Lögberg - 28.11.1929, Síða 6

Lögberg - 28.11.1929, Síða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28 NÖVEMBER 1929. - - - -. . -- - -- - Mánadalurinn EFTIR 'J AC K LON DO N. Þau héldu áfram, og því lengra sem þau kom- ust, þess meira fanst þeim um fegurð og frjó- semi landsins. Þau voru nú að komast inn í Sonoma dalinn og þau sannfærðust um, að jafn- vel þeir, sem mest höfðu af honum látið, hefðu ekki farið með neinar ýkjur. Þarna voru þau einar fjörutíu mílur frá ströndinni, en samt lék hafrænan um þau, nota- leg og svöl, þar sem hærra bar á, en niðri í dældunum var eins og jörðin andaði frá sér heitum blæ. Þama skorti ekki rauðviðinn, sem Saxon þráði altaf, og þarna fanst henni hún finna alt, eða flest að minsta kosti af því, sem henni fanst að vera ætti í hinum lengi þráða Mánadal. “Mér datt nokkuð { hug, sem mig langar til að segja,’' sagði Willi. “Lofaðu mér að segja fyrst, það sem eg er að hugsa um,” sagði Saxon. “Viltu gera það?” Hann beið og horfði á hana með fögnuði. “Við höfum fundið dalinn okkar,” sagði hún í hálfum hljóðum. “Var það það, sem þú ætlaðir að segja?” “Willi játaði því, en sagði ekki meira, því í þessu bar þar að dreng, sem rak kú á undan sér. Hann bar byssu í annari hendinm, en dauðan héra í hinni. “Hvað er langt til Glen Ellen?” spurði Willi. “Hálf önnur míla,” svaraði drengurinn. “Hvaða lækur er þetta?” spurði Saxon. “Wild Water. Hann rennur í Sonoma læk- inn hér skamt fvrir neðan.” “Er hér nokkur silungur?” spurði Willi. “Já, fyrir þá, sem kunna að veiða,” sagði drengurinn og glotti. “Eru nokkur dýr hér uppi í fjöllunum?” “Það má ekki skjóta þau á þessum tíma árs.” “Eg býst ekki við, að þú hafir nokkum tíma skotið dýr,” sagði Willi dálítið gletnislega. “Eg á horn, sem eg get sýnt þér.” “Það sannar ekki, að þú hafir skotið dýr. Þau fella hornin og þú getur hafa fundið þau.” “Eg hefi kjötið líka. Það er ekki orðið þurt enn—” Drengurinn þagnaði alt í einu, því hann sá að Willi var búinn að koma honum til að segja of mikið. ‘ ‘ Það gerir ekkert til, drengur minn, ’ ’ sagði Willi glaðlega. “Eg er ekki settur til að gæta veiðilaganna. Eg er að kaupa hesta.” Þau héldu áfram, og vegurinn var allur þakinn laufum, sem um þetta leyti vora að falla af trjánum. Eftir litla stund komu þau að lækjamótunum. “Þarna er fallegur staður fyrir heimili,” sagði Saxon og benti yfir lækinn. “Líttu á, Willi, þama á grundinni fyrir ofan bakkann.” “Það hlýtur að vera góður jarðvegur þaraa. Líttu á, hvað trén era stór,” sagði Willi. “Keyrðu yfir lækinn,” sagði hún. Þau yfirgáfu aðalbrautina, og fóra yfir Wild Water á mjórri og ómerkilegri brú, og fóra eft- ir gamalli og ógreiðfærri braut, með fram girð- ingu úr rauðvið, sem einnig var mjög fornfá- leg. Loks komu þau að hliði, og var hurðin fallin af hjöranum. “Þetta er staðurinn, eg er alveg viss um það, ’ sagði Saxon og það var auðheyrt, að hún efaði ekki sjálf að það, sem hún sagði, væri satt og rétt. “Keyrðu inn, Willi.” Lítið, hvítþvegið timburhús, með brotnum gluggum, stóð þama milli trjánna. Þau töluðu í hálfum hljóðum, meðan þau gengu umhverfis húsið, sem var umkringt af eikartrjám, og staðnæmdust við útihús, er vora þar skamt frá. Þau tóku ekki af hestunum, en bundu þá, og héldu áfram að skoða sig um. Þau fundu fljótt, að þarna var mikill skógur og margskonar trjátegundir. Þar var líka all-stór blettur af skóglausu landi, en Saxon leizt ekki á, að það mundi vera gott til ræktunar og hún var rétt að segja búin að missa vonina um að þau hefðu enn fundið rétta staðinn. “Þessi jarðvegur er ákaflega góður,” sagði