Lögberg - 26.12.1929, Page 8

Lögberg - 26.12.1929, Page 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDiAGINN 26. DEíSEMBER 1929. Allar konur vita að HEIT-BAKAÐAR haframjöls tegundir er nœringar-mzeta fœðan fyrir yngri og eldri Robin Hood Rdpid Odts BEZT . af því það er pönnu-þurkað í vikunni sem leið var staddur í borginni Guðmundur Jónsson frá Clanwilliam, Man. Hefir hann verið þar járnbrautaríormaður, fráskilinn tfrá öðrum íslending- um, í meir en tuttugu ár. Hinn 19. . m. andaðist á Al- menna spitalanum, Haraldur Frið- jón Backman, eftir skamma legu í lungnabólgu. Hann var aðeins 18 ára að áldri. Mikill efnispilt- ur, sonur Mrs. Salóme Backman, 632 Victor St. hér í borginni. Jarð- arfðrin fór fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju á mánudaginn. Látin að heimili sínu í Víðir- bygð, 16. þ. m., Mrs. Halla Jóns- dóttir Jónasson, ekkja eftir Jó- hannes bónda Jónasson tfrá Jaðri í Breiðuvík. Bjó hún um mörg ár með börnum sínum. Merk kona og góð; mun hennar minst slðar. Stúkan Skuld, nr. 34 I.,0. G. T., tilkynnir hér með öllum meðlim- um sínum og öðrum Goodtempl- urum, að engir fundir verða haldnir 25. desember og 1. janúar næstkomandi. Næsti tfundur stúk- unnar verður haldinn 8. janúar 1930. A. L. Holm, rit. Á föstudaginn í vikunni sem 'leið, hinn 20. þ.m., andaðist á Al- menna sjúkrahúsinu hér í borg- inni, frú Margrét Thomas, ekkja Guðjóns Thomas gullsmiðs, eftir skamma legu, en langvinna he»'su- bilun. Hún var 73 ára að aldri. Merkiskona, sem ávalt stóð prýði- lega í sinni stöðu. Jarðarförin fór tfram frá Fyrstu lútersku kirkju á mánudaginn í þessari viku. Dr. Björn B. Jónsson jarðsöng. Þann 14. þ. m. lézt að Svold, N. Dak., Guðni Thomson, 77 ára að aldri, einn af frumbyggjum ís lenz'ku bygðanna syðra. Hingað til lands fluttist Guðni heitinn árið 1876, dvaldi fyrst í Ontario, en kom til Dakota árið 1879. Hann var ættaður frá Hörðudal í Dala- sýslu' á jfslandi. Guðni heitinn lætur etftir sig tvö börn, Kristján að Svold og Sigríði Nelson að Akra. Jarðarförin fór fram í Hall- son gratfreit þriðjudaginn þann 19. þ.m. Séra Haraldur Sigmar jarðsöng. Hins framliðna verður nánar minst síðar. Perth Dye Works, Limited Gerir verkið fljótt og vel. Tvö verkstæði? 484 Portage Ave- Sími 37 266 238 Lilac Street Sími 42 328 Fó't hreinnsuð og pressuð. Alt gert sama daginn. Vilhjálmur II. Getur hann náð völdum aftur í Þýzkalandi? Þýzki sagnfræðingurinn Emil Ludwig, hefir skrifað tvær bæk- ur, sem hann hefir orðið heims- frægur fyrir. Er önnur þeirra um Vilhjálm keisara II., en hin um Napóleon . Frægð sína á hann að þakka því, hve vel honum tekst að gera efnið lifandi og áhrifa- mikið og lýsa þeim tímum, sem hann skrifar um, svo að lesend- um finst þeir sjá tíðarandann og atburðina skýrt fyrir sér. Eftir fall þýzka keisaradæmis- ins, hafa margar bækur verið skrifaðar um Vilhjálm II., og hafa sumar þeirra getfið alt annað en fallegar lýsingar á keisaranum. En þyngst á metunum er bók Lud- wigs, því að hann hefir valið heimildir sínar þannig, að þær eru einungis frá vinum og aðdáend- um keisarans og honum sjálfum, en aldrei frá óvinum hans. Að dómi Ludwigs var keisarinn að ýmsu leyti gáfaður og vel getf inn maður, en sjúkleg hégóma- girnd hans og metnaður leiddi hann stöðugt í ógæfu. Hann er fæddur með þeim ósköpum, að vinstri hönd hans var máttlaus, og þó að hann hefði viljað