Lögberg - 28.11.1929, Page 4
Blt». 4.
LÖGBERG, FIMTUDiAGINN 28 NóVEMBER 1929.
Xögtjers
Ghefið út hvem fimtudag af The CoU
umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáakrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 8172, Winnipeg, Man.
Ver5 $3.00 um árið. Borgist fyrirfrajn.
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia X
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ||
><x=xxD
Bœjarstjórnarkosningarnar
Eins og þegar er kunnugt, fóru fram bæjar-
stjórnarkosningar í Winnipeg, síðastliðinn
föstudag. Voru þær sóttar af langtum meira
kappi, en alment gerist, og bar slíkt óneitanlega
vott um aukinn áhuga á meðferð bæjarmálefna.
Þannig átti það líka að vera, og ætti ávalt að
vera, því of seint er að byrgja brunninn, þegar
barnið er dottið ofan í hann.
Afstaða vor til nýafstaðinna kosninga, er
þegar kunn. Oss skildist þá, og skilst vitanlega
enn, að eins og málefnum bæjarins var skip-
að, eða öllu heldur meðferð þeirra, hlyti það að
verða borgarbúum fyrir beztu, að fylkja liði
um Ool. Webb, og menn þá hina aðra, er buðu
sig fram og hölluðust á sömu sveif og hann, með
tilliti til athafnalífs borgarinnar. tírslit kosn-
inganna leiddu það ótvírætt í ljós, að þannig
leit stórkostlegur meiri hluti kjósenda á málið.
“Það er svo bágt að standa í stað
og mönnunum munar
annað hvort aftur á bak,
ellegar nokkuð á leið.”
Kyrstaðan í athafnalífi Winnipeg-borgar,
var orðin slík, að alvarlega hugsandi mönnum
kom saman um það, að við svobúið mætti ekki
lengur standa. Og með það fyrir augum, að
veita, ef auðið yrði, nýju, ólgandi blóði, inn í
setinrunnar æðar sofandi bæjarráðs, var
myndaður félagsskapur sá hinn nýi, er “The
Civie Progress Association,, nefnist, með Col.
Webb í broddi fylkingar. Óx félagsskap þeim
á fáum dögum svo fiskur um hrygg, að hann
eigi aðeins fékk Col. Webb kosinn til borgar-
stjóra með miklu afli atkvæða umfram þá tvo
keppinauta, Mr. Hyman og Mr. McLean, er
gegn honum sóttu, heldur einnig þá menn alla
aðra, er buðu sig fram upp á sömu stefnuskrá
og kosningar leituðu til bæjar og skólaráðs.
Liggja þeir-nú flestir óvígir í valnum, er alt
vildu láta hjakka í sama* farinu, úrræðalausir
og áræðislausir, rígbundnir á erfikláfa aftur-
halds og kyrstöðu.
tírslit síðustu bæjarstjórnar kosninga, hefðu
ekki átt að koma einum einasta, heilskygnum
manni á óvart. Fyrirbrigði þau, er í bæjar-
stjóminni höfðu gerst á ári því, sem nú er senn
á enda runnið, voru slík, að ekki gat komið til
nokkurra mála, að kjósendur léti þau eins og
vind um eyru þjóta. Nægir í því efni, að benda
á afskifti bæjarstjórnar af sýningarmálinu.
1 marzmánuði síðastliðnum, var það borið
undir úrskurð kjósenda 'hér í borginni við al-
menna atkvæðagreiðslu, hvort veitt skyldi
$850,000 lánsheimild í þeim tilgangi, að koma á
fót iðnsýningu og afla henni nauðsvnlegra
bygginga. Var gjaldendum enn fremur falið
að skera úr því, hvort tekin skyldi á leigu til
afnota fyrir sýninguna, landspilda í West Kil-
donan, er fyrir flesra hluta sakir þótti einn
allra hentugasti staðurinn af þeim, er úr var að
velja. Við atkvæðagreiðsluna fóru leikar
þannig, að lánsheimildin var samþykt, sem og
staður sá, er sýningin skyldi haldin á, með
miklu afli atkvæða.
