er því sýnt, að tæki- færi fyrir nýbyggja í Vestur- landinu, eru enn þvínær ótakmörk- uð. íbúatala fylkisins er nú nálægt 800,000. Eins óg nú standa sak- ir, framleiðir Saskatchewan af hinum litla, ræktaða ekrufjðlda, meira korn gn nokkurt annað fylki í Canada. Saskatchewan hefir á einu einasta ári framleit alt að 384,156,000 mæla af hveiti, byggi, höfrum og hör, og er þess vegna eitt hið mesta kornframleiðslu- land innan brezka veldisins. Fyrir hálfri öld eða svo, var fylkið að heita mátti óbygt. Hin litla jarðrækt, er þektist þar þá, var á mjög ófullkomnu stigi. En stórar buffalo hjarðir undu sér lítt truflaðar á beit, um sléttu- flæmið víðáttumikla. Rauðskinnarnir, það er að segja Indíánarnir, þóttust hafá tekið sléttuna að erfðum og þar af leið- andi hefðu engir aðrir hið minsta tilkall til hennar. Fáeinir stór- huga æfintýramenn, tóku að leita þangað vestur fyrir rúmum fjöru- tíu árum. Jafnskjótt og tekið var að leggja járnbrautirnar, þyrptist fólkið úr öllum áttum. Jarðvegurinn er framúrskar-* andi auðugur að gróðrarmagni og á því voru nýbyggjarnir ekki lengi að átta sig. Erfiðleikarnir voru að miklu leyti hinir sömu og átti sér stað í Manitoba, en þeir urðu samt enn fljótar yfirstignir. Nú hafa verið reistir skólar og kirkjur um alt fylkið. Símalínur tengja borg við borg, sveit við sveit. Bifreiðar eru komnar á allflesta bóndabæi og járnbraut- arkerfin liggja um fylkið þvert og endilangt. Alls eru um 6,500 mílur af járnbrautum í fylkinu, og er það meira en í nokkru öðru fylki, að undanskildu Ontario. Nútíðarþægindi í iðnaði, sam- göngum og verzlun, hafa komið í stað örðugleikanna, sem land- nemalífinu voru samfara. En þó nú séu við hendina flest þau þægindi, sem nútiminn þekk- ir, þarf samt engu að síður að leggja alúð og rækt við störfin. Kornyrkja út af fyrir sig, stuðl- ar miklu fremur að því að veikja jarðveginn en styrkja. Og þess vegna tóku landnema.rnir snemma upp á því að rækta sem mest af gripum. örðugt var til markaðs hér fyr- á árum og það svo mjög, að bænd- ur áttu fult í fangi með að láta hveitiræktina borga sig. Nú er þetta alt saman breytt til hjns betra; hvar sem bóndinn á heima í fylkinu, á hann tiltölulega mjög skamt til kornhlöðu og járnbraut- arstöðva. Á liðnum árum hefir miklu ver- ið úthlutað af heimilisréttarlandi í fylkinu, og enn er talsvert af þeim þar. En rétt er að geta þess, að í flestum tilfellum eru þau nokkuð frá járnbraut. Auðvitað breytist það fljótt, þegar nýbyggj- ar koma og taka löndin, því þá fylgja járnbrautirnar jafnan á eftir. iMikið er þar af góðum löndum, er fást til kaups fyrir þetta frá $18 til $45 ekran, og má í flestum tilfellum fá þau með slíkum skil- málum, að borga má fyrir þau á mörgum árum. Ræktuð lönd kosta vitanlega sumstaðar miklu meira, og fer það alt eftir því, í hverju helzt að umbæturnar liggja. Enn fremur má fá mikið af löndum á * leigu, til dæmis fyrir vissa hlut- deild í ársarðinum. — Það, sem væntanlegir innflytjendur ættu samt fyrst og fremst að hafa í hyggju, er það, að hinar mikju umbætur seinni ára í fylkinu hafa gert það að verkum, að erfiðleik- ar frumbýlingsáranna þekkjast ekki lengur. Eða með öðrum orð- um, að það er margfalt auðveld- ara fyrir nýbyggjann að byrja búskap nú, en átti sér stað her fyr meir. Sléttan býður engum heim upp á ekki rieitt. Hún borg- ar iðjumanninum handtök hans vafningalaust. Skilyrðin til ak- uryrkju og griparæktar í fylki þéssu eru að heita má ótæmandi. Loftslagið í Saskatchewan. Það er nú orðið viðurkent, að þegar alt kemur til alls, þá er loftslagið og veðráttufarið ein mesta gullnáma fylkisins. Ekki einasta, er loftslagið heilnæmt, heldur skapar það skilyrði fyrir allan hugsanlegan jarðargróða. Sáning hefst venjulegast í apríl- mánuði og í maí er þar oftast miklu heitara, en í Austurfylkj- unum. Heitast verður þar í júlí og fer hitinn stundum upp í 100 stig, en venjulegast eru svalar nætur og hressandi. Yetrarnir eru kaldir, frost stundum 40 stig og snjófall mikið. Þó er þess að gæta, að slíkt frost stendur mjög sjaldan nema örlítinn tíma. Þrátt fyrir kuldann, er vetrarveðrið og loftið þó heilnæmt og styrkjandi. Loftið er oftast heiðskírt og raka- lítið. Flest fólk sættir sig langt- um betur við kalt þurviðri, en stöðugar slyddur. Það er al- gengt, að heyra nýbyggja lýsa yfir því, að þeir kunni betur við kuldann í Vestur-Canada, en hrá- slagaveðrin heima. 1 iSaskatchewan eru heyskapar- lönd þau allra beztu. Enn frem- ur má rækta þar eins mikið af allskonar garðávöxtum og vera vill. Allar tegundir berja vaxa þar í stórum stíl. - Yfir sumar- mánuðina skín sól í heiði að með- altali níu klukkustundir á dag, en til jafnaðar mun mega fullyrða, að aldrei séu færri sólskins klukkustundir á ári, en 2,000. Business Education Pays ESPECIALLY • “SUCCESS TRAINING” Scientifically directed individual instruction and a high standard of thoroughness have resulted in our Placement Department annually receiving more than 2,700 callsi—a record unequalled in Canada. Write for free prospectus of courses. Train in Winnipeg, Westem Canada’s largest employment centre. SUCCESS BUSINESS COLLEGE PORTAGE AVE. at Edmonton St. Winnipeg, Manitoba. "(Otnners of Reliance School of Commerce, Reglna) t

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.