kom- ast í herinn, sem óbreyttur liðs- maður, myndi hann ekki hafa fengið það. En keisarinn vildi sýna, að hann — sjálfur afkom- andi Friðriks mikla — væri; her- maður í orðsins fylsta skilningi. Seinna vildi hann fá menn til að trúa því, að hann væri meiri stjórnmálamaður en Bismarck. Loks vildi hann sýna það — til þess að ögra frænda sönum Ed- ward konungi, sem hann öfund- aði, — að hann hefði ekki ein- ungis bezta her í Evrópu á að skipa, heldur líka, að hann gæti bygt herskipaflota, sem sjálfu Englandi stæði stuggur af. Eng- Ind neyddist loks til þess að gera bandalg við hin fornu óvini Þjóð- verja, Rússland og Frakkland, og með því var smiðshöggið lagt á það, að umlykja Þýzkaland óvin- um á alla vegu, en það leiddi til ósigursins 1918* og hins smánar- lega flótta keisarans. Getur Vilhjálmui^ keisari kom- ist aftur til valda og Hohenzoll- arnir haldið innreið sína gegn um Brandenburgar hliðið? Um þetta segist Emil Ludwig svo í áður- nefndu riti sínu um Vilhjálm keisara: Helzta einkenni Germana hefir frá fornu fari verið hlýðni. — Þjóðverjar hafa aldrei gert stjórn- arbyltingu. Hin eina bylting, sem þeir hafa beitt sér fyrir, var sið skifti Lúters, og hana nefndu þeir siðabót freformation); sterk- ara orð vildu þeir ekki vera þekt- ir fyrir að nota. Þjóðin hefir jafn- an snúist til varnar gegn útlend- um árásum, en aldrei er árásin hefir komið að innan, frá vald- höfunum. Það er því hreinasta fjarstæða, að tala um þýzka stjórnarbylting- armenn í sambandi við afnám keisaradæmisins. Jafnaðarmenn og lýðveldissinnar voru #ávalt fá- mennir og treystu sér ekki til að afnema einveldið tfyr en haustið 1918. foringjar jafnaðarmanna það að tillögu sinni við ríkiskanslarann, að gera frænda keisarans að rík- isstjóra. Þegar hinn keisaralegi ráðgjafi, Scheidemann, vaknaði um morguninn þann 9. nóvember, hafði hann ekki minsta grun um, að hann myndi lýsa því yfir um hádegi sama dag, að lýðveldi væri sett á fót á Þýzkalandi. Jafnvel þó frægð keisarans væri þrotin, voru þó flestir Prúss- ar einveldinu trúir í hjarta sínu. Menn vildu aðeins losna við per- sónuna, en ekki keisaraættina. En flótti Vilhjálms keisara reið baggamuninn. Enginn vildi þá athöfn. Konungurinn, æðsti stjórn- ari hersins og ríkisins, flýði þeg- ar mest á reið og yfirgaf herinn! Prússar voru sárgramir og töldu sig mjög móðgaða. Enn merki- legra var það þó, að í vikunni á eftir lögðu 23 þýzkir konungar, ríkisertfingjar og furstar niður völd sín mótstöðulaust, án nokk- hreyfði hönd eða fót þeim til varnar. Enginn af þessum þjóðhöfðingj- um hefir enn krafist þess, að fá völd sín aftur. Það táknar, að afturkomu Hohenzollanna er frestað um ófyrirsjáanlega lang- an tíma, þó svo, að hún ætti sér nokkurn tíma stað. Sá, sem bíð- ur ósigur í orustu, getur vonað, að vinna sigur nsta dag. En sá, sem flýr að óreyndu, hefir mist siðferðislegan rétt sinn. Þegar litið er á þetta mál, verð- ur að hafa það hugfast, að kon- ungsættirnar þýzku hafa jafnan verið afbrýðissamar og öfunds- sjúkar hver við aðra. Slík af- brýðissemi hefir ált af átt sér stað milli Hohenzollanna og konungs- ættanna í Saxlandi, Bayerns og Wurttembejrg. íUndir ófriðarlok- in lék grunur á, að konungurirn í Wurttemberg stæði í samningum við Habsborgara um þýzku keis- arakrúnuna. Fall Habsborgaranna hlaut an'n- ars að hafa fall Hohenzollanna í för með sér, því að