Willi, eftir að hafa skoðað hann um stund. “Lækimir hafa í þúsund ár verið að flytja þessa mold ofan úr hlíðunum, niður á sléttlendið. ” Hann leit alt í kringum sig. Skoðaði vand- lega sléttlendið, gekk þvert yfir það að rauð- viðartrjánum hinum megin, og kom svo aftur. “Þetta er ekki til neins, eins og það er, en ef rétt er með það farið, þá getur það orðið hreinasta fyrirtak. Þetta hefir verið laut, en hún er smátt og smátt að fyllast upp og verða að 'sléttlendi. Hérna getur maður komist gegn- um rauðviðarskóginn ofan að læknum. Yið skulum fara og skoða hann.” Þegar þau komu að læknum, sáu þau að þar var all-stór hylur { honum og brattir bakkar að honum báðum megin. Fyrir neðan hylinn vora nokkrir strengir í læknum og þar fyrir neðan annar hylur og þar sáu þau silgunga í tæra vatninu. Þarna var áreiðanlega heitugt pláss til að baða sig og synda. “Eg býst ekki við, að við verðum í Carmel í vetur,” sagði Willi. “Þessi staður hefir verið hreint og beint búinn til fyrir okkur. Eg skal komast eftir því í fyrramólið, hver á þetta land.” Hálfum klukkutíma seinna heyrðu þau í járnbrautarlest. ‘‘Þarna höfum við járnbrautina,” sagði Willi. “Þetta er lest, sem er að fara til Glen Ellen, og þangað er ekki nema svo sem hálf míla.” Þegar Saxon var rétt að sofna, sagði Willi við hana: “En ef hann skyldi nú ekki vilja selja, þessi náungi, sem á landið?” “Það er ekki minsta hætta á því,” svaraði Saxon. “Þetta er okkar land. Eg veit það.” XVIII. KAPITULI. Possum vakti þau morguninn eftir. Hún hljóp alt í kringum eitt tréð og gelti og urraði rétt eins og hún væri bálreið út af því, að íkorn- inn, sem hún sá uppi í trénu, vildi ekki með nokkra móti koma niður, svo hún gæti drepið hann. En íkorninn sat þama, rétt eins og hann væri að bjóða Possum byrginn, og það var engu líkara, en hann vissi, að hundurinn gat ekki komist upp til hans. “Ef við setjumst hér að, þá skulum við ekki skjóta neina íkorna,” sagði Wjlli. Saxon settist upp og tók báðum höndum um hendina á Willa. Þau heyrðu lævirkjann syngja. “Hér höfum við alt, sem okkur langar til að hafa,” sagði hún glaðlega. “Já, nema eignarbréfið fyrir landinu,” svar- aði Willi. Þau flýttu sér á fætur og fóru að skoða sig um, eftir að þau höfðu fengið sér dálítið að borða. Sjö uppsprettulindir fundu þau við fjallsræturnar, þar sem sléttlendið tók við. “Þarna er nóg af vatninu,” sagði Willi. “Ef þessi slétta er vel plægð, og góður áburður bor- inn í hana og vatni veitt á hana líka, þá getur hún gefið margar uppskerar á ári. Þetta er hér um bil fimm ekrar, og eg vildi ekki skifta þeim fyrir landið hennar Mrs. Mortimer.” Þarna töldu þau tuttugu og sjö ávaxtatré, en þau vora öll í órækt, en í sjálfu sér góð. “Uppi á hjallanum, aftan við húsið, getum við ræktað ber, ” sagði Saxon. Hún þagnaði, eins og henni hefði dottið eitthvað í hug. “Bara að Mrs. Mortimer vildi koma hingað og segja okkur til. — Heldurðu að hún vildi koma, Willi?” “Auðvitað kæmi hún. Þetta er ekki nema fjögra tíma ferð fra San José. En fyrst verð- nm við að festa okkur landið. Svo getur þú skrifað henni.” _ Landið var girt á tvær hliðar. Sonoma læk- urinn skifti •landamærunum á eina hlið og Wild Water á aðra. “ Við höfum þennan fallega mann og konu, sem við sáum á leiðinni, fyrir næstu nágranna,” sagði Saxon. “Wild Waters skilur þeirra land frá okkar. ” “En þetta er okki okkar land enn þá,” sagði Willi. “Við skuluih fara. og heimsækja þau. Þau geta sjálfsagt sagt okkur alt um þetta land. ” “Það er nokkum veginn sama sem við ætt- um það, ” svaraði hún. “Það, sem mestu varð- ar, var að finna það. Það