Eftir að málinu var nú þannig skipað, munu
víst flestir hafa litið svo á, að sýningunni væri
að fullu borgið, og að verk yrði hafið á bygg
ingunum á öndverðu því sumri, sem nýlega er
um garð gengið. Mun fáum hafa til hugar kom-
ið þá, að skýlaus réttindi kjósenda, yrðu skömmu
síðar svo herfilega undir fótum troðin, sem
raun varð á.
Það lætur dálítið undarlega í eyra, að sömu
mennirnir, er hæzt hafa galað um athafnaleysi,
hug^anafrelsi og lýðfrelsi yfirleitt, skyldu
verða fyrstir til að gefa slíkum hugsjónum
svona átakanlegt glóðarauga.
Lýð-atkvæði (referendum), hefir nú um all-
langt skeið, verið skoðað sem fjöregg frjáls-
mannlegs stjórnskipulags. Tilgangur þess, er
hærra og göfugra eðlis, en svo, að verjanlegt
sé, að hafa þá hugsjón að pólitiskum fótbolta.
En það er einmitt það, sem bæjarstjórnin gerði,
og þess vegna var ekki nema eðlilegt, að kveð-
inn yrði upp yfir henni þungur áfellisdómur.
Enda sýndu verkin merkin, síðastliðinn föstu-
dag.
Forustu bæjarmálanna hefir með höndum
næsta ár, Col. Ralph Webb. Hann hefir áður
gegnt Jjorgarstjóraembætti í þrjú kjörtímabil.
Og þótt vafalaust megi sitthvað að ráðsmensku
hans finna, þá verður því samt ekki neitað, að
hann sé áhugasamur athafnamaður, er fyrir
brjósti ber eðlilegan vöxt og viðgang borgar-
innar. Ekkert getur honum verið fjarri skapi,
en kyrstaðan og athafnaleysið. Þess vegna
líka vann hann þann glæsilega kosningasigur,
er raun varð á.
í fyrstu kjördeild féllu í val tveir fulltrúar,
er um nokurt ára-skeið hafa átt sæti í bæjar-
ráðinu, eða þeir Mr. P’’armer, fyrrum borgar-
stjóri, og Mr. Leonard. 1 þeirra stað náðu
kosningu, Mr. L. F. Borrowman, verkfræðingur,
og Mr. C. E. Simonite, fasteignakaupmaður.
Auk þess sendi sú kjördeild í bæjarstjóm, Mr.
Herbert Andrews, lögmann.
í annari kjördeild biðu ósigur tveir fulltrú-
ar hins gamla skóla, þeir Mr. F. H. Davidson og
Mr. John O’Hare. 1 þeirra stað vora kosnir
þeir Ralph Maybank lögmaður og J. A. Ro-
berts lyfsali. Þriðji fulltrúi þeirrar kjördeild-
ar, verður Mr. Flye, einn af frambjóðendum
hins óháða verkamannaflokks, er með naum-
indum náði endurkosningu. Til skólaráðs í
þeirri kjördeild voru kosnir sömu fulltrúar, W.
R. Milton, Dr. Warriner og Mrs. McLennan.
Þriðja kjördeild endurkaus alla sína fyrri
bæjarfulltrúa, eða þá Barry, Blumberg og Dur-
ward. 1 skólaráð kaus sú kjördeild: Dr. Mc-
P,arlen, Mrs. Mary Lowe og Ed. McGrath. —
í fyrstu kjördeild var kosinn einn nýr skóla-
ráðsmaður, Mr. Manahan.
Af úrslitum síðustu kosninga, er það sýnt,
að kjósendur Winnipegborgar vilja eigi láta
það viðgangast, að ráðhúsið verði gert að
nokkurs konar elliheimili, eða að þangað verði
sendir menn af gömlum vana. Þeir krefjast
manntaks og framkvæmda, í stað kyrstöðu og
úræðaleysis.