Austurriki var sambandsland og vinur Prúss- lands um 50 ára skeið. Og þeg- ar svo fór fyrir því, sem raun varð á, var þaðan ekki lengur trausts að vænta. En versti óvinur Ho henzollanna er í rauninni Vil- hjálmur keisari sjálfur. Það var heppilegt, að hann skyldi ekki verða svo sem píslarvottur í aug- um annara þjóða. Ekkert hefir orðið Vilhjálmi til meira tjóns, en seinna hjónaband hans, sem stofnað var skömmu eftir dauða fyrri drotningap hans, sem var mjög vinsæl og elskuð af þjóð inni. Þetta hvatvíslega hjónaband og sala keisaragripanna til óvinanna hefir alveg farið með þaö, sem eftir var af þeirri tiltrú, er menn báru til keisarans. Álit hans hef- ir rýrnað mjög við þær kröfur, sem hann hefir gert til séreigna sinna, og tilraunir hans til að hafa eins mikið fé út úr lýðveld- inu og hann getur. Ef keisarinn og synir hans hefðu t. d. gefið helming eigna sinna til uppgjafa hermanna, myndu þeir eflaust hafa aflað sér vinsælda, sem síð- ar gátu komið þeim að haldi. Það dregur og mjög úr tækifæri Hohenzollanna, að aðalsmenn og afturhaldsmenn hafa aftur kom- ist til valda og virðinga. Meðan þei'r sátLf stúrnir og reiðir í höll- um sínum og fanst þeir vera sett- ir hjá, var eina von þeirra, að keisarinn kæmist aftur til valda. Nú þurfa þeir ekki keisarans við. Við þetta bætist loks sljóleiki og ódugnaður þýzku keisaraættar- innar. Þar er um mörgum að velja, sem geta haft tilkall til rík- is, að minsta kosti 50 mönnum; l ekki einn einasti þeirra hefir sýnt af sér dugnað eða manndáð síða*' keisarinni veltist úr völdum. Eng- inn þeirra hefir reynst hæfur í lífsbaráttunni, hvorki sem mála- flutningsmenn, bilajBamenn, kvik- mynda leikarar eða annað. Þeir virðast hafa aðeins eitt áhugamá) og eina hugsun, sem sé að komast yfir sem mestan arf og semja um það við stjórn lýðveldisins. Flest- ir þeirra búa nú í höllum sínum og lifa í slæpingsskap og iðju- leysi. Smám saman hverfur virð- ingin fyrir þeim og drottinholl- ustan. Tíu ár eru' liðin og eng- inn hefir skarað fram úr. Og sín á milli eru þeir ósáttir. Lýðveldissinnar voru i fyrst- unni á móti því, að kjósa Hinden- burg tfyrir ríkisforseta. En nú sjá þeir, að hann er sá maður Þann 18. nóvember 1918 gerðu meðal Þjóðverja, sem hefir unn- ið lýðveldinu mest gagn. Jafnvel einveldissinnar líta nú alt öðrum augum á lýðveldið en fyrir tveim GARRICK Now Playing “A MOST IMMORAL LADY” Featuring LEATRICE JOY Matinees 25C Evenings 40C New Year’s Eve All-T'cdking Singing Dancing “SO LONG LETTY” Buy Your Tickets Now. STARTING FRIDAY “ISLE OF LOST SHIPS” 100% TALKING árum. Það er ekki lengur “rautt”. Menn hafa lært að bera virðingu fyrir því. Það stendur ekki ein- veldinu að baki að tign og virðu- leik. Að konungstjórn verði sett á stofn á ný, t. d. með atkvæða- greiðslu, er alveg óhugsandi. Það er talað um, að Bayern geti sam- einast Austurríki og tekið Rup- recht til konungs. Katólskt sam- band gegn Norður-Þýzkalandi, sem er mótmælendatrúar! Slíkt leyfa stórveldin ekki. Hið eina, sem kynni að geta bjargað Hohen- zollunum, er nýr ófriður. En hann yrði að koma nú þegar. — Þess vegna er óviturlegt að leyfa hinum afsettu þjóðhöfðingjum dvöl innan Þýzkalands. — Þeir myndu ætíð vera fúsir til að blása að kolunum ef til ófriðar kæmi. Og sá ófriður myndi leiða til ægilegrar borgarastyrjaldar. í Þýzkalndi eru nú yfir tuttugu milj. lýðveldissinnar, sem myndu