er auðséð, að hver sem á það, hirðir lítið um það. Hér hefir eng- inn verið lengi. En hevrðu, Willi, ert þú á- nægður með það?” “Eg er fyllilega ánægður og fram yfir það, en það er ekki alt fengið með því, og það hefir kannske heldur lítið að þýða, þó eg sé ánægður með landið. ” Honum fanst áhyggjusvipur færast vfir andlit hennar, og hann flýtti sér að bæta við: “Við kaupum landið, það er nú ekkert um það að tala,” sagði hann. “En fyrir,utan þetta sléttlendi og skóginn, er mjög lítið land, sem við getum notað fyrir beitiland, það er ekki nema fvrir svo sem tvo hesta og eina kú. En það er ekki um það að fást. Það verður aldrei á alt kosið, og alt, sem hér er, er ágætt.” “Það er að minsta kosti gott til að byrja með, ” sagði Saxon. “Við getum svo bætt við það seinna. Við getum kannske fengið landið með fram læknum, þar sem hólarnir eru, sem við sáum í gær. ” “Þar er áreiðanlega gott beitiland fyrir hesta, ” sagði Willi. “Við kaupum það seinna, því ekki það? “Margar af okkar vonum lrnfa ræzt, síðan við fóram í þetta ferðalag, og það er engin ástæða tib að efast um, að þær rætist allar. ” “Við skulum stuðla að því af fremsta megni, að þær geti ræzt,” sagði Saxon. “Já,” svaraði Willi, “við skulum gera alt, sem við getum, til þess. ” Þau fóru út um hliðið, og eftir krókóttri skógarbraut, sem sjáanlega var ekki fjölfarin, áleiðis til hússins, sem þau höfðu farið fram hjá daginn áður. Það sást ekki, þarna inn á milli trjánna, fyr en maður var kominn alveg að því. Það var all-stórt, og þó það væri tvær hæðir, þá sýndist það samt furðulega lágt. Húsið sýndist eiga einstaklega vel við um- hverfið. Manni fanst næstum, að það hefði vaxið þarna upp úr jörðinni eins og trén. Það var ekkert hirt um landið kringum það og gras- ið og skógarkjarrið óx alveg upp að húsdyr- unum. Dvrnar vora mjög lágar, og á dvratréð var skorið: “Trillium Oovert.” “Komið þið bara upp,” heyrðu þau að kall- að var til þeirra ofan af loftinu, þegar Saxon barði að dvrum. Hún gekk nokkur fet aftur á bak frá húsinu og leit upp og sá litla, en góð- látlega konu standa þar á svölunum. Hún var klædd í fallegan, rósóttan morgunkjól, sem minti Saxon á blómin. “Opnið þið bara framdyrnar og komið þið hingað upp.” Saxon fór fyrst og Willi á eftir. Þau komu inn í 'bjart og rúmgott herbergi með stóram gluggum. Opið eldstæði var þar við einn vegg- inn, og var það lilaðið úr óhöggnu grjóti. Stof- an var þiljuð, og hvort sem það var nú ímynd- un ein eða ekki, þá fanst Saxon hún finna við- arlyktina. 1 einu horninu var all-stór bóka- skápur og slagharpa í öðru. Hér tók litla kon- an á móti þeim og leiddi þau inn í annað her- bergi, sem Saxon þóttist vita, að hún mundi hafa sérstaklega handa sjálfri sér. Gegn um aðrar dyr sáu þau inn í stórt herbergi, sem væntanlega var skrifstofa eða eitthvað þess- konar. Þar var að minsta kosti skrifborð og ósköpin öll af blöðum og 'bókum. Þegar þau höfðu öll tekið sér sæti í litla her- berginu, tók Mrs. Hale glaðlega til máls: “Þetta er nokkuð skrítilegt hús. En okkur þykir vænt um það. Edmund bygði það alt með sínum eigin höndum. Jafnvel vatnsleiðsl- una gerði hann sjálfur, en honum gekk sami einna verst að fást við hana. ” “Lagði hann þetta harðviðargólf, niðri, og bjó hann til eldstæðið?” spurði Willi. “Hann gerði það alt saman, og hann bjó til mikið af húsmununum líka, t. d. skrifborðið þarna og margt og margt fleira,” svaraði frú- in, og það var auðheyrt, að henni þótti töluvert til handaverka mannsins síns koma. “Hann er vafalaust 'handlaginn, enda hef- ir hann sannarlega fallegar og fíngerðar