Hinn nýkosni borgarstjóri, tekur við völdum
með nýárinu, sem og pieiri hluti sá í bæjarráð-
inu, er honum fylgir að málum. Allir hafa
þeir menn, er þann meirí hluta skipa,* öflugt
umboð frá kjósendum bæjarfélagsins. Er von-
andi, að þeir beiti því þannig, að bæjarfélaginu
verði til sæmdar og varanlegra heilla.
Að elska land sitt
Eftirfarandi greinarkorrt, birtist nýverið I
tímaritinu Westera Home Monthly. Virtist oss
innihald þess slíkt, að vel væri, að athygli yrði
á því vakin, meðal íslenzkra lesenda:
“Jafnvel þótt á málin sé litið frá sviði
heimsborgarans, þá elska menn þó föðurlandið
á sinn sérkennilega hátt.
“Canadamönnum svipar að sjálfsögðu til
annara þjóða manna í þessu tilfelli, þótt ást
þeirra til landsins sé, af góðum og gildum á-
stæðum, jafnvel enn ákafar, en venja er til.
“ Svo má heita, að Canada sé um þessar mund-
ir hið útvaldasta land allra landa; þangað piæna
nú öll augu, sökum þess hve frjálst það er að
stjórnarfari, og auðugt frá náttúrunnar hendi,
Og síðast, en ekki sízt, er það vistarvera hinna
mörgu mismunandi þjóðflokka, er hver um sig
leggur fram sinn mikla skerf til myndunar vold-
ugri stórþjóð.
“Stjórnarfar landsins, er í eðli# sínu frjáls-
mannlegt. Alræðisdrotnun kemst þar hvergi
að. Rödd fólksins, er rödd guðs.
“Miðstjóm landsins, það er að segja sam-
bandsstjórain, þröngvar engri löggjöf upp á
fylkin, heldur hafa þau sjálf óhindrað áforms-
og athafnafrelsi viðvíkjandi öllum sínum sér-
malum. Dómstólar þjóðarinnar eru öldungis
óháðir allri íhlutun pólitisku flokkanna. Skól-
arnir viðurkenna eigi þjóðflokkamun né stétta-
mun, þó í einstaka stað sé trúarbragðaleg skift-
ing tekin til greina, samkvæmt fyrirmælum gam-
allar löggjáfar.
“Það er ekki að ástæðulausu, að vér finnum
til metnaðar yfir því, að Canada er vort eigið
land, og þeim metnaði hlýtur að sjálfsögðu að
vaxa fiskur um hrygg. eftir því, sem lengra
líður fram í t.ímaun.,>
Eplaframleiðslan í Canada
Ein meðal þeirra mörgu framleiðslutegunda
hér í landi, sem jafnt og þétt er að færa út kví-
amar, er eplaframleiðslan. Njóta canadisk epli
nú orðið svo góðs álits á heimsmarkaðinum, að
þau eru ávalt talin til fyrsta flokks.
Aðallega eru það þrjú fylki, er þessa vöru-
tegund framleiða, það er að segja Ontario,
Nova Scotia og British Columbia. Til þess að
útvíkka markaðinn fyrir canadisk epli, og þá
ekki hvað sízt á brezku eyjunum, hefir nefnd sú,
er Empire Marketing Board nefnist, beitt sér
mjög fyrir að auglýsa þau. Er gizkað á, að les-
endafjöldi þeirra blaða, er auglýsingar flytja
um canadisk epli, nálgist nítján miljónir. Aug-
lýsingar þessar láta þess getið,, að fyrstu epla-
farmar héðan, komi venjulegast til Englands í
septembermánuði, en mest sé þó um útflutning
þeirra í nóvember.
Vert er, að þess sé getið, að til viðbótar við
auglýsingarnar frá Empire Marketing nefnd-
inni, auglýsir félagsskapur eplaframleiðend-
anna sjálfra einnig allmikið þessa framleiðslu-
tegund, sem og landbúnaðardeild sambands-
stjórnarinnar.