ekki láta sér lynda að stjórnarr fyrirkomulaginu væri breytt í gamla hortfið án þess að vopnin væru látin skera úr. Þess væri að óska, að Hinden- burg yrði 100 ára og gæti gegnt ríkisforsetastörfum svo lengi. Það er litið á hann sem eitt af stórmennum sögunnar. Er alveg óhugsandi, að hann verði feldur við næstu forsetakosningar. Iíann verður forseti til dauðadags. Þeg- ar hann fellur frá, velja menn hvorki hershöfðingja né aðals- mann, heldur einhvern úr milli- stétt, ef til vill katólskan mann. Lýðveldinu er tæpast nokkur hætta búin, því að maður sá, er valinn verður, stendur utan við alla flokka. Þegar Vilhjálmur II. kom til ríkis 20 ára gamall, var hann sinnisveikur og hégómagjarn ung- lingur, Þó að hann væri með visna hönd, þótti honum sér bera skylda til að verða hermaður sam- kvæmt erfðavenju Hohenzoll- anna. Þýzkaland stóð á hæsta stigi um 1890, hvað snerti stjórn málaleg völd og áhrif í verzlun- arefnum og var slíkt framar öllu fyrir starfsemi Bismarcks. Aðstaðan var svo glæsileg, að ungi keisarinn hikaði ekki við að láta “gamla leiðsögumanninn” fara og setjast sjálfur við stýr- ið. Treysti hann því, að öllu væri óhætt og að hann gæti reitt sig á stjómargáfu sína 0g stjórn- málavit, sem smjaðurtungurnar við hirðina sögðu, að hann hefði til að bera. Vilhjálmi keisara skjátlaðist á sama hátt og flestum Þjóðverjum yfirleitt. Hann lifði í þeirri trú, að Friðrik m,ikli væri mestur allra Hohenzollanna. 1 raun og veru var það ekki Friðrik mikli, heldur faðir hans, sem grund- völlinn lagði undir vald Prúss- lands, og það, sem gott er og heilbrigt í fari Prússa, Trtá rekja til hans beint og óbeint. Friðrik mikli var hégómagjarn, eins og af- komandi hans, Vilhjálmur II., og vílaði ekki tfyrir sér að tefla landi og þjóð í hættu til þess að skapa falskan frægðarljóma um sjálfan sig. í 30 ár fékk Vilhjálmur II. þýzku þjóðina til að trúa á mikil- leik sinn. En þegar hann lagði á flótta frá ábyrgð sinni og skyld- um, sást loks hvern mann hann hafði að geyma, 0g það eru engin líkindi til þess, að hann eða af- komendur hans komist til valda aftur. Saga Hohenzollanna er á enda. — Lesb. 100 herbergi, Sanngjarnt með eða án baðs. verð. SEYMOUR HOTEL Sími: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manitoba Hafið þér sára fætur? ef svo, finnið DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910. 334 Somerset Block Phone 23 137 Winnipeg PP þú hefir aldrei í-1* neina verki og CC blóðið er hreint LU og í bezta lag i þá Lestu þetta ekki! Vér i/efum endurgjaldslaust eina flösku af hlnum fræga Paln Killer, titackhawk’s (Rattlesnakc Oil) /tfi- dian Liniment Til að lœkna gigt, taugaveiklun, hakverk, hólgna og sára fœtur og allskonar t'erki. Einnig gefum vér I eina viku með Blaokhawk’s Blood and Body Tonic. Ágætis meðal, sem kemur í veg fyrir 90% af orsökum allra mannlegra sjúkdðma. pað hreinsar blððið og kemur ifffærunum I eðli- legt ástand. Blackhawk’s Indian Linimhnt kost- ar $1.00 flaskan. Meðan þetta boð stendur, sendið oss þessa auglýs- ingu og $1.00 og vér sendum yður pðstfrítt tvær flöskur og vikuforða af Blood and Body Tonic, alt fyrir $1.00. Hjúkrunarkonur mæla með þvf. Ábyrgst að vel reynist. BLACKHAWK INDIAN REMEDY CO. DEPT. 6. 