hendur,” sagði Saxon. Mrs. Hale leit til hennar einstaklega glað- lega og góðlátlega. “Já, hann hefir áreiðanlega fíngerðustu hendur, sem eg hefi séð á nokkram karlmanni,” sagði hún blíðlega. “Mér þykir einstaklega vænt um, að þú skyldir taka eftir því. Þú hefir ekki séð hann nema í gær, þegar þið fórað hérna hjá.” “Eg gat ekki að þvrgert, að taka eftir því,” sagði Saxon blátt áfram. Saxon hafði horft á Mrs. Hale, en nú leit hún af henni og é\. vegginn bak við hana. Þar héngu nokkrar myndir, én þó bara örfáar. “Þetta era alt myndir af fólki,” sagði hún og hugsaði til málverkanna á heimili Mark Halls. “Málverk af landslagi og öðra, sem við eig- um, eru annars staðar,” svaraði Mrs. Hale og benti til dyranna. “Hér hefi eg aðeins myndir af mínum nánustu, sem eg get ekki á- valt haft hjá mér. Sumt af mínu fólki er á sí- feldu ferðalagi. ” Saxon stóð upp og fór að skoða myndirnar. “Þekkir þú Mrs. Clöru Hastings?” spurði hún. “Eg ætti að þekkja hana. Hún kom til mín, þegáh- hún var smábam. Hún er systur- dóttir mín. Veiztu hvað, þú líkist henni fjarska mikið? Eg hafði orð á því við Edmund í gær. Hann liafði þegar tekið eftir því og hunum varð strax svo vel til ykkar í gær, þegar þið komuð keyrandi á þessum ljómandi fallegu hestum. ’ ’ Svo Mrs. Hale var móðursystir Mrs. Hast- ings — afkomandi gömlu innflytjeridanna, sem fluttust vestur vfir slétturar. Nú skildi Saxon hvernig á því stóð, að hún hafði strax mint hana svo sterklega á móður hennar. Willi veitti þessu samtali litla eftirtekt. Hann var að hugsa um skrifborðið, sem konan hafði sagt að maðurinn sinn hefði búið til. Hann dáðist mikið að því með sjálfum sér, hve haglega það var gert. Saxon sagði Mrs. Hale, hvernig þau hefðu kynst Clöru og Jack Hast- ings og fékk aftur þær fréttir af þeim, að þau hefðu sent hestana heim frá Vancouver, en sjálf hefðu þau lagt af stað til Englands. Mrs. Hale þekti móður Saxon, eða öllu heldur ljóð hennar og hún átti mikið af Ijóðum eftir hana og hafði Saxon aldrei séð margt af þeim fvrri. Mrs. Hale sagði, að hún hefði áreiðanlega verið vel hagmælt, en það hefðu margir fleiri verið í þá daga, þó fáir vissu það nú. I gamla daga hefði verið lítið um tímarit, og þó ljóðin hefðu verið prentuð í fréttablöðum til og frá, þá hefðu l>au flest tapast með blöðunum og gleymst. Jack Hastings hafði orðið ástfanginn af Clöru, sagði Mrs. Hale þeim. Þegar hann hefði komið til Trillium Covest, þá hefði honum lit- ist svo vel á sig í Sonoma dalnum, og keypt þar afar fallegt heimili og mikið af landi og ætti það enn, þó liann sæi það sjaldan, því hann væri oftast á ferðalagi út um allar áttir. Hún sagði Saxon af sínu eigin ferðalagi vestur yfir Slétt- urnar, þegar hún var lítil stúlka, og hún vissi, eins og Mrs. Mortimer, alt um bardagann við Little Meadow, þar sem allir hvítir menn, sem þar voru, hefðu látið lífið, nema faðir Willa einn. “Við liöfum verið þrjú ár að leita að Mána- dalnum, ” sagði Saxon, eftir að þær höfðu talað lengi saman, “og nú höfuð við loksins fundið hann.” “Mánadalurinn,” sagði Mrs. Hale. “Þið hafið þá alt af vitað um hann. Hví vorað þið svona lengi?” “Nei, við vissum ekki um hann. Við fórum út í algerða óvissu að letia að lionum. Mark Hall kallaði þetta pílagrímsferð og stríddi okk- ur heilmikið á þessu. Hann hló mikið að því, þegar eg var að segja honum frá öllum þeim kostum, sem þessi dalur okkar ætti að hafa, og eitt kveldið tók hann mig út og lét mig horfa í tunglið { stjörnukíkiV, og sagði að þessi undra- dalur, sem við hefðum í huga, hlyti að vera þar. Hann átti víst við, að þessi hugmynd