Xlm þessar mundir, er verið að útbýta á
Bretlandi, nokkurskonar forskriftabækling í
sambandi.við notkun canadiskra epla í nýja
rétti. Er þess vænst, að slíkt beri drjúgan á-
rangur, og auki allmjög innflutning epla héðan
úr landi til brezku eyjanna.
P'llokkun canadiskra epla, er nú orðin slík,
að einungis úrvalstegundir koma á heims-
markaðinn. Svo á það líka að vera.
Markaður fyrir úrvals framleiðslutegund-
ir, lokast aldrei, og þess vegna þurfa canadiskir
eplaframleiðendur ekkert að óttast, ef þeir
vanda eins vöru sína í framtíðinni og þeir
hafa gert í liðinni tíð.
Kosningar í Bifröát
* ■ ■■■
Næstkomandi föstudag, fara fram kosningar
í Bifröst sveit. Til oddvita býður sig fram að
nýju, hr. Sveinn Thorvaldson, kaupmaður í
Riverton, atorkumaður hinn mesti, og þaulvan-
ur meðferð sveitarmála.
Lesendum þessa blaðs, stendur^ það vafa-
laust enn í fersku minni, hve heitar urðu kosn-
ingarnar í Bifröst, árið sem leið, er um það
var barist, hvort sveitin ætti að selja af hendi
sjálfsíorræði sitt, eða ekki. Vér vorum þeirrar
skoðunar þá, og erum sömu skoðunar enn, að
slíkt afsal hefði orðið hið mesta glapræði, ósam-
boðið heilbrigðum metnaði dugandi Islendinga,
og óverjandi frá sjónarmiði þess sögulega
ljóma, er hvílt hefir yfir þessari fögru frum-
bygð Islendinga í Vesturvegi.
Við kosningarnar í fyrra, bar manndóms-
stefnan hærra hlut, en afmönnunarstefnan var
kveðin niður. Hr. Sveinn Thorvaldson var kjör-
inn til oddvita, og með atbeina samverkamanna
sinna í sveitarráðinu, lánaðist honum að fá
sveitinni skift þannig, eða réttara sagt sniðið
utan af henni, að nú stendur hún að öllu leyti
betur að vígi.
Ætla mætti, eftir þrekvirki það, er unnið
var í ár, hvað skifting Bifrastarsveitar áhrær-
ir, að hr. Sveinn Thorvaldson myndi að þessu
sinni, verða kosinn gagnsóknarlaust. En því er
samt ekki að heilsa. Á elleftu stundu, var send-
ur út tili höfuðs honum, lítt þektur maður í
sveitinni. Hverjir sendu hann út? Uppgjaf-
armenn, eða hvað?
Að þessu sinni, eins og reyndar endranær,
er vissara að vaka á verði.
Oss er sagt, að snjór mikill sé í Bifröst sveit
um þessar mundir, og þar af leiðandi ilt um-
ferðar. Samt treystum vér því, að íslenzkir
kjósendur þar í bygðinni, láti það ekki aftra sér
frá því að sækja kjörstað, og greiða atkvæði
með hr. Sveini Thorvaldsyni.
Johannes Erhardt Böggild
Þann 23. nóvember síðastliðinn, andaðist í
Montreal, Canada, hinn danski alræðismaður,
Johannes Erhardt Böggild, af hjartasjúkdómi.
Hafði hann verið lasinn um mánaðartíma, en sá
lasleiki var alls ekki talinn hættulegur.
Dauði herra Bögilds, var því mér, og líklega
mörgum öðrum, sem hann þektu, mjög óvænt-
ur, eins og oft vill verða. Fráfall hans er því
sviplegt og sorglegt. Eg sakna hans mjög mik-
ið. Hann var mér í allri viðkynning, sem alda-.
vinur, en ekki sem yfirboðari. Þótt kynning
okkar væri bygð eingöngu á bréfaviðskiftum,
þar sem við höfðum að eins mætt hvor öðrum
tvisvar, var hún einlæg og sönn. Maðurinn var
í alla staði prúðmenni. Hann var sannur vin-
ur Islands og alls þess, sem íslenzkt er. Taldi
sig vera af íslenzku kyni, og mun svo hafa ver-
ið, þótt það væri sótt langt aftur í tímann.