296 Gladatone Ave., TORONTO 3, ONT. Dr. Tweed verður að hitta í Ár- borg miðvikudaginn og fimtudag- inn janúar 8. og 9. ROSE Sargent and Arlington IVe.it End’s Fincst Theatre PERFECTION IN SOUND. THURS., FRI„ SAT. — This Week All-Talking, Singing, Dancing í í ALICE WHITE in BROADWAY BABIES” KIDDIES! LC0K! FREE! Special Saturday Matinee Only Starting Chapter 1 of New Serial ‘QXJEEN OF THE NORTH WOODS’’ Freé Candy Prize Package to the first 500 Children, Also a Special WESTERN PICTURE Don’t Miss This Big Show! MON„ TUES., WED. — Next Week. Special Matinee New YeaFs Day Show Open at 1 p.m. 100% AU-Talking DOROTHY MACKAILL and JACK OKEY in “HARD TO GET’’ Lupino Lane Comedy. All-Talking Fox Movietone Ncws. Paintfng and Decorating Látið prýða húsin fyrir jólin. Ódýrast og bezt gjört af L. MATHEWS og A. SŒDAL Phone 24 065. CUNARD LlNE 1840—1919 Elzta eimrkipafálagið. sem siglir frá Canada 10053 Jasper Are. EDMONTON 100 Plnder Block SASKATOON 401 Lancaster Bldg. CALGARY 270 Maln St. WINNIPEG. Man. 36 Welllnftton St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Sacrament St. Cunard Ifnan veftlr ágætar samgöng- ur milli Canada og Noregs, Svíþjððar og Danmerkur, bæði til og frá Mon- treal og Quebec. Eitt, sem mælir með þvf að ferðast með þessari lfnu, er það, hve þægilegt er að koma við í London, stærstu borg heimsins. Cunard linan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofustjðrinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bændum Is- lenzkt vinnufðlk vinnumenn og vinnu- konur, eða heilar fjölskyldur. — pað fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard lfn- unni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. Öllum fyrirspurnum svarað fljðtt og yður að kostnaðarlausu. Eina hótelið er leiffir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði CLUB HOTEL (Gustatfson og Wood) 652 MalnSt. Winnipeg Ph. 25 738. Skamt norðan vL C.P.R. stöðina. Reynið oss. Ógörfað loðskinn óskast Vér börgum sem hér segir: Mór. tóa $60.00 I Úlfar .... $51.00 Otur .... $35.00 Safali .... $38.00 Gaupa .... $75.00 I Þvottabj. $20.00 SEND for details rJ’Q oi pnce S. FIRTKO — 426 Penn Ave. Pittsburg, Penn. U.S. of Amerika BIBLlUR bæði á ensku og íslenzku Veggspjöld, Jólakort, hefir til sölu Ámi Sveinbjömsson, 618 Agnes St. Sími: 88 737 SAFETY TAXICAB CO. LTD. Beztu bílar í veröldinni Til taks dag og nótt. Sann- gjamt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Leland Eotel. N. CHARACK, forstjóri. Rose, All-Talking, Singing, Dancing Programme this Week-End. Business Education Pays ESPECIALLY “SUCCESS TRAINING” Scientifically directed individual instruction and a high standard of thoroughness have resulted in our Placement Department annually receiving more than 2,700 calls—a record unequalled in Canada. Write for free prospectus of courses. Train in Winnipeg, Westem Canada’s largest employment centre. SUCCESS BUSINESS COLLEGE PORTAGE AVE. at Edmonton St. Winnipeg, Manitoba. (Owners of Reliance School of Commerce, Regina) Að allir megi njóta KOLA-MYLSNA ER ÓHREIN. Arctic Kol eru HREIN Þeim er öllum mokað upp í mótorvagninn með kvíslum, ekki með skóflum, þá verður ■nylsnan eftir. kRCTlC ICEsFUEL caim 439 PORTACE Qprosrt* PHONE 42321 Gleðilegra Jóla! og Farsæls Nýárs! er einlœg ósk WIHNIPEG ELECTRIC j COMPANY Your Guarantee of Good Scrvice.” New Appliance Showroom. Power Building. Tvær aðrar búðir: 1841 Portage Ave., St. James; Marion and Tache St. St. Boniface

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.