okk- ar væri ekkert nema vitleysa. En við tókum upp nafnið og héldum áfram að leita.” “Þetta kemur undarlega vel heim og sam- KAUPIÐ AVALT LUMBER THE EMPiRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRV AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChamberí an,” sagði Mrs. Hale, “því þetta er einmitt Mánadalurinn.” “Eg veit það,” sagði Saxon. “Hér er alt, sem við höfum óskað að hafa. ” “Þú skilur mig ekki alveg, góða mín. Þetta er Mánadalurinn. Það er rétta nafnið. Þessi dalur heitir nú Sonoma dalur. Það er Indíána- mál og þýðir sama og Mánadalur. Þetta höfðu Indíánarnir kallað dalinn öldum saman, áður en hvítir menn komu hér, og við, sem þykir vænt um dalinn, köllum 'hann það enn.” Þær töluðu nokkuð meira um þetta, þangað til Willi fór að verða óþolinmóður. Hann ræskti sig 'Og sagði: “Við þurfum að fá upplýsingu um býlið þarna hinu megin við lækinn, hver á það, hvort hann vill selja, hvar við getum fundið hann, o. s. frv.” Mrs. Hale stóð upp. “Við skulum fara og sjá Edmund,” sagði hún og tók um handlegginn á Saxon og leiddi hana við hlið isér. “Eg hefi alt af haldið, að Saxon væri lítil,” sagði Willi. “En nú sé eg að hún er helmingi stærri en þú.” “Þú ert býsna stór maður,” svaraði litla konan brosandi; “en Edmund er hærri maður en þú ert, og herðabreiðari líka.” 1 herberginu hinu megin við ganginn sat Edmund í stórum og fallegum hægindastól. Við rætur hans lá stórbröndóttur köttur, sem leit á gestina þegar þeir komu inn, rétt eins og 'hús- bóndinn gferði. Saxon hafði fundist mikið til um þennan mann daginn áður, þegar hún sá hann í svip, en nú en þá meira.. Allstaðar sá hún þess ljósan Vott, að henni fanst, að hér væri meiri og betri maður, heldur en vanalega ger- ist. Hún sá það á svip hans, í augunum, en ekki sízt á höndunum. Henni hafði aldrei dottið í hug, að nokkur maður hefði slíkar hendur. Enginn af þeim, sem hún kyntist í Carmel, jöfnuðust á við þennan mann, svo glaðlegir og skemtilegir, sem þeir voru. Þessi maður hlaut að vera hálærður maður og heimspekingur Að vísu var æskufjörið horfið, en í stað þess hafði hann eignast vísdóm. Biturleik lífsins og óá- nægju hafði hann losnað við, en öllum hinum sönnu lífsgæðum hélt hann eftir. Hún fór að hugsa um, hvort listamennirni« og rithöfund- anir í Carmel mundu verða líkir þessum manni, þegar þeir eltust. “Hér eru tvö elskuleg böra, Edmund,” sagði gamla konan. “Finst þér það ekki? Þau vilja kaupa landið hinu megin við lækinn og þau hafa verið að leita að því í þrjú ár. Eg glevmdi að segja þeim, að við vorum tíu ár að finna okkar land. .Segðu þeim alt um þetta. Eg býst við, að Mr. Nasmith sé enn vel til með að selja.” Þau Willi og Saxon tóku sér sæti og það gerði Mrs. Hale líka. Hún settist rétt hjá manni sínum og hann tók utan um béðar hendurnar á henni. Öllu, sem Saxon sá þarna inni, veitti hún nákvæma eftirtekt. Hún var að hugsa um það, hvernig einfaldir hlutir búnir til úr tré, eða jafnvel steini, gætu gefið manni hugmynd um innræti þess, sem 'hlutina bjó til. Alla þessa húsmuni liöfðu íhinar fínjgerðu liendur Ed- munds búið til, gerði hún ráð fyrir, og eftir þeirri hugmynd, er hún gerði sér um manninn, fanst henni hún geta vel skilið, að þeir voru nú einmitt svona, en ekki einhvem veginn öðru- vísi. ASK FOR DrvGingerAle OR SODA Brewers Of COUNTRY CLUB BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR EW E R.V OSBORN E &. M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 4MII 42-304 56 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERST

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.