Eg get, því miður, ekki ættfært hann. Það
munu þeir gera, er til hans þektu frekar en
eg. Eg get aðeins sagt, hvernig hann reyndist
mér; en af því má draga, að svo hefir hann
reynst öðrum.
Embættisverk sín framkvæmdi hr. Böggild
með trúmensku og lipurð, en aldrei með vald-
boði. Væri hann ekki viss í sinni sök, gat hann
um það, og leitaði ráða. Hann var lítillátur,
drenglyndur og sanngjam. Var mjög ásælinn
{ velvild allra manna, sem hann hafði mök við,
enda mun hann hafa verið vinsæll, hvar sem
hann var þektur.
í “Iceland Yearbook”, 1927, standa eftir-
greind ummæli um hr. Böggild:
“Þótt danskir embættismenn, er það hlut-
verk hafar jafnframt haft með höndum, að gæta
hagsmuna íslendinga erlendis, hafi yfirleitt
reynst vel, þá hafa þó ýmsir skarað fram úr í
þessu tilliti. Meðál þeirra má telja Mr. Böggild,
er nýtör þéirra óvanalegu forréttinda, að vera
gagnkunnugur íslenzkum staðháttum, og njóta
sín ágætlega á íslenzka tungu. Ahugi hans á
Islandsmálum, og ást til íslenzku þjóðarinnar,
hefir fylt hjörtu Islendinga djúpu þakklæti.”
Herra Bögild var ræðismaður á Islandi í
fjögur ár. Það tímabil sagði hann vera hið
farsælasta og unaðsríkasta á æfi sinni og ósk-
aði einskis fremur, en að það ætti fyrir sér
að liggja, að eiga þar heima í annað sinn.
A. C. Johnson.
Canada framtíðarlandið
Svo má heita, að sama regla
gildi í Alberta og hinum fylkjum
sambandsins, að því er útmæling
áhrærir. Var byrjað að mæla frá
landamerkjalínu Bandaríkjanna.
Hin stærri útmældu svæði, er
seciion, eða fermílur af landi, er
taka yfir 640 ekrur. Sérhvert
township, þannig mælt út, inni-
heldur 36 sections, eða 23,000 ekr-
ur. Spildum þeim, er sections
kallast, er svo aiftur skift í fjórð-
unga, eða 160 ekra býli.
Héraðsvegir í fylkinu mega á-
gætir kallast, enda hefir verið til
þeirra varið miklu fé, bæði frá
sveita, sambands og fylkisstjórn-
um.
Fylkið saman stendur af borg-
um, bæjum, þorpum og sveitar-
félögum, er hafa sína eigin fram-
kvæmdarstjórn, að því er heima-
málefni áhrærir. Alls eru sex
borgir í fylkinu. Er þeim stjórn-
að af borgarstjóra og bæjarráðs-
mönnum, kjðrnum í almennum
kosningum. Þó er stjórnarfyr-
irkomulag borganna sumstaðar
talsvert mismunandi. Sérhverri
borg er stjórnað samkvæmt lög-
giltri reglugjörð eða grundvallar-
lögum. — Bæjum er stjórnað af
bæjarstjórn og sex fulltrúum, en
þorpunum stýra oddvitar ásamt
þrem kosnum ráðsmönnum. —
Lög þau, eða reglugerðir, sem
bæjum og þorpum ber að hegða
sér eftir, nefnast The Town Act
og The Village Act.
Sveitarfélög eru löggilt af
fylkisstjórn, eða stjórnardeild
þeirri, er með höndum hefir eft-
irlit með héraðsmálefnum —
Municipal Affairs — samkvæmt
bænarskrá frá kjósendum, er í
bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar-
félagi er stjórnað af sex þar til
kjörnum ráðsmönnum, og er for-
maður þeirra nefndur sveitarodd-
viti.
Sveitarfélög, sem eru að byggj-
ast en haifa eigi hlotið löggild-
ingu, standa undir beinu eftirliti
fylkisstj ómarinnar.
Eins og í hinum Sléttufylkjun-
um, er að finna í Alberta allar
nútíðar-menningarstofnanir, svo
sem bókasöfn, sjúkrahús, skóla og
kirkjur. Eru barna og unglinga-
skólar í hverju löggiltu bæjar- eða
sveitarfélagi, svo og gagnfræða-
skólar, kennaraskólar, iðnskólar;
enn fremur lándbúnaðar og verzl-
unarskólar, er njóta góðs styrks
frá stjórninni. Skólahéruð má
stofna, þar sem eigi búa færri en
fjórir fast-búsettir gjaldendur, og
eigi tfærri en átta börn frá fimm
til átta heimilum. Skylt er öllum
foreldrum að láta böra sín sækja
skóla, þar til þau hafa náð fimtán
ára aldri. Heimilað er og sam-
kvæmt lögum að láta reisa íbúð-
arhús handa kennurum á kostnað
hins opinbera, þar sem svo býður
við að horfa, og nauðsynlegt þyk-
ir vera.
Sikólahéiruðum fer fjölgandi
jafnt og þétt, og er ekkert til
sparað, að koma mentastofnunum
fylkisins í sem allra bezt horf.
Á landbúnaðarskólunum nema
bændaefnin vísindalegar og verk-
legar aðferðir í búnaði, en stúlk-
um er kend hússtjórn og heimilis-
vísincíi.
Réttur minnihlutans er trygð-
ur með sérskólum, sem standa
undir eftirliti fylkisstjórnarinn-
ar, enda verður auk hinna sér-
stöku greina, að kenna þar allar
hinar sömu námsgreinir, sem eru
kendar í skólum þeim, sem eru
fylkiseign.
í borgum og bæjum eru gagn-
fræða og kennaraskólar og í sum-
um þorpum einnig. — Mentamála-
deild fylkisstjórnarinnar hefir að-
al umsjón með skólakerfinu, ann-
ast um að fyrirmælum skólalag-
anna sé stranglega framfylgt. —
Þnír kennaraskólar eru í fylkinu:
í Edmonton, í Calgary og í Cam-
rose. Verða öll kennaraefni, lög-
um samkvæmt, að ganga á náms-
skeið, þar sem kend eru undir-
stöðúatriði í akuryrkju.
Háskóli í Alberta er í Spður-
Edmonton. Eru þar kendar allar
algengar vísindagreinar, er kraf-
ist er að þeir nemi, er embætti
vilja fá í þjónustu hins opin-
bera.
í fylkinu eru sex skólar, er það
sérstaka verkefni hafa með hönd-
um, að veita sveitapiltum og
stúlkum tilsögn í grundvallarat-
riðum landbúnaðarins, svo sem
akurjrrkju, húsdýrarækt, mjólkur-
meðferð og ostagerð, enn fremur
bókfærslu, er við kemur heimilis-
haldi. Skólar þessir eru í Ver-
million, Olds, Claresholm, Ray-
mond, Gliechen og Youngstown.
Námsskeið fyrir bændur eru
haldin á ári hverju við landbún-
aðarskólana, og fer aðsókn að þeim
mjög vaxandi.
Um skóg- og trjárækt
á Islandi
Eg hefi heyrt, og nokkuð lesið
um, að í vestur-íslenzkum blöð-
um sé mikið rætt um skógrækt á
íslandi, og að Vestur-íslendingar
ættu að stuðla að því, að hafist
yrði handa á því merkisári 1930
til að klæða landið á ný. Sérstaka
eftirtekt mína vakti grem B.
Magnússonar í Lögbergi 11. júlí
í ár, og það er hún, sem hvetur
mig til að segja nokkur orð um
þetta málefni, og það af þeirri á-
stæðu, að eg um nær 30 ára skeið
hefi haft tækifæri til að faia um.
allar sveitir landsins fram og aft-
ur, séð skógarleifarnar, og alt,
sem gert hefir verið að ræktunar-
umbótum hér á landi. Um alda-
mótin og fyrsta áratug aldarinn-
ar, vann eg nokkuð að skógrækt.
Síðan hafa önnur störf tekið mest
af mínum starfskröftum, og það
þótt hugsjónin um að klæða fóst-
urjörðina sé mér kærust.. En þá
talað er um að klæða landið að
nýju, kemur fleira til greina en
skógurinn. Sandauðnunum og,
blásnu svæðunum, þarf fyrst að
breyta í gróið land, , áður en trén
koma. Mýrar, móa, holt og mela
á alt að gera að ræktuðu landi,
túnum og áveituengjum. Á öllu
þessu er byrjað, en snúum oss að
skógræktinni.
Það, sem þar kemur til athug-
unar, eru möguleikarnir til skóg-
eða trjáræktar á íslandi og hverj-
ar leiðir á að fara til að klæða
landið á ný. Þessi atriði skulu
stuttlega athuguð.
Möguleikar til skógræktar á ís-
landi:
Alkunna eru þau orð, er standa
í íslendingabók: “1 þann tíþ var
ísland viþi þakið milli fjalls og
fjöru.”
Vér álítum, að í þessari sögn
séu mikil sannindi, og miklar lík-
ur til að alt harðvelli hafi verið
viði vaxið, hátt upp eftir fjalls-
hlíðum. Jarðvegurinn ber þess ó-
rækan vott. Hinir stærri, mýrar-
flóar hafa að sjálfsögðu eigi verið
skógi vaxnir. Þessi skoðun styðst
og við þá staðreynd síðari ára, að
þar sem friðaðar hafa verið skóg-
arleifar, þá vex skógurinn fljótt
og breiðist út.
En sá munur á útliti landsins,
ef mikill hluti þess væri viði vax-
inn. Horfum í anda á hlíðina
skógivaxna upp á fjallabrúnir,
eða bera og blásna með grófum og
skriðum. Sjáum yfir hæðirnar
skrúðgrænar, þar sem lim trjánna
hreyfist fyrir hinum minsta vind-
blæ, og þar sem ár, lækir og foss-
ar glitra í sólskini óg kveða sína
fögru söngva. Eða þar sem vatn
spegilfagurt er kringt skógivöxn-
um hæðum, og þar sem firðir,
vogar og víkur mæta viðiklædd-
um hæðum. Raunalegt er aftur
að sjá alt bert og blásið.
Litklæðin foru eru horfin. Leif-
ar af tötralegum búningi komnar
í staðinn.
Nú er útlit landsins orðið
breytt. Þúsund ára ráðyrkja hef-
ir breytt hinum fögru og heilu
klæðum fósturjarðarinnar í slitna
garma. Á stöku stað eru enn fagr-
ir blettir, en víðast er -éróðurinn
þroskaminni eða gjöreyddur. Alt
á þetta rót sína að rekja til hvarfs
skóganha.
Vér ætlum oss eigi að rekja
raunasögu skóganna, sem að
minstu á rót sína að rekja til ó-
blíðrar veðráttu, heldur hefir
hvarf þeirra hlotist af völdum
feðra vorra. Skógarnir hafa ó-
spart verið höggnir, bæði til kola-
gerðar og efniviðar 1 hús og verk-
færi. Sauðfé hefir gengið í þeim
og valdið þar mikilli eyðilegg-
ingu, einkum í hörðum árum, þá
eigi varð náð til annars en hinna
efstu greina.
Á 17. og 18. öld voru skógarnir
á íslandi mjög gengnir til þuröar.
Þá voru og búsifjar þjóðarinnar
hinar erfiðustu. Á 18. öldinni eru
gerðar ýmsar tilraunir til umbóta
á íslandi. Þá koma fram hug-
myndir um að fara að klæða land-
ið að nýju, fara að rækta skóg.
Nokkrar tilraunir eru gerðar,
meðal annars af hinum kunna
garðyrkjufrömuði, iBirni Hall-